Heimskringla - 19.11.1941, Page 6

Heimskringla - 19.11.1941, Page 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. NÓV. 1941 Sonur Öræfanna Hann hafði eigi aðeins notað sér vel skólanámið í Unalaska, heldur hafði hann lesið fjölmargt með þeirri fróðleiksfýsn, sem einkendi hina bezt siðuðu kynslóð. Fram- koma hans var látlaus og kurteisleg, sem — eins og Miss Moreland játaði — gat verið af feðrum fengin----------en þetta var brjál- semi. Hvernig hefði barn átt að geta bjarg- ast úr þeim háska, er hafði tortímt öllum hinum fullorðnu mönnunum? Það gat vel verið að Sam hafi litið hýru auga til Júní, en hann rauf aldrei samninginn sem þau gerðu með sér, og kunningsskapur þeirra óx og varð að ánægjulegri viðkynn- ingu. Þótt hann væri djúpúðugri, en hún fengi skilið, þá var hún samt sú er skildi hann best allra manna. Tvær persónur athuguðu viðkynningu þierra með mikilli áhyggju. — Önnur þeirra var Hillguard. Það var ætíð hætta á ferðum þegar ungur piltur og stúlka eru saman návistum og þarna — vegna þess hve ætterni hans var óvíst — gat þetta endað með skelfingu. Eina ástæðan fyrir því að Hillguard lét þetta afskiftalaust var sú, að hann bjóst við að Júní mundi bráðlega gift- ast Leonard. Þau voru sama sem trúlofuð, Júní hafði sama sem játað það sjálf. Það var því harla ólíklegt að hún mundi hætta við þennan fríða, unga mann og varpa sér í faðm þessa dökka villumanns frá öræfunum. Hinn maðurinn leit á kunningskap þeirra með illúðarsvip. Það var Leonard. Hann reiddist yfir höfuð yfir öllu, sem Sam var til góðs. Hann hafði ekki gleymt fyrstu fund- um þeirra á svölunum heima hjá Hillguard, og vegna kröfu Sams voru þeir óvinir frá upp- hafi. Leonard var venjulega mjög gætinn maður, en reiðin fór með hann í gönur þegar hann talaði um Sam við Júní. “Eg er fús til að gefa fjandanum það, sem hann á skilið, að honum sé gefið,” sagði hann með sinni þjálfuðu rödd, “en mér finst að við förum of langt í aðbúð okkar við þennan nýja eftirlitsmann. 1 fyrsta lagi veit eg ekki nema að það hafi verið rangt af okkur að láta hann borða við sama borð og við borðum við. Kynflokkarnir eru mjög aðgreindir, jafnvel í Alaska.” “Sam segir að hann sé hvítur maður,” svaraði Júní rólega, “væri það ekki einkenni- leg staðhæfing sé hún ekki sönn?” “Eg held að þú vitir varla hvað þú segir. Með þessu játar þú rétt hans til að erfa More- lands eignirnar. Þú virðist ekki hugsa mikið um mig eða hirða um hvernig fyrir mér færi ef kröfum hans yrði framgengt.” “Hvernig ætti það að gera þér nokkuð, Leonard? Það er ómögulegt að þú ágirnist neitt, sem þér ber ekki með réttu — og því væri svo farið, gæti hann sannað að hann sé Sam Moreland.” “Mér finst að þú berir of mikla umhyggju fyrir velferð haris. Þangað til að kröfur hans verða sannaðar — og eg veit að þær verða það aldrei, því að þær eru lýgi — held eg að réttast sé að breyta við hann eins og hvern annan Indíána, og leyfa honum ekki að snæða við sama borð og' við.” “Hefir Miss Moreland nokkuð á móti því?” “Ekki hefi eg heyrt hana minnast á það. Hann varpar ryki í augu hennar.” “Eg hefi ekki heldur neit á móti því — og þá er það atriði úr* sögunni, finst mér.” Reiðin blossaði í augum Leonards. “Þú ferð einkennilega að í þessum efnum, Júní. Eg ætla að vera hreinskilinn og segja þér eins og mér finst. Mér finst að það sé rangt af þér að gefa þessum drengsnáða svona undir fótinn eins og þú gerir — ganga með honum á þilfarinu og tala við hann tím- unum saman. Hann er ekki þinn jafningi. Þegar við göngum út frá