Heimskringla - 17.06.1942, Síða 7

Heimskringla - 17.06.1942, Síða 7
WINNIPEG, 17. JÚNl 1942 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA Ferðahugleiðingar Eftir Soffonías Thorkelsson Framh. Dvöl mín í Reykjavík um vorið varð lengri en eg hafði búist við, vegna hinna stöðugu kulda, er þá gengu um land alt, en þó sérstaklega á Norðurlandi; þar var ekki kominn gróður og gott veður fyr en í júnímánuði. Eg hafði líka nóg að gera i höfuðstaðnum, og undi mér þar vel við að sýna mig og sjá aðra, ljúka erindum mínum fyrir Pétur og Pál fyrir vestan, ráðstafa útkomu fyrstu bókar af sögu Vestur-lslendinga, flytja útvarps- erindi, sinna mörgum heimboðum og kynnast fólki af öllum stéttum; einnig að kynnast atvinnuvegum bæjarbúa, er voru orðnir afar margþættir og merkilegir miðað við það sem þeir voru áður. Hafði orðið hin mikilvægasta breyting á þessu síð- an 1930; fjölda mörgum iðnaðarfyrirtækjum hafði verið komið á fót, er veittu mörgu fólki atvinnu árið um kring. Nú voru vörurnar gerðar í landinu í fjöldamörgum tilfellum, er áður höfðu verið keyptar frá öðrum, og heimafengið efni notað meir en áður þektist. Var það geysimikill sparnaður á erlendum gjaldeyri. Þótt efni væri oft innflutt, þá vár það ekki nema hulti af því, sem varan kostaði tilbúin. Ríkisstjórnin, sem varð að vera sér úti um æ meiri og meiri tekjur, hafði klóna á hvers manns diski, veittist ný tekjulind, er iðnaðurinn kom til sög- unnar, fyrst hjá iðnaðarstofnununum og einnig hjá fólki því, er vann við þær. Þá var bæjarfélag Reykjavíkur og nokkrir aðrir, er einnig hlutu miklar tekjur af þessu. Þurftu þeir sinna muna með, ekki síðyr en landssjóður, því að margt af fólki i stærri bæjunum hafði orðið að fá viðurværi sitt frá þeim vegna atvinnuskorts. Sveitungar mínir, Svarfdælingar, höfðu boðið mér að vera á héraðssamkomu, er þeir ætluðu að halda um miðjan júní; varð því að hraða ferð minni til Norðurlands, og gat eg ekki verið viðstaddur, er Háskólinn var vígður í sama mánuði, en sú athöfn kvað hafa verið mjög hátileg. Eg tók þessvegna saman föggur miínar, kvaddi Kunningjana i Reykjavík, er hafði fjölgað mjög við þessa tveggja mánaða dvöl mína þar, og sýnt mér svo mikla alúð í hvívetna, að mér leið hverjum deginum öðrum betur með þeim. — Þó hlakkaði eg mjög til að koma norður. Þar voru æskustöðvar minar og gamlir vinir og ættingjar. Eg varð heldur ekki fyrir neinum vonbrigðum, þvi að fólk þar er engu miður að gestrisni og gæðum til ferðamanna en í Reykjavík. Mestu gleðimenn af iþeim, er eg kyntist á lard- inu, eru Skagfirðingar. Kunna þeir manna best að skemta sér og öðrum. Hefja þeir gleði við hún og gleyma öllu búskapar- stríðinu meðan á gleðskapnum stendur, og eru hinir mestu höfð- ingjar heim að sækja. Nú er léttara að ferðast um landið en áður var og einnig fljótlegra. Þá þótti það vera vikuverk að fara landleiðina frá Reykjavík til Akureyrar með tvo til reiðar og miklu meiri erfiðismnum fyrir menn og hesta og töluverðri áhættu, því að yfir mörg stór vatnsföll varð að fara. Á þessu hafa orðið hinar mikilvægustu breytingar til bóta; geta menn nú valið um þrjár leiðir: á legi, landi eða í lofti. Kringum landið ganga stór og ágæt strandferðaskip, Súðin og Esja, alt áirð í kring. “Esjan” er sérstaklega fallegt skip og tekur marga farþega. Auk milli- landaskipanna, sem oft eru send á ýmsar hafnir með vörur og farþega, tekur ferðin til Akureyrar venjulega tvo til tvo og hálfan sólarhring með strandferðaskipunum. Eg ferðaðist ekkert með þeim í þessarri ferð heim, en menn segja, að