Heimskringla - 24.03.1943, Side 1

Heimskringla - 24.03.1943, Side 1
' —■— ---------—-——--------- We recommend for your approval our "C.B.4 WHITE LOAF" (Canada Approved) as an excellent source of the Vitamin B Complex “The QualityGoes In before theNameGoesOn’’ CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 Frank Hannibal, Mgr. Wedding and Birthday Cakes made to order LVII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 24. MARZ 1943 ÍWe recommend for your cpproval our 1 “C.B.4 WHITE LOAF" (Canada Approved) as an excellent source of the Vitamin B Complex | “The Quality Goes In before the Name Goea On' CANADA BREAD CO. LTD. j Winnipeg Phone 35 565 j Frank Hannibal, Mgr. 1 Wedding and Birthday Cakes made to order NÚMER 25. ' < HELZTU FRETTIR * • Það kom fyrir s. 1. föstudag í Ottawa, að stjórnarþjónn nokkur, er Col. John Thompson er nefndur, sagði stöðu sinni lausri. Hann leit eftir sparn- aðarhiiðinni á starfi stjórnar- innar. Ástæður eru engar gefn- ar fyrir burtför hans, en rétt áður en Thompson steig þetta spor, höfðu blöðin þá sögyi eft- ir honum, að á stjórnarskrif- stofunum í Ottawa ætti sér “bandvitlaus eyðsla” stað; þar sem komast mætti af með 25 skjalaskápa, væru 100 af þeim o. s. frv. Söguna þarf ekki að segja lengri. * ★ ★ 1 einni vopnasmiðju í grend við Transcona (Defence In- dustries Ltd.) tapa 325 menn atvinnu' fyrir lok þessa mán- aðar og bætast í hóp atvinnu- lausra, sem sagðir eru um 8000 í þessum bæ. Þetta er gert eftir skipun sambandsstjórnar, er ástæðuna segir til þessa breytingar í starfsrekstri. — Skilja sumir það svo, að of- mikið sé orðið til af sprengju- efni (cordite). Sambands- stjóníin hefir einhver loforð gefið um að finna mönnum þessum brátt önnur störf, hverjar sem efndir verða á því. ★ ★ ★ Hitier rauf margra mánaða þögn sina s. 1. sunnudag með 15 mínútna ræðu í Berlin. Að undanskildu því, að hún sann- aði þýzku þjóðinni, að foring- inn væri enn ofan jarðar, sem henni hefir eflaust verið fagn- aðarefni, hafði Hitler frá fáu að segja, sem hughreystandi gat heitið fyrir hana. Hann kvað fallið hafa á Rússlandi um V2 miljón Þjóðverja, sem, eins og ástendur, væri góð frétt, ef sönn væri. Manntjónið er þar af.kunnugum talið nær 5 miljónum. Hann gaf og þjóð sinni loforð um að vinna stríð- ið, en sagði ekkert frekar frá hvemig það yrði gert, né nokkru öðru stríðsrekstrinum viðkomandi. Að striðið væri nú háð á þýzkri jörð, kannaðist hann við og átti með því við flugárásir Breta. En myndin sem hann dróg upp af því er þýzku þjóðarinnar biði, ef hún tapaði þessu stríði var svo ó- fögur, að ekki er eftir hafandi. ★ ★ ★ Frá Rússlandi bera fréttirnar með sér, að Rússar muni veita Hitler fullkomið viðnám við Donets-fljótið. Það er meira að segja ekki talið óhugsandi, að Rússar eigi erin eftir að reka Þjóðverja burtu af vestur ár- bökkunum. En hvernig sem þar fer, sækja Rússar á i norðr- inu, alla leið frá Smolensk til Leningrad. Á svæðinu austur af Smolensk, en Rússar eru um 50 míiur þaðan, er stöðug sókn af þeirra hálfu og þar eru sagð- ir falla vrtn 1000 manna á dag af Þjóðverjum. Vestur og suð- ur af Leningrad er nú einnig sókn hafin af Rússum. Þíðveð- ur og ieysingar tef ja sókn véla- Iiðsins, en því miðar á norður- vígstöðvunum öllum vel í átt- ina að aðal-varnarstöðvum Þjóðverja. ★ ★ ★ í Tunis er áttundi herinn að gera stórkostleg áhlaup og hef- ir gert skarð í víglínu Rommels við Mareth. Áhlaup hans og Bandaríkjahersins að norðan eru gerð samtímis. Er á öllu að sjá, sem þess verði skamt að bíða, að Rommel verði hrakinn á sjó út. Lið hans hef- ir orðið fyrir mjög svæsnum flugárásum undanfarið og hlýt- ur að vera hrjáð orðið. ★ ★ ★ I Bretlandi er