Heimskringla - 12.07.1944, Síða 2

Heimskringla - 12.07.1944, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚLl 1944 J. S. frá Kaldbak: Frá Mikley vestur á Kyrrahafsströnd (Skyndimyndir) Tuttugasta og sjöunda maí s. 1. lögðum við hjónin og yngsta dóttir okkar, alfarin á stað vest- ur á Kyrrahafsströnd, eftir meir en aldarf jórðungs veru á Mikley. Eldri börn okkar tvö fóru vestur í febr. s. 1. Margir íbúar eyjarinnar fylgdu okkur til skips og kvöddu okkur með þeirri ástúð, sem að- eins síðasti skilnaður getur or- sakað. Jón Eiríksson — alment nefndur Jón póstur — alþekt Ijúfmenni, studdi okkur á skips- fjöl, og við lögðum frá landi. . í’ólkið stóð á ströndinni og veif- aði meðan til sást og við svöruð- um í sömu mint, en eg sá óglögt til strandarinnar, því að mistur lagði fyrir augun og var þó veður h'eiðskírt. Mikley skartaði sínum beztu klæðum þennan dag. Vorið var að halda innreið sína á eyjuna og fór djarft og hiklaust. Nafn- fræga Manitoba-sólskinið glóði í allri sinni dýrð og sást ekki yfir einn einasta kolblett vetrarins. Lítill fugl í landi söng altaf sömu trilluna svo yndislega, að hún bar af öðrum söng, líkt og stuttur málsháttur getur borið af stórri bók. Leið skipsins lá meðfram eynni fjórtán mílna vegalengd. Winnipeg-vatn skein í fangi sól- bjarmans eins og endalaus speg- ill, sem vorið sjálft gat séð feg- urð sína í. Vindurinn hafði gengið til svefns um stund, eftir svaðilfarir vetrarins. Trén upp á ströndinni, báru hátt nýlaufg- aðar krónur eins og þau væru að segja: Gaman er að lifa á vori. Hví eruð þið að fara út í bláan fjarskan? Hér er gott að vera. Þó að við séum jarðföst þráum við ekki að fljúga. Við erum sæl að fá fegurð, fæði og klæði frá mold móðurjarðar, og loft og lífmagnan himins. Nokkrir farþegar voru á skip- inu auk okkar. Þunglyndislegur Indíáni, mjög laglegur piltur, fór að spila á piano harmoniku, og söng dóttir mín og Jón Aust- mann vélamaður með; er hann ágætt “sport”, sló hann taktinn, og var eins og hann syngi allur — og hafði spilið og söngurinn helmingi meiri áhrif fyrir bragð- ið. Eg vil ráðleggja fólki að fara og hlusta á söng á sjóferð, þó að það kostaði meira en fara á leik- hús. Náttúran sjálf syngur með og tilfinningar vakna í sálum manna, sem annars sofa. Þó að Winnipeg-vatn sé stórt, tekur það enda eins bg tímanleg velferð. Áður en varði, rann skipið inn í Islendingafljót. Er það eina vatnsfallið í Ameríku sem náði nafnfestu á íslenzku. Lengi hafði þorpið, sem við það stóð, sama nafn, en enskunni þótti íslenzkan færast ofmikið í fang og skírði það Riverton og nú nefna allir þorpið — sem nú er orðinn bær — Riverton, nema ef undan væri skilið eitthvert gamalmenni íslenzkt á grafar- bakkanum. En Islendingafljót mun halda nafni, ef ekki á ís- lenzku þá á ensku. Fátt fólk var á bryggjunni, þegar skipið lagði að landi, enda var engra stórmenna von. Okkar góði, gamli vihur S. S. Berg- mann, beið þar með hlýtt hand- j tak, og innilega einlægni í við- I móti, sem er að verða sjaldgæf á ' þessari umsvifaöld. j , Rumanik kaupmaður, úkraníu maður að þjóðerni, léði okkur húsaskjól fyrir lægra gjald en hægt er að fá á aðal hóteli bæj- arins. Daginn eftir var sunnudagur, og urðum við að halda kyrru fyrir. C. P. vinnur ekki á sunnu- dögum, og er það í samræmi við lögmálið, enda