Heimskringla - 26.01.1944, Blaðsíða 1
IWe recommend for
your approval our
"BUTTER-NUT
' LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
———-----------------+
We recommend tor
your approval our
"BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgi.
4.-----------.—-.——-»
LVm. ÁRGANGUR
YVINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 26. JANÚAR 1944
NÚMER 17.
< - HELZTU FRETTIR ' <
Af stríðinu
Af stríðinu síðast liðna viku er
það að segja, að Rússar eru nú að
vinna mikla sigra í norðrinu, alt
frá Lennigrad og einar 400 mílur
suður. Sækja þeir þar vestur á
tveimur eða þremur stöðum og
hafa með þeirri sókn nú lokað
inni um 250,000 Þjóðverja með
öllum útbúnaði margra her-
deilda á einum stað að minsta
kosti. Komist Rússar lengra
vestur einkum sunnan til á þessu
400- mílna svæði, er hinn mikli
her Þjóðverja í norðrinu í mikilii
hættu með að verða einangraður.
Er sagt að hann hafi ennþá þó í
það versta fari tækifæri að forða
mönnum sínum, en hergögnum
ekki. Á svæði um 90 mílur suð-
ur af Leningrad, hafa Þjóðverj-
ar hrokkið undan og tapað mestu
af þeim byssum og hergögnum,
sem þeir hafa þar haft til
þess að skjóta með á Leningrad.
1 suðrinu og jafnvel á Krímskag-
anum, eru nú uppihaldslausar
orustur háðar. Eru Þjóðverjar
þar einnig í nokkurs konar
skjaldborg og sýna ekki eins
mikinn lit á að flýja til Rúmaníu
og ætla mætti, meðan sú leið er
þeim opin, en sem líklegt er, að
\rerði ekki lengi.
A
Á ítalíu lentu Bandaþjóðirnar
nokkrum her á vesturströndinni
aðeins 30 mílur suðvestur af
Róm. Viðnám þar var ekkert
veitt, og er nú lið það komið um
12 mílur upp frá ströndinni og er
að búa um sig. Þetta var við
bæ er Nettune heitir. Verður
þarna eflaust harður bardagi
innan skamms, ef Þjóðverjar
geta sparað eitthvað af liðinu,
sem á móti fimta og áttunda
hernum berst. Eru þar harðir
bardagar, svo harðir, að útlit er
fyrir að Þjóðverjar hafi ætlað
sér að brjótast gegnum herlínur
Bandahersins. Hefir það kostað
þá mikið mannfall og fremur
orð.ið undanhald en vinningur.
Eiga eflaust meiri fréttir eftir að
berast af stríðinu úr þessari átt.
A
Af Kyrrahafsstríðinu eru þær
einu fréttir, að Ástraliu herinn
er stöðugt að gera flugárásir á
vígstöðvar Japa á eyjunum, sem
þeir hafa haldið og hafa eyðilagt
fyrir þeim talsvert af flugskip-
um, en engum stöðvum hefir
verið af þeim náð lengi.
Ræða Halifax lávarðar
Halifax lávarður, sendiherra
Breta í Bandaríkjunum, kom til
Toronto s. 1. mánudag, hélt ræðu,
mælti með sterkari pólitískri
einingu innan Bretaveldis, eða
milli nýlendanna og móðurríkis-
ins, til þess að Bretland yrði ekki
sem smáríki meðal þriggja hinna
stórveldanna, Rússlands, Banda-
ríkjanna og Kína, er með stjórn
heimsins fara með því að stríð-
inu loknu.
Ræðan vakti þegar mikla eft-
irtekt. Hún hljóðaði mjög svip-
að og ræða Smuts, forsætisráð-
herra Suður-Afríku, er fram á
ftánari bönd við Vestur-Evrópu
°g Norðurlönd fór og Bretaveldis
1 sama tilgangi.
