Heimskringla


Heimskringla - 30.08.1944, Qupperneq 2

Heimskringla - 30.08.1944, Qupperneq 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. ÁGÚST 1944 ÁRSSKÝRSLA forseta Sambands ísl. frjáls- trúar kvenfélaga 1944. Kæru fulltrúar og gestir: Það er mér ánægja að bjóða ykkur allar velkomnar hingað í dag, á þetta átjánda þing Kvennasambandsins. — Sérstök ánægja er það nú fyrir mig að hafa tækifæri á því að endurnýja kunningsskapinn við ykkur eftir tveggja ára burtveru, því í fyrra sumar var þannig ástatt fyrir mér að eg gat ekki verið á árs- þinginu. Er eg persónulega þakklát vara-forseta, Mr. Jóns- son, fyrir það að taka að sér for- setastörfin þá, og fyrir það hversu alt fór þar vel úr hendi. Einnig vil eg taka þetta tækifæri til þess að þakka henni vingjarn- leg ummæli til mín, og þá einnig fyrir heillaóskir og blóm frá sam- bandinu sem mér voru færð á sjúkrahúsið og samskonar vinar- þel og blómagjafir frá félögum innan sambandsins. Að finna ykkar vinarhug í gegn um alt þetta varð mér drjúgur styrkur í legunni, eins og þær sem orðið hafa fyrir líkri reynslu munu kannast við. Vil eg þá snúa mér að því sem liggur fyrir að ræða um og fram- kvæma á þessu þingi eftir því sem við getum bezt. Eg geri ekkx ráð fyrir að okkar fámenna þing orki því að breyta til bóta á standinu í 'heiminum, en samt hefir viðleitni félags okkar í lið inni tíð verið á margan hátt til styrktar þeim málum sem nauð synleg mega kallast og tímabær Þegar það er athugað, þá hljótum við að finna til þess að okkar félagsskapur með sín reglulegu ársþing er ekki ónauð- synleg stofnun. Vissulega má segja að á byltingatímum, eins og nú eru, séu þær stundir, sem við njótum hver með annari, við að hugleiða ýms velferðarmál sem okkur eru hughaldin, eins konar sólskinsblettur í myrkri ömurleikans alt í kring um okk- ur. Á þeim stundum verður birtan meiri, ef við erum allar einhuga í því að leggja alúð við þau störf, sem liggja framundan og það veit eg, að er ósk okkar allra sem hér erum saman komn- ar í dag. Á þessu liðna ári áttum við því láni að fagna að fá heimsókn frá merkri og góðri konu úr stjórn- arnefnd aðalfélagsins, Genera Alliance, Mrs. W. W. Churchill. Kom öllum saman um það, sem mættu henni og nutu þess að heyra hana ræða um áhugamál sín, og okkar jafnframt, að er- indi hennar hefði rerið í mesta máta uppbyggilegt og hressandi Á þeim stutta tíma, sem hún dvaldi hér gafst henni tími til að heimsækja kvenfélagið í Wyn- yard og var mér sérstök ánægja í því, að geta farið með henni þá ferð. Og þá heimsótti hún einn- ig öll þrjú félögin í Winnipeg. Veit eg að allar þær konur, sem kyntust henni á hennar ferðalagi hingað, bera hlýhug til hennar og alúðar þakklætishug fyrir komuna hingað. Annars merkisatburðar má minnast frá þessu ári, sem við- kemur íslendingum í heild Sinni, og það er koma íslenzka biskups- ins, Sigurgeirs Sigurðssonar, hingað vestur. Man eg ekki til að nokkrum atburði hafi verið eins* alment fagnað hér, eins og þegar sú frétt kom að hans væri von. Og þó margir gestir að heiman hafi áður verið okkur kærkomnir og hafi unnið hug og hjörtu fólksins með framkomu sinni, þá mun koma hans hingað hafa haft meiri og víðtækari á- hrif á hugi fólksins en nokkurs annars sendiboða frá ættlandinu okkar. Um það þarf ekki að ræða frekar hér, en einungis lýsa yfir alúðar þakklæti til biskups- ins persónulega, fyrir komuna vestur og þá einnig til gamla landsins, sem sýndi okkur þann góðvilja að senda okkur æðsta