hefir hann það í sínum höndum. Um morguninn heimsóttum við S. Sigurgeirsson og Kristbjörgu konu hans; eru þau ættuð af Mikley og nýlega flutt til meginlands. Búa þau rausnarbúi á höfuðbólinu Ósi Er örskamt þaðan að húsi Sveins Thorvaldsonar kaupmanns. — Horfast þessir athafnamenn í augu með velvild, sem er þó sjaldgæf á þessari orustuöld. — Keyrði Geiri mig út á land, sem hann á lx/2 mílu frá bænum. Var búið að brjóta mikið af því. Unnu þar tveir tractorar við að plægja og sá og fóru hamförum. Seinna um daginn heimsóttum við önn- ur hjón nýlega flutt af Mikley, Márus og Vilborgu Brynjólfsson, tóku þau okkur með einlægri gestrisni og vinsemd. Þaðan fórum við til sr. Eyjólfs Melans. Hafði hann farið til Árborgar til að messa og var ókominn.. Tók kona hans, Ólafía, á móti okkur. Er hún ein af mestu ágætis kon- um, sem eg hefi átt kost á að kynnast. Þó að hún sé vel lærð og vel gefin, gerir það hana ekki eftirtektaverðasta í mínum aug- um. Það sem mér finst merki- legast er að nærvera hennar leysir. hugsanir manns úr læð- ingu, og mun henni það að vísu ósjálfrátt. Minnir það á fornar sagnir að leysa úr álögum. Er þar um þýðingarmikið fyrir- brigði að ræða, sem nýja spekin skeytir ekki um, og á ekkert svar við. Þegar leið á kvöldið, kom séra Melan heim. í fylgd með honum voru Hannes Péturson kaupmaður frá Winnipeg og Gunnar Erlendsson organisti. — Var sezt að kvöldverði. Fóru samræður við borðið aðallega fram á milli Hannesar og séra Melans. Er ekki fólki hent úr fásinnu í Mikley að þreyta rök- ræður við slíka menn. Að lok- inni máltíð fórum við í kirkju til séra Melans. Fátt fólk var við messu og flest af því af léttasta skeiði. Saknaði eg æskunnar þar inni. En hún kaus heldur að dvelja undir berum himni úti í voldugri kirkju *vorsins ,og hlýða á raddir náttúrunnar og samræma þær við tónstiga sinn- ar eigin sálar. Heyrði eg óminn af gleði æskunnar inn um glugg- ann og hljómaði hún í eyrum mér eins og æðsta lofgerð til lífsins og höfundar þess. Aðal efni ræðu prestsins var MÝFLUGUGERÐ LOFTHERSKIPA í marzmánuði 1944 var skýrt frá því, að þessi gerð loft- herskipa, sem nefnast á ensku máli “Mosquito”, beri nú 500 punda sprengju undir vængjum sínum, auk hinna 1000 punda sprengju er áður var farmur: þeirra. Hér er sýnt hvar verið er að hlaða eitt þessara skipa með sprengjum. að brýna fyrir þessum fáu sál- um, að kirkjan gæti læknað öll mannanna mein. Mér datt í hug í einfeldni minni, að eftir aldri kirkjunnar að dæma, mundi hún sem hefir að orðtæki, “að lifa stutt og lifa vel.”' Er það á orði haft að Galli stingi á sig einu brauð “loafi”, þegar hann fer út í skóg og vinnur þar 10 klukku- nú af léttasta skeiði, og að hún tíma. En landinn þarf margar mundi verða að lúta sama lög- sortir matar í sömu vinnu, og Old Cases Needed A wooden case can be used, with care, for a period of 5 years continuously. There is now a great shortage due to lack of materials and labour. You will be co-operating with the Breweries in helping to conserve valpable wood supplies by turniing in your old cases as soon as possible. This co-operation will be greatly appreciated. DREWRYS LIMITED máli á jörðu hér og menn og mál- efni s. s. að geta alls ekki afkast- að því í ellinni, sem ekki var orká til að framkvæma á beztu þroskaárunum. C. P. fer á