Heimskringla - 18.08.1943, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.08.1943, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. ÁGÚST 1943 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA fyrir mér. Hvort henni hefir dottið nokkuð svipað í hug, veit eg ekki, en hún leit við og eg sá, undir hvítum “túrban”, sem hún haifðj brugðið um hárið og dregið niður á ennið, tvö hlægjandi augu, rjóðar kinnar og brosandi varir. Ofur- litlir spékoppar voru í kinnun- um. Áhyggjuleysi og sakleysi Ijómaði á andlitinu, og svipur- inn var hreinn eins og Maríu- mynd. Við sögðum ekki orð, héld- um aðeins áfram að horfa út yfir fjallgarðinn, og eg var aftur fullkomlega öruggur. — Það iá í augum uppi, hver end- irinn yrði, ef slys bæri að höndum. 1 örstuttri hugsun rann eftirleikurinn upp í huga mér: Sessunautur minn myndi leggja á brattann og tæki með sér sálarkrílið mitt í klúthorni. Fögur kona er kænni en högg- ormur og eg efast ekki um, að hún hefði fundið eitthvert ráð til þess að skjóta smásál eins og minni inn fyrir hin gullnu hlið, enda þótt gera megi ráð fyrir, að Pétur sé nú farinn að vara sig á “aðferðinni” kerlingarinnar hans Jóns sál- uga. Nú fórum við fram hjá Hrauntindum í Öxnadal, að norðanverðu. Satt er það, bratíir eru þeir og hvassir og mikill mjúkleikamaður má Grettir hafa verið, ef það er satt, sem hermt er, að hann hafi klifið hæsta dranginn og hengt þar hníf sinn og belti og mælt svo um, að sá mætti eiga gripina, sem vitjaði þeirra. Eyjafjörður er tær og spegil- sléttur. Kaldbakur stendur á verði gegn norðanáttinni, en fjörðurinn og héraðið blasir við sólu milli hárra fjalla. Það liðu aðeins örfáar mínút- ur og við fiugum fram hjá Möðruvöllum, yfir Akureyrar- bæ og stefndum til suðurs — fram að Melgarði, en þar er flugvöllurinn. Er það dálítið bagalegt, að flugvöllurinn er svo fjarri áfangastaðnum, enda ofurlítill skuggi á ferðalaginu að þurfa að sitja í bílgarmi 30—40 mínútur eftir þá æfin- týraferð, sem flugið er. En þetta með flugvöllinn, það lag- ast vonandi áður langt um líð- ur. Þegar við, sem nú erum ung — eða teljum okkur ung — erum komin til himnaríkis, þá verður margt öðru vísi en nú er, hvað samgöngurnar snert- ir. Ef til vill verða flugvélar þá jafnalgengar og bílar^ eru nú, og fjarlægðirnar — sem öldum saman voru forfeðrum okkar sá Þrándur í Götu, sem þeir kunnu ekki að sigrast á —, að mestu horfnar aftur í þjóðsagnatímann. Flugvélin lækkaði flugið og eftir nokkrar sekúndur vorum við aftur jarðbundin. Veru- leikinn sagði til sín, æfintýrið var á enda.—Vikan. PICNIC The Icelandic Canadian Club will hold their annual picnic at Assiniboine Park, on Sunday at 2 p.m., August 22nd. All members and friends are cordially invited to attend. The children are especially welcome at this outing, and we hope they can all turn out. Those attending are asked to bring a picnic lunch if pos- sible. Meeting place—Front of Pavilion at 2 p.m. sharp. For further particulars please phone either Mr. W. S. Jonasson, 503 734 or Mrs. Ena S. Anderson, 205 481. 