gert ráð fyrir að lið Hitlers muni enn vera um 8 miljónir í Evrópu, þó drepnar, særðar og til fanga hafi verið teknar fullar fimm miljónir í Rússlandi. Lið hans er því ekki mikið minna en það hefir verið. En munurinn er þessi, að það lið sem hann nú hefir, er ekki eins gott og það sem hann áður hafði. Það er kjarninn úr því, sem hefir fall- ið. En að hann geti þvælst fyr- ir með það og varnað Rússum innrás í Þýzkaland eitt eða tvö ár enn, er ekki að taka fyrir, eins og Churchill segir. ★ ★ ★ Mussolini er í klípu sagður út af því, að Hitler heimtar af honum 22 hersveitir. Á hann að senda helming þeirra til ffrakklands í stað þýzku her- sveitanna ,sem þaðan voru sendar til Rússlands. En Mus- solini er hræddur við að þeim verði ekki fritt í Frakklandi því Frakkar hafi ekki gleymt eða fyrirgefið honum hníf- stunguna í bakið, er verst á stóð. Mussolini hefir kvatt Laval á fund við sig til að ræða þessi mál við hann. En svo stendur á, að þó Laval sé lepp- ur Htlers, er honum ekkert um Mussolini gefið. Líklegast þyk- ir, að hann fýsi ekki að sjá ítalskt lið í Frakklandi. ★ ★ ★ Winston Churchill, forsætis- ráðherra Breta, hélt hæðu í út- varp s. 1. sunnudag. Hefir hann verið lasinn um tíma og ekki verið á þingi. í ræðu sinni varaði hannl þjóð sína við því, að búast ekki of skjótt við friði. Skoðun hans var, að alt þetta og næsta ár mundi þurfa til þess að sigrast á hinum illu öflum Hitlers. En á árnu 1945 brjóst hann við, “að þau yrðu útaf dauð og orð- in af dufti og ösku.” Hann fór mörgum orðum um að koma yrði á fót félagi í lik- ingu við þjóðabandalagið und- ir stjórn bandaþjóðanna og hét á samvinnu um það af hálfu Bandaríkjanna, Breta og Rússa — og auðvitað allra bandaþjóðanna. Aðalmarkmið- ið væri, að sjá um að stríð yrðu með öllu upprætt af jörðinni. Um málin heima fyrir fór hann og mörgum orðum. Þótti honum vænlegast að þjóð sín færi nú þegar að búa sig undir f jögra ára starfsáætlun til þess að vinna að viðreisn og fram- förum eftir hið mikla stríð og óáran. ★ ★ ★ Sprengjuárásir Breta nótt eftir nótt á þýzkar borgir, eru miklu afleiðingaríkari í stríð- inu, en hægt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði, enda reyna Þjóðverjar að dylja skaðana af þeim eins og þeim < er frekast unt. En frá þeim, sem séð hafa hvað af þeim hefir hlotist, koma þessar fregnir: í árásinni 12. marz á Krupp- verksmiðjurnar, urðu 34 verk- smiðjur fyrir skemdum og 13 eyðilagðar svo að byggja verð- ur upp að nýju. Hið sama gild- ir um árásirnar á Bremen, Duisberg, Dusseldorf, Cologne, Hamburg, Karlsruhe, Mainz, Milan, Genoa og Turin. En það er ekki iðnaðurinn einn sem fyrir þessu verður. íveruhús verða það einnig. í Wilhelmshaven er ekki hús uppi standandi á 118 ekra- svæði eftir flugárásirnar, i Ro- stock á 130 ekrum, i Mainz 135, Lubeck 200, Karlsruhe 260, Dusseldorf 380, Cologne yfir 600. Á öllum þessum ekru- fjölda, stendur ekki steinn yfir steini í þessum borgum, þar hefir hver kofi verið jafnaður við jörðu. Til þess að vinna að viðreisn á þessu öllu, er talið að 1,500,- 000 manna sé frá stríðsstörfum tekin. Því er í sannleika hald- ið fram, að skemdirnar séu svo miklar, að þær greiði veginn og möguleikana á að hefja inn- rás á meginlandið. ★ ★ ★ Blaðið London Times segir að það sem Mr. Eden, utanrík- ismálaritari hafi með höndum í Bandaríkjunum, sé í sjálfu sér gott, en geti ekki komið að því haldi sem það þurfi vegna þess, hve þröng og fastskorð- uð utanríkismálastefna Breta sé og hvað hún sé háð öðrum óskyldum stofnunum. ★ ★ ★ Ferðamenn frá Þýzkalandi segja skemdir af flugárásum Breta í Munich, Essen, Duis- berg, Bottrop og Stuttgart miklu meiri en Þjóðverjar segi frá. I Munich, hafi 20,000 orð- ið heimilislausir og í hinum borgunum fjórum til samans um 100,000 manna. ★ ★ ★ Fjórða sigurlánið, sem Can- ada tekur og fer af stað með 26 apríl, nemur $1,100,000,000. Mr. Issley, fjármálaráðherra, sagði á þinginu nýlega að al- menningur yrði að taka meiri þátt í verðbréfa kaupunum og hver maður að kaupa meira en átt hefði sér stað við verð- ’bréfasölurnar áður. ÁTTRÆÐIS A FMÆLI .