Heimskringla - 13.08.1941, Side 1

Heimskringla - 13.08.1941, Side 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 33 604 -------------- I 1 ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LV. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13. ÁGÚST 1941 NÚMER 46. * < HELZTU FRÉTTIR * < KENNARAR Á ÍSLENZKA LAUGARDAGSSKÓLANUM 1 RIVERTON, MAN. Talið frá vinstri, eru nöfnin þeirra: Florence Rockett, Marinó Elíasson, Svava Einarsson, S. Thorvaldson, Mrs. V. F. Benedictson, Eysteinn Árnason. Stríðið á Rússlandi Af fréttum frá Berlín að dæma nokkra undanfarna daga, hefir litið svo út, sem komið væri að úrslita orust- unni og allar rússnesku borg- irnar á vígsvæðinu (Lenin- grad, Smolensk, Kiev (Kænu- garður) og Odsésa) væru að falla i hendur Þjóðverja. Blöð- in hér flytja athugasemdalaust þessar æsingafréttir Þjóðverja og miklu greinilegar, en fréttir frá Rússlandi og munu þær þó til þess eins vera básúnaðar, að styrkja þýzku þjóðina i trúnni a sigur, en um hann mun henni nú þykja uggvænt. Það hefir komið í ljós upp aftur og aftur vikum síðar, að fréttirnar hafa verið tilbúningur. Nú hefir í þrjá daga verið gerð öll ósköp úr sókn Þjóðverja í Ukraine suður við Svartahaf, og talið alveg víst í Berlínar-útvarpinu, að Odessa og öll strönd Rúss- lands við Svartahafið verði unnin í lok þessa mánaðar. Þjóðverjar þykjast meira að segja sama sem búnir að ná Odessa. Einum sex skipum hlöðnum vistum og vopnum sögðust þeir í gær hafa sökt fyrir Rússum á Svartahafinu. Það er ekki að efa, að þarna sækir Hitler eflaust bardagann harðara en annar staðar. Þar er til mests að vinna. Þaðan næðist í gasolíu frá Iran; þar eru einnig Ukraine-akrarnir. Þangað er skemst að flytja her frá Italíu og suðurlöndum Ev- rópu og Frakklandi, sem Hitl- er er nú að reka út í stríðið með sér. En jafnvel þó Hitler ætli sér þarna að láta skríða til skarar, er engin vafi á því, að Rússar hafa ávalt vitað það. Hitler kemur ekki að þeim þar óvörum. Að telja sigra sína við Svartahafið langt fyrir- fram, er aðeins til að blekkja með þýzku þjóðina, Frakka og Japani, sem hann er nú óður að siga af stað með sér. Rúss- ar segja fróðir menn að hafi fyrir austan Odessa á strönd- inni svo fjölmennan her og þau ógrynni af skriðdrekum og öll- um vopnum, að það muni ekki greiðara þar en annar staðar að sækja á þá. Þjóðverjar þóttust fyrir vik- um síðan hafa gereytt lofther Rússa. Síðan í byrjun þessar- ar viku, hafa loftför Rússa á hverri nóttu sótt Berlín heim og steypt yfir borgina ægilegu sprengjuregni. Bretar hjálpa þeim þar vel og lofa að Berlín skuli betur þar á kenna, er bákn-flugvélarnar, þessar sem uppi í háloftinu fljúga, koma til sögunnar; þess er sagt að ekki þurfi heldur lengi að bíða. Skeytin frá Rússlandi herma dag eftir dag, að liði Hitlers sé alstaðar veitt viðnám; það virðist og satt vera. Rússar draga ekkert úr hve bardag- arnir séu harðir, mannfall mik- ið og eyðilegging vopna, vista, mannvirkja og bygginga. Að Hitler endist fram á næsta sumar eða haustið 1942, segir Stalin ekki óhugsanlegt, en þá verði að líkindum af honum mesti móðurinn. Stalin segir þetta með stillingu og kvíða- laus eins og það væri ekki nema lítill tími af því, sem hann gerði ráð fyrir, að stríðið entist. Notið tímann, látið aldrei neitt tækifæri ganga yður úr greipum.