Heimskringla


Heimskringla - 16.02.1944, Qupperneq 6

Heimskringla - 16.02.1944, Qupperneq 6
6. SIt)A HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. FEBRÚAR 1944 Þetta streymdi gegnum huga minn eins og óstöðvandi syndaflóð, sem brýtur alla flóðgarða og flæðir yfir dalinn. Fyrst eins og lítil lind kemur hinn óheillavænlegi boðberi um það sem verða vill, sem smátt og smátt étur meira og meira í sundur garðinn og verður að óstjórn- legu ofsaflóði, sem alt rífur með sér. Þarna gat enginn efi komist að — og Malluc hlaut að hafa vitað það frá öndverðu en kosið að halda því leyndu. Eg hneig aftur á bak í stólnum, truflaður, órólegur og yfirkominn, ekki af tilfinningum heldur af hræðslu. Malluc var í hinum enda stof- unnar og heyrði eg hann draga fram einhver á- höld, og tala við mig en heili minn greip ekki þýðingu orðanna, þau runnu saman í nið. Á þessari stund hugsaði eg síðar um frændsemi okkar en um hitt, hvernig skyldi koma fram við hann. Eg var ruglaðri en hvað eg var hrærður, svona aðstæður voru algerlega fyrir utan minn verkahring. Eg vissi ekki hvort eg átti að vera reiður eða glaður, krefjast skýring- ar eða koma fram með afsökun. I huga mér börðust fjölda andstæðra tilfinninga í ruglings- legri hringiðu er gátu eigi komist að neinni niðurstöðu né ákvörðun. Malluc hlaut að hafa séð hversu einkenni- lega utan við mig eg var orðin. Eg hallaði mér aftur á bak í stólnum og hélt höndunum að höfð- inu. Hann flýtti sér til mín. “En hvað gengur að?” spurði hann á- hyggjufullur. “Það er eins og aðkenning af aðsvifi,” svar- aði eg. “Það batnar strax.” “Það getur stafað af þessum vökva, sem eg er að sía,” sagði hann. “Svíður yður nokkuð í augun?” “Svolítið,” svaraði eg. “Það gat verið af þessu sterka ljósi en nú er það batnað.” “Þér eruð fölur eins og nár,” sagði hann, ”loftið er þungt hérna inni. Við skulum koma út.” “Æ, þetta er ekki neitt,” svaraði eg. “Eg held ekki að þetta sé loftinu að kenna. Eg hefi sama sem enga hreyfingu haft þessa síðustu daga, hristingurinn í bílnum hefir ekki gert mér neitt gott. Eða þetta stafar kanske af krabban- um, sem eg át í kvöld.” Hann gekk að geymi einum og helti ísköldu vatni í glas. Eg varð lafhræddur um að hann gæti getið sér til hvað að mér gengi og hvernig eg hefði fundið út skyldleika okkar. Blekbytt- an stóð á þerriblaðinu. Eg stjakaði við henni svo að hún valt um. “Fjárinn sjálfur,” hrópaði eg, “þarna helti eg þá niður blekinu yðar.” “Æ, hirðið aldrei um það,” svaraði Malluc. “Farið nú út og jafnið yður. Það er ætíð gott ráð við svima.” Eg gerði það og reyndi að jafna mig eins fljótt og auðið var. Eg ætlaði mér alls ekki að segja honum frá uppgötvun minni, hvorki nú né nokkru sinni síðar. Ekki af því að eg væri reiður eða sár, en af því að eg fann, að hefði hann viljað gangast við faðerninu hefði hann gert það fyrir löngu síðan. Sennilega hafði hann vitað um þetta strax og hann sá mig. Malluc færði mér glas af vatni, sem eg drakk og er við stóðum þarna úti í góða veðrinu, heyrðum við raddir og komum auga á ljós- klæddar mannverur koma í áttina til okkar, það voru þau Suzy og Lenni. “Okkur langaði til að koma, og vita hvað hinn franski sérfræðingur héldi um uppfynd- inguna,” sagði hann. “Eg hefi ekki séð hana ennþá. Er eg var að tala við Mr. Malluc varð mér hálf ilt. Eg hugsa að eg hafi étið ofmikinn krabba í kvöld,” svaraði eg. “Það er bíllinn. Eg hefi stundum fundið þetta. Þú þarft að hreyfa þig meira,” sagði Lenni. “Jæja, við látum