Heimskringla - 19.11.1941, Síða 2

Heimskringla - 19.11.1941, Síða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. NÓV. 1941 Á V ARP Guðmundar A. Stefánssonar Flutt i samsceti Ragnars H. Ragnars i St. Charles Hótel, 10. nóvember 1941. Margar eru þær minnis- stundir er vér höfum haft með Ragnari H. Ragnar. Margur er sá neisti er hefir hrotið í hug vorn. Margur er sá geisli, sem hefir glatt mann á samveru- stundunum, þá við hófum göngu um land endurminning- anna í sögu, söng og ljóði. Það brenhur eldur í hans insta eðli, er brýzt fram í orðum og verk- um. Eg veit að þeir, sem verið hafa í Karlakór Islendinga undir söngstjórn Ragnars, munu segja með mér, að segul- magnaðar hreyfnigar líkama hans og eldlegs vilja, teygi og togi í hug þeirra og brjóst, og^ hrífi þá með sér á tónsviðum viðfangsefnanna. Á hans tíma, sem söngstjóra, höfum við eignast mörg ágæt lög og þýðingar á íslenzka tungu. Stærstu verkin vil eg nefna. “Sigling Haka konungs”, þýtt af Hjálmari Gislasyni, og “Varðeldar” þýddir af Ragnari Stefánssyni. Varðeldar loga á hverjjum tindi. Það er hætta á ferðum. Við erum viðbúnir. Þeir, sem gæta ekki eldanna, týnast. Hinn norræna anda, tignar Ragnar í sál Haka konungs. Knörrin siglir á hafinu og hverfur með farm sinn í hafsins djúp. Þessi lög í hljómgjöfum máttugra tóna, fylla hug manns með lotningu undir á- hrifum þeirra. Margir eru strengir Ragnars. Einn er sá strengur ér lítið hefir verið snertur, en það er tónlagasmíð hans. Eg vil minn- ast á tvö lög, er Ragnar hefir samið og Karlakórinn sungið. Annað lagið kallar hann “Viki- vaka”, kvæðið eftir Huldu. En hitt lagið er, “Island, Island, ó ættar land”. Eg vil leyfa mér að fara með kvæðið eftir Huldu. Mun það lýsa tilfinningum Ragnars hér í þessu landi og margra fleiri. “Man eg það, sem löngu leið, ljósa morgna, kvöldin heið, elfar-sundin blá og breið, *iiMiwnmoiiuHHiiiinnmiimiit]iiiiiiiiHiiaiiiiiimiiiniHniiiiiJ | INSURANCE AT . . . REDUCED RATES Fire and Automobile • STRONG INDEPENDENT COMPANIES * 1 I X i McFadyen I ÍCompany Limited | 362 Main St. Winnipeg | = Dial 93 444 ^uiiiiiinoiiiiiiiiiiiciiiiiiiiiiiioiiiiiiiniic]iiiiiiiiiiioiiiiiiiiiii[& bakka, hraun og víkur. Við skulum mætast, þegar þrautum lýkur. Langt er síðan þar með þér þekkar stundir lék eg mér. Hversu margt, sem milli ber minning þín ei svíkur. Við skulum mætast, þegar þrautum lýkur. Dögum oftar dreymir mig, dalinn, fjöllin, vorið, þig, sólskinsbjartan sumar stig, sæll er draumur slíkur. Sátt að mætast þegar þrautum lýkur.” “ísland, ísiand, ó ættar land”, eftir Ragnar, er hljóm- kviða stormstrengjanna úr fjarlægðinni til ættlandsins. — Það hvín í þekjunni, og undir- alda hljóm-þungans fyllir út tóninn. Gefðu okkur fleira, og gefðu okkur meira! Þeir strengir eru óslítandi, sem eru úr ís- lenzku efni. Guðm. A. Stefánsson BRÉF TIL R. H. RAGNAR Grand Forks, N. Dak., 6. nóvember 1941 Hr. söngstj. Ragnar H. Ragnar, % hr. Soffonías Thorkelsson, Winnipeg, Man. Heiðraði vinur og semherji: Skyldustörf hér við ríkishá- skólann valda því, að eg get eigi, þó eg feginn vildi, tekið þátt í þessu samsæti, sem vinir þínar og velunnarar halda þér nú til heiðurs, og það meir en að makleikum. Ritari