Heimskringla


Heimskringla - 02.02.1944, Qupperneq 2

Heimskringla - 02.02.1944, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. FEBRÚAR 1944 VILHJÁLMUR STEFÁNS- SON OG ULTIMA THULE Eftir Jón Dúason Vilhjálmur Stefánsson er ein- hver frægasti landkönnuður vorra daga. Þrjár ferðir fór hann norður á ísana norður af Ameríku og ferðaðist um þá samanlagt nálægt þriðjung úr. svokallaðri mannsæfi. Vilhjálmur tók upp nýja far-| arháttu um heimskautalönd, þá,! að ferðast á eða með hundasleð-1 um með létt æki og fæðast og klæðast af því, sem hægt var að afla á ísnum og landinu. Ferðalög sín leysti Vilhjálmur af hendi á þenna hátt með þvílíkum ágæt- j um, að honum reyndist það leik- j ur, er öllum hafði áður reynst harðasta erfiði, kvöl og þraut, blandin manntjóni, vonbrigðum j og barlómi. En enginn mun enn hafa orðið til þess að leika þetta j eftir Vilhjálmi. Heiglum mundi ekki hent að feta í fótspor Vil- hjálms, en svo komu líka flugvél- arnar, og þær voru hægasta far- artækið. Vilhjálmur er ekki aðeins landkönnuður, heldur og land- finnandi, því í síðustu ferðinni fann hann 3 ný lönd norður af Ameríku. Landfinnendur eru nú Orðnir fámenn stétt á meðal vor! Ferðir Vilhjálms hafa stórum aukið vísindalega og hagnýta þekkingu á norðurlöndum Ame- ríku. Merkasti vísinda-árangur- inn var þó það, að á 2. ferðinni rakst Vilhjálmur á stórvaxna, hvíta menn á norðurströnd Ame- ríku, er mæltu á tungu Skræl-. ingja og klæddust, störfuðu og höguðu sér í öllu sem Eskimóar. Taldi Valhjálmur, að fólk þetta mundi vera afkomendur íslend- inga á Grænlandi og sýndi fram á, að ekkert væri því til fyrir-j stöðu, að svo gæti verið. Kom þetta af stað mjög hörðum árás- j um á Vilhjálm, og eg held, að svo að kalla enginn hafi viljað fall-j ast á skoðanir hans á þessu. Var ekki laust við, að þessi réttsýni | drægi heldur úr áliti Vilhjálms^ eins og drengileg sjómenska; Bjarna Herjólfssonar úr heiðri; hans forðum. Voru sumir (t. d. j Danir) að vona, að Vilhjálmurj mundi draga eitthvað úr eða falla alveg frá þessum skoðunum sínum, er hann fyndi, hversu köldu andaði “að handan”. En þeir höfðu vissulega farið viltir vegar, er bjuggust við, að Vil- hjálmur Stefánsson lagaði álits- gerðir sína eftir því, hvað aðrir vildu heyra. Ekki varð Vil- hjálmi þokað um eitt fótmál, og ekki er eg sannfærðari um nokk- urn hlut en þann, að álit Vil- hjálms á þessu er rétt. Stórkostlega athygli vöktu um allan heim kenningar Vilhjálms' um kosti og auðæfi hinna norð- lægu landa. Þóttu þetta tákn og stórmerki og var varla hik- laust trúað af öllum. En nú mun enginn mæla því í gegn. Rússar hafa hagnýtt sér þessar kenning- ar Vilhjálms með mjög góðum árangri, og hið mikla álit, sem Vilhjálmur er í með Rússum, bendir ekki á, að þá hafi kalið af ráðum hans. Vilhjálmur benti á það fyrstur manna, að höfuðflugleiðir milli stærstu staða á norðurhveli jarð-> ar mundu í framtíðinni liggja um norðurheimskautið eða ná- grenni þess, og að erfiðleikar við að fljúga þessar leiðir væru hvorki miklir né óyfirstíganleg- ir. Flestir munu nú orðnir sam- mála iionum um þetta. Vilhjálmur Stefánsson hefir