Heimskringla - 12.07.1944, Síða 6

Heimskringla - 12.07.1944, Síða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚLI 1944 “En eg skal nú segja yður hver fékk Went- worth peningana. Það er hinn ástríki vinur minn, hann Melville. Eg sagði yður auðvitað ekki í New York um daginn að okkur varð sundurorða viðvíkjandi fyrirtækinu, og að hann var í frámunalega illu skapi er hann lagði af stað heimleiðis. Eg hafði enga hugmynd um að hann mundi hefna sín á þennan hátt, en nú sé eg þáð glögglega. Hann vissi að eg hafði kauprétt á námunni. Svo kom upp skoðanamunur og óeining um það, hvað hver okkar ætti að bera úr býtum, og fanst mér að fyrst eg hefði trygt mér kaupréttinn hefði eg yfirtökin og gæti sagt fyrir um skilmálana. Hann var á annari skoð- un. Hann ætlaði að fara til von Brents, og út- skýra þetta alt saman, en eg leiddi honum fyrir sjónir að það væri árangurslaust. Eg hafði alla samninga löglega og í mínu nafni, og væri eg því næstur ykkur í röðinni. Þegar þetta fór að skýrast fyrir honum tók hann sér far heim til Englands. Nú get eg séð handbragð hans á þessu kænlega úthugsaða ráði, sem leiddi til þessarar niðurstöðu. Þetta var sniðugt bragð af Melville, og eg dáist að honum fyrir það. Hann er langt um meira út undir sig og duglegri en eg hélt hann væri.” “Mér finst, Mr. Longworth, að hið tak- markalausa mont yðar blindi dómgreind yðar á hæfileikum vina yðar, og óvina yðar, hvað það snertir.” “Þér hafið nokkuð fyrir yður í þessu, Mr. Kenyon; þér hafið meira en að hálfu leyti rétt fyrir yður; en eg hélt að eg gæti gert yður það hugkvæmt ef þér gerðuð svolítið fyrir mig í þessu máli. Eg hugsaði að þér hefðuð viljað skrifa undir svolítið skjal þess efnis að pening- arnir til yðar hefðu ekki komið nógu snemma og eg hefði þar af leiðandi náð í námuna. Ef þér undirskrifið þetta, tek eg það með mér heim til Englands og sýni Melville og kemst að samning- um við hann. Viti hann að hann á námuna eru lítil líkindi til þess að ná nokkrum samningum við hann.” “Þér getið enga samninga við mig gert, menn eru ósamkvæmir sannleikanum, Mr. Longworth.” “Rétt er það. Mig grunaði þetta, en þótti samt vert að reyna það, en góði minn eg get enn- þá komist að samningum við Melville, og eg leyfi mér að trúa því, að þá hafið þér lítið með námuna að sýsla eftir það.” “Eg mun ekkert hafa með hana að sýsla hvort sem er, ef þér eða Melville hafið nokkurn þátt í henni; og sé það satt, sem yður grunar, að Melville eigi hana, þá hugsa eg að þér farið viltur vegar ef þér haldið að þér náið nokkuru frá honum. Skoðun mín er sú, að þegar annar fanturinn hafi náð yfirtökunum á hinum fant- inum, þá fái hinn síðarnefndi byltuna.” Longworth íhugaði þetta og sagði svo: “Eg er hræddur um að þetta sé rétt skoðað — eg er satt að segja viss um það. Jæja, þetta var það, sem mig langaði til að vita. Nú ætla eg að fara. Eg finn yður ekki framar hér, en fer strax til Englands. Eru það nokkur boð, sem eg gæti flutt frá yður til vina yðar þar?” “Nei, þakka yður fyrir.” “Jæja, gott er það,” og hann lét Kenyon einan um að ganga frá farangri sínum. Er Kenyon hafði lokið