Heimskringla - 13.08.1941, Síða 2

Heimskringla - 13.08.1941, Síða 2
1 SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. ÁGÚST 1941 FÁEIN ORÐ UM ÍSLENDINGADAGANA Eftir Jón úr Flóanum Kæri ritstjóri: Eg hefi ekki ónáðað þig nú um tíma, en nú dettur mér í hug að senda þér fáeinar línur, ef vera kynni að þú álitir þær þess verðar, að birtast í okkar kæru, gömlu Heimskringlu. Og þar sem að eg er fullur af þjóð- rækni, eins og 'allir góðir Is- lendingar hér í Vesturheimi, og enda á ættjörðinni líka, éiga að vera, og þar sem eg enn- fremur hefi verið á tveimum lslendinga-dögum nú hverjum á eftir öðrum, þá finn eg ekk- ert betra umtalsefni nú sem stendur en einmitt þá. Reynd- ar geri eg ráð fyrir, að nóg verði sagt um þessa Islendinga- daga af öðrum en mér, og það fult eins frumlegt eins og það, sem mér dettur í hug. En hvað um það? .... Eg hefi fullan rétt til þess að leggja orð í belg, og það er næstum að mér finnist það skylda mín að gera það. Já, eg var á þeim báðum, eg meina, að eg var bæði á Hnaus- um og á Gimli dagana 2. og 4. ágúst. Og eg hefi verið á æði mörgum Islendingadögum síð- an eg kom vestur fyrir nærri fjörutíu árum. . . . Já, margt hefir nú breyzt á þeim tíma. Vel man eg eftir því, þegar Sigurður Baldvinsson glímdi á Islendingadegi í gamla sýning- argarðinum í Winnipeg, og vel man eg eftir því þegar snjallir íslenzkir ræðumenn komu frá Norður-Dakota . . . lengra voru þeir ekki sóttir í þá daga . . . fluttu snjallar ræður. En nú er Sigurður Baldvinsson hætt- ur að glíma fyrir löngu og nú er vist farið að fækka góðum íslenzkum ræðumönnum í Norður-Dakóta, þó að eflaust séu einhverjir eftir þar. . . . Já, og eg man eftir þegar Einar skáld Benediktsson stóð á ræðupallinum í River Park og hérlendir menn spurðu: “Hver er hann, þessi glæsilegi mað- ur?” Og þá gleymi eg ekki heldur ofurstanum frá Norður- Dakóta, Paul Johnson, sem reið á hvítum hesti hið næsta rík- isstjóranum, auðvitað ekki á íslendingadegi í Winnipeg, heldur heima fyrir. . . . Já, það er margs hægt að minnast frá hinum fyrri dögum. En, sem sagt, eg var bæði á Hnausum og Gimli í ár, og það eru þeir íslendinga-dagar, sem eg vil minnast á nú. . . . Fólk er altaf að tala um, hvers vegna þessum hátíðahöldum sé ekki slengt saman og gerður úr þeim einn stóreflis Islendinga-dagur. Eg veit ekki, hvers vegna það er ekki gert, það vita engir nema þeir í Nýja-lslandi og þeir í Winnipeg. En eg veit hvers vegna það ætti ekki að vera gert. Dagarnir eru báðir góðir, venjulega, eins og er, og það er fjölbreytni í að hafa þá tvo, svona hvern eftir annan; og ef einn Islendinga-dagur er góður, þá eru tveir helmingi betri. Þetta held eg sé rétt ályktun, og skora eg á hvern, sem treystir sér til þess, að andmæla henni .... með rökum. Það viðraði ekki sem bezt á Hnausum. Þar hafði verið hellirigning um nóttina en um daginn var veðrið bjart og hreint, og aðsókn var góð þeg- ar á daginn leið. Mér var sagt, að forstöðunefndin þar hefði ekki getað sofið fyrir áhyggj- um þá nótt; en eg vona, að hún hafi sofið vel síðan. Enda má hún vel njóta næðis og hvíldar, því að hún leysti sitt starf vel af henni. Ennþá hljómar í eyr- um mínum sá fagri söngur, sem eg heyrði þar. Söngflokkurinn, þótt hann sé ekki mjög stór, söng prýðilega. En betur kynni eg við, að ekki væri sagt alveg eins stutt og snubbótt frá lög- unum, sem á að syngja, eins og þar var gert. . . . Og hvers vegna er þakið á söngpallinum haft svona lágt? Voru ekki til nógu langar stoðir undir það? Eg vorkenni bassamönnunum að syngja upp í þakið. . . . Ræðumennirnir þar voru