Heimskringla - 31.12.1941, Side 2

Heimskringla - 31.12.1941, Side 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. DES. 1941 SUNDURLAUSIR ÞANKAR Eftir Rannveigu Schmidt Ekki hélt eg, að eg ætti það eftir að ort væru ljóð til min .. . “það var eg hafði hárið” . . . en það er ansi langt síðan . . . og þarna kemur hann “Háseti” í Heimskringlu, blessaður mað- urinn, og hrósar mér á hvert reipi í fögrum og fáguðum hendingum . . . eg roðna og fer hjá mér — en mikið elska eg altaf lofið! Og ætli það verði ekki síðasta kvæðið, sem ort verður um mig, greyið . . . í sama póstinum fékk eg skammabréf um skrifin mín . . . og konan segir í bréfinu (þ. e. a. s. mig grunar, að kona muni hafa skrifað það, en bréfið var nafnlaust) . . . “eg var að lesa greinina þína um “snobbhátt” — og að þú skulir hafa þá frekju til að bera, að búa til slíkt viðrinisorð í íslenzkuna — en hversvegna líturðu ekki í eigin barm, því það er eg viss um, að þú ert sjálf erkisnobb”. . . . Svo mörg voru orðin og hvað skyldi eg nú sagt hafa til þess að koma henni í slíkan ham? Ætli eg hafi snert þarna við einhverjum kaunum? Það er ekki í fyrsta skifti á æfinni, að eg hefi fengið nafnlaus bréf . . . fyrirlitleg eru þau og sízt þess verð að taka nærri sér, karl minn . . . en eftir allar skammirnar í þeirri nafnlausu þá gladdi það mitt hjarta-tetur að lesa kvæðið hans “Háseta” . . . að þarna á eg traustan verndara “hinu megin við lín- una”. . . Guð laun, “Háseti” minn góður . . . og fegin o. s. frv. (ef það var þá ekki ein- hver önnur Rannveig, sem þú varst að yrkja um!) Nú fer nýja árið í hönd og margt verður það víst og stór kostlegt, sem við eigum eftir að upplifa á því ári . . . en svo við höldum okkur að smámunun- um, eins og vant er. . . Eg var að reikna út, að þessi skrif mín hafa nú komið í þremur blöð- um hér um bil í hverri viku síð- an í ágúst 1940 . . . að meðtali 700 orð á viku, en það verður samtals 50,400 orð í hverju blaði (meðallengd á skáldsögu, ef nokkur kærir sig um að vita það) . .. djöfullinn hirði annars allan útreikning — og þetta “hey” — Danskurinn segir “Hö” og hnykkir á orðinu — hefir aumingja fólkið lesið, án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér . . . það er engin vafi á því, að eg hefi til þess unnið að fá nokkur ósvikin skamma- bréf. Margt er minnisstœtt . . . krafturinn og kyngin í göml- um konum heima á Islandi. . . Oslo-fjörðurinn á sólbjörtum sumardegi . . . þegar ótal bátar sigldu þar hvítum seglum í gol- unni. . . Noregur var fagur þá, eins og hann er nú . . . norska þjóðin stolt og huguð þá, eins og hún er nú . . . en Noregur þá var frjáls... Að hún Anna Borg altaf sór og sárt við lagði þegar hún var krakki, að aldrei skyldi hún verða leikkona . . . og nú hefir hún árum saman verið íslandi til sóma á leiksviðum Danmerkur. ( Norðurlandamaður einn, sem við hittum á árunum í Los Angeles . . . hann var ekki norskur. . . Hann hafði gefið sig að blaðamensku alla æfi, en hann vanhagaði tilfinnan- lega um einn eiginleika, sem nauðsynlegur er hverjum góð- um blaðamanni ., . . kímnis- sansinn. . . Hann þóttist vera skáld og sýndi okkur kvæði eftir sig. . . Hefðum við hæg- lega getað tárast yfir kvæðun- um, ekki af hrifningu samt, heldur af meðaumkun með aumingja manninum, kvæðin voru svo léleg ... en hann hafði