Heimskringla - 17.06.1942, Qupperneq 3
WINNIPEG, 17. JÚNi 1942
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
Hin áminsta grein ber með
sér að G. Á. hefir hugsað og
lesið mikið um tilveruna í heild
og það, sem vísindin hafa upp-
götvað í sambandi við eðlis-
lögmál hennar. Einnig sézt þar
berlega að trúartaugin er orðin
svo teygð, að minstu munar að
hún hrökkvi í tvent. Aðhaldið
eina það, að heildarverundin
muni vera hugsun eða vits-
munum gædd og stjórnast af
andlegum mætti frekar en lík-
amlegum.
Það er afar erfitt að yfirstíga
gamlar venjur með öllu, og
ekki hvað sízt í arfgengum á-
trúnaði. Skoðanir manna á fé-
lags- og stjórnmálasviðinu, til
dæmis, eru svo rótgrónar og
seigar að öll byggingin ætlar
um koll að keyra í hvert sinn
sem einhver siðabreyting ger-
ist nauðsynleg. Vitið og and-
inn standa þvínær máttvana
fyrir afli vanans jafnvel í hinu
dagsdaglega stjái, hvað þá
heldur í musteri trúarinnar,
þar sem blindnin er inngangs-
skilyrði og aðal kosturinn.
“Hver, sem ekki meðtekur
guðsríki eins og barn o. s. frv.”
er ekki nein dægurfluga á vegi
menningarinnar; og þau eru
mörg spakmælin gömlu, sem
framþróunin verður að etja við
í baráttunni til lífsins. Það er
því ekki nema eðlilegt að sið-
asta átakið til frelsis, það á-
takið, sem trúartaugina slítur,
sé flestum ofurefli að svo
komnu. Og G. Á. er augsýni-
lega ekki enn reiðubúinn að
sleppa sér út í víðfeðmið og ó-
vissuna taugarlaust. Alidýr
sækja til baka til hinna verstu
heimila af svipuðum orsökum
og íhaldið kann vel að nota sér
þann eiginleika. Columbus
kvað hafa fundið hann sinn
versta þránd í sókninni til
nýrra landa.
“Vísindamaðurinn f i n n u r
ekkert nema efnislegar stað-
reyndir; hann leitar ekki að
öðru,” segir G. Á. Eg held að
það sé ofmælt. Eg hefi frétt
um, og jafnvel lesið nokkuð
eftir heimsfræga vísindamenn,
sem gefa sig aðeins við andleg-
um eða sálrænum vigfangsefn-
um. Að þeir skuli ekki hafa
getað fundið neitt í því völund-
arhúsi — líklega vegna þess að
húsið sé ekki til — er annað
mál. Enda var engin sigurvon
þar frá fyrstu, því þeir hafa
ekkert annað en efnisleg gögn
til að leita með. Öll þeirra
skilningarvit, að meðtöldum
andanum, eru efnisleg út í yztu
æsar og geta því ekki náð taki
á öðru en því, sem efnislegt er.
Svo léttir ekki fyrir hve ómögu-
legt huganum reynist að í-
mynda sér, að neitt annað geti
verið til.
Það er annars undarlegt, að
á meðan efnið er eins ókannað
og það enn er, og sýnilega sú
ráðgáta, sem aldrei verður
leyst að fullu, að hugsun nokk-
urrar vitveru skuli heimta
eitthvað enn óskiljanlegra, sem
hjálparmeðal til að skýra og
réttlæta athæfi þess. Menn
leita jafnan langt yfir skamt
og viðtaka hið flókna, án þess
að gera neina alvariega tilraun
til að brjóta hið einfaldara til
mergjar. Sú tilhneiging ræður
jafn alment í hagfræðimálun-
um eins og hinum heimspeki-
legu, og stendur því mannkynið
öld eftir öld nálega í sömu spor-
um bæði andlega og siðferði-
lega, og glápir í tómt með
undrun og eftirvæntingu.
INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRIN9LU
I CANADA:
Amaranth...............................
