Heimskringla


Heimskringla - 08.04.1942, Qupperneq 4

Heimskringla - 08.04.1942, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. APRÍL 1942 Hcitnskringla (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 85 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borglst fyrlrfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Oll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjári STEFAN EINARSSON tjitanáskriít til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue. Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 8. APRÍL 1942 ÍBÚAR NÝJU GINEU STEIN- ALDARMENN Með útbreiðslu stríðsins til Nýju Gíneu, hefir það færst út bæði í tíma og rúmi. Á Nýju Gíneu (sem fyrrum hét Papúa og dregur nafn af íbúunum, Papúum, er þýðir hrokkinn hærður) búa frumbyggjarnir enn mjög á sama hátt og þeir gerðu á steinöldinni; þeir hafa lítið breyzt. Það er og efast um, að þeir geti samið sig að nútíðar menningu. Hér er um aðra stærstu eyju í heimi að ræða. Grænland mun sú stærsta vera. Flatarmál Nýju Gíneu er 312,329 fermil- ur og því nokkuð stærra en Manitoba eða Saskatchewan. Um íbúa töluna hafa menn ekki til þessa tíma vitað með vissu. Árið 1938, fann leiðangur Richard Arohi- bald um 60,000 manna á eyjunni fyrir norðan svonefnd Snjófjöll; hann flaug þar yfir og eygði kálgarða eða rækt- aðar spildur, er bar vott um mannabygð. íbúatalan er getið til að muni vera nærri einni miljón, þar af 5000 Evrópumanna. Vissir hlutar eyjunnar eru enn sagðir ókannað land. Eyjan er mjög fjalllend, eru hæstu tindar fjallanna alt að 16,000 fet. Vestan til eru láglendi, um 10,000 fermílur að stærð, en það eru mýrar og fen að miklu leyti. Uim vegi og brýr er lítið. Ferða- lög eru gerð annað hvort í eintrjáning- um eftir ám eða fótgangandi. Bátana hafa íbúarnir smíðað með steináhöldum, holað trjábolina. Portugallinn, Jorge De Menese fann eyjuna 1527; en hún var nefnd Nýja Gínea af de Retiz (1546) af því að honum þóttu íbúarnir likjast svo blökkumönn- um í Guinea í Afríku. Eyjan var meira að segja iítið þekt, er Hollendingar, Bret- ar og Þjóðverjar skiftu henni milli sín árið 1884. Eftir stríðið 1914-18, var hluti Þjóðverja gefinn Ástralingum. En jafn- vel þá, var landið óþekt flestum Evrópu- mönnum að öðru en því, að kaupmenn vissu að þaðan komu hinar fögru fjaðrir Paradísarfuglsins, sem ná svo mikilli litafjölbreytni, einkum um timgunar tíma fuglanna, að ekkert jafnast við það. Fjaðrir þessar, má sjá í höttum kvenna, ekki sízt um þetta leyti árs — páska! Það hefir verið grunur manna, að á eyjunni sé mikið af málmum. Gull hefir fundist við stað þann, er Moroba heitir. En sögur um að íbúarnir séu mannætur og setji sig ekki úr færi, að ná í höfuð- leður útlendra hefir dregið úr leitinni eftir dýrum málmum. Sagt er að eyjaskeggjar séu ef til vill enn mannætur, en þó meira vegna gam- alla skoðana- og trúarkredda, en löng- unai' í mannak jöt. Það voru trúboðarnir er fyrst komu þangað er etnir voru. Virðing fyrir lögum hvítra manna hefir aukist og þetta breyzt, þó ekki kunni úr sögunni að vera. Enn treystir enginn, hvað frumbyggjarnir kunna að gera. Þeir virðast ávalt ugga að sér, þó í bezta félagsskap séu. Evrópumenn, sem flest- ir eru í enska hluta landsins, telja sig sjaldan óhulta. Hvernig frumbyggjarnir muni snúast við innrásarliði Japana, ef- ast enginn um. Þeir hafa ef til vill ekki mikið tækifæri á móti mönnum með nú- tíðar vopnum, ef fylkja ætti sér í orustu við þá. Vopn eyjaskeggja eru bogar og steinaxir; spjót og axir úr stáli eru þó ekki ótáð nú í höndum þeirra. En í ó- fylktum ófriði, með fyrirsátrum og stiga- mensku aðferðum, geta þeir unnið inn- rásarliði mikið tjón. Þar við bætist, að landið er ókannað og veglaust, veður- far