Heimskringla - 08.03.1944, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.03.1944, Blaðsíða 6
6. SIUA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. MARZ 1944 Skeyti til Þjóðræknisfélagsins Reykjavík, 18. febr. 1944 Professor Beck, , Winnipeg, Man. Congratulations and gratitude to the National League on its quarter century anniversary. — Sincere greetings to the con- gress and all its attendants. Sveinn Björnsson, ríkisstjóri • Reykjavík, 22. feb. 1944 Richard Beck, president Icelandic National League, Winnipeg, Man. Sendum Þjóðræknisfélaginu beztu árnaðaróskir með viður- kenningu fyrir. ágætt aldarfjórð- ungsstarf. Kunningjum og vin- um þökkum við síðustu sam- fundi og Vestur-íslendingum öll- um sendum við hugheilar kveðj- ur með ósk um áframhaldandi árangursríkt samstarf til við- halds íslenzku þjóðerni. Icelandic Foreign Minister and Wife • Reykjavík, 21. feb. 1944 National League President Richard Beck, Winnipeg, Man. In the name of Althing we send our best wishes thanking them for the twenty five years work they have done for Iceland and its culture. Presidents of the Althing • Reyjavík, 21. feb. 1944 Icelandic National League, Winnipeg, Man. Congratulations on your anni- versary and best wishes for the future. -r University of Iceland • Reykjavík, 19. feb. 1944 Icelandic National League, President Richard Beck, Winnipeg, Man. Cordial greetings to the Ice- landic National League on its twenty fifth anniversary. We acknowledge with gratitud^ your promotion of good will and cooperation between Icelanders here and their kinsmen in the west. May all blessings attend your work in the future. Þ j óðræknisf élagið Árni Eylands Ófeigur Ófeigsson Valtýr Stefánsson • Reykjavík, 21. feb. 1944 Þjóðræknisfélag V.-lslendinga, Winnipeg, Man. Congratulations. Best wishes. Prestafélag Islands • Reykjavík, 19. feb. 1944 Richard Beck, President Icelandic National League, Winnipeg, Man. Óska Þjóðræknisfélaginu gæfu gengi framtíðinni. Agnar Kl. Jónsson • Akureyri, 17. feb. 1944 Richard Beck, Winnipeg, Man. Cordial greetings and con- gratulations on occasion your celebrating 25th anniversary of Icelandic National League. Best wishes for successful work and increasing good will between Iceland and America. Benjamín Kristjánsson Friðrik A. Friðriksson Jónas Thórðarsop Haukur Snorrason Friðgeir Berg Gunnl. Tr. Jónsson Jóhann Thorarensen Björgvin Guðmundsson Bjarni Jónsson Halldóra Bjarnadóttir Jón Jónsson Munka- þverá. Reykjavík, 21. feb. 1944 Þjóðræknisfélag V.-lslendinga, Winnipeg, Man. Best wishes and greetings. íþróttasamband íslands Ben G. Waage, • Reykjavík, 18. feb. 1944 Icelandic National League, Winnipeg, Man. Recollections of my husbands activity in Þjóðræknisfélag in- spire fond memories. Congratu- lations and warmest greetings on this anniversary. Thorunn Kvaran • New York, N. Y., Feb. 18, 1944 Richard Beck, President Icelandic Patriotic League of America Winnipeg, Man. Deild íslenzka Þjóðræknisfé- lagsins í New York sendir ykkur innilegar hamingjuóskir á tutt- ugu og fimm ára starfsafmælinu og beztu óskir um heillaríkt framtíðarstarf. Icelandic Society of New York Grettir Eggertson Gunnar Magnússon Hannes Kjartansson Mrs. Guðrún Camp Mrs. Vilhj. Stefánsson • Blaine, Wash., Feb. 22, 1944 Dr. Richard Beck, Winnipeg, Man. The literary society Jón Trausti, celebrating