Heimskringla - 10.06.1942, Page 3
WINNIPEG, 10. JÚNl 1942
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
things, and ibestowing a bless-
ing on the new day.
N O O N
A meadow steeped in warm
sunshine and the slumberous
scent of mown hay; a horizon
shimmering in a maze of heat
waves, like continual ripples
sent along a rope iheld in one’s
hand. Drowsiness holds all
things in its spell: the voiceless
birds, the aimless insects, horse
and man resting from their
labors in the shadow of motion-
less trees.
D U S K
The sun has set, and a faint
flush on the horizon is all that
remains to mark the splendor
of its departure. Twilight
comes over the land, a shad-
owy presence bringing stillness
and contentment. Only the
muted, soothing chant of myr-
iad frogs blends into the tran-
quillity.
N I G H T
* Night creeps over the land, a
sheltering presence comes to
give rest to all creatures. —
Clothed in a mantle of black,
stars in her hair and the sickle
moon a wand in her hand, she
hushes the earth; stills the toil
of man and beast, looses the
tongues of her small choristers
that they may make sweet the
darkness with her praise.
MOONLIGHT ON THE LAKE
Silveir rays transform the ex-
panse of water into shimmer-
ing metal; its molten surface
ripples as a gypsy breeze skims
lightly across on twinkling feet.
A canoe floats unguided, a
clear voice is raised in song,
the muted chords of a guitar
come softly across the water.
—(The Messenger).
▲
The Icelandic Canadian Club
hefir ákveðið að hætta að
birta enska deild í Heims-
kringlu. Ástæðan fyrir þessari
ákvörðun er sú að sökum mót-
róðurs ýmsra kaupenda blaðs-
ins hefir ekki fengist nóg rúm
fyrir greinar á ensku og það að
þær hafa verið birtar i blaðinu
of slitrótt.
Það er illa farið að þessi við-
leitni til þess að kynna þjóðar-
arfinn íslenzka, þeim sem ekki
lesa íslenzka tungu, skuli hafa
mætt andbyr frá mönnum sem
gera sig ánægða með ýmislegt
léttmeti sem á stundum birtist
í islenzku blöðunum á íslenzku.
Þar eð þessi tilraun mætir
ekki þörfum félagsins, og nær
ekki tilgangi sínum, hefir fé-
lagið ákvaðað að gefa út tima-
rit sem mun koma út fjórum
sinnum á ári, og byrja með
september mánuði.
Nefndin sem umsjón hefir
haft með birting ensku deild-
arinnar, þakkar af alúð rit-
stjóranum og þeim útgefendum
Heimskringlu sem hafa með
góðvilja og áhuga styrkt þetta
þjóðræknis starf með því að
gefa rúm í blaðinu fyrir enska
deiild. Ennfremur þakkar
nefndin hinum mörgu er hafa
sent efni til birtingar og sem
hafa stutt þessa tilraun á ýms-
an annan hátt.
Sigrún Líndal
Helen Sigurdson
H. F. Danielson
BRÉF TIL HKR.
2481—5th Ave. E.,
Vancouver, B. C.,
18. maí, 1942.
Hr. ritstj. Hkr.:
Eg sendi blöðunum í vetur
áar línur til birtingar og nefndi
þær “Fréttir af ströndinni.”
En það nafn má eg ekki nota
lengur, því eg hefi ekki fengið
einkarétt á því að brúka það
nafn. Er ekki fréttaritari blað-
anna Heimskringlu eða Lög-
bergs en aðeins ritari fyrir
nefnd þá er kosin var s. 1. vetur
til að koma til leiðar að hægt
væri að hafa sameiginlegt
gJeðimót þeirra Islendinga og
helst allra þjóða manna, sem
væru um alla þessa stóru
heimsálfu sem einu nafni er
nefnd Ameríka og þó nútiðar
menn máske brosi að þessari
hugmynd þá veit eg að það er
aðeins á meðan, þeir er það
gera — hafa ekki hugsað málið
og brosa því máske að sinni
eigin þröngsýni.
Það er gleði mikil í því inni-
falin að hitta vini og kunningja.
