Heimskringla - 17.03.1943, Síða 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. MARZ 1943
Ferðahugleiðingar
Eftir Soffonías Thorkelsson
----- Framh.
Enn er eg staddur í Svarfaðardal. Enn er eg á leiðinni til
Dalvíkur, í hugleiðingum mínum. Mér sækist leiðin seint, þótt
vegurinn sé góður. Það er svo margt sem eg verð að skoða,
hverja laut og hæð sem eg fer fram hjá beggja megin við veg-
inn. Eg kannast við þær þegar eg kem að þeim, þótt þær væru
áður fallnar mér í gleymsku. Þetta voru í rauninni æskuvinir
minir og fundust mér þær vera partur af mér eða eg partur af
þeim. Eg hafði aldrei fyr fundið svo ljóst til skyldleika míns
til sveitar mlnnar og lands sem nú. Mér fanst sveitin vera
orðin mér að móður, er eg mundi geta hallað þreyttu höfði að
mér til hvíldar. Mér fanst sál landsins fylgja mér þennan síð-
asta áfanga minn eftir dalnum eins og góð móðir mundi hafa
gert. Eg hafði eintal við hana um alt sem mér kom til hugar,
gleðina og gæfuna er eg nyti af því að geta komið heim, til að
minnast við hana og alt sem eg unni. Hefði einhver séð til mín
mundi hann hafa haldið að eg væri eitthvað skritinn. Oft stóð
eg kyr, var að litast í kring og líta á sveitina að baki mér, og
hinn fríða fjallahring er umlýkur dalinn sem skjólgarður um
vermireit. Sveitin hefir líka verið besti vermireitur hugsunar-
lífs míns, sem eg hefi átt. Þar hefi eg oft fundið “sólskins ble;tt
í heiði” þegar illa stóð í bæinn minn.
Mér féll það vel að vera einn með sál lands og sveitar síð-
ustu ferðina um dalinn. Eg hló og grét að því sem okkur fór á
milli. Það voru gleði og fagnaðartár yfir því að vera samein-
aður henni að nýju og einnig söknuður yfir því að vera að
skilja. Þær voru mér fastar í huga þann dag hendingarnar
hans S. Br. “Það er hart að hraða sér á haf frá ströndum, þar
sem hjartað eftir er í ástarböndum”. Eg leit yfir sveitina mína
í síðasta sinn af Hrísahöfðunum, signdi hana i anda og bað
henni blessunar og öllum þeim sem eru þar nú og þeim sem þar
kunnu að fæðast og búa á ókomnum öldum.
Nú var liðið langt á dag, greikkaði eg þvi sporið að Hrísum
til frænku minnar, Fríðu Antoniusdóttur. Hún gekk með mér
síðasta spölinn til Dalvíkur. Þar átti eg vinum að mæta. Var
þar um kyrt einn dag og mætti þar nokkrum gömlum góðkunn-
ingjum er eg hafði ekki hitt áður, þar á meðai Kristni Jónssyni
smið. Höfðum við unnið saman við smíðar hjá Sigurði Sigurðs-
syni járnsmið á A'kureyri, þegar við vorum unglingar um tví-
tugt. Var Kristinn einn af þeim högustu mönnum til smíða
sem eg hefi þekt. Veturinn sem eg var heima féll hann fyrir
meininu vonda, fékk hann það í kverkarnar og varð fljótt um
æfilok hans.
Mun fárra hafa verið saknað meira í Svarfaðardal en
Kristins. Það vissi enginn neitt nema gott um hann og má það
teljast fágætt, því þar segja menn, sem annarsstaðar óspart frá
göllum nágranna sinna.
Eigendur vélbátanna í Dalvík munu sakna Kristins og
hinna ágætu aðgerða er hann veitti vélum báta þeirra fyrir
sérlega litla borgun. Heyrði eg fleiri en einn mann segja, að
Kristinn kynni ekki að selja. Komst hann þó vel af með konu
sína og börn, var það hans mikla dugnaði að þakka og reglu-
semi.
Önnur hjón voru það sem eg hafði mikla ánægju af að
mæta, Jón Stefánsson og Júliana. Þau bjuggu á parti á jörð-
inni Hofi þegar eg átti heima á Hofsá. Hann var maður mjög
hagur til verka, en sérstaklega bar mikið á hljómfræðis hæfi-
leikum hans, var organisti í Vallarkirkju, söngkennari í sókn-
inni og minnir mig að hann fengi 15 aura á mann hvern á ári,
og þótti körlunum i sókninni þetta hreint ekki svo l'ítil borgun,
en Jón stóð á því fastar en fótunum að hann gæti ekki gert
það fyrir minna, að spila í kirkjunni og halda söngæfingar fyrir
þá sem vildu koma á æfingar. Nú er eg hitti þau hjónin í Dal-
vik voru þau orðin gömul en þó ern, en hann orðinn sjóndapur.
