Heimskringla - 28.07.1943, Blaðsíða 1
AUKABLAÐ
WINNIPEG, 28. JÚLÍ 1943
Hetmöfertnsla
KRISTJÁN STEFÁNSSON
19. sept. 1874—6. júní 1943
Dauðinn kemur æfinlega sem
óvæntur gestur er hann ber
héðan ástvini vora, en aldrei
meir en nú, þar sem hann hefir
ráðist þrisvar inn á sama heim-
ilið og tekið fyrst móður, og
þar næst, nokkrum mánuðum
seinna, föður, og þremur dög-
um eftir jarðarför föðursins,
elzta soninn. Þrisvar á tæpum
sex mánuðum hefir hann breitt
vængi sína yfir það heimili, og
borið þaðan burt móður, föður
og son,-sem við máttum ekki
við að missa úr vorum fámenna
hóp íslendinga. Vér sitjum
klökk og hljóð, er vér reynum
að gera grein fyrir þessum
mikla missi, og að skilja það
mikla leyndarmál á bak við
tilveruna, sem enginn fær skil-
ið, og sizt af öllu við slíkum at-
vikum og þessum.
Móðirin, Rannveig Eiríks-
dóttir Stefánsson, dó 18. janúar
s. 1. Hennar var minst hér í
blaðinu nokkru seinna. Faðir-
inn, Kristján Stefánsson, dó 6.
júní, og sonur þeirra, Ingi,
dó 13. júní, aðeins 35 ára að
aldri. Og nú sofa þau öll hlið
við hlið, svefn eilífðarinnar, en
vinirnir sem eftir eru sakna
þeirra sárum söknuði, og
sygja með djúpri sorg, og helzt
eftirlifandi börn þeirra hjóna,
Kristjáns og Rannveigar, og
systkini Inga, og eiginkona
hans og lítil dóttir.
Kristján heitinn var sonur
Stefáns Kristjánssonar í Garði,
á Þistilfirði Stefánssonar. —
Kona Kristjáns í Garði hét
Hólmfríður. Móðir Kristjáns
isál. var Guðrún Jónatansdóttir
Þorkelssonar. Jónatan, faðir
ihennar bjó síðast á Flautafelli
á Þistilfirði. Kona Jónatans
hét Guðleif Jónsdóttir.
Kirstján misti föður sinn
þegar Ihann var aðeins sex ára
að aldri, og nú er móðir hans
einnig dáin fyrir mörgum ár-
um. Af systkinum hans eru
aðeins tvö á lífi, Hólmfríður,
ekkja Þorsteins Gíslasonar,
sem átti heima í Tantallon,
Sask. Hún hefir dvalið á Lund-
ar nokkuð undanfarið; og íbróð-
ir, Guðmundur, sem á heima á
Vestfold þar sem hann hefir
búið í meira en 40 ár. Eina
systur misti hann fyrir mörg-
fe. parbal
Funeral Service
Winnipeg & Gimli,
Manitoba
Heilla Ósk \
frá BA Y I
□□
□□
'C'INU SINNI enn—beztu óskir til okkar
íslenzku vina á þessurn árlega minn-
ingardegi þeirra.
Þátttaka sona yðar og dætra í herþjón-
ustu, hinn mikli skerfur til sigurlánsins,
hin stóru kaup af stríðsmerkjum, tillag
yðar til Rauða Krossins og margt annað
í þarfir stríðsins, hefir átt sinn stóra þátt
í sókninni til sigurs.
Kristján Stefánsson
19. sept. 1874—6. júní 1943
Ingi Stefánsson
23. marz 1908—13. júní 1943
□□
□Ð
Vér réttum yður hönd í nafni Canada
vors sameiginlega fósturlands
T'ntiýúity'Bag (Eötnpanjt.
um árum, Guðleifu, sem var
gift Benjamíni Einarssyni, og
tvö önnur systkini dóu í æsku
á Islandi.
Kristján kom til þessa lands
12 ára að aldri, og fór til móður
sinnar sem setst hafði að á
Gimli, er hún kom hingað árið
áður. Þremur árum seinna fór
hann að vinna fyrir sér, og
varð að sjá um sig úr þvi.
Hann vann hjá ýmsum mönn-
um hér í Winnipeg og lærði
smíðavinnu, sem hann leysti
ætið vel af hendi. Hann sýndi
sig vera góður og dyggur verka
maður, ráðvandur og ábyggi-
legur, og hann vann sér traust
og tiltrú allra sem kyntust
honum.
Árið 1907, 11. maí, kvæntist
hann Rannveigu Eiríksdóttur,
sem, eins og áður hefir verið
getið, var ættuð frá Hræreks-
læk í Hróarstungu í Norður-
Múlasýslu. Börn þeirra voru
alls sex, sem enn eru öll á lífi,
nema elzti sonur þeirra, Ingi,
sem hér verður minst með
nokkrum orðum. Þau sem lifa
foreldra sína og elzta bróður,
eru:
Anna, sem hefir búið í heima-
húsum.
Stefán, sem er í Canadahernum
og hefir verið staddur í Hali-
fax, N. S.
Eirikur, á Oak Point.
Kristján, sem er i hernum, og
staddur hefir verið í Barrie-
field, Ontario.
Guðmundur, i Winnipeg.
Auk þessara barna eru fjög-
ur barnabörn.
Árið 1915 flutti Kristján með
fjölskyldu sina út á land vegna
vanheilsu og settist að í grend
við Vestfold. Hann bjó þar
ellefu ár, en eitthvað af þeim
tíma lá hann á spítala. Hann
var aldrei fullhraustur maður.
