Heimskringla - 02.02.1944, Qupperneq 3
WINNIPEG, 2. FEBRÚAR 1944
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
þeim málum full skil, en fyrst og
fremst þó að grafa út á þeim
stöðum, þar sem örnefni eru
kend við Papa. Hafi menn búið
hér um marga áratugi frá 850.
jafnvel þótt það hafi meinlæt-
ingamenn verið, og hafi Pyþeas
komið hér ca. 330 f. Kr. og landið
verið fundið og kunnugt fyrir
þann tíma, ef til vill hundruðum
og ef til vill þúsundum ara áður,
sjá allir eða ættu að geta séð,
hvaða meining er í þvi að höggv-
ast í mál og láta sögu íslands
byrja um 850 með landtöku Nátt-
íara þræls og ambáttannnar í
Náttfaravík. Að þessu leyti er
þessi bók Vilhjálms þörf hug-
vekja til sagnfræðings og forn-
fræðinga á landi hér.
í síðari hluta kaflans um Py-
þeas er safnað saman mörgum
fornum textum um norðurför
Pyþeasar, svo og útdráttum úr
skoðunum helztu fræðimanna
um það mál síðar, og rökræðir
Vilhjálmur þetta efni. Lesand-
anum er svo ætlað að fella dóm.
Mun það varla ofmælt, að sér-
hverjum Islendingi sé það skyld-
ur fróðleikur að lesa þessa rit-
gerð um norðurför Pyþeasar.
Næsti kafli bókarinnar er urn
það, hvort Kólumbus hafi komið
til Islands. Það er mál, sem
margur Islendingur lætur sig
varða, því áhugi Kólumbusar á
að sigla til Ameríku hefst strajt
upp úr Islandsferðinni, en er ó-
kunnur fyrir þann tíma, og koma
Kólumbusar til íslands í land-
fræðilegum erindum er næstum
sarha og, að hann hafi fengið hér
tilvísun um Vesturheim. Vil-
hjálmur leggur fram frumheim-
ildirnar um þetta og skoðanir
helztu höfunda og rökræðir þær
síðan. Vilhjálmur virðist ekki
vera í nokkrum efa um það, að
Kólumbus hafi komið til íslands.
Þriðji kaflinn heitir: “Hvern-
ig eyddist bygð íslendinga á
Grænlandi? Við grein þessa
munu menn þykjast hafa ýmis-
legt að athuga. Hér á landi
munu menn ekki kannast við
það, að aðrir Norðurlandabúar
en íslendingar hafi fundið Vest-
urheim eða komið til Ameríku
fyrir 1500, og hví þá ekki að
nefna þá réttu nafni? Eigi er
Island fyrsta þjóðveldi í Evrópu,
norðan Mundíufjalla, þar sem
þjóðveldi var hið elzta stjórnar-
fyrirkomulag með goðþjóð, og
Grænland var ekki sérstakt lýð-
veldi, heldur íslenzk nýlenda, ó-
fullvalda alþingisþjóðfélag, —
tegnt við ísland með alveg sama
hætti og nýlendur voru við höf-
uðlönd meðal norrænna þjóða.
Er gagnslaust að deila á skýr orð
Grágásar og lögbókanna um
þetta mál. Á Grænlandi hefir
aldrei verið stofnað löggjafar-
þing, og slíkt þing hefir aldrei
verið þar til. Laut Grænland
löggjafarvaldi alþingis á Þing-
völlum.
1 mínum augum gengur það
öfgum næst að rökræða um það,
hvernig bygð íslendinga á Græn-
landi hafi eyðst, þar sem hún
stendur enn, og Islendingar þar
hafa hvorki orðið fyrir árásum
né bjargarskorti. En það er í
samræmi við ríkjandi kennisetn-
ingar að ræða um þessa ímynd-
uðu glötun. Og sízt er Vil-
hjálmur Stefánsson andstæðing-
ur þjóðar vorrar í þessu máli,
heldur öflugur málsvari, og í því
máli, sem jafnan annars, reiðu-
búinn að leggja réttum málstað
lið og ganga í berhögg við heil-
agar erfðakenningar. Skoðun
Vilhjálms í þessu máli er sú, að
Islendingar á Grænlandi hafi
ekki dáið út, heldur blandast
Eskimóum. Annars munu næst-
um allir fræðimenn, nema Dan-
ir, vera komnir á þessa skoðun.
