Heimskringla - 31.12.1941, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
WINNIPEG, 31. DES. 1941
ust frá Anglo-Saxon voru að-
eins þeir tveir eftir.
Um hádegið þann dag kvöld-
ust þeir svo mikið af þorsta, að
Tapscott þoldi ekki við; svo
hann drakk sopa af sjóvatni.
En undir eins á eftir fékk hann
uppsölu-spennur miklar; og lá
síðan lengi hreyfingarlaus. —
Widdicombe hafði einnig sára
verki innvortis; lá flatur og
velti sér á botni bátsins, kreisti
hendur að maga sér, og öskraði
út úr sér beiskyrðum. Sólin
lækkaði á lofti og þá dróg úr
hitanum; og um leið hægðist
þeim nokkuð, og lágu þeir um
nóttina í einskonar dvala. Þeg-
ar sólin kom upp, næsta morg-
un, vissu þeir að vísu að dagur
var kominn; en þeir vissu lítið
annað. Báturinn lá ferðlaus í
logninu. Tapscott reis á fæt-
ur letilega. “Fjandinn hafi
það alt,” sagði hann, “eg ætla
að stíga fyrir borð. Kemur þú
•með mér?” Widdicombe kink-
aði kolli til samþykkis. Hann
steig fyrir borð; en hélt þó í
kaðal. Tapscott stökk í sjóinn
og flaut; það var eins og að
hið kalda vatn gegnvætti allan
Hkamann, og að viðbrigðin
vektu hinar dofnu taugar. Þeg-
ar hann leit upp, var hann
fimm eða sex fet fyrir aftan
bátinn; en Widdicombe hélt enn
í kaðalinn. “Komdu nú!” kall-
aði Tapscott. Widdicombe lézt
ekki heyra. “Sleptu kaðlin-
um!” sagði Tapscott; en Widdi-
combe hreyfði sig ekki Taps-
cott fór að slá um sig í sjónum
og sér til mestu undrunar, fann
hann að hann gat synt. Þegar
hann kom að bátnum sagði
hann: “Hvers vegna sleppirðu
ekki?” Widdicombe hristi höf-
uðið. Tapscott reiddist; hon-
um fanst að Widdicombe væri
mjög ósanngjarn, en hann lagði
hönd á kaðalinn ásamt Widdi-
combe. Með hendur sínar á
kaðlinum, fóru þeir svo að
þrátta um þetta efni. Tapscott
hafði tekið fasta ákvörðun; en
hann ætlaði ekki að skilja Wid-
dicombe eftir. En Widdicombe
var nú laus við kvalirnar inn-
vortis; og honum leið miklu
betur. “Fyrst þú hefir þrek til
að synda svona langt, ættirðu
að geta lifáð dálítið lengur,”
sagði hann. Tapscott fór að
hugsa um það og fann að þetta
var rétt; og að síðustu lét hann
sannfærast. En þeir þurftu að
neyta allra sinna krafta til að
komast upp í bátinn; það lukk-
aðist þeim þó, og skriðu þeir
þá undir sóltjaldið. Þeim fanst
þá eins og þeir hefðu öðlast
nýtt líf.
Tapscott datt þá nokkuð
nýtt í hug. Því ekki að drekka
alkólholið úr kompásnum? —
Þeir rendu því í tvær tómar
mjólkurkönnur, hér um bil 6
eða 7 únsur í hvora. Líkt sem
stæðu þeir andspænis hvor öðr-
um á skytningi í Newport, sátu
beir á þóptunum og drukku
hvor öðrum til. Vínandinn
sveið í þeirra þurra koki og
brendi þá innvortis. En það
var þó drykkur. Eftir fáeina
sopa fóru þeir að brosa hvor að
öðrum. Sársaukinn og hættan
voru gleymd. Þeir hlógu og
ertu hvor annan; og mintust
glaðra stunda í erlendum höfn-
um. Þegar þeir höfðu drukkið
allan vínandann, lögðust þeir
uiður og fóru að sofa. Það var
hinn fyrsti fasti svefn, sem þeir
höfðu notið síðan þeir mistu
skip sitt. Undir morguninn
vöknuðu þeir við háværar
þrumur. Litlu síðar féllu fyrstu
vegndroparnir. Það gerði ákafa
hellirigningu; og gerði brátt
stóran poll í segldúknum, sem
þeir lögðu á þópturnar. Þeir
slevgdu vatnið, pela eftir pela,
^étu það renna út úr munnvikj-
um sínum, niður um höku sína
°§ brjóst; þeir rumdu og
skriktu af ánægju. Aldrei fyr
hörfðu þeir notið slíkrar á-
n0egju af að drekka. Afgang-
^un af vatninu — hér um bil
sex gallons — settu þeir í stóra
dunkinn. Þegar þorstinn var
slöktur, varð hungrið sárara en
það hafði verið í marga daga.