fætur fyrir dag. Dregur hann andann djúpt, þar sem hann liggur fyrir norðan bæinn — svo að gufuna ber við loft. Kl. tæplega 6 “þýtur hið grenjandi gufu ljón” inn á bið- stöðina, víkja allir úr vegi. Fýsir engan að verÖa undir hrömmum hans. Fornar sögur segja frá jötnum, sem ekki vissu afl sitt; hefði þeim að líkindum ekki þótt það nema meðalmanns verk að ganga framan að C. P. og stöðva hann á fullri ferð. En nú ofbýð- ur mönnum alt. Þó er alt útlit fyrir að þetta breytist. Nú eru synir að verða höfði hærri en feður þeirra, og að sama skapi digrari. Eru líkur til að risa-kyn eigi eftir að rísa upp á jörðu hér, sem útrými vélaaflinu. Mjúklega dyllar C. P. gestum sínum, þegar á stað er komið, og vaggar þeim ýmist í svefn eða óljósa dagdrauma. Islendingar námu þetta land í upphafi, sem nú brunar lestin eftir. Hver Is- lendingur, sem ber þjóðarmetn- að í brjósti lyftir höfði hærra um leið og farið er í gegnum blóm- legar bygðir og reisulega bæi Nýja-íslands. Hér hafa vitrir menn og starfsamir verið vel að verki. Það eru aðeins 70 ár síð- an Islendingar komu að þessu landi, sem þá var ýmist karga skógur, eða botnalausir mýrar- flóar, mállausir útlagar á enska vísu, með tvær hendur tómar. En þróttur norræns kyns segir ekki afhendis sér. Nú er búið að breyta skóginum í akra og þurka mýrarflóana. Hjarðir una á beit í bú^ælum högum. Akvegir liggja eins og lífæðar í allar áttir, og bifreiðar þjóta með 60—70 mílna hraða þvert og endilangt. En í gegnum alt þetta öslar C. P. blásandi eins og hvalfiskur og eirir engu. Snemma á tímum fóru Gallar að flytja inn á meðal Islendinga í Nýja-íslandi. — Nú á tímum, síðan leiftur-lampi rússneskrar herfrægðar lýsti upp Vesturlönd, svo að margir fengu ofbirtu í augun og flýðu inn í rökkursæla klefa kapitalismans, til þess að frelsa sjónina, kalla allir Gallar í Nýja-íslandi sig Úkraníumenn. Fjölgar þeim ótt, og færast mjög í aukana. Eru þeir búmenn góðir, og skeyta minna um nautnir og sællífi en landinn, finnur þó að við konuna á kvöld- in, að hann hafi ekki fengið nóg. Sú forspá læðist í lofti, og skýtur upp höfði á rökkur- stundum, að Göllum muni fjölga svo mjög og vaxa megin í Nýja- íslandi, að þeir að lokum reki Is- WeÍD hiENTIFICATia; Til að ráða við illgresi þarf að þekkja þau. Ef þú ert ekki kunnugur tegundinni komdu með sýnishorn til umboðs- manns okkar, og færðu þá svar frá “Farm Service Dept.” Mynda bæklingur “Guide to Prairie Weeds”, gefin út af “Farm Service” okkar, er fá- anlegur eftir beiðni hjá öll- um Federal kornhlöðum. FEDERAL GRAIN T.imited Af þektum mönnum í Winni- peg, fann eg að máli Jónbjörn Gíslason og Davíð Björnsson, og hafði eg ánægju af fundi beggja. Hefir Jónbjörn hvassa sjón á kostum og göllum þessarar skrítilegu sjóferðar, sem við köll- um mannlíf, en Davíð er glæsi- menni í sjón og drengilegur, og lætur lítt uppi þá hæfileika, sem hann býr yfir. Fyrsta júní kvöddum við Mrs. Olson og fólk hennar með eftir- sjá. Var dóttur okkar, sem hafði hvalið í húsi hennar heilan vet- ur, og hún reynst henni eins og sönn móðir, tilfinningamál að kveðja hana, eins og þessar vísur sýna: Þú studdir mig ungt og óþroskað barn. Þín ást var sem sólskinið bjarta. Og fyndist mér lífið sem flug- hálkuhjarn, Eg flúið gat að þínu hjarta. Sá guð, sem að allan góðhuga sér, Greiði frá