En hvaða rök og staðreyndir sem
fram kunna að vera færðar,
munu Danir aldrei samsinna, að
nokkur Islendingur sé lífs fyrir
vestan Grænlandshaf.
—Eimreiðin.
borgið heimskringlu—
því gleymd er goldin sknld
SIGURLÍN BARDAL
STEPHANSON
1883 — 1942
Hver býr sig til fundar við lær-
dóm og list
í landi sem heimtar öll búverkin
fyrst.
En bros hennar læt eg því lýsa
að það átti í sál hennar ættgengi
alt
sem ört var og djarfmannlegt,
frjálslegt og snjalt,
skarpt gagnyrði vel-kveðin vísa.
—St. G. St.
Þann 25. okt. 1942, andaðist á
sjúkrahúsinu í Innisfail, Alta,.
konan Sigurlína Bardal Stephán-
son eftir langvarandi heilsubil-
un.
Sigurlína var fædd í Pembina
Co., Norður Dakota, 8. maí 1883.
Foreldrar hennar voru hjónin
Benidict Jónsson Bardal og
Sesselja Pálsdóttir. Þau voru
ein af fyrstu landnemum þessar-
ar bygðar, og var það víst hið
fjórða landnám þeirra í þessu
landi. Þau munu hafa komið frá
íslandi 1873. Settust fyrst að í
Parry Sound, Ont., þaðan fluttu
þau til Nýja Islands, og síðan til
Norður Dakota, og síðast til Al-
berta. Þau námu land skamt
austur frá Tindastól P. O. Mun
það hafa verið 1888.
Sigurlína sál. var ein af mörg-
um systkinum, sem öll eru dáin
nema tveir bræður, Júlíus, hér í
bygð, og Árni Baldvin í Bear-
berry, Alta. Hún fluttist með
foreldrum sínum til Alberta barn
að aldri, og ólst þar upp hjá
þeim. Eins og flestra annara
unglinga á þeim árum var skóla-
nám hennar af skornum skamti.
þó mun hana hafa langað til að
afla sér meiri mentunar, en efni
og kringumstæður leyfðu það
ekki. Fór hún því snemma að
vinna fyrir sér sjálf, var í vistum
í Calgary og víðar, og fékk al-
staðar góðan vitnisburð, því hun
var handlagin og fór hvert verk
er hún tók fyrir sig vel úr hendi.
Árið 1905 giftist hún Baldri
Stenphansyni, hann er sonur
Stephans G. Stephansons skálds.
Þau voru gefin saman í hjóna-
band af séra Pétri Hjálmssyni »ð
heimili hans 7. des. 1905. Reistu
þau síðan bú skamt frá föður
Baldurs.
Þeim Baldri og Sigurlínu varð
6 barna auðið, 3 syni og 3 :ia>tur.
Þau eru: 1. Stephan, ókvæntur;
2. Hrefna, ógift; 3. Cecil Beni-
dict, kvæntur Dolly Stewart, búa
skamt frá föður hans; 4. Jakob-
ína, ógift heima; 5. Lilly, gjft
Ágúst Sigfried, búa skamt frá
föðurgarði; 6. Gestur, ókvæntur
heima.