Þjóð- ræknisfélagsins, séra Valdimar J. Eylands, kemur hér fram fyrir hönd þess og túlkar þakk- arhug félagsstjórnarinnar til fyrir þin margþættu þjóðrækn- isstörf. Eigi að síður vil eg sem forseti félagsins og sér- staklega persónulega tjá þér með nokkrum orðum einlægar þakkir fyrir brennandi áhuga þinn á okkar sameiginlegu hugðarefnum: — varðveizlu ís- lenzkrar menningararfleifðar í landi hér, og fyrir alla starf- semi þína að því marki. Hefi eg þá í huga frjósamt starf þitt sem forseti þjóðræknisdeildar- innar “Frón“, sem söngstjóri Karlakórs Islendinga í Winni- pog og ekki síst starf þitt í þágu Barnakórsins íslenzka þar í borg. Áttu miklar þakkir skilið fyrir alla þesas ágætu starf- semi, að eigi sé annað talið. Munu margir til þess finna, er þú ert horfinn úr hópnum í hinni vestrænu Reykjavík, að “enginn veit hvað átt hefir, fyr en mist hefir”. En bót er í máli, að þú ert aðeins að færa þig um set í hópinn til okkar landa þinna sunnan landamær- anna. Mun það reynast félags- málum okkar mikill gróði. — Jafnframt þvi, sem eg þakka þér fyrir vel unnin störf og óska þér velfarnaðar í framtíð- inni, býð eg þig hjartanlega velkominn í hóp okkar landa þinna hér syðra. Er það ritað BUT BA1LR0ADS SWITCHEDTO COAL /7k Wood ha> long *ince MtÁ, terved its purpose as an economical, domestic and commercial Fuel. Modern heating methods recognize Coal as the most efficient Fuel. If you are still using Wood switch NOW to M & S Coal ... the idcal Fuel for every Domestic use. DEEP SEAM FROM THE BIENFAIT DISTRICT tfcrcrh i)Q*L the GRttYiTKctdeTTla/iJi Endurminningar frá æskuárunum Einn eg stend á hárri heiði, hlusta á söng frá bláum tjörnum. Eitthvað mikið er á seiði, alt er hvítt af svana börnum. Morgun klædd í gylta geisla, glampa í bláum vatnsins fleti, skyldi þetta vera veizla vígð, að ná sem hæstu meti? Líkt og ský á loftsins brúnum, líður hjörð um vatnsins ála. Gægjist upp að Grettistúnum, gýtur auga að föllnum skála. Mæður benda hér á hættu, höfðu lært í gömlum sögum, að ungir krakkar ekki mættu æfa sund í Grettishögum. Börnin sungu sig til baka, sintu hlýðin mæðra kalli. Þá var yndi einn að vaka, uppi á fögrum heiða stalli, og hlýða á sjálfæfð svana börnin, samræmd sterkum heiða Ijóma, og vita að jafhvel ves’lings tjörnin vildi gera kórnum sóma. \ Engar voru rámar raddir, ræskingar, né hik í tónum. Allir sungu ótilkvaddir, einum rómi fjallagrónum. Tindar virtust titra og riða, tók nú loft að verða þrungið. Vatnið sýndist aka og iða, óskaði að geta líka sungið. i Friðar þjóð! með frelsi í augum, forðast hefir skulda löður. Átt þó nóg af afli í taugum ekki pantsett nokkra fjöður. Engin skip þú átt í vörum. Enga sauði til að marka. Með aleiguna alla í förum: Eflda vængi, og góða barka. Lifðu heil í heiða bláma, héraðsbúa yndið mesta. Láttu engan gróða-gráma, grugg né sora á þér festa. Stýrðu langt frá manna menning, mjög sem nú er byssufrækin, þó hún tali um kristna kenning, kann hún ei að nota tækin. Viðauki Grettir þama sat og syrgði soltinn, undir leku þaki. Ógæfuna oft þar birgði undir blíðu svana kvaki. Vinum sviftur, myrkri mæddur mændi norður, heim að Bjargi, vosklæddur og veður næddur, vonlaus undir þungu fargi. Móðirin, með