Heimskringla - 08.04.1942, Blaðsíða 8

Heimskringla - 08.04.1942, Blaðsíða 8
8. SÍÐA WINNIPEG, 8. APRIL 1942 HEIMSKRINGLA FJÆR OG NÆR MESSUR 1 ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg N. k. sunnudagskvöld, kl. 7, £ fer fram “Family 'Service”, messa fyrir foreldra og börn, í Sambandskirkjunni í Winni- peg. Þessi guðsþjónusta verð- ur á ensku, og verður umræðu- efni prestsins “An Amazing Adventure”. Morgunmessan, kl. 11 verður einnig á ensku eins og vana- lega, og verður umræðuefnið við það tækifæri, “What Must I Do To Be Saved?” Fjölmennið við báðar guðs- þjónustur, og foreldrar og ung- menni, sækið kvöldguðsþjón- ustuna, kl. 7, og takið sameig- inlegan þátt í henni. ROSE THEATRE ---Sargent at Arlington- Phone 23 569 This Week—Thur., Fri. & Sat. IN TECHNICOLOR!!! Betty Grable—Don Ameche “MOON OVER MIAMI" ALSO Richard Dix—Florence Rice “Cherokee Strip" Cartoon | Friday Nite <S Sat. Matinee = = Chap. 3 of "SPIDER'S WEB" s .................... — HEYRNARLEYSI — HÉR ER ÞA LOKSINS HIÐ NÝJA UNDRA VERKFÆRI Dregur úr háum hljóðum og öðrum skerandi hávaða, lagar hljóðið sjálfkrafa. Frí reynslu- sýning á laugárdaginn og alla næstu viku. Dunlop Prescription Pharmacy Cor. Kennedy and Graham Opin á kveldin til kl. 8 Messsað verður í Sambands- kirkjunni í Árborg sunnudag- inn 12. aprnl n. k. kl.,2 e. h. • * * Séra Guðm. Árnason messar 12. apríl á Lundar og 19. apríl á Oak Point. * • • Sumarmála-samkoma Kven- félags Sambandssafnaðar verð- ur haldin 23. apríl í kirkjunni á Banning og Sargent. Hefir hið bezta verið til hennar vandað. Nánar auglýst síðar. * * * Jakob Vopnfjörð, Blaine, Wash., kom til bæjarnis s. 1. laugardag. Hann dvelur hér tveggja vikna tima og mun verða til heimilis hjá dóttur sinni, Mrs. O. Jónasson. Hann sagði meðal annara frétta lát þriggja Islendinga vestra: Magnúsar Jónssonar frá Fjalli, 80 ára; dó 31. marz í Blaine; Bjarna Lyngholts í Blaine, 70 ára, dó um mánaðarmótin marz og apríl, lifir hann kona hans; Mrs. Ólafar Björkolf. ekkju norsks manns; hún dó 29. marz, var 68 ára, ættuð úr Vopnfirði. Móðir hennar, Mrs. Jones er á lífi og á íheima i Vancouver. Ennfremur sagði Mr. Vopn- fjörð Islendinga á ströndinni, bæði í Vancouver og bæjum sunnan landamæra, hafa kom- ið sér saman um einn Islend- ingadag, er haldinn verður í Friðargarðinum á landamær- unum í júlí mánuði. Er forseti þess hátíðarhalds Mr. Elíasson, verður eflaust birt meira um dagtnn síðar. Nú er tíminn að hefja Vorsönginn Og hér kemur hann—ilm- andi vorvindar — lauf og gróður lifna—landið laug- ast i sólskininu og klæðist grænum skrúða. En látið vorið ekki vera úti, flytjið það inn til ykkar! — Skoðið EATON'S Vor- og Sumar vöruskrána og þér munuð finna þar alt, sem þarf til að flytja ánægju og yndi sumarsins inn í hvert herbergi. Beztu tegundir af farfa og lakki fyrir gólf og veggi, húsmuni, gólfdúka, giuggatjöld, gardinur, vegg- tjöld, yfir höfuð alt sem heimilið þarf til að verða aðlaðandi og elskulegt, og alt þetta í mörgum og mis- munandi úrvölum, -að þar við bætist að verðið er EATON'S verð, sem er trygging fyrir því, að þér fáið peningavirði og það sem þér báðuð um. Verzlið eftir EATON'S Vöruskrá “Búð milli tveggja spjalda' *T. EATON C'L™ WINNIPEG CANADA EATON’S Tengdapabbi Er nú ákveðið að þessi skemtílegi gamanleikur verði sýndur í samkomusal Sam- bandskirkju mánudagskvöld- ið 4. maí og þriðjudagskvöldið 5. maí. Þessi leikur var sýnd- ur hér fyrir 14 árum síðan og tókst ágætlega. Aðal hlutverk- in leika Ragnar Stefánsson, P. S. Pálsson og Guðbjörg Sig- urðson. Aðrir leikendur eru S. B. Stefánsson, Grace Pétur- son, Sigrún Líndal, Inga Árna- son, Sigurbjörg Sigbjörnson, Gunnar Norland