Heimskringla


Heimskringla - 26.01.1944, Qupperneq 6

Heimskringla - 26.01.1944, Qupperneq 6
6. SIfc)A HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JANÚAR 1944 “Hver er þarna?” En hann var ekki að kalla til okkar. Hann gat ekki hafa séð okkur gegn um limgirðinguna, og þótt hann hefði séð okkur, mundi hann ekki hafa kallað, því að við gátum vel verið frið- samt fólk, sem fór leiðar sinnar eftir veginum. Einhver hlýtur að hafa svarað honum því að hann kallaði aftur: “Hvað?” Við heyrum hann nálgast eftir veginum. Martha rétti mér tauminn sem hennar hundur var bundinn með og hvíslaði: “Takið hundana og bindið þá við tré í lund- inum og komdu svo hingað aftur.” Eg hlýddi fyrirskipununum, en ekki þeirri síðari, því nú gat eg heyrt rödd Mallucs hinu- megin við limagirðinguna. Hann virtist hafa gengið heiman frá húsinu til að tala við mann- inn, sem við vorum að elta. Eg skreið nú til að hlusta, sem varla var láandi þeim, sem er á þjófaveiðum. Eg hafði rétt komið mér fyrir þegar eg heyrði skrjáf og Martha kraup niður við hliðina á mér. Hún hafði séð mennina ganga í þessa átt og kom nú til mín. Malluc talaði mjög lágt, en hin hljómfagra rödd hans heyrðist samt greinilega, ræninginn urraði orðin, svo að varla skildist. “Já,” svaraði Malluc, “eg veit vel hver þú ert og að þú felur þig hér á þessu svæði. Eg hugsa að lögreglan sé að draga net sitt utan um þig. En hvað vilt þú mér, Balton?” Hann urraði eitthvert svar, sem ekki heyrð- ist, en við þurftum ekki að heyra það vegna þess, sem Malluc svaraði: “Því ætti eg að róa með þig yfir víkina?” spurði hann. “Þú ert ekki einungis innbrotsþjófur, heldur morðingi, sem verið er að leita að, þú hefir myrt heiðarlegan varðmann, sem þú vissir að hafði í fórum sínum nokkrar þúsundir dala.” Nú varð maðurinn reiður og gleymdi að lækka róminn. “Og hvað kemur það yður við?” spurði hann. “Er það ekki atvinna yðar að hjálpa okkur þessum lausu fuglum til að sleppa und- an?” “Nei,” svaraði Malluc reiðulega, “það er það ekki. Hvernig dettur þér það í hug?” “Hættið nú!” svaraði hinn óþolinmæðis- lega. Það eru ekki nema tveir dagar síðan þér senduð einn af stað í bátnum yðar, og svo veit eg annað ennþá meira, þér björguðuð Johnny Jones. Eg lá í skugganum og sá hann og yður ganga framhjá. Þér hafið hann heima hjá yður.” “Nú svo þér haldið það,” sagði Malluc. “En fyrst þú þykist svona sannfróður, get eg sagt þér, að eg hefi við og við hjálpað mönnum, sem eg vissi að höfðu verið dæmdir saklausir, en- aldrei hefi eg hjálpað þeim, sem voru raunveru- legir glæpamenn. Þú ert miskunnarlaus morð- ingi, sem ert dauða sekur og átt refsinguna skil- ið. Þú skalt því ekki vænta neins af mér, góðurinn minn! Eg mundi með ánægju sjá þig hengdan.” Mér hlýnaði um hjartað við að heyra þetta, og dáðist eigi aðeins að hinum skýra skilningi hans á lögunum, heldur líka að hugrekki hans, að segja slíkum stigamanni og þetta var, skoðun sína á jafn afskektum stað og þetta. “Maðurinn var illmenni af verstu tegund og kominn í klípu; þar sem hann þekti svona mikið til athafna Mallucs hafði hann á honum yfirtökin, en þrátt fyrir það stóð hann þarna kaldur og rólegur og fyrirleit sérhverja hættu. “Hlustið nú á mig!” sagði Bolton. “Yður er víst þetta ekki ljóst. Þér getið séð fyrir mér, en eg get gert hið sama við yður. Ef þér ferjið mig ekki yfir víkina, þá skal eg sjá fyrir yður. Skiljið þér það? Nú skulum við komast af stað. Mér fellur illa að brúka vald.” Hann stakk hendinni niður í vasann á úlp- unni sinni, en í sömu andrá stökk Malluc áfram. Það var eldsnör hreyfing. Hann sló ekki mann- inn, en mér sýndist eins og hann