its twenty- fifth anniversary sends fraternal greeting and best wishes to the Icelandic National League also celebrating its twenty-fifth an- niversary. Question of associate membership to be decided at the March meeting. A. E. Kristjánsson • Reykjavík, Feb. 21, 1944 Icelandic National League, Professor Richard Beck, Grand Forks, N. Dak. On the twenty-fifth annivers- ary of the Icelandic National League I wish the League may succeed in the work for lasting friendship between the old country and the new world and for the Icelandic nationalitys growing and worthy tribute to the cultural life of the nation of America. Jakob Gíslason. • Reykjavík, 5. feb. 1944 Á tuttugu og fimm ára afmæli Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi sendum við því þakkar- og heillakveðju. Við teljum okkur og heimili okkar eiga meira að þakka Vest- ur-íslendingum, en orð fái lýst. Höfum við þá í huga bæði ein- staka menn, söfnuði og félög. Frá þeim árum, er við dvöldum á meðal yðar og fengum tæki- færi til að kynnast menningar- og þjóðræknisstarfi vestan hafs er margs að minnast. Það er 'okkur uppörvun og gleði að minn ast fjölmargra manna og kvenna, sem tengdu nafn sitt við íslenzk- ar hugsjónir og fórnuðu kröft- um sínum í þágu þjóðræknis- málsins. I þeim hópi höfðum við nánust persónuleg kynni af dr. Rögnvaldi Péturssyni, svo að við getum ekki hugsað til Þjóðræknisfélagsins, án þess að hugsa til hans um leið. En blessuð sé minning þeirra allra, sem einhverntíma hafa staðið á verði, til varnar því, að Islend- ingurinn í fjarlægu landi glat- aði sjálfum sér. Það er ósk okkar og bæn, að á komandi dögum fái Þjóðræknis- félagið lifað, starfað og sigrað undir merkjum þeirra hugsjóna, er kyntu eldinn í hjörtum frum- herjanna. Guð gefi hverju góðu máli sigur. Þóra Einarsdóttir Jakob Jónsson • Washington, D. C., 17. feb. 1944 Það má fullyrða, að íslenzku þjóðinni er nú orðið fyllilega ljóst hið þýðingarmikla starf, sem Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi hefir unnið á und- anförnum 25 árum. Störf Þjóð- ræknisfélagsins og dugnaður og fórnfýsi Vestur-lslendinga við að vernda íslenzka tungu og menn- ingu mitt í mannfjölda stórþjóð- anna eru ógleymanleg og einn fegursti þáttur í sögu Islendinga. TVIegi gifta fylgja störfum ykk- ar á öllum ókomnum árum. Thor Thors • Árborg, Man., 23. feb. 1944 Hugheilar árnaðaróskir og þakklæti fyrir alla samvinnu í liðinni tíð, til Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, á 25 ára afmæli þess. Þjóðræknisdeildin Esjan, Marja Björnson, forseti Herdís Eiríksson, ritari • Winnipeg, Man., 23.feb. 1944 Dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi Kæri vinur: Hugheilar árnaðaróskir vilj- um vér nú tjá Þjóðræknisfélagi Islendinga í Vesturheimi á 25 ára afmælishátíð félagsins. Oss virðist saga félagsins frá byrjun vera eftirtektarverð og merkileg á margan hátt. Um leið og vér framvísum þeim kveðjum og árnaðaróskum viljum vér lýsa því-yfir, að vér samgleðjumst félaginu út af hinni margvíslegu og miklu vin- semd og aðstoð frá Islandi og Is- lendingum heimaþjóðarinnar, sem það hefir orðið aðnjótandi um margra ára skeið. Ekki sízt samgleðjumst vér félaginu út af þeim miklu og sérstæðu vin- semdar- og virðingarmerkjum sem opinberast í því að stjórn Islands sendi virðulegan sendi- boða og erindreka frá sér á árs- þing