Heimskringla


Heimskringla - 26.01.1944, Qupperneq 8

Heimskringla - 26.01.1944, Qupperneq 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JANÚAR 1944 FUNDARBOÐ til Vestur-Islenzkra hluthafa í h/f. Eimskipafélagi Islands Útnefningarfundur verður haldinn að 910 Palmerston Avenue, fimtudaginn 24. febrúar 1944, kl. 7.30 e. h. Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í vali að kjósa um á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í Reykjavík í júní mánuði næstkomandi, í stað hr. Ásmund- ar P. Jóhannssonar, sem þá verður búinn að útenda sitt tveggja ára kjörtímabil. —Winnipeg, 20. janúar 1944. Ásmundur P. Jóhannsson Árni G. Eggertson FJÆR OG NÆR MESSUR I ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Útvarpsguðsþjónusta Guðsþjónustunni frá Sam- bandskirkjunni í Winnipeg verður útvarpað n. k. sunnudags- kvöld, 30. janúar, kl. 7 yfir út- varpsstöð CKY. é— Útvarpað verður á íslenzku. Séra Philip M. Pétursson prédikar. Söng- flokkurinn verður undir stjórn söngstjóra safnaðarins, Mr. Pét- ur Magnús. Miss Lóa Davidson syngur einsöng, Mr. Gunnar Er- lendsson aðstoðar á orgelið. — Söngflokkurinn syngur Alfaðir þökk sé þér, eftir Sullivan, text- inn eftir Dr. Sig. Júl. Jóhanes- son, og Miss Lóa Davidson syng- ur Divine Redeemer. Sálmarnir sem sungnir verða, eru nr. 18, “1 gegnum lífsins æð- ar allar”, 334. “Sú trú sem fjöllin flytur”, 303. “Ó hversu sæll er hópur sá,” 643. “Virztu, guð, að vernda og styrkja.” Umræðuefni prestsins verður “Annarlegir guðir.” Þessar útvarpsguðsþjónustur, sem fara fram frá Sambands- kirkjunni eru undir umsjón hins Sameinaða kirkjufélags Islend- inga, og eru á kostnað þess. Vin- ir og velgerðamenn hafa stutt þessi fyrirtæki með samskotum sínum, og vonast er að menn út um bygðir leggi enn tillög sín í útvarpssjóð kirkjufélagsins. — Gjaldkeri kirkjufélagsins er Mr. Páll S. Pálsson. Öll bréf til hans mega sendast á skrifstofu Heimskringlu. Nýtt ár er byrjað og við komu þess flytjum vér við- skiftavinum vorum um alt Canada alúðarfylstu þakkir fyrir samvinnu þeirra við oss á árinu 1943. Óhjákvæmilegar breyting- ar hafa smátt og smátt orðið á póstpanta verðskrá vorri. Og eftir því sem stríðssókn- in hefir harðnað, eru ýmiss- ar algengar markaðsvörur nú ófáanlegar; hömlur eru lagðar á margar vöruteg- undir — auk þess sem vöru- flutningar hafa í vissum tilfellum óhjákvæmilega dregist á langinn. Skilningur yðar á áminst- um vandkvæðum, hefir gert oss miklu léttara fyrir um afgreiðslu til canadiskra bændabýla, en ella myndi verið hafa á yfirstandandi stríðstímum. /T.EATON Cí— EATON’S ÞJiitimnmnniiiiiniiiEiiiiiiiiiiiiiniiinHiiiiiniiimiiniinimiiiiiii^ ( ROSE THEATRE ( | ----Sargent at Arlington----- g 1 Jan. 27-28-29—Thur. Fri. Sat. | g John Payne — Aliee Faye 1 1 Jack Oakie | "HELLO FRISCO — HELLO'' 1 □ Richard Dix — Francis Gifford i | ________“TOMBSTONE"___________ | | Jan 31—Feb. 1-2 | Monday Tuesday Wednesday □ Glasbake to the Ladies i Cedric Hardwick--Henry Travis § “THE MOON IS DOWN" ALSO “HI BUDDYI'' C>imimmniiimiiiiiiummmmnmmiiiinummiiininuuuiiimr4j Messa í Riverton Messað verður í Sambands- kirkjunni í Riverton sunnudag- inn 30. jan. n. k. kl. 2 e. h. * ★ ★ Ársfundur Sambandssafnaðar í Winnipeg verður haldinn sunnudagana 6. og 13. febrúar næstkomandi, eftir guðsþjón- ustu. — Munið að sækja vel. B. E. Johnson, forseti Davíð Björnsson, ritari ★ ★ ★ Á síðasta Frónsfundi var skemtun hin bezta. Erindi séra Sig. Ólafssonar um Jónas Hall- grímsson var gott yfirlit um æfi hans og hugðnæmt, eins og höf- undur þess fór með það. Einnig