1 Krókur á móti bragði KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— ötbreiddasta oq fjölbrevttasta islenzka vikublaSið Að vallarsýn var Rupewa ekki mikill, dökkur yfirlitum, sterkur og þróttmikill og svo duglegur að öll vinna var honum auð- veld og til ánægju. Þessvegna gat hann alt af haft nægan tima til fuglaveiða og leikhús- ferða. Konan hans kom með honum til Eng- lands. Hún var ijóshærð, snotur og ástúðleg í framkomu. Hið yndislega sakleysi er birt- ist í framkomu hennar leyndi kunningja hennar því, að hún var fluggáfuð og vitur kona. Hjónin áttu því mjög vel saman, unnu hvert öðru af alhuga og voru eins vinsæl og þau áttu skilið. Rupewa kom heim þennan dag eins og venja hans var, til hádegisverðar. Svo ó- venjulega vildi til að við máltiðina voru eng- ir gestir staddir í þetta sinnið og hjónin sátu því ein að máltíðinni. Hann borðaði lítið eins og venja hans var til, át eftirmatinn, sem voru ávextir úr garðinum hans, fyrir framan hann stóð kaffibolli, og vindlingar lágu þar á bakka. “Mér þykir vænt um að við erum ein núna, því eg þarf að segja þér nokkuð,” sagði hann. “Núna upp á síðkastið gengur ekki alt fyrir mér að óskum. Eins og þú veist er eg djarfur fjármálamaður, og um mörg ár hefir mér gengið vel. Ó, nei, eg er ekki gjald- þrota. Það mun eg aldrei verða. Þú skalt altaf hafa demantana þína, bílana þína og húsin þín, sem þú getur tekið á móti gestun- um þínum í. En mér fellur illa að bíða ósig1- ur, góða min. Það er eins og einhver væri að lesa hugsanir mínar, eða einhver hefði komið einhverjum hinna trúu þjóna minna til að svíkja mig í trygðum. En því er þó eigi þannig farið. Aatriði sem eg hefi eigi viljað snerta við, háfa hepnast ágætlega, þegar önnur atriði, sem eg hefi lagt alhug á að tækjust, hafa íarið á höfuðið. Eg spyr sjálf- an mig að því, hver það sé, sem notar sér þessi mistök mín? Það er hreint ekki þægi- leg hugsun. Eg á við þetta að mér skuli skjátlast svona hraparlega og svona oft. Þrjú eða fjögur fyrirtæki, sem eg hefi byrjað á, fyrirtæki sem hafa góðan byr á meginland- inu, hafa mætt árás frá ókunnum óvinum, svo að þau hrynja hvert á fætur öðru og eg verð að bera sjálfur skaðann til að bjarga þeim. Ekki dugar það að mannorð mitt skerðist fyrir nein svik í fjármálum. En aftur á móti eru það fyrirtæki, sem eg álít vonlaus, er hepnast ágætlega.” “Það eru einhverjir að vinna á móti þér, Carl.” “Nei, ekki get eg sagt það að nokkur geri það opinberlega,” svaraði baróninn ró- lega, “eg gæti fremur sagt að einhverjir væru að svíkjast aftan að mér. Nú verð eg að komast að því hverjir þessir náungar eru, sem eru svo efnum búnir að þeir geti gert gys að mér á fjármálatorginu og gert þau fyrir- tæki, sem eg vildi ekki snerta við með eld- töngum að arðberandi fyrirtækjum. Nú er ekki nema um eitt að gera að eg verð að koma því í framkvæmd, eg verð að taka eitt eða tvö hundruð nafnskrár yfir hlutabréfa eigendur og merkja við nöfn þeirra. Þú get- ur hugsað þér hvílík vinna það er. Eg hefi unnið daga og nætur að þessu. Þannig kemst eg smátt og smátt að þeim mönnum í borg- inni sem vinna fyrir sínu daglega brauði á sama hátt o g eg geri. Eg verð að finna eitt eða tvö nöfn, sem aftur og aftur koma fyrir í þessum hlutabréfa listum þeirra fyrirtækja, sem eg áleit einskis virði, við þetta þarf mikinn útreikning, stundum fer eg villur veg- ar og verð að byrja alt á nýjan leik. Af þessu er eg svona áhyggjufullur og önnum kafinn.” “En heyrðu, Carl. Þú ert þó ekki hrædd- ur við þessa menn?” “En ástin mýi góða, eg er ekki hræddur við nokkurn lifandi mann. En mér fellur ekki að láta aðra leika með mig, eða sitja við að ráða gátur. Auk þess eru þessir menn fyrir mér. Ef eg get komist að því hverjir þeir eru, þá mun eg sjá fyrir niðurlögum