reka olnbogann fyrir bringspalir Baltons, og við heyrðum holt hljóð er hinn þungi skrokkur hans féll til jarð- ar. Eg býst við að Malluc hafi notað eitthvert Jutsu bragð og notað handarjaðarinn, að minsta kosti hafði það lamandi áhrif, því að náunginn lá grafkyr og mátti sig hvergi hræra. Við Martha krupum þarna hreyfingarlaus og stein- þögðum. Hún ef til vill af hræðslu, en eg af áhuga fyrir því, sem eg sá, og því sem kæmi fyrir. Malluc laut niður yfir manninn og tæmdi vasa hans. Fann hann þar meðal annars skam- byssu og perlufesti Mörthu, sem hann hélt í hendinni og rannsakaði nákvæmlega. “Svo þú hefir ekki verið iðjulaus í nótt,” sagði hann. “Mér finst eins og eg hafi séð þessar perlur áður.” Balton reis upp við olnboga. “Já, það er alveg rétt!” hvæsti hann. “Það heyrir til stelpunni, sem læðist hingað á nótt- unni. Þér hafið líka gert einum vina hennar greiða, svo ekki nema maklegt að hún borgi yður fyrir.” Eg heyrði hvernig Martha greip andann á lofti. Eg greip fast um handlegg hennar og hélt henni fastri. Eg hélt í svipinn að nú værx úti um Balton, það var eitthvað banvænt í hreyfingu Mallucs er hann laut þannig yfir hann með útrettar hendurnar. Svo reis hann upp. “Stattu upp,” sagði hann, “við skulum koma”. Balton staulaðist á fætur auðsæilega ó- meiddur. “Eg hugsaði þetta, að þér létuð skynsemina í'áða,” sagði hann. “Já,” svaraði Malluc, “komdu þessa leið.” Hann gekk í áttina til baðhússins. Balton gekk fast á eftir honum. Er þeir voru komnir um fimtíu skref í burtu, rétti eg mig upp og reisti Mörthu á fætur. Hún reikaði svolítið og þurfti eg að styðja hana. “Við skulum sjá hvað úr þessu verður,” sagði eg. Við gengum svo á eftir þeim okkar megin við limagirðinguna, sem endaði í gadda- vírsgirðingu. Við sáum þá koma út á þjóðveginn og fara út í mótorbát, sem lá þar við stjóra á víkinni. Malluc setti hreyfilinn af stað, og heyrðist næstum ekki neitt til hans, og sáum við bátinn hverfa út í myrkrið. Martha hneig <iiður hjá tré einu og huldi andlitið í höndum sér. Þannig sat hún lengi. Hún grét ekki en líkami hennar titraði eins og af niðurbældum ekka. Að síð- ustu gat eg ekki staðist þetta lengur, en reyndi að hugga hana. “Takið þetta ekki svona nærri yður, Mar- tha. Eg veit að þér munduð aldrei gera nokkuð óheiðarlegt,” sagði eg. “Hvað haldið þér um Malluc?” “Eg get ekki annað hugsað, en það sé satt, að hann hjálpi glæpamönnum til að sleppa,” svaraði eg, “einkum þar sem hann viðurkennir það sjálfur.” “Og um mig þá?” “Eg skil yður ekki vel, en eg veit að hvert sem erindi yðar var, þá var það heiðarlegt. Þið Malluc munduð aldrei aðhafast neitt óheiðar- legt.” “Haldið þér að þessi maður komi upp um Malluc?” “Ekki nema að þeir nái honum. En Malluc leikur hættulegan leik. Ef þér hafið nokkur áhrif á hann, þá fáið hann til að hætta við hann. Kenning hans er kanske rétt, en aðferð- in röng. Enginn, hversu kænn sem hann er, getur leikið þetta til lengdar án þess að upp um hann komist. Lög eru lög, og þótt þau stundum virðist grimm og ranglát, verður samt að fara eftir þeim, annars fer alt forgörðum. Þér sjáið nú þarna eitt dæmið til hvers lagabrot geta leitt. Samvizkulaus þjófur og morðingi, sem með réttu ætti að vera handtekinn og fá hegn- ingu, fær hjálp til að sleppa. Og hugsið yður svo hvernig Malluc hlýtur að vera innanbrjó&ts yfir því að þurfa að gera það.” “Hann gerði það bara fyrir mínar sakir,” stundi hún upp. “En þér hafið rétt fyrir yður, Dick, og þér treystið mér, er ekki svo?” “Vitanlega geri eg það,” svaraði eg óþolin- móður. “En segið mér eitt. Hverjir eru eigin- lega þessir gestir Mallucs?” “Það eru fyrverandi