verið öflugur málsvari hinna norðlægu landa og þeirra manna, er þau byggja. Hefir hann geng- ið svo langt í því, að fyrir það eitt mundi nafn hans vera uppi og í miklum heiðri haft, meðan lönd þessi verða bygð. Vilhjálmur velur sér oftast það hæga og góða hlutskifti að koma fram sem heimsborgari, en oftast annars sem Bandaríkja- maður. Hann er Bandaríkja- þegn, og skyldurækni hans og fórnfýsi fyrir Bandaríkin virð- ist takmarkalaus. Sem rithöfundur ber Vil- hjálmur Stefánsson ægishjálm yfir alla aðra norðurfara, enda er hann skáld gott, en ekki mun það títt um slíka menn, síðan ís- lendingar hættu norðurferðum. Hugkvæmni Vilhjálms er ó- þrjótandi og stíll hans hinn glæsilegasti. Er Fjölnismenn eru nefndir, blaktir hvít-blái fáninn fyrir hugskotssjónum vorum, og hrifni vor og þakklætiskend til þessara framherja blossar upp. Vilhjálmur Stefánsson er syst- ursonur eins þeirra Fjölnis- manna, séra Gísla Jóhannesson- ar. Þau heiðurskonan Hólm- fríður Gísladóttir og Vilhjálmur eru systkinabörn. Svo nærri er Fjölnir oss. — Séra Gísli var og meðútgefandi Nýrra félagsrita. II. Hið merkilegasta við bækur Vilhjálms Stefánssonar er mynd sú, sem þær gefa oss af höfund- inum. Hann kann ekkert að hræðast. Hann óttast ekki háska ísanna, illviðranna né bjargar- skortinn. Hann óttast ekki að segja afdráttarlaust satt og ganga hlífðarlaust í herhögg við rótgrónar erfikenningar og það jafnvel þótt svæsnustu árásir og fordæming vofðu yfir. En sann- leikurinn hefir reynst Vilhjálmi sigursæll. Altaf erum vér við lesturinn að rekast á hreinskilni Vilhjálms og viljaleysi hans til að bera blak af sér. Minnisstæð mun flestum BREZKIR VEGABÓTAMENN BÆTA BRAUTINA TIL RÓMABORGAR Tveir verkfræðingar tilheyrandi fimtu herdeildinni eru sýndir hér við vegabætur. Við veginn stendur auglýsinga- spjald sem vísar veg til Róm. vera saga hans um síðustu stund-1 irnar á Karluk. Karluk stefnir austur með Alaska í blíðu veðri' og auðum sjó. Skipstjórinn, * reyndur selveiðagarpur frá Ný-: fundnalandi, hafði alla leiðina rækt starf sitt með svo miklum dugnaði og sjálfstæði, að Vil- j hjálmur hafði varla komið nærri stjórn skipsins og næstum verið j fyrirmunað það af þessum sjálf-j stæða og góða skipstjóra. Þess- um skipstjóra, er uppfæddur var á ísaströnd og- hlaut að hafa buslað í ís frá ungum aldri, hlaut að vera í blóðið borin meðvitund um, hvaða þýðingu það hefði, að skip þræddi strendur í íshafi, þar sem búast mætti Við ís. En af Vilhjálmi, er fæddur var upp mitt inni á meginlandi Ameríku og aldrei hafði tekið á stýrisveli, var einskis hægt að vænta í þessum efnum. Nú hvíslar freist- arinn því að skipstjóranum að sigla beint á Banksland. Skip- stjórinn veit, að Vilhjálmur get- ur ekki verið nægilega skynbær á þetta. Hann hlýtur því að hafa verið búinn að ráða það við sig að sigla beint, er hann kom til Vilhjálms, aldrei þessu vant, til að fá samþykki hans um það. Af svip, látbragði og rómi skip- stjórans hlaut Vilhjálmur að sjá, hverra svara hann vænti sér, en Vilhjálmi ekki fundist, að hann gæti tekið ráð af honum, og gaf því samþykki sitt. Manni virð- ist sem skipstjórinn