og Bragi Frey- móðsson, þeir tveir síðast- nefndu eru stúdentar frá Is- landi sem stunda hér nám um hrið. Stjórn á leiknum hefir Steindór Jakobsson. Aðgöngu miðar verða til sölu í Björn- son’s bókabúð á Sargent og hjá meðiimum leikfélagsins. * # * Sambandskvenfélagið í Riv- erton hefir tombólu og dans í samkomuhúsi Riverton 24. apríl n. k. * # # Séra Guðm. Árnason frá Lundar var staddur í bænum í gær. * * • Laugardagaskóii Esjunnar í Árborg hefir ákveðið að hafa sína lokasamkomu mánudags- kveldið þ. 20 þ. m. Hofir verið mjög til þess vandað að gera samkomuna vel úr garði. — Verður þar meðal annars mjög gott barnaprogram s.s. söng- flokkur, upplestur og leikur, sem öll börnin taka þátt i. Enn- fremur, og ekki sízt, flytur Dr. Richard Beck þar erindi um viðhald íslenzkunnar hér í landi. Eru menn hér með beðnir að fjölmenna á þessa samkomu og styðja með því að viðhaldi móðurmálsins, sem ölluim æ{ti að vera jafnkært. S. E. B. • • • A general meeting of the Junior Icelandic League will be held in the Antique Tea Room, Enderton building, Sun- day, 8.30 p.m., April 12. The speaker will be Mr. A. G. Egg- ertson, K.C. Topics for dis- cussion will be a new name for the cluib and a new éonstitu- tion. All members are urged to attend as this is A VERY IMPORTANT MEETING. # # * Jón Grímsson frá Mozart, Sask., er verið hefir við vinnu hér síðan á s. I. hausti, fór af stað heim í s. I. viku. • • • Fœðing: 25. marz fæddist Mrs. Ivy Thompson, konu Cor- poral Clyde Thompson, R.C. A.F., dóttir—Joan Margaret. Minningarrit Þeir, sem eignast vilja 50 ára minningarrit Sambands- safnaðar, geta eignast það með því að senda 50^ til Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave. Ritið er mjög eigulegt, með myndum og ágripi af sögu kirkjunnar á íslenzku og ensku. Dónarfregn Fimtudaginn, 2. þ. m. and- aðist á King George spítala, Páll G. Magnússon, 43 ára að aldri, eftir langvarandi van- heilsu. Hann var sonur Guð- mundar Magnússonar og Sig- ríðar Jóhannesdóttur konu hans, og var fæddur 11. júlí, 1898, : Búðareyri, við Seyðis- fjörð í Norður-Múlasýslu á ís- landi, og kom til Winnipeg með foreldrum sínum 18. júlí 1904. Hann gekk hér á skóla og byrj- aði ungur að vinna fyrir sér hjá C. N. R. félaginu og hlaut þar, hjá öllum sem hann vann með og fyrir, hinn bezta vitn- isburð. , Fyrir tíu árum fann hann fyrst til sjúkdómsins sem varð banamein hans. Hann var nokkur ár á Ninette hælinu, og náði sér nóg til þess að geta farið að vinna aftur, fyrir fjór- um árum, hjá sama félaginu, C. N. R. En fyrir nokkrum mánuðum, tók sjúkdómurinn sig upp aftur, sem hann hafði áður þjást af. Hann var fluttur á spítalann þar sem hann and- aðist s. 1. fimtudag. Auk foreldra hans, sem eru nú bæði á áttræðisaldri, sem verða áttræð nú í sumar, hann 3. júní og hún 17. ágúst, lifa hann tveir bræður, Þor- steinn, sem á heima hér í Win- nipeg og Magnús, til heimilis í London, Ont. Einnig lifir hann eiginkona ihans, Anne Cootes, sem reyndist honum góð í alla staði, og syrgir með hinum ást- vinunum, lát hans. Nú hafa hinir öldnu foreldr- ar fjóra syni, þrjá á fslandi, og nú þenna fjórða son, Pál. Guðmundur, faðir Páls, er af Kaldaðarnes ættinni í Árnes- sýslunni, og er sonur Magnús- ar Einarssonar, frá Kaldaðar- nesi, Hannessonar, hospítals- haldara, og Sigríður, móðir Páls heitins, er af hinni vel- kunnu Laugardalsætt. Páll heitinn var jarðaður í Elmwood grafreitnum. Útför- in fór fram frá útfararstofu Bardals s. 1. laugardag. 