Heimskringla - 01.04.1942, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.04.1942, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 33 604 ■1" ... . .. ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread’’ The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LVI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 1. APRIL 1942 NÚMER 27. • *HELZTU Árás á St. Nazaire Á vesturströnd Frakklands, iþar sem Brittany heitir, er borg sú er St. Nazaire nefnist. Þar er skipalægi gott á stríðs- tímum og óhægt heim að sækja án þess eftir verði tekið. Síðan Þjóðverjar tóku ströndina, hafa kafbátar þeirra haft þarna bækistöð, þeir er vestur á At- lanzhaf sækja og jafnvel alla leið til stranda Bandaríkja og Canada. Þurkví er þarna ein hin stærsta á allri ströndinni og sú eina, er viðgerð stærri skipa, sem Tirpitz, leysir af hendi. Á þessa hafnborg réð- ust Bretar s. 1. laugardag úr lofti og af sjó utan og lauk þeim hildarleik þannig, að höfnin var sögð gersamlega eyðilögð. Um tap flugskipa Breta getur ekki, en tundur- spillir var sökt og einum 13 smábátum með honum. Mann- björg var einhver, enda beið fjöldi skipa í grendinni til bjargar þessum ofurhugum, sem á sprengjudufla-garð Þjóð- verja réðust til að koma vissu eyðileggingarstarfi fram. Um 100 manns er haldið að farist hafi þó af Bretum. En höfnina er talið víst að Þjóðverjar fái ekki notað og verði annar stað- ar að líta sér eftir bækistöð fyrir kafbáta sína. Þetta er sagt að draga muni úr kafbáta- hernaði þeirra um stund á At- lanzhafinu, enda mun árásin hafa verið gerð með það í huga. Hvað mikið var af kafbátum í höfn og hvað af þeim hefir far- ist, getur ekki um. En Bretar fögnuðu mikið komu flugskipa sinna heim með fregnina af eyðileggingu hafnarinnar. Áfengi sent með skipuni er leiguláns vörur flytja Uppvíst hefir orðið, að skip frá Bandaríkjunum, er leigu- lánsvörur hafa flutt til Egypta- lands, hafi oft verið hálfhlaðin af öli og öðru áfengi. Enn er ekki vist hvort áfeng- ið var leigulánsvaran. Hitt er víst að því var smyglað í tin- ílátum, sem margir munu hafa ætlað að væri dósa-matur. 1 einum skipsfarmi voru 200,000 kassar af þannig frágengnu á- fengi. Áfengið var sent vissum mönnum í Egyptalandi er seldu það sem hverjir aðrir vínsalar. Með skipum þessum mátti ekki senda þessa vöru. Þau eru eingöngu leigð til að flytja leigulánsvörur. Stjórnin i Washington er að rannsaka þetta mál. íslenzkt námsfólk syðra Síðan Dr. Friðgeir ódason og kona hans, Dr. Sigrún ólafsson föru frá Winnipeg, höfum vér ekki haft neinar fréttir af þeim. I síðasta hefti ritsins “The American - Scandinacian Re- view”, er þess getið, að dr. Friðgeir starfi að rannsókn sjúkdóma við “The Nevv York Hospital”, en það starf hlaut hann, er hann á s. 1. hausti kom til baka frá íslandi; hann fór þangað að sækja son þeirra, Óla, fjögra ára gamlan, sem nú er hjá þeim í New York. Hjónin eru heiðursfélagar “American- Scandinavian Foundatiion. Ennfremur getur ritið þess, að ungfrú Ágústa J. Magnuss, sé við fram'haldsnám í hjúkr- unarfræði við Mayo-spítalann FRÉTTIR - 4 í Richester. Hún er útskrifuð frá Landspítalanum í Reykja- vík og er heiðursfélagi Svensk- Ameríska félagsins. Þá getur um þrjá unga náms- menn frá Akureyri við Cali- forniiu-háskólann í Berkley. — Heita