hafi aðeins viljað tryggja sér, að ábyrgðin á þessu félli á Vilhjálm, ef illa færi. En Vilhjálmur á ekkert ásökunarorð til skip^tjórans, tek- ur alla ábyrgðina á sig. — Áður en varir er Hvítur kominn alt í kringum Karluk, vakirnar fyll- ast, og brátt er ein hella eins langt og auga eygir frá skipinu í allar áttir. Fatalaus, matar- laus og peningalaus bregður Vil- hjálmur sér í land við 3. mann til að sækja aksturshunda. Um kvöldið tjalda þeir á ísnum. En er þeir líta ^ til veðurs næsta morgun, sjá þeir, að los er komið á ísinn, og að Karluk siglir með fullri ferð í vestur og skilur for- ingja leiðangursins eftir. Frá Vilhjálmi heyrist ekkert ásökun- arorð! Þannig útbúinn hóf Vil- hjálmur 3. norðurför sína. Rob- inson Crusoe og allur annar slík- ur skáldskapur eru í rauninni smámunir einir hjá því, sem gerðist í þessari norðurför. Takmarkalaus ósérhlífni, skyldurækni, þrautseigja og sjálfsagi mæta oss við lesturinn á svo að segja annari hverri síðu. Fyrsta norðurferðin hans hefst með átakanlegu dæmi af því tæi. Sem glæsilegur ungur háskóla- maður kemur Vilhjálmur að haustlagi norður að ósum Mac- kenzie-fljóts. —* Leiðangurinn, sem hann á að taka þátt í, kemur ekki. Vilhjálmur notar tæki- færið til að búa sig undir hið kaldranalega starf sitt sem norð- urfari: Hann kemur sér fyrir til veturvistar meðal Eskimóa, þar sem morgunkaffið var hrár, fros - inn fiskur og annað eftir þvi, leggur sig í þá raun að læra hina torlærðu tungu Eskimóa og all- ar þeirra listir, veiðiaðferðir, húsagerð, ferðamensku og sitt- hvað annað. Þetta mun hafa verið harður skóli, og ekki þekki eg þess dæmi, að NorðurálfU- maður hafi áður óneyddur lagt sig í slíkt. En frá Vilhjalmi hafa ekki heyrst nokkur orð um erfiðleika! Um vorið var hann hinn langfærasti norðurfari, er nokkru sinni hafði stigið fæti á ís. Allir viðurkenna skarpskygni, rannsóknargáfu og glögga dóm- greind þessa landa vors. *Vber- andi er drenglyndi hans og vilji til að rétta hlut þeirra, er verða fyrir röngu aðkasti eða röngurn dómum. Það er áberandi, hversu ant honum er um að láta alt og alla njóta sannmælis og útiloka hleypidóma. Ekki gerir hann gys að Eskimóum eins og fyrir- rennarar hans, heldur greinir rétt og slétt frá hinum ágætu mannkostum þeirra og fmnur rétt mat á menningu þeirra. Mannkostir Vilhjálms hafa ekki síður aflað honum virðing- ar og frægðar en verk hans. Oft hef eg heyrt talað um “the sterl- ing value of Stefánsson”, hann væri gull af manni. var líklega þilskip með rásegli, þremur áraröðum og ca. 400— 500 smálesta burðarmagni, á- gætt sjóskip og vegna áranna ó- háð vindi. Á svona skipi sigldi Pyþeas út um Njörvastund og norður til Bretlandseyja. Lýsir að i hann íbúnunum þar, atvinnu- I rekstri þeirra og lifnaðarháttum , j fyrir ca. 2200 árum síðan. Er: III. ! það skrítið að geta lesið slíka j Trúað gæti eg því að mestu ^s^nSu nu- * , frægð sína eigi Vilhjálmur eftir Til þess að Pyþeas hafi siglt | að hljóta og það fyrir fræðistörf.' frá Skotlandi til íslands, er næst- Svo virðist sem Vilhjálmur hafi um óhjákvæmilegt að ætla, að' snúið baki við norðurferðum. [ hann hafi fengið