—Shakespeare. Snatar Hitlers Petain marskálkur, æðsta ráð Vichy-stjórnarinnar, lofaði Hitler fullri samvinnu í út- varpsræðu, er hann hélt í gær. Hann kvað nauðsyn reka til að vernda menninguna í Austur- Evrópu, en það yrði ekki gert, nema með því að uppræta kommúnismann. Jean Darlan aðmiráll hefir verið fengið alt vald yfir her Frakka í hendur. Hvernig hann notar nú þetta vald, er eftir að sjá. Petain bað þjóð sína um sam- vinnu og Bandaríkin að líta með samúð og skilningi á gerð- ir Vichy-stjórnarinnar. Hitler kvað ætla að hafa fund með öllum þjóðum Ev- rópu er honum vilja fylgja inn- an tveggja vikna á ítalíu og ræða við þær um að berjast með sér fyrir stefnu nazista. Sæki Frakkar þennan fund, er talið víst, að þeir hafi selt sig Hitler með húð og hári. Weygand, sem ráðin hefir haft í Norður-Afríku, er haldið að hafi orðið að vægja. Hann hefir verið Breta-sinni. Vichy- stjórnin telur sjálfsagt að varna því að Bandaríkjamenn taki Dakar, á vesturströnd Af- ríku. Japanir til í alt Um 180,000 japansk-ir her- menn eru nú komnir til frönsku nýlendunnar suður af Kína (Indo-Kína). Er talið víst að þeir muni, eftir að hafa komið sér þar fyrir, halda vestur í Thailand (eða Síam). Brezkt herlið er komið á vesturlanda- mæri Thailands í Burma og mun bíða átekta. Bandaríkin eru enn í efa um að Japan meini stríð Bretar eru það ekki og lýstu yfir í þinginu i gær, að ef Japan æskti stríðs, skyldi það ekki lengi þurfa að biðja þess. En Japanir segja að- eins, að þeir fari sínu fram og ekkert útlent vald skuli stöðva eðlilega útþenslu keisaradæm- isins. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Willingdon lávarður, er var landstjóri Canada frá 1926 til 1931, dó í gær í London. Hann var 74 ára. * # • Hertoginn af Windsor og frú hans hafa í hyggja að heim- sækja Alberta á þessu hausti, en þar á hertoginn búgarð, sem kunnugt er. Þau kváðu þrisvar sinnum hafa komið til Florida síðan þau komu til Bahamas- eyja fyrir einu ári, en hafa ekk- ert ferðast um Bandaríkin. • • • Á sunnudag og mánudag í þessari viku byrjuðu Rússar að fljúga til Berlín og steypa sprengjum yfir borgina. — Sprengjurnar voru sagðar bákn mikil. Eldar kviknuðu í.aust- urhluta borgarinnar af þessum völdum, en í vesturhlutanum af völdum sprengja frá brezk- um flugskipum. öll skip Rússa komu til baka. Rússar hafa jafnframt kastað sprengjum á bæi hvar sem er í austurhluta Þýzkalands. Bretar gerðu það einnig í vesturhlutanum. Hitl- er hefir leikið þetta áður í öðr- um löndum. Kanske hann eigi nú eftir, að hitta sjálfan sig fyrir. • • • Á Englandi fórust 22 flug- menn í flugslysi s. 1. mánudag. Einn flugmannanna var frá Winnipeg, F. D. Bradbrooke kapteinn. • • • Nazi-herinn í Grikklandi kvað hafa verið kallaður mest allur norður á vígstöðvarnar í Rússlandi. • • • Þýzkt útvarp hlustaði ein- hver á í New York er þýzku skildi s. 1. laugardag; sagði það frá því, að frá Smolensk og miðvígstöðvunum á Rússlandi hefðu alls verið fluttir 280,000 særðir Þjóðverjar heim til sín í ^U-52 flutninga-flugvélum. * • • Sá er yfir heilbrigðismálum manna ræður í Pine Falls, Man., hefir skipað svo fyrir að þorpinu skuli lokað fyrir ferða- mönnum, vegna lömunarsýk- innar, sem svo mikið er af í fylkinu, en sem í Pine Falls hefir enn ekki orðið vart. • • • f stríðinu 1914-18 fóru út- gjöld Canada til hers aldrei yfir 10 af hundraði af öllum tekjum þjóðarinnar. Allan tímann frá 1914 til 1920, urðu stríðsút- gjöldin í heild sinni ekki nema $1,672,000,000. Á fjárhagsári Canada frá 31. marz 1941-42, verða útgjöldin til stríðsins nálægt $2,000,000,- 000. Það eru 35 til 40 af hundraðú af öllum væntanleg- um tekjum þjóðarinnar. Við