Heimskringla - 28.07.1943, Page 2

Heimskringla - 28.07.1943, Page 2
10. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JÚLl 1943 KRISTJÁN STEFÁNSSON Framh. frá 9. bls. bjó hér úr því. Mikilsmetinn sæmdarmaður. Hans er sakn- að af öllum sem hann þektu. Á yngri árum hans hafði hann mikinn áhuga fyrir ýms- um málum sem Islendingar skiftu sér af, og meðal annars var eitt þeirra Goodtemplara reglan. Hann gerðist æfifélagi þess félagsskapar. Einnig til- heyrði hann Fyrsta íslenzka únitara söfnuðinum og vann lengi í stjórnarnefnd hans. — Hann var trúhneigður maður, en kreddulaus og óháður í trú- málum. Hann átti því þar andlega heima. Hann komst snemma að þeirri niðurstöðu að æðsta úrskurðarvaldið í þeim málum, eins og í öllum öðrum málum, yrði að vera samvizka og skynsemi hvers eins manns, og að rétt kristileg kenning ætti að miðast við anda en ekki bókstaf. Einnig á yngri árum hans, ásamt öðrum, viðurkendi hann gildi skáldskapar Stephans G. Stephanssonar, og gerðist einn kostnaðarmanna fyrstu útgáfu kvæðasafns hans, “Andvökur”. Alla æfina, eins og þetta bend- ir til, unni hann mjög bók- mentum og öllu sem bókmenta- legt gildi hafði, þó að honum veittist aldrei tækifæri að ganga mentaveginn. Hann andaðist að heimili sínu 6. júni, 69 ára að aldri og hlaut hvild frá öllu erfiði þessa Hfs. Vinir hans allir sakna á- gæts vinar, og kveðja hann HUGHEILUSTU ARNAÐARÓSKIR til hinna mörgu íslenzku vina vorra og allra Islendinga yfirleitt, bœði á Þjóðhátíð- um sem nú fara í hönd og endranœr. — Við þökkum þeim einlœglega alla samvinnu og viðskifti við oss til þessa og vonum áframhalds þess í framtíðinni. The Jack St. John Drug Store 894 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. ..................................................................................................................................111111UIHI4. CRESCENT VÖRUR EINGÖNGU SELDAR E. & M. SIGURDSON Cafe and Confectionery nokkur skref fyrir sunnan Gimli Park Isrjómi, Nýmjólk og Rjómi ER SEM KUNNITGT ER FRÆGT / The Crescent Creamery Company Limited WINNIPEG SÍMI 37 101 Oiiinmmmmniiimmmnimimimuimmiminmmmiiiumiiiimiinmiiiiiimumiimiiiinmmmiiinmmmmnimiiiiiiiiumimiiiiic* Löggilt 11. apríl 1909 Taka á móti korni, senda korn og flytja út. Borgaður að öllu höfuðstóll. .$500,000.00 Aukastofn................$750,000.00 ★ Forseti.....................W. P. Parrish Varafors. og fr.kv.stj..Norman Heimbecker Féhirðir......................W. J. Dowler Umboðsmaður—Gimli, Man......B. R. McGibbon ★ Aðalskrifstofa WINNIPEG Útibú MONTREAL TORONTO PORT ARTHUR CALGARY VANCOUVER 50 sveitakornhlöður Endastöðvar í Calgary og Port Arthur “Gamalt félag, sem orð hefir á sér fyrir ábyggileg viðskifti” með þeklæti fyrir hina liðnu æfi. Útförin fór fram frá Sam- bandskirkjunni í Winnipeg, 11. júní 1943. Séra Philip M. Pét- ursson jarðsöng. ARFURINN FRÁ SÓLA Eftr Sigrid Undset Eftirfarandi grein, sem fjall- ar um Norðmenn fyrr og nú, er eftir hina heimsfrægu, norsku skáldkonu og Nobelsverðlauna- höfund Sigrid Undset, sem nú lifir landflótta í Ameríku. ★ Sóla á Jaðri er nafn sem ef til vill er þekt víðar en í Noregi, jefnvel þótt margir átti sig ekki á því strax, hvar Sóla er eða í hvaða sambandi þeir hafa heyrt nafnið nefnt. Frá því Þjóðverjar réðust á