Heimskringla - 28.07.1943, Side 3
WINNIPEG, 28. JÚLÍ 1943
HEIMSKRINGLA
11. SÍÐA
menn aldrei verið, að þeir hafi
haldið þvT fram, að mönnum
þætti betra að vera ánauðugir
en frjálsir, en það gera Þjóð-
verjar. Sú skipun, sem Erl-
ingur Skjálgson virðist hafa
haft á þrælahaldi sínu og gerði
þrælunum tiltölulega auðvelt
að vinna sér frelsi, hefir senni-
lega ekki verið einsdæmi.
Þjóðverjar hafa lagt í eyði
um hundrað jarðir kringum
Sóla, til þess að stækka flug-
völlinn. Sumar þessara jarða
hafa ef til vill þrælar erjað á
björtum sumarnóttum, meðan
hafið útifyrir Jaðri var lyngt,
LET YOUR DOLLARS
FLY TO BATTLE.
Z$$ÍSWAR SAVINGS CERTIFICATES
speglaði himininn og varpaði
birtu yfir landið, sem lýstj
manninum, sem sveittist blóði
sínu við að vinna sér frelsi úr
þrældómi.
Það er góður arfur að vera
kominn af góðu fólki. Og
Norðmenn hafa altaf verið
stoltir af forfeðrum sínum. En
það voru einkum höfðingjarnir
og óðalsbændurnir, sem þeir
hugsuðu á til. Og þeir voru
ekki fáir, sem kváðust vera
komnir af Haraldi hárfagra
sjálfum. Þeir kunna að hafa
haft rétt fyrir sér að einhverju
leyti, því að Noregskonungar
voru frjálslegir í umgengni
sinni við bændadætur, þegar
þeir fóru um landið og sátu
veizlur. En meðal forfeðranna
voru einnig þrælar, og á þess-
um tímum er það ekki lítilfjör-
legasti arfurinn, sem Norð-
menn hafa fengið frá gömlu
þrælunum, sem Unnu sig í hel
til þess að deyja frjálsir menn
og gefa afkomendum sínum
frelsi í arf.—Alþbl. 12. júní.
SAMHEITI TUNGUNNAR
Eftir Björn Sigfússon magister
Thorsteinson’s Studio
Portraits — Snapshot Finishing — Picture
framing — Copy Work
SELKIRK
MANITOBA
Telephone 74
The Lumber Number
SELKIRK, MAN.
HOOKER'S LUMBER YARD
Dealers in
LUMBER — SASH — DOORS — WALLBOARD — CEMENT
MOULDING — LIME — BRICK, Etc.
Hefir úrvalsvörur að gæðum á svo sanngjörnu
verði, að slíks eru fá dæmi.
J. W. MORRISON & CO.
General Hardware, Paints & Oils
. %
SELKIRK, MAN. SÍMI 270
The Lisgar
Á LISGAR
er gott að gista
Á LISGAR
er viðmót þýðlegt og þjónusta vökur
Á LISGAR
eru stofur allar bjartar og svalar.
l\)t Htögar J|oteI
Selkirk, Manitoba
(Höfundur þessarar greinar
er þjóðkunnur orðinn m. a.
vegna íslenzkukenslu sinnar í
útvarpinu. Hann er maður
skarpgáfaður og lærður vel.
Að undanförnu hefir hann unn-
ið að samningu islenzkrar sam-
heitaorðabókar, sem telja má
hið þarfasta verk. Þar sem hér
er um algera nýjung að ræða í
orðabókastarfsemi hér á landi,
hefir Samtíðin beðið B. S. að
skýra lesendum ritsins frá
þessu starfi sínu, og gerir hann
það í eftirfarandi grein.)
Islenzkan og náttúra lands-
ins eru svo skyldar, að þekkja
má hvora af annari, þó að
hvorug verði nokkurn tíma
þekt til fullrar hlítar. Eðli nátt-
úrunnar er sífeld endurtekning
eldri lifsmynda, líkt og sömu
orð hafa verið endurtekin ó-
breytt frá landnámi, en þó er
engin lífsmyndin nákvæmlega
eins og önnur og engin setning
þroskaðs höfundar hugsuð ná-
kvæmlega eins og setningar
eldri höfunda. Eins og varð-
veizla fjölbreytninnar í gróður-
ríki landsins er fyrirheit um
þróun þess, er varðveizla fjöl-
breyttrar tungu fyrirheit um
auðuga tungu og auðugt hugs-
analíf með þjóðinni.
