Heimskringla - 05.11.1941, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.11.1941, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SIÐA WINNIPEG, 5. NÓV. 1941 DAN ARMINNING Einar A. Melsted Islendingar hafa mist úr hópi sínum einn tilkomupiesta og líka einn fallegasta Islending hér vestra við fráfall Einars Melsteds. Var hann svo höfð- inglegur og víkingslegur í sjón að hann vakti athygli allra sem að sáu hann. Einar Albert Melsted, 77 ára, lézt á heimili sínu þrjár og hálfa mílu suðvestur af Garðar a sunnudagsmorguninn, 28. september eftir viku tíma legu en nokkur ár af bilaðri heilsu. Einar fæddist 4. júlí 1866 að Guðmundarstöðum í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu. For- eldrar hans voru hjónin Mag- nús Grímsson frá Krossi í Ljósavatnsskarði og Elin Mag- hugmyndir hafa menn úr sögu Lappanna, sem flækjast um ör- ®fin aftur og fram, eftir árs- fíðum. En þessu mun ekki þann veg farið um dýrin, held- ur Lappana sjálfa; þeir eiga ekkert land til að beita dýrun- um á, verða því að notast við huð, sem einkis manns er og heir sem fasta búsetu hafa, hirða ekki um að nota. Dýr- unum þeirra myndi kærara að leita nær bygðinni, til mat- funga, þegar haustar að, dýrin °kkar sanna þetta best, þó ^nanni sé það hinsvegar ljóst, að það hefði eflaust nægt minna en heil öld, til að venja þessi fögru dýr frá bæjardyr- um okkar, með öllum þeim morðum og limlestingum, sem fram hafa farið. Ofsa-hræðsla heirra og ótti við okkur menn- lna, sanna best vitsmuni þeirra °S hyggindi. Eg hefi þó orðið þeirrar hamingju aðnjótandi, að fá að lifa með hreinakálfin- um, frá því hann fæddist í heiminn og þar til hann varð sjúlfum sér nógur og unniðl t^aust hans og vináttu, sem eg Veit, að öllum er innan handar að ná og halda, æfina út. Málið iiggur því opið fyrir allra sjón- um. Er það nokkur menning eða metnaður, að eiga þennan stofn á einum stað, og setja hann á guð og gaddinn, sem kallað er? Margt mælir fast- }ega á móti því. Svo gæti far- lð> að óáran eyddi flokk þeim, Sem ennþá byggir Vestur ör- og væri það óbætanlegt tjón, þVí þag hlýtur öllum að Vera ljóst, að væru dýrin dreifð- ari um landið, feldist í því mik- ið öryggj gegn aleyðingu þeirra af völdum manna og náttúr- unnar. þó að svona yrði á málið iitið) er það hvergi nærri tsemandli, þeim til viðhalds, eidur eigum við að koma upp stóru og myndarlegu, hrein- yrabúi, þar sem bændur og aðrir þeir, sem . þessu máli Unna, gætu fengið stofn frá, til úreksturs í framtíðinni. Það er eina örugga leiðin út úr runshöndunum og aleyðingu lns ágæta stofns. Hreindýr eru ulaetur á allan jurtagróður pg þvi ekki vandfædd, og eng- in mun sú sveit á landi hér, Sem ekki getur fætt þau og a lð. Eg tel þvi tímabært, að aihr þeir, Sem unna þessum ýrum lengra lífs í landinu, s uðli að þvi, að færa þetta ^uui til betri vegar. ~~Lesb. Mbl. núsdóttir frá Sandi í Reykja- dal. Frá Guðmundarstöðum fluttust þau að Halldórsstöðum í sömu sveit og lifðu þar þang- að til að þau fóru til Ameríku. Einar misti föður sinn þegar hann var sex ára. Giftist