Heimskringla - 01.03.1944, Page 3

Heimskringla - 01.03.1944, Page 3
WINNIPEG, 1. MARZ 1944 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA election to honorary member- ship. Regret that official hear- ings set for Wednesday and Thursday prevent my attend- ance. Greet the membership. Sincerely, Gunnar B. Bjornson • Vancouver, 19. feb. 1944 Dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags Vestur Isl., Winnipeg, Man. Kæri vinur: Af heilum hug, óska eg Þjóð- ræknisfélaginu til blessunar drottins á þessari 25 ára afmæl- ishátíð sinni. Félagið hefir á þessum aldarfjórðungi öðlast viðurkenningu, bæði í Vestur- heimi og á Islandi, jafnvel fram yfir það sem vænta mátti í upp- hafi. Sú viðurkenning er sterk hvöt til aukins áhuga fyrir því starfi sem félagskraftarnir eru ,helgaðir: að efla ást og trú- mensku til landsins sem vér nú eigum, ásamt afkomendum vor- um og að auðsýna elsku og rækí- arsemi þjóðinni sem hefir gefið oss tilveru. Verum sannir öllu hinu göfugasta er vor íslenzka þjóð hefir fært oss að gjöf. Sú móðir kennir oss að elska landið sem vér höfum eignast og að leggja rækt við alt hið bezta sem guð hefir látið oss í té. Guð leiði og styðji Þjóðrækn- isfélagið á nytsamri og göfugri framfarabraut- Með vinsemd, R. Marteinsson • Grand Forks, N. Dak., February 11, 1944 Dr. Richard Beck, President Icelandic National League, Grand Forks, N. Dak. Ðear Dr. Beck: I am informed that the time is drawing near when you will be .leaving for Winnipeg to preside at the twenty-fifth anniversary convention of the Icelandic Na- tional League of America. In that connection I wish to say that the University has followed with interest and appreciation your continued service as President of this significant cultural organi- zation during the past four years. We have naturally taken considerable pride in that recog- nition and achievement. On this occasion I am also especially mindful of the fact that numerous students of Ice- landic origin have attended the University of North Dakota and established there an outstand- ing record. Among them are several of our most illustrious alumni, whose names are famil- iar to the membership of your organization. Further, I under- stand that one of our prominent graduates, Attorney Asmundur Benson, of Bottineau, N. Dak., will be one of the speakers at your anniversary banquet. I know that this convention is a great milestone in the history of your organization- Therefore, I am particularly happy to have this opportunity to extend to the convention and the League hearty congratulations and very best wishes for continued suc- cess in its work for the preserva- tion and interpretation of Ice- landic cultural values. Sincerely yours, John C. West, Pres. University of N. Dakota • Salmon Arm, B. C., February 21,1944 Dr. Richard Beck, President Icelandic National League, Winnipeg, Man. Hearty congratulations in event of 25 years anniversary of our League also our good for- tune in having as honored guest visitor The Right Rev. Bishop of lceland with you. Greetings to all my friends. G. Stefánsson Framh. borgið heimskringlu— því gleymd er goldin skuld YFIR SANGRO-ÁNA MEÐ ÁTTUNDA HERNUM Ein af þýðingarmestu orustunum sera háð var á Italíu, var þegar farið var yfir þessa á, sem þá var í afar miklum