þierri staðreynd að hann er kominn af lægri kynflokki, getur hann aldrei orðið jafningi þinn. Maður sem kemur með eins fáránlegar kröfur og hann gerir, er vís til alls. Þú veist ekki hversu hættulegt það er að hafa eins mikið saman við hann að sælda og þú hefir. Mig dauð langar til að skipa honum að skifta sér ekk- ert af þér og láta þig í friði.” Júní stóð á fætur. Hún spenti greipar til þess að hann sæi ekki hversu hendur hennar skulfu. “Eg ætla líka að vera hreinskilin við þig,” sagði hún náföl í framan, en í augum hennar leiftraði einkennilegur glampi. “Eg tilhéyri þér ekki ennþá, Leonard. Eg er ekki gift þér, og á meðan eg er það ekki vil eg hafa frelsi til að velja sjálf vini rnína.*’ Hann stamaði út úr sér afsökun. Hann fann að hann hafði gengið of langt, en það leið á löngu áður en kunningskapur þeirra komst aftur í samt lag. Skipið hafði siglt frá Seattle dag einn í maí mánuði til þess að komast til Bristols-flóans áður en laxveiðin byrjaði. Það var nú komið á bak við Van- couver-eyjuna, og júní fanst að það væri komið langt norður í óbygðirnar. Hana hafði aldrei dreymt um, að menn- ingin gæti horfið svona fljótt. Þarna sáust aðeins útverðir hennar, smá bæir á ströndinni og fáein skip, sem fóru fram hjá þeim á þessum höfum. Hún gat séð furutrén, sem uxu við harðan kost á ströndinni og gat greint fjallatindana í fjarska. Hún var á norðurleið. Loftið sagði henni frá því, eyðistrendurnar og næturkyrðii Hún var mjög næm fyrir áhrifum og hreifst af allri fegurð, sem opinberaðist henni í um- hverfinu, og með hjálp Sams tók hún að skilja þann anda er þarna ríkti. Hún sá með hans augum ströndina, eyjarnar og skerin eins og fáir hafa séð þetta fyrri. I fyrstunni furðaði hana á því hve vel hann sá. Hann sá og benti henni á þúsund atriði, sem hún aldrei hafði áður séð; fjarlægan foss, sem sýndist í fjarlægðinni eins og hvítur þráðarspotti hangandi í fjarlægu klettabelt- inu, en varð að freyðandi fossi er litið var á hann gegn um sjónaukann; falið fjallavatn, sem glitraði eins og silfurspegill, hind sem læddist milli runnanna er skipið skreið fram hjá, en brátt fór hún að horfa á hann í stað landslagsins. Hann sýndi henni Norðurland- ið. Hann var fulltrúi þess. Þegar bæjunum fækkaði og fannirnar í fjöllunum náðu næst- um því niður í sjó, varð sýnileg breyting á honum. Hann virtist verða æ því órólegri sem norðar dró. Augu hans breyttust. Þau tindruðu og urðu árvakrari. Hann virtist ætíð horfa og hlusta. Hann var henni mjög fjarlægur nú. Hann var kominn langt í burtu frá einmanalega og fyrirgefna dregnum, sem hún hafði hitt í fyrsta sinnið í Seattle. Þarna var eins og hann kæmi heim til sín. Hún vorkendi honum ekki framar og var eins og hálf hrædd við hann. Hafði Leonard rétt fyrir sér. Tilheyrði hann lægra kyn- þætti en hún sjálf, kynflokki sem hún gat ekki treyst. En þótt hann væri kannske villumaður, leit hann samt ekki út fyrir.að vera Indíáni. Hann líktist fremur ótömdu dýri en þessum sljóu mannræflum, Indíánum norðurfrá. En kvöld eitt sá hún sannleikann í þessu máli og brjóst hennar fyltist með- aumkun, með honum. “Himneskt!” hrópaði hún loksins. “Það geta aðeins verið litbrigði ljóss og skýja, en stundum held eg að það sé teikn frá guði sjálfum, er sendi það til þess að þeir, sem elska hann geti fundið unað í hjörtum sín- um.” Hái maðurinn við hlið hennar svaraði ekki og hún leit á hann snögglega. Hún vissi ekki að hann hafði ekki heyrt til hennar. Hann heyrði ekkert né sá, en starði á hið dýrðlega ljóshaf úti í