uppfyndinguna bíða og förum heim í húsið,” sagði Malluc. Mig langaði ákaft til að athuga hann nán- ar og frá öðru sjónarmiði; ekki til að gagnrýna hann; heldur til að reyna að skilja, því að hann hefði ekki gefið sig til kynna við mig. Eg lað- aðist ekkert að honum fyrir skyldleikann, en hafði ætíð fundist að hann væri óvenjulega eftirtektaverður maður. Vinir mínir höfðu oft sagt mér, að eg hefði mikið aðdráttarafl, og oft hafði eg furðað mig á því hversvegna eg hefði það, því að móðir mín var fráhrindandi vegna geðkulda síns. Kvöldið leið friðsamlega og samræðurnar snerust mest um flug. Lenni sagði margar sög- ur, sem voru að miklu leyti sannar, og áður en við fórum, og Lenni og Malluc voru inni í borð- stofunni, horfði Suzy stríðnislega á mig og brosti. “Mér virðist þér ekki hjálpa Lenna mikið í herferð hans,” sagði hún. “Ef dæma skal af hraðanum, sem á honum var, að komast hingað yfir strax eftir að við komum heim, þá virðist mér að hann sé ekki hjálparþurfi,” svaraði eg. “Þér gætuð miðlað honum dálitlu af dirfsku yðar,” sagði Suzy. “Þér hælið mér of mikið Suzy,” sagði eg raunalegur á svip. “Söknuðuð þér hans nú í raun og veru á meðan hann var í burtu?” “Já, hugsið yður, Dick. Eg var stein hissa þegar eg fann hversu mikið eg saknaði hans. Eg er meira að segja hálf hrædd um, að ef hann gerir sterkt áhlaup, að vígið kunni að gefast upp.” Þessi litla stúlka var feimin og hamingju- söm og horfði með mikilli athygli á skóna sína. Eg tók um báðar hendur hennar. “Þetta er dásamlegt Suzy,” sagði eg. “Því að Lenni er ágætis hermaður. Hann gengur hiklaust áfram gegnum allar gaddavírsgirðing- ar.” Eg laut niður og kysti á vanga hennar. “Eins og þér sjáið þá fylgi eg aðferð Joffres og narta bara í yður.” 10. Kapítuli. Heimspekingur einn, sem var orðinn vel fullorðinn, og sem þrátt fyrir árin, fylgdist með sömu fyrirlestrunum og eg við háskólann, sagði við mig dag nokkurn: “Vinur minn, segið aldrei neinum frá einkamálum yðar, nema því að eins þér séuð neyddur til þess.” Maður þessi hafði vakið eftirtekt mína vegna fyndni sinnar og hreinskilni, og ákvað eg að fylgja ráði hans. Samkvæmt því ákvað eg að Malluc skyldi aldrei fyrir orð mín né athafnir renna grun í að eg vissi um skyldleika okkar. Hann hafði senni- lega góðar ústæður til að skifta um nafn og leyna æskuárum sínum. Ef til vill hafði hann sjálfur brotið lögin, eða átti máttuga óvini. Eg ætlaði ekki heldur að segja Mörthu frá því, að minsta kosti ekki strax, en eg ætlaði strax að segja henni frá, að hann hefði ekki drepið Balton. Þetta varð hún að fá að vita. Ekki einungis vegna þess að það var sanngjarnt gagnvart Mal- luc, heldur vegna Lenna og Suzy. Það var einnig önnur skylda. Faðir minn var óafvitandi keppinautur minn um ástir hennar; því að mér var það nú fullkomnlega ljóst að eg var ástfanginn í Mörthu, og að það var vonlaus ást, að eg hefði lengi verið það án þess að vita það. Þar sem Malluc var nú saklaus af ódæði því er svo gersamlega hafði breytt hrifningu hennar á honum, gat eg ekki með góðri samvizku leynt hana sannleikanum. Það gat vel verið að meðvitundin um órétt þann, sem við höfðum gert honum, vekti aðdáun henn- ar á ný og gerði hana meiri en nokkru sinni áður. En þó svo væri þá var ekki ólíklegt að vitneskjan um frændsemi okkar kynni að hamla því; eins og nú stóð á, gleymdi hún alveg aldri Mallucs, en er hún sá að hann átti upp- kominn son, gat verið að skoðanir hennar breyttust. En annars hafði eg enga von að eignast Mörthu. Henni