Hugmyndin er þetta. Hvern-
xg henni verður komið í verk eða
hvers krafist er af nýlendunum í
Því sambandi, var ekki skýrt
tekið fram í ræðu Halifax lá-
varðar, enda er málið ekki kom-
á það stig. Á alríkisfundi
Sem haldinn verður bráðlega á
®retlandi, getur verið að þetta
mál verði til umræðu og þá verði
ítarlegar farið út í það. Hitt er
þó víst, að ræða Halifax lávarðar
virðist ekki mælast neitt vel
fyrir hjá stjórnmálaflokkum
t>essa lands. Mackenzie King,
forsætisráðherra, efar að með
framkvæmdum í þessa átt verði
stefnt að frelsi og sjálfstæði ný-
lendanna, sem gert hefir verið.
Hon. John Bracken kýs að málið
nái ekki til stjórnmálanna innan
lands, því af því leiði sundrungu.
Mr. Coldwell, C. C. F. foringi og
Mr. Blackmore þingleiðtogi j
New Democracy-flokksins álitu
ekki þörf á breyttu sambandi
eða stefnu frá því sem væri.
Skoðunin virðist yfirleitt sú, að
nýlendurnar láti ekki á sér
standa þegar til hættunar komi.
Reynslan sé sú og hún sé eins
góð ástæða til þess, að Bretar
hafi jafna íhlutun í heimsmálun-
um og þó á pólitísku böndunum
verði strengt.
Út af ræðu Halifax, hafa marg-
ar spurningar komið fram, eins
og sú, hvort Canada yrði að
spyrja Bretaveldi um hvort leyfa
mætti Bandaríkjunum að leggja
þjóðveg yfir Canada til Alaska?
Eða hvort Ástralía þurfi að
spyrja Canada eða Suður-Afríku
um leyfi til að koma upp hern-
aðarlegri vernd gegn óvinum
sínum á Kyrrahafinu í framtíð
eða að stríðinu loknu, eins og í-
búar hennar hafa nú þegar vakið
máls á? Slíkar spurningar eru
nú ef til vill fullskjótt fram-
bornar. En þær sýna hvaða eft-
irtekt ræða Halifax lávarðar
hefir vakið. Sambandsþingið á
eflaust eftir að ræða þetta mál
og er ráðlegt að bíða eftir og
heyra hvað það hefir um það að
segja. Það hefir ekki enn frézt
neitt um hvernig undir þetta mál
er tekið í Quebec.
ÚR ÖLLUM ÁTTIJM
Blað í Sviss hélt því fram s. 1.
mánudag, að Molotov utanríkis-
málaritari Rússa, hefði tilkynt
sendiherra Bandaríkjanna í
Moskva, að Rússar hefðu ákveð-
ið að neita boði Bandaríkja-
stjórnar um að reyna að koma
sættum á í landamæramálinu við
>
Pólverja.
Blaðið hafði eftir Molotov, að
það væri um ekkert missætti að
ræða milli Pólverja og Rússa;
hinir síðarnefndu kváðust ekki
gera neina samninga við stjórn,
sem þeir viðurkendu ekki, eins
og pólsku stjórnina í London.
Milliganga Bandaríkjanna væri
þessvegna þarflaus.
Molotov lét samt sem áður í
ljós þá ósk, að semja síðar við
Pólverja, þegar þeir hefðu stjórn
yfir sér, sem umboð hefði til
þess frá þjóðinni, að fara með
mál þeirra.
Frétt þessi hefir hvorki verið
staðfest í Moskva né í Washing-
ton.
★ ★ ★
Spá-atkvæðagreiðsla (Gallup
Poll) fór nýlega fram í Banda-
ríkjunum um hvort stríðið í Ev-
rópu mundi vinnast á þessu ári.
Voru 58% með að það yrði unn-
ið í október á þessu árr. Um 12%
af þeim álitu það verða unnið
fyrri en það (í júlí). Stríðið við
Japani ætluðu 33% að ynnist
1945 og jafnmargir 1946.
