Heimskringla - 11.06.1941, Blaðsíða 8

Heimskringla - 11.06.1941, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JÚNl 1941 Stjórnarnefnd Sambandssafnaðar í Winnipeg, sem nú er að undirbúa 50 ára afmælishátíð safnaðarins, æskir þess, að fornir vinir og félagsmenn sem f jarri búa og henni er ekki kunnugt um hvar eru, skrifi sér línu eða söfnuð- inum. Nefndinni er mjög kært að sjá sem flesta á minn- ingarhátíðinni, en frá þeim, sem þar geta ekki verið, væri henni eigi síður kært að heyra. Minningarhátíðin fer fram 15. og 16 júní. Bréf skal skrifa utan á til forseta safnaðarins: Bergþórs E. Johnson 1016 Dominion St., Winnipeg, Man., Canada FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANBSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Sunnudaginn, 15. þ. m. fer fram sérstök hátíðaguðsþjón- usta í Sambandskirkjunni í Winnipeg kl. 2 e. h. í tilefni af 50 ára afmæli frjálstrúar kirkjunnar í Winnipeg. Söng- flokkurinn syngur sérstaklega æfða söngva, undir stjórn söng- stjórans Péturs Magnús. Miss Lóa Davidson syngur einsöng. Við orgelið verður organisti safnaðarins, Gunnar Erlends- son. Ræðumenn verða séra Guðmundur Árnason, séra Eyj- ólfur J. Melan og prestur safn- aðarins, séra Philip M. Péturs- son, sem flytur ræðu á ensku. Morgun guðsþjónustan fer fram eins og vanalega kl. 11 f. h. Umræðuefni prestsins verður “To Struggle is to Live”. Fjölmennið við báðar guðsþjón- usturnar, kl. 11 og kl. 2. Við seinni guðsþjónustuna verður mönnum veitt móttaka í söfnuðinn. Kl. 7 fer fram heimboð safn- aðarins til allra vina hans. — Skemt verður með myndum, ræðum, söng og veitingum. • * * "Öldur” í Argyle bygð Leikurinn “öldur” verður sýndur í Bru Hall í Argyle- bygð á miðvikudagskvöldið þ. 18. júní. Það gleður leikflokk- inn frá Winnipeg að geta heim- sótt Argyle-búa og endurnýjað vinskap frá siðustu ferð, og um leið sýnt ágætan leik. Gleymið ekki að koma í Brú Hall þann 18. þ. m. * * * Hið fimtánda ársþing Sam- bands íslenzkra frjálstrúar kvenna verður haldið laugar- daginn þ. 28. þ. m. að Riverton, Man. Flytja þar erindi Dr. Friðgeir Ólason og frú Ólason, sem einnig er læknir. Talar hann á skemtisamkomu að kveldinu um “Sveitarlíf á Is- landi” en erindi frúarinnar er enn óákveðið, en verður nánar auglýst síðar. Fleiri erindi verða fiutt á þinginu og verður það alt auglýst í næsta blaði ásamt skemtiskrá kveldsam- komunnar. Mr. S. Thorvaldson. M.B.E.. frá Riverton var staddur í bœn- um s. 1. föstudag. Hann er eft- irlitsmaður sigurláns tökunnar þar nyrðra. Spurðum vér hann hvernig lántakan gengi; kvaðst hann mjög ánœgður með hvað þar hefði verið vel brugðist við henni, I Árborg. Hnausum, Riv- erton og Helka. hefðu $25.000 komið inn á 4 dögum (frá þvi á mánudag og til föstudagsins). Úr öðrum bœjum og bygðum umdœmisins voru ekki greini- legar fréttir komnar á föstu- dag. En Mr. Thorvaldson lét von sína í Ijósi um að einnig þar myndi reyndin verða svip- uð og í áðurnefndum bœjum. • • • Á fundi s. 1. sunnudag í Sam- bandskirkjunni, voru þeir er hér eru nefndir kosnir af hálfu safnaðarins sem fulltrúar á kirkjuþing Hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Norð- ur Ameríku, sem haldið verður í ár í Riverton: Fulltrúar: B. E. Johnson Hannes Pétursson Dr. M. B. Halldórson Guðbjörg Sigurðson Hlaðgerður Kristjánsson Varamenn: Mrs. B. E. Johnson Guðmundur Eyford Mrs. J. F. Kristjánsson Miss Elín Hall Mrs. Jochum Ásgeirsson • • • Kveðjusamsæti fyrir frú Sig- ríði, ekkju Guðmundar M. K. Björnssonar ^ar haldið í Riv- erton síðasta laugardagskveld af kunningjakonum hennar. Er hún að flytja alfarin til bróður sins, Dr. Jóhannesar Pálssonar, vestur í fylki. Ávarp til heið- ursgestsins var flutt af Arn- heiði Eyjólfsson og gjafir svo afhentar. Skemtu svo konur sér við spil og kaffidrykkju fram eftir kveldinu. Verður frú Björnsson mikils saknað af mörgum vinum