Heimskringla


Heimskringla - 16.08.1944, Qupperneq 2

Heimskringla - 16.08.1944, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. ÁGÚST 1944 MINNI CANADA Flutt að Gimli 7. ágúst 1944 af Karl B. Thorkelson Mér hefir verið falið í hendur að fara fáum orðum um Canada, sérstaklega hvað snertir höfuð- drætti þá í sögu hennar er líta að fullveðju í stjórnarfari; og af- stöðu hennar í hinu brezka al- ríki. Að máli þessu loknu leyfi eg mér að benda á fáein atriði sem ætla megi framfaraspor, í því að þau styðja að þjóðrækni, ættjarðarást og velmegun í Can- ada, jafnt sem þau auka sjálfs- traust Canadamanna og álit um- heimsins. Saga Canada, frá þeim tíma er Leifur hepni fyrst leit Vínland, hjó skóg og flutti timbur til Grænlands, hefir verið dásam- lega laus við ofsa, heift og ókyrð. Takmark manna og hugsjóna- stefnur flestra er í land þetta fluttu, frá því hin fyrsti land- nemi, Louis Hebert, reisti sér bú í Quebec, hefir verið að byggja sér heimili og að styðja að fram- förum lands og lýðs. Friðsemi og heimilisást má því telja sem tvö aðal einkenni Canada manna. Stjórnarfarslega skiftist saga Canada í þrjá aðal parta, Canadá undir stjórn Frakka, Canada sem brezk nýlenda, og Canada stjórn arfarslega á þroskaárum. Tímabil það er Frakkar réðu hér landi kemur aðeins við má þetta að því leiti sem það snertii nútímann og er það í sjálfu séi ef til vill mikið áhrifameira en sýnist á yfirborðinu. Þegar Frakkar töpuðu Canadr 1763 hefst saga hennar sem brezk nýlenda. Þá flaug brezki fán inn yfir meirihluta Norður Ameríku. Ómögulegt er að segja hvað fyrir hefði komið stjórnar- farslega hefðu Bandaríkin ekki sagt af sér sambandi við Eng land. Ætla má samt að saga ríkjanna syðra og okkar myndú hafa fleiri sammerki en jafnvel nú á sér stað. Það er vel líklegt að þeir og Canada hefðu unnið samhuga að öðlun frelsisskráar En sú varð ekki reyndin, Banda ríkin tóku til vopna og eftir langa og harða baráttu unnu lausn og stofnuðu lýðveldi. í stríði þessu fylgdi Canadá Bretum. Þeir af brezku bergi brotnir fúslega og af föðurlands ást. Frakkar, sem metið höfðu sanngirni Breta í viðskiftum og trúmálum, voru frekar tregir að treysta hinum sjálfkjörnu lýð- veldismönnum, bæði hvað snerti málfrelsi og peningagildi. Auk þess leit hin kaþólska kirkja á hið nýstofnaða lýðveldi með tals verðu vantrausti. Lítið var um verulega sam- vinnu og samúð með landsmönn- um, Frökkum og Bretum fyrst um sinn í Canada. Reyndust samt samtök til landvarnar gegn Bandaríkjun- um 1812 vel. Sýndi þetta á ný að sanngirni í stjórnmálum var landinu hagur. Tímabilið frá 1814—1840 merkir afar örðuga og harðsótta eftirleitni af Canada hálfu til að öðlast ábyggilegt stjórnarfyrir- komulag. Völd öll voru ósann- gjarnlega í höndum landstjóra og efristéttar. í svo hart var farið í þessum málum að framfaramenn tóku til vopna árið 1837. Þó þeir mættu sín lítið sannfærði tilraun þeirra Breta að alt væri ekki með feldu í nýlendunni. Þeir kváðu því Durham lávarð að flytja til Can- ada, rannsaka stjórnarfyrir- komulag og ráða til bóta, í lands- málum. Vann hann að þessu með þreki og vitsmunum. Hann ráðlagði að stofna póli- tískt samband milli Frakka í neðfi Canada og Bretum í efri Canada og að þeim skildi veitt sjálfstjórn í heimamálum. Þing Breta var þessu ásátt og var samband^ lögskrá (Union Act) samþykt 1840. Bætti þetta hag manna og ruddi braut til full- veldis, því enn var Canada brezk nýlenda. Mikil