Gat hann þó unnið fyrir sér. Þau höfðu bygt sér ofurlítinn bæ
úr torfi innan Við víkina, voru það tvær stofur og önnur þeirra
þiljuð. Var það bjart og hlýtt og hið viðkunnanlegasta. Þar
sá eg fyrirmynd þess hvernig eg gæti haft það í ellinni ef eg
yrði fátækur og illa’liðinn, því fátæklingar eru oft illa liðnir,
mikið ver en þeir ríku. Þá skyldi eg byggja mér svona bæ
nokkuð langt frá mannavegum þar sem fáir angruðu mig með
fimbulfambi sinu og ungæðishætti samtíðarinnar. Jón og
Júliana voru mannblendin, hæglætis og glaðværðar manneskj-
ur, og þeir sömu eiginleikar komu í ljós hjá þeim nú. Þau tóku
mér sem gömlum vini, forkunnar vel. Strákaóhræsin höfðu
uppnefnt Jón Stefánsson og getur svo sem vel verið að eg hafi
átt einhvern þátt í því líka, því strákar höfðu það til í þá daga
eins og nú að vera smá skrítnir. Kölluðum við hann “Jón
orga’ er var latmæli af Jón organisti. Eg undi mér vel í litla
bænum þeirra og tafði þar lengi. Bauð Jón mér upp á nýja
skemtun, að spila fyrir mig á langspil, hafði hann smíðað það
sjálfur. Langspil hafði eg ekki heyrt eða séð síðan eg var barn
6 eða 7 ára að aldri. Spilaði Jón fyrir mig mörg lög, hafði eg
mikla skemtun að því. Langspil er alls ekki svo lélegt hljóð-
færi þegar vel er á því haldið eins og Jón gerði. Eg mundi
koma oft í litla bæinn í heimsókn til þeirra hjóna ef skemra
væri að fara en er. Þau munu nú ekki vera mörg langspilin á
Islandi nema í Forngripasafninu.
Seinasta kvöldið sem eg var með sveitungum mínum héldu
þeir mér samsæti í Dalvík'og sæmdu mig þeirri gjöf sem mér
var allra kærast að þiggja, stórri yndislegri mynd af Svarfaðar-
dal málaða af svarfdælingi .Steingrími Þorsteinssyni á Hóli.
Þeim manni hefi eg aldrei mætt en miklar þakkir á hann skiliö
af mér fyrir handbragð sitt á þessari mér hugnæmu mynd.
Næsta morgun kvaddi eg Svarfdælinga með þakklátum huga
fyrir móttökurnar. *
★
Til Hríseyjar varð eg að komast. Hún var mér sérstaklega
kær að fornu og nýju. Þar hafði einu sinni átt heima stúlka,
sem mér þótti þá í bili lifandis ósköp vænt um. Nú býr þar
bróðir minn, Áskell Þorkelsson. Hann er einn af þeim ættingj-
um mínum, sem mér hefir samið bezt við um dagana. Hefir
það ef til vill komið til af því, að það hefir altaf verið svo langt
á milli okkar, annars segja allir það að Keli bróðir sé allra
bezti karl, en vegna skyldleika okkar þori eg ekki að taka
•
Partur af Hríseyjarþorpi. Húsið sem P. B. leigði á Syðsta-Bæ er á sama
stað, og gamli bærinn — sézt á hólnum fyrir ofan kirkjuna. Gamla
timburhúsið sem Jörundur Jónsson bygði var fært ofan fyrir brekkuna.