leist ekki á mig sem mannsefni sitt. Til þess fanst henni eg of létt- úðugur. Við syntum næsta morgun eins og við vor- um vön. Við stungum okkur í bylgjurnar og sóttum sundið svo knálega að okkur var heitara þegar við komum upp úr sjónum, en þegar við fórum í hann. “Við skulum setjast hérna og kæla okkur svolítið,” sagði eg. “Hver morgun hefir sína þjáningu. Munið þér að eg sagði í gær að eg hefði grun um að viðburðirnir væru ekki allir úti?” “Hvað hefir nú gerst, Dick?” spurði Martha hálf hræðslulega. “Malluc sá ekki fyrir Balton,” sagði eg. “Hann sá fyrir því sjálfur.” Og nú sagði eg henni alla söguna, eins og hann hafði sagt mér hana. Eg leit ekki á hana fyr en eg hafði lokið sögunni, en þá leit hún svo glaðlega og ham- ingjusöm út að hjarta mitt drap toll við að horfa á hana. “Það er ekki hægt að ásaka okkur að við hugsuðum eins og við gerðum,” sagði eg, “en það er auðvitað enginn efi á frásögn Mallucs, að hún er sönn.” “Nei,” auðvitað ekki,” sagði hún áköf, “eg hefði átt að geta þess til að svona hefði það ver- ið. Hún leit hvast á mig. “Hversvegna vörðuð þér Malluc svona kröftuglega þetta kvöld?” “Mér fanst það vera réttlátt.” “Eruð þér vissir um að það væri aðal á- stæðan?” “Eg vildi gera yður þetta léttara.” Það var fallega gert af yður, Dick. En eruð ur? Segið mér nú sannleikann,- Dick.” Hún þér nú viss um að það væru engar fleiri ástæð- horfði svo stöðugt í auga mér með gráu augun- um sínum að það var eins og hún ætlaði sér að neyða mig til meðgöngu. “Mig langaði til að sannfæra sjálfan mig um, að hann væri ekki manndrápari.” “Hversvegna?” “Nú, jæja, eg verð að játa, að eg er hrifinn af Malluc, eftir að hann bjargaði Jeannat. Og það sem þér sögðuð mér um hjartagæði hans hreif mig enn þá meira.” “Og hvað segið þér um hann nú?” “Eg dáist auðvitað að honum meira en nokkru sinni.” “Æ, Dick!” Martha lagði hendina á hand- legg minn. “Er þetta alt og sumt. Hversvegna getið þér verið svona blindur?” Mér varð það ljóst að hún hafði uppgötvað leyndarmál mitt. Eg starði út á hafið og reyndi að skipuleggja hugsanir mínar. “Segið mér frá því, Dick. Hvenær vissuð þér það?” “1 gærkveldi.” “Sagði hann yður frá því?” “Nei, en þér?” “Hann hefir aldrei minst á það með einu orði. En eg fékk grun þegar hann og Suzy komu hingað. Eg sat þannig að eg gat séð bæði andlit hans og yðar, og sá hvað þið voruð líkir. Ekki í andlitsdráttum en í svipnum, svo tók eg eftir því hversu málrómur ykkar var líkur — fremur djúpur og hljómfagur. Þið líkist ekki í sjón. Þér eruð hár og ljóshærður og bláeygður, en hann móeygður og varirnar með ákveðnari dráttum nema þegar hann brosir. Þegar þér réttuð upp peninginn var eg viss í minni sök.” “Vegna þess, sem hann sagði?” “Nei, af augnaráðinu er þér gerðið það. Það var blíðlegt og viðkvæmt en líka næstum því örvæntingarfult og fult af þrá. Eg hafði séð sama svipinn í augum pabba þegar Lenni fór í stríðið, þó með þessum mun, að í augum Mal- lucs las eg uppgjöf, niðurbælda ást og stolt, já, jafnvel ótta. Það skar mig í hjartað eins og hnífur. Mig dauðlangaði til að stökkva upp og hrópa: “Hann er sonur yðar! Hversvegna krefj- ist þér hans ekki?” “Já,” sagði eg lágt. “Hvervegna gerir hann það ekki?” Martha þagði um stund og sagði svo: “Það er kanske einhver atriði frá liðinni æfi hans, sem valda því, að honum finst, að hann geti það ekki.” “Eigið þér með þessu við, að hann hafi kanske framið lagabrot?” “Eg veit það ekki. Hvað veit maður um mann, sem viðurkennir engin lög