Heimskringla - 16.08.1944, Page 6

Heimskringla - 16.08.1944, Page 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. ÁGÚST 1944 ARNARHREIÐRIÐ “En það hljóta að vera undantekningar,” sagði hún, “ef tvær manneskjur elska hvor aðra og eitthvað sameiginlegt-----” Hann hristi höfuðið. “Mennirnir elska ekki hvorir aðra. Lífið er svct sundrandi nú á tímum — það er svo margt, sem menn eiga kost á að aðhyllast, að það er ómögulegt að einangra ástina á einu atriði. Þessir síðustu tímar eru háðung og skapmynd af ástinni.” Þau þögðu langa lengi. Ekkert rauf kyrðina, sem þau bæði mintust sem þeirrar djúpu kyrð- ar, er stundum er á undan ofviðri. Og skyndilega var þögnin rofin. Hávaði heyrðist í dyrunum, sem voru opnaðar skyndi- lega og svo lokað. Raddir í forsalnum og svo létt, hröð spor á borðstofugólfinu. Þau horfðu bæði að dyrahenginu í mestu eftirvæntingu. Svo var því svift til hliðar og hávaxin, dökk- hærð kona í svartri kápu stóð í dyrunum. Hún stóð þar stundarkorn og virtust hin tindrandi svörtu augu henanr sjá alt, sem þar var að sjá á svipstundu. Hún sá Helenu fagra og brosandi og ennþá fegurri vegna hins nýja áhuga, sem hún hafði eignast, hún sá manninn, hvernig andlit hans tindraði af vitsmunum og las í hinum dökku augum hans þær tilfinningar, sem hann bar í brjósti. Hún fann ilminn af egypsku vindlingunum, sá hina tvo stóla fyrir framan eldinn — ekkert fór fram hjá eftirtekt hennar. En það virtist alt auka á reiði hennar. Því hún var reið. Hún skalf af reiði og rödd hennar skalf af heift er hún tók til máls. En það var hvorki reiði hennar né hin ógnandi framkoma, sem lét þau hörfa frá henni, heldur hversu hún var nauðalík hinum myrta Sir Geoffrey Kynaston. “Helen!” æpti hún, “mér hefir verið sagt það, en eg vildi ekki trúa því fyr, en eg sæi það með mínum eigin augum.” Helen reis á fætur. Hún var náföl en bar höfuðið hátt. “Þú talar í glósum Rachel,” sagði hún, “eg skil þig ekki.” “Skilur þú mig ekki? Hlustaðu þá á og eg skal útskýra þetta fyrir þér. Þú varst trúlofuð honum bróður mínum. Eg kem hingað, svo að segja frá jarðarförinni hans — og hitti þig á- samt — morðingja hans. Helen, eg er alveg í forundrun yfir því að þú skulir ekki deyja af sneypu.” “Morðingja hans!” Andlit hennar var ná- fölt og einnig varir hennar, og henni fanst stofan hringsnúast. En hún þurfti ekki nema að líta á hann til að öðlast hugrekkið á ný. Hann stóð rólegur við hlið hennar og horfði á Rachel Kynaston. Þótt hann fölur væri sáust engin svipbrigði í andliti hans. “Það er lýgi,” sagði hún tígulega, “spurðu hann að því sjálf.” “Spyrja hann — já!” Hún sneri sér að honum og augu hennar loguðu af heift eins og í ljónynju. “Hann skal fá að heyra hvað eg hefi að segja, og sjáðu svo hvort hann vogar að neita því! Eruð það ekki þér, sem eltuð hann borg úr borg um heim allan og reynduð að ná lífi hans? Eruð það ekki þér sem hafið barist við hann og særst og unnið eið að því að hata hann alla æfi, og jarða fyrst hatúr yðar í gröf hans. Lítið á mig maður, ef þér þorið, og segið mér svo hvort það voruð ekki þér, sem reynduð að ná lífi hans í Vínarborg, og hvort það voruð ekki þér, sem börðust við hann í Boulogne? Ó, eg þekki yður, það eruð þér! Og þér komuð hingað til að fá tækifæri til að myrða hann! Hann var myrtur og þér eruð maðurinn, sem gat gert það! Og eg ætti að spyrja yður hvort þér séuð sekur? Þess þarfnast ekki. Getur nokkur manneskja með fullu viti, sem þekkir sögu yðar, efast um