Heimskringla - 12.07.1944, Síða 3

Heimskringla - 12.07.1944, Síða 3
WINNIPEG, 12. JÚLl 1944 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA DÁNARMINNING Þórunn Einarsdóttir Tait Þann 16. marz s. 1. andaðist að heimili sonar Síns Leonard Tait og konu hans, Miami, Florida, ekkjan Þórunn Einarsdóttir Tait, eftir langt og strangt sjúkdóms- stríð, nær því að verða 70 ára, fædd 23. maí 1874 að Kamps- felli í Eyjafirði. Foreldrar henn- ar voru merk myndarhjón, Ein- ar Jóhannesson og Guðrún Abrahamsdóttir, þar búandi. — Árið 1883 fluttust þau til Ame- ríku með dætur sínar tvær, á- samt flestum systkinum Guðrún- ar og þeirra fólki, ásamt móðir þeirra systkina, og settust að í Nýja Islandi suður af Gimli. Þar bjuggu foreldrar Þórunn- ar 7 ár við líkan kost og margir áttu nýkomnir að heiman. Árið 1890 tóku 3 systkini Guðrúnar og móðir þeirra sig upp og fluttu vestur, mynduðu Pipestone- bygðina suðvestur af þorpinu Sinclair, Man., sem þá var að mestu óbygt, en á leið vestur staðnæmdust þau Einar og Guð- rún í Argyle-bygðinni yfir vetur eða svo. Þau tóku sér heimilis- réttarland í áður nefndri bygð, og bjuggu með börnum sínum til ársins 1921 að fjölskyldan seldi bú sitt og flutti til Blaine, Wash. Var Einar þá dáin fyrir nokkrum árum, en Guðrún andaðist hjá dóttir sinni nokkrum árum eftir að vestur var flutt. Af 7 systkinum ,börnum Ein-' ars og Guðrúnar, komust 3 til fullorðins ára öll vel gefin! myndar og dugnaðar manneskj- ur. ' Þórunn elzt, þá Aðalbjörg litlu yngri, nú Mrs. Th. Kristjánsson,! nú búsett í Seattle, Wash., báðar I systkurnar fæddar að Kambs- felli; B. Theódór, fæddur í Nýja| Islandi, nú giftur og búsettur í| Blaine, Wash. Þau systkin öll mjög samrýmd. Ung að aldri mun Þórunn sál. hafa farið að vinna fyrir sér í vistum sem þá var altítt, þar til árið 1893, að hún gekk að eiga dugnaðar og snyrtimennið Mag- nús Teitsson (skrifaði sig alla tíð Magnús Tait), ættaðan úr Stykk-j ishólmi á Islandi, í áður nefndri bygð, reistu bú og fartiaðist vel, komu sér upp góðum, haganleg- um og smekklegum byggingum, sem þau kappkostuðu að prýða bæði úti og innán af dugnaði og næmum fegurðarsmekk sem þau höfðu yfir að ráða; urðu fljótt forystumenn að öllu er til fram- fara laust í sinni bygð. Urðu forgöngumenn að myndun og byggingu barnaskóla í sínu hér- aði, stofnun og viðhalds lestrar- félags, svo lengi í bygðinni voru, ein af mörgum sem komu upp samkomuhúsi sem lífgaði og glæddi samkvæmislíf í bygðinni á fyrstu árunum, eins studdu þau ötullega kristilega starfsemi. Á heimili þeirra var oft gest- kvæmt, þau bæði prýðisvel gef- in, lásu mikið og framkoman svo aðlaðandi og lipur, voru vel að sér í ensku máli fyrir alómentað- ar manneskjur nema af sjálfum sér,.sögðu svo vel og greinilega frá því er lásu að bara var hag- mælska og unun á að hlýða, og eiga samræður um við þau. En fyrir utan hinn mikla og marg- þætta þátt og hjálpsemi í bygð- armálum og við einstaklinga, var hugurinn altaf við að koma sín- um stóra barnahóp sem bezt upp. Að þau mættu njóta sinna með- fæddu hæfilegleika sem bezt og í þeirra valdi stóð og kringum- stæður þeirra framast