spurnir af því Kunnugt er, að hann hefir um Bretlandi. Hverjar líkur eru nokkur ár haft með höndum stór-' íyrir því? Til þess að svara brotin rannsónarstörf. líin síð- þessu tekur Vilhjálmur til at- ari árin hefir hann gefið út áll-|hugunar skipakost og siglingar margar fræðibækur, svo sem: steinaldarmanna í Vestur-Ev- útgáfu á “Ferðum Frobishers”, I rópu um tugi þúsunda ára fyrir “Island”, “Óleystar ráðgátur j norðurför Þyþeasar. Lífsaf- norðursins”, “Grænland” og“Ul- j koma steinaldarmanna var AFRÁÐIÐ STRAX AÐ SA MIKLU Takið yður í vakt að panta út- sœðið snemma meðan nóg er til. Garðræktuð Huckleber Hinn gagnlegasti, íegursti og vinsœl- asti garðávöxtur sem til er. Þessi fögru ber spretta upp af fræi á fyrsta ári. Óvið- jafnanleg í pæ og sýltu. Ávaxtasöm, berin stærri en vanaleg Huckleber eða Bláber. Soðin með eplum, límón- um eða súrualdini gera fínasta ald- inahlaup. Spretta í öllum jarðvegi. Þessi garðávöxtur mun gleðja yður. Pakkinn 10ó, 3 pakkar 25ý, Únza $1.25, póstgjald 30. FRÍ—Hin stóra 1944 útsœðis og rœktunarbók. Betri en nokkru sinni fyr. Skrifið í dag. DOMINION SEED HOUSE GEORGETOWN, ONTARIO time Thule”. Þessa síðustu bók hefir Ársæll Árnason nú þýtt og gefið út á íslenzku*) þannig, að hann hefir felt úr kaflann: “Höfðu Pyþeas og Kólumbus rétt fyrir sér um veðurfar í kulda- beltinu?” og tekið í staðinn úr “Óleystum ráðgátum norðurs- ins” kaflan, “Hvernig eyddist bygð íslendinga á Grænlandi?” Á Ársæll miklar þakkir skilið fyrir útgáfu þessarar bókar. Ferðabækúr Vilhjálms gáfu mikinn fróðleik um norður- strendur. Ameríku, er hinir fyrri íslendingar námu og oss er því skylt að vita deili á. Ultima Thule fjallar um merkilegustu atriðin í sögu vors eigin lands, áéð frá sjónarmiði umheimsins. Fyrsti kapítulinn þeitir “Py- þeas og Ultima Thule”. Þar er rökrætt, hvort Pyþeas hafi kom- ið til íslands ca. 330 árum fyrir Krists burð. Heldur Vilhjálmur Pyþeasi mjög á lofti sem miklum landkönnuði, sjógarpi og vís- indamanni og jafnar honum við Kólumbus. Mun hann réttdæm- ur á það, sem oftar. Fyrst gerir Vilhjálmur grein fyrir hinum heimspekilegu land- fræðikenningum Grikkja og ó- samræmi þeirra við raunveru- leikann. Þá segir af Massilíu (Marseilles) sem púnverskri og síðar grískri nýlendu, af veldi hennar, menningu, verzlunar- samböndum hennar langt norð- ur í Norðurálfu ca. 300 f. Kr. og af hömlum þeim, sem Kartagó- borgarmenn lögðu á siglingar um j Njörvasund. Svo segir af Py- þeasi. Hann var mjög mikils- virtur borgari í Massilíu ca. 300 f. Kr., stórlærður maður í landa- fræði, stjörnufræði og stærð- fræði og svo mikill hagleiksmað- ur, að hann smíðaði sjálfur hin hnattfræðilegu mælingatæki sín. Haldið er, að hann hafi fyrstur manna mælt nákvæmt fjarlægð staða frá jafndægrabaug. Harm mældi nákvæmlega breiddarstig miklu háðari afla úr vötnum og sjó en var á síðari járnöld, er betri tæki fengust til ruðnings og ræktunar. Steinaldarmenn hafa líklega verið sjómenn góðir og farkostir þeirra líklega hreint ekki afleitir, sumir þeirra að minsta kosti að því leyti, að þeir hafa flotið vel. Því Vilhjálmur bendir réttilega á, að nálega