því, fékk hann sér sæti og hugsaið um hvað Longworth hafði sagt. Gleði hans var skammlíf eftir alt saman. Mun- urinn á þessum tveimur þorpurum var svo lítill að honum fanst alveg sama hvor þeirra ætti námuna. Honum datt nú í hug beiðni sú, er hann hafði beðið Wentworth fyrir til nýja eig- andans. Hann vildi ekkert af Melville þiggja. Hann skrifaði því Wentworth á ný og kallaði aftur beiðnina, og er hann hafði komið þessu í póstinn, fór hann til gistihússins og fór í rúmið, líklegast þreyttasti maðurinn í Ottawa. / 21. Kapítuli. Þessi kapítuli er aðallega bréf. Venjulega eru bréf lítið skemtileg nema þeim sem skrifa þau og fá þau, en þau eru birt hér í þeirri von að lesarinn sé nægilega kunnugur persónunum til að finna áhuga fyrir því, sem þær hafa skrifað. Næstum fjórtán dögum síðar, að Went- worth hafði fengið símskeytið frá Kenyon, fann hann á skrifborðinu sínu tvö J>réf, sem bæði báru canadisk frímerki. Annað var þykt, hitt þunt, en bæði voru rituð með sömu hendi. Hann reif fyrst upp þynnra bréfið; það var á þessa leið: Kæri George minn: Eg hefi rétt í þessu heyrt að Melville sé maðurinn, sem keypti námuna. Nánari athug- un málsins lætur mig í engum vafa um að svo sé. Gerðu svo vel og nefndu ekki beiðni mína um stöðu við námuna, en eg nefndi það í fyrra bréfi mínu. Eg varð fyrir vonbrigðum er eg heyrði að Melville væri eigandi námunnar, því að eg varnaði öðrum þorparanum að ná henni meðan hinn hremdi hana. Þinn einlægur vinur, John Kenyon “Melville eigandinn!” hrópaði Wentworth. “Hvernig getur honum dottið annað eins í hug? Hitt bréfið hefir verið skrifað áður, svo eg fæ } þar sennilega að vita meira um þetta.” Hann reif svo upp hitt bréfið. Þar voru í skjöl við- víkjandi námunni og afhendingu hennar. Sjálft bréfið fja'llaði um kaupin á henni, svo kom þessi kafli: “Viltu spyrja eiganda námurfnar fyrir mig að því, 'hvort eg geti fengið ráðsmannsstöðu við hana. Það er auðvitað þýðingarmikið fyrir mig, sem hluthafa í henni og einnig þig að hún gefi sem mest af sér, og hugsa eg að eg geti betur en unnið fyrir kaupi mínu, hvað sem það verður. Þú veist að eg er ekki ágjarn í fé, en láttu mig hafa eins mikið og þú heldur að eg eigi skilið. Löngun mín að eignast fé er eins og þú veist ekki af eigingjörnum toga spunnin. Svo eg segi þér satt frá, George, þá er eg þreytt- ur bæði af borgum og fól'ki. Eg þarf að vera úti í skógunum þar sem ekki er eins mikið af svik- um og undirferli, eins og virðist vera í hinum stóru borgum. Þegar eg var í London seinast fanst mér eg vera eins og drengur, sem var kominn heim. Tilfinningar mínar hafa tekið gagngerðum breytingum, og eg hugsa, að væri það ekki vegna þín og sérstakrar stúlku, mundi eg aldrei hirða um að sjá borg þá á ný. En til hvers er að vera með þetta rósamál og segja sérstaka stúlku. Eg á auðvitað við Miss Long- worth. Þú veist líka að eg er og hefi lengi verið ástfanginn í henni. Hefði það hepnast mér að vinna mér inn það fé, sem eg bjóst við að fá fyrir söluna á námunni, hefði eg getað gert mér von um að græða meira og verða svo efnaður, að eg gæti beðið hana að verða konuna