★ ★ ★
Rússar birtu í blöðum sínum
svar Breta til blaðsins Pravda út
af ummælum blaðsins um að
Bretar hefðu haft leynilega fund
við Ribbentrop um frið. Svar-
inu var einnig útvarpað í Moskva
og hið bezta látið af því. Það
var talið ein sönnun þess, að
Þjóðverjum hefði ekki tekist að
koma á missætti milli Banda-
þjóðanna og Rússlands. Fregn-
in var sögð áhrifalaus um gerðir
Moskva og Teheran fundanna.
★ ★ ★
Á undirbúningsfundi sem
Democrata flokkurinn hélt í
Washington í byrjun þessarar
viku, lýsti sér ótvírætt, að mik-
ill meirihluti flokksins er því
fylgjandi að Roosevelt forseti
sæki um kosningu í fjórða sinni.
Forsetinn hgfir ekkert sagt um
hvort að hann verði í vali, en
mjög líklegt talið, að hann gefi
kost á sér.
Það eina sem ýmsir ætla, að
geti aftrað kosningu hans, eru
verkamanna-samtökin. Er til
marks haft um að reyna eigi
að vinna á móti honum, að John
L. Lewis og American Federa-
tion of Labor, eru að leitast við
að sameinast og verða samtaka.
Það er að vísu viðurkent af
verkamönnum, að Roosevelt hafi
haldið uppi þeirra hlut öllum
öðrum fremur, en hin nýja til-
laga forsetans um Selective Ser
vissu fyrir, að hún muni þurfa
með fjölda húsasmiða og annara
frá Bandaríkjunum og Canada,
þegar hún tekur til starfa.
★ ★ ★
Á sambandsþinginu sem kem-
ur saman n. k. föstudag, hefir
King, sem sjálfur er einhleypur,
eins og kunnugt er, valið mestu
barnakarla í hópi þingmanna til
að mæla með hásætisræðunni.
Þeir eru Lennard Tremblay, frá
Dorchester í Quebec og Walter
A. Tucker, frá Rosthern, Sask.
Er hinn fyrnefndi 11 barna fað-
ir, en hinn síðarnefndi á 9 börn.
Þetta getur verið snjallræði, ef
stjórnin gerir ráð fyrir löggjöf
um fjölskyldu meðlög, því þess-
ir menn ættu að hafa mikla
reynslu í hvað kostnaður barna-
uppeldis er.
★ ★ ★
Verðskulduð viðurkenning
Eftirfarandi umgetning er tek-
in úr einu fréttablaðinu í Hali-
fax, N. S.
George Ásgeirsson frá Winni-
peg, sem er í sjóher Canada, hef-
ir meðal annars málað stóra
mynd af manninum sem nú er á
allra manna vörum, Mr. Chur-
chill. Þessi mynd af forsætis-
ÍSLENZK SKIP
I ORUSTUM Á
ATLANTSHAFI
Eftir Benedikt Gröndal
(Grein þessi er birt með leyfi
flotayfirvaldanna í Wash-
ington, D. C.)
tundurspillirinn sprakk, var hin
mesta, sem íslenzku sjómennirn-
ir, sem siglt hafa frá því orustan
um Atlantshafið hófst, hafa
nokkru sinni séð. Þetta var um
miðja nótt, en þrátt fyrir kol-
svart næturmyrkrið, mátti
greinilega sjá svarta reyksúlu,
þar sem skipið sökk.
Það er mikið taugastríð að
vera á skipi í skipalest, sem árás
er gerð á. Skipalestin er svo
máluð, þó George gerði hana að-
eins í hjáverkum.
Hann hefir einnig málað mörg
síðasta sem var um 30 fet á hæð.
Mr. Ásgeirsson gekk á mál-
verkaskóla í Winnipeg. Hann
er giftur og á sextán mánaða
gamla dóttir, Helen May.
Til upplýsingar þeim sem lesa
AFMÆLISHÁTÍÐ
vice, er hugsanlegt að notuð ráðherra Breta, er meistaralega
verði gegn honum, þó við stríðið
og ekkert annað hafi að gera.