Sigurlína sál. var alin upp í
skóla frumbýlingsáranna, við
nægjusemi, því þá þurfti að kom-
ast af með lítið, og Hefir það,
ásamt því að hún var að eðlisfari
glaðlynd hjálpað henni á síðari
árum að bera heþsuleysi og ýmsa
aðra örðugleika er að garði báru,
með stakri þolinmæði, og einnig
að gera hana að góðri húsmóður
og móður, því sjaldan heyrði
maður hana tala æðru orð, og
vanalega mætti hún manni með
bros á vörum, þó sjá mætti að
henni liði ekki vel.
I “Og með því að sinna heimilis-
hag
hún hlúði með árvekni sérhvern
dag,
varð bærinn æ bjartari og
hlýrri.”
% %
Það var altaf ánægja að koma
á heimili þeirra hjóna. Mætti
manni þar altaf alúð og gest-
risni.
Jarðarförin fór fram frá Lút.
kirkjunni á Markerville, 29. s. m.
og var hún jarðsett í Kristins-
sons ættargrafreitnum af United
kirkju presti, séra Simons.
“Alt líf verður gengt meðan
hugur og hönd
og hjartað er fært til að vinna.
Og gröfin er ljúf fyrir geiglausa
önd
og gott er að deyja til sinna.”
A. J. C.
GLUNDROÐI FALLA ER
GLÖTUN ORÐLISTAR
Eftir Björn Sigfússon
Berum saman fallanotkun
ensku og íslenzku. 1 öndverðu
var fallanotkunin eins að kalla,
því að vér Englendingar “erum
einnar tungu, þótt görzk hafi
mjök önnur tveggja eða nökkut
báðar,” eins og margspakur mál-
garpur Haukdælaskólans orðaði
þetta um það leyti, sem Ari lézt,
Þorgilsson. Nú eru 2 föllin horf-
in úr ensku nema leifar af beyg-
ingu sumra fornafna, en íslenzk-
an hefir ekkert látið af sinni fjöl-
breytni. Það þyðir, segja sumir,
að hún hefir dregist aftur úr,
spyrnt gegn þróun. Aðalatriði
þeirrar þróunar sem við er átt, er
raunar ekki hvarf fallbeygingar
heldur afnám hinna frjálsu orða -
raðar, sem einkendi germanskar
tungur og Varð íslendingum að
list og nauðsyn í ljóðagerð allr.i
og snjöllu málfari. Sé íslenzk-
an svift því frelsi, verður e^ki
ort með háttum stuðla og ríms-
ins dýra né leikið að hugtökum,
svo að minni á það, er að hand-
söxum var leikið og gripin þann-
ig, að mörg sáust í senn á lofti.
Islendingar vilja ekki missa
neitt af föllunum úr tungunni né
frelsið í orðaröð, sem krefst falla-
notkunar, ef mál á að skiljast.'
Það sakar ekki, þótt sagnir eins
og ljúka og loka hafi nú jafnan
með sér þágufall í stað þolfalls,
sem var í elzta máli, og forsetn-
ingin án stýri nú eignarfalli, en
stýrði í öndverðu þolfalli og
stundum þágufalli. Þessar og
þvílíkar breytingar hafa ekkert
breytt eðli tungunnar né orðið
að varanlegum glundroða, því að
þjóðin öll er löngu búin að fall-
ast á þær. En breytingar, sem
glundroða valda, eru dæmdar
hart, unz menn kunna að sætta
sig við þær alment, og breyting-
ar á eðli tungunnar má aldrei
þola.
Enskan með hina lögbundnu
orðaröð er ágætt mál til síns
brúks, en íslenzka má aldrei
hneigjast í sömu átt. Glundroði
í föllum getur gert málið svo tví-
rætt og spilt því svo margvíslega,
_að hann verði bana mein frjálsr-
ar orðskipunar og falla.
Rangt er að segja: “Erlendur
togari rak upp í fjöru í Hafnar-
firði í gær” (frétt í blaði 5. marz
1943). “Enska orðaröðin” heimt-
ar fremstu orðin í nf., en ís-
lenzka sögnin heimtar þolfall
(andlag) með sér: Erlendan tog-
ara rak. Á sama hátt á að segja:
Mennina bar við himin, en ekki
“mennirnir báru við himin,” eða
hvað ‘báru’ þeir við himininn, og
hvað rak togarinn undan sér í
land? Ekki svo mikið sem mar-
hnút.