Þeir bleyttu þá kex-kökur í
vatni og átu þær. Lífið glædd-
ist á ný, styrkurinn óx; þeb;
voru að vísu all máttfarnir, en
þeir voru miklu hressari í lund
en áður. Widdecombe var sem
himinglaður. “Eg vissi að við
myndum hafa það af,” sagði
hann. “Eg vissi það þegar við
komum aftur upp í bátinn. —
Fyrst að við gátum ekki farið
þá, er það auðsætt áð við kom-
umst af.” Þetta var 12. sept.
23. dagur þeirra í bátnum. í
sex daga hélst byrinn; og í sex
daga höfðu þeir nægilegt vatn.
Þeir voru svo ánægðir af því,
að hafa ekki dáið úr þorsta, að
þeir fengust ekki mikið um
hungrið. Þeir skófu innan tó-
bakspung Hawkes, fyltu píp-
una og fengu sér fáeina teyga
hvor. En nú tók hitinn að ger-
ast sterkari, loftið þyngra og
rakara. Geislar hádegissólar-
innar stungu eins og glóandi
nálar. Og að morgni hinn 18.
sept. var vatnsdunkurinn tóm-
ur aftur. En þeir tóku sér það
ekki eins nærri sem áður; þeir
voru búnir að læra að þola
þjáningar. Snemma að morgni
hins 20. sept., kom aftur rign-
ing. Þeir breiddu út segldúk-
inn og drukku nægju sína; og
á meðan dunkurinn var að fyll-
ast, bleyttu þeir sex kex-kökur
hvor og átu þær. Þeir höfðu
þá engu nærst í tvo daga; en
nú fór að verða lítið eftir af
kexinu. Þá grunaði ekki hve
langt þeir enn ættu 'eftir til
lands. Þann 24. sept. drukku
þeir síðasta dropana úr dunkn-
um; þeir sópuðu innan kex-
kassann, en fengu aðeins smá-
mola, svo nú voru þeir alger-
lega matar- og drykkjarlausir.
Fimm vikurnar þar á eftir
voru líkar löngum og vondum
draumi. Dagarnir liðu, einn
sem annar, tilbreytingarlausir,
með kveljandi hita, hungur og
þorsta; þeir voru í eins konar
dvala, af langvarandi þjáning-
um. Að vísu kom rigning
nokkrum sinnum; en í marga
daga höfðu þeir alls engan mat.
En svo vildi það til einn dag,
að þeir heyrðu eitthvað slást í
seglið og síðan einhver umbrot
í bátnum. Þeim til mikillar
gleði, hafði flugfiskur flogið
upp í bátinn. Tapscott tók
skegghníf Hawkes og skar fisk-
inn í tvo hluta. Þeir átu fisk-
innallan með roði óg beinum.
Síðan urðu stórir flákar af
þangi á leið þeirra; og voru þeir
svo heppnir að finna smá-
krabba í þanginu, ásamt nokkr-
um skelfiskum. Þeir fundu
niargt af þessum smádýrum í
þanginu; en langan tíma þurfti
til að finna nóg í málsverð.
Þann 9. okt. í dimmu súldu-
veðri, sáu þeir stórt gufuskip,
sem stefndi í suður, aðeins í
hálfrar mílu fjarska. Þeir risu
á fætur í bátnum, veifuðu
handleggjum sínum og hróp-
uðu af öllum mætti. En skipið
hélt áfram í sömu átt. Þeir
hnigu þá niður á þópturnar,
uppgefnir af að hrópa og veifa;
hjörtu þeirra börðust ákaft og
þeir slokuðu loftið í löngum
lotum.