það sé mjög skemtilegt, þegar veður eru góð, og veiti ferðirnar ágæta hvíld og hressingu, enda sé aðbúnaður þar hinn æski- legasti; er oft svo mikil eftirspurn eftir farrými, að vissara er að panta það lngu fyrirfram. Annars held eg, að Islendingar ferðist allra lifandi manna mest; kemur þar fram léttlyndi þeirra og skemtanalöngun, og ennfremur birtist manni þar vel- megun þjóðarinnar. Annars bera margir Islendinga litlar á- hyggjur fyrir morgundeginum, þó að lítið hafi verið afgangs i dag. Að því leyti eiga þeir mjög sammerkt við fólk í suðræn- um löndum. Fanst mér þeir eyða fé sínu með meiri frýju en búast mætti við hjá þjóð, sem féll úr harðrétti fyrir hálfri ann- ari öld. En um það, að menn njóti glaðværðar og góðrar líð- anar og ferðist sér til fróðleiks og hressingar, er ekki neitt nema gott eitt að segja, ef kringumstæður leyfa það. Þá er önnur leiðin með flugvélunum, og hún tekur ekki nema einn og hálfan tíma til Akureyrar; geta menn lokið erind- um sínum þar og snúið aftur sama dag. En eftirspurnin eftir . fari með flugvélum var margfalt meiri en hægt var að full- nægja, enda voru þær ekki nema tvær. Fargjaldið var og tals- vert hærra en með skipunum, en flugfélaginu hafði farnast mjög vel fjárhagslega, ekki orðið fyrir neinum verulegum slys- um á mönnum, en talsverðum skemdum á vélunum. íslendingar eiga þetta fyrirtæki sjálfit* og starfrækja það að öllu leyti. Og eftir þeirri reynslu, sem fengist hefir, bendir alt til þess, að flugferðir og flutningar fari mjög í vöxt í framtíðinni. Þriðja leiðin er með fólksflutningsbílum (busses). Þeir fara milli Akraness (eða Borgarness) og Akureyrar daglega. Taka flestir þeirra 22 farþega. Venjulega fara tveir bílar norð- ur og aðrir tveir suður; oft eru það fleiri bilar, sem fara hvpra leið, því að svo margir eru þeir, sem ferðast vilja, sérstaklega um hásumarið, þegar fólk fer í sumarleyfi sín, því að allir iðju- höldar verða að gefa starfsfólki sínu frídaga með fullu kaupi, alt upp í 3 vikur. Á vetrum ganga bílarnir ekki fyrir snjó- þyngslum, nema norður til Blönduóss, en oft verfjur Holta- vörðuheiði einnig ófær, þegar líður fram á veturinn, en þá er eftirspurn á farrými orðin margfalt minni. Klukkan sex til sjö að morgni er lagt af stað frá Reykja- vik með flóabátunum. Eru þeir tveir og heita “Laxfoss” og “Fagranes”. Með þeim er farið til Borgarness eða Akraness. Þar bíða bílarnir eftir fólkinu, sem norður fer, og farangri, sem oft er all-umfangsmikill; nokkru af honum er komið fyrir í bílunum að aftan, en hitt bundið ofan á þök þeirra. Fanst mér stundum þeir hafa hættulega mikla yfirvigt, en það hefir ekki komið að sök svo að mér sé kunnugt um. Bílar þessir eru ágætir, sætin vel stoppuð og yfirbygging þeirra haganleg. Er hún að öllu leyti smiðuð heima. Vegna þess hvað vegir eru víða ósléttir, er ferðin töluvert þreytandi, og munu flestir fá nóg af þvi að sitja í bílunum 14 til 16 klukkustundir, einkanlega þeir, sem skipa aftursætin, er skaka mann og hrista án afláts á alla vegu; eg þurfti að vísu sjaldan að kenna á þvi, og birtist þar vináttan til Vestur-íslendinga eins og í svo mörgu öðru, er eg var látinn sitja í framsæti hjá bílstjóranum og hafði því minna af hristingnum að segja en margir aðrir. Eh þrátt fyrir það að ferðin sé dálítið þreytandi, er hún alveg bráðskemtileg, ef veð- ur er gott og bjart, því að útsýni er mjög víða frábærlega fallegt og fjölbreytilegt: nýjar og nýjar tignarmyndir birtast manni úr náttunni við hvern mílufjórðung sem ekið er. Annað er það, sem gerir