Um ótal slíkra setninga mætti
nú fara orðum, — leiða hugum,
leiða getum og leiða orðum, —
og jafnvel leiða ástum gömul
orðtök af því tagi. En aðrar teg-
undir fallvillna kalla að. Þgf.
með so. leiða er rétt notað þann-
ig: “Hrútur mun engum getum
j vilja leiða um sóttarfar þitt.”
| Þágufallssýkin, sem kölluð er,
nær til æ fleiri sagna með hverju
j ári og veldur glundroða. Nú tala
sumir um að verma sér við ljóð
skáldsins, en hitt kvað Einar
rétt: “Að verina sitt hræ við
annara eld” (þolfall með verma).
Rangt er að binda einhverju
föstu, en rétt að binda eitthvað
fast (með einhverju). Rangt er
að þora því ekki, en rétt að þora
það ekki. Þolfall fylgir réttilega
þorra hinna ópersónulegu sagna
um líðan, veðráttu, háttu dags-
tíða o. fl.: Mig þyrstir, mig
svengir, mig dreymir, sjóinn
skefur, snjóinn leysir, storminn
hægir og lægir, frostin herðir, í&-
ana brýtur af ám, og klakann
rignir úr holtum, daginn lengir,
nóttina styttir. Nokkrar hafa
þágufall: Mér batnar, mér versn-
ar, mér kólnar, þokunni léttir,
vetri lýkur. Þeir, sem eru í
váfa, en finst þolfall geta staðist,
ættu þá yfirleitt að hafa það, en
ekki þgf. né nf., því að oftast er
villan sú, að þf. hættir við að
breytast í annað hvort hitt fallið.
Samt skal segja. Eg hlakka til.
Ernir hlakka yfir veiði.
Málspilling er það og oft af er-
lendum rótum að setja fornsetn-
ingarlið í stað andlags, sem á að
vera, t. d. “nota sér af einhverju’
fyrir, nota sér eitthvað, nota ein-
hvern hlut (í dönsku: benytte
sig af noget).
Miðstig lýsingarorða og at-
viksorða hefir oft með sér þágu-
fall, en ekki önnur föll sér til á-
kvörðunar. Dæmi: Þetta barn
er miklu stærra eða nokkru
stærra en hin, sem eru litlu
yngri og engu óþroskaðri en ger-
ist. Þeim mun verra sumar, því
minni heyfengur, nema því bet-
ur hafi viljað til. — Rangt er
þess minni, þcss betra, þess fyrr,
mikið stærra, ekkert óþroskaðri
o. s. frv. 1 dæmunum er svo-
nefnt þágufall mismunarins og
má ganga úr skugga um, að það
sé, með því að setja orðin þeim
mun í stað “þess” (þeim mun
yngrit. d.). Ef þá fæst rétt mál,
er skylt að hafa þgf. Og enginn
getur sagt: þann mun stærra
sbr. “mikið” stærra) né þess
munar betra, svo að ekki þarf
frekar vitna við, að mikið á að
vera miklu og þess að vera því í
orðasamböndunum. Hér er að
ræða um villur, sem örlar á þeg-
ar í elzta máli, en voru þá kveðn-
ar niður af lítt lærðum mönnum
með rökrétta málkend. Hví
skyldi það ekki verða nú, þegar
alt slíkt er auðveldara?
—Samtíðin.
WARTIME PRICES AND
TRADE BOARD
D-seðla skamturinn aukin
Samkvæmt síðustu tilkynn-
ingu hefir D-seðla skamturinn
verið aukin að mun. Á og efúr 3.
tebr. verður skamturinn sem hér
segir:
Molasses — 40 únzur, “comb”
hunang tvö pund, hunang í glös-
um 24 únzur, alt borð síróp 15
únzur, niðursoðnir ávextir 20
únzur, marmalade 12 únzur, jam
og jelly 12 únzur, maple, honey
og apple butter 12 únzur, sykur
hálft pund.
