Heimskringla - 19.08.1942, Page 6

Heimskringla - 19.08.1942, Page 6
9. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 19. ÁGÚST 1942 En ennþá einu sinni heyrðist langt í fjarska bergmál hins silfurskæra hláturs, var það eins og hann kæmi frá æfintýra heim- um, þrunginn stjórnlausri kátínu og gleði. “Eins og eg er lifandi maður, þá var þetta Beau Brocade,” taujaði sýslumaðurinn lágt. 2. Kap.—Smiðja Johns Stich. John Stich hafði líka heyrt hláturinn; íiugnablik stansaði hann, rétti sitt breiða bak og lét hinn þunga hamar hvíla á steðjanum, en bros sem lýsti velþóknun lék um varir hans og andlit, sem var mjög útitekið. “Þarna fer höfuðsmaðurinn,” sagði hann, “það væri fróðlegt að vita hvað hlægir hann nú. ó,” sagði hann og stundi við, “það eru kanske hermennirnir. Höfuðsmaðurinn er ekkert hrifinn af hermönnum. Nei, ónei.” Svo stundi hann á ný og rendi augunum á hrörlegan trébekk sem stóð í smiðjunni, en á bekknum sat ungur maður og lét hattinn slúta niður fyrir augun, sem störðu út í blá- inn með miklum raunasvip. Ungi maðurinn var búinn á sama hátt og Johon Stich. Sokk- arnir voru gráir og luralegir, en skyrtan var úr þykku og gráu baðmullartaui, og voru ermarnar brettar upp fyrir olnboga og sýndu vöðvastælta handleggi. Hann var í stórri ieðursvuntu sem var slitin og löðrandi í fitu og var einkenni járnsmiðsins. Þótt andlit og handleggir væru þaktir sóti, hefði sá er betur gáði að getað séð, að hendurnar voru net’tar og vel skapaðar, fingurnir langir með vel hirtum nöglum, en andlitið bar þrátt fyrir áhyggjusvipinn vott um að maðurinn var vanur að bjóða öðrum, og bar merki um þótta, sem ennþá var ekki niðurbrotinn. John Stich stóð og starði á hann um stund og lýsti svipur hans meðaumkvun og áhyggjum, en andlit smiðsins var bæði góð- mannlegt og drengilegt. Hann var fáorður maður og sagði ekkert nú, og brátt dundi söngur steðjans í smiðjunni er hann rak járnið. En þótt hann væri ekki margmáll heyrði hann samt mjög vel, og nú barst hon- um til eyrna hið jafna fótatak hermanna- flokksins, sem hafði skilið við sýslumanninn á vegamótunum, og tröðkuðu þeir nú gegn- um forina heim að smiðjunni. “Þey!” hvíslaði smiðurinn um leið og hann benti á eldinn. “Fljótt að smiðjubelgn- um!” Ungi maðurinn hrökk saman. Auðsæi- lega af skelfingu. Heyrn hans, hin næma heyrn flóttamannsins, sem vön er að hlusta etfir hverju hinu minsta hljóði, var alveg eins næm eins og heyrn smiðsins. Samt herti hann upp hugann og greip föstu taki á belgn- um, er hann neyddi sig til að líta hirðuleysis- lega til dyranna, en um leið blístraði hann fjörugt lag. Liðþjálfinn staðpæmdist í dyrunum og rendi augunum hvatlega yfir smiðjuna, en menn hans stóðu á verði á bak við hann. “1 nafni konungsins,” sagði hann hátt um leið og hann fletti sundur tilkynningu þings- ins. Hann hafði fengið boð um að lesa hana upp í hverjum einasta smábæ og hverju koti í héraðinu, og smiðurinn John Stich, sem var næsta þýðingarmikill maður í þessu um- hverfi, hafði ekki verið viðstaddur upplestur- inn hjá gálganum. “Jæja þá, liðþjálfi,” sagði hinn heiðarlegi smiður rólega um leið og hann lagði frá sér hamarinn í virðingarskyni við nafn konungs- ins. Hvað óskar hans hátign Georg konung- ur annar að birta smiðnum John Stich?” “Það er ekki yður einum, sem hann óskar að birta þetta,” svaraði liðþjálfinn. “Þetta eru lög, sem varða allá trúa þegna konungs- ins. En hvaða drengur er þetta?” spurði hann svo, er hann kinkaði