sjóndeildarhringnum. Augu hans tindruðu og ljómuðu. Hvað sem hann sá þá hafði það hann á valdi sínu, svo að hjarta hans hætti næstum að slá. Hún horfði á hann með eftirtekt. Loks virtist hann að veita nærveru hennar eftirtekt og hann leit hægt á hana. “Sólin skín yfir öræfunum,” sagði hann með daufu brosi. “Eg — eg skil ekki------” “Það er bjart í vestri. Ekki þoka né grátt mistur eins og venjulega. Aðeins fá- ein ský, nógu mörg til að slá litbrigðum á sólarlagið. Hreindýrin leika sér í kvöld — , gömlu birnirnir vakna af vetrar svefninum — eg vildi óska að þú gætir séð f jöllin, hvern- ig þau verða rósrauð-------” Hann talaði svo hægt og með svo ein- kennilegum rómi að hún varð forviða. “Segðu mér það Sam, hvað alt þetta þýðir fyrir þig,” sagði hún. “Eg sá bara fagurt sólarlag. Hvað sást þú?” Hann dró andann djúpt. “Eg sá guð.” “Ó!” Hún leit feimnislega á hann. “Þú átt líklega við að hafa séð sönnun fyrir gjöf- um guðs. Gjöf fegurðarinnar. Það sá eg líka.” “Eg sá guð,” endurtók hann. “Eg sá guð sjálfan.” Hún starði stundarkorn á hann eins og hún væri flón, sem ekki gæti skilið orð hans. Loks skildist henni hvað hann átti við. Hún var trúuð í eðli sínu. En henni gramdist þetta ekki vegna þess að hún væri ofsafengin eða strangtrúuð. Það voru ekki einungis orðin, sem hann mælti heldur ástríðan sem lýsti sér í málrómi hans, ljóminn í augum hans, roðinn í vöngum hans. “Veistu að þú ert að guðlasta?” spurði hún. “Eg veit — ekkert. Eg get aðeins fund- ið til.” “Eg skal setja mér það mark og mið að frelsa sál þína.” Það var einkennilega sagt af ungri stúlku af þeirri kynslóð sem hún var. En henni fanst þetta miklu einkennilegra en honum. Þau voru bæði mjög alvarleg. Júní bjó yfit meiru en vini hennar og jafnvel föður hennar varði, og enginn mundi hafa skilið þetta nema móðir hennar, sem hafði verið mikil trúkona. “Heldur þú að sál min sé glötuð?” spurði hann alvarlega, “ef svo er þá ert þú ein; manneskjan, sem getur frelsað hana.” “Þú ert heiðingi. Það er ekki synd, held- ur ógæfa. Manstu hvað þú sagðir við mig fyrsta sinnið, sem við sáustum? Eg skil það betur nú en þá.” “Þú ert dóttir sólarinnar.” “Já, Sam. Á hvað lærðir þú að trúa þegar þú varst einn á ströndinni? Veist þú ekki að guð ræður fyrir sólinni? Guð, sem lætur sólina skína?” “Eg veit að til eru fleiri guðir. Guðir hatursins, dauðans, skelfingarinnar, tortím- ingarinnar, myrkursins, þrumunnar, eldfjall- anna og stormsins!” Hann hélt áfram með vaxandi ákafa. “Sólin er hinn góði guð minn. Hún hlýjaði mér þegar eg skalf. Hún gerði fjöllin björt. Hún sendi.Iaxinn upp í árnar.” “Sólin er bara eldhnöttur. Það hlýtur þú að vita. Það hlýtur þú að hafa lesið um.” “Já, eg hefi lesið um það, en eg gleymi því á slíku augnabliki sem þessu.” “Hefir þú nokkru sinni heyrt talað um Jesús?” Þetta var einkennilegt samtal milli svona ungra persóna. En hún talaði af mikilli al- vöru. “Eg las um hann í skólanum,” svaraði hann, “en eg hugsa að eg hafi verið of gamall þegar eg kom þangað — eg trúði þá á svo marga guði. Eg veit að hann dó á krossinum til að frelsa oss frá syndum vorum. En hvað kemur það við dauðans guði, sem býr í eld- ingunni? Eða guði óttans sem býr í myrkr- inu?” “En þessir guðir, sem þú talar um eru ekki til. Þeir eru bara náttúru fyrirbrigði, en á bak við þau öll er aðeins einn guð. Hlust- aðu nú á mig Sam. Þeir kendu þér ekki nóg í skólanum. Kendu þeir þér ekki það sem Jesús kendi? Það er kenning hans, sem þú átt að breyta eftir. Hún ein getur frelsað þig. Kenning hans er