mína; sú von ásamt mörgum öðrum er liðin hjá, ofviðri í því, sem yfir mig hefir drifið hina síðustu tíma. Nú langar mig inn í skóginn til að öðlast á ný glaðlyndi mitt og týnda trú á mennina. Getir þú komið því svo í kring við eiganda námunnar að eg geti dvalið hér eitt ár eða tvö, mundir þú gera mér mikinn greiða.” George Wentworth las síðari hluta þessa bréfs tvisvar eða þrisvar. Svo reis hann á fætur, gekk fram og aftur um gólfið og lagðist djúpt. “Eg get ekki spurt neinn til ráða í þessum efnum,” sagði hann við sjálfan sig. — “Gallinn á Kenyon er óframfærni hans; svolítið meira af skynsamlegri dómgrein á honum sjálf- um væri honum meira en nauðsynleg.” Alt í einu stansaði hann. “Fjandinn hafi það,” sagði hann og sló hendinni á lærið, “eg skal gera það hverjar svo sem afleiðingarnar verða.” Síðan settist hann við skrifborðið sitt og ritaði þetta bréf: Kæra Miss Longworth: Þegar þér voruð hérna síðast, sögðuð þér mér, að það væri ákveðin ósk yðar, að eg sendi yður öll skilríki viðvíkjandi námunni. Eg fékk í morgun mjög áríðandi skjal. Eins og þér sjáið, þegar þér lesið bréf John Kenyons, þá langar hann til að stjórna námunni. Eg þarf ekki að taka það fram, að eg álít hann allra manna hæf- astan til þess, og að alt er hólpið í hans umsjá. Þessvegna læt eg bré/ 'hans fylgja. Eg hafði hugsað fnér að skera burtu kafla úr því, en þar sem eg þekti tilmæli yðar að fá að sjá öll skjöl viðvíkjandi fyrirtækinu alveg eins og þau koma mér í hendur, þá sendi eg það eins og eg fékk það. Ef einhvern ber að ásaka fyrir þetta, þá fellur sökin algerlega á mig. Virðingarfylst, George Wentworth I Hann sendi bréfið strax svo að hann fengi ekki tækifæri til að skifta um skoðun. “Hún kemur hingað síðari hluta dagsins til að tala við mig.” Það þarf varla að geta þess að auðvitað kom hún alls ekki, hvorki þann dag né í marga aðra daga, en næsta dag fékk Wentworth svolátandi bréf frá henni: Kæri Mr. Wentworth: Að þér senduð mér bréf Mr. Kenyons er eigi hættulaust, það er að segja þér megið alls eigi senda Mr. Kenyon neitt bréf frá mér til yðar. En eins og iþér bentuð á þegar þér senduð bréfið, er hvorki hægt að álasa yður eða neinum öðrum fyrir það; þó verðið þér framvegis að vera mjög gætinn í þessum efnum, það getur verið hættulegt að senda bréf svona heil og engir hlutar skornir úr þeim. En samt skuluð þér muna að eg framvegis óska að fá öll gögn viðvíkjandi námunni og óskorin í sundur. Eg er yður mjög þakklát fyrir að þér senduð mér bréfið. , Hvað stjórn námunnar snertir, þá bjóst eg auðvitað við, að Mr. Kenyon ætlaði að koma heim til London og dvelja þar. En ef hann er ánægður að vera erlendis og óskar þess í raun og veru, þá vil eg að þér skuluð segja honum, að Mr. Smith þyki fjarskalega vænt um að hann sé viljugur að taka að sér stjórn námunnar. Það liti ekki vel út ef Mr. Smith segði, að Mr. Ken- yon skuli sjálfur ákveða kaup sitt, en því miður er Mr. Smith mjög ófróður um hvað séu hæfileg laun fyrir þetta starf. Viljið þér gera svo vel og ljúka því máli? Gerið svo vel og ritið upp- hæðina og bætið $vo við tvö hundruð pundum um árið. Segið