ágæt- ir. Dr. Eggert Steinþórsson er látlaus maður, og alt, sem hann segir, er svo einstaklega vel sagt og viðkunnanlegt og talað í bezta ræðumannsstíl, það er að segja, blátt áfram, tilgerð- arlaust og sem næst því eins og í samtali. Gizur Elíasson tal- aði og vel, en seildist þó óþarf- lega langt til hátíðlegra orða, að mér fans. Gizur er efni í góðan ræðumann. Hann er listamaður, eg meina, að hann hefir lagt fyrir sig málaralist, og hann getur lika lagt fyrir sig “orðsins list”, ef hann æfir það. . . . Þá má ekki gleyma þingmanninum. Sá er nú ekki eiginlega bjartur yfirlitum, enda er hann ekki Nordic en hvað um það, honum sagðist vel. Og bæði skáldin, sem þar komu fram, fluttu mikið lagleg kvæði. . . . Að öllu samanlögðu var dagurinn hinn ánægjuleg- asti, og fólkið var ekki fleira en svo, að maður gat séð hér um bil alla og spjallað við marga, án þess að þeir væru rifnir frá manni áður en þeir voru hálfnaðir með sögurnar, sem þeir voru að segja. Á Gimli var nokkuð öðru máli að gegna, því þar var fólkið miklu fleira og hátíða- haldið, eins og gefur að skilja, öllu stórfenglegra, enda leggja Winnipeg menn og Gimlungar þar saman. Og það er altaf sannleikur, sem presturinn sagði í hjónavígsluræðunni, að tveir geta meira en einn. . . . Eg saknaði sumra íþrótta- mannanna, sem tekið hafa þátt i íþróttunum þar undanfarandi. Þó mun þátttakan í þeim hafa verið allgóð. Skemtilegast þótti mér að horfa á bogaskytt- urnar. Það er fögur iþrótt. Og liggur mér við að segja eins og karlinn, sem var orðinn of gam- all til að læra íþróttir eftir að hann fluttist frá ættjörðinni; hann sagði: “Hefði eg komið ungur til þessa lands, þá hefði eg lært figting og gefið eitt voða blow.” Væri eg yngri en eg er, færi eg til Halldórs og lærði að skjóta af boga. Um sönginn á Gimli þarf ekki að tala. Allir vita, að ís- lenzki karlakórinn í Winnipeg syngur vel. Og hver varð ekki hrifinn af að hlusta á einsöng Birgis Halldórssonar? Þar er rödd, sem vert um að tala. Og þá voru ræðuhöldin ekki af verri endanum . Báðir aðal- ;;............... John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna í: og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta ræðumennirnir, Thor Thors konsúll og Dr. Thorbergur Thorvaldson, fluttu mergjað mál, vel og skipulega fram sett, þrungið af viti og skynsamleg- um hugsunum, eins og þeirra var von og vísa. . . . En einn er sá siður, sem við íslendingar höfum og hann ljótur og óvið- kunnanlegur, hann er sá, að tala altaf sjálfir meðan aðrir eru að tala; að tala þegar við eigum að þegja. Það var ilt að heyra til ræðumannanna, þrátt fyrir hátalarann, fyrir orða- skvaldri þeirra, sem hefðu átt að vera að hlusta. Það er að vísu nokkuð þreytandi að sitja eða standa og hlusta á aðra í þrjá klukkutíma. En það er ekkert erfiðara að gera það þegjandi heldur en talandi. Og í heitu veðri, eins og var þann fjórða, er lang hægast, að sitja. eða liggja undir grenitrjánum, hugsa ekki neitt, segja ekki neitt, bara hlusta. En í stað- inn fyrir að gera það, eru menn á endalausu randi fram og aft- ur, sítalandi, hlægjandi og með ýmsum kjánalátum, sem eiga bara alls ekki við á jafn virðu- legri samkomu og Islendinga- dagurinn er. . . . Um annað sem þarna fór fram, er það eitt að segja, að það var alt mjög myndarlegt. Þó hefi eg það fyrir satt, að báðum skáldun- um, Jakobínu og Guttormi, hafi stundum tekist betur. . . . Dr. Brandsson stýrði öllu sam- an vel og röggsamlega. Það er altaf einhver festa og þróttur í því, sem hann segir, þó að hon- um einstöku sinnum fatist ofur- lítið með íslenzkuna. . . . Og