sál þinna vona. Þó gleymi eg mörgu, eg gleymi aldrei þér Greinda og ágæta kona. Biðsalur hótelinu C. P. í Alexandra Winnipeg er heill lendinga út í Winnipegvatn. heimur út af fyrir sig — og sjá Komi sú tíð, sem vonandi er að þar er alt harja gott. Ljós í öll- ekki verði, mega Ný-lsl. taka um litum regnbogans, skína þar undirmeð okkar frægasta kímn-j t allri sinni dýrð> þó um hádag isskáldi. Það er þó helvíti hart, I sá eins og hlaar! rauðar og græn- að hafa ekki jörð til að standa á.”j ar sólir a öðrum hnöttum. Her- Ný-íslendingar eru ágætis fólk gltip hfður þar á stokkum með rá og höfðingjar heim áð sækja. Það og reiða og ollum tækjum. Ber reyndi eg sjálfur 1939, og skulda það hátt eins og Orminn langa eg þeim ógleymanlégt þakklæti forðum daga, og er tákn þess, að frá þeim tírna. Þeir eru hin út-'f Canada er frændrækin stjórn, valda þjóð hins fagra Nýja-Is- þegar Englendingar heyja stríð lands. Gyðingar voru líka út- við Húnana. Menn þeir sjá það valin þjóð landsins helga, en við han3) þegar þeir fara að sam- þeim hélst ekki á því. Sitt er eina brezka veldið á ný í kirkju- hvað gæfa og görfugleiki sagði legum friðaranda. — Fólkið Grettir. j streymir um salinn. Allir eru Engin þreytumerki voru á C. að flýta sér, líkt og öldurnar á P. að sjá, þegar hann fór yfir Winnipegvatni, þegar þær þjóta lækinn hjá Winnipeg Beach og upp að ströndinni í ofsaroki. Þó hafði lagt alt Nýja Island undir er sá mismunur, að öldurnar fá fót í einum spretti. Brældi frítt far hjá guði sínum, en hinn hann kolin í gríð, og spýtti svo almáttugi dollar stöðvar fólks- hart um tönn, að bar við himin. öldurnar í öðru hverju spori, með Lá leiðin í gegnum Selkirk og hæversklega ávarpinu: “if you þaðan inn á fyrstu voldugu sléttu please”. — “Goðmundur kóngur þessa mikla meginlands á leið- er kurteis og hýr, yfir köldu inni frá Riverton, unz áð var á býr.” biðstöðinni í Winnipeg. Þaðan j C. P. brunar út úr borginni kl. fórum við til Mrs. Jónínu Olson 10.30 f. m. Nú er ferðinni heitið á Young stræti, 629; tekur hún á móti gestum með þeirri sjald- er enn að verki á jörðu hér og flýtir sér ekki. Hann veit að tíminn er eilífur — eða ekki til, eins og sumir halda. Slétta Vest- urlandsins er eins og hjarta, Sem sendir næring út um alheims líkamann. Hér ber að líta höf- uðból margra stórbænda. Enda- lausir akrar blasa við augum hvað hart sem lestin fer. Hundr- uð af hestum, nautgripum, svín- um og alifuglum eru meðfram brautinni og líta ekki upp þó að C. P. grenji. Skepnurnar vita fyrir vanann, að hann er ekki í drápshug, en bara að flýta sér. Fyrsti stórbærinn, sem farið er í gegnum er Brandon. Þar eru ýms mannvirki, en enginn tími var til að skoða þau, því að lestin stansaði lítið. Það er haldið á- fram unz Manitoba þrýtur og komið er inn á mesta sléttufylki Vesturlandsins, Saskatchewan. Hér nær sléttan hámarki sínu. Jafnvel C. P., sem þó er fljótur í förum, virðist hægja á sér og ör- vænta um, að komast yfir þessa víðáttu. Hvað mörg hundruð mílur sem farið er blasir við sléttan og virðist endalaus eins og eilífðin. Veður var yndislegt, ýmist sólskin eða gróðurskúrir. Kondoktorinn, sem seldi kaffi og samviskur sagði: “Nú er öllum óhætt að éta og drekka og vera glaðir, því að það verður mikil uppskera í Saskatchewan.” Framh. TÍU LAGABOÐORÐ beint vestur