breyting átti sér stað um þetta leiti á hugsunarhætti manna hvað þjóðfrelsi og af- stöðu nýlendna Breta snerti. — Uppreisn Bandaríkjanna 1775 og Canada 1837 ásamt framför frjálslynda flokksins á Englandi studdi að því að allur þorri manna leit á brezkar nýlendur sem börn er öðlast gætu ákjósan- légan þroska í föðurgarði og yrðu með tíð og tíma andlega og lík- amlega fær að taka fullan þátt í alheimsmálum. Hugsunarháttur þessi studdi að farsælli framfarastefnu í Can- ada, sem beint var fyrst að því að koma þjóðskipulagi og ein- ingu á í heimamálum. Fékst þetta er ríkisþing Breta samdi stjórnarskrá Canada (The B. N. A.) 1867, og var heim- inum tilkynt að samtök þessi væri í fullkildi 1. júli sama árs. Fremstur í hópi þeirra er að þessu störfuðu var mikilmennið og ættjarðarvinurinn Sir John A. MacDonald. Bretar, sem nýlendu stjórn- fræðingar, leituðust við á 19. og fyrri part 20. aldarinnar að stofna ríkjasamband milli Breta og nýlendna þeirra. Strönduðu allar þessar tilraunir á erfiðleik- um þeim sem fólgnir voru í að stjórna sambandsríki án skatta- álagninga og að skattsetja án þingveitslu. Tilraunir þess, þó lítið yrði úr þeim, hjálpuðu þó til að halda saman félagsskap og ruddi braut stjórnarfyrirkomulagi þess sem nú á sér stað í hinu brezka alríki, nefnilega fullveldi fyrir Ástralíu, Nýja Sjáland, Suður Afríku, Ir- land og Canada. Stjórnmála framförum fór vaxandi við samtöl þau er af og j til áttu sér stað í Lundúnum milli Breta og nýlendna þeirra. Ríkjasambandsfélag var stofn- að á Englandi árið 1884 og eflist við gullminningarhátíð Victoríu drotningar 1887. Framkvæmd var samt lítil í sambandsmálum og erfitt að semja grundvallar- reglur. Samtöl hófust aftur 1897 á demants hátíð drotningarinnar. Höfnuðu þar erindsrekar öllum sáttmálum sem treg gerðu við- skifti milli Bretlands og nýlend- um hennar; en öll viðleitni sam- bandsríkis stofnunar strönduðu á sama bjargi. Erfiðleikar þeir sem fólgnir voru í að stofna sambandsríki og venjur þær er leiddu beinlínis til OLD CARTONS CAN BE RE-USED Old cartons, if carefully opened when delivered, can be re-used to the great advantage of the present shortage in carton materials. When returning empty bottles, please use old carton together with any extra usecl cartons on hand. Cartons take material and labour and it is in the interests of conservation that your co-operation is required. DREWRYS LIMITED sjálfstjórnar kvöddu menn til að íhuga hvert heppilegra yrði ekki að veita fullræði nýlendum þeim er fullþroska voru álitnar. Lítið var gert þessu viðvíkjandi á áratugunum fyrir heimsstríðið 1914. Stærsta skref var samt stigið í rétta átt, og viðurkenning þar með veitt, framförum ný- lendanna og afstöðu þeirra inn- an Bretaveldis með því að breyta nafni á ráðstefnufundum þess- um, framvegis frá nýlendna ráð- stefna fundum (Colonial Confer- ence) til ríkisráðstefnu fundum (Imperial Conference). Tímabilið milli áranna 1896 til 1913 merkir stóra framför í Canada. Meir en miljón manns tóku sér heimilisfestu á sléttum Vestur Canada. Hveitirækt jókst frá 20 til 200 miljóna mæla. Bæir, bændahús og barnaskólar voru reistir víðsvegar um þetta frjóva hérað. Canada í heild sinni naut blómlegra og sem þó virtist takmarkalausra efnalegra framfara, og þar með jókst og efldist virðing og þrek í heims- málum. Heimsstríðið 1914 tefti fram- fararás þessa. Canada tók að sér einkaleyfi í flestum stjórn- málum. Hún