ekki má gleyma ávörpum kvennanna, Fjallkonunnar og þeirra hinna, sem tákna Can- ada og Bandaríkin; þau voru yfirleitt ágæt, bæði á Gimli og á Hnausum; vel samin og vel flutt. . . . Kvenfólk flytur yfir- leitt betur mál sitt heldur en karlmenn, þegar það vandar sig. . . . En hvar var John Queen? Eg hélt, að það yrði ekki framar haldinn Islend- ingadagur á Gimli, án þess að hann væri þar. Og oft hefir hann talað þar vel, karlinn, og íslendingavinur er hann, eins og þeir eru allir orðnir nú heldri mennirnir í Winnipeg. Þessum tveimur dögum var vel varið, og svo hefir öllum þeim dögum verið vel varið, sem maður hefir notað til að sækja þessar hátíðir á liðnum árum og áratugum. En þótt öllu hafi nú farið fram nokkuð, þá saknar maður margs frá hinum fyrri árum. En hvað er nm hnS nð tnln bað blvtlir SVO SVAR TIL P. B. “Skyldi vitur maður svara með vindkendri vizku og fylla brjóst sitt austanstormi — sanna mál sit með orðum, sem ekkert gagna, og ræðum, sem engu fá áorkað?”—Jobsbók, 15. kap. 2 og 3 vers. Þessi orð Elífasar frá Teman komu mér í hug þegar eg las “Svarta ljósið” hans P. B. í 43. blaði Heimskringlu þ. á. Nafnið er prýðilega valið, því að greinin er öll einhvers- konar skugga skjökt og hræri- grautur, sem staðhæfir í ann- ari setningunni það, sem hún þverneitar í hinni, og að auki heldur sér hvergi við málið, sem til umræðu liggur, og mun eg víkja að því síðar. Áður en eg byrja á því að taka “svarta ljósið” til bænar, verð eg að biðja lesendurna að hafa í huga efni fyrstu greinar minnar: “Fólkið ræður”, því þar er efnið, sem deilt er um. Efni greinarinnar má skifta niður í 2. kafla, sem sé: 1. að lýðræðisfyrirkomulagið sé gott og 2. að meirihluti kjósenda velji þá sem við stjórnmálin fást. Þetta er efni greinar minnar, sem deiluna vakti, og út fyrir það efni fer eg ekki. Fyrri kafla greinar minnar hefir P. B. verið svo góður að samþykkja sem réttan með þessum orðum í Heimskringlu 25. júní 1941, hann segir: “Eg er Jónasi algerlega sammála um það, að lýðræðisstefnan sé sú fegursta og fullkomnasta stjórnmálahugsjón, sem til er.’ Þessi kafli deilunnar er því úr sögunni, og styttir bardagalínu okkar P. B. ofan í einn kafla aðeins, nfl. þann að fólkið ráði. En hér verð eg að biðja lesend- ur að sýna mér vorkunsemi, þó eg verði langorðari, en eg hefði óskað eftir, sökum þess að P. B. skrifar svo margþætta þoku- þembu, sem tilraun til þess að sýna fram á það, að fólkið ráði ekki. Þó röksemdirnar í því sambandi séu ekki mörg fisk- virði, tekur það þó tíma að ná fljótvirku kverkataki á því orðaflóði. En áður en eg hætti mér út í þann þokumökk, vildi eg leyfa mér að ljúka við þá á- kæru P. B. að eg hafi rangfært orð hans. P. B. segir: “Annaðhvort sökum vangánings eða vilja leggur J. P. mér í munn þá staðleysu, að næði jafnaðar- mannaflokkurinn stórum meiri- hluta á þingi, yrði honum ekki leyft að stjórna. Sú fjarstæða hefir méFaldrei komið til hug- ar.” að vera. P. S.—Eg bið alla góða, ís- lenzka ræðumenn í Norður- Dakota, að taka ekki orð mín of bókstaflega. y í s u r Eftir M. E. Anderson Þetta kirkju- og kvenna-þing Kenning frjálsa boðar. Alheimskerfið alt í kring I æðra ljósi skoðar. Sönn er þeirra sannleiks þrá Sæl er frjálsa trúin, Framfaranna ferli á Föstum vilja knúin. Fremd og heiður falli í skaut Freyjum oturs-gjalda. Guð á þeirra breiði braut Blessun þúsund falda. Eyjan kæra út við pól Á sér fríðar dætur, Þær hin mæra sumar-sól Signir dag og nætur. Svo mörg eru þessi orð. En viti menn, fjórum línum neðar, i sömu grein stendur þetta: “Og færi svo ólíklega að jafnaðarmannaflokkurinn