Frá bandaríska herliðinu hef-
ir borist frétt um að það muni
óskift með forsetanum vera. —
Fylgir það þeirri sögu, að þeir
hafi kynst áliti annara þjóða á
Roosevelt og hann sé alls staðar
talinn einn af mestu mönnum,
sem uppi eru.
★ ★ ★
Eins og kunnugt er gerðu
Rússar og Tékkar með sér 20 ára
varnarbandalag gegn Þýzka-
landi. Með þessu bandalagi var
ætlast til, að aðrar þjóðir, er
landamæri eiga að Þýzkalandi,
gætu gerst aðilar í Bandalági l
þess. Er ekki ólíklegt talið, að|
sum Balkan-ríkin gerist aðilar
þessa bandalags að stríði loknu.
★ ★ ★
Áður en ítalía gekk Banda-
þjóðunum á hönd, segir blaðið
Manchester Guardian, að Italir
hafi myndað samsæri með það
fyrir augum, að lokka Hitler til
Italíu og handtaka hann þar og
selja bandamönnum á vald.
Var skýrt svo frá því áformi,
að eftir fall Mussolinis og ekki
alllöngu fyrir uppgjöf Itala, hafi
ítalíu konungur og Badoglio gert
Hitler orð um að koma til við-
ræðna við þá um það, á hvern
hátt væri hægt að efla varnir
Itala gegn bandamönnum.
Um þessar mundir höfðu þeir
Badoglio og konungur þegar á-
kveðið að framselja Mussolini
bandamönnum og nú átti Hitler
að fylgja með. En þýzka lög-
reglan hafði veður af því sem
fram fór, svo boðinu um við
ræðufund var hafnað.
★ ★ ★
Flugárásir eru nú aftur orðn-
ar tíðari og meiri á London, en
þær hafa lengi verið. Síðast lið-
inn föstudag reyndu 90 þýzk
flugskip að gera árás á London.
Komust ekki nema 30 af þeim
alla leið og köstuöu sprengjum
og fórust nokkrir af því. Átta
af þeim flugskipum voru skotin
niður.
★ ★ ★
Því er haldið fram, að mikið
af canadiskum verkfræðingum
muni fá atvinnu í Evrópu-lönd
unum sem verst hafa verið leik
að stríðinu loknu. Nefnd
íslenzk skip hafa frá því or-
ustan um Atlantshafið hófst siglt
milli landa og mörg farið hinar
æfintýralegustu ferðir. Sum hafa stor> litiH hluti þess, sem fram
fallið fyrir tundurskeytum eða ^er’ sezt tra hverju skipi, og
flugvélasprengjum möndulvík- j venJulega vita menn ekkert hvað
inganna, en önnur hafa sloppið
í gegnum hinar hrikalegustu við-
ureignir milli kafbáta Þjóðverja
og varnarskipa og flugvéla
Bandamanna.
Alt s. 1. sumar höfðu Banda-
menn greinilega yfirhöndina í
orustunni á hafinu, og létu kaf-
bátarnir þá um langt skeið lítið
sem ekkert 4 sér bæra. Seinni
hluta september-mánaðar í haust
sem leið komu þeir aftur fram á
vígvöllinn og hófu árásir að nýju
með auknum krafti og mörgum
nýjum vopnum.
Fyrstu árásirnar voru gerðar
á tvær stórar skipalestir, sem i •• , . ,
, , hugmynd um alvoru þessa hild-
voru a leið vestur um haf til
Bandaríkjanna og Canada. I
þessum skipalestum voru tvö ís-
lenzk skip, og á öðru þeirra voru
29 farþegar á leið til Vestur-
heims. Islenzku skipin komust
auglýsingaspjöld í sambandi við heilu og höldnu í höfn, enda þótt
stríðslánin, og hafa þau veriðilO og ef til vill 11 skipum hafi
með afbrigðum góð, einkum hið verið sökt og um 200 sjómenn
farist.
