Heimskringla - 12.04.1944, Síða 8

Heimskringla - 12.04.1944, Síða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. APRIL 1944 FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Við báðar guðsþjónusturnar í Sambandskirkjunni n. k. sunnu- dag, verður minst manns sem var einn af frelsishetjum síns dags í trúmálum, og hlaut þess vegna marga óvini. En þrátt fyrir það, og alt sem.gert var til að lítils- virða hann, gerðist hann forseti þjóðar sinnar og dró upp sjálf- stæðisyfirlýsingu (Declaration of Independence), sem meffin dá enn, sem fyrjrmynd allra lýð- stjórna. Þessi maður var Thomas Jefferson, þriðji forseti Banda- ríkjanna. Haldið verður upp á minningu hans í flestum frjáls-* * trúar kirkjum Bandaríkjanna þennan dag. Einnig verður hans minst hér. Séra Philip M. Pét- ursson messar við báðar guðs- þjónusturnar. i ROSE THEATRE | ----Sargent at Arlington----- | Apr. 13-14-15—Hhur. Fri. Sat. 3 Ginger Rogers--Dennis Morgan "KITTY FOYLE" I Lucille Ball—James Craig | "THE VALLEY OF THE SUN" | Apr. 17-18-19—Mon. Tue. Wed. Glasbake to the Ladies I John Garfield—Gig Young I"AIRFORCE" Ann Miller—William Wright "REVEILLE WITH BEVERLY" OiiiHiHiunumiiiiiiiniiiiiiiiiiiinmiiiiiuiinHiiiiuiiiiniiiiiiiimitOl Messa í Árnesi Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árnesi sunnudaginn 16. þ. m. kl. 2 e. h. * ★ ★ Gjöf í Blómasjóð Sumarheimilis ísl. barna að Hanusa, Man.: Mrs. Grímur Magnússon, Geysir, Man._____________$5.00 í minningu um föðursystir henn- ar, Jóhönnu Bergmann, dáin 7. feb. 1944. Meðtekið með samúð og þakkl. Emma von Renesse, Árborg, Man. Sumarmálasamkoma Undir umsjón kvenfélagsins verður haldin í Sambandskirkjunni, Banning og Sargent FIMTUDAGSKVÖLDIÐ 20. APRÍL n, k. kl. 8 SKEMTISKRÁ: “O, Canada” 1. Ávarp forseta. 2. Violin solo_______________Dorothy Mae Jónasson 3. Óákveðið________________Dr. Sig. Júl. Jóhannesson 4. Einsöngur_________________Ungfrú Lóa Davidson 5. Upplestur_______________________ P. S. Pálsson 6. Einsöngur_____________jl__________Pétur Magnús 7. Kvæði_______________________ Lúðvík Kristjánsson 8. Söngflokkur Sambandssafnaðar: 1. Vorið er komið. 2. Ó fögur er vor fósturjörð. 3. Á heiði. “God Save The King” Kaffiveitingar Inngangur 25£ SAMSÆTI Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi til heiðurs Hæstaréttardómara Hjálmar A. Bergman, K.C. ROYAL ALEXANDRA HOTEL, WINNIPEG, Man. FIMTUDAGINN 27. APRÍL 1944, kl. 6.45 e.h. O, Canada Borðbæn Borðhald Ávarp samkvæmisforseta__i. Sr. Valdimar J. Eylands Minni Canada__________ Sr. Philip M. Pétursson Einsöngvar ___ ____________-_Mrs. Alma Gíslason Ávarp frá Norður Dakota Dr. Guðm. Grímsson, dómari Ávarp frá Icelandic Canadian Club A. G. Eggertson, K.C. Píanó sóló _______________Snjólaug Sigurðson Minni kvenna_________________Dr. Baldur H. Olson Minni heiðursgestsins _______Próf. Richard Beck Einsöngvar_________________________Kerr Wilson Ræða heiðursgestsins God Save the King—America—Eldgamla Isafold Fólk er beðið að klæðast EKKI samkvæmisfötum. Aðgöngumiðar kosta $1.75 og fást á skrifstofum íslenzku blaðanna, hjá Davíð Björnsson bóksala, eða hjá Guðmann Levy, 251 Furby St. Áríðandi er að þeir er óska að taka þátt í samsæti þessu tryggi sér aðgöngumiða fyrir 22. þ.m. ARSFUNDUR Viking Press Limited Ársfundur Viking Press Limited verður haldinn fimtu- daginn 13. apríl n. k. kl. 2 e. h. á skrifstofu félagsins, 853 Sargent Ave., Winnipeg, Mán. Fyrir fundi liggja hin venjulegu ársfundarstörf, svo sem kosning embættis- manna, taka á móti (og yfir fara) skýrslum og reikningum félagsins o. fl. Hluthafar eru beðnir að mæta stundvís- lega, og ef um fulltrúa er að ræða er mæta fyrir hönd þeirra, að útbúa þá með umboð, er þeir geta lagt fyrir fundinn til staðfestingar. —Winnipeg, Man., 29. marz 1944. í umboði stjórnarnefndar: S. THORVALDSON, forseti J. B. SKAPTASON, ritari THE ICELANDIC CANADIAN A Quarterly Magazine