öil eylönd og eyjar heimsins, sem byggileg eru mönnum, hafa fundist og bygst á steinöld. Lönd þessi og eyjar munu venjulega hafa fundist þannig, að farkosti hafi hrakið þangað. En til þess urðu þeir að geta flotið lengi ofan sjávar. Steinaldarmenn munu jafnan hafa haft öngla og önnur veiðarfæri á farkostum sínum og getað veitt til matar sér. Stundum munu lönd þó hafa fundist þannig, að þau hefir hilt upp. Vilhjálmur heldur því íram, að á steinöld hafi skifst á framfara- og hnignunartímabil. Hví skyldi það ekki hafa verið svo! Ekki hefði t. d. þurft meira til en að einhver af skæð- ustu pestum þétthýsissvæða í Asíu hefði breiðst út yfir Ev- rópu, strádrepið fólkið, gerst landlæg um stund og hindrað fólksf jölgun um skeið, svo hnign- unartímabil væri komið yfir. — Umíak Eskimóa er, að því er eg fæ skynjað, íslenzki byrðingur- inn og ágætt sjóskip, meðan skinnið heldur. En skinnbátur Ira virðist, eftir mynduha að dæma, vera mjög ótrygt sjóskip. Ekki trúi eg heldur á sjóferð Molduns, Navigatio Brandani eða annan þvílíkan írskan skáld- j skap. Skinnbátar munu og hald- litlir til langrar útivistar á hafi, því þótt nokkur vörn gegn rotn- un sé í seltu sjávarins, hljóta skinnin að rotna fyrir áhrifurn vætu, regns, lofts og hita, ogl skinnin hljóta að þvælast ogl slitna sundur fyrir átökum sjáv-j arins. Og þar sem ekkert flot- magn er í bátnum sjálfum, mun I Massilíu, og hann fann nákvæm- j h°num og auðhvolft eða auð- lega réttan stað norðurheim- {sokt af innföllnum sjó. Út- skautsins á himni. Pyþeas varð holaðir og vel umbundnir eikar- og frægur fyrir að hafa farið bolir eru miklu álitlegri farkost- rannsóknarför á skipi lengst ir fil fijóta vel og lengi. Og norður í Atlantshaf og ritaði um Þeir munu vera langtum eldri það eina bók að minsta kosti. — uppfinning en húðkeipar. Lík- Hún er löngu glötuð, og brot úr le§a bafa flestöll lönd og eyjarj henni höfum vér aðeins frá 2., 3. j verið fundin, áður en farið var eða 4. hönd og stundum svo, að ,3® gera húðkeipa. Ekkert virð-, sannsögli Pyþeasar er tætt í isi mór sennilegra en það, að sundur. Svo virðist sem Py-' Island hafi, út frá þessum fors- þeasi hafi verið trúað, er hann endum skoðað, hlotið að vera kom heim úr þessari för, en síð-jfundið mörgum hundruðum, ef ari menn hafi ráðist á sannsögli ekki þúsundum — ára fyrir daga bókar hans, af því að hún var í Pyþeasar. Hið helzta, er mælir ósamræmi við grísku heimspek- þessari ályktun í gegn, er fjar- ina. Pyþeas var svo, er frá leið, stimplaður sem erkilygari og hefir orðið að liggja undir því ámæli fram til síðustu tíma, að vísindaleg rannsókn hefir leitt hið sanna í ljós og veitt honum verðskuldaða uppreisn sem stór- menni. För Pyþeasar var líklega kost- uð af Massilíuborg. Skip hans *) Vilhjálmur Stefánsson: Ultima Thule. Torráðnar gátur úr norðurvegi, með myndum og kortum. Rvk. 1942. lægð þess frá öðrum bygðum löndum, og að það liggur á móti ríkjandi vindátt og straumi. En eftir að menn fóru að fara til Færeyja, hlaut Island fljótt að finnast. Að það bygðist ekki, stafaði aðeins af því, að það hefir þá verið talið óbyggilegt. Vilhjálmur