4. þ. m. Séra Philip M. Pétursson jarð- söng. • • # Blái krossinn, dýraverndun- arfélag þessa bæjar, hefir al- mennan samskotadag (tag day) 18. apríl. • • • Séra Valdimar J. Eylands hefir verið til þess kvaddur af National Religious Advisory Council að útvarpa ,stuttum morgun guðsþjónustum yfir CBC útvarpskerfið dagana 20— 25. aprál, frá kl. 10—10.15 f. h. (Kl. 9 Mountain time). Útvörp þessi má heyra frá stöðinni CBK í Watrous, Sask. • * • Messur í Gimli Sunnud. 12. apríl: Betel, morgunmessa. Gimli, íslenzk messa kl. 3 e. h. B. A. Bjarnason • • • * Þegar þú kemur seint af C. P. R. lestinni eða þarft að leggja snemma af stað að morgninum, þá gistið að 44 Austin St., eins manns rúm 50«, tveggja manna 75«. Mátíðir ef óskað er. Guðrún Thompson eigandi Dasn á hverju fimtudags og laugardagskveldi 20«. * * • Messa í Riverton Næsta sunnudag, 12. apríl, kl. 8 e. h. verður islenzk messa í kirkju Bræðrasafnaðar. B. A. Bjarnason ÚRTININGUR Söngur vorsins Ástargyðju sælu söngar Sálu mannsins veita frið; Lifsins-blæ um landið slöngvar —Lífræn opnast himins-hlið. Vorið kemur til að gleðja og endurnœra allan lífsþrótt Vefur grænar voðir enn Varmi geisla blærinn. Ennþá gleður goð og menn Grundin hýr og særinn. Nú eru jötunöfl að verki á voru jarðneska, andlega og himneska tilverusviði bœði til ills og góðs Heimsmenningar heljarafl, Hrjáða þvingar lýði. Vopna þinga voða tafl Veitir ringa prýði. M. Ingimarsson DÁN ARFREGN Land til sölu — 140 ekrur, fast við Gimli-bæ — við þjóðveginn — Mj mílu frá skóla — gott heimili — átta herbergja hús. Gott vatn, góð- ur jarðvegur. — Allar nauð- synlegar girðingar. Upplýsing- ar hjá Mrs. G. Davidson, 43 Lennox Ave., St. Vital. Sími 201 975. Mrs. Regina Vilhelmína Schaldemose Skúlason, andaðist að heimili Skúla son- ar síns og Guðrúnar dóttur hans, í Riverton, Man., eftir stutta legu, þann 23. marz, ár- degis. Hún var fædd 24. okt. 1844, og voru foreldrar hennar Jóhann Schaldemose og Guð- rún kona hans, búandi á Ný- lendi, í Skagafjarðarsýslu, var Jóhann danskur að ætt, en móðir hennar ættuð úr Skaga- firði. Hún ólst upp hjá for- eldrum siínum, en giftist Sig- fúsi Skúlasyni úr sama héraði, 1866, þá 22 ára að aldri. Þau settust að á eignarjörð hans, Axlarhaga.og bjuggu þar allan sinn búskap á íslandi. Þau eignuðust 8 börn, en þrjú náðu fullorðins aldri. Karl sonur þeirra dó á Islandi fullþroska maður. Regina og Sigfús mað- ur hennar fluttu vestur um haf 1884, og ásamt þeim tvö börn þeirra Ingibjörg og Skúli. Um stutta stund dvöldu þau í Win- nipeg, en fluttu þá til Moun- tain, N. D., og bjuggu þar í mörg ár. Þaðan fluttu þau til Caliento, Man. Þar dó Sigfús maður hennar, 1917. Árið 1920 fluttist hún ásamt Skúla syni sínum og Guðrúnu dóttur hans, til Riverton, Man., naut hún elsku og umönnunar þeirra og hagkvæmrar hjúkrunar sonar- dóttur sinnar. Að því fráteknu að heyrn hennar sljófgaðist síð- ari ár, naut hún sæmilegrar heilsu, var mjög tápmfkil og hraust að upplagi. Til hinstu stundar gat hún lesið sér til ánægju og dægrastyttingar. — Hafði hún alla æfi verið mjög bókelsk. Hún fylgdist furðu vel með öllu er daglega bar við; og naut sín einkar vel, með tilliti til þess hve háöldruð hún var. Mun hún hafa verið ein elzta manneskja, íslenzk, í norðurbygðum Nýja-lslands. Að sögn þeirra er bezt þektu hana, var hún glaðlynd að eðlisfari og tók straumhvörfum liífsins með jafnaðargeði. Hún átti trygga lund og einlæga Látið kassa í Kœliskápinn WvmoLa M GOOD ANYTIME ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. 