Heimskringla - 17.03.1943, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.03.1943, Blaðsíða 1
t ■■ "—"——■■—"—"———- . I We recommend for your approval our "C.B.4 WHITE LOAF" (Canada Approved) as an excellent source of the Vitamin B Complex “The QualityGoes In before theNameGoeaOn” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 Frank Hannibal, Mgr. Wedding and Birthday Cakes made to order ---------------------—......4- We recommend for your ctpproval our “C.B.4 WHITE LOAF" (Cánada Approved) as an excellent source of the Vitamin B Complex “The QualityGoea In before the Name Goes On’ CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 Frank Hannibal, Mgr. Wedding and Birthday Cakes made to order ---------------------------—■■■» LVII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 17. MARZ 1943 NÚMER 24. ’ * HELZTU FRÉTTIR * * Gravdon kosinn forseti A fundi, er Progressive Con- servative félagið í Canada hélt s. ]. laugardag í Toronto, var Gordon Graydon kosinn for- seti; hann er foringi flokksins á sambandsþinginu. Annað, sem félagið gerði, var að samþykkja breytinguna, er gerð var á nafni flokksins i desember í Winnipeg, er Hon. Johm Bracken var kosinn flokksforingi. Stefnuskráin, sem samþykt var á Winnipeg fundinum, hafði áður verið samþykt af félaginu, en breyt- ingin ekki á nafninu. Mörg mál voru rædd á fund- inum áhrærandi starf félags- ins. Þar var og hinn nýi for- ingi, Mr. Bracken, en hann hélt ekki ræðu á fundinum, heldur á veizlufundi. Hann lofaði allri þeirri samvinnu við King- stjómina, sem kostur væri á, frá andstæðingi, í stríðsmál- unum. Hann sagði heimspeki sína mjög óbrotna: “Mannkynið æskir og á skilið að lifa betra lífi en það hefir nokkru sinni átt áður, og það er nóg af þekkingu í heiminum til þess að sjá því fyrir þessu.” Öryggi frá vöggu til grafar Spurningunni um það hvern- ig öllum verði séð fyrir viðun- anlegri afkomu að stríðinu loknu í Canada, hefir að nokkru verið svarað af nefnd, sem Ot- tawa-stjórnin skipaði til að rannsaka það mál ifyrir skömmu. Nefndin lagði tillög- ur sínar fyrir stjórnarráðið í gær. Eru þær alllíkar tillög- um Beveridge á Englandi, er samdar munu hafa verið með hliðsjón á samskonar löggjöf Ný-Sjálendinga, þó mikið vanti á að henni nái. Hugmundin er sú, að tryggja hverjum manni, ungum sem gömlum, í hvaða stétt eða stöðu sem er, þær tekjur, er viðunanlega afkomu veita. Lá- mark teknanna á að vera á- kveðið og má ekki niður fyrir það fara. Til þess að sjá fyrir þessu, gerir nefndin ráð fyrir að stjórn in eyði $1,000,000,000 (einni biljón dala) á ári. Helmingur þess fjár er ætlast til að fáist inn frá vinnandi almenningi og verkveitendum, en fyrir helm- ingnum á sambandsstjórnin að sjá (með öðrum sköttum). Auk þessa er gert ráð fyrir að stjórnin ver* *ði að leggja fram aðra biljón dollara fyrsta árið eftir stríðið til grundvall- ar starfi, svo allir hafi atvinnu. Segja tillögumenn þetta ekki nerna helming þess fjár, sem nú sé árlega veitt til stríðsins. En öryggið á meðal annars að vera í þessu fólgið: 1. Hverju barni skal greiða $8 til $9 á mánuði, hvað sem tekjum þeirra líður, sem fyrir því sjá. En sá böggull fylgir þó þessu skammrifi, að undan- þága sem veitt er frá tekju- skatti nú fyrir hvert barn, fell- ur niður. 