vexti. Þegar yfir var komið hélt herinn norður í áttina til Pescara og Rómaborgar. Þessi mynd sýnir 41/> þuml. fall- byssu að spúa eldi og eimyrju yfir Sangro fljótið. SUNDURLAUSIR ÞANKAR Eftir Rannveigu Schmidt Er það ekki skrítið að fyrsta setningin sem við heyrum hér þegar við segjum að við séum frá Islandi, er altaf sú sama: “er ekki ósköp kalt þar?” Fólkið veit oftast nær ekkert um ísland og þetta dettur því fyrst í hug vegna nafnsins. Eftir því sem mig minnir, þá var aldrei eins kalt í Reykjavík og t. a. m. í Montana, en á dögunum hitti eg að máli amerískan hermann, sem dvalið hefir heilt ár á Islandi og það fyrsta sem hann sagði við mig var þetta: “Það er alt of kalt á íslandi”, og var hann þó borinn og barnfæddur í New Jersey, sent ekki er beint orðlögð fyrir hlýju á veturna. Þessi piltur kvartaði mjög undan hvað stormasamt væri á Islandi, en mest barmaði hann sér undan því, að íslenzku stúlkurnar vildu ekkert hafa með amerísku her- mennina að gera. . . Það eina sem hann kunni í íslenzku var já og nei og “skil ekki”, en hann sagði, að íslenzku stúlkurnar gengu undir nafninu “skilekki” meðal hermannanna. Hann trúði mér fyrir, að þegar hann hefði farið í búð í Reykjavík þá hefði búðarstúlkan altaf skilið mæta vel það sem kaupunum viðvék, en ef hann fitjaði upp á stefnumóti — og mig grunar, að það hafi hann gert í hvert skifti, sem hann kom inn í búð — þá var svarið altaf það sama: “eg skil ekki”. Seint um síðir hepn- aðist honum þó að kynnast ungri stúlku, skínandi fallegri — hann sýndi mér mynd af henni -— og var boðið upp á kaffi á heimili hennar, en aldrei fékk hann að hitta hana nema annaðhvort foreldranna væri viðstatt- Ame- rísku hjúkrunarkonurnar, sagði hann, hefðu engin mök við her- mennina, væru eingöngu með liðsforingjunum og öðrum yfir- mönnum, enda víst lög í Banda- ríkjahernum, að hjúkrunarkon- um er ekki leyft að umgangast ó- breytta hermenn. Pilturinn sagði, að hermönnunum leiddist alveg gífurlega á íslandi. Svo var eg á dögunum að blaða í bók, sem nýkomin er út, eftir ameríska hjúkrunarkonu, sem hefir verið á íslandi og er bókin um það sem fyrir hana bar. Hún virðist hafa unað sér bærilega, en hefir þó augsýnilega hugsun- arháttinn, sem bæði Ameríku- mann og Englendingar oftast nær eiga sammerkt með í hvaða landi sem þeir dvelja: íbúarnir í því landi eru útlendingarnir! Þið hafið sjálfsagt tekið eftir, að Ameríkumenn og Englendingar eru aldrei útlendingar sjálfir. . . Það er kyndugur hugsunarhátt- ur . . . þessi hjúkrunarkona segir í bók sinni með miklu lítillæti, að sumar íslenzku stúlkurnar séu “heldur laglegar” (quite good looking). (Ætli hún hafi ekki verið “stungin út” af ein- hverri íslenzku blómarósinni — sjálf virðist hún eftir forsíðu- myndinni að dæma engin feg- urðaropinberun.) Yfirleitt ber hún Islendingum vel söguna . . . annars nefnir hún aldrei orðið íslendingur — hún segir: “þeir innlendu” (the natives) . .. “ofan frá og niður eftir”, skiljið þið og býst eg við, að fleirum en mér sárni það. Þótt hermaðurinn, sem eg mintist á hér að framan, væri grunnhygginn og ómentaður, skinnið að tarna, þótt hann lítil mök hefði við “þá innlendu”, þá talaði hann með mikilli aðdá- un um mentun íslendinga og listaverk þeirra, sem hann sá í Reykjavík . . . þótt fáir virtu hann viðlits og stúlkurnar