1 '#################################, löngun til að gleðja aðra. Byrði langrar æfi bar hún með þreki og þolinmæði, og djúpu trausti til hans, sem öllu stjórnar. Átti hún hlý ítök í hugurn margra óskyldra samferðamanna. Út- för hennar fór fram þann 26. marz, frá heimili hinnar látnu og frá kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton, undir stjórn sóknar- prestsins þar, sr. B. A. Bjarna- sonar. Sá er Hnur þessar ritar, mælti einnig kveðjuorð. S. ólafsson SJÓLIÐI LÝSIR SKOÐUN SINNI Á ÍSLANDI Frh. frá 1. bls. en margar verzlanir í stærri borgum. Síðan tók eg mjög vel eftir öllum nýjum byggingum, til dæmis Háskólanum og Þjóð- leikhúsinu og mörgum öðrum. Tjörnin var ísi lögð, og var það mjög skemtilegt að sjá unga fólkið á skautum. Við vorum þreyttir og fórum aftur til hermannaskálanna. —: Eg stóð kyr og horfði á hin si- breytilegu, töfrandi norðurljós, sem breyttust stöðugt, og eg hugsaði um það, sem fyrir mig hafði borið þennan dag. Eg gerði mér fyllilega Ijóst, að eg var ókunnugur maður í landi sem eg þekti ekkert, en sem eg vildi kynnast. Á þessu kyrra og bjarta vetrarkvöldi ákvað eg að læra íslenzku. Upp frá þessu var eg oft í bænum með islenzka málfræði og talandi við börnin. Eg leit- aðist við að læra fáein orð, og börnin voru mér mjög hjálp- söm við iþetta erfiða nám. — Svo leið veturinn og fór að sumra með gróður margskonar og fuglalíf. Sérstaklega varð eg hrifinn af öndunum á Tjörn- inni með ungana sína, þegar eg gekk fram ihjá Tjörninni til vinnu minnar. Eg hefi hvergi í Englandi séð viltar endur með unga sína í miðjum bæ. Mér fanst alt svo skemtilegt, og eg dáðist að iðni fólksins við að gróðursetja tré, setja niður kartöflur og rófur og margt fleira, svo að það fengi góða uppskeru næsta haust. Eg varð líka að vinna mikið, en hægt og örugt lærði eg ís- lenzku með aðstoð þolinmóðs fólks, sem eg hitti. En hvað eg naut þessa bjarta og ihlýja MESSUR- og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson 640 Agnes St. Simi 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: Yngri deild — hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Eldri deild — annað hvert mánudagskveld kl. 8.15. Skátaflokkurinn: Hvert fimtu- dagskveld. Söngœfingar: íslenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hvérju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. SARGENT TAXI 7241/2 Sargent Ave. SÍMI 34 555 eða 34 557 TRUMP TAXI ST. JAMES sumars með ljómandi^fallega sólarlagið. Mér finst eg skilja fólkið betur nú, af því að eg hefi lært mikið af þvi, og einnig lesið mikið um íslenzku þjóðina. Eg hefi oft hlustað með athygli á sögurnar um Ingólf Arnarson og Leif Eiríksson, sem fyrstur fann Ameríku. Eg varð hisslí á þeirri sögu, því mér var kent í skólanum, að það hefði verið Columbus, sem uppgötvaði Ameriku. Og fleiri sögur, sem eg hefi heyrt um hinar fornu ihetjur, hafa vakið undrun mina. Af því að eg hefi talað við Is- lendinga og lesið dagblöðin, skil eg miklu betur þau vanda- mál, sem Islendingar eiga við að stníða. Vafalaust eruð þið staddir á merkilegum tíma- mótum í sögu landsins, og nú er tiimi kominn til þess að vitr- ir og dugandi menn hafi vel- ferð allrar þjóðarinnar efst í huga, svo að risa megi upp ný og fögur öld, sem börn hinna komandi kynslóða verða hreykin af. Joseph P. Walsh —Mbl. 30. des. 1941. Munið eftir og sækið sam- k o m u Laugardagsskólans, laugardaginn 18. apríl n. k. Ókeypis fyrir börn upp að 14 ára aldri. Mjög er áríðandi að börn sæki allar kenslustundir til loka skólans og séu stund- vís. HERSKIP BANDARÍKJA NORÐUR-AMERÍKU TVEGGJA ÚTHAFA FLOTI A SJÓ Herskipa framleiðsla Bandaríkjanna er nú þegar komin á það stig að hún hefir aldrei meiri verið. Þeir hafa nú sextán stór herskip tilbúin til víga, og fimtán í srmðum, og auk þess ellefu loftfara flutningsskip og að minsta kosti 155 tundurspilla. ; Heydartala her- skipa bandamanna er nú eru í smíðum eru 968 og ættu öxul-þjóðirnar að finna til þeirra fyr eða siíðar. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.