alveg ótakmarkað álit á sjálf- um sér. . . Við mintumst eitt- hvað á Knút Hamsun, að hann hefði fengið Nobel-verðlaunin, en þá sagði blaðamaðurinn okkar — og eg sver að þetta er satt — “er það ekki merkileg tilviljun, að ættin mín kemur upprunalega úr Guðbrands- dalnum í Noregi, sama dal, sem Knútur Hamsun er ættað- ur úr”. . . Leið yfir einhvern? Þegar við einu sinni á að- flutningsbanns-árunum vorum boðin í mikið snobba-gildi í San Francisco . . . þarna voru 70 manns samankomnir . . . allir klæddir með miklum í- burði . . . karlmennirnir með orður og konurnar glampandi, eins og jólatré, svo voru þær hlaðnar gimsteinum. .. Um sjö- leytið fengum við lélegan kvöldverð, og ræðuhöld með hverjum rétti. .. en ekkert vín. . . . Að loknu borðhaldi settust sumir við spilaborðin, en aðrir skröfuðu saman og reyndu að dylja geispana, sem best þeir gátu. . . Klukkan tólf opnuðust allar dyr og inn komu þjónar með stóra bakka og á bökkun- um voru há krystalglös . . . hýmaði nú yfir hverri hræðu ... maður lifandi, það var sann- arlega tími til komin að segja “samtaka” . . . var nú hverjum gesti boðið glas . . . en í glas- inu var — vatn. . . Eg skil það ekki Eftir Morris Rosenfeld Til himins lyfti eg höfði og horfi út í geim, sé grádökk skýin gráta. — eg græt með þeim. Eg seinna sjónum renni um svásan himinveg, og blessuð sólin brosir. — Þá brosi eg. Hví græt eg? Það er gáta, já, gáta unz eg dey. — Hví brosi eg? — Skýring skortir — Eg skil það ei. Eg hlusta á haustsins storma, mér hendur fallast læt; með nótt í hug og hjarta, — í hljóði græt. Er fuglar sælir syngja, á sumri halda þing, þá magnast vonir mínar. — Eg með þeim syng. Hví græt eg? Það er gáta, já, gáta unz eg dey. Hví syng eg? — Skýring skortir. — Eg skil það ei. Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi ar Björnson hafi komið um líkt leyti. Svo óska eg þér góðs og far- sæls nýárs og þakka þér fyrir Heimskringlu á liðna árinu. Kveðjur til landanna í Win- mpeg! Þórhallur Ásgeirsson TVEIR KOMUST AF BRÉ F 504 University Ave., S. E., Minneapolis, Minn., 28. des., 1941. Kæri vi-nur: Fyrir nokkrum dögum fékk eg sent að heiman nokkrar blaða-úrklippur og ræðu Björns Björnssonar frá Minneapolis í 'íslenzka útvarpinu, sem eg veit að þú munt gjarnan vilja sjá og birta í blaðinu þínu. Mér er skrifað að ræðan hafi vakið mikla athygli, og eins og þú sérð á blaðagreinunum, verð- skuldað lof. Það er gleðilegt fyrir Vestur-Islendinga, að hafa jafn góðann mann og Björn er, tala máli þeirra á Islandi, því hvar sem Björn kemur er litið á hann fyrst og fremst sem Vestur-íslending. Til dæmis, á Stúdentaballinu 1. des., varð hann að flytja kveðju Vestur- Islendinga, og á fundi á Akra- íesi nýlega varð hann að þakka fyrir ferfalt húrra-hróp fyrir Vestur-Islendingum með stuttri ræðu. Eg hefi fengið skeyti um, að íslenzka sendinefndin, sem var í Washington hafi komið heilu Á miðvikudagskvöldið 21. ág. 1940, var brezka vöruflutnings- skipið Anglo-Saxon, komið 500 mílur vestur fyrir Azore-eyj- arnar, á leið til Suður-Ameríku, 'með kolafarm. Það var ósléttur sjór, og nóttin var niðdimm; lág ský þeyttust fyrir vindi. Alt í einu kváðu við fjórir sprengihvellir, svo nánir hver öðrum, að þeir nærri því létu í eyrum sem einn hvellur, og hristu skipið frá enda til enda. 1 mílufjórðungs fjarska sást