Heimskringla - 31.12.1941, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 31. DES. 1941
Sonur Öræfanna
“Eins og í draum. Það er það sem þetta
er. Draumur, sem aldrei var veruleiki. Sam
eg hætti við þig þó að eg trúi þér, og þrátt
fyrir--------”
“Ást þína á mér?” Hann stóð á fætur og
horfði í augu hennar. “Var það þetta sem þú
ætlaðir að segja?”
“Eg veit það ekki — eg hugsa það. Eg
veit að eg óska að tilheyra þér meira en eg
hefi óskað nokkru sinni eftir nokkru. Við
skulum nú segja hvort öðru aðeins sannleik-
ann. Þegar eg sá þig hjá Olgu — gömlu
Indíánakerlingunni — gat eg ekki leynt það
fyrir sjálfri mér. Sleptu hendi minni Sam og
þá skal eg segja þér það alt. Mér er það ljóst
hvaða tilfinningar eg ber í brjósti til þín. Þú
ert kominn inn í huga minn og eg get ekki
lokað þig úti. Þegar þú ert hjá mér, þegar
eg sé augu þín, finn þrá þína eftir mér — get
eg ekki staðist á móti þér. Eg get ekki að því
gert að eg elska þig, hversu fegin, sem eg
ekki vildi.”
“Og því skyldir þú ekki vilja það?”
“Heimsins vegna. Alt fólk mun segja að
þú sért kynblendingur. Almennings álitið er
sterkara en þú heldur.”
“Það er vald Satans,” sagði Sam alvar-
lega. “Það er vald vítisins.”
Hún starði á hann örvæntingarfull. Ofsi
hans skelfdi hana, en brátt hélt hún áfram
með játningu sína.
“Eg veit hvað satt er um ástand mitt, en
það er ennþá ekki of seint að frelsa mig,”
sagði hún. “Eg verð hamingjusöm með
Leonard. Eins hamingjusöm og flest annað
fólk. Eg mun hugsa um ást okkar eins og
draum, sem aldrei gat ræst. Þetta er líka
þér sjálfum fyrir bestu — þú getur dvalið hér
norður frá, þar sem vinir mínir geta hvorki
sært né móðgað þig. En á meðan við dveljum
hér skulum við hittast sem minst. Ef þú
tækir mig í faðm þinn mundi það eyðileggja
framtíð okkar beggja, þessvegna vil eg ekki
gefa þér leyfi til þess, Sam, þótt mig langi
til að þú faðmir mig. Nú hefi eg sagt þér
sannleikann. Alt skal vera um garð gengið
okkar á milli.”
Fyrir utan gluggann breiddi Beringshaf-
ið sig með sínum köldu, gráu bárum og Sam
fanst eins og hann sykki enn þá einu sinni í
djúp þess.
“Það var þá ekki satt sem þú sagðir um
borð í skipinu?”
“Nei, ekki nema að sumu leyti.”
“Að gefa hinum fátæku, það var kenning
Krists. Auðmýkt og miskunnsemi og að
elska ráungann eins og sjálfan sig. En þér
var þetta ekki alvara, eða hvað? Orð, tóm
orð, að maður eigi að fylgja boðum hjartans
og láta ekkert hamla því.”
“Tóm orð,” sagði hún. “Þegar tími
reynslunnar kemur, getum við eigi fylgt
þeim.”
“Þú sagðir að ef eg tryði þeim og lifði
samkvæmt þeim mundi eg finna hamingjuna.
Eg mundi verða kristinn maður eins og þú
og faðir þinn. Þetta var alt hræsni, Júní, þú
ættir að skammast þín.”
Hún eins og hörfaði undan ásökunar
hreimnum í rödd hans.
“Og það er heldur ekki satt um þennan
mikla kærleika guðs,” sagði Sam kuldalega
og fyrirlitlega.” Hann sem blessar þá auð-
mjúku og fátæku — það er bara þjóðsaga.”
“Nei, þetta mátt þú ekki segja,” sagði hún
óttaslegin. “Hann er okkar eina von. Við
getum ekki séð hann og gleymum kannske
boðum hans, en hann gleymir okkur aldrei.
Því máttu trúa Sam og um það máttu aldrei
efast. Án hans mundum við deyja.”
“Þá verðum við að deyja. Hann er ekki
til.” Sam hristi hægt höfuðið. “Og nú er þá
öllu lokið okkar á milli.”
“Já, svaraði hún náföl, “bólan er brostin
og við megum hvorki tala um það né hugsa
um það framar. Þessa stund sem eg á eftir
að vera hérna skulum við finna ánægju í því
að vera félagar og gleyma þessu.”