En hann kvartaði aldrei, og lét
lítið á því bera. Árið 1926 flutti
hann inn til Winnipeg aftur og
Framh. á 10. bls.
INGI STEFÁNSSON
23. marz 1908—13 júní 1943
Ingi Stefánsson, sonur Krist-
jáns heitins og Rannveigar Ei-
ríksdóttur konu hans, var að-
eins 35 ára að aldri er hann
kvaddi þetta líf. Hann var
fæddur í Winnipeg 23. marz,
1908. Hann flutti með foreldr-
um sínum út á land til Vestfold
þegar þau fluttu þangað 1915,
og kom hingað aftur með þeim
1926, og átti heima hér í Win-
nipeg úr því, þar til hann flutti
austur til Fort William fyrir
rúmum þremur árum, í maí
mánuði 1940.
Skólaganga hans var aðal-
lega öll í Winnipeg. Hann gekk
á Greenway School og seinna á
Jóns Bjarnasonar skólann, þar
sem hann útskrifaðist af mið-
skóla. Þar að auki gekk hann
á skóla í Vestfold, og um tvö
ár á Lundar, fyrstu tvö mið
skóla ár hans. Seinna lærði
hann bankastörf og bókhald
eftir tilhlutun bankans sem
hann var þá byrjaður að vinna
hjá. Þær greinar voru gefnar
af Queen’s University í “exten-
sion course” formi. 1 fyrstu
prófunum sem hann skrifaði í
þessum greúnum útskrifaðist
hann með heiðri og var næst
hæstur allra stúdenta í Canada
sem þá voru að taka sömu
námsgreinar, og í seinni próf
unum útskrifaðist hann einnig
með heiðri, og var þá fimti í
röð, sem þykir með afbrigðum
gott. Sem dæmi þess hve mik-
il frammistaða þeirra er metin,
sem þannig skara fram úr má
geta þess að bankinn borgar til
baka öll kenslugjöld svo að
námið verði þeim, sem það
stunda, kostnaðarlaust.
Þannig var Ingi heitinn í háu
áliti þeirra, sem hann vann hjá,
og einnig samverkamanna
sinna. Og hann verðskuldaði
að fullu alla viðurkenning sem
hann fékk, eins og allir vita
sem þektu hann.
Fyrir þremur árum, 4. júlí,
1940, kvæntist hann Fanneyju
Victoríu Magnússon, dóttur
þeirra hjóna Jóhanns Péturs
Magnússonar og Ólafar Össurs-
dóttur, sem búa hér í Winni-
peg. Þau eignuðust eina dótt-
ur, Thóru Önnu.
Á meðan að Ingi dvaldi í
Fort William, gerðist hann
meðlimur frímúrara reglunnar.
Og hér í Winnipeg áður en
hann flutti héðan tók hann
drjúgan þátt i ýmsum félags-
málum. Hann var, til dæmis,
í stjórnarnefnd Sambandssafn-
aðar og var gjaldkeri safnaðar-
ins, og hann þjónaði þeirri
stöðu með samvizkusemi og
trúmensku. Hann tilheyrði fé-
lagsskapnum sem nefndur er
Icelandic Canadian Club, og
var forseti þess félagsskapar.
Hann var meðlimur einnig í
þjóðræknisdeildinni Frón.
Oss getur ekki annað en
fundist að ef hann hefði fengið
að lifa og ihalda góðri heilsu,
að hann hefði risið hátt i áliti,
ekki aðeins samlanda sinna, en
einnig þeirra er hann vann hjá,
og þannig, þó að hann væri
þegar búinn að vinna sér tiltrú
manna, hefði hann risið enn
hærra og afkastað miklu og
lofsverðu verki, í viðbót við
það sem þegar var komið, hon-
um sjálfum og þjóð hans til
heiðurs og sóma.
Vinir hans kveðja hann en
geyma minningu hans. Þeir
þakka guði fyrir margar fagr-
ar endurminningar og fyrir að
hafa fengið að njóta hans, vin-
semdar hans og hlýleiks. Þeir
samhryggjast ekkju hans og
lítilli dóttur og rétta út vinar-
hendur til þeirra, til að hugga
og að styðja á þeim erfiðu
stundum, sem hinir komandi
dagar munu hafa í för með
sér.
Kveðjuathöfnin fór fram 18.
júní s. 1. frá Sambandskirkj-
unni í Winnipeg, að miklum
fjölda viðstöddum og jarðsett
var í Brookside grafreitnum
við hlið föður hans og móður.
Útfararstjóri A. S. Bardal sá
um útförina.
:*3IIIIIIIIIIIIClllllllllllllClllllllllllllC3IIIIIIIIIIIIElllllllllllllC3IIIIIIIIIIIIC]llllllllllll[]lnillllllllC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC]IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3li: ^
Leaders in Quality, j
> Courtesy and Service j
N
i
INCORPORATED 2?? MAY 1670.
PHONE 201 101
yysccccca&&o&ecccccccccccccaccocccoccccccccccccccccc&
RgBS
mm
oMS
«vtA°.5IIt *****
LAKE OF THE WOODS MILLING
CO. LIMITED. WINNIPEG
Sendið kveðjur
FJARLÆGUM KUNNINGJUM
OG ASTVINUM MEÐ
L0NG DISTANCE
TELEPH0NE
Iðgjöld vœg eftir kl. 7 e. h.
og alla sunnudaga
Raust þín ert þú!