þeir Jónas Jakobsson, er stundar nám í veðurfræði, Aðalsteinn Sigurðsson, sögu- nemi og Halldór Thorsteinsson frönsku-nemi. Senda Bretar her til meginlands Evrópu? Þrjátíu þúsund manna söfn- uðust saman á Trafalgar Sq., s. 1. sunnudag til að hlýða á ræður þær, er þar voru fluttar af stjórnmálamönnum og öðr- uim um að Bretar ættu að senda herlið til meginlands Evrópu. Töldu ræðumenn nú tæki- færið bíða Breta meðan Hitler væri með fjóra fimtu af liði sínu í Rússlandi. Að færa sér það ekki í nyt, gæti kostað Breta stríðið. í ræðunum var haldið fram, að stjórnin þverskallaðist við þessu vegna þess að hana fýsti að sjá Rússa tapa stríðinu. Frétt þessi birtist hér í báð- um dagblöðunum, en fregnrit- inn, William H. Stoneman, bæt- ir við hana í blaðinu Free Press, að árásin á St. Nazaire, sýni, að slík innrás sé ekki hættulaus. Stríðið Rússland: Síðustu fréttir frá Rússlandi eru þær, að Þjóð- verjar hafi tapað ónefndri borg í grend við Leningrad, sem mikla hernaðarlega þýðingu hafi. Voru 2500 Þjóðverjar drepnir þar í orustu er stóð yfir í tvo daga. Við Vyazma, nokkru sunnar, unnu Rússar einnig sigur í orustu og drápu 500 menn af Þjóðverjum. í Suður-Rússlandi halda þeir enn sókninni. Þjóðverjar hafa verið að hrúga her á vigvellina í Rúss- landi. En af því er ekki annar árangur en harðari orustur. S. 1. sunnudag töpuðu Þjóð- verjar 25 fugskipum; Rússar 12. Yfir vikuna nam flugvéla- tap Þjóðverja 161 skipi, en Rússa 71. Sýnir þetta að bar- dagarnir eru að harðna. En Rússar hafa samt sóknina. Astralía: 1 gær lutu fréttir frá Ástralíu að því, að mikil árás hafi verið gerð á herstöðv- ar Japana á Nýju Guinea og flugskálar brendir og 6 loftskip eyðilögð; Ástralingar mistu ekkert flugskip. Tap Japana þarna er nú orð- ið: 30 herskip, 60 flutrtingsskip og 200 flugför. Japanir gerðu flug-árás á Darwin í Ástralíu í gær; um skaða getur enga. Burma: Þar er barist aðal- lega á tveimur stöðum við Ir- rawaddy-fljót, er um mitt land- ið rennur. Heitir annar stað- urinn Toungoo, borg með 20,000 íbúa; þar eru Kínverjar með lið sitt og verja borg þessa frækilega, þrátt fyrir mikinn liðsmun. Hinn bardagavöllur- inn er við Prome, borg með 30,000 íbúum; þar eru Indverj- ar og Bretar. Bjuggust þeir við liði frá Indlandi, en það kom ekki. Náðu Japanir þar i gær betri aðstöðu en áður og þykir þarna nokkur ha'tta á ferðum. Burma-búar greiða fyrir Japönum alt sem þeir geta og berjast með þeim. í einni orustu voru 300 japanir herteknir og voru 70 Burma- búar í þeim hópi. Mestir bar- dagar eru sagðir að hafa verið við Toungoo; segja Kínverjar þar hafa af Japönum fallið alls síðan bardagar þar hófust um 5000 manns. Orusta fyrir norðan Noreg Á hafinu fyrir norðan Noreg, gerðu Þjóðverjar árós á brezk og bandarísk skip, sem voru a leið til Murmansk með vörur til Rússa. Sagði í fyrstu frétt- um frá Þýzkalandi, að sam- bandsþjóðirnar hefðu tapað einum 8 skipum. Sjóorusta þessi, eða eltingarleikur, stóð yfir í tvo daga. Brezk herskip og rússnesk tóku á móti þýzku skipunum. Hið sanna er nú, að tvö brezk herskip voru hitt og löskuðust, en komust alla leið til Murmansk; Skipin hétu Trinidad og Eclipse — hið fyrra 8 þús., en hitt 1375 smá- lestir. Þetta voru varnarskip við flutninginn, ásamt rúss- neskum kafbátum. En af Þjóðverjum