hennar og óska þeir henni allra heilla í fram- tíðinni. • • • Jón bóndi Gíslason frá Bred- enbury, Sask., kom til bæjarins fyrir helgina með son sinn Jón til lækninga; hann verður skor- inn upp á morgun. Dr. og Mrs. Matthías Matt- híasson komu með son sinn John Stevens að heimsækja foreldra læknisfrúarinnar, Mr. og Mrs. Helgi Johnson, 1023 Ingersoll St. Þeim samferða var Mrs. Neil Bardal með son sinn Ófeig Njál, eftir nokkurra vikna kynnisför hjá systur sinni í Rondeau, Wis. Hana sóttu suður að landamærum systkini hennar hér í borg og mágur, Mr. Oliver Olson Jr., en læknishjónunum dvaldist af farbanni við landamærin, en sumar sögurnar þaðan minna á það sem fór fram við landa- mæri Rússlands, þegar skrif- finna valdið stóð í blóma, og þá var hlegið að og hneykslast á af hinni upplyftu veröld. Dr. M. hafði skamma viðdvöl, enda hefir doktorinn mikla aðsókn í Rondeau, fór heimleiðis á laug- ardaginn, en kona hans varð hér eftir. • * * Frá Mountain, N. Dak., voru hér á ferð um miðja s. 1. viku: Thorlákur Thorfinnsson, Árni Johnson og dóttir hans, Norma, og Mr. og Mrs. Björn Olgeirs- son; þau skruppu norður til Lundar að finna fornvini og létu vel af viðtökunum. • • • Júlíus Hólm frá Húsavík, Man., og Lára Aðalheiður Árnason, dóttir Mr. og Mrs. Guðjón W. Árnason, Gimli, Man., voru gefin saman í hjónaband þ. 7 júní af séra Bjarna A. Bjarnason á heimili hans í Gimli. Heimili ungu hjónanna verður við Húsavík. • • • Mrs. Elizabet Margaret Wal- terson i Selkirk lézt að heimili sínu 7. þ. m. Hún var ættuð úr Húnavatnssýslu á íslandi, fædd 1874. Kom til Canada 1893. Giftist Thorvaldi Wal- terson 1896. Hún lætur eftir sig 7 börn á lífi, öll uppkomin. Eru þrír synir hennar nú í canadiska hernum. Hún var jörðuð 10. júní frá heimilinu og kirkjunni í Selkirk, að við- stöddu fjölmenni. Nánari æfi- minning verður birt síðar. • • • Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni í Selkirk, þann 7. júní, Benjamín Frank- lyn Guðmundsson frá Árborg, Man., og Grace Sesselja Jónas- son, frá Riverton, Man. Fram- tíðarheimili ungu hjónanna verður í Árborg, Man. • * * Veitið athygli! Samtali um ísland og íslenzk málefni, milli þeirra Thor Thors, aðalræðismanns Islands í Bandaríkjunum, og Valdi- mars Björnsonar útvarpsþuls í Minneapolis, verður útvarpað yfir WCAL útvarpsstöðina kl. 9.30 að morgni á fimtudaginn 12. þ. m. Bylgjulengdin er 770 kilocycles. Að kveldi þessa sama dags, kl. 8.45, verður þessu fróðlega samtali útvarp- að yfir KSTP útvarpsstöðina; bylgjulengd 1500 kilocycles. íslenzkri guðsþjónustu, er sr. Guttormur Guttormsson flytur, verður útvarpað á sunnudag- inn þann 15. þ. m. yfir WCAL stöðina frá kl. 6 til 7 Central Standard Time, og aðstoðar þar kvennasöngflokkur Hjart- ar Lárussonar. Um “picnicið” er það að segja, að það hefst í Minne- haha skemtigarði um hádegis- bil, og er til þess ætlast að fjölskyldur komi þangað með matföng sín. Munið eftir að sala á heimatilbúnum mat verður haldin í neðri sal Sam- bandskirkjunnar á Lundar, föstudaginn 13. júní n. k. Sal- an bærjar kl. 11 f. h. Til sölu verður: brúnt brauð, vínar- terta, pæ og alskonar sæta- brauð, mysuostur, skyr, candy og ísrjómi. Einnig verður þar kaffi til sölu. Kvenfélagið “Eining” • • • Mrs. Bert Clark frá Los Angeles, Cal. kom til bæjarins um helgina og dvelur hér þriggja vikna tíma. Hún kom að heimsækja systur sínar Mrs. A. E. Jones og Mrs. K. Aust- man. Mrs. Clark var áður en hún giftist, Clara Oddsson, er hér átti áður heima og margir munu minnast sem lítillar stúlku er á samkomum skemti hér oft af list með fiðluspili. • * * Mr. og Mrs. Sig Björnson og dóttir þeirra frá Grand Forks, N. Dak., komu til bæjarins s. 1. fimtudag og dvöldu fram á sunnudagskvöld. 