Það er mikil gleði í því að hitta
fagran rnann og fagra konu, þó
það séu fyrstu fundir og af
hvaða þjóð og hvaða lit sem
það er. Þetta fólk er alt svo
undra líkt hvað öðru. Það
gleðst og hryggist, líður vel og
líður illa, vantar alt að láta sér
líða vel og njóta þess er hin
ríka náttúra hefir að bjóða og
þar eð eg hefi tekið eftir að
menn yfirleitt eru svona, þá
vona eg að eg fái altaf fleiri og
fleiri til þess að auka þá sam-
vinnu er leiðir til nánari kynn-
ipgar og með kynningunni vax-
andi samvinnu og þar sem
þessi nývaknaða hugmynd okk-
ar íslendinga hér við strönd
Kyrrahafsins að koma á stað
eins sumardags gleðimóti, þá
er það aðeins byrjun þess er
við óskum að í komandi tið
verði svo stórt og víðtækt
gleðimót, gleðihreyfing, að það
verði ihægt fyrir allar þjóðir að
taka höndum saman yfir allan
hnöttin frá pól til pól. Frá
þeim friðarboga er við höfum
hugsað okkur að vera við í
sumar og frá honum til hans
yfir um vora fögru en smáu
jörð og þegar því takmarki er
náð þá langar mig að fá leyfi
allra að mega flytja fréttir af
ströndinni, því þá má eg tala
um frið. Nú er friður ekki
heimsins áhugamál og af því
vil eg fátt skrifa.
Eg mintist á það í vetur, að
eg vildi ekki rita nöfn þeirra
nefndarmanna eða erindsreka
er kosnir voru á almennum
fundum til að koma skemtun-
inni á stað, það gerði eg af því
að þá var ekki búið að kjósa í
einni bygðinni. En nú er það
búið og margt fleira gert og því
set eg nú nöfn þeirra niður.
Hr. Andrew Danielson, séra
A. E. Kristjánsson, hr. Jakob
Vopnfjörð, Blaine, Wash.
Hr. H. S. Helgason, hr.
Thórður Anderson, hr. Jakob
Westford, Bellingham, Wash.
Séra Halldór Johnson, hr. J.
B. Salomon, hr. Ingvar Good-
man, Point Roberts, Wash.
Hr. Magnús Elíasson, hr.
Bjarni Kolbeins, hr. H. Frið-
leifsson, Vancouver, B. C.
Þegar kosningar voru af-
staðnar í þremur bygðarlögun-
um þá fóru þeir sem kosnir
voru að hafa samband og
kvöddu til fundar fyrir erinds-
reka en Point Roberts var ekki
tilbúin og sendi bréf á fundinn
er tjáði væntanlega samvinnu
INHKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
I CANADA:
Amaranth.............................
Antler, Sask.........................-K. J. Abrahamson
Arnes............................. Sumarliði J. Kárdal
Árborg...............................G. O. Einarsson
Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville............................Björn Þórðarson
Belmont..................................G. J- Oleson
Brown .............................Thorst. J. Gíslason
Cypress River....................................Guðm. Sveinsson
Dafoe...................................S. S. Anderson
Ebor Station, Man...................K. J. Abrahamson
Elfros___________________________,_.J. H. Goodmundson
Eriksdale......................................Ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask.............................Rósm. Árnason
Foam Lake.............................H. G. Sigurðsson
Gimli...................................K. Kjernested
Geysir..........................................Tím. Böðvarsson
Glenboro.................................G. J. Oleson
Hayland...............................Slg. B. Helgason
Hecla..............................Jóhann K. Johnson
Hnausa................................Gestur S. Vídal
Innisfail......................................ófeigur Sigurðsson
Kandahar.......................-.......S. S. Anderson
Keewatin, Ont...................................Bjarni Sveinsson
Langruth.............................Böðvar Jónsson
Leslie.............................Th. Guðmundsson
Lundar...................................D. J. Líndal
Markerville........................ ófeigur Sigurðsson
Mozart..................................S. S. Anderson
Narrows.................................. S. Sigfússon
Oak Point___________________________ Mrs. L. S. Taylor
Oakview..:______________________________ S. Sigfússon
Otto....................................Björn Hördal
Piney.................................S. S. Anderson
Red Deer.......................... ófeigur Sigurðsson
Reykjavík...................!.........Ingim. ólafsson
Riverton............................. Jón Sigvaldason
Selkirk, Man-----------Mrs. David Johnson, 216 Queen St.
Silver Bay, Man_______________________Hallur Hallson
Sinclair, Man......................K. J. Abrahamson
Steep Rock.............................. Fred Snædal
Stony Hill......................................Björn HördaJ
Tantallon............................Árni S. Árnason
Thornhill.........................Thorst. J. Gíslason
Víðir.................................~Aug. Eicarsson
Vancouver..........................Mrs. Anna Harvey
Wapah...................-.............Ingim. Ólafsson
Winnipegosis...............................S. Oliver
Wynyard.............................. S. S. Anderson
( BANDARÍKJUNUM:
Bantry...............................E. J. Breiðfjörö
Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash........................Magnús Thordarson
Grafton................................Mrs. E. Eastman
Ivanhoe...........................Miss C. V. Dalmana
Milton................................... S. Goodman
Minneota.....'.....................Miss C. V. Dalmaon
Mountain............................Th.. Thorfinnsson
National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St
Point Roberts, Wash.....................Ásta Norman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W
Upham................................ E. J. Breiðfjörð
The Viking Press Ltd.