Sérstakar ráðstafanir hafa
verið gerðar í sambandi við
maple síróp. Frá 3. febr. til 31.
maí fást 40 únzur með hverjum
D-seðli, eða heilt gallón með
4 seðlum, en eftir 31. maí fást 24
únzur með seðli hverjum. Maple
sykur skamturinn hefir einnig
verið aukin og fást nú tvö pund
fyrir seðilinn.
Sykur til niðursuðu ávaxta
Niðursuðusykur skamturinn
verður sami og í fyrra, samkv.
tilkynningu frá W. P. & T. B.
Það hefir verið ákveðið að nota
frá nr. 1 til nr. 10 af bláu seðlun-
um sem merktir eru með F í
skömtunarbók nr. 3 (þeirri sem
við höfum núna). Þessir tíu
seðlar eru fyrir eitt pund hver.
Það .er búist við að fyrstu fimm
seðlarnir gangl í gildi um 1. júní
en hinir fimm um júlílok.
Þeir sem vilja, geta líka notað
D-seðlana fyrir aukasykur. Það
fæst hálft pund með hverjum
seðli. Það eru sextán seðlar í
hverri bók, ef keypt er út á alla
seðlana fást 8 pund.
Ráðstafanir hafa einnig verið
gerðar fyrir húsmæður sem ekki
sjóða niður heima fyrir, en
l;aupa frekar jam og jelly, hun-
ang eða maple síróp. Þegar
bláu F-seðlarnir ganga í gildi
geta þær skift þeim hjá Local
Ration Board fyrir D-seðla og
keypt svo það sem þær þarfnast
helzt með þeim. Þær fá einn D-
seðil fyrir hvern F-seðil.
Te og kaffi seðlarnir
Vegna þess að te og kaffi
skamturinn var aukin í haust
eftir að nýju bækurnar komu út,
höfum við ekki nógu marga seðla
fyrir alt tímabilið. Það hefir því
verið ákveðið að nota gulu seðl-
ana sem merktir eru með E fyrir
te og kaffi fyrst um sinn. Fyrstu
tveir seðlarnir E-1 og E-2 ganga
í gildi 17. febr. Skamturinn er
óbreyttur, hver seðill er fyrir
hálft pund af kaffi eða tvær únz-
ur af tei.
Spurningar og svör
Spurt: Við höfum oft hjá okk-
ur vini sem koma í bæinn sem
erindsrekar á þing, og sem dvelja
hjá okkur nokkra daga í einu, og
við eigum þá mjög erfitt með
matskamtinn. Er hægt að fá
nokkurn aukaskamt í svona til-
fellum.
Svar: Engar ráðstafanir hafa
verið gerðar viðvíkjandi svona
gestum. Þú gætir kanske gefið
þeim að skilja að skemturinn
væri naumur og að þú mundir
þiggja með þakklæti part af
þeirra matarskamt. Flest fólk
sem ferðast nú á dögum álítur
það kurteisisskyldu að hafa bæk-
ur sínar með sér og bjóða þær
þegar á þarf að halda.
Spurt: Mér er sagt að kaffi og
te skamturinn hafi verið auKÍn,
samt hefi eg ekki fengið nema
tvær únzur af te fyrir seðilinn.
Svar: gildi þessara seðla var
ekki breytt. Skamturinn var
aukin þannig að seglarnir gengu
í gildi á þriggja vikna fresti í síað
fjögurra vikna eins og áður var.
Þú færð nú fjórar únzur af te á
hverjum þrem vikum; áður
þurfti þessi skamtur að endast í
fjórar vikur.