sendi erindsreka til Washington, Tokyo, Geneva og Lundúna. Yfir öllu var myrkur og óvissa, en óhugsandi var að standa í stað. Sir Wilfred Laurier hafði kom- ist svo að orði laust fyrir heims- stríðið, “Að engin nauðsyn krefði þátttöku Canada í stríðum Breta.” Samt var ekkert spurs- mál um afstöðu hennar er stríðið skall á. Ótilkvödd af Breta hálfu tók hún til vopna. Fríviljug sam- tök áttu sér stað stríðinu viðvíkj andi, en framvegis þjóðfélags skipulag var órætt, þó óefað höfðu málsaðilar í hyggju að starfa að þessu er heppilegra tækifæri gæfist. Að stríðslokum voru menn að mestu sammála að sjálfstjórn yrði ríkjunum heppilegri en sambandsstjórn. Hugsunarhátt- i . Rödd að vestan til Fjallkonunnar 17. júní 1944. Flutt að Silver Lake, 2. ágúst. Ungur skildi eg hafsins hulinsmál, harmur og tregi felst í brimsins sogi, lognaldan dottar yfir djúpsins sál, dunar í björgum inní Kópavogi: Þar var til forna frelsisgyðjan prúða fjötruð og klædd úr sínum tignar-skrúða. ★ Eg horfi út um sundin í austur átt, ilmandi vorblærinn leikur um vanga, eg hlusta á úthafsins ölduslátt með ómandi söng, fram um víkur og tanga; þær bera mér kveðjur frænda af f jarri ströndum, þær flytja sín ljóð í öllum heimsins löndum. Þær hvísluðu í eyra svo vaggandi vært, nú vorsólin glitrar á norðurhafs straumi, þú veist þér var ættland þitt altaf svo kært og æskunnar minning, í vöku og draumi; nú faðmar þar strendur, f jöllin, dali og hlíðar, hinn fegursti morgunroði nýrrar tíðar. Nú rís þar úr sætinu “Fjallkonan” fríð, framtíðin brosir við landinu kalda; alfaðir einn þekti alt hennar stríð, ánauð og þjáningar liðinna alda. 1 dag skal hún leyst undan lokaráðs-böndum með lífsþrótt og valdið í sínum eigin höndum. Einmana sat hún í sjö hundruð ár, með sorgina í hjarta óg hlekkina um fætur, með útlendan konung og kúgunar fár, sem kvaldi hennar mætustu syni og dætur, en nú sér hún aftur heimt sitt forna frelsi, fjötrana leysta og brotið þjóðar helsi. Það blika nú ljós yfir leiðunum þar sem lýðfrelsis hetjurnar nafnfrægu blunda, þeim Skúla og Jóni og Jónasi var svo jafn hent að berjast til síðustu stunda; í dag verða nöfn þeirra gullnum loga línum, letruð og skráð á himin-bláma þínum. I Aldrei var gleðin jafn einlæg og djúp, aldrei jafn bjart fram á þjóðlífsins vegi, aldrei bar “Fjallkonan” fegurri hjúp, því fagnar hver sál þessum hátíðis degi, og Guði sé lof fyrir ísland endur borið, með æskuna frjálsa, sem þráir ljós og vorið. Við biðjum að framtíðin blessi þitt starf, svo börn þín í einingu megi þess njóta, og alt, sem að fortíðin fékk þeim í arf, með frelsinu langþráða verði til bóta, og þeim, sem nú felst á hendur valdsins vandi með vegsemd og trúmensku stjórni þjóð og landi. Og ennþá mun lengi um ókomna tíð, hinn íslenzki stofn hér í vestrinu gróa, þín blys hafa lýst gegnum landnemans stríð og leitt þeirra för yfir holskeflur sjóa, og kynslóðin unga mun traust á verði vaka yfir verðmætum norrænnar sögu og Grettis-taka. Svo skiftumst á frændum að heiman og heim, svo haldist við þjóðræknisböndin, og brúum svo höfin með þáttunum þeim, svo þjóðirnar samtengi löndin; því börnin þín erlendis unna þér af hjarta þú, ástkæra móðir, vor tignar-myndin bjarta. ★ Svo vítt, sem himins bláu bogar spenna, svo breitt og langt, sem hafsins straumar renna, skal nafn þitt “Island”, óma á þessum degi, svo allra landa þjóðir heyra megi; gjörvalt vill mannkyn höfði lúta í lotning, og lofa þitt