Heimskringla - 19.11.1941, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.11.1941, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. NÓV. 1941 í ffrimakrittgla (StofnuO 188S) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON U'tanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 ^ WINNIPEG, 19. NÓV. 1941 ÍHALDSFLOKKURINN OG FORINGI HANS Það eru heilmiklar spár og bollalegg- ingar um það, hvernig hinn nýi foringi íhaldsmanna, Rt. Hon. Arthur Meighen muni reynast. Það sem allir vita um hann er það, að hann er að vissu leyti einn af hæfileika-mestu mönnum þessa lands, er bókmentahestur og hefir kafað í Shakespeare. Er það betra en ekki. Þó verður ekki um starf hans, sem for- ingja, af því einu dæmt. Þegar íhugað er þróttleysi íhalds- flokksins síðustu árin, dylst það ekki, að þar skortir foringja. Hjörðin er tvístruð og innbyrðis sundurlynd. Fylgjendur flokksins í Ontario, Quebec og Vestur- fylkjunum, eru skoðanalega all-ólíkir. Er lítill vafi á að það stafar af því að þar hefir skort hirðir. Án góðs leiðtoga verða flokkar og félög of nærsýn, eygja ekki flokkshugsjónina í fjarlægð í svip alls landsins, heldur aðeins í vissum hlutum þess. — Þá fer hver að verða góður fyrir sig og gefur skrattan- um hinn síðasta. Grundvallar stefna hvers flokks týnist brátt þegar svo er komið; og að nálægt því hafi verið kom- ið fyrir íhaldsflokkinum, bera flestar kosningar til löggjafarþinga vott síðari árin. Hver er hin eiginlega íhaldsstefna? Hana má í ðelilegasta skilningi nefna söguna. 1 okkar daglegu störfum er hún reynslan, sem við verðum að læra af, til þess að geta sem bezt áttað okkur á, hvernig stíga skuli næsta sporið. Án þess að gefa þessu gaum vitum við að alla vega getur farið. Það verður að hefja allar sannar og haldgóðar fram- farir í þjóðfélaginu á þennan hátt, með athugun á sögunni, hvar við stöndum, hvað því veldur og -hvert halda skuli leiðina þaðan út á brautir framfara og þroska. Þessu líkt högum við okkur í daglegu lífi svo að segja án þess að vita af því. Við spyrjum söguna, reynsluna. Þannig á f>að og að vera í stjórn þjóðfé- lagsins. Að þarna virðist og vera hin eðlilega grundvallar-húgsjón íhaldsflokka yfir- leitt, ætlum vér ekki fjarri, því margt bendir til að sumt af því traustasta sem bygt er, sé af íhaldsflokkum gert — á hvaða þjóðfélag sem litið er. En hin góðu áform gleymast mönnum stundum og pólitískum flokkum ekki síður. Að íhaldsflokkur þessa lands hafi gleymt sinum upprunalegu hugsjónum, hafi ekki hlýtt kalli tímans eins vel og vera átti, er ekki til neins að neita. Ófarir hans við hverjar kosningar eftir aðrar, bera vitni um þetta síðustu árin, þó ekki væri eitt orð um það sagt. Útlit var heldur ekki fyrir, að flokkurinn ætl- aði að láta sig þetta miklu skifta. En á því virðist nú Mr. Meighen samt hafa vakið eftirtekt, sem merkilegt er í sjálfu sér af manni, sem allir gerðu ráð fyrir að seztur væri í helgan stein. En hvað sem um alt það má segja, sem flokkurinn hefir tapað við að halda sér ekki að flokksstarfi sínu betur, en raun er á og stefnu og hugsjónum, er hitt lakast, að fyrir það hefir þetta land átt að búa við stjórn, sem í flokks sérgæði hefir gengið lengra en nokkur stjórn, sem áður hefir' verið hér við völd. Hefir hún einkum síðustu árin gengið svo langt, að engum hefir dulist flokksmakkið., En er nú hinn nýkfl^ni foringi líklegur til, að geta reist rönd við því, sem ábjátar, bæði innan flokks síns og utan? Til þess þarf fyrst og fremst, að snúa sér að hinni eiginlegu flokkshugsjón sem á hefir verið minst hér að framan, og