Heimskringla - 29.10.1941, Síða 4

Heimskringla - 29.10.1941, Síða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. OKT. 1941 ^ticintskcingla (StofnuB 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. «53 og SS5 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VTKING PRESS LTD. öll vlðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskríhgla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnípeg. Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 29. OKT. 1941 TIL UMBOÐSMANNA OG ÁSKRIFENDA HKR. Þetta eru alvarlegir tímar, ekki aðeins fyrir Frakkland, Holland, Belgíu, Noreg og Grikkland, heldur og um alla heims- kringluna. Og úr þvi svo er, er ekki við því að búast, að blaðið Heimskringla sé þar nokkur undantekning. Sann- leikurinn er, að ef það á að ganga vel undan vetri, þarf að verða mikil breyting til hins betra á innheimtunni fyrir þessi árslok. Það eru nú aðeins tveir mánuðir eftir af árinu, en fjöldi kaupenda ekki enn farnir að gera blað- inu sín skil. Það má að vísu enn við vandkvæðum þessum sjá, ef við er brugðist, en þar má engum tíma tapa; það mun brátt fara að snjóa hér úr því það er byrjað í Moskva. Hér er nú svo margt orðið líkt og þar. Undanfarin ár hafa innheimtumenn frá blaðinu farið út um þær bygðirnar, sem næstar eru og aðstoðað umboðs- mennina. Nú verður þessu ekki komið við. 1 sjálfu sér ætti þess heldur ekki að þurfa, því innheimtumenn eru í öllum fjölmennari bygðum Islendinga. Með samvinnu milli þeirra og kaupenda blaðsins ætti innheimtustarfið að vera auðsótt. Það hefir reynst það í nokkrum bygðum. 1 þremur þeirra, all-stórum, hafa umboðsmennirnir heimtað inn hvern eyri af áskriftagjöldum. Það er hægt í fleiri bygðum, ef ekki öllum, ef dálítið er á sig lagt, því vér höfum ávalt fundið Islendinga það skynsamari en aðra, að það sé hægt að fá þá til að lita á hvert mál með sanngirni. Þeir vita bæði hag blaðanna og hitt, á hve miklu veltur um samstarf Islendinga hér ef þau falla úr leik. Þegar umboðsmennirnir hafa lesið þessar linur, vonar Heimskringla að þeir leggi upp með nesti og nýja skó í innheimtuleiðangur til þess að koma innkölluninni af í tíma, eða áður en ár- inu lýkur. En Heimskringla vonar einn- ig, að áskrifendur greiði ferðir þeirra og minnist þess að þeir koma í góðum til- gangi og friðsamlegum erindum — í þágu íslenzks félagslífs eigi síður en blaðsins. En vér vildum hvorugs vera án; oss yrði flestum lífið hér dapurt og andlega dautt, ef þetta hyrfi úr sögunni, þrátt fyrir öll ósköpin, andlegra og lík- amlegra gæða, sem umkringja oss í þessu mikla framfara landi. En þó á þetta sé minst, er hér ekki farið fram á að einstaklingurinn leggi sér neinar þær byrðar á herðar sem ó- sanngjarnar geta kallast. Hann er að- eins beðinn um áskriftargjald sitt, en ekki að gefa fyrir sál sinni um tíma og eilífð. JAFNAÐARSTEFNA KINGS Það hefir verið sagt eitt og annað gott um tilraun sambandsstjórnarinnar í að halda vöruverði í skefjum á stríðstím- unum. Þó það hafi ekki tekist og kaup- hækkun nokkur hafi átt sér stað, eða svo að nemur 11 af hundraði, hefir ýmislegt verið gert af stjórninni til að aftra því sem er viðurkenningar vert. Og að hún hefir nú tilkynt, að hún ætli að herða á tökunum og ráða vöruverði sjálf, mun heldur ekki mælast illa fyrir. Það er að vísu litið á það, sem skerðingy á frelsi, en svo er ekki; það er aðeins með því dregið ögn úr krafti illra laga. Þetta er því gott og blessað svo langt sem það nær. Ennfremur er ekkert út á það að setja, að stjórnin ákveður einnig vinnulaun. Það er með þau eins og rétt- mætan verðtexta, að það á alt rétt á sér. En stjórninni fatast heldur en