“Eg get engu gleymt. Okkur hérna á
norðurvegum dreymir aðeins einn draum og
honum fylgjum við til hinstu stundar. Lof-
orð mín svík eg aldrei. Ekkert getur breytt
þeim.”
“Segðu mér það í síðasta sinni,” hvíslaði
hún og lagði hendina í lófa hans.
“Eg elska þig og skal vera þér trúr alla
mína æfi.”
Þetta voru mikil og stór ummæli, og af
vörum þessa unglings voru þau mjög átakan-
leg. Án þess að mæla neitt framar fór hann
frá henni, en hún stóð með saman hnýttar
hendurnar og hlustaði á skóhljóð hans.
“Eg elska þig, eg elska þig,” hvíslaði |
I hún. “En eg hefi ekki hugrekki til að standa
við það.”
Út um gluggann sá hún hann ganga með
ströndinni, sem háar bárur brotnuðu við. Hún
gat séð hann, en ekki gat hún séð hugsanir
hans.
Sólin var að ganga til víðar. Hinn rauði
eldhnöttur var eins og logandi bál. Hann gat
ekki horft gegn því, það blindaði augu hans.
Þetta var bar sólin — en þegar hann
sagði þetta með sjálfum sér, heyrðist honum
eins og orðin þrumuðu í eyrum sér. Sólin!
Sólin!
Hann rétti sig upp og stóð teinréttur.
Hugur hans var einkenniLega á reiki og reyndi
hann árangurslaust að stöðva hann — —
hvað hafði honum verið sagt. Sólin var bara
stór stjarna, sem jörðin snerist um, eitt af
handaverkum guðs.
Hún var í mesta lagi vottur um mátt
guðs------en hún skein yfir fjöllunum. Hún
kallaði laxinn upp í árnar. Hún rak hina illu
anda næturinnar á flótta.
Illir andar! Því þá að hugsa um þá?
Hann átti að gelyma þeim. Júní sagði að
þeir væru ekki til. Ofviðrið, eldingin og
steypiregnið — öll þessi máttarvöld, sem
drápu og eyðilögðu, voru bara náttúru öfl.
Það var bara til einn guð. Guð kærleikans.
Það hafði honum verið kent í skólanum og
það sagði Júní honum.
Skyndilega skýrðist hugsun hans og
ruglingurinn hvarf. Hann hafði altaf haft
rétt fyrir sér, en Júní rangt. Haijn þekti
þennan náungans kærleika. Hann hafði séð
dæmi hans. Hræsni og lýgi! Gefa hinum
fátæku. Hann vissi hvað guð gaf fátækling-
unum! Hann hafði séð máttinn sigra. Hann
hafði verið svikinn og táldreginn. Ef nokkur
guð réði fyrir sólinni þá var það guð haturs-
ins.
En samt hlaut að vera til góður guð.
Fyrir blessunarrík áhrif hans glitraði Pavlof-
tindurinn eins og hann stæði í ljósum loga.
Það var guð sem menn gátu séð með eigin
augum og þurftu ekki neina presta til að
lýsa. Það var áþreifanlegur guð úr sjáanlegu
efni, glitrandi, gullbjartur og fagur svo að
engin orð fengu því lýst. Enginn gat horft á
hann án þess að sortna fyrir augum. Hann
gaf líf. Hann hélt lífinu við. • Hann barðist
við dauðann. Hún sagðist vera guð kær-
leikans, en þetta var hinn eini og sanni guð
kærleikans — ekki kærleika sem aðeins var
hugsandi, heldur urðu hlýjan, ástin og koss-
arnir til fyrir geisla hans. Hann lét grasið
gróa á túndrunum. Hann lét banvænan vetr-
arkuldann hverfa og þýddi snjóbreiðurnar.
Hann braut á bak aftur hina illu vætti myrk-
ursins og rak skuggana á flótta.
Er hann skein á heiminn voru menn
lifandi, þeim var hlýtt og þeir voru djarfir og
glaðir, eins djarfir og kraftar þeirra leyfðu
þeim að vera. Þetta var guð, sem blessaði
hinn djarfa og sterka og spottaði hinn raga
veika. Sam var ekki lengur rólegur. Róin
er einkenni bæjarbúanna — sem eiga heima
langt frá sólinni.
Þvílíkt fólk gat verið rólegt og tilbeðið
þá köldu guði, sem það þóttist trúa á. Þvílíkt
fólk lifði ekki í raun og veru. Sam hafði sjálf-
ur verið kaldur eins og steinn í bæjunum, en
nú bólaði gereyðingareldur í hjarta hans.