2. Að hækka um 50% hagn- að verkamanna á atvinnuleys- is-vátryggingum sem nú gilda. 3. Þeim, sem ekki hafa at- vinnuleysis-^átryggingu, skal greiða 10% minna en þeim sem hafa hana. 4. ókeypis læknishjálp með tíð og tíma. 5. Sjúkravátrygging á svip- uðum grundvelli og atvinnu- leysisvátrygging. 6. Vátrygging fyrir bams- burð kvenna er vinna á sama grundvelli (og í gr. 5). 7. Sama vátrygging gegn slysum vð iðnaðarstörf og nú er. 8. Að lækka aldur þeirra er ellistyrk fá, úr 70 í 65 fyrir karlmenn, en til 60 ára aldurs fyrir konur. Ennfremur að hækka ellistyrkinn úr $20 í $30 á mánuði. 9. Að koma upp sjóðum til styrktar mönnum í ellinni, sem þeir sjálfir leggja fé í áður en þeir setjast í helgan stein og njóti góðs af sérstaklega. 10. Að koma upp slysaá- byrgðum á sama hátt. 11. Að koma upp ekkna- styrk á sama hátt. 12. Að greiða útfarir $100 fyrir fullorðna, $65 fyrir ungl- inga og $25 fyrir börn. Þetta á nú í stuttu máli að vera þráðurinn í löggjöfinni um “öryggi frá vöggu til graf- ar”. Þetta á ekki að koma í bága við neitt svipað starf, sem nú er rekið af einstaklingum, eins og starf vátryggingafé- laga. En sumt af svipaðri lög- gjöf, sem stjórnin nú hefir með höndum, mun verða sameinuð starfinu i tillögunum, ef þær verða að lögum gerðar. Tillögur þessar eru kendar við dr. Leonard C. Marsh, er rannsóknarstörf margvísleg hefir með höndum fyrir sam- bandsstjórnina; að uppkastinu hefir einnig unnið dr. Cyril James, yfirkennari við McGill- háskóla. Frá stríðinu á Rússlandi , i Síðast liðinn manudag töp-| uðu Rússar borginni Kharkov í hendur Þjóðverja, er þeir fyr- ir skömmu tóku af þeim. — Nazistar hafa eflt lið sitt svo ótrúlegt er í Suður-Rússlandi. Rússar munu búa sig undir að mæta þeim við Öonets ána, nokkru austar og er þar nú grimmasti bardagi háður. — Fregnritar kenna um þíðum í Suður-Rússlandi og illfærum vegum, að Rússar komu ekki liði i tæka tíð til Kharkov. Sókn sinni beina nú Rússar í áttina til Smolensk, en þar er höfuð aðsetur Þjóðverja nú í Rússlandi. Gunnar Salómonsson æfir sig í að lyfta fíl Hinn þekti íslenzki aflrauna- maður Gunnar Salómonsson starfar nú við Sarasani-cirkus- inn — eitt af frægustu og stærstu hringleikjahúsum jarð- ar. 1 fyrrakvöld lét Gunnar til sín heyra í útvarpi á íslenzku frá Berlín. Bað hann að heilsa öllum vinum og kunningjum og kvaðst vona að hann fengi sem fyrst tækifæri til að koma heim. Þulur útvarpsins skýrði frá þvi, að Gunnar vekti mjög mikla athygli á sýningum hringleikjahússins, Tvö aðal- sýningaratriði hans eru fólgin í því, að Gunnar lyftir 12 manns í einu, og hitt í því, að hann lyftir stórum hesti (dönskum) með manni á. En núna er Gunnar að æfa sig í því, að lyfta fíl, 2ja tonna j pungum. Séra Guðmundur Árnason Þá sigldirðu á ókunna