ekki í kristilegri mannúð og jafnrétti þegar kemur að dýrtíðar-uppbótinni, sem hún lofar og almenningur gladdist svo af og gerði sér góðar vonir um. Sú uppbót á að jafna hallan, er almenningur hefir biðið, af verðhækkuninni. En svo kem- ur upp úr kafinu, að uppbótina fá þeir einir, sem hjá stærri félögum vinna, eða stofnunum, sem yfir 50 hafa í vinnu hjá sér. Hvers hinir eigi að gjalda, er hjá þeim vinna, sem 49 hafa í sinni þjónustu, eða færri, mun fáum ljóst. Þeir kaupa nauðsynjar sínar með 11% verðhækkun- inni og gera það áfram, því september og október verð á að gilda framvegis. Með því eru þeir dæmdir til að greiða ellefu centum meira fyrir hvert dollars virði, en þeir, sem hjá stórfélögum vinna. Þetta er svo heimskulega, að ekki sé sagt ó- svífnislega óréttlátt, að það er með öllu óhugsandi að þetta atriði laganna verði samþykt óbreytt. Geri King-stjórnin það, hlýtur hún að tapa hylli hvers manns, sem sanngirni og réttlæti metur nokkurs. Vér vonum enn að heyra, að King-stjórnin hafi í þessu efni frá villu síns vegar snúið. ÁRDÍS — IX. ÁR 1941 Rit þetta er gefið út af Bandalagi lúterskra kvenna. Helztu ritgerðirnar í því þetta árið eru: “Enginn fær mig ofan í jörð”, þjóðræknishugleiðing eftir Mrs. E. P. Jónsson. “Séð og heyrt”, frásögn um Sunday School Mission Camp Banda- lagsins við Gimli, eftir F. J. “Islenzk hljómfræði og þróun”, eftir Björgu Vio- let Isfeld. “Ágrip af sögu kvenfélags fyrsta lúterska safnaðar” eftir Margréti Stephensen og “Aldarfjórðungsminning Jóns Sigurðssonar félagsins” eftir Guð- rúnu H. Finnsdpttur. Tvær greinar á ensku eru í ritinu: “Religion in the Home”, eftir Ellen M. Fáfnis, og “Cour- age”, eftir Miss Sellu Johnson. Auk þessa: “Minningar” merkra kvenna, skýrslur, þingtíðindi Bandalagsins o. fl. Ritstjórn annast Margrét Stephensen og Ingibjörg J. Ólafsson. En ráðsmaður er Guðrún Johnson. Árdís er svipað rit og heimilisblöðin voru á Islandi, nema hvað heldur meira er þar um trúmál rætt en í þeim, og sem þó þótti fullmikið, af því að þa"ð var ekki gert frá nógu sjálfstæðu sjónarmiði held- ur af trúar-ákafa; á því er oft lítið að læra. Þetta á einkum við um ensku greinarnar í ritinu. Islenzku greinarnar, sem sumar eru góðar, eru lausari við þetta og hafa undirstöðu góðan fróðleik að geyma, t. d. hljómfrEéðisgrein Mrs. fs- feld. Slíkar greinar hafa gert heimilis- ritin öllu öðru fremur vinsæl. Árdís kostar 35^ og fæst hjá Mrs. Guðrún Johnson, 14 Thelmo Mansions, Winnipeg, og eflaust fleirum Bandalags konum og bóksölum. CANADA OG STRÍÐIÐ Iðnaðurinn Framh. Það sem vinda varð bráðan bug að, eftir að Canada var farið í stríðið, var vopnaframleiðslan. í Ottawa var sérstök stjórnardeild til þessa stofnuð (Depart- ment of Munitions and Supply). Verk- efni hennar var að sjá um, að iðnaðar- stofnunum landsins yrði nú breytt í vopnasmiðjur. En það var ekki með sældinni -gert og oft varð að reisa nýjar stofnanir og kaupa alla mögulega hluti til þeirra. Til þessa og eins hins, að breyta iðnstofnunum landsins eins og með þurfti, hefir landsstjórnin frá stríðs- byrjun til þessa veitt fé, sem nemur $520,000,000. Auk þessara iðnstofnana, varð að gera 100 flugvelli, reisa ótal byrgi og skála og fjölda íveruhúsa fyrir hermenn um alt land. Nú sem stendur eru 2,500 slík í- veruhús í smíðum eða fullgerð í Halifax. Þau eru reist eins ódýrt og unt er. Á tuttugu öðrum stöðum hefir svipað orðið að gera vegna húsnæðisleysis, er her- mennirnir komu þangað. Stjórnin kvað gera út félag sjálf til þessa starfs. En þegar til iðnaðarins kemur og framleiðslu hans, má fyrst nefna hina auknu skipasmíði í Canada. Til hennar hefir nú verið varið um $320,000,000 til þessa dags frá því er stríðið hófst. Stór skipasmíðastöðvar, eru nú 17 í Canada, og 45 smærri. Starfa í þeim 20,000 menn, en fyrir stríðið um 1500. Þá er flugskipasmíðin. Síðan í janúar 1939, hefir tala mannanna sem að henni starfa aukist úr 1600 í yfir 25,000. Fram- leiðslan hefir aukist síðan 30. júní 1941 um 25%. Um nokkra mánuði hefir flug- skipasmíðin numið 40 flugförum á viku. Framleiðsla skriðdreka nemur hér orð- ið talsverðu á ári. Þeir eru smíðaðir bæði stærri og smærri. Um 800 eru gerðir af hinum stærri, sem með land- her eru notaðir en um 1000 smærri, eða ósterkari til njósnarstarfs og sem eru skjótari í förum. Þá er framleiðsla alls konar mótor- vagna og hjóla. Af slíkri vöru hafa hér verið pantaðir um 200,000 vagnar og hjól og eru 150,000 af þeim nú komin til Englands og eru í notkun í Norður- Afríku. Fá áhöld þessi öll bezta orð fyrir að vera vel smíðuð. Af byssum af öllum tégundum og skot- færum, er ósköpin öll framleitt. Fall- byssur, byssur í loftför, og til hvers er vera skal í stríði, eru nú smíðaðar í Canada. Sprengjur bæði fyrir flugvél- ar og sjóinn, djúpsprengjur svonefndar, eru hér framleiddar. Sem sýnishorn sprengjuiðnaðarins má geta þess, að um 100,000 sprengjur er hver vegur um 500 pund, eru framleiddar á ári í Canada. Átján af 23 stofnunum, sem að alls konar efnasamsetningi starfa (chemical and explosive), eru nú í jíjónustu sam- bandsstjórnar. Framleiða þær á einu ári orðið meira af sprengjum, en gert var í Canada öll árin í fyrra stór-stríð- inu. Canada hefir framleitt undrin öll af munum fyrir sjálfa hermennina. Nemur veitingin til þess orðið u<n $100,000,000. Auk þess eru nokkrir tugir miljóna greiddir fyrir öll upphugsanleg áhöld, svo sem k,íkira, vasa-síma, þráðlaus skeytaáhöld, kompása, efni til að gera reykjarmekki með, áhöld í skip, sem kafbáta eltast við, gastrygðan fatnað, gasgrímur, fallhlífar o. s. frv. Fyrir hernaðaráhöld sem þau, er hér hefir verið minst á, og ótal fleiri ónefnd- ar tegundir, hefir stjórnin gert samninga um smíði á, svo að nemur $2,000,000,000 (tveimur biljón dölum). Af öllu þessu er ljóst, að Canada hefir breytt iðnaði landsins í vopnasmiðjur. Og það má furðu gegna, hve greitt það hefir tekist, þótt mikill hluti áhaldanna hafi hér aldrei áður verið framleiddur. Fjórmálin Hvernig fer Canada að þvi að greiða herkostnað sinn, sem nú er nærri fjórar miljónir á dag? Það er gert með aukn- um sköttum og lánum. Skattarnir eru nú um það þrisvar sinnum hærri en fyrir stríðið. Gamlir skattar hafa verið hækkaðir og nýjum bætt við. Hér fara á eftir tölur, er sýna í stuttu máli skatt- tekjur þjóðarinnar þrjú síðustu fjárhags- árin: Allar skatttekjur nema: 1939-40 1940-41 1941-42 (áætlaðar) $468,271,000 $778,290,000 $1,369,310,00 Helmingur skattteknanna eru með beinum sköttum fengnar. Tekjuskattur- inn hefir verið hækkaður árlega eða úr 3% 1939 í 15% 1941. Undanþegnum frá skatti hefir einnig fækkað. í júni 1940, var herskatti bætt við. Nær hann til nálega allra, er fyrir launum vinna. Beinan skatt í einhverri mynd greiða nú fimm sinnum fleiri en fyrir stríðið. Undir eins og stríðið braust út í sep- tember 1939, var skattur hækkaður á hreinum tekjum (excess profits) auð- manna. Er sá skattur nú 79^/2%, sem væri nálega allur hreinn gróði, ef ekki væri miðað við það, að hann tekst aðr eins af því, sem er framyfir gróða und- anfarinna ára (profits over standard pre-war rate). En hvað sem því líður, þá voru tekjur af beinum sköttum fyrir stríðið, eða 1939-40 aðeins $136,910,000, en eru nú 1941-42 $732,000,000. Tekjur af óbeinum sköttum, t. d. toll- um og söluskattj o. s. frv., hafa