Sézt á part af því lengst til hægri. Háa stöngin á myndinni er miðunar-
merki fyrir skip til að varast að leggjast á höfinni þar sem
sima “kabelinn” liggur.
neina ábyrgð á að svo sé. Hann býr þar á eyjunni og hefir búið
þar lengi. Hefir hann orðið að sækja framfæri sitt og sinna á
sjóinn, eins og allir aðrir Hríseyingar. Hann hafði stórt mótor-
skip, bát með dekki, er gekk til fis'kiveiða og síldveiða að
haustinu. Hefir hann þar einnig smábú eða grasnyt með 2 kýr
í fjósi. Ræktaði hann tún þar á eyjunni úr óræktar móum fyrir
löngu siðan. Það er sagt að jarðvegur sé þar fremur magur en
þó vel ræktanlegur. Væri hægt að koma þar upp mikilli gras-
rækt, og hægt er að fá þar fiskislor til áburðar sáðsléttum,
og nóg er um landrýmið. Nokkuð hefir verið unnið að nýrækt
þar síðusut árin, en mikið er þó flutt til Hríseyjar af mjólk frá
Akureyri.
Það er komin fjölmenn bygð á eyjunni, er það ágizkun
mín að þar muni vera um 500 manns af heimilisföstu fólki.
Bryggjurnar og útgerðarhúsin á Sandinum í Hrísey. Myndin tekin af
bakkanum fyrir sunnan Selaklöpp. 1 baksýn Árskógsströnd, Þorvaldsdalur.
Mörg ibúðarhúsinu þar eru prýðis snotur, enda sum þeirra ný
og önnur nýleg. Kirkja er þar einkar lagleg, öll steypt í hólf og
gólf. Hafa Hríseyingar farið að annara dæmi á landinu að
byggja eingöngu úr járnbentri steinsteypu (reinforced con-
crete). Jarðskjálftarnir komu fyrir fáum árum, aðallega utan
til við Eyjafjörð, Hrisey,* Dalvík og Svarfaðardal, og færðu
mönnum heim sanninn fyrir því, að vel bygð hús úr jármbentri
steypu eru sterk, og þola afar mikinn hristing án þess að verða
fyrir stórvægilegum skemdum, og þótt þau springi eitthvað,
þá er hægt að gera við þau, þar sem hús úr öðrum efnum hafa
það til að gereyðileggjast, og einnig úr sementssteypu, nema
vel sé lagt til þeirra af járni. Það sáust Ijós merki til þeirra
skemda, sem orðið höfðu af jarðskjálftanum, margar byggingar
óbætanlegar að fullu, þótt við þær væri gert, svo þær yrðu
notaðar.
Atvinna eyjamanna má heita að sé öll til sjós, enda liggur
Hrisey vel við til veiðifanga. Ganga þar margir bátar og bytt-
ur, eru þar 5 langar bátabryggjur, mörg stór og myndarleg
fiskihús með íbúð fyrir sjómenn, eru það kallaðir “brakar” og
það má hver vita sem vill að eg s'kil ekki orðið og bara engin
deili á því, eða hvar landar hafa snapað það orðskrípi. Það er
ágizkun að það kunni að vera komið af orðinu “barrack” (her-
mannaskáli). Það er komið nokkuð af mölbornum vegnum á
eyjuna, sérstalega í gegnum aðalþorpið er vegurinn góður.
Þarf þess með, þvi þeir hafa bíla i Hrísey eins og annarsstaðar.
Fór eg á einum þeirra til norður enda eyjarinnar eftir viðunan-
legum vegi, en bíllinn var kominn til ára sinna, og þá er nafni
þeirra breytt og þeir kallaðir “skrjóðar”. Mér virtist alt sem
eg sá á eyjunni bera vott um myndarskap eyjarmanna og vel-
megun. Eitt gætu þeir gert sem eg teldi nokkuð til bóta, að
hirða betur kringum “brakana” sina en þeir gera. Sveitar-
stjórnin mætti vel hlutast til um það.
í Hrísey hefir um langan tíma verið mikil útgerð, en fór
mjög í vöxt eftir að farið var að brúka vélbáta, en löngu fyr en
það komst nokkur stkriður á fiskiútgerð Hriseyinga, er dugn-
aðarmaðurinn Jörundur Jónsson keypti jörðina af Sigurjóni á
Laxamýri árið 1862 og flutti búferlum til Syðsta-Bæjar í Hrísey
með Svanhildi Jönsdóttur konu sinni. Er sagt að þá hafi þau
hjón verið blásnauð. Hlýtur jörð þessi að hafa verið í litlu áliti
er Jörundur keypti hana fyrir 24 eða 2500 krónur, og má það
merkilegt heita, þegar þess er gætt hve vel hún liggur við til
fiskiveiða, og hafði einnig ágæta möguleika til grasræktar og
dúntekju. Þá var það ekki lítill kostur í Hrísey eða jörðinni
Syðsta-Bæ hin ágæta skipalega sunnan við eyjuna. Einnig
mætti taka það til greina að útsýni þar er mikið og fagurt til
allra hliða, nokkurveginn jafn langt til lands að austan og
vestan, nálægt einni mílu sjávar, en djúpir og fiskisælir álar til
beggja hliða.