það? En svarið mér ef þér getið! Horfist í augu við mig og látið mig heyra hvernig þér ljúgið, ef þér getið! Segið mér að þér vitið ekkert um dauða bróður míns!” Hann stóð eins og marmaramynd á meðan hún ruddi úr sér þessari ofsalegu ákæru. En þegar hún um síðir þagnaði gat hann engu orði komið upp. Sigurhrós ljómaði í augum hennar. Hún reikaði tvö spor til baka, studdi sig við borðið, studdi hendinni í hjarta stað. “Sjáðu Helen,” hrópaði hún, “er þetta vottur um sakleysi? Æ, góði guð, gefðu mér krafta til að halda áfram — eg verð að tala við Mr. Thurwell — segja honum alt — hann skal gefa út handtöku skipunina — æ!” Hún æpti upp yfir sig svo að bergmálaði í allri höllinni. Mr. Thurwell og allir þjónarnir komu hlaupandi. Á miðju gólfinu lá Rachel Kyna- ston og baðaði handleggjunum eins og óð væri. Helen kraup við hlið hennar, og Mr. Brown hafði dregið sig lítið eitt í hlé, og vissi ekki hvort að hann ætti að fara eða vera. “Helen,” hvíslaði hún þreytulega. “Eg er að deyja. Sverðu mér að þú skulir hefna dauða Geoffreys. Maðurinn þarna myrti hann — hann heitir — hann heitir----” Þau þyrptust öll að henni, en hún band- aði þeim frá sér, greip um handlegg Helenar og dró hana að sér. Hendin losnaði, og Helen reikaði og féll í faðm föður síns. “Hún hefir fallið í yfirlið,” hvíslaði einn þjónninn. En Rachel Kynaston var dáin. 11. Kap. — Levy og sonur, leyniiögreglumenn. “Nokkuð nýtt í bréfunum, gamli minn?” “Ekki ennþá, Bensi,” svaraði lítill, gamall maður, sem opnaði með mikilli nákvæmni hlaða af sendibréfum og las þau með mikilli ná- kvæmni, og raðaði þeim svo í sérstaka stafla. “En bíddu nú við þangað til eg er búinn að lesa þau — nei — þetta lætur vel í eyrum — við höfum gæfuna með okkur í dag, drengur minn.” Benjamín horfði yfir öxl föður síns og las bréfið, sém var stutt og á þessa leið: Thurwell Höll, þriðjudag Mér hefir verið ráðlagt að snúa mér til félags yðar með málefni, sem krefst góðs leynilögreglu manns og verður hann að hafa gætni og lægni. Eg kem til London á morgun og verð á skrifstofu yðar kl. hálf ellefu. Gerið þá svo Vel og verið þar til viðtals. Helen Thurwell. Mr. Levy eldri strauk hökuna íbygginn og starði á son sinn. “Eg hugsa að eitthvað geti orðið úr þessu, hvað heldur þú Bensi? Thurwell höll — það hljómar vel. Þarna getur maður unnið sér inn skildinga!” Benjamín horfði hugsandi á undirskrift bréfsins. “Thurwell — Thurwell! Hvar í ósköpun- um hefi eg heyrt um það nýlega — í nafni spá- mannsins — nú veit eg það,” hann þaut upp. — “Pabbi við höfum fallið í lukkupottinn! Loksins höfum við náð í hepnina!” Hann varð svo himin lifandi glaður að hann gleymdi hversu ellin er hrum, og barði föður sinn hylmingshögg á bakið svo að gleraugun duttu næstum af nefninu á karlinum. “Hættu þessum heimskulátum Bensi,” stundi hann hálf hræddur, “eg vil ekki hafa það. Þú varst nærri búinn að beinbrjóta hann föður þinn, og hefðir þú gert það, hefði eg dregið lækniskostnaðinn frá mánaðarkaupinu þínu — en hvað segir þú um bréfið?” Mr. Benjamin gekk fram og aftur um gólfið með hendurnar í vösunum og blístraði lágt. Þegar faðir hans hafði lokið kveinstöfum sínum staðnæmdist hann fyrir framan hann. “Fyrirgefðu mér, gamli minn. Þetta var óviljandi. Minnist þú ekki að hafa heyrt nafnið Thurwell nýlega?” Mr. Levy hinn eldri hristi höfuðið. “Eg er hræddur um að minni mitt sé farið að láta sig, Bensi minn, mér finst eg kannast við nafnið, en samt get eg ómögulega komið því fyrir