næst að því, að sameina allan flokkinn utan um hana. Það er ekki nóg að Toronto, eða nokkur einn hluti landsins, sé unninn til fylgis við stefnuna; Vesturfylkin og Que- bec, verða að eiga þar einnig heima. Stefnur flokka þurfa að endurskoðast; þær þurfa að fá sína næringu og líf úr þjóðlífinu sjálfu, frá manninum á göt- unni og akrinum, eigi síður en þeim, sem við gljáandi skrifborð sitja, með stúlku við aðra hliðina en síma við hina. Það þarf alhliða sjón á þjóðlífinu til þess, að geta verið bæði góður flokksforingi og gagnlegur flokksmaður. Ef eitthvað markvíst og ákveðið býr á bak við skrafið um það að koma nú upp nýjum þjóðlegum íhaldsflokki undir stjórn Mr. Meighens, þá er aldrei að taka fyrir hvað hægt er að gera. En til þess þarf margt í hugsunarhættinum og ald- arhættinum að breytast frá því sem nú er. Eitt sem t. d. er þjóðlegum breyting- um til hindrunar, er vanþekking manna innan stjórnmálaflokka á Iþví er að samvinnu og eflingu andlegra og líkam- legra krafta þegnanna í heild sinni lýtur. Það er víðar “en suður við sjó” sem mönnum láta illa samtök. En án þeirra er varla hægt að gera sér vonir um sameiginlegan hag allra þegna þjóðfé- lagsins. Á honum verður alt að byggj- ast. Sá sem glegst auga hefir fyrir þessu og getur látið þegnana eða þjóðina finna og skilja það, að hún sé eitt, hann vinnur eitt þarfasta verkið í sínu þjóð- félagi — og er um leið sjálfkjörinn for- ingi þess. Hvernig Mr. Meighen muni reynast í sinum nýja verkahring, með alt í huga, sem á hefir verið minst, er auðvitað eftir að sjá. Hann er ekki líklegur til að vera eins róttækur og með þarf til þess að koma þeim breytjngum á innan flokks- ins, sem nýsköpun mætti kalla, eða til þess að hér rísi upp nýr þjóðlegur flokk- ur undir hans stjórn. En hann er í ann- an stað svo góðum hæfileik og harðfylgi í starfi sínu gæddur, að nú á yfirstand- andi tíð gæti það orðið málefnum dags- ins eða rekstri þeirra hinn mesti styrkur, að hann komi þar við sögu. í heild sinni ætlum vér að hér bíði tækifæri manns, sem fær er um að ynna mikið starf af hendi. Stjórnarreksturinn er ekki sem ákjósanlegastur, og það er mörgum harmur, að stjórn landsins virðist til þessa hafa litið á stríðið, sem málefni liberala einna. En hitt mun þó ekki dyljast, að úr þessu síðara atriði verður lítt bætt, þó Meighen taki við forustu andstæðinga-flokks stjórnarinnar, því samvinna milli hans og Kings, er óhugs- anleg sögð af þeim, er báða mennina þekkja. Hænginn á þessu hefir Mr. Meighen eflaust sjálfur séð, ef satt er, sem sagt er um að hann hafi leitað á fund Mr. Brackens í þeim erindum, að hann tækist á hendur forustu íhalds- flokksins. Svo sár skringilegt sem það kann að hafa litið út í augum margra, að Bracken yrði foringi íhaldsflokksins, getur samt verið, að úr þessu vandkvæði hefði þá orðið auðveldlegar bætt. Við- skiftin sem samfara eru þessu stríði, eru svo mikil, að það er með öllu óviður- kvæmilegt að einn þeirra flokka, sem við stjórnmál eru riðnir hér hafi umboð alls þess starfs í sínum höndum, en hinir flokkarnir alls ekki, með fjölda þegna sér þó að baki. Það er hæg leið til hel- vítis, þegar svo er að verið. Til þess að hrista upp í poka núver- andi stjórnar, átti íhaldsflokkurinn varla kost á djarfara og hæfari manni, en Mr. Meighen. Við greinum fæst af því, sem þar er að gerast, en á það vonum vér, að Mr. Meighen bendi betur en áður hef- ir verið gert. Það er af flestum nú orðið dæmt þarft verk og tímabært. Þetta er nú það sem oss virðist frek- ast í bráðina af Mr. Meighen að vænta. Og það mun flestu öðru