hreyttu í hann “skil ekki”; þótt honum altaf væri hálftkalt á Is- landi og þótt íslenzki bjórinn væri fjári þunnur, þá talaði hann samt framúrskarandi vin- gjarnlega um land og þjóð og sagðist ætla til íslands eftir stríðið og skoða sig betur um. Hann sagðist sjá eftir að hann ekki lærði íslenzku, keypti sér ensk-íslenzku orðabókina hans Geirs Zöega, en fékk ekki leyfi til að taka hana með sér, þegar hann fór heim til Bandaríkjanna — og sárnaði það mjög. Hjúkrunarkonan minnist á ís- lenzku stúlku eina í bókinni sinni og segir um hana — aug- sýnilega í háði — “þessi afkom- andi konunga” . . . sjálf veit hún líklega ekki einu sinni nafn lang- afa síns, eins og gerist og gengur hér. Það er “billegt” að gera grín að “þeim innlendu”, þegar maður er amerísk hjúkrunar- kona í smáum hóp stallsystra sinna, umkringd og eftirsótt af þúsundum hermanná, sem “af- komendur konungunna” ekki vilja líta við, en hún hefir lík- lega verið eftirsótt í fyrsta skiftí á æfinni á íslandi, þessi stúlku- kind. . . Henni finst ósköp mikið til um sjálfa sig og virðist mjög hreykin af að geta talað ensku — móðurmálið sitt og líklega eina málið sem hún kann; hún lítur niður á íslenzku stúlkurnar fyrir að þær tala bjagaða ensku, en hún gleymir, að þær geta tal- að sitt eigið móðurmál og sumar þeirra kanske líka fleytt sér eitt- hvað á öðrum tungumálum, sem hún sjálf ekki kann orð í. Okkur Islendingum er kanske “kalt” og þörf á að verma okk- ur við aðdáun annara þjóða, en þegar útlendur kvenmaður rétt aðeins rekur trýnið í Island, skrifar um það bók og af sínum háa hesti “lætur svo lítið” að kasta nokkrum hrósyrðum í “þá innlendu” á þann hátt sem þessi stúlka gerir það — nei, okkur er skratta korninu ekki það kalt! WARTIME PRICES AND TRADE BOARD Spurt: Eru gömlu kaffi og te seðlarnir ónýtir síðan ákveðið var að nota E-seðlana? Svar: Allir kaffi og te seðlar frá nr. 14 til 29 í bók nr. 3 eru enn gildir. Þegar þeir eru upp- gengnir má nota E-seðlana jafn- óðum og þeir öðlast gildi. Spurt: Er hægt að hækka leigu þeirra sem fá ellistyrk bara vegna þess að styrkifrinn hefir verið aukin? Svar: Það er ekki hægt að hækka leigu þessa fólks aðeins vegna þess að styrkurinn hefir verið aukin, nema kanske á elli- heimilum og öðrum opinberum góðgerðastofnunum sem leigu- reglugerðirnar ná ekki til . Spurt: Er hægt að nota kjöt- seðla sem eru fallnir úr gildi, til þess að fá niðursoðinn lax? Svar: Nei. Kjötseðlarnir verða að vera góðir og gildir þegar laxinn er keyptur og það fæst ekki nema pund með hverjum seðli. Spurt: Eigum við að eyðileggja skömtunarbók nr. 3, þegar nr. 4 kemur út? Svar: Nei, ekki ef þið ætlið ykkur að fá sykur til niðursuðu ávaxta. Þessi sykur fæst ekki nema með fyrstu tíu F seðlunum í bók nr- þrjú. Spurt: Er nauðsynlegt að senda inn áætlanir um hve mik- inn sykur maður muni þurfa til HVERNIG GEYMA SKAL SIGURLÁNS - VERÐBRÉF — fyrir — FÁEIN CENT Á ÁRI SIGURLÁNS VERÐBRÉF eru verðmaet og skyldu aldrei vera geymd heima eða í skrifstofuskúffum. Komið þeim í örugga geymslu hjá bankanum. Þóknunin er sára lítil. Til dæmis: 25 cent borga fyrir geymslu á S250 Sigurláns Verðbréfi i heilt ár. 50 cent borga fyrir geymslu á S500 Sigurláns Verðbréfi fyrir árið. Fyrir þessa litlu borgun passar bankinn verðbréfið og annast innheimtu arðmiðanna á hverjum sex mánuðum, sem