mig. Segðu mér um þetta drengur minn.” “Kynaston morðið. Það gerðist á Thur- well landareigninni. Sir Geoffrey Kynaston var trúlofaður Miss Thurwell, og hún var ein af þeim, sem fann hann.” “Pa, nú man eg það,” sagði gamli maður- inn, “og morðinginn fanst aldrei, eða hvað?” “Nei, en þetta mál hefir vakið mikinn á- huga minn,” svaráði Benjamín. “Það er eitt- hvað leyndardómsfult við það. Eg man hvert einasta atriði þess — það kemur sér líka vel nú.” “Hún kemur sjálfsagt til að fá hjálp hjá okkur — þarna kemur hún!” Vagn hafði stans- að fyrir utan húsið, og Mr. Benjamín hafði ekki þurft nema að skygnast út um gluggann til að sjá að stúlka steig út úr vagninum. Á næsta augnabliki þaut hann að skrifborðinu og settist við að skrifa í óða önn. “Pabbi,” sagði hann án þess að líta upp, “láttu mig um þetta mál, þeyrir þú það. Eg þekki það alt saman út í hörgul. Segið þér að kona vilji tala við okkur, Morrison — já, vísið hénni strax inn.” 12. Kap. — Sonur, er var sananrleg perla. Þetta var í fyrsta skiftið á æfinni, sem Helen tók sér nokkuð mikilvægt fyrir hendur án þess að ráðfæra sig við föður sinn eða láta hann vita um það. Hún hafði miklar áhyggjur, og hin síðustu orð Rachel Kynaston voru henni mikil byrði. Hún gat ekki gleymt þeim. Það gat ekki komið til neinna mála að snúa sér til föður síns um hjálp. Hún vissi fyrirfram hvað hann mundi segja. Álit hans á hlutverki kven- fólksins í heiminum var gamaldags, og ákvað að það hlutverk væri á heimilinu og hvergi annarstaðar. Hann hefði kanske tekið þetta að sér sjálfur, en hún vissi að það yrði aðeins hálfgert. Hún vissi hvernig hann leit á málið, Rachel Kyn^ston hafði verið í svo æstu skapi að hún var hálf brjáluð — hin síðustu orð hennar óráðshjal. En hún gat samt ekki gleymt þeim eða þeirri ábyrgð, sem þau lögðu henni á herðar, og hvíldu á henni eins og farg. Hún varð nú að hjálpa sér sjálf án vitundar föður síns, ef hún ætti ekki að bregðast síðustu bæn hinnar dánu stúlku. Hún ákvað því að ráðast í þetta fyrirtæki, .þótt það væri með hálfum huga. Henni var strax vísað inn til Levy og sonar. Þótt hún væri hrædd, sá hún samt strax hvernig þar var umhorfs. Hún sá fátæklegt herbergi, sem var eftirtektaverðast vegna þess hversu dimt það var. í hægindastól sat gamall maður, lítill vexti og gráhærður. Hann stóð strax á fötur til að taka á móti henni, en lítið eitt lengra burtu sat ungur maður og skrifaði eins og hann ætti lífið að leysa. Þótt ekki væri þungbúið loft úti, þá voru rúðurnar svo skitnar og litlar að dagsljósið komst ekki inn um þær, og var því gasljós í stofunni. Mr. Levy hneigði sig og bauð henni sæti. “Þér munuð vera Miss Thurwell, hugsa eg,” sagði hann kurteislega. Ungfrúin hneigði sig en lyfti ekki slæðunni sem var mjög þétt. “Við fengum bréf frá yður í morgun,” bætti hann við. “Já, samkvæmt því er eg hér komin,” svar- aði hún. Byrjunin var örðug. Mundi það vera skyn- samlegt af henni að fara þangað þarna? Voru þetta ekki misgrip? Dugði ekki að fara til yfir- valdanna og heita verðlaunum? Á þessu augna- bliði langaði hana helzt til að hafa sig í burtu. En í þessum svifum sýndi yngri félaginn hvað í honum bjó af lipurmensku og lægni. Hann lagði rólega frá sér pennann, sneri sér í áttina til hennar ög tók til máls. “Oss skildist af bréfi yðar, Miss Thurwell, að yður langaði til að ráðfæra yður við okkur viðvíkjandi morði Sir Geoffreys Kynaston.” Helen varð svo forviða, að hún mátti engu orði upp koma, svo að