þessi útgjöld bætist svo allur stjórnarkostnaður: sam- jands-, fylkja- og sveitastjórna. Það er ekki mikill efi á því, að með honum bættum við verða útgjöld Canadamanna 50 af hundraði til hers og stjórna í landinu á árinu. Að hagur Canada er enn ör- uggur og hver eyrir af inn- I lendu fé og útlendu er tryggur, er ef til vill víxlaeftirlitsnefnd- inni fyrst og fremst að'þakka, sem stofnuð var í sept. 1939. Hún hefir verndað vel eignir landsmanna og útlendinga, sem hér eiga $6,700,000,000. — Bandaríkjamönnum er greidd- ur ágóði enn af fé því, er þeir hafa í canadisk fyrirtæki lagt. Canada ver miklu fé til vöru- kaupa í Bandaríkjunum. Á yfirstandandi ári er óhætt að gera ráð fyrir að þau viðskifti nemi $1,000,000,000, eða einum sjötta af öllum tekjum Canada- manna. Héðan er að vísu mik- ið af vörum selt suður, en við viðskiftahalla má þó fyllilega búast, er nemi $450,000,000. Nauðsynjar til stríðsins eru keyptar í stórum stíl syðra. En auk þessa sér Canada fyrir þrem fjórðu af kostnaðin- um af vöruframleiðslu hér fyr- ir Breta. Canada hefir sagt Bretum að sofa rólegum út af þessari skuld og þann reikning megi jafna eftir stríðið. Á þessu fjárhagsári munu vöru- lánin til Breta nema $800,000,- 000. Hálf biljón ($500,000,000) er lánið nú þegar. Hagur Canada stendur því ennþá traustum fótum, þrátt fyrir útgjöldin sem eru há mið- uð við mannfæðina. Má það efalstu þakka framsýni og var- færni þeirra, er efnanna gæta, en einnig eflaust fúsum vilja almennings í að styðja hverja tilraun er ætluð er að flýti fyrir falli Hitlers, hvað mikil fórnfærsla sem því er samfara. • • * Byrd aðmíráll skýrir frá því að síðasti suðurheimsskauts- leiðangur hans hafi verið far- inn til þess að undirbúa inn- limun einnar miljón ferkíló- metra lands í Bandaríkin. Byrd segir að á hinu nýja landflæmi séu hentug skilyrði til að gera flotabækistöðvar, sem nota megi til að vernda siglingar fyrir Cape Horn og siglingaleiðirnar til Indlands- hafs. • • • Á dögunum flaug fyrir, að Mitchell Hepburn, forsætisráð- herra í Ontario, hafi boðist staða á Englandi. Geti því skeð, að hann segi forsætis- ráðherrastöðunni lausri. Starf- ið sem honum er ætlað, er í þeirri deild ráðuneytisins, er um vistaforða landsins sér. — Fregnritum svaraði Hepburn hvorki al né á, er spurðu hann um þetta. RÓM í EINN DAG Árborg hefir að minsta kosti verið Róm í einn dag. Þangað lágu allar götur s. 1. sunnudag. í hvaða átt sem litið var, bar jóreykina við loft. Upp úr há- degi varð ekki þverfótað úti fyrir samkomuhúsi þorpsins fyrir bílum. Inni var sem nærri má geta rúmið ekki meira. Þar höfðu bygðar-búar flestir eða allir safnast saman, og fjöldi Winnipeg-íslendinga, í því skyni, að halda þeim dr. Sveini Björnssyni og frú hans, Marju Björnsson silfurbrúðkaup. Kl. 2.30 e. h. voru silfurbrúð- hjónin leidd til þess öndvegis, (er þeim hafði verið fyrirbúið fyrir miðju borði uppi á ræðu- palli, en þar var alt blómum skreytt hátt og látt og ýmsri annari borð og stofu prýði. I nærri þrjár klukkustundir skiftust á ræður og söngvar. Samsætinu stjórnaði Mr. B. M. Pálsson, lögfræðingur og fórst það mjög viðeigandi og skipu- lega; en umsjón söngs á milli ræðanna höfðu Miss Bjarnason í Árborg og Mr. og Mrs. Gourd, er bæði syngja íslenzka söngva, þó íslenzk séu ekki og eru fé- lagslífi bygðarinnar mikill styrkur. Hin mikilsmetnu sæmdar- hjón, Dr. og Mrs. S. E. Björns- son hafa nú átt heima um tutt- ugu ár í Árborg. Njóta þau almennra vinsælda og góðhugs