Established in October 1942. Subscription: 1 year $1.00; 2 yrs. $1.75; 3 yrs. $2.25 All issues are available. Send orders to: Circulation Manager, The Icelandic Canadian, 869 Garfield St., Winnipeg, Canada Heimskringla vill minna á sum- armál'asamkomuna í Sambands- kirkjunni á sumardaginn fyrsta (20. apríl). Þessar sumarfagnað- arsamkomur kvenfélagsins, eiga svo almennum vinsældum að fagna, að þeim má enginn gleyma. Á skemtiskránni eru ræður, söngvar og upplestrar, sem menn taka þátt í, sem ávalt skemta áheyrendum vel, eins og Páll S. Pálsson, Lúðvík Krist- jánsson og fleiri. Þá er og Dr | Sig. Júl. Jóhannesson með ræðu,' teljum vér víst, er í bundnu og| óbundnu máli hefir svo margt| fagurt túlkað og ekki sízt sílenzkt sumar. Fjölmennum á þessa samkomu. ★ ★ ★ Eftirfarandi skeyti frá Sigur- geir Sigurðssyni biskupi var les- ið upp við messu í Sambands- kirkjunni á páskadag. Skeytið var sent frá New York. Rev. Philip M. Pétursson Best Easter greetings to you, your family and congregation. God’s blessing on you all. Sigurgeir Sigurðsson ★ ★ ★ Gifting Þann 8. marz s. 1. voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti í Reykjavík, þau Jón Björnsson og fröken Matthildur Kvaran. Er hún dóttir séra Ragnars heit. Kvaran, er um eitt skeið var prestur Sambandssafnaðar hér í bæ og víðar, og ekkju hans, Þór- unnar Hafstein. Jón er yngsti sonur þeirra velþektu hjóna Gunnars skattstjóra Björnssonar og Ingibjargar konu hans. Að hj ónavígsluathöfninni afstaðinni var vegleg veizla haldin á Hótel Borg og sátu hana um fjörutíu manns. Jón vann á skrifstofum Bandaríkjanna í Reykjavík um tveggja ára tíma, en kom eftir kalli til Bandaríkjanna aftur þ. 16. piarz. Hann heimsótti fyrst foreldra sína í Minneapolis, en fór svo til Washington, D. C., þar sem hann býst við að dvelja um mánaðar tíma en gegna svo herkalli. Kona hans varð eftir heima í Reykjavík. — Heims- kringla óskar hinum ungu og efnilegu hjónum allrar blessun- ar. ★ ★ ★ í fregninni af P.O. Douglas M. Swanson í síðasta blaði sást oss yfir að geta nafna foreldra hans, en þeir eru hin góðkunnu og mikilsmetnu hjón, Mr. og Mrs. J. J. Swanson, Winnipeg. ★ ★ ★ Gift voru nýlega í Vancouver, Thorsteinn Einarsson, sonur Thorsteins Einarsson og Vilborg- ar konu hans í Campbell River, B. C., og Margaret Zita, dóttir Mr. og Mrs. Charles J. Lynch. Brúðurin er af írskum ættum. Rev. Father Geauregard gifti. Brúðarmær var Miss Frances Lynch, en brúðgumann aðstoðaði Bogi Sigurðsson. ★ ★ ★ Látin þ. 18. marz á almenna- sjúkrahúsinu- í Winnipeg, Mrs. Jarðþrúður Aðalheiður Eyjólfs- son, kona Magnúsar Eyjólfsson- ar bónda norðanvert við River- ton, merkiskona á bezta. aldri, frábær þrekkona og mikilvæg stoð manns síns, frá eiginmanni og fimm mannvænlegum börn- um, og stórum hópi systkina og frændaliði og vina. Samfylgd Eyjólfssons hjónanna varði í 32 ár og var farsæl með afbrigðum. Útförin fór fram í Riverton að viðstöddum mannfjölda 22. marz. A General meeting of the Ice- landic Canadian Club will be held in the Antique Tea Rooms, Enderton Bldg., Sunday evening April 16, at 8.30. Mrs. Th. Thorvaldson will sing and Mrs. V. J. Thordarson will give read- ings. — Refreshments served. — Everybody welcome. ★ ★ ★ Þann 8. apríl voru gefin sam- an í hjónaband að 960 Valour Road, Winnipeg, Jón Ingjaldson bæjarráðsmaður frá Selkirk og Jóna Gunnlaug (Lily) Johnson, sama staðar. Giftingin fór fram að heimili Mr. og Mrs. F. Cam, en Mrs. Cam er systir brúðar- innar. Yfir 60 manns vandamenn og vinir sátu ríkulega veizlu að heimili Cam’s hjónanna að gift- ingu aflokinni. Sóknarprestur lúterska safnaðarins í Selkirk framkvæmdi giftinguna. Ný- giftu hjónin setjast að í Selkirk. ★ ★ ★ Hjónin Mr. og Mrs. Júlíus Hólm, að Húsavick, Man., urðu fyrir þeirra sorg, að missa in- dæla litla dóttur sína Lorraine Margaret, eins árs og átta mán- aða gamla. Hún andaðist þ. 25. marz kl. 2.20 f. h. Útförin fór fram þ. 28. marz, undir umsjón Mr. Langrill, útfararstjóra frá Selkirk, frá heimili foreldranna, að mörgu fólki viðstöddu. Séra Sigurður Ólafsson í Selkirk flutti kveðjumál. — Litla mærin var lögð til hvíldar í Kjarnagrafreit. — “Guð huggi þá sem hrygðin slær.” S. Ó. ★ ★ ★ Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á miðvikudagskv. 