Nokkru eftir miðnætti, fjór-
um dögum síðar, vöknuðu þeir
við rjúkandi ofviðri, sem kast-
aði bátnum á báðar hliðar; og
þeim fanst hann óvanalega
þungur í vöfum. Widdecombe
brá upp skriðljósi; og sáu þeir
þá, að báturinn var því nær
þóptu-fullur af sjó. Á sama
augabragði féll faldur hárrar
öldu inn í bátinn. Tapscott
greip fötu og Widdecombe
krukku og fóru að ausa í á-
kafa; stóðu þeir í austri alla þá
nótt. Dögunin var eins og
glæta í biksvörtu lofti. Sæ-
rokið dundi á þeim og stakk þá
eins og nálar; og báðir þurftu
þeir að halda árinni, til að
geta stýrt. Allan þann dag og
BRETAR I BARDAGA I TOBRUK
Italir og Þjóðverjar gerðu harðar loftárásir á Tobruk
í Libya, um það leyti sem skriðdrekar Breta voru rétt að
koma þangað fyrir nokkru. En brezkar byssur hreinsuðu
brátt loftið af ránfuglum þessum, loftförum þeirra.
Á myndinni sézt byssa sem verið er að skjóta af með
árangri þeim, er reykurinn í fjarska á myndinni ber með
sér. Italskt vopnabúr var hæft og sprakk upp. í þá sex
mánuði sem Tobruk var umsetin, hófu óvinirnir 1500 árásir
á borgina, en gátu samt ekki .tekið hana.
næstu nótt þreyttu þeir við of-
viðrið. Ekki var mögulegt að
fá sér blund; en holdvotir og
dauð-uppgefnir vöfðu þeir um
sig seglinu á botni bátsins.
Næsta dag var vindurinn stöð-
ugri; og þeir sigldu hraðbyri
yfir 40 feta öldur. “Hvað sem
öðru líður” sagði Widdecombe,
“gengur báturinn vel.” Þegar
sólin kom upp næsta morgun
var enn ilt í sjó, svo þeir gátu
ekki legið um kyrt. En þeir
litu brosandi hvor á annan; því
enn var mikil hætta afstaðin.
Eftir ofviðrið varð lítið af þangi
á leið þeirra;.svo að þeir fengu
ekkert til að sefa hungrið. Þeii’
rifu fó.ðrið úr tóbakspungi
Hawkes og tugðu það. Hugsun
þeirra var orðin sljó; og af eins-
konar taugaveiklun, tóku þeir
að þrátta ákaft um lítilsverð
efni.
Þeir muna fátt af því sem
gerðist næstu viku. Þó var
það eina þá nótt, að Tapscott
fanst hann heyra fisk sprikla í
bátnum. Þegar lýsti af degi
fór hann á hnén niður á báts-
botninn að leita að fiskinum.
“Eg fann hann,” sagði hann að
lokum. Widdecombe þagði.
“Eg fann fiskinn” endurtók
hann og leit um leið upp, til að
athuga hvers vegna Widde-
combe tæki þessum mikilvægu
fréttum svo dauflega. Widde-
combe starði beint fram. —
“Sjáðu!” sagði hann og benti.
Tapscott, sem hélt á fiskinum,
steig upp á þóptu til að sjá
betur. Beint fram undan sást,
löng og lá strandlína. “Land,
eða ekki land,” sagði Tapscott,
“ætla eg að éta þennan fisk.”
Hann skifti svo fiskinum milli
þeirra; og meðan þeir átu hann
litu þeir ekki augum af land-
inu.
Að aftni þess dags bar út-
varpið þá fregn út um heiminn,
að Robert George Tapscott, 19
ára gamall og Wilbert Roy
Widdecombe, 21 árs, þeir einu
sem héldu lífi, af hinu sokkna
skipi Anglo-Saxon, hefðu farið
3000 milna langan veg í opnum
bát á Atanltshafinu og þolað
hungur, þorsta og ofviðri í 70
sólarhringa. Svertingi einn
fann þá á ströndinni í Eleu-
thera, einni af Bahama-eyjun-
um, sem liggja austur af suður
odda Florida. Björgunarlið
flutti þá til Governors Harbor;
og þar fagnaði landstjórinn og
borgararnir þeim sem stór-
hetjum.
1 almenna spítalanum í Ba-
hama-eyjunum, kom það í ljós,
að sökum langvarandi vosbúð-
ar, hungurs og (þorsita, var
taugakerfi þeirra mjög ruglað.
Þeir gátu ekki sofið, voru oft
með óráði, eða í hugsunarlaus-
um dvala. En eftir nokkurra
vikna aðhlynningu, urðu þeir
að lokum því nær eins hraustir
sem áður.
Kaldhæðni lifsins sýndi sig
þó í síðasta þættinum af hinni
hreystilegu vörn Widdecombes
gegn dauðanum.