ræðumaður hélt áfram: “Já, það var það, sem eg hélt. Sjáið þér til, Miss Thurwell, okkur er trúað fyrir svo mörg- um málum, og án þess að hrósa okkur er mér óhætt að segja að við höfum greitt úr þeim flestum. Er það ekki satt, pabbi?” “Jú, algerlega dagsatt, Benjamín.” “En hvað eg vildi sagt hafa, Miss Thurwell, þá byggist þessi hepni okkar á því að skjól- stæðingar okkar hafa sýnt okkur fult traust, og trúað okkur fyrir öllu. Á þetta leggjum við aðal áherzluna. Það segir sig svo sem sjálft, að alt sem okkur er trúað fyrir er okkur heilagt leyndarmál. En við verðum að fá að vita alla málavexti.” “Eg skal gjarnan segja ykkur alt,” svaraði hún rólega. “Eg þarf engu að leyna.” Mr. Benjamín hneigði sig til merkis um, að það væri alveg ágætt og sagði: “Við viljum heldur ekki leyna yður neinu, og nú langar okkur að vita hversvegna þér hafið snúið yður til okkar í stað réttra yfirvalda.” “Yfirvöldin hafa haft málið með höndum í meira en tvo mánuði, og hefir ekkert orðið á- gengt. Mig langar til að útkljá málið, og er sem vonlegt er orðin óþolinmóð. Yfirvöldin þurfa í svo mörgu að snúast. Borgi eg yður vel, býst eg við að þér verjið öllum yðar tíma til að komast að hinu sanna í þessum efnum?” “Auðvitað,” svaraði yngri félaginn alvar- lega og faðir hans sagði hið sama. “Nú hafið þér greitt úr þessari spurningu algerlega og fullnægjandi, Miss Thurwell, og þakka eg yður fyrir hreinskilnina. “Eg býst við að þér óskið að eg segi yður frá upphafi alla söguna?” spurði hún og hrollur fór um hana. “Ekki nema að eitthvað nýtt hafi komið fyrir. Eg þekki alt málið til fullnustu.” Helen horfði á hann forviða. “Þér hafið lesið um það?” “Já, slíkar fréttir vekja auðvitað áhuga okkar, en þessi sérstaklega vegna þess, að eg sá strax að lögreglan var á rangri leið.” “Hvað álítið þér þá um málið?” “Aðeins þetta, að lögreglan hefði getað sparað sér ómakið að halda vörð við hafnir og járnbrautarstöðvar. Morðið var ekki framið af augnabliks hugsun af manni, sem forðaði sér svo eins fljótt og auðið var. Ef eg á að taka þetta mál að mér verð eg að fá nöfp og heimilisfang allra, sem þarna búa í grendinni, en sérstaklega verð eg að fá eins miklar upplýsingar og unt er um Mr. Bernard Brown, sem býr í Arnarhreiðr- inu.” Hún hrökk við og fann að hann tók eftir því. “Enn þá ein sþurning, Miss Thurwell og það er þýðingarmikil spurning,” hann horfði á hana rannsakandi, “grunið þér nokkurn?” “Já.” Svarið kom án nokkurrar dvalar. Eldri Levy teygði fram álkuna, yngri Levy lét sér hvergi bregða. “Hvern?” spurði hann. “Mr. Brown.” Mr. Benjamín ritaði fáeinar línur á bréf- miða. Hefði Helen séð það, mundi hana hafa furðað mjög á því, því að þótt rödd hennar væri lág hafði hún þó svarað hiklaust. Hann ritaði þetta á blaðið: % “Rannsaka hvort nokkur kunningskap- ur er á milli Mr. Brown og Miss T. Sýndi mikla geðshræringu þegar hún sagði frá grun sínUm.” “Hafið þér nokkuð á móti því að segja mér frá ástæðum yðar fyrir þessum grun?” spurði hann. Hún sagði frá því eins og hún þyldi upp utan að lærða lexíu. “Mr. Brown kom í bygðina um sama leyti og Sir Geoffrey kom heim. Þeir höfðu fundist fyr og virtust vera óvinir---” “Hvernig vitið þér það?” spurði Benjamín. Hún sagði honum, að Mr. Brown hefði játað það sjálfur, og sagði honum einnig frá uppi- standinu, sem gerst hafði áður en Rachel Kyna- ston hafði dáið svona snögglega. “Hafið þér fleiri ástæður?” “Hann virtist vera í mjög mikilli geðshrær- ingu þegar hann kom