frelsi. Norðurhafsins drotning. H. E. Magnússon ur þessi styrktist er ríkjum þess- um var veitt fulltingi við Ver- sailles friðarsamning og voru gerð að meðlimum í bandalagi því er stofnað var að stríðslok- um í Geneva. Á ráðstefnu fundi þeim er haldin var í Lundúnum 1921 var engin tilraun gerð að skýra af- stöðu ríkjanna. Forsætisráð- herra Ástralíu kvað það óþarfa að færa í letur afstöðu ríkja inn- an Bretaveldis. Ekkert var gert þó Smuts hershöfðingi, forsæt- isráðherra Suður Afríku væri þessu ekki sammála. Hann stað- hæfði að það væri brýn snauðsyn að skýra afstöðu ríkjanna. Hann kvaðst hafa verið í tveim kosn- ingabaráttum er stefna mót- stöðumanna var algerð frásögn Bretaveldis. Mætt var aftur 1926. Ástralía, Nýja Sjáland og Nýfundnaland höfðu sömu skoðun og 1921, en Suður Afríka, Irland og Canada voru þessu mótstæð. Hertzog hershöfðingi var nú forsætisráð- herra Suður Afríku. Hann hafði náð kosningu með því skilyrði að Afríka segði sig algerlega úr Bretaveldi. Hann kom á fund fastráðin að koma þessu í fram- kvæmd. Mackenzie King var óánægður með afstöðu Canada. Honum hafði verið neitað um þingrof af landstjóra, lávarði Byng. Það var álit margra að þetta væri brot á jafnrétti því sem Canada hafði vanist og sem flestir álitu henni réttbær. Með þessu hafði verið sannað að sjálfstjórnar fyr- irkomulag Canada væri á mjög ótryggum grunni bygt, og að í raun réttri væri hún enn nýlenda Breta. Sundurlyndi og misskilningur í þessu og öðrum smáatriðum litu að því að ásátt varð að semja lagaskrá, svo það gæti engum vafa bundist hver væri afstaða nýlendanna hver við aðra og hver væri afstaða heimastjórnar Breta í þessum og þvílíkum efn- um. Verk þetta hófst 1926 og var áframhald á því 1929 og aftur 1930. Samsættum var veitt lög- gildi 1931 og nefnt lagaboð Westminster. Aðal greinar í lagaskrá þess- ari taka það fram að ríki þessi séu þjóðfélög sem í fyrsta lagi, ásamt Bretum, hylli sama kon- ung; í öðru lagi hafi jafnrétti við Breta og að engu leiti séu þeim undirtyllur, hvorki í heimamál- um né í utanríkismálum; og í þriðja lagi séu fríviljuglega, með- limir í hinu brezka alríki. Síðan lagaboðið var samið hef- ir það verið leiðarvísir í öllum alríkismálum. Flokkadráttur mikill átti sér stað á hugsunarhætti manna í Canada á tímabilinu milli stór- stríðanna sérstaklega þegar auð- séð var að annað heimsstríð var í vændum. Flestir af frakk- nesku bergi brotnir og talsverð- ur hópur manna af brezku og öðrum þjóðbrotum héldu því fram að Canada væri algerlega óháð heimsvaldastefnu ög að hnattsafstaða hennar og Monroe kenningin væri í sjálfu sér nóg vernd frelsi hennar. Auk þess þóttust þeir fullvissir að sjófloti Breta myndi ekki líða árás á Canada. Á hinn bóginn staðhæfðu aðr- ir, Sir Arthur Meighen fremstur í þeim hóp, að Canada væri tengd Bretaveldi, ekki eingöngu hvað snerti kynslóð og hugsunarhátt heldur einnig hvað snerti vernd gegn árás. Þeir héldu því fram að bezta sjálfsvörn væri í því fólgin að styðja hið brezka al- ríki. Þeir sögðu það sjálfsagt að ef Monroe kenningin væri notuð yrði Canada að sjálfsögðu undirtylla Bandaríkjanna, og að vegsemd Canada leyfði ekki vernd brezka flotans án hlut- tekningu í verndar kostnaði. Flokkadráttur þessi hefir haft talsverð áhrif á stjórnarstefnu Canada. Þar af leiðandi hefir verið leitast við að forðast öll utanríkismál er stofnað gætu til óvildar í heimsmálum, og að styðja með öllu móti að samræmi