Heimskringla - 01.04.1942, Síða 4

Heimskringla - 01.04.1942, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. APRIL 1942 Heimskringla (StofnuO 18SS) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Etgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn, borglst fyrlrfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave:, Winnipeg "Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 1. APRIL 1942 HUGLEIÐING ÚT AF BRÉFI (Sjá bls. 2) Á öðrum stað í þessu blaði, er bréf birt frá Halldóri kennara Stefánssyni í Roblin, Manitoba. Það er svo nýtt, að yngri mentamenn hér sýni þann áhuga fyrir blöðunum, að skrifa þeim og skegg- ræða við þau um íslenzk velferðarmál, að vér ekki einungis birtum bréfið, held- ur viljum taka það tækifæri til þess að segja nokkur orð um þetta sama efni. Þó safnast hafi í sarpinn dáiítið af ólund hjá oss út af aðgerðaleysi mentalýðsins af yngri íslenzku kynslóðinni og þess kunni að gæta að nokkru i grein þessari, viljum vér fyrirfram biðja bréfritann að líta ekki á það sem að honum beint, heldur að ástandinu yfirleitt vor á með- al. Og tillögur hans, sem eru af góðum vilja gefnar, eru meðteknar í sama anda. I bréfinu er óspart og eflaust með nokkrum sanni það fundið að íslenzku blöðunum að þau séu bæði dýr og léleg borin saman við þann fróðleik sem kaupa megi á ensku máli fyrir $3. Það er nú hreint ekki nýtt, að íslenzku blöð- in séu á það mint, að þau séu illa sam- kepnisfær við hérlend blöð. En með þeim kaupendafjölda, sem ensk blöð eiga hér kost á og aftur hin íslenzku, mun fáa furða á þessu. Það er þetta sama sem því veldur að ensk blöð þessa lands eru bæði dýrari og ófróðlegri, en bandarísk blöð. Suður í Chicago gat maður fyrrum keypt eins mikið og mað- ur gat borið af blöðum fyrir 3^, þegar hérlend blöð voru tvefalt dýrari. Sem vikublöð geta ísl. blöðin ekki meira en mint á helztu fréttir, er sögu- legt innihald hafa, en ekki kept við dag- blöðin eða útvarp. Önnur vikublöð flytja lengri og ef til vill fróðlegri ritgerðir eftir stærð, en það sem blöðin ná í af slíku hér vestra og með því, sem þau taka af þessháttar úr ritum að heiman, er efni þeirra ekki mikið ófrumlegra, en blaða af sömu stærð á ensku. En vissu- lega væri hægt að bæta blöðin, ef fjár- hagur þeirra væri sá, að geta ráðið fleiri við að skrifa þau. En jafnvel þá mundi, er tímar líða, verða rekið sig á, þar sem yngri mentamenn hér hafa gefið upp á bátinn að skrifa nokkuð' á íslenzku. Hreinskilnislega sagt virðist oss hinir yngri mentamenn eiga vansann af þvi, en ekki hinir eldri að svo er komið. Einn maður starfandi við vikublöðin, getur líitið framyfir það gert, að búa undir prentun það sem blöðunum berst. Það væri fullkomið verk tveggja eða þriggja manna, að gera blöðin svo úr garði, sem Mr. Stefánsson gerir kröfu til og tækist vel, ef ekki mætti samt eitthvað að út- gáfunni finna. Tilgangur íslenzku blaðanna er auðvit að fyrst og fre"mst sá, að flytja Vestur- íslendingum frétt af því er þeir hafast sjálfir að og af því, sem er að gerast á ættjörðinni. Það áform sitt ætlum vér þau hafa furðanlega efnt. Þann ilitla fróðleik sem um þetta efni er hér að finna, ætlum vér þau hafa flutt og svo langt fram yfir það, sem hin fróðlegu ensku blöð hér gera, að án þeirra færi hér alls engin saga af íslendingum. Þó yngri mentamenn vorir hér vestra, sjái þetta ekki og viðurkenni ekki starf Hkr. 20 blöð til baka, að ekki sé minst á 551/2 árs starf hennar, vegnahinna djúpu áhrifa fná menningu þessa lands, sem eins og flest ensk menning viðurkennir engra annara þjóða menningu (sem t. d. Rússland minnir nú óþægilega á), er þetta eigi að síður sannleikur um ís- lenzku