19. apríl að heimili Mrs. Ágúst Blöndal, 108 Chataway Blvd. — Fundurinn byrjar kl. 8 e. h. Lótið kassa i Kœliskðpinn WvnoU m GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, Manager GUNNAR ERLENDSON PIANOKENNARI Kenslustofa: 636 Home St. Talsími 30107 TIL SÖLU FIELD GLASSES 1 large — 1 small Reasonable — Phone 45 689 Næsta lántaka sambands- stjórnar til stríðsins, nemur $1,200,000,000 og hefst 24. apríl. í Manitoba verður mint á þetta 22. apríl með sýningu, sem mikilsverð þykir og er í því fólgin, að menn svífa til jarðar í fallhlífum. ★ ★ ★ Gefin voru saman í hjónaband 31. marz s. 1. Stefán Bjarnason og Evelyn Guðfinna Eyjólfson, bæði frá Riverton. Hjónavígsl- una framkvæmdi séra Bjarni A. Bjarnason, á heimili sínu í Ár- borg. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Jóhann Bjarnason á Bakka, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. John Thorsteinn Eyjólf- son, og sonardóttir gáfumanns- ins Gunnsteins Eyjólfssonar. — Heimili hinna ungu hjóna verð- ur í Riverton. ★ ★ ★ Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla- vörðustíg 2, Reykjavík, Island. MESSUR og FUNDIR - í kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld 1 hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: Yngri deild — hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Eldri deild — annað hvert mánudagskveld kl. 8.15. Skátaflokkurinn: Hvert fimtu- dagskveld. Söngœfingar: lslenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. 1 #################################4 VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar •eynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, Dept, 160, Preston, Ont. Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5^. UTANASKRIFTIR TAKA SÍFELDUM BREYTINGUM Þrátt fyrir stríðshömlur hafa 31,500,000 SENDIBRÉFA Komið til réttra skila á árinu, handan hafsins Þér munið eftir miðanum “Change of Address” sem þér fenguð oss í hendur þegar þér breyttuð um heimilisfang yðar? Síðan þetta skeði hefir hvert einasta bréf sem hafði yðar upprunalegu áritun komið til vor og áritun yðar breytt og bréfin send yður. Hvert skifti sem þér breyttuð um heimilisfang hefir þetta endurtekist. * Þér getið hugsað yður hvort hér er ekki um afar mikið verk að ræða af vorri hálfu, þar sem þúsundir manna breyta um heimilisfang svo að segja daglega. En þrátt fyrir erfiðleikana sem skapast af þessufn sífeldu breytingum,. . . . þrátt fyrir erfiðleikana að finna þá á sjúkrahúsum . . . eða þar sem þeir taka sér hvíld . . . eða herdeild þeirra skiftir um verustað í . . þrátt fyrir ófyrirsjáanlegar hindranir loftskipa . . . þrátt fyrir hömlur óvinanna á sjó og landi. . . þrátt fyrir alla upphugsanlega erfiðleika . . . hefir pósthús yðar og póststjórn, komið til réttra móttakenda handan við höfin, 31,500,000 bréfum á árinu sem leið, 1943! Þér getið aðstoðað með því að sjá um að nægileg frímerki séu á öllu sem þér sendið með pósti. Fylgið þessum reglum: 1. Sjáið altaf um að bréf eða bögglar (vel um búnir) hafi rétta áritun. 2. Notið léttan pappír ef sent er með flugpósti, eða þá “Armed Forces Air Letter Forms”. Airgraph bréf taka lengri tíma vegna sérstakrar höndlunar. 3. Til þeirra sem eru í sjúkrahúsum, merkið bréf yðar “In Hospital”, þar sem yður er kunnugt um það. 4. Látið aldrei í bögglana neitt sem ekki þolir mikinn hita og kulda, eða neitt sem hætt er við skemdum. CANADA POST OFFICE Issued by the authority of the HON. W. P. MULOCK, K.C., M.P., POSTMASTER GENERAL

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.