dökk þústa, sem nálgaðist óð- um; og fallbyssuskotin leiftr- Fyrsti stýrimaður, C. B. Denny, tók að sér stjórnina. Hann lét sér mest umhugað um hina særðu menn. R. H. Pilcher var mest særður; því brot úr sprengikúlu höfðu farið í gegn- um vinstra fót hans. Með að- stoð 3. vélarmanns Leslie Haw- kes, hreinsaði stýrimaður fót Pilchers með sjóvatni; og var hann svo borinn fram í skut bátsins. Fjórir menn aðrir voru særðir meira eða minna. Þegar búið var að gera við sár hinna særðu manna, ákvað stýrimaður, að reyna að halda í áttina til Leeward-eyjanna, 2800 mílur i opnum bát, 18 feta löngum! En þeir hlutu að leita í þá átt, því vindur og straumur voru þeim andstæðir hefðu þeir stefnt til austurs. Hinir ósærðu menn jusu bát- inrt, reistu upp mastrið og drógu upp segl. Að því loknu fóru þeir að athuga hvað í bátn- um væri af matvælum. Það reyndist vera 3 6-punda dósir af soðnu sauðaketi, 11 dósir af uðu. Fyrsta skothríðin drap alla sem voru á fram-þilfari á'soðinni mjó]k og 32’ pd. af “skips kexi; vatnsdunkurinn var rúm- lega hálfur af vatni — hér um bil 4 gallons. stjórnborða. Síðan dundi á skipinu smáskotahríð, sem sóp aði þilfarið alt. Það kviknaði í björgunar-bátunum; og út- varps-þræðirnir voru skotnir sundur. Tveir menn, sem krupu í hlé við stjórnpallinn, sáu að aðrir voru að hleypa niður báti, og hlupu þeir í hann ásamt hin- um. Þegar báturinn kom á flot rendu þrír menn sér niður kaðla og komust í hann; nær því samstundis bættust við tveir menn af báta-þilfari. — Skrúfa skipsins snerist enn af fullu afli, og lá nærri að hún myndi brjóta bátinn þegar hann drógst aftur með hlið skipsins, nokkur hundruð fet frá árásar-skipinu. Bátshöfnin öll fleygði sér niður í kjöl og þorði varla að draga andann. Nálægt Anglo-Saxon sáust nokkur Ijós, sem sýndust dansa á bárunum. Björgunar-flek- arnir! Árásar-skipið miðaði 1 John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. og höldnu til Reykjavíkur^yssum sinum á þá, og ljósin skömmu fyrir jól, og að Hjálm- j kurfu Flekarnir og mennirnir i sem á þeim löfðu, voru úr sög- lunni. Hinn hvíti armur rann- | sóknar-ljóssins teygðist út yfir ; Anglo-Saxon. — Eldkveikju- skeytum rigndi yfir útvarps- iklefann; enginn skyldi komast ;af, til að senda skeyti. Fram- istafn Anglo-Saxons lyftist því !nær lóðrétt, um leið og skipið |seig aftur á bak niður í hafið; en árásarskipið hvarf út í nátt- myrkrið. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta Skipshöfnin á Anglo-Saxon hafði verið 40 manns. Sjö af þeim voru enn á lífi; og lágu þeir um nóttina á botni bátsins. Þegar birti af degi var ekkert að sjá nema haf og himinn. Pilcher var hinn eini sem hafði náð nokkru með sér af skipinu. Hann hafði skegg- hníf, pund af tóbaki, tóbaks- pípu, starfsbók sína og bók með ritningargreinum — eina grein fyrir hvern dag ársins. Þessi þók var síðar notuð fyrir síga- rettu-pappír; en greinin var æ- tíð lesin áður en hún var soguð í sig með reyknum. En stýri- maður gerði sér skipsbók úr kápunni af starfsbók Pilchers. Til að telja dagana gerði hann skorur í borðstokk bátsins. — Menn fengu sinn fyrsta máls- verð um kvöldið kl. 6; það var ein kexkaka handa hverjum. Fyrsta drykk fengu þeir í sólar- upprás næsta morgun. Stýri- maður ákvað að hálf kanna af vatni kvölds og morguns, á- samt litlum sopa af