félagsins nú, og á hátíða- samkomurnar, sem haldnar eru út af 25 ára afmæli félagsins. Virðist oss að sá vinsemdar og virðingarhugur opinberist ekki sízt í því að stjórnin valdi til þeirrar farar og hingaðkomu einn hinn allra glæsilegasta og mikilhæfasta son ísjenzku þjóð- arinnar. Vér biðjum félaginu og hinum góða heiðursgesti þess, drottins blessunar í bráð og lengd. Með vinsemd og virðingu, Hið ev. lút. kirkjufélag Isl. I Vesturheimi H. Sigmar, forseti E. H. Fáfnis, ritari Biskupinn af Hereford hitti eitt sinn lávarð, sem var mjög hrokafullur. “Eg fer aldrei í kirkju,” sagði lávarðurinn, “ef til vill hafið þér veitt því eftirtekt, biskup.” “Já, eg hefi tekið eftir því,” svaraði biskupinn alvarlega. “Ástæðan fyrir því,” sagði lá- varðurinn, “er sú, að þar eru alt- af svo margir hræsnarar.” “Ó, látið þér það ekki hafa á- hrif á yður,” sagði biskupinn brosandi.. “Það er altaf nóg rúm fyrir einn í viðbót.” ★ ★ * Hún: “Jón, ástin mín. Engum myndi eg leyfa að kyssa mig svona, nema þér.” Hann: “Eg heiti ekki Jón.” “En ekkert er ómögulegt, sé kærleikurinn með í verki,” sagði eg- “Nei|” hvíslaði hann, “það segir þú satt, “óhamingjan skeður fyrst þegar kærleikurinn verður aflvana.” “Þangað til nú hefir föðurleysið ekki skað- að mig mikið,” sagði eg. “En eftir þetta er það annað mál. Eg er heldur ekki svo gamall.” Malluc gekk til mín, laut dálítið niður og lagði.hendina á öxl mína. “Dick,” sagði hann, “segðu mér satt, finst þér í hjarta þínu að þú þarfnist mín?” Eg flutti hendur hans frá herðum mínum og lagði þær á brjóst mitt, og greip svo fast um úlnliði hans að það brakaði í þeim. “Við skulum nú sjá hvort þú getur losað þetta tak faðir minn?” sagði eg. “Við skulum nú reyna okkur, reyndu að losa þig.” Hann leit spyrjandi augum á mig, og skildi auðsæilega ekki hvað eg átti við með þessu. Hann hafði skilið það af málrómi mínum, að þetta var ekki spaug, og auk þess tók eg svo fast á að hann hlaut að finna mikið til. Að síð- ustu skildi hann samt þessa óvenjulegu hólm- göngu áskorun, og gerði mótspyrnu eins og ósjálfrátt. Eg gat fundið hvernig vöðvar og sinar strengdust og hnykluðust er fingur mínir herfust að úlnliðum hans, eins og skrúfþvingur. Hann reyndi ekki að hnikkja að sér höndunum með snöggu átaki, en herti á aflrauninni smám saman eins og eg gerði. Svitinn braust fram á enni hans og æðarnar á því þrútnuðu út svo að það var hræðilegt að sjá. Þessi einkennilegi bardagi, sem við háðum þegjandi, varaði eina eða tvær mínútur. Eg vissi að eg kvaldi hann, það var ómögulegt ann- að með þá mótstöðu, sem hann veitti, því að það var eins og að ætla að snúa sig lausan úr skrúfu- klemmu. Eg var á nálum að úlnliðir hans brotnuðu, húðin flumbraðist og fann eg hvern- ig heitt blóðið streymdi eftir höndum mínum. Andlit hans var ennþá rauðara og sterkar hvít- ar tennurnar sáust gegn um opnar varirnar. Svo gafst hann upp og var varnarlaus fangi minn. Án þess að losa takið svo nokkru munaði, horfði eg á hann með sigrihrósandi brosi, og ef hann las ekki sonarástina í augum mínum var það ekki mín sök. “Sjáðu til pabbi,” sagði eg. “Svona ætla eg að halda þér föstum í framtíðinni, ekki einungis með höndunum, heldur og með hjartanu. Þú getur talað þangað til þú ert uppgefinn, eins og þú ert nú, þú getur rökrætt og andmælt eins mikið og þú vilt, en þú skalt aldrei sleppa í burtu.” Eg