einnig hækkað, en miklu minna. Þær námu árið 1939-40 $331,361,000 en nú (1941- 42) $637,310,000. Stríðslánin eru annað atriðið, sem fjár- hag Canada heldur á réttum kyli. Frá alþýðu og fjárstofnunum öðrum en bönk- um, hefir sambandsstjórnin tekið lán er nema alls $1,470,000,000. Með þessum lánum komst stjórnin yfir fé að nýju er nam $1,200,000,000. Um $171,000,000 fóru til að encfurnýja eldri lán. Lánin voru þrjú. Skrifuðu menn sig fyrir nokkuð meiru, en hvert lán var. Fjárhæð sigurlánsins 1941 var $600,000,- 000, en umsóknirnar um það námu $711, 000,000. Lánboð þetta var eftirtekta- vert fyrir hve margir þeir voru, sem féð lögðu fram. Auk þessa láns voru herfrímerki keypt fyrir 82 miljónir dollara. Aðrir lánuðu fé án vaxta, svo að nam $7,000,- 000. Á þessu fjárhagsári er búist við 200 miljón dala tekj- um af sölu herfrímerkja. En betur má ef duga skal. Ef stjórnarkostnaðurinn verð- ur á þessu fjárhagsári $2,350,- 000,000 til $2,650,000,000 eins og áætlað er af sumum, fer varla hjá því, að tekjuhallinn verði frá 365 miljón til 515 miljón dalir, eða að skuld landsins aukist um hálfa biljón dollara á yfirstandandi fjár- hagsári. Meira. ISLENZK HLJÓMFRÆÐI OG ÞRÓUN HENNAR Fyrirlestur eftir Björgu Violet ísfeld fluttur á 4. þingi hinna sam- einuðu hljómfræðiskennara Canada, í Empress hótelinu í Victoria, B.C. 10. júlí 1941. Mér er það mikið gleðiefni, að vera stödd hér í dag og tala um íslenzka hljómfræði. Eg tel mér það sérstakan heiður að hafa tækifæri til þess að varpa ljósi á þessa hlið ís- lenzkzrar menningar; því mér er það fyllilega ljóst að yfir ís- landi og Isl. hvílir skuggi vanþekkingarinnar, að þvi er Canada og Bandaríkin snertir; í þeim löndum er ísland minna þekt en æskilegt væri. Það virðist ótrúlegt' að þjóð- in, sem ól Leif Eiríksson — manninn, sem fann Vesturheim árið 1000 — skuli hafa verið svo að segja ókunn íbúum þess- arar álfu í 940 ár. Eg segi 940 ár sökum þess að það var ekki fyr en í fyrra (1940), þegar Bretar sendu lið í því skyni að hernema Island í verndarskyni gegn Þjóðverjum, sem ráðist höfðu inn í Danmörku og Nor- eg — ekki fyr en þá að þjóðin í þessu mikla landi fór að láta sig þekkingu á íslendingum nokkru varða. íslandi hefir því verið veitt eftirtekt sökum þess að það er Vesturheimi mikils virði; annars hefði sú eftirtekt ekki átt sér stað. Is- lendingum hefði auðvitað verið það kærra að kynnast umheim- inum sem sú þjóð, er stofnaði lýðstjórn fyrir meira en þús- und árum og hefir stöðugt haldið henni síðan. Árið 1930 á þúsund ára afmæli lýðveld- isins viðurkendu Englending- ar að Island væri elzta núver- andi lýðveldi — að “Fjallkon- an” væri móðir þingbundinnar þjóðstjórnar. Einnig hefði ísland mátt vera þekt sem land skáldanna—eins og það er í raun og sannleika. Þegar hnattstaða landsins og það hversu afskekt það hefir verið er tekið til greina, ,þá er það alls ékki að undra þótt í- í búar þess séu næmir fyrir feg- jurð og hljóðfalli; og þegar það í svo bætist við að málið er afar- Ifullkomið, þá er það einnig of- , ur eðlilegt að þjóðin yrði skáld- I hneigð — að henni yrði það auðvelt að túlka hugsanir sín- ar og tilfinningar í þeim bún- ingi sem málið skapaði henni. En íslendingar eru einnig Iþjóð, sem elskar frelsi, og þeir eru stoltir af því að vera sam- herjar Breta gegn ofsóknum bæði sjálfra sín vegna og vegna Vesturheims, þar sem þúsundir bræðra þeirra og systra eiga heima. Það var fyrst nálægt síðustu aldamótum sem íslenzka þjóð- in byrjaði að hagnýta sér hin miklu auðæfi náttúrunnar sem landið geymir. Þá fyrst fór þjóðin að auðgast fjárhagslega. Sökum efnaskorts áttu fæstir landsbúa dýr hljóðfæri fram