hirðuleysislega höfðinu í áttina til unga mannsins við smiðju- belginn. “Þetta er systursonur minn og heitir Jim og er frá Nottingham,” svaraði smiður- inn rólega. “Hann er sonur Hönnu systur minnar. Já, þér mun.ið sjálfsagt eftir henni, liðþjálfi. Hún var í vinnu hjá Exter lávarði nálægt Derby.” “Já, auðvitað. Eg man eftir jómfrú Hönnu Stich. Eg vissi ekki að hún ætti svona efnilegan son,” svaraði liðþjálfinn, er ungi maðurinn rétti úr sér og leit djarflega framan í hann. “Já, það tognar fljótt úr þessu unga fólki, finst yður það ekki?” svaraði smiðurinn hlægjandi, “en látið oss nú heyra tilkynningu hans hátignar, fyrst þér hafið fengið boð um að lesa hana upp hér. Annars á eg mj(jg annríkt . . .” “Það er skylda mín, John Stich, og til- kynninguna verður að lesa á hverju heimili hér í Derbyshire. Þannig hljóða lögin. Ann- ars hefðuð þér getað sparað mér þetta ómak, ef þér hefðuð komið niður að krossgötunum áðan.” “Eg var svo önnum kafinn,” svaraði John Stich þurlega, og liðþjálfinn hóf lesturinn og þegar hann hafði lokið honum varð þögn í smiðjunni. John Stich studdist fram á ham- arinn og ungi maðurinn blés af alefli, en úti lamdi september rigningin á torfþak smiðj- unnar. “Jæja,” sagði smiðurinn um leið og lið- þjálfinn braut hið þykkja skjal saman og lét það ofan í töskuna, “getið þér þá sagt okkur hverjir þessir ungu menn eru, sem drengirnir okkar, eiga samkvæmt þessari yfirlýsingu, að fá borgun fyrir að myrða? Hvernig eigum við að þekkja uppreisnarmann ef við sjáum hann . . . og skjóta hann ef við erum svo heppnir að hitta hann?” “Fyrir hálfum mánuði síðan voru fjöru- tíu menn á listanum. Við vissum að þeir héldu sig á laun hér í Derbyshire,” svaraði ungi hermaðurinn . . . en . . .” “Hvað eigið þér við með þessu “en”, lið- þjálfi? Hér í bygðinni voru fyrir hálfum mánuði síðan fjörutíu menn, sem öllum var heimilt að myrða. Hvað er orðið af þeim?” “Flestir þeirra hafa verið handteknir og hengdir,” svaraði hermaðurinn rólega. “Jim, gáðu að ofninum drengur minn,” sagði John Stich um leið og hann leit á “frænda sinn frá Nottingham,” sem stóð og horfði með galopnum augum og titrandi vör- um á hermanninn, sem leit ekki á hann en bætti rólega við: “Fyrst skal frægan telja Lovat lávarð. Þér hafið sjálfsagt heyrt hann nefndan. Hann var hálshöggvinn fyrir nokkrum dögum síð- an, og einnig Kilmarnock lávarður . . . þar sem báðir voru aðalsmenn, höfðu þeir sinn eigin böðul á Turn hæðinni í London, nokkrir minniháttar menn hafa verið hengdir og nú eru bara þrir uppreisnarseggirnir lausir, og til höfuðs þeim hafa mörg hundruð dalir ver- ið lagðir og biða þess, sem færir hlutaðeig- andi yfirvaldi höfuð þeirra.” Smiðurinn ræskti sig og sagði: “Nú og hverjir eru svo þessir þrir?” “Sir Andrew Macdonald ofan frá Tweed- side og Fairfield óðalsbóndi, sem býr við Stafford veginn. Þér munið víst eftir hon- um, John Stich?” “Já, auðvitað, auðvitað. Eg þekki hann vel. Móðir hans tilheyrði pápiskri villu og sjálfur hékk hann aftan í Stúartunum . . hann var kornungur maður og varð að fara huldu höfði til þess að forða lífinu . . . nú og hverjir fleiri?” “Ungi jarlinn frá Stratton.” “Hvað þá, ungi jarlinn frá Stratton Hall?” spurði smiðurinn með óblandinni undr- un. “Heyrðu mig nú Jim minn. Þú ert mesti amlóði,” sagði hann gremjulega. Er hið síðasta nafn var nefnt, hafði drengurinn hrokkið við og við það féll belg- urinn, sem hann hafði verið að draga upp niður á gólfið. “Fjandinn hafi