slepti honum og horfði með dálítilli iðr- un á særða hendi hans, en eg hugsa að hann hafi ekki sjálfur tekið neitt eftir því. Tárin stóðu í augum hans. Eg hafði gefið honum stranga lexíu en hún var gerð af kærleika. “Eg hefi pínt þig,” sagði eg, “og þykir mér vænt um það. Alt er betra en sjá þig hverfa af sjónarsviði lífs míns á ný. Eg viðurkendi þig sem föður minn, er eg reyndi að berjast við þessa skálka og svo kemur þú og reynir að sanna mér að það sé rangt af þér að kannast við mig sem son þinn. Við höfum rætt þetta nóg. Þú hefir gert alt, sem þú gast til áð rökræða ham- ingjuna úr hendi þinni, og mig út úr hjarta þínu; nú væri réttara fyrir þig að hætta því- líku fjasi, og reyna að gera hið bezta úr því, sem fyrir höndum er. Þú getur ef þú vilt nefnt þetta nýtt afl, sem hjálpar þér áfram, en skilur aldrei við þig. Fanst þér það ekki þvílíkt afl sem í mér bjó áðan?” “Guð blessi þig, Dick. Eg trúi þér,” sagði hann lágt. “Enginn annar maður hefði getað haldið mér á þennan hátt.” “Þá skaltu líta á það sem afl, sem er sterk- ara þér,” sagði eg. “Þú getur sagt hvað sem þú vilt, en það eru tengsli milli föður og sonar, sem eigi er hægt að lýsa með orðum — og nú” eg rétti handleggina í áttina til hans — “þegar við höfum útrætt þetta mál, þá getur þú geng- ið alla leið og játað að eg hefi rétt til að faðma þig” Síðar þennan dag skyngdist eg inn í her- bergið sem Lenni lá í, og kom að Suzy óvörum, þar sem hún var að gefa' Lenna sama meðalið og Martha hafði með svo góðum árangri gefið mér. “Gættu að Suzy,” sagði eg, “þetta er sterkt meðal handa helsærðum manni og verður að gefast gætilega.” “Æ, hvaða þvættingur er þetta, Dick,” sagði Lenni. “Þetta blessaða land er nú ekki svo afleitt eftir alt saman!” “Svo þú ætlar þá kanske ekki að fara til baka til Frakklands?” “Nei, ekki eftir að eg hefi fengið þetta heiðursmerki og leyfi til að bera það,” sagði hann og dró Suzy að sér. “Eg hefi fengið tvö og hugsa eg að annað þeirra gefi mér svolítinn rétt yfir þínu heiðurs- merki,” sagði eg. “Það er svo sem sjálfsagt,” sagði Suzy og kysti mig. Næsta skiftið þegar Martha og eg gengum niður að ströndinni tíl að fá okkur morgun- baðið, staðnæmdumst við hjá klettunum, horfð- um og eftirvæningarfull út á hafið, horfðum síðan hlægjandi hvert á annað. “Mér þætti gaman að vita eftir hverju við getum vonast næst?” sagði Martha. “Ekki neinu illu,” svaraið hún. “Neptun- us hefir verið okkur náðugur. En stundum hefir hann gert mig illa hrædda á þessari strönd. Hérna hitfi eg Malluc í fyrsta skiftið, og hérna vorum við næstum druknuð við björgunar tilraun, hér var Jeannat dreginn í land, hérna fann eg þig næstum dauðan.” “En samt finst mér við ekkert þurfum að óttast frá Neptunusi,” sagði eg. Hann hjálp- aði mér vel og hann sá fyrir Balton, sem var stærsti greiði, sem hugsast gat, ekki einungis fyrir okkur heldur og þjóðfélagið yfirhöfuð og svo að við nú ekki gleymum pabba.” “Mér þykir gaman að heyra þig segja þetta orð,” sagði Martha lágt. “Eg elska það, Martha,” sagði eg. “Þetta er alt svo dásamlegt, Dick. Ef eg væri heiðin skyldi eg reisa svolítið musteri —- og syngja þar sálma hafgyðjunni til heiðurs. Eg gat heyrt röddina hennar í fyrsta skiftið, sem eg kysti þig.” “Já, sá gamli höfðingi hefir ekki yfir neinu að kvarta. Hvern morgun leyfi eg honum að faðma hina yndislegu brúði mína, betur