Fyrstu dagar ferðarinnar voru
viðburðalitlir og kafbátar létu
ekki á sér bera. En í dögun
nokkru seinna var fyrsta árásin
gerð. Tvö Liberty skip urðu
i raun og veru á sér stað. Spreng-
ingar heyrast í fjarska, og það er
ómögulegt að vita, hvort það er
eitt af kaupskipunum, sem er að
farast, eða hvort kafbátur hefir
orðið fyrir skotum. Það er ó-
mögulegt að vita hvað tekur við,
hvað verður næst. Úlfurinn læð-
ist á bráðina, og það er engrar
undankomu auðið, ef hann kemst
í skotfæri.
Margir landkrabbar, sem fara
með skipum gegnum orustur,
virðast alls ekki gera sér Ijóst,
hvað er á seiði. Aðrir verða afar
óstyrkir og þola taugastríðið illa.
Sjómennirnir hafa mun betri
þessa frétt, má geta þess að þessi Tyrir tundurskeytum, og voru
ungi, efnilegi maður, er sonur Þau eigi fjarri öðru íslenzka
Jóns málara Ásgeirsson og Odd- skipinu. Annað skipið brotnaði
nýar konu hans, búsettum að 657 ' * tvent við sprenginguna og sökk
Lipton St., Winnipeg. a skömmum tíma, en hitt sökk
hægt. Björgunarskip kom fljótt
á vettvang og bjargaði mönnum
þeim, sem af komust.
Farþegarnir á íslenzka skipinu
Eins og lög standa til, verður voru þegar í stað vaktir, klæddu
ársþing Þjóðræknisfélags Islend- gjg Qg j£ju ^ sjg björgunarbelti.
inga í Vesturheimi haldið í næsta | TnndurspJllar vörpuðu út djúp-
mánuði. Lokasamkoma þings- ^ cprengjum, en ekki varð vart við
ins, að kvöldi 23. febrúar, verður kafbátinn frekar þann dag. Eft-
helguð tuttugu og fimm ára af- jr þeffa fóru flestir farþeganna
ekki úr fötum í tíu daga og höfðu
jafnan björgunarbelti við hend-
ina. Var sofið að mestu leyti í
leyksal og borðsal skipsins, þeg-
ar ekki voru vökunætur.
Skipalestin sigldi áfram, hvað
sem fyrir kom, og eftir nokkra
daga sameinaðist hún annari lest
og styrktist varnarmáttur þeirra
mikið við það. Voru um 18 varn-
arskip með lestinni, þar af eitt
flugvélamóðurskip. Álitið er, að
um 15 þýzkir kafbátar hafi setið
um skipalestir þessar, en varn-
arskip Bandamanna héldu þeim
í f jarlægð, þar til veðuraðstæður
urðu þeim mjög í hag. Þá var
það, sem flestum skipanna var
sökt.
Meðal þeirra var canadiskur
tundurspillir. Hann var skamt
framan við annað íslenzka skip-
ið, er hann varð fyrir tundur-
skeyti og sprakk í loft upp á
augabragði. Aðeins einn maður
komst af, en alls voru á skipinu
um 180 menn. Sprengingin, er
ín
Bandaþjóðanna, sem um slíkt
mæli félagsins. Þá fer fram
virðulegt borðhald, dagsskrá og
dansskemtun í hinum prýðilega
samkomusal Marlboroug hótels-
ins hér í borginni. Borðhaldið
hefst kl. 6.30.
Skemtiskráin verður auglýst
síðar. Þó má geta þess nú að þar
koma fram beztu einsöngvarar
sem völ er á meðal íslendinga í
borginni og nágrenni hennar, og
ræðugarpar úr fjarlægum sveit-
um. Agæt sjö manna hljómsveit
hefir verið ráðin til að spila fyrir
dansi. Inngangseyrir er $1.50.