Antler, Sask.........................-K. J. Abrahamson
Arnes................................Sumarliði J. Kárdal
Árborg.................................G. O. Eiinarsson
Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville..............................Björn Þórðarson
Belmont....................................G. J. Oleson
Brown...............................Thorst. J. Gíslason
Cypress River..........................Guðm. Sveinsson
Dafoe....................................S. S. Anderson
Ebor Station, Man.....................K. J. Abrahamson
Elfros................................J. H. Goodmundson
Eriksdale........................................Ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask............-..........Rósm. Árnason
Foam Lake........................-......H. G. Sigurðsson
Gimli.....................................K. Kjernested
Geysir.............................................Tím. Böðvarsson
Glenboro.................................. G. J. Oleson
Hayland.................-..............Slg. B. Helgason
Hecla..................................Jóhann K. Johnson
Hnausa...................................Gestur S. Vídal
Innisfail.......................................ófeigur Sigurðsson
Kandahar.................................S. S. Anderson
Keewatin, Ont.................-........Bjarni Sveinsson
Langruth................................Böðvar Jónsson
Leslie..............................................Th. Guðmundsson
Lundar.....................................D. J. Líndal
Markerville.......................... ófeigur Sigurðsson
Mozart...................................S. S. Anderson
• Narrows.............................................S. Sigfússon
Oak Point.............................. Mrs. L. S. Taylor
Oakview_____________________________________ S. Sigfússon
Otto......................................BJöm Hördal
Piney....................................S. S. Anderson
Red Deer.........................................ófeigur Sigurðsson
Reykjavík........................................Ingim. ólafsson
Riverton............................................Jón Sigvaldason
Selkirk, Man............Mrs. David Johnson, 216 Queen St.
Silver Bay, Man.........................Hallur Hallson
Sinclair, Man........................K. J. Abrahamson
Steep Rock..................................Fred Snædal
Stony Hill.................................Björa Hördal
Tantallon...............................Árni S. Árnason
ThornhiU............................Thorst. J. Gísiason
Víðir...................................>Aug. Einarsson
Vancouver..............................Mrs. Anna Harvey
Wapah................................. Ingim. ólafsson
Winnipegosis..................................S. Oliver
Wynyard..................................S. S. Anderson
( BANDARÍKJUNUM:
Bantry...................................E. J. BreiðfjörB
Bellingham, Wash...................Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash........................Magnús Thordarson
Grafton.................................Mrs. E. Eastmam
Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmana
Milton.......................................S. Goodman
Minneota............................Miss C. V. Dalmanm
Mountain...............................Th. Thorfinnsson
National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts, Wash........................Ásta Norman
Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Upham..................í—................E. J. Breiðfjörð
The Viking Press Ltd.
Winnipeg Manitoba
“Kittyhawk” eru þessi Bandarikja-flugför nefnd. Þau eru í Libyu og víðar í ^tríðinu og
reynast afbragðs vel. Þau eru endurbætt útgáfa af “Tomahawk” flugvélum Curtis-fé-
lagsins, sem að vissu leyti eru ágæt flugför. “Kittyhawk” hefir oft átt í bardögum við
þýzkar og ítalskar flugvélar og hafa haft sigur, jafnvel þó óvina vélarnar væru helmingi
fleiri, eins og sýndi sig við Cyrenaica, þar sem 18 Kittyhawk vélar áttu við 30 þýzkar
vélar og skutu 20 af þeim niður en löskuðu hinar án þess að nokkurn “Kittyhawk” sakaði.
Mér hefir æfinlega virst full-
nóg að beita huganum, það lítið
hann nær, að efninu, sem eg_
veit að er til. Þótt það sé í
insta eðli sínu eins einþætt og
mest má vera, er þar að finna
alt það, sem nokkur meðvitund
getur orðið áskynja. Öllum
þeim fyrirbrigðum og breyti-
leik veldur hin eilífa hreyfing
þess, sem viðheldur hinni ó-
endanlegu breytiþróun. Eitt
af fyrirbrigðunum er mannlegt
líf, með sinni sjálfsvitund og
höfuðórum. Hvað síðar meir
kann að koma á daginn er
bágt að vita vegna þess hve
eiilífðin er löng og orkan tak-
markalaus.