1 för með þeim voru Mr. og Mrs. W. L. Dornberger frá Sioux Falls, S. Dakota. * * • Síðast liðinn mánudag kom Andrés Gíslason vestan frá British Columbia þar sem hann vinnur við smíðar í þjónustu sambandsstjórnarinnar. Hann er sonur Davíðs sál. Gíslasonar og Guðrúnar konu hans, er lengi bjuggu við Hayland, Man. Móðir Andrésar kom með hon- um og fóru þau rakleiðis norð- ur til Hayland, þar sem hún verður hjá börnum sínum en hann fer vestur aftur. Þau komu á bíl að vestan. * • • Síðastliðinn sunnudag, 8. júní, voru þau Daniel Sigmund- ur Sigmundson og Lillian Freda Sigurdson gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Gísli Sig- mundson að Hnausa, Man., en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. S. E. Sigurdson í Winnipeg. Giftingin fór fram á heimili Sigurdsons hjónanna, að 291 Lipton St.', að viðstöddum nokkrum hóp nánustu ætt- ingja ogi annara vina. Að vígslunni lokinni var öllum boðið í veglegt samsæti í Moore’s Restaurant. Var þar framreidd dásamleg máltíð, ræður fluttar, ljóð sungin. — Samsætinu stýrði Mr. Sigurd- son, en auk hans fluttu tölur þeir Gísli Sigmundson, Kelly Sveinson, séra Rúnólfur og brúðguminn. Þetta var yndis- leg samverustund öllum sem þar voru. — Heimili ungu hjón- anna verður að Hnausa, Man. • • • Dr. Ingimundson verður staddur í Riverton þann 17. þ. m. • • • Messuboð Messað verður í kirkju Breiðuvíkursafnaðar í Hnausa, næstkomandi sunnud. 15. júní, kl. 2 síðd. Væntanlega verður safnaðarfundur eftir messu. S. Ólafsson • • • Séra K. K. Ólafson flytur ís- lenzka guðsþjónustu í Van- couver sunnudaginn 15. júní kl. 3.1*5 e. h. Eins og áður verður þessi messa í dönsku kirkjunni á Burns stræti og nítjándu götu. Við þetta tæki- færi verður altarisganga. Allir velkomnir. K. K. ó. F Á I Ð . . . LÉTT STERK MJÚK HLÝ EATON’S “Lady Fair” Angora Ull EATON STIMPLUÐ VARA ÞRJÁR ÓLIKAR TEGUNDIR "Lady Fair" fínt spunna Angora (100 prósent kanínu hár) *7Cp V2‘oz- hnykill............... * "Lady Fair" Angora. (70 prósent kanínu hár, 30 prósent ull) CQp V2 oz. hnykill............... "Lady Fair" Angorine OQ p 1 oz. hnykill ............... ______________Prjónavörudeildin, á öðru gólfi, Donald <T. EATON C?.™ ÞINGB0Ð 19. ársþing Hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, verður sett föstudaginn 27. júní 1941 i kirkju Sambandssafnaðar í Riverton, Man. kl. 8.00 e.h. og stendur yfir til mánudags, 30. júni. Söfnuðir sem eru í kirkjufélaginu, eru kvaddir til að senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja 50 safn- aðarfélaga eða brot af þeirri tölu. Á þinginu mæta einnig fulltrúar sunnudagaskóla og ungmenna-félaga. Samband íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga heldur þing sitt um þingtímann. Dagskrá þingsins verður auðlýst í næstu blöðum. GUÐM. ÁRNASON, forseti EYJÓLFUR J. MELAN, ritari Látið kassa í wMMmmmm W Æ. i 2-qIasa C p Kœliskápinn WwmWMMAW flösku "jV* ' M GOOD ANYTIME SARGENT TAXI and TRANSFER SÍMI 34 555 eða 34 557 7241/2 Sargent Ave. Contracts Solicited I minningu um Einar G. Martin frá Garði F. 16. jan 1880—D. 10. júní 1940 Hvert spor sem við göngum í Garði Þín handtök við sjáum þar, Og minnumst með söknuð og þakklæti “Þín” sem frá okkur tekinn var. Sigrún Martin og börn Guðmundur Baldvin Magnús Arnfríður Vilberg og Franklin (borgað) * # # Messur við Lundar Sunnudaginn 15. júní: Otto, messa og safnaðarfundur kl. 11 f. h. Lundar, messa og safn- aðarf. kl. 2.30 e. h. B. A. B. • • * Bretar hafa náð í tvö skip ennþá, er vistir og vopnabirgð- ir höfðu fyrip herskipið mikla, “Bismarck”. Hafa þá alls 5 af fylgiskipunum náðst og eitt tundurskip; þykir líklegt að fylgiskipin hafi ekki verið mik- ið fleiri. +---——-------------- MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjólparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœfingar: Islenzkri söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, >J)ept, 160, Preston, Ont. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA' Amaranth...............................J. B. Halldórsson Antler, Sask..........................JC. J. Abrahamson Árnes.................................Sumarliði J. Kárdal Árborg...................................G. O. Einarsson Baldur............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville................................Björn Þórðarson Belmont................................... G. J. Oleson Bredenbury................................H. O. Loptsson Brown................................Tborst. J. Gíslason Churchbridge____________________________ _H. O. Loptsson Cypress River............................Guðm. Sveinsson Ibrfoe........................—............S. S. Anderson Ebor Station, Man.....................K. J. Abrahamson Elfros--------------------------------J. H. Goodmundson Eriksdale..................................Ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.......................Rósm. Ámason Foam Lake...............................H. G. Sigurðsson Gimli......................................K. Kjernested Geysir..............................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................G. J. Oleson Hayland................................ Slg. B. Helgason Hecla.*................................Jóhann K. Johnson Hnausa...................................Gestur S. Vídal Húsavík.................................. Innisfail.............................ófeigur Sigurðsson Kandahar................................ S. S. Anderson Keewatin...........................................Sigm. Björnsson Langruth................................ .Böðvar Jónsson Leslie...............................................Th. Guðmundsson Lundar.....................................d. J. Líndal Markerville........................... ófeigur Sigurðsson Mozart....................................s. S. Anderson Narrows..................................,.S. Sigfússon Oak Point............................... Mrs. L. S. Taylor Oakview................................... s. Sigfússon Otto........................................Björn Hördal Pioey......................................S. S. Anderson Red Deer..............................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík.................................. Riverton..............................Björa Hjörleifsson Selkirk, Man------------Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Silver Bay, Man..........................Hallur Hallson Sinclair, Man.........................k. J. Abrahamson Steep Rock...................................Fred Snædal Stony Hill..................................Björn Hördal Tantallon................................ Thornhill.............................Thorst. J. Gísiasojj Víðir.....................................Aug. Einarsson Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis................................___S. Oliver Winnlpeg Beach............................. Wynyard..................................S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Bantry..................................E. J. BreiðfjörB Bellingham, Wash...................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash._.....................Magnús Thordarson Cavalier and Walsh Co................. Grafton..................................Mrs. E. Eastman Ivanhoe...............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif.... Milton.....................................S. Goodman Minneota..............................Miss C. V. Dalmann Mountain.................................Th. Thorfinnsaon National City, Calif........John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts, Wash......................_.Ásta Norman Seattle, Wash...........J. J. Middal, 6723—21at Ave. N. W. Upham................................... E. J. Breiðf jörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.