blöðin. Þau eru saga okkar hér. Eldri íslendingum er það ekki rauna- laust, að tilraunir þeirra hafa ekki borið meiri árangur en þetta í að vekja yngri kynslóðina hér til meðvitundar um þjóð- erni sitt og rækt hennar til þess. Þegar búið var að setja hana hér til menta, bjóst hún vissulega við, að hún skelti ekki eins og raun er á skolleyrum við öilu ísl. og byrjaði á því að týna tung- unni. Einar Ben. segir við Islendinga heima á Fróni, að með tungunni tapist metnaður og þjóðerni landsins. Skyldi hérmentuðu löndunum okkar,- sem sum- ir eru nú ekki nein börn, heldur á fer- tugs og fimtugs aldri, ekki hrjósa neitt hugur við því, er þeir líta yfir farinn veg sinn hér, og íhuga hvert spor þeirra liggja, hve syndin er þung, sem þeir hafa gagnvart þjóðerni sínu framið með vanræklsunni við íslenzka tungu? Bert mun nú þykja mælt, en vér höf- um lengi geymt hinum enskumælandi mentamönnum vorum þessa ádrepu. Þeir bera því við, auðvitað, eins og vant er, að þeir séu önnum kafnir í embœttum siin- um. En vér erum ekki að gera neitt lítið úr skyldurækni þeirra við embætti, eða til þessa lands, þó vér bendurn á hitt, að ræktarleysi þeirra til íslenzkrar tungu, sé feðrum þeirra og mæðrum hér mikil vonbrigði. Þeir hafa hér til þessa fyrir- hafnarlaust átt kost á að nema íslenzka tungu, þar sem hún var talmál á iheim- ilum foreldra þeirra. En þeir hafa vegna ræktarleysisins algerlega leitt það hjá sér. Hvað hafa blöðin gert, spyr bréfniti, fyrir æskulýðinn? Svarið er, að þau hafa haldið hér við sambandí milli Islend- inga, sem það hefir leitt af, að félög þeirra á meðal hafa getað starfað jafn- framt bví, sem það hefir orðið til þess, að íslenzka er enn eingöngu töluð á fjölda af heimilum. Hún ihefir ennfremur und- anfarið birt nokkuð á ensku máli, til þess að reyna að smala -hinum týndu sonum og dætrum Islendinga saman, fyrir beiðni nokkra vina hennar, er hugs- uðu sér það fyrsta sporið, til að reyna að koma af stað samtökum þeirra á meðal um eflingu íslenzkrar tungu og viðhald. En það virðist sama ræktarleysið og af- skiftaleysið, hafa komið fram gagnvart því. Sneið er blaðinu send fyrir að birta of mikið um eða eftir dr. R. Beck. ís- lenzkum mentamönnum hér væri nær að taka sér hann til fyrirmyndar í að leggja til lesmáls íslenzku blaðanna en að amast við því. Ættu þjóðræknismál vor hér marga slíka sem Beck, væri þeim betur borgið en þeim nú er. Heimskringla hefir margsinnis vakið eftirtekt á hugmynd Þ. Þ. Þ. um það, að fá áhrifamikinn Islending að heiman, er hæfur hefði reynst í því að leiða æsk- una, til að koma vestur og vekja syni okkar og dætur upp af svefninum, sem þau eru fallin í um það er lýtur að við- haldi tungunnar. Blaðið gerði þetta sið- ast um það leyti, er þjóðræknisþingið stóð yfir. Auðvitað hefði þetta átt að vera verkefni Þjóðræknisfélagsins og deilda þess. Hefði t. d. enskumælandi deild þess tekið málið upp og þó ekki væri nema að lofa því fylgi sinu, hefði það flýtt fyrir framkvæmdum þess. En ónei, Heimskringla talaði þar, eins og svo oft áður í þjóðernismálum, fyrir eyrum, sem ekki heyrðu. Bréfritarinn mun líta á það eins og Ragnar loðbrók, sem nokkurskonar Áslaugar-óra, að elzta kynslóð Islend- inga ií þessu landi hafi svo vel í garðinn búið um viðhald íslenzku, sem unt var. En íslenzkar stofnanir og islenzkt þjóð- líf hér ber þetta með sér. Frumbýling- arnir afhentu næstu kynslóðinni — Það sverð er dýrast fengið verður — eins og Matthías kvað, tunguna. Sú kyn- slóð nam og íslenzku og kunni vel á sín- um yngri árum. En hún fægði ekki það sverð lengi. Það ryðgaði í höndum hennar. Það eru að vísu til nokkrar heiðarlegar undantekningar, eins og