að þeim tíma; af því leiddi það eðlilega að þeir höfðu ekki tækifæri til þess að þroska hljómfræðisgáfur sínar. Hljómfræði á Islandi, eins og í flestum öðrum löndum, byrjaði i kirkjunni. Á meðan þjóðin játaði kaþólska trú var öll hljómfræðismentun einung- is bundin við munkana. Var því unnið á móti allri verald- legri hljómfræðisþekkingu; hún var talin að standa i vegi fyrir sönnum mannlegum þroska. Það var ekki fyr en eftir miðja sextándu öld að fyrsta sálmabók var prentuð á is- lenzku (1589). Fimm árum síð- j ar var prentuð önnur sálmabók i að mestu leyti útlendir sálmar. Sú bók kom út í 19 útgáfum á j árunum 1594 til 1779, aðeins i með orfáum breytingum eða umbótum. í sjöttu útgáfunni er viðauki eða skýringar um einf-öldustu tákn, tima, tón- stiga, lykla, hætti o. s. frv. — Þessi bók var nefnd “Grallari” og lögin í henni voru kölluð “gömlu lögin” til aðgreiningar frá nýrri lögum í sálmabók, sem prentuð var 1801 að til- hlutun Magnúsar Stephensens. Magnús Stephensen hafði dvalið langdvölum í Danmörku og gekst fyrir því að á Islandi |Væru kendir allmargir verald- legir söngvar, sem vinsælir Jvoru á þeim tíma í Kaupmanna- höfn. Þessum söngvum var jsamt ekki vel tekið á íslandi; i en þó urðu þeir til þess að Ivekja sönghneigð og hæfileika í þá átt með þjóðinni. Árið 1812 fæddist sá maður, I sem síðar var nefndur faðir hljón^fræðinnar á íslandi. — Hann hafði meiri áhrif á þjóð- ina á því sviði en nokkur ann- ar maður hafði haft upp til þess tíma. Hann hét Pétur Guðjohnsen. Þegar hann lauk stúdentsprófi á íslandi var hann sendur til Kaupmanna- hafnar af skólaráði Reykjavík- ur til þess að læra uppeldis- fræði, í þeim tilgangi að hann yrði skólastjóri í Reykjavík að loknu námi. Guðjohnsen varð afar hrifinn af hljómfræði þeirri, sem hann kyntist í Kaupmannahöfn, og strengdi þess heit að flytja heim til ætt- jarðar sinnar hina miklu feg- urð og þann óþrjótandi andans auð, sem hann sjálfur hafði orðið aðnjótandi. Hann notaði hverja einustu frístund og hvert tækifæri til þess að læra hljómfræði, sérstaklega organ- spil og söng. Hann kom heim til Reykja- víkur eftir þriggja ára nám til þess að gerast þar skólastjóri og organleikari í dómkirkj- unni. Sex árum síðar varð hann prófessor í hljómfræði við Latínuskólann, sem það ár (1846) hafði verið fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur, og þar var hljómfræði kend sem aukanámsgrein. Árið 1854 kom hann opinber- lega fram með karlakór, voru það nemendur hans í Latínu- skólanum. Var það í fyrsta skifti, sem karlakór hafði heyrst á Islandi. Einn af nem- endum hans, sem fram úr skar- aði var Jónas Helgason; hann stofnaði blandaðan kór, karla- kór verzlunar- og embættis- manna og hljómfræðisflokk, er hann skifti í deildir. Hann gaf einnig út margar bækur til þess að efla frekari hljómfræð- isþekkingu í landinu. Af þessu leiddi það, að undir lok nítj- ándu aldarinnar var íslenzka þjóðin glaðvöknuð tjl meðvit- undar um nýjan búning ís- lenzkra hugsana og tilfinninga — búning hljóms og hljóðs. Isl. hafa æfinlega verið mikl- ir alvörumenn. Það er því engin furða, heídur eðlilegt að þeir leiti sér eins fullkominnar mentunar í hljómfræði og kringumstæður frekast leyfa, enda leita þeir sérstaklega í því skyni til beztu staða og stofn- ana, sem þeir þekkja. Merkastur þeirra manna, sem fullkomnunar leituðu sér í hljómfræði við erlendar stofn- anir, var Sveinbjörn Svein- björnsson. Hann var geðs- hræringa- og tilfinningamaður mikill; hann úskrifaðist af Lat- ínuskólanum árið 1868, fór til Skotlands, og þaðan eftir nokk- urn tíma til Kaupmannahafnar

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.