mæla með hon- um í foringja stöðuna. Að hann sé ekki nógu mikill vinstri maður í skoðunum til þess að verða skapari nýs flokks, er skoðun vor, en að hann geti rutt veginn í þá átt og sé í raun og veru flestum til þess hæfari, undir það munu allir flokks- menn hans geta skrifað. Og með slíkri einingu er vissulega nokkuð fengið. Palli er að læra lexíurnar sínar. Alt í einu lítur hann upp og segir: “Mamma, af hverju er pabbi sköllóttur?” “Það er af því að hann hugsar svo mikið, drengur minn”. “En af hverju ert þú þá með svo mikið hár?” “Vertu ekki að þessu masi, drengur, og haltu áfram að læra.” INNTAK ÚR RÆÐU —eftir P. S. Pálsson— sem flutt var í kirkju Sambandssafnaðar Winnipeg, 9. nóvember 1941, með hliðsjón af vopnahlésdeginum. Nú er veturinn nýgenginn í garð. Fyrir örstuttum tíma síðan var sumarið hjá oss í allri sinni dýrð, öllu sínu blóma- skrauti, hlývindum og heiðríkju, gróðr- arskúrum, morgundögg og hressandi andvara hins kveðjandi dags. Fuglarnir sungu hinum altskapandi anda lof og dýrð. Dýr og skepnur dreymdi um óum- breytanlega umönnun og endalausan frið og gnægtir. Harka vetrarins var þeim algerlega gleymd. Aðeins fegurð og yndi hins líðandi dags var þeim i fersku minni. Þau voru börn náttúrunn- ar sem ekki báru kvíðboga fyrir kom- andi degi, ekki báru illhug til nokkurrar skapaðrar veru, en lifðu í sátt við alt og alla — og óbifandi öryggi um hand- leiðslu og fyrirhyggju hins mikla meist- ara sem alt hafði skapað. Fyrir ótal öldum síðan, skapaði hinn sami andi mennina, ásamt öðrum dá- semdum þessa heim. Hann gæddi þá — að oss er kent — ódauðlegri sál. Skap- aði þá að miklu leiti í sinni eigin mynd. Gaf þeim frjálsræði að velja og hafna. Gaf þeim skynsemi til þess að greina gott frá illu. Gaf þeim boðorð um rétta breytni, sem hann ritaði gullnum stöfum í samvizku þeirra. Gaf þeim jörðina til ábúðar, og þar með alla hluti sem nauð- synlegir voru til þess að þeim og öllum þeirra afkomendum yrði borgið um alla eilífð, — bæði andlega og líkamlega. Hann blés þeim í brjóst að þeir væri allir börn hins sama föðurs og þar af ieiðandi systur og bræður, sem ættu að lifa sam- an í eindrægni og skifta arði hinna sí- framleiðandi náttúru-afla jöfnum hönd- um og sjá um að engin sköpuð vera, — hverju nafni sem nefndist, — yrði sett hjá, eða færi halloka á einn eða annan hátt. Þannig var hin upprunalega sköpun^r- saga. Þannig var tilgangur lífsins. Frið- ur, eindrægni, ást og trúnaðartraust var mannkyninu úthlutað í heimanmund. Oft hefirvþví verið slegið fram, að hér sé um einhvern misskilning að ræða. Guð hafi ekki skapað öll sín börn með þeim ásetningi að allir ættu að vera jafningjar og eiga jafnt tilkall til þeirra gæða sem hann úthlutaði þeim í fyrstu. Að lífið sé aðeins “survival of the fittest”, — eða með öðrum orðum: — Sá sterk- asti á að lifa og eiga alt tilkall til þeirra gæða sem skaparinn úthlutaði börnum sínum, við fyrstu dagrenning tilverunn- ar. Ekkert er hættulegra velferð mannanna heldur en þannig lagað hugarfar. Afleið- ing þessara kenninga hefir verið mann- kynsins stærsta böl, frá upphafi vega, og nú síðast hinn ógurlegi hildarleikur sem okkur er öllum kunnur, og sem að miklu leiti stafar af því að heimsins mesti glæpamaður hefir með einhverjum undra mætti dáleitt svo eina af mestu menningarþjóðum heimsins, að hún virð- ist trúa því að hennar hlutverk sé að skipa æðsta sess og láta allar þjóðir lúta sér í auðmýkt og undirgefni og að hún ein eigi valdið og réttinn til þess að stjórna og stýra mannkyninu inn á þá braut sem það eigi að ganga. Að hún ein