fangar, Dick. Malluc hefir fangaskrá, og veit hvenær þeir sleppa út, og rétt áður heimsækir hann þá í fangelsinu, talar við þá, og býður þeim að koma hingað að hvíla sig og safna kröftum eins mikið og þeim er unt, til þess að þeir séu færari að byrja lífs- baráttuna á nýjan leik. Margt þetta fólk var einu sinni vel þekt, en er nú yfirgefið af vinum og ættingjum. Hann veitir þeim alla þá hug- hreystingu, sem hann getur, til þess ef auðið er, að blása nýrri von í brjóst þeirra.” “Hver er gamla frúin með hvíta hárið?” “Hún var dæmd í lífstíðar fangelsi, en slapp út eftir 18 ár. Hún skaut mann, sem ætl- aði að reka hana út úr sveitabænum hennar. Hann gaf henni völina milli þessa og vanheið- urs. Hún átti berkalveikan mann og tvö heilsu- laus börn.” “Og hái maðurinn með gráföla andlitið?” “Manndrápari — bróðurmorðingi. Hann drap bróður sinni í áflogum út af kvenmanni, og hefir sitið í fangelsi síðan hann var á tuttug- asta og þriðja árinu. — Fallega konan með raunalegu augun, gaf eldhússstúlkunni sinni eitur.” “Hefðl hún gert það nú á tímum,” sagði eg með ófyrirgefanlegum gáska, “hefði enginn kviðdómur sakfelt hana.” “Gerðu ekki gis að þessu, Dick. Það er of alvarlegt til þess. Vinnukonan var ung, svensk stúlka, sem var í einhverju ástamakki við mann konunnar. Mrs. Smith hélt því fram, að stúlk- an hefði fyrst reynt að myrða sig á eitri, og hefði helt saltsýru í vínið sitt, en hún fann af því lyktina og helti því svo í meðalaglas í her- bergi stúlkunnar. Menn vissu að hún var hálf- brjáluð af afbrýðissemi, og sendu hana til Mat- teawan. Jafnvel alt þjónustufólkið hefir verið í fangelsi, þjónninn, vagnstjórinn og stúlkurn- ar. Malluc gerir þetta eingöngu af mannúð sinni. Þegar þetta fólk fer héðan, lætur hann það hafa peninga þangað til það fær vinnu.” “Þetta væri mjög hrósverð breytni,” sagði eg, ef hann fremdi ekki lagabrot jafnhliða þessu. Er Suzy í vitorði með honum?” “Hún veit vitanlega hverskonar fólk gestir hans eru. Ef til vill veit hún það alt saman.” “En hvernig komust þér inn í þetta?” spurði eg. “Af hreinni tilviljun. Eg mætti einum gestanna í fjörunni og þekti að þetta var lækn- ir, sem hafði starfað við sjúkrahús er eg hafði meðgerð með. Eg vissi að maðurinn hafði verið í fangelsi og var sloppinn út fyrir skömmu síð- an. Hann sagði mér um hina göfugu góðgerð- arsemi Mallucs, en bað mig að leyna þessu, því að Malluc væri hræddur um að nágrönnum hans mundi ekki falla að hafa tugthúslimi í sveitinni. Eg staðnæmdist svo eitt sinn, er eg hitti hann á veginum og lofaði hann fyrir þessi góðverk hans.” “Svo þér kyntust honum þá löngu áður en nokkur. annar úr fjölskyldu yðar kyntist hon- um?” “Já, mörgum vikum áður. Ekki alls fyrir löngu skrifaði ein skólasystir mín mér, og var í djúpri örvæntingu. Hún hafði ætíð verið mjög fín og eyðslusöm, og kom manninum sínum í skuldir. Faðir hans hafði stofnsett hlutafélag eitt, og sonur hans áleit sig hafa rétt til að spila með peninga félagsins. Hann tapaði og við næsta aðalfund félagsins hlaut þetta að komast upp og enda með alvarlegri hegningu. Eg fór til þeirra og hann sagði mér, að gæti hann leynst í mánuði og forðast að lenda í fangelsi, gæti liann útvegað peningana. Eg fékk Malluc til að taka við honum; hann var falinn uppi á loftinu þegar lögregluþjónarnir vildu fá að rannsaka húsið.” “Er hann ennþá hjá Malluc?” “Já, og Jeannat líka. Læknirinn gerði uppskurð á andliti hans til að breyta útliti hans. Malluc lagði til að maður vinkonu minnar skyldi láta breyta sínu útliti, en hann þurfti þess ekki. Konan hans meðgekk alt frammi fyrir forstjór- unum og bað þá að geyma handtöku