Noreg hafa við og við verið gerðar loftá- rásir á flugvöllinn Sóla. Það er stærsti flugvöllurinn í Suð- ur-Noregi, og Þjóðverjar hafa stækkað hann hvað eftir ann- að. En fyrir striðið voru aðrar minningar bundar við Sóla í hugum Norðmanna — hið forna óðal Erlings Skjálssonar. Á æskudögum mínum voru fá- ar hetjur úr sögu Noregs er unga fólkið dáðist meira að, en Erlingi Skjálgssyni. Auð- vitað var þar að sumu leyti að þakka hinu glæsilega kvæði Björnsons: Norður sæfáka byrinn ber, birta tekur, í lyfting er Erlingur Skjálgsson frá Sóla. Slikum myndum, sem þess- ari, gleyma börn aldrei, ef þau hafa eitt sinn séð hana. Og það var Erlingur Skjálgsson, sem var of stoltur til að þiggja jarlsnafnbót, þegar hann kvæntist systur Ólafs Tryggva- sonar. Faðir hans hafði verið hersir, og Erlingi nægði að vera það, sem faðir hans hafði verið. En fólkið kallaði hann Rygjakonung, og yfir Roga- landi réði hann sem konungur væri. Og svo sjáum við í Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar síðustu myndina af hon- um: Rygjakonungur gegn Nor- egskonungi. Skip Erlings Skjálgssonar elta skip ólafs konungs, sem er á flótta. Skip höfðingjans siglir frá hinum skipunum, og Erlingur og Ól'af- ur mætast og leggja til orustu. Ólafur konungur og menn hans ráðast til uppgöngu á skip Er- lings. Aftur í lyftingu stendur hinn aldni höfðingi einn. — Öndverður horfir þú við í dag, Erlingur, segir konungur. — Öndverðir skulu ernir klóast, svarar Erlingur. Þetta er eitt af þeim undar- legu atvikum sögunnar, þar sem sá, er röngu máli fylgir, uppreisnarmaðurinn, öðlast alla samúð lesandans, og hinn helgi maður, Ólafur Noregs- konungur, sem hefir réttinn sín megin, vekur alt að því andúð. Þetta er ennfremur líkast dæmisögu. Enn á ný erum við mint á sannleika, sem biblían hefir hamrað í okkur. Davíð konungur hafði getað sýnt ó- vinum sínum göfuglyndi, en vegna hermannskonu, sem á- reiðanlega vissi hvað hún gerði, þegar hún var að baða sig fyrir augum konungsins, framdi Davíð konungur hvert níðingsverkið af öðru. Pétur postuli dró sverð úr sliðrum í grasgarðinum, reiðubúinn að verja herra sinn og meistara, en fáeinum klukkutímum seinna, þegar þernan bar fram óþægilegar spurningar, sór hann og sárt við lagði, að hann þekti ekki þennan mann. Dag- inn, sem Ólafur konungur og! Erlingur hittast á eynni Körmt þegar ólafur hafði hótað að láta drepa Ásbjörn selsbana,! ungan frænda Erlings, í hefnd- arskyni fyrir dráp ársmanns konungsins í höll hans, virðist Ólafur vera mikill persónuleiki, djarfur og ósveigjanlegur í trú sinni á guð og rétt sinn. Það er líkt og Erlingur hjaðni niður andspænis konunginum. En nú þegar ólafur hefir hinn aldna uppreisnarsegg á valdi sínu, getur Ólafur ekki á sér setið og vinnur níðingsverk. — Merkja skal drottinssvikai’ann, segir hann. Og svo ristir hann í kinn Erlingi með öxi sinni. 