Elín móðir hans aftur. Hét seinni maður hennar ólafur Jónasson. Til Ameríku flutti þessi fjöl- skylda 1876 og settist að skamt suður af Gimli. Nefndu þau þetta heimili sitt Melstað og tóku svo þetta nafn fyrir ætt- arnafn. Voru minnisstæð árin þar norðurfrá fyrir harðindi og bóluveikina. í febrúar 1881 flutti þetta fólk suður til Garðar-bygðar i Dakota Territory. Munu það hafa verið þeir Jóhannes og Magnús, elztu bræðurnir, nú báðir dánar, sem drifu í að koma þessu í framkvæmd. Var Einar of ungur til að taka rétt á landi þá, en þegar hann var orðin nógu gamall tóku þeir Benedikt bróðir hans og hann lönd vestur á fjöllum eins og það var kallað. Voru þessi lönd nálægt Osnabrock. Brutu þeir þar jörð og sáðu hveiti. Eftir tvö sumur af frostum sem eyðilögðu uppskeru þeirra hættu þeir við þessi lönd. Einar keypti sér tvö lönd undir Pembina fjallabrúnun- um í Garðarbygð, fagran stað, sem var svo heimili hans það- an af. Hann var kjark- og dugnaðar maður og búnaðist honum vel frá fyrstu. Bygði hann þar stórt hús sem hefir öll þægindi svo sem rafmagns- ljós, vatnsveitslu, og annað sem mörg bændaheimili fara á mis við. Voru aðrar bygging- ar þar stórar og heimilið reisu- legt. Frá fyrstu var Einar með aldingarð þar sem uxu epli og aðrir ávextir sjaldséðir enn í bygðinni og sérstaklega svo á frumbýlingsárunum. Fyrií’ utan heimalöndin átti Einar aðrar landeignir í bygðinni og um tíma höfðu þeir verzlun á Edinburg, Benedikt bróðir hans og hann. Engin sem man eftir Einari á hans yngri árum, getur ann- að en munað eftir þvi hvað hann keyrði æfinlega fallega og fjöruga hesta og hvað það var glæsileg sjón að sjá þegar þeir þutu með hann yfir jörð og snjó. 1 þreskingu var hann æfinlega, að manni fanst, með villings trippi sem flestir hefðu verið hræddir að keyra en Einar hélt þeim í skefjum með einni hendi og sýndist með hugan alstaðar nema á trill- ingunum. 1 sjón var Einar bæði mynd- arlegur og fríður. Var hann stór og vel vaxin, hárið var svart, augun mjög dökk og tindrandi, svipur og framkoma hans voru tignarleg. Hann var einkennilegur að sumu leyti. Hann hugsaði dálitíð öðruvisi æn aðrir, hafði sérlegt orðaval og var oft gaman að hlusta á hans hugmyndir eins og þær komu fram í hans óvanalega orðasamsetningi. Eins og margir Islendingar sýnast vera, var Einar frá þvi að vera “Já, já” maður. Stundum fanst manni hann vera þver bara til að vera öðruvísi en fólk ætl- aðist til af honum og var auð- séð hvað hann hafði gaman af því. Barngóður og brjóstgóður var hann en góðverk sín aug- lýsti hann aldrei — hefði ef- laust þverneitað þeim ef ein- hver hefði kært hann um þau. En þeir vita bezt hans rausnar- skap og hjálpsemi sem nutu beggja. Einar giftist Aðalbjörgu Kristinsdóttur Ólafssonar, 8. júlí 1897. Eignuðust þau tvo syni: Leo og Stefán. Aðal- björg dó 21. janúar 1905 frá þessum drengjum kornungum. Var Stefán bara tveggja ára. In annað sinn giftist Einar Valgerði Burns frá Birnings- stöðum í Eyjafirði, 1. apríl 1906. Dó hún 13. september mm FORINGI HERLIÐS BRETA HEIMA í ENGLANDI General Sir Alan Brooke, yfirherforingi landvarnar- liðs Breta, heimsótti nýlega herinn í Skotlandi og sá þar^ pólska og brezka hermenn á æfingu. Gen. Sir Alan Brooke er til vinstri á myndinni, en Lt. Gen. A. F. A. N. Thorne yfirmaður skozka hersins við hlið hans. Þriðji maðurinn á myndinni er einnig skozkur liðsforingi. 