var einum tund- urspilli sökt, einn eða tveir aðrir löskuðust og 3 þýzkir kafbátar sukku — að því er haldið er — eða 5 skip alls. Flutningurinn komst því alla leið til Murmansk, án þess að nokkru af honum væri sökt. Tirpitz eða önnur stór skip Þjóðverja voru ekki í orustu þessari. Skipin voru flést sma og lögðu á flótta eftir ófarír nefndra þýzkra skipa. Leiðin til Murmansk er þvi ekki enn lokuð, þó Hitler hafi eflaust ætlað sér að gera það með sendingu herskipa sinna til Noregs. Vestur að hafi Hjörtur Kristmannsson heit- ir maður sem hefir ferðast um bygðir íslendinga meðfram Winnipeg og Manitoba vatna undanfarnar vikur, ókunnugur oss að öðru en því að hann var kominn vestan frá hafi. Af er- indi hans fóru litiar sögur, en af nýlega útkomnu blaði — Vanoouver Sun, 24. marz — má sjá, að landar frá ofannefndum bygðum eru þangað komnir og von sé á fleirum frá sömu slóð- um. Þeir séu ráðnir til fisk- veiða í stað Japana, sem land- stjórnin hefir vandlega smalað af ströndinni og flutt til ann- ara staða, suma til vegavinnu í miðju landi og annara nauð- synlegra verka. Blaðið nefnir tvo með nöfn- um og flytur myndir af sum- um. Þessir eru nefndir: Pétur Valdimar Eiríksson, 59 ára, átta barna faðir; Sigurður Brynjólfsson, 44; Burney Joihn- son, Gimli, 18 ára; Harry Thor- steinsson, 49 og synir hans tveir: Mundi 27 og Marino 29; Alfred Magnússon, Hallur Sig- urðsson, Lincoln Peterson. — Þessir teljast ráðnir til lúðu- veiða af British Columbia Packers Ltd., en sú veiði byrjar um þetta leyti. Um 30 landar hefir blaðið eftir þeim að komnir séu vestur, í sama augnamiði. Frá öðrum hefir oss borist sú frétt að þessir séu ráðnir til vesturferðar af fyrgreindu fé- liagi: Kris Sveinsson; Siggi Sveinsson, Riverton; Doddi Þórðarson, Gim’li; Daniel Bjarnason, Hnausa; Toki John- son, Gimli; Rósi Eldjárnsson, Gimli; Gisli Benson, Gimli; Art Willis, Riverton; Jónas Mag- nússon og Sam Redshaw, Víð- ir, Man.; Herbert Albertson, Húsavík; Bill Magnússon, Riv- erton; Harold Robinson, Pine Falls; Geiri Sigurgeirsson, Heklia; Jakob Sigurgeisson, Hekla; Kristján Sigurgeirsson, Hekla; Alli Jónasson, Hekla; Beggi Helgason, Gimli, Magnús Jónasson, Gimli. Indverjum ekki þokað 1 gærkvöldi voru miklar lik- ur taldar á þvi, að Indverjar ætluðu ekki að ganga að samn- ingunum sem Sir Stafford Cripps býður þeim. 1 þeim samningum, er Indverjum lof- að sjálfstæði eftir stríðið á sama hátt og öðrum nýlendum Breta, t. d. Canada, fyrir það að taka nú þátt í stríðinu með Bretum. En Indverjar sætta sig engan veginn við þetta. — Þeir hafa á orði í blöðum sín- um, að þeir séu hissa á boði hins góða manns, Cripps, um að áskilja Bretum herstjórn yfir landinu. Indverjar vilja fá hana nú þegar í sínar hend- ur, ásamt fullveldi í stjórnmál- um. All-India-congressið hefir aldrei annað látið á sér heyra en að það væri eindregið á móti samningum Cripps. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Fjörutíu mílur á klukku- stund — það vill nú sambands- fcstjórnin að verði akusturshraði bíla á þjóðvegum í Canada. — Mun landstjórnin 'hafa farið fram á það við fylkin, að þau semdu reglur um þetta; álitur sambandsstjórnin það bæði mínka neyzlu á gasolíu og slit á gúmmi-hringum á bílhjólum. Síðan Japanir náðu í 90 af hundraði af allri togleðurs trjá- rækt, með hernámi Indlands- eyja, litur illa út með efni til slíks iðnreksturs í Canada, sem anmars staðar. • • • Á síðustu dögum Manitoba þingsins voru lög samþykt er svifta Winnipeg-borg réttinum til að leggja $5 skatt á bíla; þau lög koma í gildi í lok ársins 1942. Ennfremur var 2% á- fengisskatturinn tekinn af bænum; þau lög koma í gildi 30 apríl á þessu ári. Tekjutap Winnipeg-borgar nemur $200,- 000 af þessu. Bæjarstjórnin í Portage la Prairie fór fram á sömu hlunnindi og Winnipeg hafði, áhrærandi áfengisskatt- inn. f stað þess að vera veitt- ur hann, var hann tekinn af Winnipeg. • * • Nefnd sem hafði rannsókn ellistyrkslaganna með höndum, lagði til að sambandsstjórnin hækkaði styrkinn úr $20 í $25 á mánuði. Fylkisþingið í Mani- toba tjáði sig í gær samþykt hækkuninni. Fylkisstjórnin greiðir einn fjórða skattsins en sambandsstjórnin þrjá fjórðu hluta hans. * * * í brezku útgáfunni af Who’s Who”, (hver er maðurinn) sem nýlega er komin út fyrir árið 1942, er lýsingin af Stalin níu orðum lengri en í útgáfunni 1941. Thoreau segir: Það er meira vert að kenna mönnum að virða sannleikann en lögin. Ástin er óvægin gagnrýnari. Hatrið fyrirgefur meira en hún. TOGLEÐUR ÚR RÚSS- NESKUM FÍFLUM Eftir A. T. Steele Meðal þeirra fífla-tegunda sem gróa í Rússlandi, er ein tegund sem hefir forðað Sovét- ríkinu frá skorti á togleðri; og um leið orðið mikilvægt atriði í framleiðslu hergagna innan ríkisins. Meirihluti hins rússneska togleðurs er gerður úr ýmsum efnum blönduðum saman; en af aðeins einu þeirra efna er notað meira en af fíflarótun- um. Með því að þvi nær ekk- ert togleður er nú fáanlegt er- lendis, hefir stjórnin rússneska gert áætlun um, að togleðurs- fifla-akrarnir verði stækkaðir um 250% á þessu ári. Eru þeir akrar mestmegnis inni í miðju landinu. í síðastliðin tíu ár hafa vísindamenn þeirra vitað um þessa togleðurs-fífla; en notkun þeirra hefir verið bund- in við Rússland eitt. Jurtin hefir fengið hið vísindalega nafn: Taraxacum Koksaghys Rodini. En alstaðar, innan Sovét-rikisins er hún nefnd Koksaghys. Þessi tegund fífla gefur ekki ríkulega uppskeru; en hún hefir þann mikilvæga kost, að hún getur þroskast í köldu loftslagi. Það var árið 1932 að rúss- neskur bóndi fyrst tók eftir þessari tegund fífla. Hann sá að hún var öðrum frábrugð- in að því leyti, að hún hafði stórgervari rætur, sem voru fullar af Jímkendum vökva, mjög áþekkum togleðri. Hann fór þá með rætur þessar til Moskva og gaf þær í hendur Rodini, jurtafræðingi stjórnar- innar, sem lýsti yfir að það væri alls kostar ný tegund fifla, sem hefði í sér miklu meira af togleðurs-vökva en þær sem áður voru kunnar. Það var þó ekki fyr en árið 1937 að farið var að rækta Kok saghys í stórum stíl. En síðan hefir stjórnin hvatt til, að ræJctað væri sem mest af henni og jafnvel veitt fjárstyrk til þess. Að ytra útliti er Koksaghys mjög áþekk þeim tegundum fífla, sem vaxa óræktaðar hér og þar. Togleður-vökvinn er í rótinni og hýði hennar. George Pavlov, forstöðumaður í akur- yrkju-deild stjórnarinnar, sem hefir gefið oss mest af þessum upplýsingum, segir, að þessa Koksaghy-rætur séu, eftir þurkun, 7—9% togleður; og að 200 pd. af togleðurs-vökva af ekrunni sé talin góð uppskera. Hann segir að þetta fíflaróta- togleður sé ekki eins gott og það sem framleitt er í hitabelt- is-Iöndunum; en þó betra en efnablöndunar-togleðrið. Hann hyggur að Koksaghys myndi þrifast vel á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum. Eg spurði hann, hvert þetta rússneska fíflafræ myndi verða fáanlegt, í stórum stíl, til ræktunar-til- rauna hér í landi; og kvaðst hann hyggja að svo myndi verða.