ferðirnar skemtilegar, að glaðværð er mikil i 'bílunum og er sungið tímunum saman. Taka flestir undir og skemta sér vel. Aldrei sá eg vín um hönd haft í þessum ferð- um mínum, enda geta Islendingar skemt sér og öðrum vel án þess. — Þegar flóabáturinn kom að landi, var þotið í bílana og þeyst af stað, því að löng leið var fyrir hendi norður til Akur- eyrar, og þess vænst af bílstjóranum, að hann héldi áætlun og kæmi á áfangastaðinn ekki seinna en klukkan 10 til 11 um kvöldið. En engin töf má verða á leiðinni. Sá eg bilstjórana leggja sig mjög fram að vinna upp smátafir, og hlutu þeir ó- blandna aðdáun mína fyrir stjórn sína á þessum afleitu vegum, en fóru þó með furðanlega miklum hraða. Og enginn sem eg ferðaðist með, fanst mér fimari í þeirri list en Þórður Helgason, þótt margir væru þeir góðir. Hann er söngmaður góður og lipufmenni. Þórður var bílstjóri á einum Steindórsbílanna, er gekk milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mér var bent á marga aðra, er væru honum jafnsnjallir, en eg kyntist þeim ekki. — Maður festir svo mikið traust til íslenzkra bílstjóra, að maður hefir engar áhyggjur af ferðalaginu, þótt farið sé yfir fjöll og firnindi, í allskonar veðrum. Eg sagði ykkur, að vegirnir væru víða slæmir; það er þó engin lygi; svo er það annað, sem ekki tefur minna, að þeir eru í endalausum krókum og kröppum beygjum sitt á hvað, ekki ósvipað og göturnar í Reykjavik. Kom mér til hugar, að vegamálastjóri landsins hefði verið að apa rega lagning um héruð og hálendi þess eftir götum höfuðborgar- innar, því að í afarmörgum tilfellum var alls engin ástæða fyrir þessum krókum vegna landslagsins. Það hefði verið rétt eins auðvelt að hafa veginn beinan. Þó kastaði tólfunum, þegar kom- ið var að brúnum. Þar var í langflestum tilfellum kröpp beygja; fanst mér, sem það mundi vera bráðhættulegt, því að víðast hvar mátti engu muna, að bíl'linn færi út af veginum. Annars eru brýrnar afar mjóar, og mér fanst þær þarafleiðandi yfir- leitt hættulegar fyrir bílaumferð. Samt eru síðustu brýrnar, sem gerðar hafa verið, þolanlega breiðar. Eg spurði bílstjóra að því, hvernig á því stæði, að krókur hefði orðið við alla brúar- sporða, því að nokkuð víða hagaði svo til með landslag, að vegurinn hefði þar getað verið beinn. Þeir sögðust ekki vita það, en þetta væri regla. Sumarið sem eg var heima, var mikill áhugi á því að laga vegina og gera þá beinni, og víða um fjalllendið var verið að gera nýja vegi, sem gerði leiðina miklum mun skemri og greið- færari. Má þar tii nefna Holtavörðuheiði, milli Borgarfjarðar og Hrútafjarðar, Vatnsskarð milli Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslna, Öxnadalsheiði milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Eins og eg hefi áður minst á, eru vegirnir afar mjóir, svo að óviða geta bílar mæzt, nema þar sem gerðir hafa verið básar út úr þeim til að mætast á. Bíður þá annar bíllinn á básnum þangað til hinn er farinn fram hjá; getur þetta komið sér afar illa, þar sem leiti ber á milli og menn sjá ekki hver til annars. Varð bíll sem eg var í, fyrir mikilli töf, af því að hann fór svo tæpt á brautarbarminn, að undan honum seig; en bílarnir höfðu mæzt á altof mjórri braut. Mundi hafa farið illa fyrir okkur, ef það happ hefð^ ekki viljað til, að grindin á bílnum lenti á steini, þegar hjólin sigu niður, og varnaði grindin því, að billinn ylti. Þetta skeði vestan til í Vatnsskarðinu, í töluverðum stormi og mikilli rigningu, og þótti víst öllum biðin slæm í þessu óveðri, en beðið var í eina tvo