Gutt. J. Guttormsson o. fl. En forsómun afkomendanna yfirleitt dylst ekki fyrir því, sem bezt sézt á því, að blöðin gömlu, Lögberg og Heimskringla, eru nú ekki öðrum nýt, vegna þess, að þau eru á íslenzku skrifuð, en eldri eða elztu nú- lifandi íslendingum. Þannig hafa hinir enskumælandi mentamenn vorrar þjóð- ar farið með arf sinn! Það á við um þetta mál hið sama og dr. Sig. Júl. Jóhannesson kvað eitt sinn, er hann mælti fyrir minni Fjallkonunnar: Þú veittir þeim afl og orku í æsku við brjóstin þin— þeir kasta að þér klaka i staðinn; þeir kunna ekki að skammast sín! Það mætti eflaust afla íslenzku blöð- unum nokkra áskrifendur, ef farið yrði að gefa þau út á ensku. En er þá ekki horfið heldur langt frá tilgangi þeirra? Myndi ekki eldri Íslendingum bregða í brún, er þeir sæu Heimskringlu heita orðið The Globe og Lögberg, The Rock of Law eða eitthvað þess háttar. Frum- býlingarnir stóðu af sér alt spott og spé, se-m að þeim var kastað fyrir það að vera Islendingar. Þeir gengu til verka og sýndu fram á, að það var engin skömm að því að heita Ísiendingur. Þeir gerðu Islendingsnafnið með störfum sínum hér að góðri og gjaldgengri vöru. Afkom- endur þeirra geta ekki verið að leggja það á sig, að halda nafninu hér við. Nokkrir þeirra hafa komist hér í háar stöður, sem sam-t sem áður eru pólitísk- ar og því ekki nein sönn mælisnúra á hæfileikum þeirra. Má og með nokkrum sanni þar um segja, að flokksfylgið hafi átt sér dýpri rætur en þeir. En ef haldið er, að í þessar stöður sé aðeins náð sakir þess, að íslenzkan var lögð á hililuna, er það hin mesta blekking. Að vera kom- inn af þjóð með fornri og fastmótaðri menningarstefnu, er engum hinn minsti farartálmi á lífsleiðinni. Það sem nú íhefir verið tekið fram, svarar flestum spurningum bréfsins til ritstjórans. Smáatriðum eins og því, hvort að aukafyrirsagnir ættu að vera í löngum greinum til að gefa efnið til kynna, svo hægt sé að lesa það eitt, sem mönnum þykir þess vert, virðist aðeins sanna það, að það sé ekki það eitt að skrifa íslenzku, sem þverrandi fer hér, heldur sé eiginleikinn ti’I lesturs að glat- ast einnig, sá eiginleiki, sem Islending- um heftir ef til vill flestum öðrum verið ríkulega í blóð borinn. Bréfritinn spyr, hvort Heimskringla geti búist við að lifa eins og nú sé áfram haldið? Alls ekki. Þegar eldri Islend- ingum fækkar svo, að ekki verða fleiri eftir að kaupa blöðin en það, að útgáfan ekki borgar sig, hvað mikið sem úr kostnaðinum er dregið, deyr hún drotni sínum. Úr því hinir mentuðu afkom- endur Islendinga læra ekki íslenzku, fer ekki aðeins hún heldur og alt íslenzkt félagslíf -hér forgörðum; það legst í gröf- ima með eldri kynslóðinni, Ef álitið er að þeim peningum sé illa varið, sem eytt er til að kaupa eitt islenzkt fréttablað, þá segir sig sjálft, hvert með útgáfu blaðsins stefnir, úr því frumbyggjarnir eru dauðanum, eins og aðrir menn, háðir. Bréfhöfundi þökkum vér svo tiiskrifið. Vér þökkum það einlæglega vegna þess, að það gefur oss von, sem annars var farin að dofna, um að til séu yngri Islend ingar, sem unna viðhaldi islenzkunnar og ekki stendur á samia um hvernig fer um arfinn, islenzku stofnapirnar, sem eldri kynslóðin er að afhenda afkomend- unum. Sá þáttur bréfsins er rof gegn- um alt skýja þyknið. ÁRSRITIÐ “NORRÆN JóL” Eftir próf. Richard Beck Þetta prýðisfallega og efnismikla rit heldur á lofti hugsjón, sem ekki má falla í fölskva, sízt af öUu á þessum þreng- ingatimum — hugsjóninni urn framhald- andi samskifti og samvinnu Norður- landaþjóðanna. Var það í sannleika heppilega ráðið af stjórnarnefnd Nor- ræna félagsins á Islandi, að gefa út þetta jólarit, sér í lagi þar sem