leyfðu, sem þeim hepnaðist vel. Börnin eru öll vel gefin og eru sjö á lífi Elzta stúlkan, Thelma að nafni, dó sex ára, sem Þórunn syrgði mjög alla tíma. Hin sem lifa eru þessi og eru fimm í Miami: Byron, Clara, Reginald, Thelma Sullivan, Leonard, Lawrence í Vancouver, B. C., Christian, í Bandaríkjahernum. Öll eru börnin myndar fól'k í sjón og létu sér ant um vellíðan sinna foreldra eftir að komust upp og vou með þeim alla tíð að svo miklu leyti sem vinna og kringumstæður þeirra leyfðu. — Umhyggja þeirra og tengda- dætra alveg fyrirmynd, sem Þór- unni sál. fanst hún aldrei fá þeim full þakkað og bað guð að launa þeim þá mest við lægi fyrir þeim. Sumarið 1934, sem var eitt af þessum mörgu þurka og hallæris- árum, dreif fjöldi af fólki sig úr gömlu bygðinni, seldu þau þá bú sitt og fluttu til Vancouver, B. C., með því að dóttir þeirra var þar og systkini Þórunnar voru sezt að þar á ströndinni áð- ur og familían vildi og gerði að halda sem mest saman. 1936 andaðist Magnús sál. í Vancou- ver, B. C., eftir langvarandi van- heilsu, sem Ásmundur sál. Jóns- son að Sinclair getur og lýsir ágætlega og athöfnum hans í bygðinni, í æfiminningu er hann reit í Héimskringlu það ár. Eg sem þessar línur skrifa, ætla engu við þá æfiminningu að bæta og gæti ekki, en ómögu- legt var, að mér fanst, að geta annars svo hins væri ekki minst, því beggja hendur og hjörtu unnu svo sameiginlega að öllum þeirra áhugamálum og fram- kvæmdum. Þórunn sál. var lagleg kona í sjón, smá vexti, en hafði fjarska sterkan vilja og ótrúlegt þrek að vinna og koma af sínu stóra dags- verki í lífinu, sem hún lauk með sæmd og virðingu allra sinna ættmenna og samferðafólks. — Hún hafði óbilandi trú á guðlega forsjón og hélt því fram að hans föðurlega handleiðsla væri það eina tryggásta og æðsta í lífinu. Hún hélt fast við sína barnatrú til síðasta andvarps, ætíð biðj- andi að sín ástkæru börn og fólki, mætti umbunast öll þeirra umhyggja í fullum mæli. Hún dó í faðmi barna sinna sem fyr segir dag og ár í Miami, Florida og var jarðsungin af lúterskum presti 18. sama mán- aðar. Hún var búin að dvelja tvö ár þar. Börn hennar blessa minningu hennar. Það bezta sem þau lærðu var við hennar móðir hné og það bezta sem þau eiga í sál- um sínum kendi hún þeim — og bezta veganestið í lífinu var gjöf frá móður hjarta hennar. Góður guð blessi minningu hennar. Einn af samferðamönn- um þeirra hjóna og familíu þeirra. HIN SÉRSTÆÐU FORLÖG ÍSLANDS Eftir Paul J. Halldórson 2450 Estes Ave., Chicago sem ver í félaginu Nýjar bækur sem allir þurfa að lesa BRAUTIN, ársrit Hins Sam- einaða Kirkjufélags íslendinga í Norður Ameríku. I. árg. 112 blaðsíður í Eimreiðarbroti. — Fræðandi og skemtilegt rit. — Verð ________________ $1.00 “ÚR ÚTLEGД, ljóðmæli eft- ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Vönduð útgáfa með mynd af höf- undi. Góð bók, sem vestur-ís- lenzkir bókamenn mega ekki vera án. Bókin er 166 blaðsíður í stóru broti. Verð -- $2.00 BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg ★ ★ ★ Námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunar- skóla í Winnipeg. Upplýsingar gefur: The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave.. Winnipeg Á þessari árshátíð, Chicago Islendingar Vísi höldum undir beru lofti, er það oss bæði gleði og heiður að vegsama hinn mikla mann, Jón, Sigurðsson, og minnast afmælis; hans ásamt þjóðbræðrum vorumj heima á íslandi, sem einmitt nú halda helgan fæðingardag hans og alls þess, er hann táknar, um leið og þeir fagna því að hafa hlotið fult frelsi og algert sjálf- stæði. Vér bjóðum Island vel- komið í samband hinna frjálsu þjóða, sem sjálfstæða systurþjóð Eandaríkjanna. Til er fornt íslenzkt orðtæki, sem þannig hljóðar: “Þrátt fyrir alt og alt er ísland bezta landið, sem sólin skín upp á.”D Margir útlendingar munu rengja.sann- leika þessara orða. Eg efast ekki um að mikill meirihluti her- manna vorra muni segja eitthvað á þessa leið, þegar þeir koma heim eftir að hafa dvalið lang- dvölum á Islandi: “Eg lofa sann- arlega hamingjuna fyrir það að vera kominn í burt frá þessu eyðimerkurlandi.” Og þeir færa fram margar líkur máli sínu til sönnunar. Það er óvistlegt land að mörgu leyti og hefir fátt að bjóða, sem aðlaðandi sé fyrir þá, - sem heima eiga í hinum hlýrri löndum og gróðursælli. En í augum íslendinga, þeirra sem frá íslandi komu og jafnvel í hugsun annarar og þriðju kyn- slóðar á landið jrfir svo töfrandi fegurð að ráða að það er unaðs- legt og heillandi. Þeir elska hvern einasta þumlung af land- inu frá hinum vogskornu strönd- um upp á hæstu jökultinda — jafnvel hraunin og eyðimerkurn- ar. Þeir elska hin heiðbláu f jöll, hinar straumhörðu ár, hina djúpu og mjóu firði, hin hrika- legu standberg hina hrynjandi fossa, hin grænu engi og heiðar, hin fiskisælu vötn, hinar fjöl- breyttu fuglahjarðir, hina tindr- andi jökla, sem rísa eins og risar upp úr hálendinu, miðnætursól- ina og síkvikar öldur hins dular- fulla hafs, er sífelt skola strend- urnar. Já, þeir elska alt þetta. Svo að segja allar bygðir lands- ins eru meðfram sjónum. Fáir munu þeir Islendingar vera, sem aldrei hafa staðið einhversstaðar á eyðiströnd og horft á freyðandi öldnar æða yfir fjörusandinn eða lemja klettana, og hugsað líkt og Byron, er hann orti þess- ar ljóðlínur: “There is a rapture on the lonely shore, There is society where none in- trudes By the deep sea and music in its roar.” Fáir munu þeir sem ekki hafa staðið hrifnir og horft á miðnæt- ur sólina, þegar hún aðeins hvarf um stundarsakir og birtist aftur örlítið lengra til hægri. Á norð- urhluta eyjarinnar sezt hún ekki sumstaðar í heila viku um há- sumarið. Þá má ekki gleyma hinum óviðjafnanlegu norður- ljósum. Þannig er útsýnið á Is- landi dýrðlegt og dásamlegt; þótt það ef til vill, jafnist ekki á við sumt í öðrum löndum, þá er það miklu fegurra á öðrum sviðum. Það ríkir yfir sérstæðri og hátíð- legri fegurð, sem jafnvel birtist bezt og fullkomnast í hinni hrikalegustu og tröllslegustu myndum. En þeir Islendingar sem þekkja sögurnar og hinar skáld- legu bókmentir sjá minjar og myndir og sagnræna svipi hjá hverri laut og hverjum hól eða kletti. Þeir sjá ekki einungis hið efnislega landslag með öllum sínum sérkennum og einkenn- um, heldur sjá þeir