kærleikur, jafnrétti með mönnunum, auðmýkt og miskunsemi. Þú átt að elska náunga þinn eins og sjálfan þig, segir hann. Hann kennir oss að við eigum að gefa hinum fátæku — gefa alt þeim sem eru fátækir, og að hreykja sér ekki upp. Hann kennir oss að fylgja rödd hjartans og láta ekkert hindra oss að fylgja henni, og það eru bara þeir sem svíkja hann, sem láta leiðast af hatri og hefndargirni. Þetta er sú kenning, sem þú átt að trúa á og fylgja. Hún ein getur frelsað þig Sam. Ef þú trúir henni getur ekkert ilt hent þig.” “Eg vil gjarnan trúa þessu,” sagði hann þolinmóður, “guðirnir mínir eru bara guðir öræfanna og þegar sólin skín ekki finst engin huggun hjá þeim — bara skelfing og dauði. Guðirnir mínir kenna að mátturinn hafi ætíð rétt fyrir sér. Og þar sem eg er ekki mátt- ugur — og þar sem eg er fátækur — með blett á nafninu mínu, og þar sem eg gæti ekki upphafið sjálfan mig þótt eg gjarnan vildi — er kenning Jesú það, sem eg raun- verulega þarfnast. Hún hlýtur að hafa verið fundin upp fyrir fólk, sem eins er ástatt fyrir og mér.” “Með því að trúa henni og fylgja henni getur þú orðið hamingjusamur,” sagði unga stúlkan. Guðirnir þinir eru falsguðir, Sam Þeir geta aldrei fært þér sigur. Mátturinn er ekki sama og rétturinn. Hann er venjulega órétturinn. Ekkert er rétt nema kærleikur- inn. Það eru engir guðir, sem ráða fyrir skelfing og dauða.” “Eg skal reyna að trúa þér,” sagði hann, “en segðu eitt fyrst — trúir þú þessu ssjálf?” “Auðvitað-----” “Og faðir þinn trúir hann þessu? Og Miss Moreland?” “Já, þau eru kristin.” “Og lifa þau samkvæmt því?” spurði hann ákafur. “Að svo miklu leyti sem þau geta,” svar- aði hún hikandi. Hann brosti alvarlega. “Þetta eru góðar fréttir fyrir mig, Júní. Hversvegna? Vegna þess að eg heyri veikari flokknum til. Á móti mér standa máttug öfl — eg finn að þarna upp frá bíður mín óham- ingja. Það er mjög sannsýnilegt að eg þarfn- ist miskunnsemi þeirra — og göfugmensku þeirra — og kristilegs hjartalags þeirra.” 8. Kapítuli. 1 Bristol-flóanum hitti Sam einn af eftir- litsmönnum stjórnarinnar. Maður þessi hét Brúnn, og nú fyrst tók hann að verða var við og skilja til fulls þau vandamál, sem biðu hans. Hann hafði sjálfur sagt að sín biðu vandræði — og orð Brúnns virtust styrkja þann spádóm. “Þér þykir leiðinlegt að þurfa að segja yður það, Moreland, að það fólk, sem þér þurfið helst að hafa vakandi auga á, er fólkið sem þér þurfið að umgangast daglega,” sagði hann alvarlega. “Til allrar lukku mun Brad- ford og hans menn ekki verða yður til neinn- ar vandræða. Þeir fylgja lögunum út í hörgul. Þeim skilst að þeirra hagur er hinn sami og stjórnarinnar — að vernda viðhald laxins. Það eru keppinautar þeirra, sem verða yður örðugastir.” “Þér eigið við Morelands félagið?” “Mér þykir leiðinlegt að verða að játa að svo er. Já, eg á við það. Þeir hafa lagt inn á ranga braut. Fyrir fimtán árum, áður en Sam Moreland dó, var ekkert út á aðferðir þeirra að setja. Eftirlitið var ekki eins strangt þá, en hann setti sjálfur reglur, sem voru nægilegar. Hann var maður, sem horfði fram í tímann, og það var regla hans að láta nægilega mikinn fisk sleppa til að tryggja á- framhald fiskiveiðanna. Hann gerði enga til- raun tií að Ijúka við þær strax og hann var réttlátur við innfædda fólkið. Ef hann var faðir yðar eins og þér segið, þá hafið þér á- stæðu til að vera stoltur af honum.” “Eg er stoltur af honum,” svaraði Sam og augu hans sönnuðu þetta betur en orðin. “Félagið hefir breytt um stefnu eftir frá- fall hans, en einkum síðan