hið sameigin- lega ársrit Norrænu félaganna, Nordens Kalender, hefir orðið að -hætta að koma út sökum styrjaldarinnar. Og svo ágæt- lega fer þetta nýja rit úr hlaði, að allir þeir, sem unna hugsjóninni um menn- ingarleg samskifti Norðurlandia á sem flestum sviðum, fagna því, að tilætlunin er að það haldi áfram að koma út fram- vegis. Ritið hefst á faguryrtum kveðjum frá Sveini Björnssyni, ríkisstjóra íslands, og sendiherrum Norðurlanda á Islandi. Er Sveinn ríksstjóri — en hann talar þar út frá margra ára reynslu — sannfærður um gagn og gildi þeirrar samvinnuhug- sjónar sem Norrænu félögin helga starf- semi sína. Kveðjur sendiherranna berg- mála þá djúpstæðu frelsisást, sem verið hefir fegursta andans aðalsmark allra sann-norrænna manna. Um það falla dr. Fr. le Sage de Fontenay, sendiherra Dana, þannig orð í hinu íturhugsaða ávarpi sínu: “I því óveðrí, sem nú gengur yfir þjóð- ir Evrópu, er það hlutverk Norðurlanda- þjóðanna að verja hin ómetan- legu verðmæti persónufrelsis- ins, Jaga og réttar. Án þessa frelsis til að rísa gegn lögreglu- valdinu geta Norðurlandaþjóð- irnar ekki lifað, og þeim mönn- um skjátlast algerlega, sem halda, að hægt sé með ofbeldi að kenna þeim að hugsa eins og vélar og láta blind hugtök: — ríki og vald, gleypa persónu- leikann.” Andríki, ásamt fegurð í hugs- un og máli, einkenna jólahug- leiðingu séra Sigurbjörns Ein- arssonar, eins og fleira sem frá hans hendi hefir komið og bor- ið fyrir augu þess, er þetta rit- ar. Stefán Jóhann Stefánsson, þáverandi ráðherra og formað- ur Norræna félagsins á Islandi, ritar prýðilega grein um “Nor- ræna samvinnu”, er lýkur með þessum athyglisverðu ummæl- um, sem vitanlega eru fyrst og fremst töluð til heimaþjóðar vorrar: “Það er oft, og ekki að ástæðulausu, talað um þær hættur, er nú steðji að islenzku þjóðinni, menningu hennar og þjóðerni. Auk innri þjóðernis- vakningar og þegnskapar sjálfr ar þjóðarinnar er no-rræna samstarfið það vígi, er öldur aðsteðjandi sjóa munu brotna á. Og í norrænu fjölskyldunni eigum vér íslendingar heima og hvergi annars staðar.” Þá er grein dr. Sigurðar Nor- dal, “Norðmenn”, með venju- legu ihandbragði ritsnildar hans og veigamikil að sama skapi. Hún ber því órækt vitni, að þar fer höndum um efnið maður, sem er gagnkunnugur sögu Norðmanna, menningu þeirra og skapgerð. Ber hann þeim hið besta söguna, eins og rök standa til, og lýsir jarðvegi þeim, sem þessi mikilhæfa og menningarríka frændþjóð vor er sprottin upp úr. Af eigin reynd tek eg einhuga undir þessa lýsingu hans á þeim frændum vorum, en áður hefir hann í grein sinni lýst ihinum miklu andstæðum í fari og hugsunarhætti einstaklinga í þeirra hópi: “Eg hefi hvergi þekt menn gleðjast eins hjartanlega yfir því, sem aðrir gera vel, og i Noregi, vitað menn geta verið jafnstolta af verkum vina sinna og eigin verkum, yfirleitt öllu því, sem þjóð þeirra gæti orðið til gengis og frama. . Ef tii vill verða þau afrek, sem Norð- menn hafa unnið á síðari tím- um, ihelst skilin, ef iþetta tvent er haft í huga: stórhugur ein- staklinganna fyrir sjálfa sig og stórhugur þeirra fyrir hönd þjóðarinnar allrar. Þeir háfa viljað efla menn til höfðingja, koma upp stórmennum, gefa þeim byr undir vængi. Að vísu hefir þetta ekki gerst bardaga- laust. En af hinni kauðalegu öfundsýki, sem hylur sig í gerfi afskiftaleysis, kæruleysis og strembinnar þagnar um það, sem bezt er, reynir að kæfa það með dekri við miðlungana, er lítið hjá Norðmönnum. Þeir eru of stórbrotnir, hreinskiftn- ir og örgeðja til þess.” Margt annað mjög gott ó- bundið mál er í ritinu, svo sem hin skemtilega frásögn Guðl. Rósinkranz yfirkenanra, “Jól í