sæinn það sy^ti, þó lengt hefði daginn. Hvi undirðu ei áratug lengur þú ágæti mannkosta drengur? Þú fræðarinn, foringinn góði ert fallinn, við grátum í hljóði. Þitt dagsverk var dómgreind að styrkja. Nú drýpur þín frjálsborna kirkja. Þín för var mót frelsi og degi. Þú fórst ekki almanna vegi. Og fámenna hópinn, sem fanstu, með framkomu prúðmennis vanstu. Þú landnemans ljóssækni prestur, í lífsspeki stærstur og beztur. Þín sveitir með söknuði minnast því seint mun þinn jafningi finnast. Við stöndum á ströndinni hljóðir, og störum á eftir þér bróðir. í vorlofti vitarnir brenna, sem værurðu ennþá að kenna. Úr læðingi harmsakir leysum, og leiðtoga merkið þitt reisum; í hrygðinni hræðustum eigi, það hefjum mót sólu og degi. J. S. frá Kaldbak KOSINN f TRÚNAÐAR- STÖÐU Dr. Halldór Hermannsson Gengur Gunnar alment und- ir nafninu Ursus, sem þýðir björn. Við hringleikjahúsið starfa 160 manns, þar eru 80 hestar, 25 fílar og fjöldi annara dýra. Gunnar Salómonsson hvarf héðan af landi brott árið 1936. Hafði hann til þess tíma stund- að glímu og aðrar íþróttir hjá Glímufélaginu Ármanni. En sumarið 1936 fór hann á Olym- píuleikana í Berlín, þaðan fór hann til Danmerkur og hefir síðan ferðast, ekki aðeins um þvera og endilanga Danmörku, heldur og um Noreg, Sviþjóð og víðar. Og nú er hann starfsmaður hjá einum þekt- asta sirkus veraldar, er tekur 7 þúsund manns í sæti í einu —Vísir, 23. okt. ’42. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Rauði-Krossinn er nú að safna fé og öðru þvi, er til líknar má verða, bæði þurf- andi föngum og særðum, í stríðinu. Síðast liðna viku gáfu 90 fanga í tugthúsinu i Headingly í Man., hver sinn skamt af blóði Rauða-Krossin- um. Ef ekki hefði verið fyrir slíka hjálp, sem hér um ræðir, hefði mörgum til ólífis blætt á vigvöllum Evrópu. 1 Winnipeg hafa 3,000 manns skráð sig Aðstoðio frá Bretlandi og Bandaríkjunum til Rússlands Hvað miklu nemur aðstoðin, sem Bretland og Bandaríkin hafa veitt Rússum? Nákvæmar tölur yfir þetta, eru hernaðar-leyndarmál, en þó má af skýrslum, sem nýlega hafa verið birtar í London og Washington, fá all-glöggva hugmynd um þetta. Oliver Lyttelton, ráðherra vörubirgða á Bretlandi, sagði á fundi í Newcastle 21. febr. að Bretland og Bandarikin hefðu til samans sent Rússlandi 6,200 skriðdreka og 5600 flugför frá því í októbermánuði 1941 til desembermánaðarloka 1942. John Anderson, ráðuneytis- forseti Breta, sagði um svipað leyti, að Bretland eitt hefði sent hergögn til Rússlands, er nægðu til að gera út 20 her- sveitir. Hann sagði 31. des. Breta hafa sent 2,974 skrið- dreka og 2,480 flugför til Rúss- lands og auk þess 600 flugför, samkvæmt brezk-rússnesku samningunum. Lyttleton sagði að Bretland og Bandaríkin hefðu ^uk skrið- dreka og flugvéla sent til Rúss- lands 60,000 smálestir af tog- leðri, 831,000 smálestir af hern- aðar-vélaáhöldum, málmi, handbyssum, og um 70 miljónir byssu kúlna. Skridrekarnir og flugvélarnar sagði hann, að nægði til að gera 32 hersveitir út og 400 flugsveitir ( aerial