Winnipeg Manitoba
ÞÉR FÁIÐ BETRI KAUP MEÐ
VOGUE SÍGARETTU TÓBAKI
TTINN NÝI stóri pakki af
Vogue sígarettu tóbaki,
sannar öllu fremur—iþegar þú
vefur sígaretturnar sjálfur—að
beztu kaupin eru 10^ pakki af
Vogue sígarettu tóbaki. Munið
einnig að maður hefir ánægju
af að vefja sígarettur með
Vogue sígarettu pappír.
10£ Pakkinn
V2 lh Könnur — 65tf
og með því að menn áiitu sjálf-
sagt að taka til starfa þá var
fyrst að kjósa vanalega nefnd
úr þeim hóp erindsreka er þar
voru mættir og kosningar fóru
svo:
Magnús Eliasson, forseti;
Andrew Danielson, vara-for-
seti; A. E. Kristjánsson, skrif-
ari; H. S. Helgason, vara-skrif-
ari; Jakob Vopnfjörð, féhirðir.
Svo þegar kosningar voru af-
staðnar þá fóru menn að tala
um að þar sem hér væri verið
að byrja á því að auka gleði og
samvinnu fyrir væntanlega
framtíð og byrjað með því að
þessir erindsrekar hafi allir
kosnir verið af fúsum og frjáls-
um vilja í þessum bygðarlög-
um er voru i tveimur ríkjum, þá
væri nauðsyn á því að farið
væri nú þegar og dregin upp
reglugerð eða lagaform til að
fara eftir og það var sett í fram-
kvæmd á næsta fundi, þá með
þeim frá Point Roberts við-
stöddum og þar er í þeirri laga-
smíði isett að altaf skuli forseti
og vara-forseti vera búsettir
sinn hvoru megin við línu þá er
skilur Canada og Bandaríkin.
Einnig að sjá svo um að fram-
kvæmdarnefndin sé sem mest
skift á imilli bygðanna og hægt
er. Sú var hugmyndin með
þeirri grein að reynt væri að
koma í veg fyrir að þetta gleði-
mót væri meira tilheyrandi
einu bygðarlaginu heldur en
öðru og þó að staður sá sem nú
í sumar er valinn þann 26. júlí,
1942, sé ákveðin á milli ríkja
línunni sem orsakast af ólagi
því sem mannheimur er nú í þá
er það vel líklegt að það verði
í komandi tíð er friður og ein-
ing er orðin rikjandi í mann-
heimi að þá álíti menn annað
pláss nothæfara og þeir er nú
hlutu þá stöðu að vera erinds-
rekar þessara bygða eru allir
velunnarar frelsis og umbóta í
mannfélaginu, þessvegna til-
búnir að laga það á morgun er
þeir sjá í dag að þarf lagfær-
ingar við.
Það hefir verið starfað af
þeim sem í framkvæmdarnefnd
eru og vel er nú farin að sjást
mörk þess að dagurinn verði
þeim er verða við mótið svo að
þeir verði vel glaðir yfir því að
vera viðstaddir. En af því að
langt er enn til stefnu þá vil eg
ekki setja hér niður væntan-
lega skemtiskrá, aðeins segi að
nefndin hefir fengið fult lof frá
Thor Thors sendiherra Islands
til að koma til okkar og tala
við okkur, það verður gaman að
sjá og heyra þann mann er hef-
ir hlotið það traust okkar is-
lenzku þjóðar að fara með
hennar vandamál nú á þessum
neyðartímum, svo hafa verið
mynduð félög meðal þess fólks
er ann snöglistinni í fjórum
bygðarlögunum og ætlast til að
allir syngi saman við það mót.
Það verður stjórnað af vel hæf- i,
um mönnum, þeim L. H. Thor-
láksson, Vancouver; H. S.