mann kirkjunnar til þess, sem allra bezt að styrkja það sam- band, sem enn á sér stað milli þessa gamla og hins nýja heims: milli stofnþjóðarinnar og þjóð- arbrotsins hér í dreifingunni vestra. Eins ög ávalt áður hefir starf- semi kvenfélaganna verið marg- vísleg. Finst mér aðdáanlegt hversu okkar litlu félög hafa komið miklu í verk. Fyrir utan hinn venjulega fjárstyrk til safn- aðanna, sem hefir verið ríflegur, eins og skýrslurnar gefa til kynna, hafa félögin, hvert í sínu lagi unnið vel að ýmsum öðrum málefnum, s. s. Red Cross, Sum- arheimilinu, Russian Relief, her- manna bögglasendingum, Kína- hjálpo. fl. Auk þess hafði Gimli söfn. “Tea” til arðs fyrir sjúkra- húsið og Lundar og Wynyard söfn. samkomu fyrir gamla fólk- ið. Þá hefir einnig verið lagt í útvarpssjóðinn og minningar- sjóð Jórunnar Lindal. Auk alls þessa og fleira sem mætti minn- ast á hafir stjórnarnefnd sam- bandsins haft samtalsfundi og heimsókn til félaganna. Á skemtifundi sem efnt var til í Árnesi leitaðist eg við að skýra konum frá heildarstarfi Sam- bandsins. Auk þess fluttu ágæt- is erindi Mrs. N. Stevens um Jane Adams og Dr. S. E. Björn- son um Frjálsa kirkju. Einnig var þar ýmislegt fleira til skemt- unar; að endingu færðu Árnes kvenfélagskonur fram rausnar- legar veitingar eins og að undan- förnu. Fund kennara sóttu kon- ur víðsvegar úr N. Islandi. Síðast liðið haust heimsóttum við Mrs. Emma v. Renesse Oak Point kvenfélagið og nutum við þar einstakrar gestrisni og glað- I legs viðmóts í ríkum mæli. Hefir það kvenfélag góðum kröftum á að skipa og er vel vakandi í sinni starfsemi og samhuga. í þessari sömu ferð hafði verið gert ráð fyrir því að við flyttum erindi á árlegri samkomu sem kvenfélögin hafa þar fyrir gömlu landnemana. Var sú samkoma haldin eftir miðdag og var tals- vert fjölmenn og mjög ánægju- leg í alla staði. Önnur kvenfélög sem eg hef heimsótt á árinu eru Winnipeg og Gimli kvenfélögin. Auk þess flutti eg erindi á mæðradaginn í kirkju Riverton safnaðar. Var sú samkoma hald- in undir umsjón sunnudagaskól- ans þar og fór hún mjög vel úr FRANSKIR SKYNDILIÐAR Á ÍTALÍU — THE GOUNS Með Frökkum berjast á Italíu hinir svokölluðu Gouns frá Morokko, sem eru æfðir af frakkneskum foringjum. Þessir menn eru fæddir og uppaldir í Atlas-fjöllunum, og þekkja manna bezt fjallaferðir og hernað í þeim. — Á myndinni hér að ofan sjást nokkrir þeirra setjandi á arabiskum hestum, á leið í eitt launsetrið í fjöllunum á Italíu. To Conserve Materials and Manpower A recent Government order has greatly curtail- ed the supply of cartons. Will you please return all used cartons as soon as possible. A little care in opening new deliveries will make possible the re-use of cartons which can be returned with empty bottles. Your co-operation is necessary to conserve these materials and labour. DREWRYS LIMITED hendi. Nokkur af eldri börnun- um komu þar fram og lásu stutt- ar greinar og voru þess á milli sálmar sungnir. Það var helgi- blær yfir allri athöfninni, eins og á að vera, og eg er viss um að börnin eiga eftir að minnast þeirrar stundar lengi í framtíð- inni, og í þakklátum hug fyrir þetta tækifæri, sem þeim var gefið til þ^ss að læra að íhuga lífsviðhorf æskunnar, og eiga um leið ánægjulega stund með sín- um jafnöldrum. Eiga þeir, sem leggja á sig þetta aukastarf fyrir börnin mikið þakklæti skilið frá öllum sem hér eiga hlut að máli. En þetta er einnig hvöt til ann- ara að leggja rækt við æskuna á þennan hátt. Með því