1913 frá hóp af litlum drengj- um. En Einar hélt heimilið fyrir syni sína með kjark og drift. Veit maður að það hafa verið erfiðir dagar. Synir Einars eru: Leo, sem vinnur fyrir Standard Oil Co., á Edinburg; Stefán, sem í nokk- ur ár hefir verið fyrir búi föð- ur síns. Er hann giftur Lily Anderson frá Mountain. Eiga þau eina dóttir, önnu Aðal- björgu. Magnús, sem er í Cali- forniu, giftur Thelmu Lane frá Grafton; Albert og Friðrik, sem eru báðir heima; Vilhjálm- ur, giftur Eldu Giere og lifa þau skamt frá Edinburg; Bjarni, kaupmaður í St. Thom- as, giftur Fern Burglass frá Grand Forks. Eiga þau einn son, Einar Bjarna. Einn bróðir lifir Einar. Er það Benedikt Melsted, bóndi í Garðarbygð. Útför Einars var fimtudag- inn 2. október frá heimilinu og Garðarkirkju. Séra Haraldur Sigmar jarðsöng og talaðj bæði á íslenzku og ensku. Voru sex synir Einars líkmenn, sá sjö- undi, Magnús, gat ekki verið viðstaddur. Eru allir synir hans mestu myndar menn og allra beztu drengir. Lengi mun minning Einars lifa í Garðarbygð, í bygðinni sem var aðeins að myndast þegar hann kom þangað ungl- ingur. Árin eru orðin sextíu síðan. Margs er að minnast. Þökk fyrir samferðina, skemt- unina og endurminningarnar, kæri nágranni. STÖKUR Um sumarsólhvörf Nóttin björt og blámadjúp böli á pörtum eyðir— gjarnan svörtum sveipuð hjúp sorg í hjörtu leiðir. í dimmviðri og illviðri Víst ei grætur veðraklið vonin ætíð nýja— þegar sæta sólskinið sortan lætur flýja. Þegar jarðslífsgleðin er beiskju blandin Inni blandast bitrir— blessaða jarðlífs gleði böltónar varla vitrir valköst hlaða í geði. M. Ingimarsson ÞRIR MENN OG EINN HUNDUR Stytt úr “Útrós Mark Twain' w illiam Swinton og eg vor- ington. Við bjuggum saman og lentum í fjárþröng. Við urðum að ná okkur í 3 dollara áður en dagur var að kvöldi komin. Swinton sagði, að við skyldum fara út og athuga, hvað við gætum gert. Hann efaðist ekki um, að alt myndi ganga að ósk- um. “Guð almáttugur mun sjá fyrir því,” sagði hann. Þegar eg hafði gengið um göturnar í klukkutíma og reynt að finna einhverja leið til að útvega þessa peninga, settist eg niður í anddyri gistihúss. Alt i einu kom fallegur hundur til mín, dillaði rófunni og hvíldi skoltinn á hné mínu. Hann var alveg eins fallegur og ung stúlka og við urðum strax hrifnir hvor af öðrum. Litlu seinna bar þar að Miles, þjóð- hetju, foringja stórskotaliðsins, Hann fór að klappa hundinum. V “Þetta er ljómandi fallegur hundur,” sagði hann. “Viljið þér selja mér hann?” “Eg komst við. Spádómur Swintons hafði ræst undursam- lega. Eg sagði: “Já”. “Hvað viljið þér fá fyrir hundinn?” “Þrjá dollara.” “Þrjá dollara,” endurtók hershöfðinginn, öldungis hissa. “Ef eg ætti hundinn, mundi eg taka hundrað dollara fyrir