Helgason, Bellingham; Elías
Breiðfjörð, Blaine; en því mið-
ur veit eg ekki hvér stýrir
flokk þeim er Point Roberts
hefir en þar eru söngkraftar
sem æfa má þó þeir séu máske
farnir að ryðga fyrir litla notk-
un og það ætti að vera eitt á
stefnuskrá Þjóðræknisfélags
okkar Vestur-Islendinga að
halda við og auka alt það fagra
er við fluttum með okkur frá
okkar fagra fósturlandi. Eg tel
sönglistina það mesta af öllum
listum. Er tilbúinn að rök-
ræða það við þá er löngun hafa
til þess — með því getum við
talist það vitrir að skilja hvað
er þjóðrækni, en á meðan við
vitum ekki hvað er þjóðrækni,
hvað er nauðsynlegt fyrir okk-
ur að gefa okkar afkomendum
í arf á meðan er hætt við að við
tökum misgrip og gefum ljótt,
er við ætluðum að gefa fagurt.
Ófrelsi fyrir frelsi, ófrið fyrir
frið og blinda trú fyrir prófaða
vissu. Nú þar eð við Islending-
ar höfum komist það langt hér
í þessu landi, að skara- víða
fram úr þá væri nú á þessum
neyðartímum er heimurinn er
svo hraparlega komin langt út
af braut sannrar þekkingar að
verja mest öllum mætti þjóð-
anna til þess að styðja og
styrkja það er alt lífið hatar,
sem er dauðinn, þá ættum við
nú að vera það djarfir að ganga
á undan með góðu eftirdæmi
og nota öll okkar áhrif, alla
okkar krafta, til að hafa áhrif
á alla leiðandi menn heimsins,
og nú í sumar er við förum að
skemta okkur þá ættum við öll
að ganga í fylking undir Frið-
arborgan og á sama tíma sverja
þann eið að nota alla okkar
krafta allífi til blessunar og
með þá ósk í huga vil eg biðja
blöðin Heimskringlu og Lög-
berg að birta þetta í blöðunum.
Nú þar sem eg er til þess
valin af þessari erindsreka-
nefnd, er kosin var af frjálsum
vilja í fjórum bygðum Islend-
inga, þá vil eg ekki vera ósann-
gjarn við ritstjóra þessara
vikublaða að koma með mín
einkamál og teljast vera að
skrifa í umboði nefndar, og því
vil eg hafa þennan síðasta part
undir mínu eigin nafni, og þá
legg eg fyrst spurningu fyrir
báða ritstjórana svona: Viljið
þið lofa mér og frjálshugsandi
mönnum og konum að fá pláss
í blöðunum Heimskringlu og
Lögberg, með þau mál er fara
eitthvað út frá því kenninga-
kerfi sem hefir haft mátt til
þess að koma öllum mann-
heimi í stríð? Viljið þið vera
svo góðir að veita því fólki
aðgang, óhindraðan, er vill
hjálpa til þess að kveða niður
alla sundrung í mannheimi en
planta sannan frið og fult frelsi
í staðinn? Viljið þið hætta að
loka blöðum ykkar fyrir dánar-
fregnum barna þeirra er hafa
verið ykkur mótfallnir í mál-
um? Eg vil gefa ritstjóranum
fult leyfi mitt að fella þessa
síðustu grein úr og með gleði
og allra beztu velferðaróskum
til allra íslendinga og helst til
allra heimsins barna set eg
mitt nafn.
Halldór Friðleifsson,
í umboði nefndarinnar
Aths. ritstj.: Viku- og dag-
blöð eru aðallega gefin út til
þess að flytja fréttir líðandi
stundar almeninngi til fróð-
leiks og skemtunar. Of heim-
spekileg efni og torskilin rit-
stjórum og blaðalesendum
njóta sín þar ekki og koma ekki
að þeim blessunarríku notum,
sem æskilegt væri. Það er í
ársritum sem sliíkt efni á heima,
sem menn geta stúderað alt
árið. Svarið við beiðni höfund-
ar, er því auðskilið af þessu af
vorri hálfu. Vér viljum vera
með honum í ráðum um hvað
birta skal, en ekki að honum sé
fremur en öðrum veitt þar ein-
veldi. Ákæran um að íslenzku
blöðin neiti að birta dánar-
fregnir barna (?), sem þelm séu
ekki sammála, ætlum vér ekki
við sannindi styðjast. Ritstjór-
arnir hljóta að vera meiri gæfu-
menn en þeir hafa hugmynd
um eða eiga jafnvel skilið, ef
þeir eru allir þeirra “börn”,
sem dánarfregnir eru fiuttar
um í blöðunum.
BREZKUR TUNDURSPILLIR AÐ VERKI
Þetta eru bátarnir sem afstýrt hafa því, að Bretar hafa
ekki verið sveltir inni og flutningar halda§t að og frá
landinu. Á myndinni standa menn við byssur reiðubúnir
að skjóta á óvinaskip, sem nærri koma flutningaskipunum,
sem tundurspillarnir fylgja og vernda á sjónum.