Leonard St. John tók við stjórninni. Það er skylda mín að vera opinskár og hreinskilinn við yður og án tillits til viðskifta yðar og St. Johns. Hann virð- ist ekkert hirða um annað en Ijúka við lax- inn sem fljótast og hirða svo ekkert um hvað á eftir fer. Það verður yðar hlutverk að rann- saka hvert eg segi satt eða ekki. Legu neta hans og veiðikví og það, sem varðar meðferð- ina á fiskinum.” Sam kinkaði kolli, það var ekki fyrsta sinnið, sem hann hafði heyrt þennan orðróm. “Hefir hann nokkrar nýjar brellur?” spurði hann. “Nei, aðeins hinar gömlu en í miklu stærri stíl. Stjórnin leyfir honum að flytja út hálfa miljón kassa, af þeim meiga 70 af hundraði vera bezta tegund, en í fyrra var meira en 80 af hundraði bezta tegund fiskjar, sem er auðvitað aukahagur fyrir eigendurn- ar. Mismunurinn var 10 þúsund kassar og hálf miljón fiska. Með öðrum orðum, verri tegundin, sem hann kærði sig ekki um, var fleygt og látin rotna niður. Það var að eyða þeirri fæðu sem tilheyrir þjóðinni. Þegar laxinn verður eyðilagður þá svelta Indíán- arnir. Moreland, það er skylda ýðar að varð- veita fiskinn og dýraveiðarnar í þessum hluta Alaska. En það er tvöföld aflraun. Hafið þér nokkru sinni heyrt talað um sæoturinn?” “Já, alla æfi,” svaraði Sam. “Eg hefi séð hann og komist nálægt honum.” “Þá vitið þér kannske að bústaðir sæ- otranna voru næstum því eyðilagðir fyrir fimtán árum síðan. Saga sæotursins og Alaska er sama sagan — fyrst komu Rúss- arnir til að veiða hann og selja hið dýrmæta skinn hans í Kína. Er þeir seldu oss landið, var oturinn næstum eyðilagður og bráðlega, þótt of seint væri eins og venjulega, friðaði stjórnin otrana. Það mátti ekki drepa einn einasta otur. Að eiga sæotur skinn varðaði háum sektum og fangelsi. Afleiðing þessara laga var sú, áð sæoturinn tók að f jölga á ný. Það tók langan tíma, en þeim fjölgaði — þengað til í fyrra.” Hann þagnaði augnablik og Sam sá að þetta var Brún hjartans mál. Brúnn elsk- aði náttúruna og elskaði Alaska með öllu hinu ótamda dýralífi þess. “Var þá einhver sem drap otrana?” spurði Sam. “Já — og sá sem það gerði varð auðugur maður. Vitið þér það Moreland að skinnið af sæotur selst fyrir fimtán hundruð dali í London?” “Já, það má nú segja. Þetta er dýrasta skinn sem til er í heimi.” “Dýrin höfðu sezt að í víkunum hérna við flóann,” sagði Brúnn. “Eg þori að fullyrða að þau voru yfir hundrað að tölu. Nú er að- eins helmingurinn eftir. Eg ætla ekki að nefna neitt nafn,” sagði Brúnn hægt, “því í fyrsta lagi er þetta alvarlegt mál og ekki rétt að ákæra nema maður hafi sannanir í hönd- unum — og það hefi eg ekki, í öðru lagi álít eg að yður veitist auðveldara að veiða söku- dólginn þegar þér hafið eigi neina fyrirfram ákveðna fordóma gegn honum. Það gæti vel verið að eg leiddi yður inn á villustigu. Eg veit bara þetta að sjáið þér um að lögunum sé hlýtt hérna, einkum hvað sæoturinn snert- ir, þá stendur Alaska í slíkri þakklætisskuld við yður, að sú skuld getur aldrei orðið gold- in.” Brúnn leit á hinn unga umsjónarmann, á augu hans og varir og var ánægður. Sam tók til óspiltra málanna og vann að starfi sínu með árvekni og dugnaði. Hann hafði ýmislegt til síns ágætis, sem kom honum að góðu haldi. Hann var sjálfur veiðimaður, hann var mjög þróttmikill, hann hafði eigi alist upp við reglubundna lífshætti, og var á ferðinni seint og snemma og þurfti lítið að sofa. Hver einasta skepna var hans persónulega áhugamál. Þær voru allar gaml- ir vinir hans.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.