tíma. Vorum við mestallan tímann að bera grjót og aðstoða við að rétta bílinn við og koma honum upp á brautina aftur. En þetta fór alt vel, og til Akureyrar komumst við um kvöldið. En má eg segja ykkur það, að það er ekki heiglum hent að vera bílstjóri á hálendi Islands. Ástæðan fyrir því að vegirnir eru svo mjóir sem þeir eru, er sú, að eftir að bílarnir komu til notkunar, hafði þjóðin ekki efni á því að koma upp breiðum vegum vítt og breitt um landið, svo strjálbygt sem það er og varð því að sætta sig við það að gera héruðin, sveitirnar og fjallendið mögulegt til umferðar með bíla, enda yrði viðhald veganna geysimikið meira væru þeir breiðir og er það í mörgum stöðum afarmikið nú. Vatn í vorleysingunum grafa þá mjög í surídur. Hvergi hefi eg séð menn að verki leggja jafnmikið á sig og bílstjórana á ferðunum milli Reykjavíkur og Akureyrar, hvern einasta dag vikunnar. Er mér það með öllu óskiljanlegt; að mönnum endist heilsa ti'l þess til lengdar með svo fastri stjórn og athygli við það starf í 14 til 16 tíma á dag. Það mundi vera álitið tveggja manna verk hér og skift um bílstjóra á miðri leið. Eigendur þessara bíla eru stórríkir menn óg hafa auðg- ast á ferðum þessum þvert og endilangt um landið. Hefir farið með bílum þeirra farið hækkandi mjög á síðustu árum, og ættu þeir að vera meir en færir til þess efnalega að ofþjaka ekki bílstjórum sínum með of löngum vinnutíma. Ætti ríkið að skerast þar í leikinn og banna áæflunarbílstjórum að keyra lengur en vissan tímafjölda á dag vegna öryggi farþeganna, sem með þeim ferðast. Hér leyfist ekki, að menn keyri meira en 8 tíma á dag, nema bílstjórarnir séu tveir og geti skift um og hvílst. Það er álitið, að athygli bílstjórans minki afar mikið, verði hann þreyttur, og þessvegna hafa þessi lög verið sett. Finst mér það merkilegt, að samtök milli bílstjóra heima hafi ekki reynt að kippa þessu í lag. En lagfæring á þessu hlýtur að - NAFNSPJÖLÐ - J Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofuslmi: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finna á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsítni 33 158 Thorvaldson & Eggertson LOgfrœOingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BTJILDING Office Houes: 12—1 4 P.M.—6 P.M. AND BV APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Laatur úti meðöl í viðlögum Viðtalstímar: kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu 8ími 80 857 643 Toronto St. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 877 Vlðtalstími kl. 3—5 e.h. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. •43 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEO J. J. Swanson & Co. Ltd. RXALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame ^ve., Phone 27 989 Presh Cut Plowers Daily. Plants ln Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken DR. A. V. JOHNSON DENTIST 508 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Sts. Phone 22 866 \Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200 FINKLEM AN OPTOMETRISTS & OPTICIANS Sjónin prófuð—Eyes Tested Clleraugu Mátuð-Glasses Fitted 200-1-2-3 Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Cor. Smith St. Phone Res. 403 587 Office 22 442 44 349 THE WATCH SHOP THORLAKSON & BALDWIN Dlamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watcbes Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE koma fyr eða siðar alt að eins, eins og vinnubrögðum manna á togurunum heima fyrstu árin, er menn voru látnir vinna þangað til vi& lá, að þeir dyttu niður