beiðnina í tvo mánuði. Þeir neituðu því fyrst, en sam- þyktu það svo á endanum, þar sem þeir gátu ekki fundið hann. Nú er næstum alt féð goldið til baka.” “Hafið þér líka hjálpað til þess?” “Nei, þess þurfti ekki, enda fanst þeim að eg hefði gert nóg. En eg hefi að minsta kosti frelsað vinkonu mína frá sorg og smán, því að hefðu þeir náð honum, hefði hann áreiðanlega skotið sig.” “Þetta var þá ástæðan fyrir því að þið Malluc brostuð er þið horfðuð á Jeannat,” sagði eg, “þið hafið hugsað hve auðvelt væri að breyta útliti hans.” Martha játaði því. “Eg svæfði hann. Eg læddist þangað yfir um kvöld og komst inn um leynidyr. Það gekk ágætlega — hann er orðinn laglegasti maður. Eg hefi einnig oft heimsótt mann vinkonu minn- ar, og það er sjálfsagt við þau tækifæri, sem þessi stigamaður hefir séð mig.” Eg hristi höfuðið. “Það er ekki einungis að því leyti að þér hafði stofnað yður í mikla hættu. Og hún er ekki liðin hjá ennþá.” Hún huldi andlitið í höndunum. “Eg veit það, Dick. Eg er hrædd um að eg hafi fyrirgert mannorði mínu. Fyr eða síðar segir þessi Balton frá því, sem hann hefir séð.” “Hann getur ekkert sannað,” sagði eg; róm- ur minn var ekki mjög sannfærandi. “Fólk trúir ætíð hinu versta,” sagði hún í örvæntingu. “Já, því miður. Ef þorparinn sleppur reynir hann vafalaust að kúga fé út úr yður og Malluc, sem sjálfsagt mun borga, þótt eigi væri nema yðar vegna.” Eg hugsaði mig um augnablik og spurði svo: “Eruð þér ástfangnar í Malluc?” “Æ, Dick, eg — eg veit það ekki. Mér finst hann eins og yfirnáttúrleg vera, sem þurfi ekki að lúta almennum reglum. Afl hans er svo dá- samlegt, samfara ólympskum mætti og frelsi og lífi. Þegar hann um daginn dró mannvesaling- inn upp úr sjónum hefði eg getað faðmað hann. Eg hafði aldrei hugsað að slíkir menn væru til, og nú er eg ekki lengur eins viss um þetta. Það er eitthvað hræðilegt við hann, einhver yfir- mannleg lítilsvirðing fyrir því, sem okkur hefir verið kent að óttast og virða, og auk þess hefir hann hvorki með orðum né athöfnum, sýnt mér annað en nokkurskonar vingjarnlega þolin- mæði. Hann reyndi að telja mig frá að blanda mér í þetta.” “Eg hugsa líka að hann væri ekki hæfur maður handa yður, Martha,” sagði eg. “Hann er í raun og veru alveg sérstakur í sinni röð. Mér þætti gaman að vita hvert hann fer með þessa manns ófreskju. Eg get ekki unað við þá tilhugsun, að hann skuli sleppa laus, það er eins og sleppa villudýri lausu.” • “Verra en það,” sagði Martha, “það er þó altaf hægt að afsaka dýrið, en þá ekki.” Við sátum í dimmum skugga furutrés eins ekki langt frá baðhúsinu. Framundan okkur blasti víkin, sem lengra úti rann án nokkra tak- marka saman við sjóndeildarhringinn. Malluc hafði stefnt beint út og einar þrjátíu mílur voru yfir að ströndinni á móti, en að fara báðar leiðir þurfti þrjá tíma. En að einum tíma liðn- um gátum við heyrt niðinn í vélabát; það hlaut I að vera Malluc, sem var að koma til baka, beina leið að landi, eins og hann hafði stefnt út. — Skömmu síðar grilti í hvítt löðrið fyrir báts- stefninu og bar við bliksvart hafið. Bátinn bar brátt að landi, sneri, stansaði og lagðist við stjórann, og Malluc stökk í land, aleinn. Eg hugsa að hræðilegur grunur hafi grip- ið okkur bæði í senn. Við máttum ekkert mæla, gátum varla andað. Malluc stóð uffl stund og starði út á víkina. Skyndilega hrækti hann hastarlega í sjóinn, ekki eins og fólk hrækir venjulega, heldur eins og til að létta á brjóstinu einhverri andstygð, viðbjóðstilfinn- ingu fyrir einhverju sem væri grafið í sjónum. Svo sneri hann sér snögglega við og gekk með léttum skrefum heim að húsinu. Martha skalf. “Æ, Dick, — Dick!” hvíslaði hún og reikaði svolítið. Eg hafði aðeins tíma til að grípa hana, um leið og hún hneig í ómegin. 