hallast eindregið að þeirri skoðun, að Pyþeas hafi fengið upplýíingar um ísland á Bretlandi og siglt til Islands og frá Islandi norðvestur að ísrönd- inni. Því verður ekki móti mælt, að lýsingin á Thule Pyþeasar, hnattstaða þess og afstaða þess til íssins hæfir engu öðru landi en íslandi, en kemur vel heim við það. Ef vér vissum, hversu mikil vegarlengd ein grísk dæg- urssigling var, mundum vér hafa enn eina upplýsingu um, hvar Thule Pyþeasar var. Hefði gríska dægurssiglingin á svona hafskip- um verið jöfn íslenzkum dæg- urssiglingum, þá var vegalengd- in frá Skotlandi til Islands 6 dægurssiglingar, eins og Pyþeas segir vera frá Bretlandi til ^Thule. Og frá Rifstanga er trú- legt, að seint í júní eða í byrjun júlí hafa verið ein íslenzk dæg- urssigling norðvestur að ísrönd- J inni, en Þyþeas telur það gríska dægurssiglingu. Ekki mun i f jarri því, að fjarlægð Eystra- j Horns frá norðvesturtöngum | Skotlands sé sexföld þessi síð- ^ asta vegarlengd, en fjarlægð iss- ins er þó allmjög mismunandi ! frá ári til árs. Vilhjálmur rekur svo skrif um ferðir til íslands eftir daga Py- þeasar og virðist ekki trúa neinu ! af því, nema sögu Dicuils munks. Ekki minnist eg heldur, að neinn hafi rerigt hana. En nú vil eg gera það. Það getur ekki verið satt, að Munkar hafi lagt upp í ferðalag'til íslands í febrúar á tvíþóftuðum báti, jafnvel ekki í skáldlegum írskum húðkeip, því í lok 13. aldar telur höfundur Konungsskuggsjár norrænum sægörpum ófært að vera í ferð- um á höfum úti frá byrjun októ- ber og fram í apríl. Og jafnvel þótt menn séu írskir garpar, þá velja menn sér ekki allraversta og veðurharðasta mánuð ársins til íslandsferðar, ef ferðina á að fara á sjónum, en ekki á pappírn- um, og það þótt þeir hafi tveggja manna skel, til að fljóta á. Það er og ósatt, að munkar þessir hafi siglt dagssiglingu (eða róið) norður að hafísröndinni, því hún hlýtur að hafa verið miklu fjær en eins dags ferð á slíkum báti. — Skáldsaga þessi sýnir þar á móti þekkingu á íslandi, og hún sýnir aftur , að farið hefir verið á milli. Irskar heimildir kunna ekki að segja af írskri bygð á íslandi. Islenzkar heimildir geta hér að- eins írskra einsetumanna (rnein- lætingamanna), er forfeður vorir nefndu Papa. Þessir írsku mein- lætingamenn geta ekki hafa byrjað að leita hingað, fyr en eft- ír að Irland var orðið vel kristið, en hingað virðast þeir komnir fyrir 825. Þess er hvergi getið, og þess er ekki að vænta, að slíkir meinlætingamenn hafi gert hér kirkjur né sjálfum sér vegleg hús. Ókunnugt er mér um það, að hér finnist fornminj- ar eftir Papa. I Papey er getið um Papatóftir, en auðvitað er slíkt nafn ekki sönnun þess, að þar hafi Papar búið. Að hér hafi búið írskar fjölskyldur er aló- kunnugt, og að Irar hafi notað Island líkt og Grænlendingar Norðursetu, er fullkominn ó- möguleiki og hrein fjarstæða. En þótt íradekrið sé jafnvel enn viðbjóðslegra en Norð- mannadekrið, er þjóð vorri ekki sú vanræksla samboðin að rann- saka ekki til fulls þær minjar, sem hér kynnu að vera eftir menn frá eldri tíð en 850 og gera

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.