hann. Hugsið þér yður betur um — eg vil ekki hrekkja yður.” “Nei, þrír dollarar, það er verðið.” “Jæja þá,” sagði hershöfð- inginn, og hann borgaði mér þrjá dollara og tók hundinn á burt með sér. í landsimanum: — Pétur, góði lánaðu mér fimtiu krónur, mér alveg bráð- liggur á þeim. — Eg heyri ekki hvað þú segir. Það hlýtur að vera eitt- hvað að símanum. — Eg þarf að fá fimtíu krón- ur. — Eg heyri ekkert. Símastúlkan: Eg heyri alveg til hans. — Jæja, lánið þér honum þá þessar fimtiu krónur. Eftir drykklanga stund kom sorgbitinn maður. Hann skim- aði alt í kringum sig, var auð- sjáanlega að leita að einhverju. Eg sagði við hann: “Þér eruð að leita að hundi.” Það birti yfir andliti hans. “Já”, sagði hann. “Hafið þér séð hann”. “Já”, sagði eg. “Hann var hérna fyrir nokkrum mínútum síðan, að eg sá hann elta mann í burtu. Eg held, að eg gæti fundið hann fyrir yður.” Eg hefi sjaldan séð mann eins þakklátan og hann, þegar eg sagði, að þar eð það mundi taka mig dálítinn tíma að ná í hundinn, vonaði eg, að hann mundi borga mér eitthvað fyr- ir fyrirhöfn mína. Hann sagði, að það skyldi hann gera með ánægju, og spurði síðan, hvað mikið eg vildi fá. “Þrjá dollara,” sagði eg. “Já, en það er ekki neitt”, sagði hann undrandi. “Eg skal borga yður tíu dollara.” “Nei, þrír dollarar er verð- ið,” Swinton hafði sagt, að það væri upphæðin sem Drottinn myndi útvega okkur. Mér fanst það vera blátt áfram óguðlegt að taka einn eyri meira. Eg fór til herbergis hershöfðingj- ans á hótelinu og kom að hon- um, þar sem hann var að gæla við hundinn. Mér þykir það leiðinlegt,” sagði eg, “en eg verð að fá hundinn aftur”. Hann varð steinhissa, “Fá hann aftur,” sagði hann. “En eg á hundinn. Þér selduð mér hann fyrir það verð, sem þér settuð upp.” Já, það er satt,” sagði eg, “en eg verð að fá hann, af því að maðurinn vill fá hann aft- ur.” “Hvaða maður?” “Maðurinn, sem á hann. Eg hefir aldrei átt hann.” Um stund virtist hershöfð- inginn ekki geta komið upp neinu orði. Svo sagði hann: “Ætlið þér að segja mér það, að þér hafið selt mér annars manns hund — og vitað af því?” “Já, eg vissi að það var ekki minn hundur.” “Hvers vegna selduð þér hann þá.” “Eg seldi hann, af þvi að þér vilduð fá hann. Þér buðust til að kaupa hundinn. Eg var ekkert hræddur við að selja hann — mér hafði ekki einu sinni dottið í hug að selja hann — en eg hélt að það mundi vera ánægjulegt fyrir yður.” “Ánægjulegt fyrir mig,” greip hann fram í. “Þetta er sá einkennilegasti greiði, sem mér hefir nokkurn tíma verið gerður — selja hund, sem —” Þarna greip eg fram í fyrir honum: “Þetta kemur ekki málinu við. Þér sögðuð sjálf- ir, að hundurinn væri að öllum líkindum hundrað dollara virði. Eg fór aðeins fram á að fá þrjá. Var nokkuð óheiðarlegt við það.” “Hvað í ósköpunum hefir það að segja. Aðalatriðið í málinu er, að þér áttuð ekki hundinn — skiljið þér það ekki. Það virðist sem svo, að yður finnist það enginn ósómi að selja eign- ir sem þér ekki eigið, svo framarlega sem þér seljið þær ódýrt. Jæja, ef —” “Gerið það fyrir mig að rif- ast ekki um