Varðveizla f jölbreyttrar tungu
ein af höfuðnauðsynjum 20.
aldar, er ekki fyrst og fremst
komin undir notkun fágætra
orða, þótt skemtileg geti orðið
hjá málhögum mönnum, held-
ur undir því að nota œtíð rétt
orð á réttum stað. Þá munu
fjölbreytni lífsins og marg-
lyndi þjóðarinnar tryggja það,
að við þurfum og notum við
mismunandi tækifæri allan
orðaforða tungunnar.
Hjá menningarþjóðum Ev-
rópu er talið, að mentaður
maður hafi á hraðbergi 15—20
þús. orð móðurmálsins og skilji
þó nokkru fleiri á bók, en fá-
kænn borgaralýður kunni að-
eins örfá hundruð orða. Al-
þýðugmenning okkar hefir
veitt miklum fjölda manna
svipað vald á móðurmálinu og
vel mentum mönnum er ætlað
erlendis . Og lýður með fárra
hundraða orðaforða skapast
hér vonandi aldrei, við því
verður að sporna með öllum
ráðum. En hin orðmarga
tunga oikkar, 200 þús. orð að
minsta kosti, býður mönnum
sem fyr ótakmörkuð þroska-
skilyrði. Iþróttamannatunga í
andans ríki hefir íslenzkan ver-
ið, síðan hún varð til.
Fullkomin orðabók tung-
unnar á sögulegum grundvelli
er eitt af því, sem 20. öldin þarf
að eignast og gefa naéstu öld-
um. En áður en það getur
orðið, á að koma út orðabók
um samheiti tungunnar. Hlut-
verk hennar er að létta mönn-l
um að velja orð sín.
Hvað eru samheiti? — Al- j
ment er álitið, að það séu orð
sömu merkingar, sammerkt
orð eða það, sem synonyms
heimta á ensku. En algerlega
sammerkt orð eru í fæstum
tungum mörg og mjög fá hér-
lendis, vegna þess hve íslenzk-
an er einstofna tré. Þess vegna
bjó Snorri Sturluson til orðið
samheiti og hafði í rýmri
merkingu, — viður og selja eru
samheiti, sagði hann en selja
var víðir). Samheiti eru orð.
sem geta táknað sama hugtak-
ið eða hugtökin, þótt jaðar-
merkingar orðanna og stíligildi
séu jafnan sundurleit, og ein-
stöku sinnum, þótt aðalmerk-
ingar séu mjög fjarskyldar.
Nú er unnið að samheitabók.
sem eg er við riðinn og á að
verða fullsamin 1946. Það er
ekki “sýnonýma”-bók heldur
samheitabók á hliðstæðum
grundvelli við Alvíssmál Eddu,
nafna- og heitaþulur Snorra-
Eddu (Skáldskaparmál) og
Thesaurus og English Words
and Phrases eftir Roget, vinsæl,
bók meðal allra enskulæsra.
manna. “Sýnonýma”-bækur j
um öll nálega sammerkt orð
eru að vísu mikið notaðar víða I
um lönd, en við vandlega íhug- [
un hef eg sannfærst um, að j
okkur sé meiri fengur að bók j
með samheitaskrám, eins og
Roget samdi. Stafrófsröð kýs^
eg þó að fylgja á uppsláttar-|
orðum, svo að helztu notkunar- j
kostir einfaldra sammerkinga- j
bóka ættu að nást. Merking
orða verður hvergi skilgreind
nema af undantekningarástæð-
um, en sammerktu orðin, sem
standa við hliðina, látin skýra
hana sjálfkrafa og svo setn-
ingadæmi, þar sem rúm leyfir
og brýnust er þörf. Engin leið
er að láta samheitabók, koma í
stað fullkominnar orðabókar,
heldur heimtar hún hina full-
komnu orðabók bráðlega á eft-
ir sér, spái eg.