næði meirihluta við einhverjár kosn- ingar, er það trú mín að stjórn sú, er þá væri enn við völd, myndi tafarlaust lýsa hættu fyrir dyrum (declare a state of emergency) og varna hinum nýkosnu sæti sín. Með öðrum orðum myndu “hjúin” verja vígið með afli hers og vopna”. Hvernig lýst ykkur á þessa rökfræði, landar góðir? Eg held að P. B. hafi sæmilega sannað þaö sjálfur, hér að framan, að eg hafi ekki hættu- lega rangfært orð hans, slíkt var heldur ekki ætlun mín. Eg mætti geta þess, að í fyrri grein P. B.: “Ræður fólkið” er samskonar klausa og sú er eg hefi tilfært, sem sannar að rétt hafi verið með farið. Eg verð nú að sjálfsögðu að herða upp hugann, og arka inn í þoku kólgu P. B., þó ekki veki slíkt neina sérstaka tilhlökkun í brjósti, því “margt býr í þok- Ræðumaður (í samkvæmi): Þegar eg kom hingað, var eg með höfuðverk; nú er hann al- veg horfinn. Áheyrandi: — Eg er búinn að fá hann. unni.” Við nána athugun virðist mér að okkur P. B. greini aðal- lega á um það, hvað orðið “Lýðræði” þýði. P. B. virðist álíta að orðið tákni einhverja ákveðna fjármálastefnu, og að lýðræðisstjórn sé sú ein, sem samanstandi af alsleysingjum og fjármálalegum labbakútum, eins og t. d. mér og mínum líkum. Eg byggi þessa skoðun mína á því, að P. B. er sí og æ að tala um einhvern kapital- isma, sem enga samleið geti átt með lýðræðinu. Geir út- leggur orðið kapitalisti: pen- ingamaður, sem í víðari merk- ingu gæti þýtt hvern þann, sem ætti einn dollar í vasa, eða jafnvel skuldlausa kú. Hér langar mig til að tilfæra orð P. B. sjálfs, hann segir: “Kapi- talisminn er ennþá við líði um heim allan, og lýðræðið, í sín- um veruleika, getur auðvitað enga samleið átt við hann.” Ekki finst mér að þetta styrki, að miklum mun málstað P. B., því stundum hefir mér virst anda kalt frá honum til þeirrar stefnu, sem hann segir að ríki “um heim allan.” Mér finst sömuleiðis að þetta sanni það, að kapitalisminn beri af öðrum stefnum, þar, sem hann er svona sigulsæll “um heim all- an”. Eg vona að þetta sé eitt- hvað málum blandað hjá P. B., því eg er sósíalisti. Ekki má eg gleyma að þakka P. B. fyrir fræðsluna um það, að kapital- isminn ríki “um heim allan”. Eg hefi nefnilega haldið, í fá- fræði minni, að ein stærsta og voldugasta þjóð heimsins: Rússar, fylgdu ekki þeirri stefnu. En ávalt er betra að vita rétt, en hyggja rangt. Eg hefi reynt, hér að framan, að dæma eftir líkum auðvitað, hvaða merkingu P. B. leggi í orðið “lýðræði” og að það myndi, að líkindum vera bilið á milli okkar, sem við þyrftum að brúa, svo að samkomulagið gæti orðið viðunanlegt. Eg álít að orðið “lýðræði” hafi bókstaflega ekkert að gera við neina fjármálastefnu, né heldur nokkra aðra stefnu. Eg álít að orðið þýði það, sem það sjálft vitnar til nfl. að lýður- inn ráði því algerlega sjálfur, án nokkurra utan að eða inn- an að komandi hindrana hverja hann velur til þess að ráðstafa málum þjóðarinnar. Ennfrem- ur álít eg, að hver sú stjórn, sem kosin hefir verið af meiri- hluta “lýðsins” sé í fylsta máta lýðræðisstjórn, hvort sem hún saman stendur af eintómum auðhöldum, eða af eintómum öreigum. En ef, aftur á móti að “lýðurinn” lætur narra sig til þess, eins og hest á heytuggu, að velja þá til þings, sem hon- um eru óvinveittir, þá er það hans eigin sök. Mér dettur ekki í hug, að álasa þingmanna tetrunum, þó þeir skari eld að sinni köku, þegar þeir vita fyr- ir víst, að húsbændurnir liggja sofandi og sinnulausir, og gera sér enga rellu út af því, hvernig þingstörfin séu af hendi leyst. Stóra feilið hjá P. B. er það, að hann reynir með öllum hugsanlegum