þekki mismun góðs og ílls, og að guð alls mannkynsins sé aðeins þeirra guð, en þó með þeim skilyrðum, að þéir geti steypt hann í sínu eigin móti, og látið hann afneita öllum börnum sínum nema aðeins þeim sem ætt sína geta rakið til þeirrar þjóðar, sem þeir kalla “útvalda.” En á bak við þennan glæpaferil ill- virkjanna sem nú eru að verki, standa alda gamlar sýndir mannkynsins. Eg á ekki hér við þau mistök og vanskilning sem Gamla Testamentið skrásetur, og telur mönnum til lasts og jafnvel útskúf- unar. Eg á við þær syndir mannkynsins að gleyma uppruna sinum, að gleyma því að einn er guð og faðir allra, að gleyma því að við erum öll börn hins sama föðurs og þar af leiðandi bræður og systur, fædd með sama tilverurétti og tilkalli til þess ríkis sem guð sjálfur stofnaði hér á jörðu. Afleiðing þessara yfirsjóna er sú, að mönnunum hefir liðið illa. Vegna þess- ara yfirsjóna hafa þeir orðið eigingjarn- ir, sjálfselskir og umburðarlausir. Þeir hafa vantreyst hver öðrum og lagt alt kapp á að skara eld að sinni eigin köku og þannig óafvitandi og jafnvel óvilj- andi, skapað stéttaríg, öfund, fátækt og vonleysi. Þeir hafa ekki skilið það að hvert barn sem í heiminn fæðist á hemitingu á að fyr- irrennarar þess láti því í té alla þá umönnun, aðstoð og leiðbeining sem útheimt- ist til þess að lífið verði því ánægjulegt og arðberandi í öllum skilningi, og afleiðing- arnar af þessu fálæti og af- skiftaleysi koma margvíslega í ljós. Eitt skáldið okkar hefir brugðið upp skýrri mynd sem sýnir oss hverju vanrækslan og ábyrgðarleysið geta orðið orsök að. Þessa mynd nefnir hann “Barnið í þorpinu”, og er lýsing hans meðal annars á þessa leið: 1 gömlum tötrum gengur hann um grjót og freðið hjarn. Eg sé hann hrasa við og við og velta um stein og skarn. Hann einn má bera allra synd, en er þó saklaust barn. Hann hefir aldrei getað glaðst í glöðum barnahóp. En hryggst og grátið getur hann, sé gert að honum hróp, en grátur hans er brjáluð bæn og þrostið kvalaóp. Hann hefir alla auðn og sorg í augunum á sér. Svo þegar þetta olnbogabarn mannfélagsins kemst til full- orðinsára er samhygðarleysið og vonbrigðin búið að kæla svo hjartað og deyfa allar kærleiks og fegurðar tilfinningar að til- veran öll er þvi einskisvirði og jafnvel hatur og fyrirlitning skipa öndvegi þar sem kær- leikur, ást og góðvilji áttu að setjast að. Eða með öðrum orðum:— “Skúrir og skýjatjöld, skyggja á loftin blá. Þjáningin þúsundföld, er þögnin dettur á. Ónáð við æðri völd----- eitrar hans hugarþrá. Trú hans er týnd og köld, — tilveran öskugrá. Alt verður einskis nýtt, eilífðin fals og hjóm. Jörðin berst grá og grýtt — í gegnum auðn og tóm.” Allir þekkja þessar myndir, við höfum þær daglega fyrir augunum. — öllum kemur sam- an um að óendanlega meiri sæla yrði hér á þessari jörð ef hægt væri að losa sig við þær. En á hvern hátt? Það kemur okkur ekki saman um. Mér finst að til sé boðorð sem ein- mitt sýnir oss hvernig þetta er framkvæmanlegt. Boðorðið er: “Elska skaltu Drottinn Guð þinn af öll hjarta, af allri sálu, af öllum kröftum og öllum huga ,og náunga þinn, eins og sjálfan þig.” Við vitum það öll, að þrátt fyrir alt og alt, er maðurinn i góður í sínu insta eðli. Eg er sannfærður um að presturinn og Levítinn, sem gengu fram hjá særða manninum sem tal- að er um í Guðspjöllunum, — og Samverjinn líknaði, — hafa grátið beiskum tárum út af harðsinni sínu, þegar samvizka þeirra hafði náð tökum á þeim. Eg er jafnvel sannfærður um að erkisvikarinn, Júdas Is- kariot, hafi grátið beiskum tár- um á leiðinni til gálgans, sem hann þó