get eg varla gert.” Við stungum okkur svo í hafið og syntum rösklega og er við vorum komin í land sátum við um stund og horfðum á leik báranna. Alt í einu sagði Martha: “Hvernig finst þér að eiga föður?” “Það svalar gamalli, óuppfyltri þrá, ástin mín,” svaraði eg. “En einkennilegast finst mér það samt, að mér virðist þetta ekkert sem hefir nýlega hlotnast mér.” “Hann sagði mér frá þessari merkilegu að- ferð, sem þú hafðir til að fá kröfur þínar viður- kendar,” sagði Martha. “Hvernig í ósköpunum datt þér í hug að fara þannig að?” “Orð duga stundum ekki,” sagði eg. “Eg er heldur enginn mælskumaður, og Malluc, eg á við að pabbi, mundi hafa hrætt sálina út úr líkamanum ef hann hefði mátt ráða. Það er ekkert sem drepur jafn skjótt tilfinningar og það að gera um þær heimspekilegar bollalegg- ingar. Hann er ekki ennþá losnaður við þau andlegu áhrif, sem hann varð fyrir í Þýzkalandi, áhrif af andlegri stefnu, sem ekkert vildi hafa með mannlegar tilfinningar að gera. 1 honum hafa þessar andstæðu stefnur barist og það hefir aftur haft skaðleg áhrif á hið meðfædda sér- vitringseðli hans.” “Þú getur nú ekki kallað hann reglulega sérvitran,” sagði Martha. “Alt sem hann gerir er mjög skynsamlegt með ráðstöfun og viti.” “Já, en það er þrátt fyrir, en ekki vegna röksemdafærslu hans. Hann snýst í hring á reglubundin og óreglubundin hátt í senn til að ná niðurstöðu sem hann hefir ákveðið fyrir- fram. Hann gengur í óreglulegan hring og stundum til hliðar og reynir í öfugar áttir að ná settu marki.”* “Hættu, hættu!” sagði Martha. “Geturðu ekki séð hversu mjög þú líkist honum, Dick? Ó, nei, þú getur auðvitað ekki séð það! Nú, það getur verið að hann sé sérvitur, en hann er ástúðlegur.” “Ástúðlegur og sérvitur,” sagði eg sam- þykkjandi. “Þrátt fyrir allar sínar vísinda hugleiðingar er hann eins og fljótfær og hjarta- hlýr drengur. Eg elska hann bókstaflega.” “Og hann dáist að þér,” sagði Martha. “Hann safði mér, að hann héldi að hjarta sitt mundi springa, er hann sá þig í fyrsta skiftið, daginn sem hann Abner frændi gekk í kring með pílviðargreinina, en hann getur aldrei fyr- irgefið sér að hafa vanrækt þig svona lengi.” “Það er ennþá tími til að bæta úr því,” sagði eg. “Það sagði eg líka,” sagði Martha, “og á eg að segja þér hverju hann svaraði?” Hún hikaði og roðnaði dálítið. “Það er ekki nauðsynlegt ungfrú gráeygð,” sagði eg. “Eg get getið til þess. Hann sagði að hann vonaðist til að geta látið föðurást sína njóta sín á næstu kynslóðinni — eða eitthvað í þá átt.” “Já, og við verðum ekki ein um það,” hvísl- aði Martha. “Nei, það er rétt,” sagði eg, “við skulum ekki gleyma skyldum Lenna og Suzy í þeim efnum. Þetta lítur alt vel út.” Faðir minn var kominn í ljós milli klett- anna og veifaði okkur. Eg stóð upp og hjálpaði Mörthu á fætur og gengum við bæði á móti honum. Hún rétti honum hendina, sem hann bar upp að vörum sínum er hann leit á mig með tárin í augunum. “Dick,” sagði hann, “hvenær getum við nokkurntíma unnið til að eiga aðra eins dóttur og konu?” “Það getum við aldrei,” svaraði eg. “En ef við byrjum strax, og reynum eins vel og við getum alla æfi, þá getum við kanske nálgast takmarkið.” “Þú hefir rétt fyrir þér sonur minn,” sagði Malluc. “Stefnum áfram. Það verðum við öll að gera og aldrei þreytast við. ----ENDIR-----

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.