í heimamálum. Stjórnarstefna þessi byggist á því að Canada sé í öllu óháð Bretaveldi en að fús- leg samtök séu sjálfsögð í öllum málum er styðji að velmegun beggja, en að Canada afneiti öll- um málúm er ef til vill stofna til ókyrðar og sundurlyndis í heima- málum og óvild vlð útheiminn, sérstaklega við Bandaríkin. I stuttu máli er velmegun Canada og friðsæld í heimsmálum aðal atriði í stjórnarstefnu hennar. Tweedsmuir lávarður, fyrver- andi landstjóri Canada, komst svo að orði, viðvíkjandi afstöðu Canada við umheiminn: “Can- ada er sjálfstæð þjóð. Það er ó- hugsandi að hún sýni Bretum, Bandaríkjunum eða nokkurri annari þjóð auðsveipni í heima- málum. Borgararéttindi hennar krefjast hollustu, ekki fyrst og fremst til hins brezka alríkis, heldur Canada og konungs henn- ar. Hver sá er mótmælir þessu, gerir að mínu áliti alríkinu stór- an ógreiða. Þátttaka Canada í stríðinu sem stendur yfir gegn Hitler, er í al- gerðu samræmi við stjórnar- stefnu þessa, því við lítum svo á að við séum að vernda okkar eigið frelsi jafnt sem frelsi ná- ungans. Sömuleiðis í samræmi við skoðun þessa hefir Canada sagt sig sammála skipulagi því er samið var á, og kent við At- lantshafið (Atlantic Charter), en hefir’þverneitað alríkis samtök- um er beita megi til heimsvalda eða einokunar í alþjóðamálum. Stefna þessi var augljós er Canada hafnaði boði Breta að samræðum í Lundúnum stríðinu viðvíkjandi og sérstaklega ljós á alþjóðarstefnu þeirri er Macken- zie King hélt fast við í forsætis- ráðherra samræðum þeim er haldnar voru í Lundúnum sí- astliðin maí. Á þeim var rætt um framvegis alríkis fyrirkomulag. Mörgum fanst tryggvænlegast að stofna það sem heild er í heimsmálum mat sín að stærð og gildi við aðr- ar stórþjóðir heimsins. Þeir vildu öllum kunngera að brezka alríkið stæði sem ein sameinuð heild, í öllum alþjóðar- málum og ef nauðsyn krefðist mundi fylgja fast að málum al- ríkinu tilhlýðandi. Forsætisráðherra Canada fanst stefna þessi leita til heimsvalda (Imperialism) og bera í skauti sér ósamkomulag, og er hún útilok- aði aðrar þjóðir, smáar sem stórar, og legði traust á framtíð- ar frið og einingu á mátt sinn og megin, hlyti hún að stofna til óvildar. Kvað hann að samvinna tengd bróðurlegum kærleika og stefnu sem allir góðviljaðir menn gætu aðhylst væri varan- legust í friðarviðleitni í heims- málum. Fórust'honum svo orð: “Ef, að stríðslokum, eining hins brezka alríkis á að viðhaldast sem ver- aldlegur virkileiki er brýn nauð- syn að stjórnarstefna þess sé ekki útilokandi eða fráhrindandi held- ur greiði samtök. Eg er sann- færður um að áframhald eining- ar okkar er bezt borgið ef megin- reglur eru svo samdar að allar þjóðir geti fúslega aðhylst þær.” Alþjóðar stefna þessi sýnir bezt þjgðhyggju Canada. Er fundur þessi var stofnaður var álit manna að mjög tregt mundi ganga að ná sammálum. Reyndin varð samt önnur. Canada sýndi ótvírætt hylli þá er hún nýtur. Ef alþjóðar stefnu þessari er í framtíð fylgt höldum við samúð og samtengd við Bretaveldi, vin- áttu Bandaríkjanna og velvild manna af öllum þjóðflokkum. Tímaritið McLean’s kemst svo að orði þessu viðvíkjandi: “Það er nú auðséð að Canada er full- þroska þjóð.” Það er eftirtektavert að á fundi þessum jafnt sem í allri viðleitni Breta og ríkja þeirra er tilheyra alríkinu, var friðsamlega og bróðurlega leitast við að stefna varanlega og viturlega. I

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.