nema þau, sem hann sjálfur setur? Hvernig uppgötvuðuð þér þetta? Veit hann að þér vitið það?” Eg hristi höfuðið og sagði henni svo hvern- ig alt hafði gerst kvöldið áður, og hvernig eg hefði ákveðið að láta þetta liggja í þagnargildi. Eg sagði henni líka frá Jeannat og hún kinkaði kolli. “Já, eg hitti hann á ströndinni. Það er dá- samlegt. En, Dick, hvernig líður yður yfir þessu. Eruð þér ekki glaður?” “Eg veit það ekki. Mér þykir vænt um að vita til þess að faðir minn er slíkur maður. En það er örðugt að fyrirgefa honum alla hans van- ræðslu í minn garð.” “Það er sjálfsagt yður fyrir bestu, að hann lét yður afskiftalausan.” * “Vel getur það verið. En afleiðing þess er sú, að eg er alveg gersneiddur öllum sonarlegum tilfinningum. En það er annað, sem eg gleymdi að segja yður. Suzy er ekki dóttir hans. Hann tók hana í fóstur þegar hún var fimm ára gömul.” Martha varð þungbúin á svipinn. “Svo hún er þá ekki hálfsystir yðar.” “Nei, hreint ekki.” “Veit hún að Malluc er faðir yðar?” “Nei, það hugsa eg ekki, eða réttara sagt, eg er viss um það. Hún hefði varla gefið hálf- bróður sínum undir fótinn.” “Heldur hún stöðugt áfram?” “Nei, í gærkveldi sagði hún mér að hún hefði saknað Lenna hræðilega mikið, á meðan við vorum burtu.” Martha boraði tánni ofan í sandinn. “Eruð þér skotinn í Suzy?” spurði hún. “Að visssu leyti,” svaraði eg. “Að minsta kosti býst eg við, að eg gæti orðið það ef eg væri ásamt henni langdvölum. Eg verð að játa að glaðlegir og fjörlegir unglingar eins og hún hafa heillandi áhrif á mig.” “Já, þér eruð sjálfur sæmilega frjálslynd- ur,” sagði Martha. “Eg er hræddur um að eg líkist í þeim efn- um hinum frjálslynda föður mínum.” “Já, ekki get eg álasað yður fyrir það,” sagði Martha hægt. Hún reis á fætur og hrollur fór um hana er hún klæddi sig í baðkápuna, og svo sagði hún: “Við skulum fara heim.” Er við gengum í hægðum okkar heim á leið, fanst mér eins og alt væri breytt milli okkar, og hugsaði eg um hvort fréttin um sak- leysi Mallucs væri því valdandi, eins og eg hafði hugsað að hún hefði. Hún gekk eins langt frá mér og hún gat, eins og hún væri hrædd við að snerta við mér; mér leið illa og var að hugsa um hvort eg ætti að fara að stytta dvöl mína hjá fjölskyldunni. Er við nálguðumst húsið sagði hún: “Eg held að eg hætti við að baða mig á morgnana, Dick. Þegar maður leikur golf og tennis er það of mikið að sýnda tvisvar á dag” — við syntum oft ásamt Lenna síðari hluta dagsins. “Það er kanske réttast,” svaraði eg. “En fyrst svo er ætla eg að hætta við það.” Það lá illa á mér þennan dag. Lenni fór og lék golf, því að hann hélt að við Martha mund- um finna okkur eitthvað til dægrastyttingar eins og við vorum vön að gera, og þar sem mér fanst að ekki væri rétt af mér að sýna engan áhuga fyrir uppfyndingu Mallucs, gekk eg yfir þangað um það leyti, sem teið er drukkið. Eg var ekkert æstur yfir að sjá hann aftur, og hann | úrskýrði fyrir mér uppdrættina á þennan skýra hátt, sem einkendi hann. Mér virtist sem upp- myndingin yrði til mikils gagns og gladdi það hann auðsæilega að heyra mig segja það. “Eg er altaf að grúska í þessum atriðum,” sagði hann. “Mér finst það eins og upplétting frá hinum alvarlegri rannsóknarefnum mínum. Breytingarnar, sem þér stingið upp á að gerðar séu, sýna að þér hafið mikla vélfræðilega þekk- ingu.” Eg grenslaðist eftir hverjar þessar alvar- legu rannsóknir hans væru. Hann sagði að þær væru í áttina til hinnar svokölluðu frumspeki- legs skilnings og stjórnar