1 febrúarmánuði fór hann til
Canada í þeim tilgangi að stiga
þar á skipið Siamese Prince.
En 18. febrúar var því skipi
sökt með sprengjuskeyti, ná-
lægt Skotlandi. Útgerðarmenn
skipsins gáfu út svohljóðandi
fregn: “Það má ætla, að hver
maður sem var á “Siamese
Prince”, hafi látið lífið.”
B. Th. þýddi
—Úr Reader’s Digest.
LÍFSSPEKI
ROBERTS INGERSOLL
(Þýtt úr ensku)
Jónbjörn Gíslason
Framh.
Höfuð áhugamál alls þorra
manna, er hin fjárhagslega af-
koma; þeir vita fullvel, að land-
ið með öllum þess gæðum, til-
heyrir í raun og veru öllum
börnum þess.
Hvert barn er fæðist í þennan
heim, er boðgestur náttúrunn-
ar.
Hvað munduð þið segja ef eg
byði ykkur til veizlu, — það
kostar ekkert, ykkur er bara
boðið, — þar sem allir væru
velkomnir. Það kæmi þegar í
upphafi í Ijós, að einn gestanna
þættist hafa tilkall til 100 sæta,
annar til 75 og sá þriðji til 50,
með tilheyrandi veizlukosti;
endirinn yrði sá, að þið væruð
neydd til að standa, eða fara
við svo búið. Hvað munduð
þið segja um slíkt heimboð.
Hver maður hefir fullann
rétt til að krefjast síns bróður-
hluta af þessa heims gæðum.
enginn ætti að vera neyddur
til að yrkja annars manns
akur, sem bara af hendingu
fæddist nokkrum árum fyr. —
Engum skyidi leyft að hafa
land til eignar, sem hann notar
ekki sjálfur.
Vitið þið? Ef piögulegt væri
að selja andrúmsloftið, yrði það
gert; vitið þið, að þá mundi
vera hér voldugt félag sem héti
“Ameríska andrúmsloftssölu
félagið.” Vitið þið ennfremur,
að þeir mundu láta miljónir
manna deyja af loftleysi ef
greiðslan væri í ólagi. Eg er
ekki hér með að lasta neina
vissa einstaklinga, eg bara sýni
hlutina í réttu ljósi.
Hugmyndin um heimili, er
innilegast tengd við landsbygð-
ina; þar sér þú sólina rísa og
hníga; þú kynnist gangi stjarn-
anna og veitir athygli skýja-
drögunum í himingeimnum; þú
heyrir regndropana falla, og
þú hlustar á stígandi og fall-
andi stunur vindsins. Þú fagn-
ar upprisunni sem við köllum
vor, jafnvel þótt í kjölfar þess
sigli dapurleiki haustsins ■—
hin yndislega og skáldlega í-
mynd dauðans. Þér er hver
akur yndislegt málverk, hver
útsýn ljúflingsljóð og hvert
skógarbelti dularfullir álfheim-
ar. Á landsbygðinni verndar
þú best þinn eigin persónu-
leika og sjálfstæði; þar ertu
heild af frumögnum, en í stór-
borginni ertu aftur á móti
frumögn í heild.
Heimilið lyftir manninum í
hærra veldi, það eykur sjálf-
stæði hans og viljakraft, sem
ekki fæst á neinn annan hátt.
Heimilisleysingi er ætíð ferða-
maður — jafnvel flakkari að
vissu leyti.
Heimilið skapar föðurlands-
vini, fúsa til varnar; en fáir
þeirra mundu hætta lifi sínu og
limum fyrir matsöluhúsið.
Eg kysi að fyrirkomulag
heimsins væri þannig, að hver
maður gæti dáið rólegur, og án
alls ótta um að hans nánustu
ástvinir yrðu fórnardýr á-
gengni, fégræðgi og miskunar-
leysis mannanna, að honum
látnum.
Óefað er sitthvað rangt við
stjórnskipulag þess lands, er
úthlutar þeim minstum hlut, er
mest vinna; ráðvendninni tötr-
um, en þorparaskapnum pelli
og purpura; hinum kærleiks-
ríku og góðhjörtuðu úrgangi,
en þeim illræmdu og ágengu
dýrðlegum veislukosti.
Framleiðandinn þarf enga
himneska opinberun, til að
vita að hann á fullan rétt til
þeirra hluta er hann framleiðir.