Hann var ennþá fölur, en hann var ekki leng-
ur örvæntingarfullur. Augu hans tindruðu
með einkennilegum ljóma, sem Júní hafði
aldrei séð, en minti á augu ýmissa villudýra á
öræfunum. Vöðvar hans voru stæltir. Hann
var sannur sóldýrkandi á þessu augnabilki.
Maður sem af hendingu hafði gengið
fram hjá honum hefði bara séð fölan ungling,
sem gladdist yfir hinu fagra sólsetri. En
Sam sá eigi aðeins fegurðina. Honum fanst
hann vera snortinn af guðsandanum og bless-
aður af guði sjálfum. Hinn mikli eldhnöttur
seig niður í sjóndeildarhringinn. Skýin urðu
fjöllituð og vörpuðu ljóma sínum á hafið svo
að gráar bylgjur þess urðu rauðar eins og
blóð.
Blóð! Þetta var blóðguð með ólgandi,
ótamið blóð í æðum sér. Það var veiði og
víga guð, sem veitti hinum sterka að málum
er hann úthelti blóði lítilmagnans.
En fyrst og síðast var þetta guð öræf-
anna. Og nú hvarf hann bak við hinn forna
dvalastað Sams, fimtíu mílum vestar, en hann
var nú. Hann virtist dvelja þar, og settist
sú hugsun að í huga unga mannsins og kom
honum til að byrja á nýjum hugsunum.
Ákveðin hugmynd settist að í huga hans.
Þetta var guð aflsins, ekki máttlaus guðdóm-
ur, er var ófær um að neyða mennina til að
breyta eftir boðum sínurn að elska hverjir
aðra. Menn töluðu fögur orð um hann, en
óhlýðnuðust boðum hans jafnframt því, sem
þeir lofuðu hann. Svoleiðis var guð hvítu
mannanna. Sam, sem var hreinskilinn í ást
og hatri, leit svo á að sólguðinn héldi hendi
sinni yfir hinum máttuga og sterka, en gerði
hina huglausu og lítilsigldu að þrælum.
Hann leit á hendur sinar. Einkennileg
tilfinning greip hann, tilfinning sem að sumu
leyti var hrifning, en að sumu leyti undrun.
Þetta voru fallegar hendur, en harðar eins og
járn og hraðar eins og oturinn í snúningum
sinum. Frá höndunum hvarflaði hugsun
hans til hinna sterklegu handleggja hans, en
afl þeirra höfðu mjög fáir menn reynt til
fullnustu, síðan til breiðra herðanna. Var
hann einn hinna veikbygðu? Átti hann að
verða bráð hinna stexku — þeirra máttar-
valda, sem í dag höfðu reynt að undiroka
hann? Hafði hann gleymt því, sem hann
hafði að erfðum tekið. Hafði hinn góði guð
gefið honum gjafir sinar til þess að hann
varpaði þeim á glæ?
Hann fékk nú annað teikn. Hann sá rjúpu
koma fljúgandi gegn um hálfrökkrið og sitj-
ast á þúfu eina. Það var skrautlegur rjúpu-
steggi með fallegar fjaðrir. En samt stökk í
sömu andránni á hann hreysiköttur, sem var
miklu minni, og drap hann.
Þetta var alt saman skýrt fyrir hugar-
sjónum Sams. Hann furðaði sig á því að
hann hefði látið blekkja sig svona. Hann
hafði altaf þekt sannleikann og hann ætlaði
sér ekki að gleyma honum aftur.
Hann hélt leiðar sinnar og gekk hart til
baka. Svo létt var fótatak hans að hann gekk
næstum yfir vatnspóa, sem lá ,þar í hreiðri
sínu í grasinu. Hann fór snemma í rúmið og
dreymdi marga og skýra drauma.
13. kapítuli.
Næsta dag vann Sam að vélabátnum sín-
um. Hann keypti ýmsa hluti í þágu útgerðar-
innar. Hann fór snemma að sofa og reis
snemma úr rekkju næsta morgun. Það var
bjartur og fagur dagur. Sólin skein hátt á
bláum himninum, hvergi sást ský. Sólgeisl-
arnir voru hlýir. Þetta var einn hinna feg-
urstu daga, sem Sam hafði nokkru sinni séð
við Beringshafið. Hann fann til himinlifandi
gleði. •
Klukkan tíu fór hann að finna Júní. —
Hann brosti þegar hann mætti henni. Hún
tók eftir því að hann gekk léttilega án þess
að nokkuð skóhljóð heyrðist, en það var
ekkert óvenjulegt. Hann hvarflaði oft að
venju æskuáranna. Og ef augu hans tindr-
uðu á óvenjulegan hátt, þá tók Júní ekkert
eftir því.