ilt, ýmist kæfandi heitt eða helli- rigningar. Eyjan er frá náttúrunnar hendi eitt versta land að hertaka. Fyrir klæðnaði frumbyggjanna fer ekki; á það jafnt við um konur sem karlmenn. En þeir eru skrautgjarnir sem aðrir. Algengasta skrautið eru beinhringir í nefinu; kvenþjóðin hefir festar um hálsinn, mjög haglega gerðar, úr hundstönnum. Á hörundið skera þeir myndir og mála sig alla vega. Þjóðernl eyjaskeggja eru Papúar og eru þeir hraustir og gerfilegri en nábúar þeirra, dverganir svörtu, Pygmies, sem sjaldan eru meira en 4 fet og 6 þuml. á ihæð og Malasíumenn (mongólakyns). Um uppruna Papúa er ekki með fullu vitað, þó Mkir séu svertingum. Eyja- skeggjum kemur vel saman sín á milli, en líta á alla útlendinga grunsamlega. Þó steinaldarmenning megi heita þarna hafa íbúarnir ræktað smábletti eða garða af landi, girt þá inn og búið vel undir ræktun. Hafa þeir gert þetta alt með stein-áhöldum. Húsin eru stór, kölluð langhús, og búa margar f jölskyld- ur í hverju. Á eyjunni vaxa dýrar viðar- tegundir t. d. sandalviður, íben- og sed- rus viður; perlu og fiskveiði er stunduð á ströndinni. Jurtagróður er svipaður og í Ástralíu. Af alidýrum er lítið, en fugl- um mesta mergð. íbúarnir lifa á hnot- um, fiski, garðmat og ávöxtum. Þetta land, sem hér hefir verið i fám orðum sagt frá, er nú vettvangurinn, sem Ástralingar, undir forustu Douglas Mac- Arthurs og Japanir mætast á. Japanir eru komnir til eyjunnar. En þeir hafa orðið fyrir hroðalegu skipastjóni við strendurnar. Geti þeir eflt her sinn þarna með tíð og tíma, eins og þeir ef- iaust ætla sér, verður Ástralíu hætt, nema meira lið komi henni til verndar. LEITIN EFTIR GUÐI Útvarpsrœða flutt í Winnipeg 22. febr. af séra Guðm. Árnasyni. Texti: Við hvern viljið þér þá líkja Guði og hvað viljið þér taka til jafns við hann? Jes. 40, 18. Fyrir nokkrum dögum átti eg samtal við einn af vinum mínum, gamlan mann, sem hefir hugsað meira og dýpra um mörg vandamál mannlegs huga, þar á meðal trúmál, en alment gerist. Samtal okkar var fyrst á víð og dreif, en að lok- um snerist það að trúmálunum, og fyr en okkur varði vorum við komnir út i langa samræðu um það, sem er kjarni allra trúarbragða -. . trúna á Guð. Eitt af því, sem vinur minn sagði og lagði áherzlu á, var þetta: hvernig eigum vér að hugsa oss Guð? “Eg get ekki hugsað mér Guð sem mann,” sagði hann. Og þegar eg leitaði frekari skýr- ingar á ,því, við hvað hann ætti með þessum orðum, kom í ljós, að hann átti ekki við mann í Mkamlegri mynd, heldur, að mér skildist, við mannlegan persónu- leika. . . . Eg dró athygli hans að því, að bezta aðferðin til þess að komast að ein- hverjum niðurstöðum í þessu sem öðru, væri ekki sú, að tala i hálf-óákveðnum orðum, sem við gætum hæglega lagt mis- munandi merkingar i, heldur að leita fyrst að einhverju, sem okkur kæmi saman um að væri eins áreiðanlegur grundvöllur og hægt væri að fá; og byggja á honum ályktanir, sem, hversu ónógar sem þær kynnu að vera, hefðu þó að minsta kosti það til sins ágætis, að vera bygðar á því, sem okkur kæmi saman um að væri sannleikur. Og eg stakk upp á því að við tækjum skil- greiningu stjörnufræðings á heiminum; og þar sem eg þekti enga aðra betri en iþá, sem er að finna í Astronomy for Everybody, eftir NewCombe, tók eg hana sem dæmi. Hugsum oss, segir Newcombe, að vér gætum smækkað sólkerfi vort þangað til að jörðin væri á stærð við mustarðsfræ. Tunglið væri þá ofurlítil ögn, hér um bil einn fjórði ihluti af þvermáli jarðar- innar, og væri einn þumlung frá henni. Sólin væri á stærð við epli, og fjarlægð- in milli hennar og jarðarinnar væri fjörutíu fet. Hinar pláneturnar, sem ganga umihverfis sólina, væru á stærð alt frá örsmárri ögn, sem ekki sæist með berum