verður alt umhverfið hreinna og meira í samræmi við kristilegar hug- sjónir. Einnig má minna á það, að vanrækt í þessu efni, verður að skoðast ábyrgðarhluti fyrir eldri kynslóðina. Því miður höf- um við í liðinni tíð ekki sint þessu máli eins mikið og við ættum að gera, og væri gott ef þetta kirkjuþing gæti komið auga á einhverjar aðferðir til þess að glæða áhugann og vekja fólkið til starfs í öllum okkar bygðarlögum. í því augnamiði er nú okkar “Hnausa Institute” að starfa hér á hverju sumri, og er vonandi að sá skóli geti orðið til þess að opna augu fólks fyrir þessu nauðsynjamáli, í öllum bygðarlögum okkar kirkju. Með þessu stendur eða fellur allur kirkjulegur félagsskapur vor á meðal í framtíðinni, og er því í fylsta máta tímabært að athuga alla möguleika á framtíðar starf- semi í þessu efni. Til þess að eyða ekki of mikl- um tíma frá þingstörfum skal eg að þessu sinni ekki vera langorð um sumarheimilið. Skýrsla frá því verður að sjálfsögðu lesin upp á þinginu oj^ þá nýjar ráð- stafanir gerðar viðvíkjandi fram tíðarstarfi þess. Yfirleitt er ykkur kunnugt um hvað gert hefir verið á undanförnum ár- um og nú í sumar búumst við við því að geta haldið því áfram með líkum hætti. Eg veit að það er fyrir löngu komið inn í meðvit- und fólks hversu mikilsvarðandi þetta mál er og vil eg því vin- samlega mælast til þess að menn hafi það einnig hugfast að starf- rækt heimilisins úthexmti bæði mikla vinnu og hefir talsverðan kostnað í för með sér. Eg veit að fólk, sem hefir haft börn sín á Sumarheimilinu er mér sam- dóma um þörfina á því að halda því áfram og helzt að stækka það ef ástæður væru til, svo að fleiri gæti haft not af því en ver ið hefir. En til þess að það geti orðið þarf þátttaka fólksins að vera nokkuð almenn og áfram haldandi. Það er mikið fagnaðarefni fyr ir okkar félagsskap að nú hefir orðið framkvæmd á því að gefa út rit, sem flytur meðal annars fréttir frá okkar sambandi. — Brautin hefir nú hafið göngu sína og er mjög svo myndariega úr garði gerð. Hefir frú Guðrún Johnson, vara-forsetinn okkar, annast um útgáfu á öllu því, sem okkur var leyft að hafa í blaðinu og varð það að miðast við sér- stakan blaðsíðu fjölda. Geri eg ráð fyrir að á þessu þingi verði gerðar áframhaldandi ráðstafan- ir fyrir Brautinni og þarf því ekki að orðlengja um það hér. Vil eg aðeins láta í ljós þakklæti mitt til frú Johnson fyrir hennar mikla og góða starf við útgáfu blaðsins, sem allir vita að tekur bæði mikinn tíma og fyrirhöfn, án nokkurs endurgjalds. Eg vil þá að endingu þakka stjórnarnefndinni fyrir góða samvinnu á liðnu ári, öllum með limum Sambandsins fyrir þeirra miklu starfsemi. Einnig vel eg þakka öllum þeim sem stutt hafa Sumarheimilið á einhvern hátt hvort sem þeir standa innan eða utan við okkar félag. Að svo mæltu leyfi eg mér að setja þetta átjánda ársþing kven- félaga Sambandsins, og óska full- trúunum til lukku og blessunar með þingstörfin. Marja Björnson VIRÐULEG ÚTFÖR GUÐ- MUNDAR Á SANDI í gær (6. júlí) var Guðmundur skáld Friðjónsson frá Sandi bor- inn til grafar, með mikilli við- höfn, sem við átti, því með hon- um er til moldar hniginn einn hinn stórbrotnasti og sérkenni legasti andans maður íslenzku þjóðarinnar. Verður hans lengi minst, sem eins þeirra manna, er hæst héldu uppi merki íslenzkr- ar tungu, íslenzkrar bænda- menningar og íslenzks sjálfstæð- is í orði og verki, alt frá því hann ungur hóf ritstörf og þangað til ólæknandi sjúkdómur bugaði hann fyrir nálega ári