var mikil skemtun að pianospili Miss Goodman, sem auðsæilega er á leið til að verða listrænn spilari. Ennfremur sýndi C. P. R. félagið hreyfimyndir, meðal annars af ferðum hafa á milli í Canada. Var margt af fegurstu stöðum landsins sýnt, atvinnu- vegir hvers fylkis að nokkru leyti, þinghús og annað merki- legt úr hverju fylki. Var það alt fróðlegt og fundurinn í heild sipni uppbyggilegur og skemti- legur. ★ ★ ★ Símskeyti frá fslandi Þann 20. þ. m. barst þeim Ás- mundi P. Johannssyni bygginga- meistara, og Árna G. Eggertsyni, K.C., sem báðir eiga sæti í stjórn- arnefnd Eimskipafélags íslands fyrir hönd vestur-íslenzkra hlut- hafa, árnaðaróska skeyti frá rík- isstjóra Islands, forstjóra félags- ins og samstarfsmönnum hans í framkvæmdarnefndinni; sím- skeytið var sent á þrítugasta starfsafmæli Eimskipafélagsins. Símskeytið var sent frá Bessa- stöðum. Þeir Mr. Jóhannsson og Mr. Eggertson, þökkuðu árnað- aróskirnar þegar í stað með svar- skeyti til ríkisstjóra og með- nefndarmanna sinna á íslandi. ★ ★ ★ Þann 11. janúar andaðist að heimili sínu á Lundar, Man., Mrs. Elín Þorsteinsdóttir, kona Jóns Eiríkssonar að Lundar, dug- andi merkiskona. Útför hennar fór fram þann 17. jan. að mörgu fólki viðstöddu. Mrs. Eiríksson mun verða getið nánar síðar. •— Séra Sigurður Ólafsson þjónaði við útförina. ★ ★ ★ Lennard W. Fraser, leiðtogi Progressive Conservatíva í Nova Scotia, sagði í ræðu s. 1. föstu- dag, að hann byggist við kosn- ingum í Canada í maí í síðasta lagi og að Mackenzie King mundi ekki ná í mikið yfir 50 þingsæti. Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: Mr. Bjarni Sveinson, Keewat- in, Ont. ______________/..$2.00 Mrs. María Simms, Árborg, Man._____________________$5.00 í hjartkærri minningu um sína ógleymanlegu systir, Solveigu Clöru Bennett. Meðtekði með samúð og þakk- læti. Emma von Renesse, Árborg, Man. ★ ★ ★ Síðast liðinn fimtudag lézt Mrs. Sæunn Jackson, að heimili sínu, 429 Agnes St., Winnipeg. Hún var 86 ára, ekkja eftir Guð- bjart Jackson, bróðurson Matt- híasar Jochumssonar. — Mrs. Jackson hafði verið 57 ár hér vestra. Lifa hana þrjár dætur: Mrs. Flora Stephenson, Lena og Mabel og einn sonur, Alfred. — Eiga þau öll heima í Winnipeg. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lút. kirkju s. 1. laugardag. ★ ★ ★ Spilasamkoma Kvenfél. “Eining” að Lundar, Man., efnir til spilasamkomu þriðjudagskveldið 8. febrúar n.k. í samkomusal Sambandskirkj- unnar. Byrjar kl. 8.30. Inn- gángur og kaffi 250. Fjórir góð- ir prísar gefnir. Vonast eftir að sjá marga það kveld — 8. feb. ★ ★ ★ Miðsvetrarmót Skandinava í Vancouver og grendinni verður haldið föstu- daginn 4. febrúar, að Hastings Auditorium, 828 E. Hastings St. Program byrjar kl. 8 e. h. Dans frá kl. 10 til kl. 1 að morgni. — Fjölbreytt skemtiskrá. Aðgang- ur 50 cent. ★ ★ ★ Fundarboð Ársfundur deildarinnar “Bár- an” verður haldinn í skólahús- * inu á Mountain, laugardaginn 5. febr. kl. 2 e. h. seini tíminn. Á þessum fundi verða skýrslur yfir starf deildarinnar á liðnu ári lesnar. Fulltrúar kosnir til að mæta á þjóðræknisþinginu, sem haldið verður í Winnipeg, dag- ana 21. — 23. febr. n. k. Ennfremur verða embættis- menn kosnir fyrir komandi ár, auk annara mála, sem upp kunna að koma. Veitingar á eftir fundi Fyrir hönd nefndarinnar, A. M. Ásgrímson ★ ★ ★ SPECIAL to Jan. 31st One-piece dresses made for $5. Laura Bonner Dressmaking School 495V^ Portage Ave. Ph. 34 313 ★ ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 50. ★ ★ ★ Messur í Nýja Islandi 30. jan. — Riverton, ensk messa kl. 3.30 e. h. 