hætti, að skella allri skuldinni á þá, sem valdir hafa verið til að framkvæma störf stjórnanna, en hvítþvær aftur á móti þá, sem starfsfólk- ið valdi, og sem öll ábyrgð stjórnmálanna hvílir á. P. B. tók nfl. algerlega ranga stefnu í árásinni á grein mína: “Fólkið ræður”. Hann hefði átt að ráð- ast með skotum og skellum á vígið, þar sem lýðurinn liggur ^ hrjótandi og hugsunarlaus, með hárbeitt vopn í höndum, sem hann hvorki kann eða nennir að beita sér til bjargar. Hefði P. B. valið þessa hlið á málefninu, sem til umræðu lá, hefði hann' gert gott og þarft i verk, því engin fríar honum vits. En í stað þess, að velja þessa einu réttu leið, ráfar P. B. aftur og fram um vígvöllinn, með einhverskonar hitasótt og höf- uðóra útaf því, að alt gangi öfugt, en bendir þó hvergi á meðöl við meinsemdunum. Ein- hverstaðar í skrifum sínum segir P. B. að jafnaðarstefnan sé bönnuð með lögum, og heyri undir landráð. Eg er hálf hræddur um að eitthvað sé gruggugt við þessa staðhæf- ingu P. B. Eg hefi hvergi séð né heyrt, að sósíalistastefnan, sem á íslenzku er nefnd: Jafn- aðarmanna stefna, hafi verið lögbönnuð. Aftur á móti hefi eg lesið um það, að kommún- ista stefnan, sem nefnd er á ís- lenzku: sameignarstefna, hafi verið bönnuð með lögum hér í Canada. Eins og P. B. veit, liggur djúpur áll milli þessara tveggja stefna. Sú fyrri er hægfara umbóta stefna, þar sem hin siðarnefnda er gerbylt- ingar stefna. Að endingu: Þar sem það er nú nokkurnvegin víst, að okk- ur P. B. greinir á um aðeins eitt atriði í grein minni: “Fólkið ræður”. Og þar sem það er einnig víst, að P. B. er óviljug- ur til þess, að gera tilraun til þess, að vekja sofandi sálir til meðvitundar um það, að nota atkvæðisrétt sinn skynsam- lega, þá vil eg biðja hann, til skýringar á deilumáli okkar, að svara eftirfarandi spurningum: 1. Er ekki öllum atkvæðis- bærum mönnum og konum leyft að greiða atkvæði við þingkosningar í Canada og í Bandaríkjunum, að undanskild- um komúnistum hér í Canada, sem stendur? 2. Hafa stjórnir þessara tveggja landa, nokkru sinni gefið út skipun til kjósendanna, að þeim (kjósendunum) væri aðeins leyfilegt að greiða at- kvæði með vissum mönnum eða stefnum? Já eða nei. 3. Ef fólkið hefir verið látið sjálfrátt, af stjórnanna hendi, en þingmanna valið reynst ó- heppilegt, var það þá ekki kjós- endunum sjálfum að kenna? Jú eða nei. Þetta læt eg nægja, að sinni. Jónas Pólsson SUNDURLAUSIR ÞANKAR Það er ekki óalgengt að Norðurálfumenn álíti, að í Bandarikjunum sé mikið um svik og pretti og að innflytj- endur hingað megi hafa sig alla við, að sjá við brögðum landsmanna. . . En sannleikur- inn er sá, að fólk hér er yfir- leitt trúgjarnt, ærlegt og hjálp- samt. . . Eg hefi gleymt buddu á búðarborðum í Kaupmanna- höfn, Hamborg og San Fran- cisco. . . Kaupmannahafnar- og Hamborgar-buddurnar sá eg aldrei aftur, en í San Francisco elti maður mig út á götu, til þess að afhenda mér budduna. . . . Eg hefi dvalið í 118 gisti- húsum í Bandaríkjunum síð- ustu fjögur árin — þetta er ó- trúlegt, en satt — og aldrei af- lokað nokkurri ferðatösku og aldrei saknað nokkurs hlutar úr töskunni. . . Eg vil jafnvel halda því fram, að Bandaríkja- menn hafi sérstakt lag á að láta draga sig á tálar . . . það er þessvegna að setningin: “There is a sucker born every minute” á uppruna sinn í Bandaríkjunum, en “sucker” er sá, sem lætur ginna sig og gabba og það er víst töluvert til í því, að slíkur maður “fæð- ist á mínútu hverri” í þessu stóra landi. . . Hvergi í heim- inum eru eins mörg “patent”-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.