Spurt: Hvenær fást te og kaffi
seðlar handa barninu okkar sem
nú er tólf ára. Eg bað um seðla
en mér var neitað um þá.
Svar: Þegar næstu skömtunar-
bók verður útbýtt geta öll börn
sem urðu tólf ára á yfirstandandi
skömtunartímabili fengið te og
kaffi seðla.
Spurt: Eg borga sex dollara a
viku fyrir herbergið sem eg bý í.
Húsráðandi segir að eg verði að
borga 50 cent að auk þegar mað-
urinn minn fær leyfi frá hernum
til að sofa heima. Er þetta leyfi-
legt?
Svar: Húsráðandi má ekki
hækka leiguna án sérstaks leyf-
is frá húsaleigunefndinni W. P.
& T. B.
Spurt: Eg hefi búið í sama hús-
inu nú í fjögur ár og leigi mánað-
arlega. Eg leigi út þrjú her-
bergi uppi á lofti, einnig mánað-
arlega. Nú er eg að hugsa um að
flytja. Hvaða fyrirvara á eg að
gefa eigandanum og leigjandan-
um?
Svar: Ef þú leigir mánaðar-
lega þá á eigandinn heimtingu
á mánaðar fyrirvara. Ef leigj-
andinn notar sömu inngangsdyr
eða sama baðherbergi eða önnur
þægindi þá er nóg að gefa hon-
um mánaðar fyrirvara líka.
Spurt: Má senda kaffi til vina
á Englandi sem ekki eru í her-
þjónustu? Eg ætla að taka kaff-
ið úr eigin skarttti. •
Svar: Það má senda skamtað-
ar vörur til vina handan um haf
hvort sem þeir eru í herþjónustu
eða ekki, ef vörurnar hafa feng-
ist á löglegan hátt.
Spurt. Mega vinir senda manni
lausa seðla til þess að kaupa
skamtaðan mat?
Svar: Nei, það á að losa seðlá
úr bókunum í viðurvist kaup-
mannanna, þeir mega ekki taka
við lausum seðlum.
•
Kjötseðlar 37, sykurseðlar 25
26, smjörseðlar 48-49 og D-seðl-
ar 12-13 ganga allir í gildi 3.
iebr. 1944.
Spurningum á íslenzku svarað
á ísl. af Mrs. Albert Wathne,
700 Banning St., Winnipeg.
Hvort eigum við heldur að
láta dóttur okkar læra að syngja
eða spila á píano?
— Að spila á píano.
— Nú, hefir þú heyrt hana
spila á píano?
— Nei, en eg hef heyrt hana
syngja.
Canadian
Certifíed
Seed Potatoes
Should be ordered
AT0NCE
PLACE YOUR ORDER NOW, while supplies are
still available. Seed potatoes are being withheld from export
to meet the requirements of Canadian growers; but the de-
mands from outside Canada are very strong and supplies not
necded for planting in Canada should be released for export
in March before the season in the U.S.A. is too far advanced
for planting.
ORDER “ CERTIFIED " for Table Stock Production.
Larger crops are needed in 1944. Obtain a heavier yield from
each acre by planting Canadian Certified Seed Potatoes.
ORDER “ FOUND ATION ” and “ FOUNDATION A”
for Certified Seed Production. All fields entered for certifica-
tion in 1944 must be planted with either “ Foundation " or
“ Foundation A” seed potatoes.
DISTRICT INSPECTOR FOR
MANITOBA—Plant Inspection Office, 722
Dominion Public Building, Winnipeg, Mon.
For lists o/ growers bavbsg "Ceriitied",
Foundatton A", or "Foundation" seed
potatoes Jov sale, apþly to tbe local
District Inspsctor, Seed Potato Certifi-
cation, tir to tke Plant Protection Divi-
sion, Departmenlof Agriculture, Ottawa.
AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD
DOMINION DEPARTMENT OF AGRICULTURE, OTTAWA
Honourable Jamet G. Gardiner, Ministar