Sunnan til á eyjunni er ágætt skjól fyrir norðanátt og get-
ur orðið notglega hlýtt þar þótt þar sé svalt, sem liggur fyrir
næðing af hafinu. Eftir að Jörundur og Svanhildur komu að
Syðsta-Bæ kom mikil breyting á jörðina. Bærinn var bygður
upp, túnið stækkað um helming, æðarvarpi komið upp, gerður
hólmi út á eyjunni, þar sem lækur hafði upptök sín og var veitt
í kring um hann. Leizt æðarkollunum svo vel á þennan stað
til varps að þær urpu þar í hólmanum svo þétt að víða varð
. ekki komið fyrir fæti milli hreiðranna. Mér var sagt af kunn-
ugum, að dúntekjan úr hólmanum og nágrenni hans hafi numið
500 pundum af hreinsuðum dún á ári.
Jörundur var jafn vígur á báðar hendur, ekki var dugnaður
hans minni til sjávar útvegs. Hann kom sér upp bátum til
fiskiveiða og hákarlaskipun, átti hann þrjú þeirra í fjölda mörg
ár, Sjófuglinn, Hríseying og Hermóð, er hann stjórnaði sjálfur
og aflaði með afbriðum. Seinna átti hann skipin Jörund og
Margréti (var það nafn seinni konu hans). Enda mun Jörund- *
ur hafa verið talinn með efnnðustu mönnum við f jörðinn. Þegar
eg var unglingur heyrði eg oft viðbrugðið dugnaði hans og hag-
sýni, en það sem einkendi Jörund kanske meira en nokkuð
annað var hin mikla hepni er fylgdi öllum hans áformum og
fyrirtækjum. Það var sagt að hann og konan hans væru sér-
staklega greiðviknar manneskjur og gestrisni var á heimili
þeirra með afbrigðum, bærinn opinn með upp búnu rúmi fyrir
hvern sem kom hvert heldur var að nóttu eða degi, og allar
veitingar hinar beztu.
Það varð ekki hjá því komist að þessi sérstaki dugnaðar
og framkvæmdasami maður hefði mikil hvetjandi áhrif á sam-
tíðarmenn sina til framkvæmda, er þeir sáu hve honum lánað-
ist alt vel er hann tók sér fyrir hendur. Menn sögðu að þetta
væri alt saman hepni sem fylgdi Jörundi, mætti eg nú ekki
skjóta því að lesandanum, að velgengni hans, hafi verið að
þakka framsýni hans, góðri dómgreind og ötulleik. Það hafa
gengið margar skrítnar sögur um Jörund í Eyjafirði, er naum-
ast takandi mark á þeim og frekar vil eg fara eftir verkum hans
og framkomu. Eg sá hann aldrei, en mynd af honum hefi eg
séð, og hefir hann verið maður höfðinglegur ásýndum.
Mun þá hafa komið fyrsti vísirinn að stórútgerð í Hrisey
eftir að Jörundur settist þar að, og hefir útvegur þessi altaf
haldist við síðan. Fóru menn á hans tíð að byggja sér heimili
í landareign Syðsta-Bæjar. Börn Jörundar hafa flest eða öll
átt heima í Hrísey lengst æfinnar, nema Loptur, sem verið
hefir í Winnipeg síðan löngu fyrir aldamót. Öll börn hans hafa
verið áhrifamikil og framtakssöm. Björn sonur hans var tal-
inn annar ríkasti maður í Eyjafjarðarsýslu um eina tíð, jafn-
ingi Magnúsar bónda og kaupmanns að Grund, að efnum.