Svíþjóð”; smásaga Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar, “Endurfundir”; þýtt lesmál, sögur og ferðalýsingar, eftir merkishöfunda á Norðuríönd- um, og gagnort yfiríit, “Eitt ár”, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason skólastjóra. Þá eru kvæðin í ritinu ekki af lakara taginu, sérstaklega snildarkvæðin “Norræn Jól” eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og “Haust” eftir Tómas Guðmundsson, sem bæði hafa þegar verið endur- prentuð hér vestra og eru með öllum bestu einkennum þess- ara vinsælu höfunda. Magnúsi Ásgeirssyni hefir einnig, eins og honum var trúandi til, tek- ist að klæða hið magni og móði þrungna kvæði Nordahl Grieg, “17. maí 1940”, í hœfan bún- ing íslenzks má'ls. Þá mun og mörgum þykja nýung að sjá hér á færeyisku góðkvæði eft- ir J. H. O. Djurhuus, “Songur um ldvið”, sem er ljóðrænt vel og glögg lýsing á sigling vor mannanna barna um brimisoll- inn lífsins sæ. Norrœn Jól eru með af- brigðum vandað rit að ytri frá- gangi, eigi síður en að efni, prýdd fjöldamörguim ágætum myndum og teikningum eftir kunna islenzka listamenn. Rit- stjórinn, Guðl. Rósinkranz, rit- ari Norræna félagsins, og aðrir þeir, sem stutt hafa hann að þörfu starfi, eiga því miklar þak-kir skilið. Á þessum tímum, þegar “riddarar rústa og dauða” þeysa heljarbleik sínum, grá- um fy-rir járnum, um hauður, himin og höf, ber að fagna hverri þeirri viðleitni, sem heldur vakandi samvinnu- og bræðralags hugsjóninni, en slær þó hvergi af djörfum kröf- urn um fult hugsana- og at- hafnafrelsi. J. S. WOODSWORTH LÁTINN Stytt þýðing úr Free Press James S. Woodsworth, stofn- andi og fyrsti forseti C.C.F. flokksins lézt í Vancouver á laugardagskveldið 21. marz; hann var meðal þeirra fáu stjórnmálamanna, sem cana- disku þjóðinni hefir þótt veru- lega vænt um; hann var einn hinna fnamgjörnustu foringja þeirrar hreyfingar sem beita sér fyrir því að koma á breyttu og bættu þjóðskiplagi; hann var þingmaður fyrir Norður- Mið Winnipeg kjördæmið í 21 ár. Woodsworth k-vaddi land sitt og þjóð sína, ástvini og sam- verkamenn í friðsælum dauða eftir viðburðaríka lífdaga stríðs og storma. Hann var um eitt skeið meþódista prestur og naut virðingar jafnt andstæð- inga sinna sem fylgjenda sök- um þeirrar ótvíræðu einlægni, hins aðdiáanlega hugrekkis og hins mikla manndóms sem ein- kendu allar hans athafnir. — Hann fékk slag fyrir tveimur árum og náði sér aldrei til fulls eftir það, hann var 68 ára að aldri. Woodsworth var fæddur að meþódista prestsetri í Etobi- coke í Ontario, en varð eld- heitur jafnaðarpostuli, sem hataði stríð, fátækt og rang- læti af öllu hjarta. Hann hafði óbifandi trú á þjóðabandalagi, sem allar deilur gæti jafnað og öllum stríðum mætti afstýra með friðsamlegum samningum og sanngjörnum gerðardómum. Hann var eindreginn jafnaðar- maður (sósíalisti) en kallaði þá stefnu samvinnandi þjóð- félag. — Þrátt fyrir Iþótt skoðanir hans mættu árásum bæði utan þings og innan þá efaðist aldrei neinn um ein- lægni hans. Hann barðist á móti þátttöku Canada í hinu stríðinu og geriddi atkvæði á móti þátt- töku vorri í þessu stríði. Með þeirri stefnu varð hann and- stæður samherjum sínum og flokki en hélt samt leiðtoga stöðunni. Ekkert sýnir það betur hvaða álits Woodsworth naut í þinginu en orð Kings forsætis- ráðherra við umræðurnar um hásætisræðuna 1939. Honum fórust orð á þessa leið: “Fáir eru þeir menn á þessu þingið sem eg, að vissu leyti, ber dýpri virðingu fyrir en leiðtogi C.C.F. flokksins. Eg dáist að honum í hjarta mínu sökum þess að hann hefir hvað eftir annað sagt það afdráttar- laust, sem samvizkan bauð

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.