augum, upp að meðalstórri baun. Sú sem væri næst sólinni, væri tíu fet frá henni, en sú fjærsta einn fjórða 'hluta úr mílu. Og allar þessar agnir væru á hægri ferð umhverfis eplið; sú sem næst því væri þyrfti þrjá mánuði til að komast kringum það, en sú sem lengst væri burt þyrfti 160 ár til þess. Það mætti leggja alt þetta niður á velli, sem væri hér um bil hál-f fermdla á stærð. En fyrir utan þann völl væri ekkert, að máske einstaka halastjörnu undanskil- inni, á fleti, sem væri stærri en alt meg- inland Norður-Ameríku. Eínhvers stað- ar þar úti í géimnum væri næsta stjarna, á stærð við epli, eins og sólin. Þessi mynd gefur oss ofurlitla hug- mynd um hina takmarkalausu stærð al- heimsins, stærð sem er miklu meiri en svo að vér getum gert oss nokkra ljósa grein fyrir henni. Og tímalengdirnar eru að sama skapi stórkostlegar og fjar- lægðirnar. Vér vitum t. d. að tíminn, sem þetta sólkerfi, sem jörðin er hluti af, hefir þurft til þess að myndast, telst í hundrað miljónum ára. Svo stórfeng- legt er þetta alt saman, að það liggur við að segja megi, að vér séum lítið nær iþví að þekkja aliheiminn til hMtar, heldur en músin, sem kemst fáa faðma fró holu sinni, er að þekkja meginland Ameríku frá hafi til ihafs. Og samt er þúsundum barna enn þann dag í dag kend gömul munnmælasaga frá Gyðingalandi um að iþetta hafi alt verið skapað á sex dögum fyrir nokkrum þúsundum ára sem bók- staflegur sannleikur. En svo eg komi aftur að samærðu minni og vinar míns: hvar er Guð að finna í öllurn þessum óendanleika rúms og tíma. Hér eru staðreyndir, sem eru svo stórkostlegar að þær verða aðeins táknaðar með öhemju-háum tölurn á pappír, tölum, sem enginn mannlegur skilningur í raun og veru grípur; en sem eru alveg óvéfengjanlega sannar. . . . Vinur minn sagðist ekki geta hugsað sér Guð sem persónuleika, eða sem mann, eins og hann orðaði það; og eg geri ráð fyrir að þeir séu margir, sem verða að segja það sama, eftir að þeir hafa íhugað þessi undur stjörnufræðinnar. Og hvaða skilning sem vér leggjum í orðið per- sónuleik, þó að vér segjum að það tákni aðeins eiginleika samandregna í ein- hverskonar heild, fráskilda allri Mkam- legri tilveru, þá erum vér litlu nær fyrir iþví. Vér þekkjum engan persónuleika annan en þann, sem er bundinn við lík- amlega tilveru. En mennirnir hafa þó lengst af hugsað sér Guð sem mann. Það er bókstaflega satt að mennirnir hafa skapað Guð í sinni eigin mynd. Hinir mörgu guðir, sem vér lesum um i trúarbragðasögu mannkynsins, eru flestir ekkert annað en meira eða minna dýrlegar mannverr ur, eða náttúruöfl íklædd mannlegum persónuleika. Jehóva gamla testament- isins er austurlenzkur konungur; Óðinn forfeðra vorra er vitr höfðingi, og guð kristinna þjóða var lengi í augum flestra hinn strangi dómari, sem hafði fyrst og fremst það Ihlutverk með höndum, að refsa mönnunum fyrir syndir þeirra. All- ir þessir guðir eru í vissum skilningi í mannsmynd; mennirnir hafa skapað þá í sinni eigin mynd og Mkingu. Og það var náttúrlegt að þeir gerðu það; þeir voru í meira eða minna samræmi við það sem mennirnir vissu um heiminn. Hugmynd- irmannanna um guðina hafa tekið mörg- um breytigum, og breytingarnar hafa ekki farið eingöngu eftir vitsmunum og þekkingu þeirra, heldur líka eftir hinum ráðandi lífsstefnum: ií konungsríkjum Austurlanda voru guðirnir himneskir konungar, þegar hugsunin um synd og spilMngu var efst í hugum flestra manna var Guð dómari; og nýjasta guðshug- myndin, sem reynt hefir verið að búa tiJ, gerir Guð að einskonar yfirleiðtoga þýzkra manna, sem hefir alveg sérstaka velþóknun á fólki af svo nefndum ger- mönskum ættum. Vitanlega eru þessar guðshugmyndir ekki þær einu, sem vér finnum í sögu mannkynsins. Jesaja spámaður