síðan, hafði hann þá lengi kent þeirrar van- heilsu er dró hann til bana. í þessari grein verður eigi gerð nein tilraun til þess, að draga upp mynd af persónuleika skáldsins frá Sandi, eða sérkenn- um í skáldskap hans. Mun einn af mikilhæfustu rithöfundum landsins skrifa um Guðmund innan skamms fyrir blaðið í Les- bók. Guðmundur var fæddur 24. okt. 1869 að Sílalæk í Aðaldal. Faðir hans, Friðjón Jónsson, flutti síðar að Sandi. Og þar tók Guðmundur við búskap eftir föð- ur sinn. Þar var síðan heimili hans alla tíð. — trygð hans við jörðina, sveitina, staðinn, var altaf einn sterkasti þátturinn í skapgerð hans, hugsun hans og ritstarfi öllu. Þar barðist hann við kröpp kjör, við hlið ágætrar konu sinnar, Guðr. Oddsdóttur, og þar ólu þau upp barnahóp sinn á þann hátt, sem til fyrir- myndar var. Skólamentunar naut Guðmundur'í Möðruvalla- skóla árin 1891—1893 og ekki annarar. En upp frá því gerðist hann umsvifamikill rithöfundur og stóð oft um hann mikill styrr í blöðum og tímaritum landsins. I mörg ár hafði hann þann sið, að hann tók sig upp frá búi sínu og flutti fyrirlestra um ýms þjóðmál eða þær hugmyndir og hugsjónir, er hann bar fyrir brjósti sér, meðan hann sinti búi sínu. Þótti hann stundum óvæg- inn við menn og málefni, enda þannig skapi farinn, að hann kunni því bezt að eiga ekki að- eins í baráttu við óblíða náttúru landsins, sem hann unni hugást- um, heldur varð hann samtímis að heyja baráttu á ritvellinum við mannfólkið í landinu. Sá baráttuhugur hans hélst fram til efri ára. Fyrsta kvæðabók hans kom út árið 1902 og hét “Úr heimahög- um”. Með bók þeirri skipaði hann sér á bekk með fremstu skáldum samtíðarinnar. Næstu ár gaf hann sig mikið að sagna- gerð. En skáldskapur hans í ó- bundnu máli náði naumast svo almennum vinsældum, sem kvæðin. En að þessu verður vikið síðar, sem fyr segir. Með Guðmundi er fallinn í val- inn einn merkasti kvisturinn á meið íslenzkrar bændamenning- ar á þessari öld. — En verk hans lifa. Frá útförinni Húsavík, fimtudag. Það leyndi sér ekki, að sýsl-| ungar Guðmundar lögðu áherzlu! á, að útför hans yrði sem virðu-j legust. Á mánudaginn var lík hans flutt af sjúkrahúsinu í Húsavík- urkirkju. Söng þar karlakórinn Þyrmur á Húsavík sálminn “Drottinn vaki.” í kirkjunni flutti Jóhann Haf- stein lögfræðingur ræðu og las upp kvæði Guðmundar, “Bréf til vinar míns”, sem er eitt af fyrstu kvæðunum, er birtist eftir hann. Jakob Hafstein söng einsöng í kirkjunni: “Friðarins guð”, en Friðrik A. Friðriksson flutti bæn. Að lokum söng kirkjukór Húsavíkur, Hærra minn guð til þín. Þá var lík hins framliðna flutt frá Húsavík heim að Sandi. Nokkru fyrir hádegi í gær byrjaði fólk að safnast að Sandi. Þar kom saman um 600 manns, til þess að fylgja skáldinu til grafar. Voru þar kaffiveitingar fyrir alla sem að garði komu, áð- ur en húskveðja fór fram. 1 upphafi húskveðjunnar var sungið “Hin langa þraut er lið- in,” Þá flutti sr. Friðrik A. Friðriksson prófastur húskveðj- una. Talaði hann m. a. um raun- sæismanninn og trúmanninn Guðmund Friðjónsson. Á eftir ræðunni var sungið kvæðið Páskadagsmorgun, eftir hann. Þá flutti Júlíus Havsteen sýslumaður ræðu, þar sem hann m. a. þakkaði hinu látna skáldi fyrir áhrif hans á menningar- sögu Þingeyinga. En síðan var sungið: “Þú bláfjalla geimur”. Síðan flutti Steingrímur Bald- vinsson í Nesi kvæði, þá Arn- fríður frá Skútustöðum annað kvæði, þá söng kirkjukórinn kvæði eftir Valtý son Guðmund- ar heitins. Þá var húskveðjuat- höfninni