sambygðarfólks síns og allra, sem annars hafa átt kost á að kynnast þeim. Þau hafa bæði staðið mjög framarlega í ís- lenzkum félagsmálum og ynt þar af hendi ómælt starf. Frú Björnsson hefir um fleiri ár verið forseti Sambands ís- lenzkra frjálstrúar kvenna og auk þessa verið forseti stjórn- arnefndar Barnaheimilisins á Hnausum frá stofnun þess. Á sú mikla stofnun velgengni sína eflaust mikið framsýni og óviðjafnanlegum dugnaði frú Björnsson að þakka. Hún hefir og haft forustu margra annara mikilsverðra mála, sem hér yrði of langt upp að telja. Dr. S. E. Björnsson hefir og ekki legið á liði sínu, er góð íslenzk mál hafa á góðum stuðnings- manni þurft að halda. Hann hefir um mörg ár verið í stjórn- arnefnd hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Vest- urheimi, er nú í stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins og hefir verið forvígismaður mikill Sambandssafnaðarins í Árborg frá því hann kom í bygðina Alls þessa, auk góðs viðmóts alkunnrar gestrisni á heimili Björnsson hjónanna, og ljúfr- ar þátttöku þeirra yfirleitt í öllu því, sem að heill samferða- manna þeirra hefir stuðlað, var nú minst, og reynt að þakka silfurbrúðhjónunum í þessu samsæti með ræðum fluttum þeim, kvæðum og söng. Þeir sem kvæði fluttu voru: Gutt- ormur skáld J. Guttormsson, Guðm. O. Einarsson verzlunar- stjóri og E. P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs. En ræður fluttu þessir: Frú Guðrún Finnsd. Johnson, (hlýtt og fagurt á- varp og þakklæti til frú Björns- sonar fyrir starf hennar í frjáls- trúarmálum); frú Andrea Johnson (mælti fyrir minni silfurbrúðurinnar); frú Emma von Renesse og Mrs. Gourd (er þökkuðu frú Björnsson starf hennar í bygðar- og félagsmál- um). Þá mælti Mr. S. Thor- valdson, M.B.E., nokkur orð til dr. Sveins Björnssonar og af- henti honum hring dýran frá Frímúrurum. Aðrir ræðumenn voru: séra Guðm. Árnason (flutti minni silfurbrúðgum- ans), séra Philip M. Pétursson, Einar P. Jónsson, Stefán Ein- arsson, Páll S. Pálsson, Jón Laxdal, Sveinbjörn Björnsson og Ásmundur P. Jóhannsson. Minningargjafir (souvenirs) voru silfurbrúðhjónunum af- héntar frá gestum og ýmsum félögum. Áður en sezt var að kaffi- drykkju, töluðu silfurbrúðhjón- in nokkur orð til gesta og þökkuðu vinahótin. Samsætið var skemtilegt. — Sumir ræðumanna voru bráð- fjörugir, eins og væru ungir í annað sinn, og tíma til að láta sér leiðast höfðu engir. Þegar líða tók að miðaftni, fóru menn að tínast heim, þakklátir í huga fyrir skemti- lega dagstund og sérstaklega þó að hafa veizt tækifæri, að tjá dr. og Mrs. S. E. Björnsson þakklæti sitt, vinátu og virð- ingu, fyrir alt sem þau hafa svo göfugmannlega ger.t fyrir mannfélag sinnar bygðar. Þegar fólk þorir ekki að segja það, sem það hugsar fer svo að lokum, að það hugsar ekki um hvað það segir.—Zeno. • • • Flestir eru vonsviknir yfir lif- inu . . . og láta vonbrigðin hafa áhrif á sig. — Dickens. • • • • • • Þau dönsuðu og hann hvísl- aði í eyra henni: — Að dansa við yður, það er eins og að vera kominn upp til himna. — Enn eruð þér nú ekki komnir hærra en á tærnar á mér, sagði hún. NEMENDUR Á ISLENZKA LAUGARDAGSSKÓLANUM í RIVERTON. MAN. Þessi hópur hefir sett sér það mark og mið, að nema til hlítar íslenzku, af því að hún er tunga foreldra þeirra og málið sem talað er af “minstu og merkustu þjóðinni í heimi”, eins og borgarstjóri Fiorella la Guardia í New York hefir sagt um íslenzku þjóðina.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.