—Þýtt úr Free Press. B. Úr fundarræðu: Það er á- byggilega ábyggilegt, að skoð- un andmælanda míns er á- byggilega röng — í stórum dráttum .... • • • Börnin stæla fullorðna fólkið og langar til að líkjast því í öllu. En þegar þau eldast, skilja þau ekkert í því, að þau skuli nokkurn tíma hafa lang- að til þess. FJÆR OG NÆR Goðafoss er nýlega kominn til New York. Með skipinu komu að heiman þessir farþeg- ar: Stefán Wathne, Kristján Jónasson, Alfred Eliasson, Ás- björn Magnússon, Selma Jóns- dóttir, Sig. Runólfsson, Alfred Nielsen, Fl.Lieut. Bulukin. — Fregn þessi kom í bréfi til Á. P. Jóhannssonar er hann góðfús- lega færði Hkr. til birtingar. • • • Horv J. T. Thorson kom til bæjarins fyrir síðustu helgi og dvelur hér fram yfir páska. • • • Lýður S. Líndal, 498 Victor St., Winnipeg, lézt 28. marz að heimili sinu. Hann var 81 árs að aldri, ættaður úr Stranda- sýslu. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lút. kikrju í gær. ♦ • • S. Thorkelsson kom fyrir helgina austan frá Ottawa. — Hann hitti ýmsa landa eystra svo sem Major K. Austmann, Hon. J. T. Thorson o. fl. Lét hann mikið af að landar, sem til Ottawa kæmu, ættu þar hauk í horni, sem Mr. Thorson væri. • • • W. J. Líndal dómari hefir það starf með höndum í þess- um bæ, að athuga beiðnir þeirra er um atvinnuleysis- styrk sækja. • • • Munið eftir og sækið sam- k o m u Laugardagsskólans, laugardaginn 18 apríl n k. Ókeypis fyrir börn upp að 14 ára aldri. Mjög er áríðandi að börn sæki allar kenslustundir til loka skólans og séu stund- vís. • • • Mrs. Steina J. Sommerville talar í CKY útvarp miðviku- daginn 8. apríl, kl. 4 e. h. um “Islenzka frumherja.” • • • Á laugardaginn opinberuðu trúlofun sína Alice, dóttir Mr. og Mrs. Herbert Baldwinson, Riverton og Jóhannes Snorra- son frá Dalvík við Eyjafjörð. Gildi var haldið að 902 Ban- ning St., hjá Mr. og Mrs. M. Thorvaldson. Jóhannes og einn félaga hanis lögðu upp daginn eftir til þriggja mánaða fram- haldsnáms í fluglist í Regina. Hkr. óskar til lukku. • • • Laugardaginn 21. marz, var veglegt brúðkaup haldið á heimili Mr. og Mrs. W. E. Perry, 723 Warsaw Ave., hér í borg. Gengu þá tveir bróðursynir Mrs. Perry, þeir Helgi og Brynjólfur Jones, saman í heilagt hjónaband. Foreldrar þeirra eru Thorbergur og Anna Jones frá Birkilandi í Mikley. Helgi giftist Frances Anne Hirst; er hún íslenzk í móður- ætt, dóttir Mr. og Mrs. Walter Hirst, sem búa við Oak Point, Man. En Brynjólfur gekk að eiga Sigríði Kristjönu Johnson, dóttir Mr. og Mrs. Sigurðar Johnson í Mikley. Séra Bjarni A. Bjarnason framkvæmdi hjónavígsluna. Heimili hinna ungu hjóna verða í Mikley. • • • Mr. og Mrs. Eddie Johnson frá Elfros, Sask., lögðu á stað heimleiðis í bíl s. 1. mánudags- morgun eftir að hafa dvalið hér í nálega tvær vikur í heimsókn hjá skyldmennum og kunningj- um. • * * Stúkan Skuld heldur ekki fund þessa viku.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.