það! Þessi lög geta gert mann að launmorðingja, eftir öllu að dæma,” sagði hann og hló við, “en það veit trúa mín, að eg held að eg geri aldrei alminnilegan smið úr þér. Hvað haldið þér herra liðþjálfi?” “Drengurinn er kanske of viðkvæmur ennþá. Drengirnir okkar hérna í Derbyshire flækja sig ekki í vitinu eftir því sem sagt er,” svaraði hermaðurinn. “Já, þér munið sjálfsagt eftir málshætt- inum: 1 Derbyshire borinn og barnfæddur var . . . eða hvað?” “Með burðina nóga, en vit fanst ei þar,” bætti liðþjálfinn við hlægjandi. “Já, þannig er því varið. Það skaðaði þá ekkert að hafa svolítið meira af skynseminni. En hvað er drottins svikari annað en skaðræðis skepna, og drepum við kanske ekki öll villudýr og annað slíkt illþýði? Er það kanske álitið morð?” Hann hló hirðulegsislega og ánægður með sjálfan sig og sló á skjalaveskið sitt, sem geymdi tilkynningu hans hátignar. Hann var ekkert annað en ungur hermaður, sem hlýddi hugsunarlaust, og hafði hvorki leyfi né löng- un til að fara sínar eigin leiðir. Honum hafði verið kent að uppreisnarmaður væri villu- dýr í mannsmynd og þá var hann það auðvit- að, og þessvegna varð að afmá hann þjóðfé- laginu til tryggingar, og til verndar hans há- tignar konunginum. John Stich gerði heldur engar athugasemdir við trúarjátningu her- mannsins. “Já, um alt þetta getum við rætt síðar meir, liðþjálfi, en nú á eg annríkt. Þér sjá- ið . . .” “Eg tek það hreint ekki illa upp, Stich minn góður. Fjandinn hafi það! Skyldan, eins og þér vitið, John minn, skyldan. Þetta eru boð hans hátignar. Þau hefi eg fengið frá höfuðsmanninum, en hann fékk þau frá sjálfum hertoganum af Cumberland. Munið eftir lögunum, vinur minn!” “Já, auðvitað geri eg það.” “Já, allir vita að þér eruð trúr þegn hans hátignar, Georgs annars,” bætti liðþjálfinn við í trúnaðarrómi, því að John var áhrifa- mikill mbaður þar í héraðinu, “og eg er viss um, að frændi yðar er alveg eins, en skyldan verður nú aldrei annað en skylda, og það var ekki ætlun mín að móðga neinn.” “Já, þetta er nú alt saman ágætt,” sagði John óþolinmóður. “Verið þér þá sælir John Stich,” sagði lið- þjálfinn, sneri sér á hæli og hrópaði með hárri raust: “Til hægri! Áfram!” John Stich og frændi hans stóðu og horfðu á hina sex hermenn fjarlægjast með þungu fótataki. Þeir héldu til Aldwark eftir hinum blauta og illfæra þjóðvegi.. 3. Kap.—Flóttamaðurinn. Inni í smiðjunni ríkti þögn á meðan fóta- tak hermananna heyrðist. John Stich hafði ekki tekið til starfa á ný og nú stóð hann og horfði þungbúinn framundan sér. Ungi maðurinn hafði fleygt frá sér belgn- um og æddi nú eftir hólóttu leirgólfi smiðj- unnar eins og villudýr í búri: “Ofsóttur!” tautaði hann milli saman- bitinna tannanna. “Ofsóttur eins og óarga- dýr! Og innan skamms verð eg kanske skot- inn eins og hver annar óður hundur á bak við einhvern runninn.” « Hann stundi þungan og var auðheyrt að sorgin lá honum þungt á brjósti. Svipur hans lýsti vonbrigðum og eirðarleysi. Þetta var þá komið svona langt. Nafn hans var á lista lög- brjóta og útlaga. Og hann var sjálfur sak- laus maður!” “Nei, lávarður minn,” sagði smiðurinn rólega, “ekki á meðan John Stich getur gefið yður þak yfir höfuðið.” Ungi maðurinn hætti að ráfa um gólfið og leit á smiðinn. Augnaráð hans lýsti þakk- læti og innileika, sem lét áhyggjusvipinn hverfa af andliti hans. Með unglingslegri hreyfingu kinkaði hann kolli svo hinir þykku lokkar, sem huldu höfuð hans snöruðust frá enninu, um leið