Áhrifa Jörundar, sona hans og dætra og barnabarna hefir
gætt svo mjög í Hrísey að ekki er hægt að minnast á hana eða
framfara þeirra sem þar hafa orðið án þess að geta þess um
leið, hver hefir gert garðinn frægan, og er óhætt að segja það,
að það hefir verið ættbálkur Jörundar gamla Jónssonar sem
þar hefir valdið mestu um, og svo er enn í dag. Nú eru það
barnabörn hans sem setja svip á eyjuna fremur en nokkur ann-
ar ættliður þar. Páll Bergsson hinn mikli gáfu og prýðismaður
er kvæntist dóttur Jörundar, Svanhildi, tók jörðina til ábúðar
og færðist það stórvirki í fang að byggja þar geysi stórt hús,
sannnefnda höll. Átti hann og kona hans mestan hluta jarðar-
innar. Þau hjón Páll og Svanhildur eru nú sezt í helgan stein,
en synir þeirra hafa umráð á jörðinni. Nú er grasrækt minni
en var í tíð Jörundar og nú mun æðarvarpið vera eyðilagt að
mestu leyti, ‘svo veldur hver á heldur’. En jörðin er afar tekju-
mikil. Það gera hinar mörgu lóðir, sem leigðar hafa verið
fyrir húsgrunna, nýrækt og fleira og fleira. Mun hún vera
ættingjunum gullnáma, enda er hún nú metin á 100,000 krónur.
Þá er Mið-Bær nokkuð utar á eyjuinni, nýbýli með nýrækt.
Hefir því þokað hægt áfram á síðari árum, og ekki er grasnytin
þar neitt líkt því að vera orðin svo mikil að hægt sé að fram-
fleyta af henni fjölskyldu. Þetta er svona alstaðar þar sem eg
sá, að nýræktin á mjög erfitt uppdráttar, sé ekki stuðst að veru-
legu leyti við annan atvinnuveg, en eins og eg hefi áður sagt,
þá er hún alveg ágæt með öðru, ígripavinna henni ómetan-
legur stuðningur fyrir heimilin. Þá er þriðji bærinn eða jörð-
in á eyjunni, kalfaður Yzti-iBær. Er hann eins og nafnið bendir
til utarlega á eyjunni undir svokolluðum bratta. Er það hæð
mikil er veitir ágætt skjól í norðanátt. Á Yzta-Bæ er frekar
gott tún, nokkrar engjar og ágæt fjörubeit. Þar hefir altaf
verið mesta myndarheimili, frá því eg man fyrst eftir. Þar
var eg við sjó i nokkur haust. Gengu þaðan tveir bátar. Þaðan
er stutt að fará á fiskiveiðar en lending slæm. Lagðist útræði
þaðan niður þegar mótorbátarnir komu, því þar var engin lega
eða skjól fyrir þá.
Þá bjuggu þau heiðurshjón á jörðinni, Kristinn og Kristin,
bæði komin af hinni ágætu Krossaætt. Börn þeirra voru pró-
fastur Stefán á Völlum; Jón, er lengi bjó á Yzta-Bæ, en er nú á
Ólafsfirði; Tryggvi söngkennari, mun hann ef eg man rétt hafa
heimili siít á Siglufirði. Á jörðinmi býr nú Oddur Ágústsson
og er hann einnig vitavörður, því nú er kominn viti nyrst á
eyjunni á hábrattanum, er góður leiðarvísir vegna þess hvað
hann stendur hátt. Það var mikil þörf að vitinn kæmi þar.
Það eru miklar grynningar norður af eyjunni og svo er Hrólfs-
sker skamt þar norður af bráðhættulegt. Þó veit eg ekki til að
þar hafi nokkurntíma hlekst á skipi.
Oddur býr laglegu búi á Yzta-Bæ. Það liggur víst í landi
þar, að þar séu þrifnaðarmenn. Eg hafði mila skemtun af að
kynnast honum, ágætur heim að sækja, skemtinn og ræðinn.
Mér hefir altaf þótt vænt um Yzta-Bæ síðan eg var þar sjó-
maður. Þar er óvenjulega fallegt og mikið víðsýni. Eg get
tekið undir með svarfdælska hagyrðingnum, Hansi gamla syni
séra Baldvins á Upsum. Hafði hann víst notið góðsemdar
þeirra ágætu hjóna Kristins og Kristínar, og kvað:
Meðan dropi í mér er,
eftir af hlýju blóði,
ætíð skal eg unna þér,
Yzti-Bærinn góði.
Mér leið verulega vel dagana sem eg var í eyjunni hjá
bróður mínum, hitti þar nokkra gamla kunningja, kyntist öðr-
um sem eg hafði mikla skemtun af að vera með, svo sem
Júliusi Oddssyni kaupmanni og Einari Þorvaldssyni skóla-
kennara.
Hriseyingar eru ágætir heim að sækja og líkjast Skagfirð-
ingum í þvi, að þeir leggja áhyggjur líðandi stundar til hliðar
og skemta sér alveg óþvingað meðan á því stendur. Eg bið
þeim allra virkta með þökk fyrir glaðværðina. Framh.