svo Mr. Kenyon, að það sé það, sem Mr. Smith hafi ákveðið í laun handa honum. Verið umfram alt gætinn er þér skrifið svo að Kenyon fái enga hugmynd um hver Mr. Smith sé. Yyðar, Edith Longworth Þeðar Wentworth las þetta bréf var hann eins og eðlilegt var þar sem hann var karlmað- ur, jafn ófróður um það hvort Miss Longworth líkaði betur eða ver. Hann skrifaði samt strax til Johns og sagði honum að hann væri gerður að forstjóra námunnar, og að Mr. Smith þætti mjög vænt um að hann vildi taka þessa stöðu að sér og svo áfram um að hafa hana áfram, að hann mætti vera viss um að fá launa uppbót. Er John las bréfið var hann meira en ánægður. Er Wentworth las sín bréf fékk John bréf frá Englandi og varð glaður við að heyra að Melville var ekki eigandi námunnar þeirra og tók nú að vinna af öllum mætti að námunni, og hlífði sér ekki. Ákvað hann að vinna þar þriggja ára tímabil og láta fyrirtækið gefa af sér eins mikið og auðið væri; fyrstu fjórtán dagana, áður en hann fékk bréfið lagði hann engan hug á neinar framkvæmdir — en veitti því nákvæma athygli hvernig þeir unnu þar. Hann sá að margt þurfti að laga þar. Vélarnar voru að miklu leyti ónýtar og verkafólkið vann af hinu mesta tómlæti, sem stafaði af því að stjórnin var slök og hirðulaus. Forstjórinn var mjög hrædd- ur um stöðu sína. John sagði honum að nýjir eigendur hefðu tekið við námunni, en þangað til hann fengi nánari upplýsingar, gæti hann haldið stöðunni. Er bréfið svo kom frá Englandi tók John til óspiltra málanna og nú varð hátta- lagið með öðrum hætti en áður. Hann bauð hinum fyrverandi ráðsmanni að verða vara- ráðsmaður, en hann var þess brátt var að hinir náðugu dagar, sem hann hafði átt að venjast voru liðnir undir lok. Kenyon varð að fara nokkrar ferðir um Canada og Bandaríkin til að fá markað fyrir afurðir námunnar, en annars varði hann öllum tíma sínum við námuna eða í litla þorpinu, sem stóð þar nálægt niður við fljótið. Að tveim ár- um liðnum gat hann ritað Wentworth oghrósað sigri yfir framkvæmdum sínum. “Eins og þú sérð,” sagði hann í bréfinu, “var náman virði þessara tvö hundruð þúsund punda, sem við vildum fá fyrir hana. Hún gefur af sér fyrsta árið tíu af hundraði af þeirri upphæð. Með þessu er hægt að borga námuna, og finst mér, George, að sjálfsagt sé að gjalda allan ágóðann til Mr. Smiths, sem lagði fram féð á síðasta augnabliki þegar við vorum að missa hana. Með því móti fengi hann fé sitt endurgoldið; rekstursféð hefir ekki verið snert. Gljásteinninn hefir meira en botgað þann kostnað, svo allar aðrar tekjur eru grætt fé. Ef þú vilt, þá látum við þriðjung okkar falla til eigandans þetta ár. Næsta ár getum við tekið við okkar hlut með góðri samvizku. Eg sendi ásamt þessu bréfi fulla skilagrein.” Loks kom svar við þessu bréfi frá Went- worth, sem sagðist hafa lagt bréf Kenyons fyrir Mr. Smith, en þá virtist, sem sá herra væri ekki ánægður með ráðstafanirnar, því að hann mátti ekki heyrt nefnt nein önnur skifti á hagnaðin- um, en þau sem fyrst voru ákveðin. Hann virt- ist að vera mjög hrærður yfir tillögu Kenyons, en vildi alls ekki að hinir tveir félagar