6. feb. — Árborg, ísl. messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason ★ ★ ★ fsl. guðsþjónusta í Vancouver kl. 7.30 að kvöldi sunnudags- ins 6. febr., í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson ★ ★ ★ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 30. jan. — Sunnu* * dagaskóli kl. 11 f. h. íslenzk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson Þakkarávarp Mr. og Mrs. Th. Thorfinnson frá Mountain, N. Dak., vilja hér- með votta sitt innilegt hjartans þakklæti öllum vinum og vanda- mönnum fjær og nær fyrir allar jólagjafir og vinakveðjur í bréf- um og spjöldum um hátíðarnar; ásamt allri annari alúð og hjálp- semi sem þeim hefir verið sýnd í undanförnum veikindum á heimili þeirra. Kringumstæður leyfa þeim nú ekki að skrifa hverjum og einum, og taka þau því tækifæri þetta til að óska öll- um þeim vinum og vandamönn- um sem hlut eiga að máli góðs og farsæls árs og bjartrar framtíðar ðg aftur dýpstu hjartans þökk. Mr. og Mrs. Thorlákur Thorfinnson og synir. —Wahpeton, N. Dak., 16. janúar 1944. ★ ★ ★ The Annual .Meeting of the Jón Sigurdsson Chapter I.O.D.E. will be held at the home of Mrs. G. F. Jónasson, 195 Ash St., at 8 p.m., Tues. February lst. ★ ★ ★ Fulltrúanefndar kosning, Ice- landic Good Templars of Winni- peg, fer fram á Heklu fundi þ. 7. febr. n. k. Eru þessi systkini í vali: Bjarnason, G. M. Beck, J. T. Eggertson, Ásbj. Eydal, S. Gíslason, H. Jialldórson, G. Isfeld, H. Jóhannsson, Mrs. G. Magnússon, Arny Magnússon, Vala Skaftfeld, H. ★ ★ ★ Handritið Lorna Doone ágæt saga, 700 til 800 blaðsíð- ur — sögu formi, til sölu. $100 út í hönd eða $10 á mánuði. Jóhannes Eiríksson FRÁ ÍSLANDI Jóhannes Gunnarsson biskup kominn til landsins Hólabiskup Jóhannes Gunn- arsson er kominn til landsins frá Ameríku. Tíðindamaður blaðs- ins hafði tal af biskupnum í gær- kveldi og spurði hann um ferð hans og vígslu vestra. — Eg fór til Ameríku mér til heilsubóta og lagði af stað héðan í júnímánuði s. 1. ár og komum við til New York í lok þess mán- aðar. í New York og nágrenni dvaldi eg nokkurn tíma, en fór í boði formanns “Maríureglunnar” þar til Canada, ferðuðumst við aðal- lega á vesturströndinni og kom- um við til allra helstu borga þar um slóðir. Frá Páfagarði barst fulltrúa páfa í Canada bréf og var í því spurt um mig, var þegar sent svar til baka og gefnar þær upp- lýsingar að eg væri þar staddur. Gengu nú nokkur bréfaskifti milli fulltrúa og Páfagarðs og lét eg svo um mælt í bréfum til Páfa að eg teldi mig ekki nógu heilsu- góðann til að taka vígslu strax og varð eg nú að bíða nokkurn tíma þangað til svar kom. Að síðustu var svo ákveðið að eg skyldi vígjast er eg væri orðinn það góður að heilsu að eg treysti mér til þess. Þann 7. júlí fór svo athöfnin fram í St. Patrick’s í Washington og var það Cicognani erkibiskup er framkvæmdi vígsluna og með- vígendur þeir Namara biskup, Washington og Ireton, Rich- Householders Attention Certain brands of ooal have been in short supply for some time and it may not be always possible to give you the kind you prefer, but we expect to be able to continue to supply you with fuel that will keep your home a plaoe of comfort. Due to the difficult situation in both fuel and labor, we ask you to anticipate your require- ments as muoh in advance as possible. This will enable us to serve you better. MC^URDYQUPPLY^O.Ltd. ^^BUILDERS' SUPPLIES ^^and COAL Phone 23 811—23 812 1034 Arlington St. BEAUTY BARGAIN SPECIALS 10.30 to 4.00—Daily except Sat. 9.00 to 12.00—Saturdays Finger Wave 15c—Facial 25c Shampoo lOc