7. KAPÍTULI. Hvorugt okkar gerði minstu tilraun til að leyna því fyrir sjálfum okkur, hvað mundi hafa gerst þarna úti í náttmyrkrinu. Það var hreint engin önnur úrlausn þeirrar gátu, en að þessi sérgóði maður, hefði ráðið fram úr vand- anum á þann hátt, sem hans skoðun benti hon- um til, án þess að hirða um landslögin. Hann hafði auðvitað rutt úr vegi hinum hættulega glæpamanni, sem hafði hvort sem var verið búinn að fyrirgera lífi sínu. Jafnvel mér, sem hafði í fersku minni hina hryllilegu styrjöld, hrylti við þeirri athöfn Mal- lucs, enda þótt eg gæti fundið afsökun fyrir henni. Hvaða áhrif hlaut hún þá ekki að hafa haft á ungu stúlkuna, sem hafði lifað alla æfi í friði, samræmi og mannúð. Eg fann að eg gat ekkert gert, svo eg hélt henni í faðmi mér og reyndi að sefa grát henn- ar með því að klappa á herðarnar á henni og strjúka um hár hennar. Það var orðin hausa- víxl á hlutunum, því að röðin var nú komin að mér að sýna yfirburði mína og líta á hana eins og hrætt og sorgmætt barn. Á meðan eg gengdi þessu hlutverki eins vel og mér var unt, rann nýtt ljós upp fyrir mér. Eg hafði auðvitað hugsað að þessi örvænting- hennar stafaði af því, að hún áleit að ástæða Mallucs fyrir þessu hryðjuverki væri sú, að hann hefði viljað ryðja úr vegi sérhverri hættu, sem orðstýr hennar og mannorði væri búinn, en nú sá eg, að hér var önnur mikilvæg ástæða að verki. Hún syrgði yfir því, að sjá hina vakn- andi ást sína kramda til dauðs. Hrifning henn- ar hafði smám saman snúist upp í ástartilfinn- ingu, og sú tilfinning hefði hjá stúlku eins og Martha var, getað þróast og vaxið og orðið að heitum kærleika með tímanum, en breytni Mallucs hafði drepið alt þetta. Þetta skildist mér alt er eg heyrði hinar sáru stunur Mörthu er hún hvíldi í faðmi mín- um. Fyrst hélt eg að hún væri að gráta yfir Balton, og væri að hugsa um hina andlegu glöt- un hans; Hobarths voru presbyterar og börnin voru alin upp í ströngum trúarskoðunum, svo að það var ekki nema eðlilegt að Martha á slíkri stund leitaði til biblíunnar. Eg heyrði margar setningar um afdrif morðingjans, hefnd blóðs- ins, og að sá, sem með vopnum vegur, skuli fyrir vopnum falla. Eg skildi þá að það var Malluc en ekki Balton, sem þetta var heimfært upp á, og skelf- ing Mörthu yfir þessu síðasta ódæði hans, hefði flutt hann yfir á annað svið. Þær hlýju til- finningar, sem hún hafði kanske borið í brjósti til hans voru horfnar með öllu og fyrir fult og alt. Það var ómögulegt fyrir stúlku með henn- ar lífsskoðunum og uppeldi að elska mann, sem með köldu blóði framkvæmdi verk böðulsins, enda þótt hann hefði rétt til þess. Er hún fór að sefast reyndi eg að leiða henni með skynsamlegum fortölum fyrir sjónir hvað gerst hefði, og hvernig bæri að líta á það. “Þér megið ekki dæma hann alt of strang- lega,” sagði eg. “Hann gat í rauninni ekkert annað gert, og að vissu leyti er þetta samrýman- legt öðrum gerðum hans, sem sýnir að hann breytir eftir fyrirhuguðu ráði.” “Myrðir eftir fyrirhuguðu ráði?” “Böðull er réttara orð í þessu falli, þegar glæpamaður er dauðadæmdur.” “En — hann hafði engan rétt til þess.” “Nú jæja,” svaraði eg. “Hann hafði held- ur engan rétt til að forða fólki frá réttmætri refsingu. Malluc vissi að þessi þorpari var grimmur og miskunarlaus morðingi, sem drap menn til fjár. Balton fór ekki til hans og bað hann hreinskilnislega um hjálp; hann læddist um til að stela og ætlaði svo að hræða Malluc til að hjálpa sér.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.