mjólk yrði hinn daglegi drykkjar-skamt- ur. Sigling þeirra gekk greið- lega þangað til á sunnudaginn, að vindinn lægði, svo að bátur- inn gekk lítið. Allan þann dag mátti segja að þeir lægju í logni; og var sólarhitinn mjög[ sterkur. Kok þeirra voru þá þegar orðin svo þur, að þeim var ómögulegt að kingja kex- inu án þess að bleyta það fyrst. Pilcher og Morgan liðu meiri og meiri þjáningar. Fætur þeirra höfðu bólgnað svo mik- ið, að ekki varð hjá komist að taka af þeim umbúðirnar. Og þegar það var gert lagði hinn viðbjóðslega blóðeitrunar þef um allan bátinn. Kl. 6 skamt- aði stýrimaður vatnið; og sagði um leið: “Sunnudagsmatur. — Sauðakjöt til miðdegisverðar í dag.” Allir horfðu á hann með eftirvæntingu á meðan hann opnaði kjötdósina og skifti helming innihaldsins milli þeirra. Þeir borðuðu ketið hægt og seinlátlega, til þess að njóta sem bezt hvers munnbita. Það hresti þá betur en drykk- urinn. Næstu dagana þar eftir þoldu þeir miklar þjáningar. Þá var blíðalogn og sólarhitinn steikjandi; svo að ef þeir leit- uðu sér skýli undir tjaldinu, sem þanið var yfir bátinn, fanst þeim að þeir væru inni í ofni. Þorstinn kvaldi þá mjög; því svitaholurnar, sem fengu enga vætu að innan til útgufunar, lokuðust alveg, skinnið stikn- aði og skorpnaði og munnvatn- ið hvarf. Hálf kanna af vatni að morgni drukkin með áfergi, var eins og dropi á þerriblaði. ósærðu mennirnir jusu sjóvatni yfir hina særðu og fóru síðan sjálfir utanborðs; gættu þess þó að halda andlitinu upp úr sjónum, svo þeir freistuðust ekki til að drekka hann. Lík- amir þeirra drógu vatn í sig, gegn um svitaholurnar, og vatn kom aftur í munn þeim; en það var aðeins stundarfróun. Að kvöldi hins sjöunda dags, hélt stýrimaður “lotterí”, til að hressa hug þeirra. Sjö dagar 9.—15. sept. voru ágizkaðir, nefnil. að einhvern þeirra yrði þeim bjargað, eða að þeir næðu landi. Nöfn mannanna voru svo rituð á pappírsmiða, þeim bringlað í húfu Pilchers og matreiðslumaður látinn draga einn og einn miða. ' Þeir sem töpuðu áttu að kaupa þeim sem vann eins marga drykki eins og hann gat torgað. “Lotterí” þetta bar góðan árangur. Menn töluðu hávært, í hásum og rámum rómi, um það dagatal sem þeir höfðu dregið; og þeg- ar þeir lögðust til svefns voru þeir enn að rökræða um það efni. Næsta dag var hvast og ilt í sjó. Þeir sigldu hraðbyri og fengu talsverða ágjöf, en eng inn hirti um það. Og all-glaðir lögðust þeir til hvíldar, jafnvel þó búast mætti við ágjöf um nóttina. Þeir sögðu hver öðr- um, í rómi rámum af þorsta, að þetta væri síðasti spretturinn. En þeir gátu þó ekki sofið; því Pilcher var með óráði, og hló hátt, söng eða skammaði á mis. Að morgni kom þeim saman um, að lífi hans yrði ekki bjarg- að án þess að taka fótinn af honum. En hið eina áhald sem þeir áttu kost é til þess var öxi ein, bitlaus og ryðguð; og þeir höfðu hvorki sóttvarnar- eða svæfingar meðul. Pilcher var þá með öllu ráði, en mjög máttfarinn. Hann samþykti þessa uppástungu, með hraust- um huga. En þegar til athafna kom brast stýrimann hugrekkj til þess. “Reyndu að þola það, drengur minn,” sagði hann. — “Okkur verður áreiðanlega bráðum bjargað; og þá kemst þú í læknishendur.” Pilcher brosti dauflega og lét augun aftur. Þegar honum var færð- ur vatns-skamturinn, sagði hann þeim að gefa vatnið ein- hverjum sem þyrfti þess