var víst ekki ánægður með guðsihugmynd Gyð- inganna, og það er næsta lítið í kenn- ingum Jesú frá Nazaret um Guð sem yfiriþjóðihöfðingja, sem þurfti að færa fórnir á sérstökum stað á stærri ihátáð- um. Það hafa verið uppi í heiminum nokkrir menn, sem hafa endurbætt guðs- hugmyndirnar, gert þær fegurri og há- leitari, hreinsað þær af því, sem þeim hefir þótt of mannlegt, of lágt og ósam- boðið þeirri hugmynd, sem menn ættu að hafa um Guð. En spurningin, sem fyrir oss liggur er: ihvar getum vér fundið Guð? Margir vilja nú á tímum halda þvi fram, að öll guðstrú mannanna sé ekk- ert nema íihyndun, sprottin af vanmátt- arkend og ótta mannsins við það sem hann þekkír ekki. Þeir segja oss, að vis- indamennirnir, sem rannsaka alt, frá öreindum efnisins til hinna fjarstu geirna, finni hvergi Guð. Og það er alveg satt. Visindamaðurinn sem vísindamaður finnur ekkert nema efnislegar staðreyndir; hann leitar ekki að öðru. •— Stjörnufræðingurinn finnur sólir og mælir hreyfingar þeirra, jarðfræðingurinn finn- ur steingerfinga í klettalögun- um og les úr þeim sögu Mfsins á jörðinni. Það er ekki í neinni einstakri fræðigrein, heldur í þvi, sem þær allar leiða í ljós, í heildarsannindunum, sem vér getum búist við að fá vitneskju um Guð. Þegar vér Mtum á alla verundina sem heild, frá krystallinum í steininum við fætur vorar til hinnar fj-arlæg- ustu stjörnu í regindjúpi geims- ins, frá amöbunni, sem hrærist 'í vatnspollinum við veginn til mannsins, sem stýrir bílnum, sem ferðast eftir veginum, þá getum vér alls ekki komist hjá því að velja á milli tveggja á- lyktana. Annaðhvort er það alt, — krystallinn, stjarnan, amaban og maðurinn alveg til- gangslaus tilviljun, til orðin vegna þess að einhverjir blind- ir kraftar hafa komið af stað hreyfingu í dauðu efninu; eða, að öðrum kosti, það er vit og tilgangur í því öllu; annað- hvort eru lögmálin, sem menn þykjast finna í tilverunni, ekk- ert nema ímyndun þeirra sjálfra, eða þau eru allsherjar lög, sem einhver vitsmunaleg- ur máttur hefir sett efninu. Vér getum að vísu sagt, að efn- ið hafi sett sér þau sjálft; en þá hlýtur líka efnið að vera á ein'hvern ihátt vitsmunum gætt. Þessi lög, hvernig sem þeim að lokum er farið, eru ó- skeikul, alt, sem til er í veröld- inni, Jýtur þeim og hagar sér eftir þeim. Vér. vitum ekki hvers vegna það gerir það. — Jörðin gengur altaf umhverfis sólina eftir afmarkaðri braut. Hvers vegna gerir hún það? Hvers vegna fer hún ekki beint út í geiminn? Hún fylgir þyngdarlögmálinu. Það er það eina, sem vér getum um það sagt. Vér vitum að þyngdar- lögmál er til, en ekki hvers vegna það er til. Hvers vegna sprettur ekki eik upp af fræi asparinnar, eða rós þar sem hveitikorni er niður sáð? Af því að eðli þessara trjáa og jurta er óhagganlegum lögum bundið. Og maðurinn sjálfur er þess- um lögum bundinn, hann er hluti af tilverunni og fylgir hennar lögum eins og alt ann- að. Hann getur t. d. ekki fremur yfirbugað þyngdarlög- málið en steinninn getur það, þó að hann geti flogið í loftinu með hjálp annara afla, þegar hann veit hvernig hann á að nota þau. Hann er Mfræn vera, og það er jafn óskiljanlegt að lokum og alt annað. Vér vit- um ekki hvers vegna sumir j hlutir í náttúrunni eru lífræn- ir, en aðrir, að því er virðist, lífvana, og vér vitum ekki hvort Mf getur átt sér stað öðru vísi en í sambandi við efnisleg- an líkama, — hverju sem vér trúum um það. En spurningin er þá, hvora ályktunina vér eigum að að- hyllast, þá sem neitar að nokk- uð sé til nema efnið í hreyf- ingu, eða þá sem finnur í allri tilverunni, þegar hún er skoð- uð sem heild, orku og lögmál, sem bera vott um vitsmuni eða hugsun, andlegan mátt. Sá sem trúir því, að sdðari ályktunin sé sönn og betur