hrygð í hjarta, heima sat, og drenginn þráði. Vakti marga vornótt bjarta voteygð, upp til heiða gáði. Útlaganum aldrei gleymdi, ávalt til að mýkja sárin. Pengist blundur, drengsins dreymdi dimmu kvöld, og löngu árin. Jónas Pálsson með fullri viðurkenningu á því, að í þjóðræknislegri starfsemi okkar eru engar landfræðileg- ar eða flokkslegar merkjalínur. Með bestu kveðjum og óskum. Þinn einlægur, Richard Beck SNORRAHÁTÍÐIN 1 REYKHOLTI Gestkvæmt var í Reykholti í gær (22. sept.), er þess var minst, að 700 ár eru liðin frá vígi Snorra Sturlusonar. Var þar allmargt gesta, bæði úr nærliggjandi héruðum og úr Reykjavík, í boði Snorranefnd- ar. Gestirnir úr Reykjavík voru um 70. Var lagt af stað héðan með “Esju” í gærmorgun og haldið til Akraness, en þaðan í bifreiðum til Reykholts. 1 Reykholti var lítið hægt að vera úti við sökum hvassviðris. Þó skoðuðu menn jarðgöngin, sem lágu úr Reykholtsbæ nið- ur að Snorralaug. Er verið að grafa þau upp. Göngin eru hlaðin og grafin um V2 meter niður í móhell'u og hafa a. m. k. verið axlarhá. Gera menn sér jafnvel vonir um að takast megi að finna kjallarann, sem Snorri var veginn í, við endann á göngunum. Þá var og skoð- aður Sturlungareitur í kirkju- garðinum. Aðal athöfnin fór fram innan dýra í Reykholti. Skýrði Jón- as Jónsson, formaður Snorra- nefndar frá gerðum nefndar- innar. Hefir verið byrjað á stórfeldum framkvæmdum i Reykholti í því skyni að búa standmyndinni af Snorra verð- ugt umhverfi, er hún kemur. Eru það Norðmenn, sem gefa standmynd þessa, og hefir hinn heimsfrægi mynílhöggvari Gustaf Vigeland gert hana. En sökum styrjaldarinnar hefir myndin ekki komist hingað. Myndin á að standa 9 metrum framan við húsið og horfa nið- ur í dalinn. Aðalræðuna flutti Sigurður Nordal prófessor, og fjallaði hún um sögu Snorra og Reyk- holts. Þá flutti Stefán Jóh. Stefáns- son, félagsmálaráðherra svo- hljóðandi kveðju sem ríkis- stjóra hafði borist frá Ny- gaardsvold, forsætiráðherra Norðmanna: “Fyrir hönd norsku ríkis- stjórnarinnar sendi eg yður al- úðarkveðjur í tilefni af minn- ingarhátíð á 700. ártíð Snorra f T Miss Kristín Lilja Kristjánsson (Lillian Christianson) F. 10. sept. 1889 — D. 13. sept. 1941 Þann 13. september þessa árs andaðist á Grace spítala í Winni- peg, Kristín Guðrún Lilja Kristjánsson (Lil- lian Christianson), sem fædd var að Garðar, N. Dak., 10. sept. 1889. Fað- ir hennar var Anton Kristjánsson, s o n u r Kristjáns L o n g, af Longs-ætt, sem ýmsir nafnkendir menn til- heyra, til dæmis lista- maðurinn R í k a r ð u r Jónsson; en móðir henn- ar var Kristbjörg Stef- ánsdóttir, systir Krist- ins skálds Stefánssonar. Hin*látna átti tvo bræður, Björn, nú til heimilis í Minnepaolis, og Stefán, sem einnig er búsettur í Bandaríkjunum. Kristín Lilja fór ekki varhluta þeirra gáfna, sem að einkenna ættir hennar. Hún var námfús og bók- hneigð venju fremur, enda sóttist henni nám með af- brigðum vel. Alla æfi hafði hún yndi af lestri góðra bóka og fræðirita, helst þeirra, sem að fjalla um torveldustu ráðgátur lífsins. Hafði hún jafnan opin hug fyrir nýjum fróðleik og nýjum hugsjónum, ekki síst í andlegum efnum. Hvorki í þeim málum né öðr- um batt hún sig við neinar kennisetningar