Um útlit og einstakar orða-
þulur bókarinnar skal ekki fjöl-
yrt, aðeins getið þess, að fljót-
gert á að verða hverjum með-
alskýrum manni, að finna þar
þau orð tungunnar, sem hann
kemur ekki vel fyrir sig í svip-
inn, en finst hann þurfa yfir
hugsun sína, og til ýmiss kon-
ar náms yrði hún nothæf. —
Stundum getur hugsun manns
skýrst við slíka orðaleit: “Þá
nam eg frævast og fróður vera
og vaxa og vel hafast, orð mér
af orði orðs leitaði,” mælti
orðlistarhöfundur Ásgarðs.
Mótheiti eru þau orð, sem
geta táknað andstæð hugtök
Framh. á 12. bls.
VÉR ÓSKUM ÍSLENDINGLTM TIL LUKKU
MEÐ 54. ÁRA AFMÆL)
ÍSLENDINGADAGSINS
Selkirk Fisheries Ltd.
228 Curry Bldg.
Winnipeg, Man.
FOR EXPERTS IN
Heating
Plumbing
Tinsmithing
Just call 234
K. SVEINSON
Main St. Selkirk, Man.
FRANCIS & CO.
SELKIRK'S JEWELLERS
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
BEZTU
HEILLAÓSKIR
Á .
54. ÁRA AFMÆLI
ÍSLENDINGADAGSINS
★
GILHULY^S
Drug Store
SELKIRK
LESIÐ HEIMSKRINGLU—
bezta islenzka fréttablaðið
Geo. Gilhuly
FUNK’S
FURNITURE
SELKIRK, MAN.
Everything for the home
Furniture or Electrical
Appliances
Terms: 10% Cash,
Balance 12 months
^3IIIIIIIIIIIIC3llllllllllimilllllllllllC3IIIIIIIMIllC]rilllllHlllt3IIIIIUMIIIIIIIIM[3IIIIIIIIIIIIC]llllllllllllt3IIIIIIIIMMC3IIMIIIIIIIIClllMIIIIIIIIC3imilllII<.
<&3IMMMMIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIMMIC3MMIIIIMIIC3IIIIIMMIIIC3IIIIIIMIMIC3IIIMMMMIC3IIIMIIMIIIC3IIIIIIIMIII[3IIIIIIIIIIIIC3MMIIMMMC3IIIIMMIIMC3IM $ §
Telephone 202
J. M. Gilbart, Prop.
J. M. Gilbart Funeral Home
•Ml
435 Eveline Street
•m
SELKIRK — MANITOBA
Canada Pacific Hotel
SELKIRK, MAN.
★
ELZTA OG VINSÆLASTA STOFNUN
SELKIRK-BÆJAR
GÓÐ HERBERGI OG ALLUR AÐBÚNAÐUR
MEÐ VÆGU VERÐI
Vér óskum íslendingum til fagnaðar og
farsœldar um öll ókomin ár.
VÉR ÁRNUM ÍSLENDINGADEGINUM
heilla á fimtugasta og fjórða afmœlinu.
SINCLAIR’S TEA ROOM
SELKIRK — MANITOBA
I
K _
<«MIIMIIMC3MMMMMMC3IIIIIIIIIMIC3IIIIIIIIIMIC3MIMMMMI[3MIMIIIIIMC3IIIMIMMMC3IIIHC3tllllllllHIC3IIMnillliraillininMK3lllllllllltiainilllllinC4.
£3IIIIIIIMMOMIIMIIMI[3IIMIIIMIIIC3IIIIMMIMI[3MIIIIIMIIIDIMIimilllt3IMIIMMMI[]MMMIIMMC3MMMMMM[llMMMIIIIIt3IIMIMMMIC3MIIIIIIIIMC3lll<>
| I
! Merchants Hotel !
SELKIRK
MANITOBA
Góð herbergi og allur aðbúnaður með
sanngjörnu verði.
ÁRNAÐARÓSKIR TIL ÍSLENDINGA Á
FIMTUGASTA OG FJÓRÐA ÞJÓÐ-
HÁTÍÐAR AFMÆLI ÞEIRRA
J. FINLAN, forstöðumaður I
|
^iiiuiiiiiuiminiiiiuiiiiiiuHiiimuuuiuuiHiiHuuiuiiiiuiuiuuiHiiHumiiuiiiiiniiiiiiiiiiiiummiimiuHimunuuuuuiiiiiiauiHUHiucö