“Seint er um langan veg að spyrja sönn tíðindi”, segir hið fornkveðna. Sannast það á af- mælisfagnaði þeim, sem hér verður vikið að með nokkrum orðum, en fréttir af honum bár- ust mér eigi fyr en rétt nýlega. Hinn 14. apríl í fyrra átti sveitarhöfðinginn og sæmdar- maðurinn Ófeigur Sigurðsson áttræðisafmæli. Hefir hann í • fulla hálfa öld búið rausharbúi í íslenzku bygðirini í Alberta, en dvelur nú á vetrum í Van- couver, B. C. Þar var hann og, er áttræðisafmæli hans bar að höndum, og mintust landar hans þar í borg afmælisdagsins með allfjöjmennum mannfagn- aði. Hafði Jónas Pálsson hljómfræðingur samkomu- stjórn með höndum, en Páll Bjarnason flutti kvæði það, er hann hafði ort fyrir þetta tæki- færi, og prentað er hér í blað- inu . Margir hafa einnig vafa- laust hugsað hlýtt til hins ald- urhnigna athafna- og merkis- manns þennan dag, þ.ví að hann er vinamargur utan sveit- ar sinnar sem innan vébanda hennar. Ófeigur Sigurðsson er Árnes- ingur í báðar ættir og kynjað- ur vel. Faðir hans var Sigurð- ur bóndi Sigurðsson á Skeið- um, en móðir hans var Guðrún dóttir Ófeigs bónda á Fjalli í Árnessýslu. Hann fluttist vest- ur um haf árið 1887 til Winni- peg, en þaðan tveim árum séinna til íslenzku nýlendunn- ar í Alberta; nam hann land tvær mílur suður frá Sólheima- pósthúsi þar í bygðinni og hef- ir búið þar síðan. Um búskap hans og þátttöku í sveitarmálum farast Jónasi J. Húnford þanng orð í “Land- námssögu íslendinga í Alberta- héraði” (Almanak Ó. S. Thor- geirssonar 1911): “Ófeigi hefir farnast mjög vel; hann er bú- sýslumaður mikill, og tekur mikinn og góðan þátt í öllum Frh. á 8. bls. Ófeigur Sigurðsson A áttatíu ára afmœli, 14. apríl 1942 Við kunnum að dá hina dánu menn, Því dauðinn er vissasta leiðin enn Að hugum og hjörtum lýða. En þeir eru færri, sem fá sitt hrós Á ferðinni hér yfir lífsins ós, Þótt inni þeir átök víða. Því sannast að fullu hver sæmd þá vann, Þá sveitir í einingu heiðra þann, Sem ennþá er frár á fæti. Að telja upp æfi-afrek hans Er alls ekki meðfæri fáláts manns. Það gerði eg þó, ef gæti. —En í þvi, sem auðnan þér ávalt bauð, Við andróður, stríð og hverfi trauð, Þú varst aldrei veill né hálfur. Og með því að öryggja hauginn hans, Sem hæst bar merki vors kæra lands, Þú bygðir þér bautastein sjálfur. Er þjóðina skilning við þrautir brast, í þófi lífsins, þú horfðir fast Á fingur, sem framhjá bentu. Og því er við æfinnar efri svið Svo undur bjart um þín sjónarmið. Þú nýtur þíns nafns, með rentu. Um götuna lífs þú gekst með ró En græddir á tá og fingri þó, Við örlögin alls ódeigur. Og þótt þú nú áttræður orðinn sért, Fær ellinnar sigð þig trauðla snert, Víst af því þú ert ófeigur. —P. B. SANTA BARBARA Eftir Rannveigu Schmidt ÞRÍR BRÆÐUR í HERNUM Framh. Santa Barbara hefir aðeins 35 þúsund íbúa og ekki er hér neinn iðnaður. Þetta ec túrista- bær með ótal gistihúsum, þar sem öll þægindi eru að finna. Tvö gistihúsin eru frægust, Samarkand uppi í hæðunum og Biltmore við ströndina. Hvort- tveggja gistihúsið er prýðilegt og engum manni vorkunn að dvelja þar . . . helst þarftu samt að hafa nokkra aura í bpddunni. Einu sinni vorum við tvo daga á Biltmore. Við vorum þar í heimboði vina- fólks okkar og veit eg því ekki hvað dvölin kostaði. Okkur var fengið indælt smáhús (bunga- low) til