lagt er inn í viðskiftareikning þinn. Notið þessa afar ódýru tryggingu. Takið vara fyrir að geyma verðbréfin á öruggum stað. Allar upplýsingar gefnar á hveriu útibúi. THE ROYAL BANK OF CANADA niðursuðu ávaxta, eins og gert var í fyrra.? Svar: Hver sem vill getur fengið þennan sykur með því að nota fyrstu tíu F-seðlana í skömt- unarbók nr. 3. Fólki verður til- kynt um hvenær þessir seðlar ganga í gildi, það þarf ekki að senda inn neinar áætlanir. Spurt: Verður maður að láta af hendi D-seðla fyrir síaðar ó- sætar sveskjur sem fást handa ungbörnum? Svar: Já. Niðursoðnir ávext- ir handa ungbörnum eru skamt- aðir hvort sem þeir eru sætir eða ósætir. Það fást tuttugu únzur með hverjum D-seðli. Þessir á- vextir eru vanalega í fimm únzu dósum. Það fást fjórar svona dósir með hverjum seðli. • Kjötseðlar 35, 36, 37 og 38; smjörseðlar 46, 47, 48 og 49 falla úr gildi 29. febr. 1944. Sykurseðlar 27—28, smjör- seðlar 52—53, kjötseðlar 41 og D-seðlar 14, 15 og 16 ganga allir í gildi 2. marz 1944. • Spurningum á íslenzku svarað á ísl. af Mrs. Albert Wathne,* 700 Banning St., Winnipeg, Man. WAR SAVINGS CERTIFICATES BIFVAGNA NOTENDUR! Biðjið NU þegar um gasolíuleyfi og úthlutunar bækur fyrir næsta úthlutunar tímabil er hefst 1. apríl 1944 Hinn 31. marz falla úr gildi núverandi gasolíu leyfi og úthlutunar miðar. Eftir þann tíma verður engin gasolía seld nema gegn fram- vísan 1944-45 úthlutunar bóka. Eigendur allra gasolíu farartækja eru beðnir að leggja inn tafarlaust, beiðni um nýja út- hlutunarbók fyrir hvert farartæki um sig. Umsóknar eyðublöð verða að gefa nákvæm- ar upplýsingar. Fyrsta apríl byrjar 1944-45 úthlutunin, og verður að mestu leyti hin sama og nú er gild- andi. Öllum gasolíu farartækjum, öðrum en þeim sem notuð eru í þarfir kaupskapar, verður gefin lágmarks úthlutunarbók “AA” með 40 miðum fyrir venjulega prívat bíla, og 16 miða fyrir mótorhjól. Eigendur bíla og mótorhjóla sem þurfa meiri gasolíu en hér er tekið fram, og geta sannfært úthutunar- nefndina um réttmæta nauðsyn fyrir slíkri bejðni, verða gefnir uppbóta miðar fyrirfram fyrir árið sem endar 31. marz 1945. Fyrir þessa úthlutun til einstaklinga, verður ekki nauðsynlega tekið til greina fyrri ára þörf. Enn er skortur á gasolíu. Biðjið ekki um meira en yður er algerlega nauðsynlegt. Til þess að vera vissir um að fá mismunandi tegundir af gasolíu, verða allir eigendur slíkra farartækja að framvísa strax beiðni sinni um hvert tæki fyrir sig. Eftir fyrsta apríl leyfist engum sölumanni að úthluta gasolíu til annara en þeirra sem hafa license plötu númer sitt skrifað með bleki á hvern úthlutunarmiða. Einnig verða þeir að hafa miða límdan á framgler bílsins sem sýnir flokkun farartækisins fyrir árið 1944-45 samkvæmt úthlutunar bók- inni- Til þess að öðlast leyfi og úthlutunarbók, verðið þér að fá umsóknar eyðublað á póst- húsi yðar. Lesið vandlega og fylgið þeim reglum sem þar eru teknar fram. Geymið vel úthlutunarbókina þegar þér fáíð hana. Það er ekki víst að þér fáið aðra ef þér týnið henni eða látið stela, fyrir vanrækslu. Skiljið hana aldrei eftir í bílnum, hafið hana ávalt í vasa yðar. DEPARTMENT 0F MUNITIONS AND SUPPLY Honourable C. D. HOWE, ráðherra CANADA IS SHORT 0F GASOLINE 4 Use Your Coupons Sparingly

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.