Lögmálin, sem G. Á. segir að
hafi orsakast annaðhvort fyrir
blinda og tilgangslausa tilvilj-
un eða vegna þess að í efninu
búi vitsmunalegur stjórnandi
kraftur, eru þrýstiafl það, sem
hreyfingunni veldur. Að það
hafi nokkurntíma orðið til eða
fái nokkurntíma liðið undir lok
er óhugsanlegt, og eins og eg
hefi einhvern tíma áður vikið
að, mun það eitt innibinda alt
lögmálið. Líklegt er að það,
bæði í heild og kvíslum, eins
og hin önnur áferð þess, sem
við köllum efnið til skilgrein-
ingar, sé gætt meðvitund; og
vilji G. Á. líta á hana sem vits-
muni, eða jafnvel guðdóm, er
það reiðilaust af mér. En vill-
andi finst mér það samt, því nú
loksins er að verða alment vit-
að að öll meðvitund sé sárs-
auki, sem kemur til einungis af
völdum áþrýstings. Og með
því yrði að skoða guðdóminn
sem sjálfshatara, eða alhatara,
og svæsna tannpínu þá sem
guðdómlega opinberun. Þannig
fer þegar óskavildin og trúin
taka við af vitinu og ana sjón-
laus út um heima og geima.
Vegna þessarar blindu talar
G. Á. fremur ógætnislega um
þyngdarlögmálið, sem hann
sýnilega álítur að vera eitt af
mörgum öflum náttúrunnar. —
Hann segir, “Maðurinn getur
t. d. ekki fremur yfirbugað
þyngdarlögmálið en steinninn
getur það, þó að hann geti flog-
ið í loftinu með hjálp annara
afla, þegar hann veit hvernig á
að nota þau.” Þetta er stór
viliandi, því nákvæmlega sama
aflið, sem lyftir vélinni til
flugs, fellir 'hana einnig til
jarðar þegar svo stendur á.
Stefna vélarinnar breytir á
engan hátt tegund eða eðli
þess afls, sem að verki er. Allir
vita að ein og sama tegund af
afli getur rekið vagn í hvaða
átt, sem Qr, á yfirborði jarðar;
en þegar breytt er um áttir til
þess, sem kallað er upp og nið-
ur, lendir skilningurinn oftast
út á gat. Kemur það líklega til
af því að gamla trúin á eitt-
hvert ímyndað aðdárttarafl
jarðar tekur fram í fyrir hugs-
uninni og neyðir meðvitundina
til að samsinna í blindni að þar
taki annarlegt dularafl við
stjórninni, afl, sem á að draga í
staðinn fyrir að ýta. Ellin, aðal-
lega, hefir gefið þeirri bábilju
þá helgi, sem erfitt er að yfir-
stíga með heftum huga.
En þyngdarlögmálið er auð-
vitað ekkert annað en alsherj-
ar þrýstiorka efnisins, sem er
tilveran — sú orka, sem öllu
stjórnar á einn og sama hátt,
frá iði ormsins til æðstu hug-
sjóna. Æðra henni að mætti
og umtaki getur ekkert verið
til, því hún jafngildir tilverunni
að takmarkaleysi og beitir sér
hvíldarlaust á hverja einustu
öreind í alheiminum og hráefn-
in þeirra milli, sem alvíddina
fylla. Hver, sem vill, má hugsa
sér að orka þessi hati eigin vits-
muni og megi því með réttu
kallast guð. Eg geri mér enga
rellu út af því.
Þar sem vitað er, eins og G.