og hann greip hendi smiðsins. “Trygglyndi vinur!” sagði hann loks með titrandi rödd, “það sem mér fellur þyngst er er geta ekki launað þér alla þín trygð.” “Nei, lávarður minn. Talið ekki um laun. Eg mundi með gleði láta líf mitt fyrir yður og skyldulið yðar.” Og þetta voru engin innantóm orð. John Stich meinti það, sem hann sagði. Þessi tryggi og heiðarlegi John! Hann elskaði þetta fólk, sem hann átti alt að þakka, og ást hans var rótgróin í hinu trygglynda og sterka skap- lyndi hans. Stratton lávarður, sem nú var dáinn, hafði látið ala hann upp og séð um hann að öllu leyti. Hann hafði látið kenna honum iðnina og gefið honum kofann og smiðjuna, og fanst hinum trygglynda smið það sanngjarnt, að þar sem hann átti lávarðinum alt gott upp að unna, þá ættu börn hans rétt á öllu, sem hann gæti gefið í staðinn. “Æ”, stundi ungi maðurinn, “eg er svo hræddur um að þú leggir líf þitt í sölurnar fyrir að hýsa mig.” En samt var þetta alt saman sprottið af hörmulegum misskilningi. Philip James Gascoyne, hinn ellefti lá- varður af Stratton var þegar hér var komið sögunni enn ekki tuttugu og eins árs gamall. Ennþá er til í Brassing Hall falleg mynd af honum, sem Hogarth málaði. Málaranum hefir tekist vel að sýna hinn tígulega svip, hin fögru augu og hið æskufríða hrokkna hár, sem í marga ættliðu hefir prýtt þá frændur frá Stratton. Málaranum hafði líka tekist að sýna hinn bogbdregna, kvenlega munn og hinar mjúku varir og hökuna og vangana, sem voru fullir og sléttir, og sem ef til vill sviftir andlitið karlmensku svip og þrótti. Myndin ber áreiðanlega með sér, að mannin skorti vilja, þrótt og stefnufestu, en þrátt fyrir það bar andlitið vott um hrein- skilni og einlægni, sem talar til allra, sem sjá myndina, þótt hún kanske að öðru leyti falli mönnum ekki í geð. 1 fyrstu æsku fylgdi hann með óskiftum huga Stúörtunum að málum. Höfðu ekki forfeður hans liðið og látið lífið fyrir Karl Stuart fyrir tæpri öld síðan? Hversvegna átti þá að breyta til? Því þá þessi hollusta við erlenda konungsætt, við konung, sem talaði tungu þegna sinna með útlendum málhreim? Faðir hans, hinn látni Stratton lávarður, var kyrlátur og ánægður, brezkur aðalsmað- ur, sem fanst það ekki ómaksins vert að út- skýra fyrir börnum sínum, hin trúarlegu og stjórnmálalegu málefni, sem fyrir mönnum vöktu á hinni átjándu öld og voru ástæðan fyrir því, að þjóðfélagið valdi sér erlendan konung. Ef til vill skildi hann þetta ekki sjálfur. . Pour le Roi (fyrir konunginn) var einkunnarorð ættarinnar. Þessvegna börð- ust Gascoynarnir fyrir Stúart þegar hann var konungur og á móti honum er hann reyndi að brjótast til valda með lögleysu, og hinn gamli Stratton lávarður ætlaðist til að börn sín skyldu fara eftir einkunnarorði ættarinnar, en hafa engar sjálfstæðar skoðanir í þeim efnum. Samt sem áður fengu Stúartarnir fylgi hjá mörgum. Frá Skotlandi bárust fréttir um að “hinn káti kóngssonur” hefði allra hylli hvar sem hann kom. Philip var ungur, uppfræðsla föður hans þur og leiðinleg og hann átti marga vini meðal hinna skozku aðalsmanna. En á meðan faðir hans lifði, hafði engin þörf gerst á því að voga neinu fyrir hinn unga prins þar í greifadæminu. Þegar faðir hans dó, erfði Philip nafn- bótina og eignirnar og var þá lítið annað en barn. Hrifinn af skyldum sínum og þeirri ábyrgð, sem á honum hvíldi, kulnaði hin gamla hrifning fyrir Stúörtunum og gleymd- ist að nokkru leyti. Sem einn af aðalsmönn- um ríkisins hafði hann svarið