sínir létu eyri af sínum hluta ágóðans. Er John hafði heyrt þetta sendi John föður sínum mjög stóra bankaávísun, og er hann lokaði því bréfi fanst honum að hann hefði aldrei verið hamingjusam- ari á æfi sinni, og að svo mæltu lýkur þeim bréfaviðskiftum, sem nú hafa verið birt um hríð. 22. Kapítuli. Kenyon taldi sjálfum sér trú um að nú hefði hamingjan snúist í lið með sér. Annað starfsár hans var jafnvel betra en hið fyrra. Hann fékk ákveðna sölu fyrir efnin, sem hann gróf úr námunni, og sú reynsla, sem nokkur braskarafélög gáfu honum fyrra árið, urðu hon- um víti til að varast í framtíðinni. Honum þótti vænt um heimilið sitt þarna úti í óbygð- unum, og hið óbrotna og saklausa fólk, sem hann bjó saman við. Þrátt fyrir alt, sem hann hafði út á London að setja, kom það fyrir við og við að hann þráði stóru borgina, og hét að heimsækja hana er hann hefði dvalið þarna í þrjú ár. Wentworth hafði hvað eftir annað heitið að heimsækja hann, en aldrei hafði neitt orðið úr því. Yfir höfuð féllu Kenyon betur vetrarnir en sumurin, þótt kaldir væru. Kuldinn var jafn og látlaus á vetrum; auk þess fanst honum kuldinn heilsusamlegur og fjörgandi. Aftur á móti féllu honum sumrin aldrei; mýflugurnar voru plága og þjáðu hann alveg hræðilega. Eftir fyrstu samfundi hans við þær leit hann þannig út í framan að honum þótti vænt um að vera fjarri öllum mannabygðum. Á öndverðum öðrum vetri, sem hann dvaldi þarna, keypti hann lít- inn, fallegan hest og ágætan sleða. Frosið fljót- ið var ágætis vegur milli námunnar og Burnt Pine, og hinar tíðu ferðir hans milli þessara staða voru honum til hinnar mestu gleði. Þótt honum kæmi London oft í hug voru það þó önnur atriði, sem oftar vöku fyrir hugsun hans. Efnahagur hans, sem ætíð fór stöðugt batnandi, varð þess valdandi. Hann sá, að ef hann framvegis fengi þriðjung af tekjum nám- unnar, yrði hann ekki framar fátækur maður, og við þá hugsun óx honum hugrekki, sem hann hingað til hafði skort. Hann hugsaði oft um hvort hún mundi muna eftir sér. Wentworth hafði næstum aldrei minst á hana í bréfum sín- um, og þrátt fyrir þá játningu, sem Kenyon hafði gert, þegar vonlaust virtist um hag hans, hafði hann þó aldrei minst á ástamál sín frámar. Heiðan og ka*ldan góðviðrisdag einn, lét Kenyon beita hestinum fyrir sleðann og hélt af stað til Burnt Pine. Er hann hafði farið hinn hrjúfa spöl milli námunnar og fljótsins og hest- urinn var tekinn að brokka eftir ísnum á fljót- inu. Vegurinn var plægður með háum snjó- sköflum á báðar hliðar, gat John því gefið hugs- unum sínum lausan tauminn, þar sem hann sat vafinn hlýjum loðfeldum, en sleðinn rann mjúk- lega eftir sléttum ísnum. Bjöllurnar á aktýj- unum hljómuðu eins og undirspil við hugsanir hans. Venjulega var hann ékki vanur að mæta neinum á þessari leið, en ef svo bar við að hann mætti ferðafólki, sem var þarna að skemta sér í sleðaferð, varð hann að finna stað, þar sem vik var í skaflinum og bíða hjá slóðinni meðan það færi fram hjá. Þegar snjórinn dýpkaði er á veturinn leið, varð að moka þessi vik á stöku stað til þess að hægt væri að mætast og hvor gæti komist