meira við. Hann andaðist, hægt og rólega, kl. 8 næsta morgun. Menn horfðu, efablandnir, hver 'á annan. Svona fljótt! Það var ómögulegt. Eins og mátt- vana stóðu þeir í kring um lík- ið; yfirbugaðir af hugsuninni um hina snöggu atlögu dauð- ans. Með fáum og hægum orð- um gaf stýrimaðurinn skipanir um það sem gera skyldi. Tveir menn lyftu líkinu yfir borð- stokkinn og létu það síga niður í hafið. Ekkert var til að vefja það í, og ekkert til að draga það niður. Það barst burtu á bárunum; og þeir höfðu gætur á því, meðan þeir gátu séð það. € IT LIKES YOU Ellefta daginn varð stýri- maðurinn veikur innvortis; hann fékk uppköst og sárar kvalir í magann. Andlit hans varð rautt og afmyndað af kvölum; og hörundið, sem þó var mjög sólbrent, varð náfölt. Með rithönd sem varla var læsileg, skrifaði hann síðustu línurnar í skipsbókina: “Uppá- stungur um matforða í björg- unarbátum: Að minsta kosti tveir dunkar af vatni, niður- soðin aldin, svo sem perur, apricots etc.” Þann 4. september var stýri- maðurinn svo veikur að hann megnaði varla að hreyfa sig; og hann gat ekki gefið fyrirskip- anir. Um hádegi þann dag drukku þeir síðasta sopann af vatninu. Litlu síðar lagðist báturinn flatur fyrir vindi; því enginn var við stýrið. Penny, sem var nýbúinn að taka við stjórn, flaut á bárunum góðan spöl frá bátnum; og það var á- rangurslaust að reyna að ná honum. Tveir dagar liðu enn, án þess að dropi kæmi úr lofti. Og eins og til þess að full- komna vandræðin, skolaði ald- an stýrinu frá bátnum; eftir það var ár notuð til að stýra með. Eftir nokkurra daga legu brölti stýrimaðurinn upp á oln- bogana og reyndi, með sínum bólgnu vörum, að segja: “Eg fer fyrir borð; hverjir koma með mér?” “Eg skal koma,” sagði Leslie Hawkes. Stýri- maðurinn rendi augum sínum til hinna, en þeir aðeins hristu höfuðin, allir sem einn. En þeim ógnaði það sem var að gerast; og þeir litu ekki augum af hinum tveimur sjálfdæmdu mönnum. “Bíddu eina mínútu,” sagði Hawkes nærri því glað- lega, “eg ætla að fá mér ofur- lítið að éta og drekka.” Hann tók sér þá sjóvatn í könnu og drakk það með áfergi; síðan bleytti hann kex-köku í vatn- inu og át hana. Stýrimaðurinn dróg innsiglis-hring af fingri sínum og rétti hann að Widdi- combe, með þessum orðum: — “Af hentu móður minni hann, ef þú bjargast. Og haldið þið áfram að stefna í vestur.” — Svo bröltu þeir báðir yfir á borðstokkinn. Skvettir heyrð- ust..... Enn voru þrír menn á lífi; en þeir höfðu ekkert lífsviðurværi. Þeir höfðu ekkert vatn, og án þess var kexið þeim ónýtt. — Morgan var næstum altaf al- gerlega sinnulaus; og Tapscott og Widdicombe voru svo mátt- farnir, að þeir gátu ekki stýrt lengur en einn klukkutíma i senn. En þeir vildu halda líf- inu í lengstu lög; og fóru sem varlegast með þá litlu krafta, sem þeir enn áttu. Einn morgun reis Morgan á_ fætur frammi í skutnum, þar sem hann hafði legið um nótt- ina, og sagði, í skýrum ^og kæruleysislegum rómi: “Eg held að eg gangi norður eftir götunni og fái mér drykk. Hann gekk rösklega aftur eftir bátnum og steig yfir borð- stokkinn. Þegar hann kom aftur í ljós, hafði báran skolað honum nokkuð frá bátnum, hann hreyfði sig ekki og gaf ekki hljóð frá sér. Tapscott og Widdicombe störðu hvor á ann- an. Af sjö mönnum sem kom-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.