þeirra. En þetta er afskaplega mikið verk. En eg hugsa að eg geti ráðið gátuna. Nú upp á síð- kastið hafa tvö nöfn orðið sífelt á vegi mín- um. Eg hefi komist að þeim með margvís- legum aðferðum. Eg hefi farið svo langt, að eg hefi fengið frægan stærðfræðing til að hjálpa mér, en eg hefi, eins og þú skalt taka eftir, fengið honum tölur í staðinn fyrir nöfn og útreikningar hans koma heim við mína, já, eg hefi loksins náð í þá. Já, loksins, þeir eru þrír alt í alt.” “Þekkir þú mennina?” “Einn þeirra þekki eg mjög vel, tvo ekki neitt. Við skulum strax athuga þennan sem eg þekki. Hinir eru brakúnar hérna í þæn- um og heitir félag þeirra “Banstone og Avis.” “Jæja, er það kunnugt félag?” “Nei, alls ekki! Það virðist vera smá- félag og mjög heiðarlegt. Það fer eftir lögum og reglum og græðir lítið. Eg er viss um að bækur þeirra sýna ekki nema tvö til þrjú þúsund punda gróða á ári. Eg veit að þeir hafa oft grætt stórfé á kauphallarbraski. En gróði þeirra felst í því að þeir ná upplýsingum á dularfullan hátt. Þeir njósna upp leyndar- dóma stjórnárinnar. Ef einhver óróleiki er á ferðinni i Evrópu þá vita þeir það áður en aðrir. Ef á að skera upp eitthvert pólitískt sár, þá vita þeir hvað hinn stjórnmálalegi læknir heitir. Er það nú ekki gremjuiegt að brakúnar þessir, sem sennilega búa á frið- sömum stað einhverstaðar utan við bæinn,! skulu vita þessi leyndarmál. Taktu til dæm- is eitt, sem nýlega hefir komið fyrir. Eg fékk njósnir af því á leyndan hátt, að í Bonn 1 héraðinu, þar sem Jena Victoria prinsessa á! miklar landeignir hefir fundist vottur af | steinolíu í jörðu. Eg eyddi engum tima, ení rannsakaði þetta sjálfur. Eg sá að þarna' biðu min mikil auðæfi, og fékk mér þarna námuleyfi. Eg átti þarna hinar beztu námur sem fundist hafa hérna megin hafsins. Eg þurfti sex miljónir og fór til mins eigin félags til að fá þær. En veiztu hvað? Brátt koma þúsund hlutabréf á markaðinn, þegar eg fór að grenslast eftir hvernig á þessu stæði þá voru vinir okkar, Banstone og Avis, og þessi þriðji maður, þarna að verki. Síðan kemur það upp úr kafinu að prinsessan sé í ákafri deilu við bróður sinn, konunginn, og sé nú flúin úr landi burt — einhver ásta- saga — en um það getur þú frætt mig. En þetta er ekki það versta. Ef konungurinn tekur eignir systur sinnar undir sig, þá falla réttindi mín um koll og námurnar ganga mér úr greipum.” “Þetta er ekki gott að heyra, Carl 'minn góður, þegar eg sé prinsessuna----” “Ómakaðu hana ekki. Að minsta kosti ekki ennþá. En hvernig komast þessir menn að þessum leyndarmálum? Eg hefi þekt Evrópu stjórnmálin síðan eg var barn, en eg er viðvaningur samanborin við þá. Geti eg fundið hverjar aðferðir þeirra eru, sem eg vonast til að geta með hjálp hans, sem nú hérna-----” “Þú gerir mig forvitna.” “Jæja, eg skal strax bæta úr því. Þessi hinn, sem nú kemur er George Heathcote. Hann vinnur með Banstone og Avis og hefir hag af þvi. Það þýðir ekkert fyrir þig að bera á móti því, stærðfræðingurinn minn og útreikningur minn er of nákvæmur til þess.” “En það virðist ótrúlegt,” sagði baróns- frúin. “Mr. Heathcote barmar sér ætíð yfir því að hann sé slíkur klaufi i öllum fjármál- um. Hann er listrænn að upplagi og lifir á því að verzla með gamlar myndir og postu- líns muni. Það er heppilegt fyrir hann að hann þekkir slíka hluti, auk þess er hann góður kunningi prinsessunnar. Var ekki systir hans bezta