að hafi. — “Go west young man”. — Þeir gömlu slæð gæfu íþrótt að samræma í gerð- ast með eins og aukaatriði. um og viðmóti gamla íslenzka En svo yngjast þeir kanske upp gestrisni og nýtízku framkomu1 aftur, British Columbia er sögð enskrar siðvenju. Er ekki öll- undranna og æfintýranna land. Eg fékk löngun til að kveðja Winnipeg við lækin. Eg bjóst Winnipeg er fríð borg. Allurjekki við að sjá hana í þessu lífi svipur hennar er samræmdur, aftur, og kanske ekki í hinu líf- sléttunni. Hún er sjálfkjörin inu heldur, svo að þefta var síð- um hent að leika þá list svo að vel fari. höfuðborg hennar. Við dvöldum þrjá daga í Win- nipeg, og heimsóttum fáa. Eg þekki ýmsa heldri menn þar persónulega. — En mönnum eins og mér, sem dvalið hafa langvist- um á útjöðrum okkar margdáðu menningar, og orðið að tala við sjálfa sig út í frumskógum, er stirt um mál í margmenni. Eru asta tækifærið. Mér hugkvæmd- ist að senda gufukatlinum hug- skeyti, og biðja hann að bera kveðjuna inn yfir bæinn, ekki skorti hann róminn. Varð hann við þeirri kvöð minni og grenjaði kveðjuna til baka um leið og hann þaut í vestur-veg, með svo ógurlegu orgi, að allir tóku fyrir eyrun, svo að enginn heyrði hvað mörg íslenzk stórmenni í Win- hann sagði, og Winnipeg er jafn nipeg, sem draga andlegan þroska og næring úr þrem rót- um, s. s. íslenzkri þjóðrækni, kirkjumála ástundun og enskri fyrirmensku. Á fátækur sveita- maður með andstæða lífsskoðun ekki annað erindi í skrauthýsi þeirra, en finna óeðlilegan mis- mun á lífskjörum, sem ekki verð- ur að gert. ófróð um það eftir sem áður að þrjár manneskjur fóru vestur að hafi, sem kusu að kveðja hana. Nú er komið út í hina miklu brauðkörfu Vesturlandsins. Hér nær voldug slétta Rauðárdalsins svip sínum og stærð. 1 örófi alda syntu fiskar hafsins veg þann, sem nú rennur C. P. á tein- um sínum. Andi sköpunarinnar Tíu lagaboðorð giftra kvenna, sem sagt er, að Carmen Sylva Rúmeníudrotning hafi samið. 1. Ekki skaltu vera orsök til fyrsta ósamlyndis ykkar hjón- anna, en byrji hann, skaltu verja málstað þinn duglega. Það hefir vanalega góðar afleiðingar að vinna fyrsta sigurinn. 2. Hafðu það hugfast, að þú giftist manni, en ekki guði, og verður þú að taka vægilega á brestum hans. i 3. Vertu ekki altaf að nauða um peninga við manninn þinn; jreyndu að komast af með það, i sem hann, með góðu, lætur þig fá. j 4. Ef þér finst maður þinn I vera kaldlyndur, þá gefðu hon- um daglega vel tilbúinn mat með blíðu, og þá muntu hitta hjarta- strengi hans. 5. Einstöku sinnum skaltu lofa manni þínum að hafa síð- asta orðið, það gleður hann, en skaðar þig ekki. 6. Þótt þú eigir annríkt dag- lega, skaltu samt líta 1 blöð og bækur. Það gleður mann þinn, að geta talað við þig um almenn málefni, en ekki sífelt búhnauk og matarskraf. 7. Vertu ekki frekjufull við mann þinn, mundu eftir því, að sú var tíðin, að þú settir hann að gæðum og kostum upp fyrir alla aðra menn. 8. Viðurkendu við tækifæri, að maður þinn hafi rétt, og að þú sért sjálf ekki fullkomlega ó- skeikul. 9. Sé maður þinn hæfileika- maður skaltu vera honum vinur. En sé hann það ekki, þá skaltu vera honum vinur og ráðgjafi. 10. Þú skalt virða skyld- menni manns þíns, einkum móður hans; hún elskaði hann löngu fyr en þú.—Dagur. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.