/“Það er dásamlega fagurt veður í dag,”
sagði hann. “Hafið er eins og spegill. Eg
ætla að fara í vélabátnum til að líta eftir
otrinum meðfram ströndinni. Langar þig til
að koma með mér?”
Það birti yfir svip ungu stúlkunnar. —
Henni þótti fjarska gaman af að fara á sjó
með Sam. Þau voru þá ætíð bestu vinir, er
þau fóru í slíkar ferðir. Hann gat gert hvaða
sjóferð sem var að yndislegasta æfintýri, af
því að hann þekti landið og þjóðina til hlítar.
Er hún var með honum sá hún Alaska sem
aðeins fáeinir kunnugir menn geta séð það.
“Hvenær kemur þú heim?”
“Um sólseturleytið.”
Hann sagði þetta á einkennilegan hátt
eins og orðin hefðu einhverja sérstaka merk-
ingu fyrir hann, en ekki fyrir hana. Hvenær
gekk sólin til viðar á öræfunum? Hvenær
mundi vald hennar líða undir lok og guð
hvítu mannanna sitjast að völdum?
Júní horfði út yfir hafið, sem var baðað
í sólskininu. Henni var heitt, hún var glöð
og langaði í æfintýri. Hið unga blóð hennar
sauð í æðum hennar. Faðir hennar mundi
varla samþykkja að hún færi með honum,
vegna þess að með því legndi hún þann híma,
sem hann hafði lýst yfir að væri endaður, en
það gat tæplega verið neitt ljótt í því að bæta
við einni minningunni ennþá til að flytja
heim með sér til menningarinnar.
“Mig langar mjög til að fara með þér,”
sagði hún. “Hvenær leggjum við af stað?”
“Strax og þú getur. Hefir þú nokkuð
sérstakt fyrir stafni?”
“Eg hefi ekki borðað morgunverð enn-
þá.”
“Eg hugsaði að við gætum borðað um
borð í bátnum. Það væri skemtilegt. En ef
þú vilt heldur bíða---”
“Nei, það væri gaman að snæða morgun-
verð um borð. Eg hleyp nú inn og segi Miss
Moreland frá þessu.” Hún brosti kankvis-
lega. “Pabbi er til allrar lukku ekki heima.
Annars hefði eg neyðst til að ljúga.”
Miss Moreland var önnur kafin og heyrði
bara um að hún ætlaði að sigla eitthvað.
Augnabliki síðar kom Júní út.
Væri ekki best að þú hefðir yfirhöfnina
þína með þér?” spurði Sam. “Það getur verið
svalt út á hafinu, enda þótt veðrið sé svona
gott.”
“Þessi föt eru úr ull, og eg er orðin vön
kuldanum hérna í Alaska. Eg er heldur en
ekki svöng, skal eg segja þér, Sam.”
Þau hlupu eins og börn niður bryggjuna
og stukku hlægjandi niður í vélabát Sams,
sem hét “Drotningin”. Hann setti vélina af
stað, og fáum agnablikum síðar rendu þau út
úr höfninni.
Er þau komu út úr höfninni blés um þau
. hægur andvari, en hvorugt þeirra var sjó-
veikt og hirtu þau því ekkert um það. Júní
fór strax niður til að sjá hvað til væri af gleði.
Þetta var í raun og veru hið yndislegasta
æfintýri. Það minti hana á hvernig hún
hafði leikið sér þegar hún var barn, og þar
sem hún hafði ennþá, þótt í leyndum væri,
gaman af að leika sér að brúðum, varð hún
himinlifandi glöð yfir litla eldhúsinu. Henni
I var unun af að horfa á hin fægðu eirker er
^tóðu í hillunum og glóðu eins og gull. Hún
furðaði sig á hreinlætinu, sem ríkti þar. Sá
sem sá það gat ekki ásakað Sam um að hafa
Aleutinga blóð í æðunum. Því hversu marg-
ar dygðir, sem þeir hafa til brunns að bera,
verða þeir þó aldrei lofaðir fyrir þrifnað.
Sam lét hana sjá um þetta en stýrði sjálf-
ur bátnum. Hún bjó til súkkulaði, skar brauð
niður og opnaði krukku með sætu ávaxta-
hýði. Hún hitaði upp hænu unga, sem lá þar
á diski, og þegar hún var búin að elda matinn,
átti hún þá ánægju eftir að borða hann, með-
an skiftust þau á að stýra bátnum. Þau hlógu
og töluðu um alt mögulegt, og Júní grunaði
ekkert um hina minstu hættu.