vinkona hennar? Hefir hún ekki sagt mér það sjálf? Og er hún ekki að leita eftir prinsessunni núna. Ó, þú hefir rangt fyrir þér, Carl minn.” Baróninn hristi höfuðið. “Þarna getur ekki verið um neinn mis- skilning að ræða. Ertu viss um að Heathcote viti ekki hvar prinsessan er?” “Eg er viss um að hann veit það ekki. En eg er viss um að hann vildi gefa mikið til að vita það.” “Ekki efast eg neitt um það,” sagði bar- óninn þurlega. “Og þaðan stafar grunur minn. En það eru fleiri sem eru prinsessunni tryggir vinir. Gleymdu því ekki að þið voruð skólasystur. Ef þig langar mjög til að sjá hana----” “Það vildi eg gjarnan.” “Þá skaltu fá þá ósk þina uppfylta,” sagði baróninn. “Áður en þú sofnar í kvöld. En hlustaðu nú vel á mig.” 10. Kapítuli. Rupewa barónsfrú hafði ekki sagt nema það sem satt var er hún sagði að Heathcote virtist lifa á að selja listaverk. Hann var maður af góðum æt-tum, og aiveg eins dramb- samur og hann var fátækur. Honum hefði ekkert verk verið ként í uppvextinum, og varð að draga fram lífið eins og bezt hann gat á litilli upphæð, sem hann átti að fá ár- lega útborgaða, en sjaldnast fékk. Hann hafði dýra íbúð í bænum, var altaf prúðbúinn og var í féiagsskap með fínasta fólki borgar- innar. Þar sem hann var ógiftur og var góð- ur veiðimaður og dansaði vel, var hann velkominn á flest stórbýli landsins og mið- degisverði borgarinnar. Þótt maturinn kostaði hann ekki mikið þá var samt hús, föt, vagnar, járnbrautarför og vindlar mikið atriði á útgjaldalista hans og þurfti hann því mikið fé. Professional and Business —- Directory =---- Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 13—1 4 p.M.—6 P.V. AND BY APPOINTMENT DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 202 398 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Simi 98 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC Cor. St. Mary’s & Vaughan Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Planrts in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Siml: 26 821 308 ÁVENUE BLDG —Winnlpeg A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEG THE WATCH SHOP THORLAKSON * BALDWIN Dlamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE CONSULT HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST., WINNIPEG if you wish to Sell or Buy a House We write all classes of Insurance Phone: Bus. 23 377—Res. 39 433 Leo Johnson, Pres. & Mgr? SUNNYSIDE BARBER & BEAUTY SHOP Hárskurðar og rakara stofa. Snyrtingar salur fyrir kvenfólk. Ábyggileg og greið viðskifti. Sími 25 566 875 SARGENT Ave., Winnipeg Clifford Oshanek, eigandi Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 23 631 510 Toronto General Trusts Bldg. H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Building Broadway and. Hargrave Phone 21455 Winnipeg, Canada DR. K. I. JOHNSON Physician and Surgeon Simi 37 ★ CENTRE ST., GIMLÍ, MAN. SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY AND INDUSTRIAL PURPOSES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER COURSES. You may study individual subjects or groups of subjects from the following: Shorthand, Typewriting, Bookkeep- ing, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR Air-Cooled, Air-Conditioned Classrooms The "SUCCESS” is the only air-conditioned, air-cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPEGTUS. S U C C E S S BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.