Á. segir, að lögmálið (orkan)
er óumbreytanleg að eilífu, er
þegar samsint að alls engu ij
fari þess verði breytt með
nokkru móti. Það fer sínu fram
lon og don hvað sem tautar, og
öll skrípalæti ætluð því til lasts
eða dýrðar eru jafn áhrifalaus,
nema kanske að einhverju leyti
innávið á þann sem í hlut á, sé
hann haldinn af einhverskonar
sjúkleik á sinninu. En hins-
vegar finst mér kynlegt að
hugsa sér vitsmuni þar, sem
ekkert umhugsunarefni getur
verið til, af þvi að alt er þegar
áformað og lögfest, án nokk-
urrar mögulegrar áfríunar eða
breytingar, á hverju sem velt-
ur. Lifandi hugsun útheimtir
áhyggjuefni og úrskurðarvald.
Slaki maður svo mikið til,
fyrir siðasakir, að gera ráð fyr-
ir tilveru sérpersónulegs guðs
í einhverri ihynd, breytir það
eiginlega engu í sambandi við
trúarþörfina. Sé guðinn vel-
viljaður og samvizkusamur er
öllu borgið og ekkert að ótt-
ast; en sé hann grimmur og ó-
sanngjarn er ekki líklegt að
.lúpuskapur og fagurgali narri
hann til vægðar móti skapi
sínu. Sú eina guðsdýrkun, sem
mér finst eiga nokkurn rétt á
sér, liggur í því að eignast
traustið, sem G. Á. að lokum
víkur að og mælir með —
traustið á það, að hið ráðandi
vald sé ábyggilegt og sam-
kvæmt lögum sínum réttlátt í
öllum tilfellum. En það fæst
bezt með þvi að gleyma guðs-
hugmyndinni með öllu, en
kynna sér með ástundum lögin
(þrýstiaflið) sem lífinu stýra.
Með því skreppa hin tíu gömlu
boðorð Mose saman í eitt, og
það með afbrigðum stutt: í
orðið lœrðu. Mikill kraftur og
stærð eiga ekkert nauðsynlega
sammerkt við göfgi eða dygð,
og eru því öll lotningar-læti og
bænarugl aldrei annað en
skríls-háttur, sem eimir eftir af
hinu langa samlífi við ráðríka
og dutlungafulla menn.
Af þessum hugleiðingum
verður nú ráðið að öll áróðurs-
starfsemi til viðhalds barnatrú
manna og nýgerfingum af svip-
aðri ætt sé í verunni ekki nema
goðgá; og það er alveg rétt at-
hugað. 1 því efni hefir kirkjan
ávalt verið stærsti syndarinn.
Auk þess að ala á afguðadýrk-
un af öllu tæi öld eftir öld hefir
hún verið almenningi ærið
kostbær að óþröfu, bæði á fé
og tíma, og þannig glapið fyrir
þeim vitglæringum, er brugðið
hafa fyrir við og við í hugum
öreiganna í gegnum aldirnar.
En nú eru að gerast mörg
merki þess, að trúarfarsleg
uppreist sé í aðsígi. Hagfræði-
málin eru farin að haggast í
sessinum, og þá á nú kirkjan
ekki langt eftir heldur — nema
að hún sjái, áður en um seinan
er, hvað til síns friðar heyrir.
Breyti hún skjótlega um og
fari að prédika söfnuðunum
þau hyggindi að verjast öllum
átrúnaði á yfirnáttúrlega hluti,
en byrja heldur á að reyna að
gera lífið þess vert að bjarga
því, þá getur hún bætt fyrir
eitthvað af misgerðum sínum
og smátt og smátt orðið þarfleg
Sigríður Árnason
Brown, Man.
(Fœdd i janúar 1854—Dáin 19. des. 1941)
Tileinkað ástvinum hinnar látnu.
Hve skyndilega skygði fyrir sól,
þinn skapadómur fylti hjörtun trega,
því vonarblysin björtu húmið fól
við burtför þina: frænka elskulega.
Mér gleymist stundum gengin sértu nú
götu þá sem enginn flýr til baka,
þig skynja nær, mig yljar ímynd sú
svo eftir þér mér finst eg þurfa vaka.
Þú kemur ei eg veit það ósöp vel,
því vikin ertu brott til sælli staða. —
Hér margíþætt yfir mein, og kulda él;
það mýkir harm þig vita hressa glaða.