sjálfur hafði búið sér. Mannlegt eðli er þannig, að það getur ekki til lengdar brot- ið á móti því lífslögmáli sem því var gefið í upphafi. Guðs- eðlið grípur altaf fram í at- hafnir mannanna. Það er óaf- máanlegt og ódauðlegt. Enginn lifir sjálfum sér, og enginn deyr sjálfum sér. Vald- hafinn og ríki maðurinn þrá samhygð og skilning eigi síður en hinn umkomulausi og fá- tæki, en tortrygni og tómlæti hafa gert það að verkum að hver þeirra lifir meira og minna útaf fyrir sig. Eigingirn- in, sjálfselskan og vantraustið hafa unnið að því að byggja þar garð um þvera götu, svo hver verði að ganga úr leið fyr- ir öðrum. Þeir gleyma sínum andlega skyldleika. Þeir gleyma því að þeir eru limir hins sama líkama og að sá lík- ami getur ekki þroskast og lif- að án samvinnu þeirra, jafnvel þó sál þess líkama sé sjálfur guð. En altaf er meðvitundin um skyldleikann og löngunin til samstarfs að gera vart við sig. Sú meðvitund sem að lokum mun lækna alt heimsins böl, — græða öll heimsins sár, — þó ef til vill verði þess langt að bíða. Það virðist sem einhver leyndur þráður liggi frá sál til sálar og samtengi þær á ein- hvern yfirnátturlegan hátt. — Þráður sem innri vitund mannsins, sem er samvizka hans, — snertir við og við, en oft er það sorglega um seinan. Það er eins og skilningurinn gleggist á vissum stundum og við sérstök tímamót. Til dæm- is ber jólahátíðin þann kyngi- kraft með sér, að menn sem alt árið hafa gengið hver fram hjá öðrum, sem væri þeir óviðkom- andi verur, finna alt í einu til andlegs skyldleika, — verður jafnvel hlýtt hverjum til ann- ars, ávarpa hver annan sem bræður væri, takast í hendur með innileik og bróðurhug, óskandi af öllu hjarta að gæði og blessun lífsins úthlutist öll- um í ríkum mæli. Þeir jafnvel renna huga sínum til dýranna og fuglanna, með sömu mildi og miskunarhug, og þessar til- finningar koma jafnvel fram í verkum þeirra ekki síður en orðum. Þannig áhrif hafa jólin á hugi mannanna, og er það sízt að undra. Sú hátíð er svo ná- tengd minningu höfundar kristninnar. Hans, sem flestar og fegurstar kenningar eftir- skildi mönnunum og varði öllu sínu lífi til þess að koma þeim í skilning um að þeir væri börn hins sama föður og þar af leið- andi bræður sem ekki ættu að hrifsa gjafir föðursins hver frá öðrum, heldur lifa saman í sátt og eindrægni og aðstoða hvern annan í blíðu og stríðu, og á þann hátt viðhalda og efla það guðsríki sem faðir þeirra hafði stofnað hér á jörðu og gefið ‘ þeim til yfirráða. En hvar er þá sigur Krists um kristinn heim, spyr eitt af okkar íslenzku skáldum, og heldur svo áfram: \ “Að kirkjum hans er enginn vandi að leita, en krossinn hans er orðinn einn af þeim, sem algerð þý og hálfa mann- dygð skreyta. Og heldurðu yfir hugsjón þessa manns og heimsins frelsi þessir kaup- menn vaki, sem fluttu milda friðarríkiö hans á fölva stjörnu að allra skýja baki? Þar komst hún nógu hátt úr hugum burt og hér varð eftir nógu tómur kliður, svo aldrei verði að æðri jólum spurt og aldrei komist friðarríkið niður.” | En friðarríkið kemst niður til vor, þó oss ef til vill finnist löng biðin, og það jafnvel þó að nokkrir eigingjarnir, sjálfs- elskir og grimmir einstakling- ar geri alt sem þeirra sjúka metorðagirnd og taumlausa valdafíkn blæs þeim í brjóst til þess að tefja fyrir þeim degi. Þeim er ofraun að stríða á móti eðlislögum náttúrunnar. Sá guð sem skapaði kærleikann, friðarhugsjónina og bræðra- þelið, verður þeim og þeirra hugsjónum ofjarl. Friðar ríkið er í nánd, — við sjáum bjarma

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.