dvalar, voru þar tvö herbergi með baðherbergi og svalir fyrir utan. Á hverjum morgni kom þjónn og bar á borð fyrir okkur á svölunum; heitu réttina kom hann með í rafmagnsofni og köldu réttina í litlum ísskáp. Um miðjan dag- inn gátum við skemt okkur við golf eða tennis á völlum gisti- hússins eða synt í sundlauginni . . . en flest túrista-gistihúsin hér hafa sundlaugar, þótt Kyrrahafið óg bezta strönd í heimi sé aðeins fáein skref í burtu. Miðdegisverðurinn var ágætur, eins og lög gera ráð fyrir og margar filmstjörnur í pelli og purpura viðstaddar, en hljómsveit spilaði undir dans- inn. Þetta var nú fyrir nokkr- um árum síðan . . . en á stríðs- tímum er alt í kyrð og spekt á Biltmore og Samarkand og engin gleðskapur sem orð er á gerandi. Hér er mikið um hesta og skemtireiðar, en “polo”-völlurinn er nú lokaður. State Street heitir aðalgata bæjarins, breið gata og löng; þar er margar ágætar búðir að [ finna. Hér er dómhús, bygt í [ spönskum stíl, stórt og framúr- [ skarandi skrautlegt; það á ekki I sinn líka í Bandaríkjunum og1 þótt víðar væri leitað. Á götunum sér þú margt vel búið fólk og hvergi er slíkuri urmull af konum, sem komnar; eru til ára sinna, en allarj Sgt. Pilot C. Morris Magnusson Sgt. Navigator Norman L. Magnusson Pte. Elmer A. Magnusson sprækar og snyrtilegar og1 fram úrskarandi “smart”. Húsin eru flest tvílyft í Santa Barbara og svalir á mörgum þeirra alt í kringum efri hæð- ina. Það er mikið af “adobe”- húsum, hvítum steinhúsum með rauðum og spónlögðum þökum. Sum húsinu eru i raun- inni smáhús, bygð utan um “patio” (garð með gosbrunni i j miðju). Húsið, sem skrifstof-1 an okkar er í t. a. m., er í miðj-, um bænum og bygt á grunni og j í líkingu við “adobe”-húfe, sem einn af frumherjum bæjarins átti. Santa Barbara-fólkið, sem er stolt af fortíð bæjarins, segir, að hér hafi verið haldið mikið trúlofunargildi á árun- um, meðan Spán\ferjar ríktu i Californíu. Rússneskt skip var nýkomið til bæjarins, eo Rússa- keisari var að gefa Californíu auga og hafði víst í huga að leggja undir sig landið. Skip- inu stýrði glæsilegur rússnesk- ur prins. Hann kyntist hér fegurstu spönsku blómarós- inni, en hún hét Conception. Þau' elskuðust heitt, segir sag- an, og trúlofuðust, en trúlof- unargildið fór fram með mikilli viðhöfn í þessari “patio”, sem við nú göngum í á hverjum Frh. á 8 bls. Drengirnir á þessari mynd, eru synir Ara G. Magnússonar og konu hans Ragnheiðar And- erson að 145 Evanson St., Win- nipeg. Börn þerra eru þessir þrír synir og ein dóttir og eru allri bræðurnir í hernum. Sgt.-Pilot C. Morris Magnús- son er fæddur í Winnipeg 30. ág. 1916. Hann innritaðist í flugherinn í ágúst 1941. Austur um haf fór hann í nóv. 1942 í herþjónustu. Sgt.-Nav. Norman L. Mag- nússon, er fæddur í Winnipeg 15. apríl 1918. Hann innritað- ist í flugher Cartada í febr. 1941; fór til Englands í júní 1942. Pte. Elmer A. Magnússon er fæddur í Winnipeg 22. júní 1926. Hann innritaðist í her- inn (Winnipeg Light Infantry) í des. 1942. Á barnaskólum og miðskól- um í Winnipeg höfðu bræðurnir mentun fengið áður en þeir byrjuðu nám á verkfræðis og flugskólum. Ari G. Magnússon faðir þeirra er úr Álftafirði við ísa- fjarðardjúp ættaður. Til Vest- urheims kom hann 1897. Hann hefir verið lengst af í Winni- peg, en þó um skeið á Gimli, síðan hann kom vestur. Hann er málari að iðn. Ari er maður félagslyndur og hefir nokkurn þátt tekið hér í niálum verka- manna og þjóðræknisfélagsins. Kona hans er breiðfirsk að ætt. Sig. Sigurðsson, kaupm. frá Calgary, kom til bæjarins í gær; hann er á leið til Mont- real í erindum fyrir verzlunar- félag sitt.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.