konunginum hollustueið, og hélt sér nú við þann eið með hinu fjöruga ímyndunarafli æskunnar, og gerði úr honum og þýðingu hans hugsjón, er veitti honum auðið að standa móti smjaðri og lævísi þeirra frá Skotlandi og Frakklandi, er vildu fá hann á sitt band. Svo komu þær fréttir að Karl Játvarður, sem studdur var af frönsku fé og frönskum áhrifum, ætlaði að ráðast á London og mundi á leiðinni stansa í Derby, til þess að safna þa? saman undir fána sinn öllum sínum vin- um. 1 huga hins unga lávarðar Stratton börð- ust nú æskuhugmyndirnar við hollustu eiðinn og hugsjónina um skylduna við konung og föðurland. Hin illa norn, sem hafði gefið honum kjarkleysis svipinn í dráttunum kring um munninn og löguninni á hökunni, hafði einnig dregið þessa drætti í lyndiseinkunn hans. Hin eina úrlausn, sem houm kom í hug var sú að flýja vandræðin; því að hann vissi að Karl konungsson mundi áreiðanlega minn- ast þeirrar fornu vináttu, sem með þeim var, og leita fylgis hans, og var Philip þá eigi viss um hvort hann hefði kjark til að neita... Hann flúði því úr landi, en ásakaði sig sjálfan þunglega og fanst hann vera ragur níðingur að breyta þannig, en huggaði sig samt við þá barnalegu trú, að hann ryfi samt ekki eið sinn við konunginn. Hann hugsaði sér því að leggja eins margar mílur og auðið væri milli sín og freistingarinnar, sem staf- aði frá hinum “káta kóngssyni”, sem enginn gat staðist. Hann lét systur sína, Lady Pati- ence verða eftir til að hugsa um höllina og þjónana, en hann sjálfur, einn hinna tryggu þegna konungsins, flúði landið. Svo kom byltingin og hinn ömurlegi flótti frá Derby og loka ósigurinn við Culloden, en hermenn Georgs konungs fóru um landið þvert og endilangt og veiddu uppreisnar- mennina, sem fengu stutta yfirheyrslu, fljót- an dóm, og ennþá hraðari aftöku. . Það leið ekki á löngu áður en sá kvittur komst upp að flóttamaðurinn, jarlinn af Stratton, væri einn hinna svæsnustu í flokki uppreisnarmanna ,og varð sá kvittur að stað- reynd, því á sinni erfiðu ferð frá Derby, hafði Karl konungsson gist í Stratton höllinni. Er Philip reyndi að ná fréttum frá systuí sinni og snúa heim til sín, komst hann að raun um að hann var sjálfur meðal hinna útlægu og fallinn undir lög þingsins. En hann fann samt að hann var saklaus og hollur þegn konungsins og hann furðaði sig á því hvernig þetta gat hafa atvikast að hann var kominn á útlagaskrána. Einhver hlaut að hafa vitnað á móti honum. En hver gat það hafa verið? Sjálfsagt ekki hans gömiu vinir, áhangendur krónprinsins — í hefndarskyni fyrir fráfall hans. En hvað sem þvi leið þá var drengurinn dæmdur til dauða og sekur skógarmaður. Ef til vill mundi þetta alt saman verða útskýrt og alt verða gott, en þangað til varð hann að fela sig og forða svo að hann lenti ekki í höndunum á einhverjum hinna ágjörnu Júd- asa, sem lögin voru að skapa með því að heita þeim launum fyrir að selja líf meðbræðra sinna fyrir hundrað dali. Þetta var hræðilegt, blátt áfram skelfi- legt! Árangurslaust reyndi Philip að varpa frá sér þessum áhyggjum, og stundum greip hann hendi smiðsins og hrópaði: “Bréfið til hennar systur minnar? Ertu viss um að hún fékk það?” “Já, það er eg alveg viss um, lávarður minn,” svaraði hinn þolinmóði John hvað eft- ir annað. En eftir heimsókn hermannanna var Philip í ennþá æstara skapi. “Bréfið,” endurtók hann, “hefir Patience fengið bréfið? Þvi kemur hún þá ekki?”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.