PERMANENTS — Smart, Latest Styled, including QCc Shampoo & Wave Set ... No Appointment Necessary Nu-Fashion Beauty School 3251/2 Portage Ave. Op. Eaton's Winnipeg mond, Va. Athöfnin stóð frá kl. 10—12. — Margir Islending- ar voru viðstaddir athöfnina, Thor Thors, sendiherra; ræðis- menn Islendinga í New York og Baltimore og fleiri. Kl. 12 var morgunverður snæddur, undir borðum hélt Thor Thors ræðu er var öll hin merkasta. Um kvöldið veitti Thor Thors gestum móttöku. Fór eg nú að hugsa til heim- ferðar, og ætlaði eg að vera kom- inn fyrir nokkru, en það drógsb vegna þess hversu seint gekk að fá fararleyfi út úr landinu. Jóhannes Gunnarsson er eini islenzku biskupinn af kaþólskri trú síðan Jón Arason leið. —Mbl. 12. nóv. ★ ★ ★ Dýr útgerð Árni frá Múla er “lipur penni” skrifar oft læsilega og skemti- lega, og stundum ratast honum satt af munni. í 1. tbl. hins nýja blaðs kemst hann m. a. svo að orði um andvaraleysið í íslenzku þjóðlífi: “Ekki veit eg hvað það kostar, stássmey eða tízkufrú, að “tolla 1 tízkunni” hér í höfuðstaðnum. En eg hefi heyrt nefndar ótrú- legar upphæðir og séð þær sund- urliðaðar. Það tekur í, þegar einn pels kostar 6000 krónur eða kanske meira. Kona, sem geng- ur í slíkri flík yzt fata, fer ekki í kjólræksni innanundir. Ætli hún þætti ekki halda vel á, ef hún kæmist af með 4 kjóla árlega á »■— ------------------—------» i MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: ó hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: Yngri deild — hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Eldri deild — annað hvert mánudagskveld kl. 8.15. Skátaflokkurinn: Hvert fimtu- dagskveld. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. ----------------------------—- 300 krónur hvern, eða samtals 1200 krónur? Hvað kostar fegr- un og snyrting á hárgreiðslustof- um? Hvað eyðist auk þess í púð- ur, krem, lakk og ilmvötn? Hvað kosta undirföt og náttkjólar — skófatnaður, — götuskór og “sel- skabs”-skór, skíðaútbúnaður, loð skinn, armbönd og úr, hálsfestar og eyrnahringir, handtöskur og veski, konfekt og tyggigúmí, bil- ferðir, bíó og aðrar skemtanir, sígarettur og vín? Hvað kostar alt þetta? Eg qptla ekki að nefna tölur. En hvort sem menn vilja heyra það eða ekki, þá get eg fært sönn- um á, að “útgerð” einnar tízku- konu, giftrar eða ógiftrar, kost- aði s. 1. ár álíka mikið og nýr 20 smálesta vélbátur fyrir stríð, eða vildisjörð í sveit. Og þessi dæmi gerast í stríðum straumum, með- an hörmungar ófriðarins þjaka svo ýmsar þjóðir í nágrenninu, að fólk deyr unnvörpum, af því það vantar föt og mat.” —Eftir blaðinu Degi. Á Formósa-eyju fellur mælir- inn sjaldan niður fyrir 96 stig. Ársþing Þjóðræknisfélagsins Tuttugasta og fimta ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi verður haldið dagana 21., 22. og 23. febrúar n. k. og hefst með venjulegum hætti á mánudaginn þann 21., kl. 9.30 f. h. í aðalsal Goodtemplara hússins á Sargent Avenue. Samkvæmt 21. grein laga félagsins er deildum utan Winnipeg-borgar heimilt að senda fulltrúa á þingið, sem hver um sig geta farið með alt að tuttugu atkvæði fjar- verandi félagsmanna, hver. Umboð erindreka skal vera skriflegt og undirritað af forseta og skrifara hlutaðeigandi deilda. Fyrir hönd stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. J. J. BILDFELL, ritari LEIKUR LIFSINS verður ykkur auðveldari ef þið eruð vel undirbúin. v Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. THE VIKING PRESS LIMITED Banning og Sargent WINNIPEG :: :: MANITOBA

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.