einnig í huga sér svipi þeirra sem í fjarri for- tíð áttu þar stjórn og starfssvið. Islend er söguríkt land þar sem sagnir og sögustaðir blandast eða vefjast saman og’mynda þá óviðjafnanlegu fegurð sem ís- lendingar sjá þar og gleðjast af. um stöðum á Norðurlöndum, en þrátt fyrir það blómgaðist ekki sú hreyfing á nokkrum stað á Norðurlöndum í sama mæli og á Islandi. Öll Norðurlönd nú á dögum skoða Island sem vöggu menn- í mínum huga nefir Island sér-1 ingar sinnar, og væri það ekki stakt aðdráttarafl — eg dái hinn1 Islandi að þakka vissu menn sára stórkostlega svip þess og þess | lítið um Norðurlönd á þeim tím- undraverðu sögu. 1 fyrsta lagi um. Af þessum ástæðum er það dáist eg að því að þessi örlitla að Svíar, Norðmenn og Danir þjóð skyldi geta varðveitt líf sitt bera sömu virðingu fyrir íslandi og tilveru öld eftir öld og miðlað j og Islendingar sjálfir. Ef þessi heimsmenningunni því tillagi. mennigaralda á því að tileinkast sem raun varð á. íbúar íslands, nokkurri sérstakri þjóð, hvi eru ekki fleiri en íbúar hinna1 skyldu þá ekki finnast meiri amerísku smáborga: Elizabeth í( nærki þessarar sögu menningar New Jersey, Fort Wayne í Indi- á þessum öðrum Norðurlöndum, ana eða Sacramento í Californíu. þar sem miklu fleira var fólk en Þá er það aðdáunarvert að þessi á íslandi og þar sem aðstaðan örlitla þjóð skyldi stofna lýð- virtist vera miklu þægilegri fyr- veldi, frjálsa stjórn með ákveðn- ir menningarathafnir og fram- um lögum einmitt á þeim tímum! farir? þegar ekkert lýðræði þektist annarsstaðar. Svo var f jarri því að nokkuð lýðræði væri til að jafnvel var hvergi nokkur fyrir- mynd sem hirtir hraustu Norður- landamenn gætu sniðið eða bygt eftir. Þeir vissu ekkert um fyr- irkomulag Grikkja eða Róm- verja, sem forfeður vorir, Banda- ríkjamanna, fóru eftir þegar þeir stofnuðu lýðstjórn sína hér. Árið 930, þegar íslendingar stofnuðu Alþingi að Þingvöllum, hafði kristnin -enn ekki borist þangað norður; það er því hér um bil víst að þeir gátu ekkert vitað um Grikki né Rómverja. Samt sem áður stofnuðu þeir lýðstjórnar- ríki — fyrirmyndarlaust. Þriðja atriðið sem merkilegt er í sambandi við Island til forna, er það að á þeim tímum sem myrkur og þekkingarleysi hvíldi yfir allri Evrópu, þá var þessi dverglitla þjóð að skapa bók- mentir, sem áttu það fyrir sér að liggja, að auka og auðga heims- menninguna. Skólar voru stofn- aðir og margir lærðir menn söfn- uðu saman sögum og ljóðum frá öllum Norðurlöndum í var- anleg handrit, rituð á máli lands- ins sjálfs — alþýðumálinu. 1 öðrum löndum Evrópu var það litla sem til var, ritað á latínu eða grísku. . Til dæmis byrjaði Chaucer ekki að skrifa fyr en tveimur öldum seinna. Gullöld íslendinga stóð því yfir á þeim tíma sem ekkert samsætti átti sér stað í öðrum löndum Evrópu. Margar ástæður hafa verið taldar fyrir þessu gullaldar tíma Langir tímar friðar og öryggis hafa æfinlega verið grundvöllur að menningarstarfsemi. Þetta fólk, sem alt var þegar sameinað af þessum sömu menningar á- hrifum, fann þetta eyðiland — þessa eyðiey, þar sem það gat lifað í friði án utan að komandi áhrifa. Það var eitthvað í