steindauðir af þreytu. Framh. STAÐA KONUNNAR í RÍKI HITLERS Ckömmu fyrir jólin var komið v-' upp skrifstofum víðs veg- ar um Þýzkaland, sem höfðu það hlutverk á hendi að gæta hagsmuna og styðja ógiftar mæður og börn fædd utan hjónabands. Þessar skrifstofur voru settar upp af þýzku stjórninni og eru í raun og veru aðeins hluti af stórkostlegri á- róðursstarfsemi, sem stefnt er gegn þýzkum konum, og mið- ar að einu marki: Að hvetja þær til meiri barneigna. Heilbrigðismála- ráðherra Þýzkalands, dr. Leon- ardo Conti, sagði nýlega á fjöl- mennum kvennafundi í Stras- |bourg: “Foringinn fagnar hverjum og einum nýfæddum borgara ríkisins, hvort sem foreldrar hans eiga pappírssnepil, sem kallaður er giftingarskirteini, eða ekki.” Verkalýðsmálaráðherrann, — Robert Ley, sagði nýlega, er hann ávarpaði konur, sem vinna i verksmíðjum: “Það verður að þurka orðið óskilgetinn út úr þýzku máli.” Útbreiðslumálaráðherranum, Dr. Goebbels, fórust orð á þessa leið: “Þýzka konan á heima í svefnherberginu, eldhúsinu og barnastofunni. Þar finnur hún hamingju og gegnir skyldum sínum sem kona af hinum norræna kynstofni.” í Þýzkalandi munu nú .vera um 7,670,000 konur, sem vinna í verksmiðjum, mest við her- gagnaiðnaðinn. Við landbún- aðinn vinna um 5,000,000 og 1,300,000 vinna ýmis störf á heimilum húsmæðrum til að- stoðar. Af öllum þessum þýzku konum munu um 53 af hund raði’ vera giftar. Árið 1940 fjölgaði fæðingum í Þýzkalandi um 12,000 frá næsta ári á undan og á áróður stjórnarinnar vafalaust sinn þátt í því. Giftum, en barn- lausum konum hefir verið gefið í skyn, að fyrsta skylda þeirra sé að eignast afkvæmi. Einkennilegur félagsskapur starfar nú í landinu. Hefir hann það hlutverk að leita uppi ógiftar stúlkur á aldrinum 21— 25 ára og láta þær velja sér maka eftir mydnum, annað- hvprt með hjónaband fyrir aug- um eða ekki. Ungu mennirnir eru auðvitað valdir “hreinir aríar.” Þegar þýzkar stúlkur ná 16 ára aldri, eru þær skyldar til eins árs “þjónustu”. Verða þær að dveljast í eins konar her- búðum, sem gerðar hafa verið fyrir þessa starfsemi. Stúlk- urnar eru í hópum sendar til vígstöðvanna, þar sem þær dveljast vikum saman. Her- menn, sem eru í leyfi, fá einnig oft að heimsækja stöðvar stúlknanna. Fjöldamargir for- eldrar mótmæltu þessum að- förum stjórnarvaldanna. Blað Hitlers, “Völkischer Beobacht- er”, svaraði þessum mótmæl- um á þessa leið: “Stúlkurnar hafa nóg að borða og lifa í hollu uíríhverfi og það mun ekki gera þeim minsta mein, þótt sterkir, óblandaðir þýzkir piltar faðmi stúlkurnar dálítið ákafar en þessar siðprúðu borgarstúlkur eiga að venjast. Þar að auki eigum við að hætta við þessa siðvendni, sem tilheyrir liðn- um timum.” Nazisminn leyfir enga blóð- blöndun, það verður að halda hinum ariska kynstofni hrein- um. Þetta er að vísu mjög ein- kennileg stefna, þar sem þýzka þjóðin er mjög blönduð. í Þýzkalandi mætast slafneskar þjóðir, sem koma frá austri, rómanskar þjóðir, sem koma frá suðri, engil-saxneskar, sem koma frá vestri, og norrænar þjóðir, sem koma frá norðri. Engu að síður þolir nazism- inn ekki hina minstu blóð- blöndun, sízt af öllu við slaf- nesku þjóðirnar, sem nú eru undirokaðar. Eitt sinn var ungur pólskur maður tekinn af lífi fyrir að sofa hjá þýzkri konu. öðru sinni var þýzk kona dæmd í margra ára fangelsi fyrir að ei^a mök við pólskan verka- mann, sem vinnur á þýzku bændabýli. Eru þýzkar konur mjög ámintar um að skifta sér ekkert af pólskum verkamönn- um, sem eru í Þýzkalandi. —Alþbl.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.