grundvölluð í veruleikanum heldur en hin, hann hefir fundið Guð. En, vill máske einíhver segja, þessi guðshugmynd er dauð og köld, hún fullnægir ekki þörf- um vorum, vér getum ekki beð- ið til þess guðs, sem er óper- sónulegur alheimsmáttur, oss er engin 'hjálp í því að trúa að hann sé til; vér þurfum guð, sem er nálægari oss og meira í vorri eigin mynd og líkingu. Það er eflaust satt, að það ihefðu aldrei verið til nein trú- arbrögð, ef mennirnir hefðu ekki fundið til innri þarfar hjá sér til þess að leita hjálpar og styrks hjá Guði. Trúin er ekki eingöngu falin í ályktunum, hversu háleitar og fagrar sem þær kunna að vera; en hún er heldur ekki falin í því að við- taka kenningar, sem einihverjir ihafa slegið föstum og álitið ó- skeikular einhvern tíma aftur á öldum. Trúin er fyrst og fremst traust á þvi að alheim- urinn, hversu stór og yfirgnæf- andi skilningi vorum sem hann er, sé í eðli sínu þannig, að í honum sé stjórnandi vitsmuna- legur máttur; 'hún er sannfær- ing um það. Og þetta hefir trúin í rauninni ávalt verið, þótt að í öllum trúarlbrögðum séu rnangs konar hugmyndir og átrúnaður, sem oss dettur ekki fremur í hug að aðhyllast nú Iheldur en oss dettur í hug að trúa því að jörðin sé flöt. En trúin er meira en þetta, hún er líka sannfæring um það, að vorar mannlegu hugsjónir um réttlæti, mannkærleik, sann- leik, fegurð o. s. frv., í stuttu máli: hugsjónir vorar um það, sem er gott og eftirsóknarvert, hafi ævarandi gildi, að uppfyll- ing þeirra í vorum heimi sé í samræmi viðihið eilífa og óend- anlega. Lotningin fyrir mikil- leik tilverunnar, sannfæringin um vitsmunaiegan mátt í henni allri og vitundin um eilíf sið- ferðileg verðmœti vorra hæstu og beztu hugsjóna eru trú. Og þessi trú er bæði styrkgjafi og huggun í þrautum. Hin sann- asta og bezta bæn er ekki að biðja Guð um eitthvað sér til handa, heldur að biðja um styrk og andlegt jafnvægi, sem er oss nauðsynlegra en nokkuð annað á öllum þrautastundum. Við hvern viljið þér þá Mkja Guði, og ihvað viljið þér taka * til jafns við hann? Vér viljum ekkert taka til jafns við hann. Hann er sá, sem allar /hugsjónir vorar um mannlegt ágæti stefna til. Og þær réttlætast af því einu, að hans eiMfi mátt- ur ríkir í öllu. Og lotningu vora og traust til hans látum vér í ljós, er vér segjum, að hans sé mátturinn og dýrðin að eiMfu. ISLANDICA Nýlega hefir mér borist í hendur Islandica vol. XXVIII. (Ithaca 1940). Þykist eg ekki h'afa séð þess getið í íslenzku blöðunum og vil því fara fáein- um orðum um það. Islandica er ætíð athyglisverð og eitt það iþarfasta rit gefið út um islenzk efni á enskri tungu. Er safnið alt nokkurskonar minnisvarði íslenzkrar bókmentaiðju gegn- um aldirnar og hefir án efa átt mikinn þátt í því að kynna ís- lenzka menningu erlendum fræðimönnum. Að þessu sinni hefir Halldór Hermannsson tekið til með- ferðar skrautstafi og myndir iþær sem prýða hin ýmsú hand- riit af Jónsbók (eða Lögbók Is- lendinga) sem til eru frá 16. og 17. öld. En eins og flestir munu vita var það vani þeirra er rit- uðu upp handrit á miðöldunum að skreyta þau stórum og mjög vönduðum upphafsstöfum og eru margir þeirra alveg ein- stæð listaverk. Oft eru og mál- aðar eða teiknaðar myndir látnar fylgja. Stundum eru þær tvinnaðar inn í upphafsstafinn, stundum settar alt í kring um lesmálið og oft út af fyrir sig á heilar blaðsíður. Var þetta sér- staklega algengt 'hvað handrit af heiiagri ritningu viðvíkur en náði einnig til annara rita. Kveður ekki eins mikið að iþessu í íslenzkum handritum eins og þeim sem eiga sinn upp- runa á meginlandi Evrópu. Haildór Hermannsson hefir áður gefið út rit um slík íslenzk handrit ffá miðöldunum, sem

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.