þessu nýja umhverfi sem smám saman vandi það af gamla víkinga and- anum og leiddi það til friðsam- legra starfa. Þetta fólk hætti ekki samgöngum og viðskiftum við meginlandið, en það hagaði sér eftir eigin geðþótta án þess að vera knúið með ofbeldi til þess að beygja sig undir utan að komandi völd. Skáld og sagna þyljendur ferð- uðust til útlanda: til Noregs, Englands og annara landa í Ev- rópu; þeir gengu þar fyrir kon- unga og jarla og fóru svo heim aftur með nýtt efni í nýjar sögur og ný ljóð. Þannig var það að meðan kon- ungar og höfðingjar börðust um önnur Evrópulönd gátu lærðir menn á Islandi unnið í ró og næði á hinni afskektu eyju án þess að vera ónáðaðir eða áreitt- ir af nokkrum. Það var tvent, sem vernaði þá: I fyrsta lagi hið víðáttumikla og hættulega haf sem aðgreindi þá frá Evrópu og varði þá ofsóknum eða ásóknum, og í öðru lagi sú skoðun að land- ið væri gróðursnautt og næstum því óbyggilegt; ræningjar og her- konungar héldu því að þangað væri lítið að sækja og þar fátt að finna. Þeir héldu því skipum bili í sögu Islands. Sumir teljaisínum suðurs þar sem lofts- það því að þakka að þetta fólk pagið var mildara og löndin auð- var komið af beztu stétt manna u§ri- í Noregi, stétt sem heldur kaus útlegð en ófrelsi undir harðstjórn Haraldar hárfagra, sem lagði undir sig alla smákonunga á ní- undu öldinni. Aðrir halda því fram að Island hafi ekki bygst frá Noregi nema að nokkru leyti. Margir, sem þangað fluttu, hafi Þannig voru þeir fríir og frjálsir að vinna í næði í hálfa fjórðu öld, og'leggja óáreittir grundvöllin að framtíð sinni. — Fyrsta öldin sem lýðræðið varði var kölluð Söguöldin. Sá tími var sánnarlega ekki laus við ó- eirðir og hryðjuverk; en hún var fyrst farið til brezku eyjanna, ír-' nokkurskonar brú yfir djúp tím- lands, Englands og Skotlands, og ' ans frá Vjkingaöldinni til kristn- blandast þar um nokkurt skeið lnnar- Önnur öldin er kölluð við ýmsar þjóðir áður en þeir Friðaröldin; meðan hún varði loksins hafi sezt að á Ísíandi. | ríkti friður °§ ró °g lærðir menn Sumir sagnfræðingar halda því gátu gefið sig alla við vísindum, fram að um 30% af íslendingum1 bókmentum og skáldskap. Á sé af írskum uppruna, Preston'Þessu tímabili yar kristni lög- Bradley, prestur í Chicago, held- 'tekin. Á þriðju öld þessa tíma- uf því fram í spaugi að frægð ís-!bils blómgaðist skáldskapur og^ lendinga sé því að þakka hversu sagnaritun; en á seinni helmingi mikið sé í þeim af írsku blóði. | bennar hnignaði öllum menn- , * , , , , m * xii ingar og friðarstöfum og endaði Það er ekkert efamal að oll; 6 f . „ ® , , , .*. , , ... . , - með þvi sem kolluð er Sturlunga þessi atnði hafa att smn þatt _nr.