1 flestum þjoðfélögum yfir-'
standandi tíma, eru letingjar
og aðrir iðjuleysingjaf, venju-
lega betlarar eða aðalsmenn,
allsleysingjar eða stórhöfðingj-
ar; hin fjölmenna miðstétt al-
þýðunnar, vinnur fyrir báðum.
Vinnandi menn þurfa að
sameinast til varnar, gegn iðju-
leysingjum af öllum tegundum.
Mannkynið skiftist í tvo
flokka: iðjumenn og iðjuleys-
ingja; þá sem ala önn fyrir, og
þá sem alin er önn fyrir, ráð-
vanda og óráðvanda. Hver
maður sem lifir á óborguðum
vinnulaunum annara manna, er
óráðvandur, jafnvel þó hann sé
keisari.
Við þurfum frjálsa menn,
með frjálsum hugsunum,
frjálsa verkamenn með frjáls-
um skoðunum, hlekkjalausar
hendur og óháða skynsemi;
frjáls vinna færir auðæfi, frjáls
skoðun sannleika.
Væri hugsun mannsins al-
gerlega frjáls, gætum við safn-
að saman í eitt,.auðæfum hins
andlega heims.
1 okkar líkamlega heimi, sjá-
um við smáuppsprettur mynda
læki og lindir, þær aftur ár, er
renna til hafs; þannig ætti heili
og hugsun að auka og marg-
falda þekkingu mannkynsins í
einn öflugan straum. Ef frjálsri
hugsun er neitað um framrás,
hætta lækirnir að hoppa stall
af stalli, og árnar að falla að
ósi. Hið mikla haf þekkingar og
visku þornar upp og verður ó-
frjó eyðimörk, heimsku og van-
þekkingar.
Heimurinn getur ekki fram-
leitt kynslóð andans mikil-
menna, fyr en konan, móðirin
er algerlega frjáls. Þegar mæð-
urnar og börnin, með skynsem-
ina við hlið sér, sitja í skauti
heimspekinnar, er sigur ljóss-
ins yfir myrkrinu fullkominn.
Konan hefir verið undirgefin
ánauðugum mönnum, frá ó-
muna tið. Óefað hefir hún ver-
ið miljónir ára að hefja sig upp
úr auðvirðilegum þrældómi,
upp til þeirrar þjóðfélagsstofn-
unar sem nefnd er hjónaband.
Eg vil lýsa því yfir nú þegar,
að eg tel hjónabandið hið há-
leitasta lagaboð er mennirnir
hafa samið; án heimilis er eng-
in þróun eða framför, og lífið
ekki þess virði að það sé lifað.
Framh.
FJÆR OG NÆR
Gefin saman í hjónaband af
séra Sigurði Ólafssyni í kirkju
Lúterska safnaðarins í Selkirk,
þ. 20. des.: Merlin M. Collison,
Selkirk, Man., og Jóhanna Lor-
raine Graham, hjúkrunarkona,
sama staðar. Framtíðarheim-
ili þeirra verður í Selkirk.
# # *
Hljómplata
“Draumalandið”, eftir Sigfús
Einarsson og “Svanasöngur á
heiði”, eftir Sigvalda Kalda-
lóns. Sungið af Maríu Mark-
an. Hljómplata þessi er seld á
aðeins einn dollar, ($1.00). Alt
sem selst af þessari ágætu
hljómplötu, gengur til “Rauða-
kross Islands”. Pantanir send-
ar hvert sem óskað er. Póst-
gjald 25^ fyrir eina plötu, 35^
fyrir tvær. Vinsæl lög. — Vin-
sæl og fræg söngkona. —
Styðjið gott málefni.
Björnssons Book Store
702 Sargent Ave., Winnipeg
Sumir menn sá centum en
uppskera dollara.
• Þér mun geðjast vel að
Branvin . . . keimurinn að
því er indæll, bragðið fyr-
irtaks gott. Það er ein-
stakt í sinni röð. 1 Canada
fæst ekki eins gott vín fyr-
ir eins lágt verð, annað en
Branvin!
JORDAN WINE COMPANY,
LIMITED
JORDAN, CANADA y BM2
JORDAN
pSli
JORDAN’S
BRANVIN
$2U
Gallons Brúsi
26 oz. flaska
60^
BRANVIN
ffed^Wfuk liflNE
Thls advertlsement is not Inserted by the «3overnment Llquor Oontrol Oomm. The
Comm. is not responsible for statements made as to quality of products advertlsed