þetta meira,” sagði eg. “Eg verð að fá hundinn aftur, því að maðurinn vill fá hann. Skiljið þér ekki að eg ræð engu í þessu máli. Setjum sem svo, að þér selduð hund, sem þér ættuð ekki. Setjum svo að---------” “Ó, verið þér ekki að skap- rauna mér með fleiri bjánaleg- um ástæðum. Takið hann og lofið mér að vera í friði.” Svo borgaði eg honum aftur þrjá dollarana og teymdi hund- inn niður stigann. Eg afhenti eigandanum hann og fékk þrjá dollara fyrir vikið. Eg gekk í burtu með góða samvizku, því eg hafði hegðað mér heiðarlega í alla staði. Eg hefði aldrei getað notið þessara þriggja dollara, sem eg seldi hundnin fyrir, því að eg átti þá ekki með réttu.. En dollarana þrjá, sem eg fékk fyrir að skila honum aftur til hins rétta eig- anda, átti eg réttilega, þvi eg hafði unnið fyrir þeim. Því hæglega gat svo farið að mað- urinn hefði aldrei fengið hund- inn sinn aftur, ef að eg hefði ekki hjálpað honum til þess. —Lesb. Mbl. Misseri eftir ólifað Glœný útgáfa af EATON'S vöru- skrá er fullprentuð. Það er stór bók, mörg hunduð blaðsíður full- um af kjörkaupa fréttum. Það tók margra mánaða vinnu að semja þá bók. Sölumarkaðir allrar veraldar voru kannaðir og það bezta af þeim keypt—Fatn- aður í alla staði nýmóðins—Hús- búnaður eftir seinustu tizku— Búsáhöld kosin eftir traustleika og því hve hentug hafa reynst. Hver blaðsiða hefir verið vand- lega yfir farin hvað eftir annað. Hver mynd sýnir trúlega þann hlut sem hún er af. Þó á þessi vöruskrá, svo vandlega saman sett, aðeins sex mánuði eftir ólif- aða, þvi þá verður önnur ný kom- in frá EATON í yðar hendur. Ár eftir ár hafa EATON'S vöru- skrár sýnt tizkunnar tilbreytingu, og veitt kaupendum í sveit sama færi og borgarbúum til að velja úr vörunum við sinn smekk og hæfi. <*T. EATON WINNIPEG CANADA EATONS írskur prestur ætlaði að gefa þeim dreng, sem gæti sagt hon- um hver væri mesti maður mannkynssögunnar, einn shill- ing. — Kristófer Kolumbus, sagði spánski drengurinn. Georg Washington, svaraði há ameríkanski. Sankti Patrik, sagði Gyðinga drengurinn. — Þú átt shillinginn, sagði presturinn, en hvers vegna sagðir þú Sankti Patrik? — Svona undir niðri vissi eg að það var Móses, sagði Gyð- ingadregurinn, en viðskifti eru altaf viðskifti. * * * — Menn verða vitrari eftir að hafa beðið tjón. — Nei, það er ekki rétt. Eg þekti mann sem datt á höfuðið niður tröppur, og hann varð alveg brjálaður. — Þjónn, eg ætla að borga. — Hefir herrann fengið hakkað kjöt eða kjötbúðing? — Það veit eg ekki, það var alveg eins og sápufroða á bragðið. — Þá hefir það verið kjöt- búðingur. Hakkaða kjötið var á bragðið eins og steinolía. Milt af langri geymslu . . . mjúkt og gott . . . með á- gætu bragði . . . Branvin er eina vínið í Canada, sem hefir önnur eins gæði að bjóða, fyrir eins 1 á g t verð. JORDAN WINE COMPANY.LIMITED Jordan, Canada Thla advertlsement ls not Ineerted by Oovemment Uquor Oontrol Oommlaslan. The Commlaslon U not respanstble tor statements made ss to quaUty ot pro- ducts advertleed.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.