______j ;_____ _ því að skapa dýrð sögualdarinn- 1) Ólafur Grænlandsfari. (Þýð.) ar; en það er þó meira en líklegt að aðrar ástæður og ennþá þýð- ingarmeiri hafi verið að verki með þeim árangri, sem af því varð. Mér finst líklegt að lega íslands og afstaða þess til annara landa eigi hér nokkurn hlut að máli. Margir fleiri Norðmenn urðu eftir í Noregi og sannleikurinn er sá að allur Noregur, Svíþjóð og Danmörk voru ein og sama þjóðin á þeim tímum; og voru þær sameiginlega nefndar Norð- menn. Það er að vísu satt að sams- konar menning þroskaðist í Nor- egi um sama leyti og ef til vill hefir það sama átt sér stað á öðr- öldin; þá ríkti fjandskapur og flokkadráttur, uppreistir og blóðsúthellingár og gullaldar- tímabilið endaði með því að Is- lendingar töpuðu frelsi sínu árið 1264. Þannig var það hér eins og altaf á sér stað að frelsi og löghlýðni leiddi af sér frið og farsæld en hryðjuverk og of- beldi, sem leiddi til útlendra yfirráða hafði í för með sér hnignun og eyðilegging. Eitt af því sem leiddi af sér bókmenta afrek Islendinga var það að þar var engin lénsstjórn. Á þeim tímum var aftur á móti lénsfyrirkomulag um alla Ev- rópu. Þvi var þannig varið að þjóðfélagið brotnaði alt upp í smádeildir til sjálfsvarnar, þeg- ar miðstjórnin brást og engin vörn var lengur gegn ribböldum og óaldarseggjum. Fólkið lét af hendi öll yfirráð til héraðshöfðingja, sem átti að vernda það ef á þurfti að halda. Þar var nokkurskonar miðstöð, er kölluð var kastali til varnar í ásóknum úr öllum áttum. Slíkar stofnanir gátu ekki skapað sameiginlegan þjóðlegan anda og þess vegna var ekki um neinar þjóðlegar bókmentir eða menningu að ræða. Island slapp við þetta fyrirkomuleg vegna þess hve afskekt það var, og við alla þá ógæfu, sem því fylgdi. Þegar ísland tapaði sjálfstæði sínu ríkti þar lengi myrkur og andleg nótt, þrátt fyrir það þótt þjóðin aldrei sliti að fullu og Öllu sambandi við hina liðnu tíð ljóss og menningar — jafnvel ekki þegar allra dimmast var og skór- inn krepti mest. En á þessu dapra tímabili töp- uðust flestar sögurnar og fund- ust ekki aftur fyr en á 17. og 18. öld. Það var ekki fyr en á 19. öldinni að hinn forni andi reis upp að nýju þótt þess megi geta að Magnús Stephenson reyndi að hefja nokkrar umbætur og blása menningaranda í þjóðlíf Islend- inga á Grundvelli þjóðvakninga stefnunnar í Evrópu á 18. öld- inni. En nútíðar Island á endur- vakning sína að þakka Bjarna Thorarensen, sem byrjaði ásamt Jónasi Hallgrímssyni að yrkja vakningaljóð og örva Islendinga til þess að leita sjálfra sín í al- vöru. Þótt einkennilegt sé hófst þessi hreyfing með rómantísku stefn- unni á Þýzkalandi. Menning 18. aldarinnar náði hámarki sínu með stjórnarbylt- ingunni á Frakklandi og í Banda- ríkjunum. En í stað þess að leiða af sér hernaðarlega stjórnarbylt- ingu á Þýzkalandi, varð hreyf- ingin þar til þess að vekja sterka þjóðræknisæsingu og uppreist gegn allri erlendri andlegri yfir- drotnun. Þessi hreyfing breidd- ist út til Danmerkur og þaðan til íslands. Frá þeim tíma og fram á þennan dag hafa íslenzk skáld og rithöfundar aðallega valið sér Island og fornsögu þess að um- ræðuefni; kennir þar heitrar og ákveðinnar eggjunar og er allra krafta neytt til þess að vekja þjóðina og hefja hana. Eggjan- irnar hafa oftast náð hámarki sínu í hvöt um baráttu fyrir fullu frelsi og sjálfstæði. Saga íslands nú á dögum og nútíðarsaga Þýzkalands eru glögt og greinilegt dæmi um það hvernig þjóðræknisandinn vinn- ur. Hann getur verið öflugt vopn Frh. á 7. bls. 1 John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.