squadrons). Skýrslur sem lagðar voru fram fyrir þingnefnd í Wash- ington s. 1. viku, af Edward R. Stettinius, umsjónarmanns leágu-lánsstarfsins, sýndu að hernaðarleg aðstoð Bandaríkj- anna til Rússlands var meðal annars 2,600 flugför, 3,200 skriðdrekar, 72,500 vagnar (trucks), 7,700 mótorhjól, 1,300 hervagna (military tractors), 130,000 byssur (sub-machine guns), 850,000 smálestir af stáli, 75,000 smálestir af járn- brautateinum, 17,000 smálestir af öðrum járnbrauta útbúnaði, 140,000 talsima fyrir herinn, þúsundir smálesta af sínki, duraluminum, kopar og eyr- blendingi, “óheyrilega mikið” af matvöru og þrjú miljón pör af hermannaskóm. Mr. Stettinius fór lofsamleg- um orðum um aðstoð Canada til annara þjóða, um leið og hann las skýrslu sína. Sagði hann landið á einu ári hafa aðstoðað Breta, Rússa, Ástral- inga og Ný-Sjálendinga með vörum og vopnum, án nokkUrr- ar endurgreiðslu, er næmi $1,000,000,000. Það hefði sent skriðdreka til Rússlands eins, svo að $50,000,000 næmi, en einnig mikið til Bretlands. — Bandaþjóðunum hefði það sent 400,000 hernaðarmótorhjól; á mánuði hverjum sendi það ieina miljón sprengja út úr landinu og vélabyssur og riffla svo að næmi IV2 miljón á ári. Á ársfundi stjórnarnefndar menningar- og fræðafélagsins The American-Scandinavian Foundation, sem haldinn var í New York-borg þann 6. febr. s. 1., var dr. Halldór Hermanns- son, prófessor í norrænum fræðum í Cornell University, Ithaca, New York, kosinn einn af forráðamönnum (Trustee) nefndrar stofnunar, en hann hefir um margra ára skeið átt sæti í útgáfunefnd hennar. — Með kosningu* þessari er hon- um maklegur sómi sýndur og verðug tiltrú, en jafnframt má skoða hana sem viðurkenningu á auknum mennngarsambönd- sem fúsa til að gefa skamt af blóði; hefir það gert Rauða- Krossinum fært að senda um 300 skamta á viku hverri til særðra í Evrópu. ★ ★ ★ í útvarpi frá Róm s. 1. fimtu- dag, var Bandaríkjunum gefið til kynna, að borgir þeirra mættu senn eiga von heim- sóknar af þýzkum sprengju- flugvélum. Gaf útvarpið þá lýsingu af flugvélunum, að þær væru Heinkel 177 gerðin, með 4 hreyflum, bæru 6 tonn af sprengjum og gætu flogið hvíldarlaust til New York og til baka. í skeytinu var haldið fram að flugvélarnar væru framleiddar í stórum stil. ★ ★ ★ Einn af senatorum Banda- rikjanna, Sheridan Downey, demokrati frá Californíu, segir að herlið Bandaríkjanna muni í lok þessa árs verða 15 miljóp- ir í stað 11 sem áætlað hefði verið. ★ ★ ★ Bandríkin byrja að skamta kjöt og smjör, ost, fisk í dósum, feitmeti og fleiri matvöru 1. apríl n. k. Kjötskamtúrinn verður um 2 pund á viku á hvern mann, en getur þó orðið meiri, því nefndar vörur verða allar í einum flokki; sé minna keypt af osti en leyft er, má táka einhverja aðra af vörun- um á skömtunarmiðunum. Á matsöluhúsum er ekkert skamtað. Þessi skömtun verð- ur varla tilfinnanleg. ★ ★ ★ Sumner Welles, vara-ríksrit- ari Bandaríkjanna, sagði stjórnardeildina hafa fengið fregn, en óstaðfesta þó, um að Hitler væri farinn að heilsu, hefði svo