Hve skyldum gráta gengin einkavin,
sem gefist hefir hvíld frá löngum önnum
og sigrað lífsins stríðan stormahvin
og stýrt í höfn nær vonarsælu rönnum.
Hver þreyttur jafnan þráir hvíldar stund,
er þrekið brestur heims við kynninguna.
Hve sælt er þá að hljóta hinsta blund,
en hollvinirnir geyma minninguna.
Nú ástar þakkir alls frá liðnri stund
hér elsku frænka minning þína dáum,
en síðar meir hjá sólargram, þinn fund
við sannarlega öll af hjarta þráum.
Jóhannes H. Húnfjörð
vísistöð á vegum andans.
Þetta þykir nú máske frem-
ur virðingarrýr lestur og kann
að hneyksla einhverja af þeim,
sem bera djúpa lotningu fyrir
barnatrú sinni og erfikenning-
um. Og ef til vill álítur séra
Guðmundur það illkvitnislega
árás á sig að ósekju. Þætti
mér stórlega fyrir ef svo væri,
því eg hefi minni ástæðu til að
kljást við G. Á. en flesta aðra
missionera þessa heims; og
mér er enginn ávinningur í því
að ógleðja neina af þeim, sem
mál mitt kann að ná til. En
það er með hugsanakerfið eins
og líkamann, að þurfi að skera
út skemd eða stinga á ígerð, er
viðbúið að nokkur sársauki
fylgi með. Af óttanum fyrir því
ganga menn svo oft með mein-
semdirnar til dauðadags. Þó er
ekki öllu lokið með uppskurð-
inum, því þá tekur endurbatinn
við með sínum áþrýsting og
ónotum — sem líkja mætti við
fæðingarhriðir hins nýja skiln-
ings.
Það hefir löngum þótt ó-
hyggilegt að fara í geitarhús
að leita ullar; en allur þorri
manna streitist við að komast
út fyrir alvíddina í leitinni eftir
lyfjum til lækningar hinu jarð-
neska mannlífi. Miljónir manna
láta lífið með áfergju við það
að verja hvor öðrum frjálsan
aðgang að ýmsum smáskikum
jarðskorpunnar, og virðast alt-
af við spreng af ættjarðarást og
drambi, en skammast sín þó
fyrir jörðina sem heild og öll
hin svokölluðu tímanlegu verð-
mæti, að meðtöldu lífinu sjálfu.
Þó mætti hugsast að jörð, sem
kveikt gat Krist og Lenin, eigi
ráð á því, sem til sáluhjálpar
heyrir, ef rétt er leitað, og sé
eins vonvænleg eyja í hafi til-
verunnar og nokkur önnur.
—P. B.
N ORM AN S-HÁTTUR
Tileinkað Jakobi Norman
Norðmaðurinn lætur ljóð
líkt og drífu þjóta.
Andagift og orðsnild góð, —
oss til stórra bóta.
Hagorð tunga mæla má
munar-heims frá grunni,
hvað eyru heyra og augu sjá
í allri tilverunni.
Hans er sniðugt “háttatal”,
hnittið orða kyngi,
sem að haft í heiðri skal
heims á skáldaþingi.
S. B. Benedictsson
Magurt þing
Oddur hét maður og var
Egilsson, kallaður hundsbarki.
Hafði honum af hrekk verið
gefinn hundsbarki að éta í öðr-
um mat. Oddur var uppi á 17.
öld og var alþingisböðull. Sótti
hann hvert þing sem höfðingjar
og fékk kaup fyrir starfa sinn,
og fór það eftir þvi, hve mikið
þurfti á böðlinum að halda.
Gátu því verið áraskifti að því,
hvað Oddur græddi mikið á al-
þingisferðunum, og var hann
þá ekki í hýru skapi þegar mik-
ið var að gera. Eitt sinn kom
hann heim af þingi, sem hafði
verið stórmælalaust.
Sagði hann þá svo þingfrétt-
irnar: “Magurt þing hjá oss
valdamönnunum, — enginn
flengdur, enginn hengdur og
enginn tekinn af, og skitna
fimtán dali fékk eg fyrir ferð-
ina.”