þar að, sem líkið lá. Hann kom beint að heiman og samkvæmt legu heim- ilis hans, gat hann vel hafa framið morðið án þess að nokkur sæi hann, farið svo heim á eftir. Það var auðveldara fyrir hann að fremja það en nokkurn annan.” Feðgarnir litu hvor á annan. “Getið þér sagt mér nokkuð um fjölskyldu hans?” bætti hann við. Hún hristi höfuðið. “Við þektum alls ekkert til hans þegar hann kom og hann hefir aldrei sagt neitt um sjálfan sig.” “En hann er leiguliði föður yðar?” “Já.” “Hann hlýtur þá að hafa gefið föður yðar einhverjar upplýsingar um sjálfan sig, hugsa eg?” “Heimildir hans voru bankastjórinn hans og lögmaðurinn hans.” “Vitið þér hvað þeir heita?” “Bankamaðurinn heitir Greyson en lög- maðurinn Chubert.” Mr. Benjamín ritaði niður nöfnin. “Getið þér ekki sagt okkur neitt 'meira, Miss Thurwell?” spurði hann. “Eitt atriði vakti um tíma grunsemd mína,” svaraði hún hæglátlega. “Líkið var flutt til heimilis Mr. Browns, og eg stóð þar úti í gang- inum og beið þar eftir föður mínum. Eg býst við að eg hafi þá þegar grunað Mr. Brown, því að eg notaði tækifærið til að litast um í dagstofu hans. Það var auðvitað ekki rétt,” bætti hún við, “en eg var úrvinda af geðshræringu, og hefði eins og á stóð gert hvað sem var til að leiða sannleikann í ljós.” “Það var ekki nema eðlilegt,” sagði eldri Levy, sem lengi hafði beðið tækifæris að leggja orð í belg. Sonur hans lét ekki svo lítið að veita þessu innskoti eftirtekt, og Helen bætti við: “Það sem eg sá hefir kanske enga þýðingu, en samt ætla eg að segja yður frá því. Glugginn stóð opinn og blöðin á runnunum voru vot af vatni. 1 horni stofunnar stóð tóm þvottaskál og hjá henni bókahlaði. Þær voru þar ef til vill af hendingu en mér fanst að vel gæti verið að hann hefði verið settur þar til að hylja eitthvað — kanske blóðblett á gólfinu. Áður en e§ gat flutt hann til til að ganga úr skugga um grun minn, var komið að mér.” “Var það Mr. Brown?” “Já, og Sir Allan Beaumerville.” “Fanst yður nokkur hræðslusvipur á and- liti hans er hann sá yður þarna?” “Nei, hreint enginn. Hann var bara undr- andi, sem ekki var nema alveg eðlilegt. Það var alls enga hræðslu á honum að sjá.” Mr. Benjamín sneri sér ásamt stólnum, sem hann sat í. “Nú er aðeins eftir að koma sér saman um kaupskilmálana,” sagði hann. “Eruð þér reiðu- búnar, Miss Thurwell, að verja allmiklu fé til þessara rannsókna?” “Já, sé það nauðsynlegt.” “Gott er það. Þá skal eg í skyndi hripa upp samninginn. Við höfum njósnara í París, Vín- arborg, Venedig og öðrum borgum, sem eg skal við fyrsta tækifæri láta rannsaka æfiferil Sir Geoffreys Kynastons erlendis. Sjálfur mun eg hér í London fá upplýsingar um Mr. Brown, og á morgun get eg farið til Thurwell og látast vera eitthvað, sem þér getið ráðið hvað skuli vera.” “Ef þér kunnið eitthvað í bókfærslu þá get eg sjálfsagt útvegað yður vinnu á herragarðs- skrifstofunni.” “Það er ágætt. En skilmálar mínir eru þessir: Þér borgið nú þegar tvö hundruð pund til agenta okkar erlendis, en mér og föður mín- um fjörutíu pund á viku. Ef við höfum ekki að ári liðnu leyst þessa gátu, borgum við yður til baka tuttugu prósent af þessari upphæð. Ef við aftur á móti ráðum hana, borgið þér okkur fimm hundruð pund aukreitis. Gangið þér að þessum skilmálum?” “Já.” Mr. Benjamín ritaði fljótlega nokkrar línur p blað og rétti henni það svo. “Máske þér viljið þá gera svo vel og rita nafn yðar undir þetta?”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.