mikinn taugaóstyrk, að hann hefði orðið að taka sér hvíld á heimili sínu í Berch- um milli Islands og Banda- ríkjanna, en vaxandi fjöldi ís- lenzkra stúdenta stundar nú nám við mentastofnanir í landi þar. Kosning Islendings í um- rædda trúnaðarstöðu mun og mega líta á sem vott aukins á- huga í Bandarikjunum á ís- lenzkum bókmentum og menn- ingu þjóðar vorrar, í þvi sam- bandi má geta þess, að John Watkins, umsjónarmaður stúd- enta-starfsemi The American- Scandinavian Foundation, stundar nú nám í íslenzku und- ir handleiðslu Halldórs prófess- ors í Cornell. Halldór Hermannsson varð hálf-ájötugur upp úr áramót- unum, því að hann er fæddur 6. jan. 1878. Hann lauk stúd- entsprófi á lærða skólanum í Reykjavík 1898 og stundaði siðan nám á háskólanum í Kaupmannahöfn 1901—1904; en snemma á þeim árum komst hann í kymni við Islandsvininn og fræðimanninn Willard Fiske og gerðist honum handgenginn og samverkamaður hans að ýmsum fræðistörfum. Síðan 1905 hefir Halldór Hermanns- son verið bókavörður hins mikla íslenzka Fiske-bókasafns í Cornell, en jafnhliða h^fir hann haft með höndum kenslu í Norðurlandamálum og bók- mentum og verið prófessor í þeim fræðum síðan 1924. Háskóli íslands gerði Hall- dór Hermannsson heiðursdok- tor í heimspeki Alþingishátið- arárið 1930. íslandsstjórn gerði hann Stórriddara með stjörnu af Fálkaorðunni 1939, en áður hafði hann sæmdur verið bæði Riddara og Stór- riddarakrossi þeirrar orðu. — Hann er heiðursfélagi í Bók- mentafélagi Islands og einn af elztu heiðursfélögum Þjóð- ræknisfélags Islendinga i Vest- urheimi. Hin umfangsmiklu fræði- störf Halldórs Hermannssonar eru Islendingum beggja megin hafsins löngu kunn, og leyfi eg mér að vísa til greinar minnar um það efni í Tímariti Þjóð- rœknisfélagsins í fyrra. Meta landar hans hann og virða að verðleikunvfyrir þá merkilegu og þörfu starfsemi hans. Veit eg því, að eg tala eigi aðeins í nafni Þjóðræknisfé- lagsins heldur einnig fyrir munn landa hans alment í landi hér, er eg flyt honum hugheilar feskiir í tilefni af kosningu hans f fyrnefnda virðingarstöðu og í tilefni af nýafstöðnu 65 ára afmæli hans. Er það einlæg ósk vor, að hans megi enn lengi við njóta á vett- vangi islenzkra fræða. Richard Beck Hon. Ian Mackenzie, heil- brigðismála-ráðherra, sagði frá því í Ottawa s. 1. föstudag, að lausn hefði verið veitt 75,000 manns úr her Canada. Tala hermanna er nú 683,000 alls; i sjóliðinu eru 53,000, í flugliðinu 200,000 og í landhernum 430,- 000. Frá ástæðu fyrir þessu var ekki greint, en heilsuveila mun aðalorsökin vera. Reglur fyrir heilbrigði kváðu strang- ari en nokkru sinni fyr í hern- um. ★ ★ ★ í virðingar og þakklætis- skyni fyrir hetjuskap Pólverja tesgaden. Göbbels neitaði umij þessu stríði, hefir stjórnin í hæl og fréttin birtist, að hún 'British Columbia nefnt sérstakt væri sönn, sagði Hitler ennjfjan Vestra eftir borginni Var- hafa stjórn á rekstri stríðsins sjá (Mount Warsaw). og veta í Rússlandi. | Frh. á 8. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.