leiðar sinnar. Nú var hann kominn hálfa leið til þorpsins þegar hann sá sleða koma á móti sér. Fyrir honum voru tveir hestar. Hann þekti strax hestana og vissi að þeir voru eign gestgjafans í þorpinu. Er hann ók inn í fyrsta vikið, sem hann kom að, til að láta stærri sleðann komast fram hjá sér, varð hann þess var að í honum var fólk, sem mundi vilja finna sig, því að ökumað- urinn, sem þekti hann, sneri sér að hinum, sem í sleðanum voru og talaði við þá. Er þeir mætt- ust stöðvaði hann hestana og varpaði kveðju á John, en þótt hann væri allra manna kurteis- astur, gleymdi hann að 9vara kveðjunni. Hann var sem sé orðlaus af undrun yfir því, sem hann sá í sleðanum. Þar sat kvenmaður svo vafin í feldum að ekkert sást nema nefið, sem var blóðrautt af kulda, en hið blómlega andlit hinnar stúlkunnar var Kenyon auðþekt. “Jæja þá, Mr. Kenyon,” kallaði stúlkan glaðlega, “þér bjuggust víst ekki við að sjá mig þennan morgun?” “Eg skal játa að það er satt — en samt,” svaraði John og þagnaði svo skyndilega, því að hann var rétt búinn að segja: “var eg að hugsa um yður.” Miss Longworth, sem hafði góða æfingu í því, að lesa hugsanir Johns úr svip hans, þurfti víst ekki að heyra þessa viðbót. “Ætluðuð þér að fara til þorpsins?” spurði hún. “Já, eg ætlaði þangað en nú er eg hættur við það.” “Það er gott, því eg ætlaði að biðja yður að snúa við með okkur. Eins og þér sjáið erum við á leiðinni til námunnar til a sjá hana, og sennilega þurfum við leyfi forstjórans til þess. Lagskona Miss Longworth hafði sem snöggvast dregið feldinn frá augunum og litið á John, en huldi svo andlit sitt á svipstundu af ótta við kuldann. Hún var ekki eins ung og Miss Long- worth og áleit þetta hið andstyggilegasta lofts- lag, sem ihún hafði^ komist í kynni við. “Sleðinn ykkar er víst mjög þægilegur, en eg hugsa samt að minn sé betri,” sagði John. “Hann er gerður fyrir tvo, eins og þér sjáið — viljið þér koma með mér? Ef ökumaður yðar vill svo aka fram hjá, snúum við við og ökum á eftir honum.” “Það er mér mesta ánægja,” svaraði hún og varpaði af sér vísundar feldinum og hoppaði út úr sleðanum, vafði vel utan um fylgdarkonu sína feldnum, sem hún sjálf hafði haft. John kom henni svo fyrir í sínum sleða og snM-i svo hægt við. “Hesturinn minn er mjög greiður,” sagði hann, “svo að eg hugsa að bezt sé að lofa þeim að komast dálítið á undan, litli hesturinn minn verður ókyr sé hann rétt á eftir þeim.” “Við getum altaf náð þeim,” sagði Edith. “Er langt til námunnar?” “Ekki mjög langt, að minsta kosti ekki á góðum hesti.” “Eg hefi mikið hlakkað til þessarar ferðar,” sagði hún. “Faðir minn fór í verzlunarerindum til Montreal, og eins og venjulega fylgdist eg með honum, hugsaði eg mér það, að fyrst eg væri komin svona nálægt skyldi eg ferðast til mámunnar. Eg vildi sem sé,” sagði hún, leit undan og lét hendina með hanskanum gera stryk í snjóinn. “Eg vildi sem sé sjá hvort for- stjórinn minn sér um eign mína eins og á að sjá um hana, þótt hann gefi ætíð fullnægjandi skilagrein.” “Eign yðar?” hrópaði Kenyon forviða. Framh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.