lokið. Átta synir Guðmundar heit- ins báru nú kistu hans úr garði' að bíl, er stóð við túngarðinn. • Síðan hélt líkfylgdin til Nes- kirkju í Aðaldal. Kirkjan var fagurlega skreytt. Hafði kven- félag Aðaldæla annast skreyting- una. Kirkjuathöfnin hófst með þvíi að kórinn söng “í hendi Guðs er! hver ein tíð.” Því næst flutti( Karl Kristjánsson ræðu. Talaði hann um skáldskap Guðmundar frá fyrstu tíð og fram til síðustu daga. Þá var sungið kvæðið “Þing- eyjarsýsla”, eftir Guðmund, und- ir laginu “Eitt er landið ægi girt.” Því næst flutti Sigurður á Arnarvatni kvæði. Þá var sung- inn sálmurinn “Lýs milda ljós”. Þá flutti sr. Þorgrímur Sig- urðsson aðal kirkjuræðuna. — Lagði han nút af fyrra korinthu bréfi, 13. kap., 11.—12. versi. Þá flutti Þóroddur Guðmunds- son kveðju frá konu og börnum skáldsins. En að endingu las Konráð Vilhjálmsson frá Hafra- læk kvæði. Síðan var sungið “Alt eins og blómstrið eina”, er kistan var borin úr kirkju. Nágrannar Guð- mundar og aðrir kunningjar báru hann úr kirkju. Sr. Þor- grímur jarðsetti. En meðan fólk- ið var að ganga frá gröfinni, söng kórinn í kirkjunni “Faðir andanna”. Kirkjukór Húsavíkur annaðist allan sönginn. • Blómsveigar bárust margir, m. a. frá ríkisstjórninni, Rithöf- undafélaginu og Mentaskóla Akureyrar. Áletrun á þeim blómsveig var: “Þökk fyrir ís- lenzkuna”. Frá sambandi norð- lenzkra kvenna og frá kvenfé- lagasambandi þingeyinga. Með- an húskveðjan fór fram á Sandi. var þoka og rigning, og rigndi ó- venjulega mikið um tíma. En á meðan líkfylgdin var á leiðinni til kirkjunnar, birti til og var komið skínandi sólskin er þang- að kom. Yfir allri útför þessari var mikill hátíðablær, og verður hún öllum viðstöddum minnis- stæð.—Mbl. 7. júlí. ÁTJÁNDA ÁRSÞING Sambands íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga í Vesturheimi Þingið var sett af forseta Mrs. S. E. Björnson, laugardaginn 24. júní 1944 í Sambandskirkjunni i Winnipeg, kl. 9.30 f. h. Fulltrúar á þingið voru: Frá Winnipeg: Mrs. O. Pétursson Mrs. P. Anderson Frá Árnesi: Mrs. Guðrún Johnson Frá Árborg: Mrs. H. von Renesse Mrs. S. O. Oddleifson Frá Gimli: Miss Kristín Benson Frá Lundar: Mrs. B. Björnsson Mrs. G. Árnason Frá Riverton: Mrs. H. Thorvarðarson Mrs. E. J. Melan Frá Oak Point: Mrs. Dóra Mathews Mrs. Guðrún Mathews F'rá Piney: Mrs. B. Björnsson Þingsetning hófst með því að sunginn var sálmurinn “Lát þitt ríki Ijóssins herra”. Mrs. Jón Ásgeirsson, forseti Winnipeg kvenfélagsins, bauð fulltrúa og gesti velkomna. Þar næst flutti Mrs. G. Árna- son bæn. Að því búnu flutti forseti á- varp sem verður birt í þessu blaði. Síðasti fundargerningur var lesin. Var bætt í fundargern- inginn, að Mrs. G. Árnason hafi þakkað fyrir heiðurinn að vera gerð heiðursforseti. Og var lag- fært þar sem heilbrigðismálið snerti, í staðin fyrir að segja að mikið væri rætt um kynsjúk- dóma, væri sagt að læknarnir, kennarar, heilbrigðis embættis- menn og nefndir ræddu mikið um þetta mál. Tillaga Miss S. Vídal, studd af Mrs. G. Árnason að fundargern- ingurinn væri samþyktur með þessum breytingum. Samþykt Tillaga Mrs. J. B. Skaptason studd af Mrs. Gísli Jónsson, að gestir þeir, sem sitja þingið sé veitt full þingréttindi. Samþykt. Næst las fjármálaritari, Mrs. H. von Renesse fjármálaskýrslu Sambandsins og skýrslur yfir all- ar gjafir, sem Sumarheimilið hafði fengið á liðna árinu. Forseti þakkaði Mrs. Renesse fyrir ágætar skýrslur og hennar /

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.