né viðtekn- ar skoðanir, heldur leitaði hún stöðugt sannleikans. Sjálf ritaði hún nokkuð, bæði í bundnu máli og ó- bundnu, en fór dult með þá gáfu. Einnig var hún hneigð fyrir bæði hljómlist og dráttlist. Gaf hún sig aðallega að fíólín-spili og hafði af því hið mesta yndi. En engra þessara hæfileika auðnaðist henni að njóta til fulls, því að ung varð hún fyrir veikindum, sem að sviftu hana heilsu. Varð hún alla æfi síðan að berjast við fátækt og heilsubrest. Þrátt fyrir þessa örðugleika náði hún fyrsta flokks kennarastigj í Dakota, og annars flokks í Manitoba. Var hún kenslu- kona í mörg ár, bæði í Norður Dakota og í Manitoba, þar á meðal í Riverton, en lengst í Beausejour, Man.; þar kendi hún skóla í tíu ár (1921—1931), og tók einnig drjúgan þátt í velferðarmálum bygðarinnar, sem og eflaust alstaðar, þar sem hún hafði kenslustörf á hendi. Árið 1931 lét hún af kenslu, vegna heyrnardeyfu, og þó ekki að vilja bygðarbúa, því að þeir sögðust treysta henni betur fyrir velferð barna sinna, en flest- um þeim kennurum, sem fulla heyrn hefðu. Hafði hún siðan saumastofu að 446 Edmonton St., í Winnipeg. En við það örðuga starf tók heilsu hennar stöðugt að hnigna. Um mánaðamót júní og júlí 1941, varð hún fyrir því slysi að mjaðmarbrotna. Varð það áfall of- raun hennar veiku kröftum, sem að fjöruðu út, þar til er dauða hennar bar að höndum, 13. september. Útför hennar var haldin 19. september, frá útfar- arstofu Bardals í Winnipeg, til Brookside grafreits. Séra V. J. Eylands jarðsöng. Viðstaddir voru margir af vinum hinnar látnu. Okkur, sem að best þektum hana — og mun þó enginn hafa þekt hana vel — verður margt minnis- stætt í fari hennar. Er þar á meðal sjálfstæðisþráin, er svo var rík í huga hennar, að jafnvel þegar hún átti við örðugustu kjör að búa var hún jafnan fremur veitandi en þiggjandi, og einnig sú lund, að vilja hvergi vamm sitt vita, jafnvel í minsta smáatriði. Við mun- um látlaust vinarþel hennar, prúða framkomu, og ein- Iægan vilja á að vera til góðs í lífinu. En lengst mun- um við hina heitu sannfæring hennar, um að andlegur þroski sé hið eina verulega markmið þessa lifs. S. Stefánsson Sturlusonar. Noregskonunga- sögur Snorra Sturlusonar hafa verið stórum mikilsverðar fyr- ir þroska þjóðlegs lífs og menn- ingar með Norðmönnum. 1 sorta þeim, sem nú grúfir yfir þjóðinni lifa menningarnar um fornsögur vorar máttugra lífi en nokkru sinni fyr. Þess vegna berum vér í brjósti hugheilustu þakkláts- semi til hins mikla íslenzka höfðingja, er gaf oss sögur vorra öldnu konunga. Johan Nygaardsvold.” Næst flutti sendiherra Norð- manna, hr. Esmarch, ávarp og mælti á íslenzku. Kvaðst hann harma það, að minningargjöf Norðmanna hefði eigi getað komist í tæka tíð, og óskaði ls- landi og Islendingum allra heilla. Árni Pálsson prófessor mint- ist Noregs með fáum en vel völdum orðum, og tók sam- koman undir með húrrahróp- um. Þá las form. nefndarinnar upp heillaóskaskeyti frá ríkis- stjóra. “Hugur minn er bundinn við Snorra, Reykholt og það, sem þar fer fram í dag. Alúðarkveðjur, Svein Björnsson.” Loks flutti borgfirska skáldið Halldór Helgason minningar- kvæði um Snorra.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.