1 sömu andránni heggur einn af konungsmönnum Erling bana- högg. Og svo deyr Ólafur kon- ungur, án þess að ná konung- dómi á ný í Noregi. En það var frásögnin um Erling og þrælana hans, sem einkum fékk á okkur, þegar við vorum börn. Við urðum að læra utan að kvæði Per Sivles um þetta efni, einkum við, sem gengum í skóla Rögnu Niel- sens. Sivle var einskonar heimilisskáld þar. Þið munið, að Erlingur fékk j þrælum sínum dagsverk að vinna. Þegar þeir höfðu lokið því, máttu þeir vinna fyrir sjálfa sig það sem eftir var dagsins, og fyrir það, sem þeir unnu sér inn á þann hátt, gát.u i þeir keypt sér frelsi. Svo virð-: ist, sem Erlingur hafi ekki ver- ið sérlega vinnuharður maður. Sumir gátu leyst sig úr ánauð á þrem árum, sumir á fimm ár-1 um, og þeir sem ekki gátu leyst sig á sjö árum, hafa hlotið að \ vera dáðlausir með öllu. Nú eru það Þjóðverjar, sem ráða ríkjum á Sóla, og þeir ’ gera eins og þeir geta til þess að snúa þessari þróun við. Þeirj beita öllum þeim uppátækjum og aðferðum, sem ærulausir menn eiga vald á. Takmark þeirra er að gera Norðmenn að þrælum. Til þess komu þeir til Noregs — “sem vinir”, að því er þeir fullyrtu í byrjun, vegur þess, að þeir voru fúsir til að bjóða Norðmönnum þá aðstöðu að gerast einskonar þrælahaldarar undir stjórn ( Þjóðverja, — yfir honum ó- merkari þrælaþjóðum, sem ekki gátu rakið ættir sinar jafn beint til yfirráðaþjóðar- innar. Norðmenn voru þó frændur þeirra í þrítugasta eða fertugasta og fimta lið. Og þeir urðu bæði hryggir og reið- ir, þegar Norðmenn voru síður en svo hreyknir, þegar þeir mintu þá á, að Norðmenn og þeir hefðu átt einhverja sam- eiginlega forfeður aftur í grárri forneskju, og þau skyldleika- einkenni, sem kunna að hafa verið milli þessara þjóða eru nú horfin fyrir mörgum öldum. Satt er það, að í heiðnum sið höfðu Norðmenn einnig þræla, handtóku menn og seldu í þrældóm. En samt virðist svo, að síðan sögur hófust hafi norska þjóðin aldrei verið ýkja hrifin af þrælahaldi. Elztu lög Norðmanna kveða nákvæm- lega á um frelsisgjöf þræla og hversu þeir geti keypt sér frelsi. Þegar Noregur gerðist kristin kom frelsisgjöf ánauð- ugra manna oft í stað mann- blótanna, og var talið guði þóknanlegt. Svo heimskir hafa Norð- ❖Jiiiimiiiioiiiiiiiiiioiiimiiiioim.................................niiiiiMiiiiinin<> 8 ■ | VÉR ÁRNUM ÍSLENDINGUM HEILLA MEÐ 54 ÁRA AFMÆLI ÍSLENDIN G A D AGSIN S WOOSCGCCGCOSOSCCCðCCaOOSCCOSCCCCeOOOSiSCCCCC/SOSGC? Armstrong Gimli Fisheries LIMITED 807 Great West Permanent Bldg., Winnipeg i'ioiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiiuimiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiuiiimiiiiioiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiNiiiiiMiniiiiiiiiiiiiuimmiimuniimiiiiiuHiiiiiiiiiitö Til Islendinga! Vér óskum yður til hamingju með þjóðhátíðina. í dag, sem endranær, bjóðum vér yður velkomna á mat- söluihús vort, þar sem bæði er góður matur og greið skifti. DUTCH GRILL Mrs. A. Chudd, eigandi 3rd Street (móti skólahúsinu) Gimli, Man. Á 54. ára afmæli fslendingadagsins árnum vér honum einlæglega til heilla. GÓÐ HERBERGI — AGÆT BORÐSTOFA SANNGJARNT VERÐ HOTEL COMO H. Dougloski, eigandi GIMLI — MANITOBA Vér árnum öllum íslendingum fjær og nær, austan hafs og vestan, farsældar og gleði á þessum þjóðminningardegi, um alla óorðna framtíð. Lakeside Trading =Com pany^s GIMLI, MAN. Th. Thordarson Hannes Kristjanson VULCAN Iron Works Limited ER MIKIL SKIFTI Á VIÐ ÍSLENDINGA BIÐUR HEIMSKRINGLU AÐ FLYTJA ÞEIM INNILEGAR HÁTÍÐAÓSKIR, SEM OG ÖLLUM FYLKISBÚUM FJÆR OG NÆR Blómgist land þetta og lýður ÁRNAÐARÓSKIR TIL ÍSLENDINGADAGSINS Á FIMTUGASTA OG FJÓRÐA AFMÆLINU yyyyyyxcA

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.