á náttúruöflunum, sem hann hélt fram að væri hægt fyrir oss, ef við gætum vitað hvar við ættum að byrja rann- sóknina. Alt í einu breytti hann um efni. “Haldið þér að hinn ungi Hobarth ætli að giftast henni Suzy? Haldið þér að hann elski hana?” “Það gerir hann gjarna ef hún vill hann.” “Haldið þér að ættingjar hans rísi á móti því, þegar þeir fá að vita af hve góðum ættum hún er komin?” “Það veit eg ekki,” svaraði eg. “Þér sjáið sjálfir hve stærilátt það er, og það lítur á yður i eins og leyndardómsfullan mann.” “Nú, jæja, eg get varla láð þeim það. Mér væri kærast að Suzy giftist Hobarth strax og hún er orðin nítján ára gömul. Mér finst eins og eitthvað gæti komið fyrir mig, hvenær sem væri, og því vildi eg gjarnan sjá framtíð hennar borgið að svo miklu leyti, sem mér er það mögu- legt. Eg er ekki að hugsa um fjármálahliðina, eg hefi arfleitt hana og afhent, eina miljón dala. — Þekkið þér nokkuð til framtíðarhorfa Ho- barths?” “Hann hefir sagt mér að foreldrar sínir hafi mjög góðar tekjur, sem þau eyða jafnóð- um,” svaraði eg. “En þau geta lifað lengi, og þau verða að hugsa um heimanmund Miss Ho- barth. Eg hugsa að þau vonist eftir að Lenni giftist ríkri stúlku eða sjái um sig sjálfur.” Malluc kinkaði kolli. “Eg ætla að tala hreinskilnislega við yður,” sagði hann, “af því að þér eruð Evrópumaður og lítið á slíka hluti frá sérstöku sjónarmiði. Þegar ung og ókunn stúlka giftist manni af góðum og kunnum ætt- um, er ekki nema sanngjarnt að hún fái ríflegan heiman mund. Hobarth er viðkunnanlegur drengur, og mér félli vel að þau ættust.” “En segir Suzy hið sama?” spurði eg. Suzy gerir eins og eg segi,” sagði hann. “Eg hefi alið hana upp í þeirri trú, að feðurnir viti bezt hvað gagnlegast er. En eg ætla nú að vera ennþá opinskárri: Munduð þér vilja giftast henni?” Eg varð ekkert mjög hissa á þessari spurn- ingu. Það gerði mér það Ijóst, hvers vegna að Malluc hafði sagt mér að hún væri ekki dóttir sín, og gerði hann sjálfsagt ráð fyrir að eg kynni að komast að skyldleika okkar. “Það getur alls ekki komið til mála úr því að vinur minn elskar hana,” svaraði eg. “Heim- anmundurinn væri óþarfur fryir mig, þar sem eg erfði næstum því eins mikla upphæð eftir móður mína.” “Gott,” svaraði hann, “Þá hugsa eg bara um Hobarth. Eg hugsa að eg tali um málið við móður hans. Hún virðist vera skynsöm kona, þótt hún sé svolítið íhaldssöm.” “Það getur aldrei skaðað neitt,” svaraði eg. “Eg skal styðja mál yðar ef þér óskið þess.” “Þakka yður fyrir.” Skömmu síðar fór eg heim, því mál var að snæða morgunverð. Lenni var kominn heim, og notaði eg tækifærið til að segja honum frétt- irnar, þar sem eg gat ekki séð að það sakaði neitt. “Það veit trúa mín að þetta er meira en eg á skilið,” sagði hann. “Dick, heyrðu. Væri það of mikið að biðja þig að brjóta slóðina að sam- þykki mömmu?” Eg lofaði því og að morgunverði loknum gekk eg til Mrs. Hobarth og Mörthu, þar sem þær sátu og saumuðu úti á grashjallanum. “Eg átti mjög hugðnæmt samtal við Mr. Malluc í morgun,” sagði eg. “Hann óskar þess gjarnan að gifta Suzy sem fyrst.” Martha leit kuldalega á mig, en Mrs. Ho- barth beit á vörina. “En eg hélt að hún væri bara átján ára,” sagði hún. “Hún er nógu stór til að gifta sig,” sagði eg. “Malluc þekkir breiskleika sinn, og ferðalöng- unin getur gripið hann hvenær sem er, og væri hughægra ef hún væri gift og komin í höfn.” “Veikur fyrir! í hvaða átt?” spurði Mrs. Hobarth. ,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.