Eftir að þau höfðu borðað settist hún
hjá Sam. Hún hló og gerði að gamni sínu og
tók ekkert eftir hvert þau sigldu. Sam fylgdi
ströndinni í suðvestur — stefndi á hinn fjar-
læga odda Alaska skagans — en hún tók
ekkert eftir því. Hún var að hugsa um ann-
að, sem hún sá á sjálfri ströndinni.
Þetta var í fyrsta skiftið sem hún sá
vesturströnd Alaska nærri sér. Hún hafði
séð hana í fjarlægð af skipinu, sem hún kom
á. Nú gat hún séð fjöllin. Leyndardómsfull
• og snæþakin fjöll, feikilega há.
Fyrst grænar sléttur og hlíðar og yfir
þeim hvítir tindarnir. Djöflatindar sagði
Sam að þeir hétu. Þetta voru ekki klettar
sagði hann henni heldur guðir, og henni lá
við að trúa þvi.
Það var ekki nema eðlilegt, að þeir væru
svona hvítir og þögulir og einmanalegir. En
hvaðan stafaði þessi djúpa einvera þeirra,
leyndardómshjúpurinn sem lá yfir þeim og
draumblærinn? Hversvegna voru tindarnir
eins hvassir og á málverki? Því voru dal-
irnir svona dimmir og djúpir og svartir, björg-
in svona þverhnípt, lækirnir svona straum-
harðir og mótsetningarnar svona ákveðnar?
Jarðfræðingur mundi auðveldlega hafa
útskýrt fyrir henni með því að þetta væru
ung fjöll, sem tönn tímans hefði ennþá ekki
sorfið niður og máð hinar hvössu brúnir. En
málið var ennþá leyndardómsfyllra en þetta.
Þetta var heimur, sem til var áður en mann-
kynið var til. Hið ótamda land í sinni hrjúf-
ustu mynd.
Júní leit ekki lengi á Sam. Hún var eins
og heilluð af landinu. Er hún loks leit á
hann, sá hún að einkennileg breyting hafði
gerst á svip hans. Hann var ekki lengur
unglingslegur leikfélagi hennar. Henni fanst
snöggvast að hún sæi bráð ókunnugan mann.
Það var kuldasvipur í augum hans. Hann
virtist vera í villumannlegu samræmi við
öræfin uppi á ströndinni.
Skyndilegur ótti greip hana, óskiljanleg-
ur og óstjórnlegur. Hann sá óttasvipinn í
augum hennar og breyttist á svipstundu.
Hann brosti að henni.
“Hvað var þetta? Hvernig stóð á því að
þú varst svona?” spurði hún og saup hveljur
af hræðslu.
“Eg veit ekki hvernig eg var Júní, svo
eg get ekki sagt þér það. En þú getur skilið
að þetta land geymir margar minningar min-
ar. Nú erum við komin nálægt tanganum,
sem er ysti oddi Alaska. Það er sporður
heimsins, takmörk mannlegs valds og yfir-
ráða. En eg á þar heima. Það er eina heim-
ilið, sem eg í raun og veru hefi nokkru sinni
átt. Sjáðu mosann þarna í fjallshlíðinni.
Hann er nógu glæsilegur álitum. Þegar mað-
ur sér hann héðan, sýnist hann vel fallinn til
að liggja í honum og sofa — en það er alt
annað þegar maður kemur þangað upp. Hann
er fullur af gildrum sem menn hafa lagt —
og fjöllin á bak við. Þar er alt af stormur.
Og hinir þögulu dalir.”
Fyrir augum ókunnugra var þetta ekk-
ert annað en eyðiströnd, en hann sýndi henni
að hún var krök af lifandi verum. Fyrst kom
refurinn, veiðimaður öræfanna. Hann skokk-
aði eftir ströndinni. Sam hrópaði eitthvað á
Aleutinga máli, sem Júní skildi ekki. Svo
komu hreinarnir, er í hennar augum voru
litlir, gráir blettir í fjarlægri sléttunni.
Hún gleymdi tímanum. Þessi sigling
var svo skemtileg. Þau höfðu farið fram hjá
ótal mörgum klettum og séð fjölda mörg dýr
og fugla, en ennþá höfðu þau ekki hugsað
til heimferðar. Skyndilega sá hún skugga
sinn á þilfarinu.
Hún varð forviða. Hún leit á sólina og sá
að hún var komin langt í vestur. Hún leit á
úrið sitt. Klukkan var sex.
“Getur þetta verið,” sagði hún.