Má það teljast mjög ódýrt er
þess er gætt hvar samkoman er
haldin, og þess sem í boði er til
saðningar og samfagnaðar. En
nefndin sem stendur fyrir undir-
búningi samkomunnar hefir gert
sér alt far um að inngangur geti
orðið sem ódýrastur, svo enginn
þurfi frá að hverfa fyrir þær
sakir. Borðhald og skemtun eins
og þá sem hér er um að ræða, er
ekki hægt að fá fyrir það verð
sem að ofan greinir. En til að
stuðla að því að samkoman geti
orðið sem fjölsóttust, hefir
Stjórnarnefnd félagsins ákveðið
að setja inngangseyrir fyrir neð-
an lágmarksverð, og taka sjálf á
sig þann kostnað sem til fellur
umfram tekjur. Óhætt má því
251 Furby Street.
gera ráð fyrir fullu húsi þetta, Fyrir hönd stjóranarnefndar,
ná sér í aðgöngumiða sem allra
fyrst, en þá má kaupa á skrifstof-
um íslenzku blaðanna, í bóka-
verzlun Davíðs Björnssonar, hjá
Ásmundi Jóhannsson, 910 Palm-
erston, eða hjá Guðmanni Levy,
viðreisnarstarf sér, telur fulla kvöld. Er fólk því ámint um að
V. J. E.
arleiks og hvað orðið getur, og
þeir eru greinilega varkárari en
tarþegarnir. Athyglisvert er það,
að sjóveiki hvarf með öllu, er
kafbátarnir gerðu vart við sig.
Farþegar gera margt sér til
dægrastyttingar á sjónum. Að
þessu sinni var gefið út blað á
skipinu, sem sumir kölluðu
minsta, en ósvífnasta blað, sem
gefið hefir verið út á íslenzkri
tungu. Þar var engum hlíft,
sem hægt var að brosa að. Blað-
ið var vélritað á ferðavél, og var
upplagið þrjú eintök. Ungur
listamaður lagði til myndir af
vipsterkum samtíðarmönnum.
Alger myrkvun er fyrirskipuð
í öllum skipalestum og er henni
framfyglt strangar en nokkur
staðar annars staðar af eðlileg-
um ástæðum. Tvöfalt segl er
innan við allar dyr, sem þarf að
opna eftir myrkur, svo að engin
skíma kemst út. Reykingar eru
stranglega bannaðar úti, því að
jafnvel sígarettur sjást langar
leiðir. Það er ekkert eins dimt
og myrkvuð skipalest, og tekur
það flesta 5—10 mínútur að
venjast svo myrkrinu, er þeir
koma úr birtu, að þeir sjái nokk-
urn hlut.
Þegar tunglið og stjörnurnar
hjálpa til, er hægt að sjá til
næstu skipa, en þegar þokur
leggjast yfir, sér ekki skips-
lengd og hættan á samsiglingu
er geysimikil. Þá flauta skipin
í sífellu til að vara hvert við
öðru.
I árásunum á skipalestina, sem
íslenzku skipin voru í, notuðu
Þjóðverjar nýja tegund tundur-
skeyta, svokölluð segulmögnuð
tundurskeyti. Bandamenn til-
kynntu skömmu eftir árásirnar,
að þeir hefðu þegar fundið gagn-
vopn gegn skeytum þessum.
Enda þótt Þjóðverjum tækist
að sökkva 10 eða 11 skipum,
komst meginþorri skipalestar-
innar til hafnar í Canada og
Bandaríkjunum. — Kafbátarnir
sneru aftur búnir nýjum vopn-
um til árása, en Bandamenn áttu
líka sitt af hverju í handarkrik-
anum, þótt þeir hafi ekki skýrt
mikið frá því. Islenzku sjó-
mennirnir, sem séð hafa margar
orustur, fullyrða, að aldrei hafi
varnarskipin verið eins kröftug
og árangursrík í vörn sinni. —
Nokkrum kafbátum var sökt, en
ekki hefir verið skýrt frá, hversu
margir þeir voru.
—(Endurprentun bönnuð).