Heimskringla - 30.08.1944, Page 3
WINNIPEG, 30. ÁGÚST 1944
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
mikla og góða starf í sambandi
við þetta.
Þá var næst beðið um skýrsl-
ur frá formönnum milliþinga-
nefnda.
Miss S. Vídal, formaður
“Friendly Links” nefndarinnar í
sinni skýrslu sagði frá því, að
vegna stríðsins hafi ekki eins
mikið verið gert í þessu máli, en
samt að “Friendly Links” væri
til ánægju og uppbyggingar fyr-
ir hvern sem sinti því.
Miss H. Kristjánsson, for-
maður “Post Office Mission”
nefndarinnar, sagðist hafa reyni
það sem hún hefði getað að út-
býta bæði frá A. U. A. og Gen.
Alliance miðum og bæklingum.
. Þá skýrði forseti frá að það hafi
verið tekið upp á nefndarfundi
Sambandsins að kaupa tilhlýði-
legar bækur og senda drengjun-
um okkar fyrir handan hafið.
Mrs. E. J. Melan, formaður
“Religious Education” nefndar-
innar, byrjaði sína skýrslu með
því að lesa fallegan sálm. Skýr-
sla hennar var mjög fullkomin,
lýsti hún starfi og sögu trúmála-
fræðslu nefndarinnar. Hún lagði
áherzlu á uppeldismálið og hvað
nauðsynlegt það væri áð skapa
heimili, þar sem trúárlegur
grundvöllur sé gefin hverju ein-
asta barni á meðal vor. Hún
sagði frá því, að General Alliance
hafi tekið upp á stefnuskrá sína
þessa áskorun, og hafi stofnað
nefnd, er hefir það hlutverk að
sjá um trúarlega fræðslu á heim
ilunum. Að Gen. Alliance hafi
látið gefa út mjög góð smárit í
þessum tiigangi, og sent þau til
allra kvenfélaganna. Einnig
sagði hún að Gen. Alliance hafi
líka hjálpað til að stofnsetja fé-
lagsskap trúarbragðar fræðslu
og “Parents Teacher’s Assn.” og
námsstundir fyrir foreldra, og
stofnsett mæðrafélag í þessum
tilgangi, svo skýrði hún frá því
hvernig ætti að fara að því að
stofna mæðrafélög, og að nefnd
trúmálafræðslu hafi gefið bóka-
kistu með 17 bókum til Samb.
íslenzkra frjálstrúar kvenna,
með þeim skilyrðum, að mæðra-
félög séu stofnuð. Að endingu
sagðist hún leggja til:
1. Að skrifarinn okkar riti
Mrs. Paul Chapman forstöðu-
konu trúmálafræðslu nefndar-
innar og þakki henni fyrir þessa
höfðinglegu gjöf.
2. Að hvert kvenfélag kjósi
forstöðukonu trúmálafræðslu, og
sendi nafn hennar til ritara sam-
bandsins.
3. Að þau félög sem hafa á
meðlimaskrá sinni ungar mæð-
ur, eða ef þær eru í söfnuði fé-
lagsins, stofni mæðrafélag.
4. Að stjórnarnefnd Sam-
bandsins reyni að gefa eina bók á
ári til hvers kvenfélags.
Þessar tillögur voru ræddar og
síðan samþyktar.
Mrs. G. Árnason, formaður
“Cheerful Letter” nefndarinnar,
skýrði frá því, að hún hafi skrif-
að nokkrum hermönnum og sent
þeim bókina “Think of These
Things” og að hún hafi skrifað
saiphygðarbréf til þeirra sem
hafi mist sína í stríðinu, og hún
biður konur, sem eru formenn
þessarar nefndar í hverju kven
félagi, og einnig kvenfélög sem
hafa ekki þennan formann, að
skrifa þeim sem missa ástvini
sína.
Mrs. S. E. Björnson, formaður
“Social Service” nefndarinnar,
sagði að hennar vinna hafði verið
mest fyrir Sumarheimilið, og í
þágu stríðsins, og að öll kvenfé-
lögin hafi unnið vel og dyggiiega
að þessum málum.
Var þakkað fyrir allar þessar
skýrslur.
Tillaga Miss K. Benson, studd
af Mrs. J. B. Skaptason, að við
höldum áfram eins og að undan-
förnu að reyna eftir megni að
vinna að líknarstarfsemi í sam-
bandi við stríðið. Samþykt. ■
Forseti sagði frá því að útför
Dr. B. J. Brandson yrði eftir
miðdag og hvort það væri ekki
tilhlýðilegt að Sambandið sendi
Mrs. Brandson samúðar skeyti.
Tillaga Mrs. J. B. Skaptason
studd af Mrs. Gísli Jónsson, að
við sendum ekkju og fjölskyldu
Dr. Brandsonar samúðarskeyti.
Fundi var frestað til sunnu-
dagsmorguns kl. 9.30.
Samkoma Sambandsins
var sett í Sambandskirkjunni
í Winnipeg laugardaginn 24. júní
kl. 8 að kveldinu.
Skemtiskrá: T. Ávarp forseta
Mrs. S. E. Björnson; 2. Piano
solo, Miss Thóra Ásgeirson; 3.
Söngur, nokkrar ungar stúlkur;
4. Ræða: Hlutverk kvenna í frið-
arstarfi framtíðarinnar, Mrs. E.
L. Johnson; 5. Upplestur, Mr.
Ragnar Stefánsson; 6. Einsöngur,
Mr. Pétur G. Magnús. Ó guð
vors lands og God Save the King.
Var að öllu þessu gerður góð-
ur rómur. Forseti þakkaði öll-
um er hlut áttu að samkomunni
fyrir góða skemtun.
Fundur var settur aftur á ný
sunnudagsmorguninn kl. 9.30.
Mrs. S. E. Björnson flutti
stutta bæn.
Gjaldkeri, Mrs. P. S. Pálsson,
las upp fjárhagsskýrslu Sam-
bandsins.
Inntektir á árinu voru $128.70
Útgjöld ______________ 39.13
Peningar á banka —....... $ 89.57
Einnig las hún skýrslu Sumar-
heimilisins:
Inntektir
$1,461.26
Útgjöld __________________ 1,117.10
1 sjóði ____________
$ 344.16
Gjafir í Blómasjóðinn á árinu
voru $495.25.
Tillaga Mrs. Melan studd af
Mrs. G. Árnason, að fjárhags-
skýrslan sé samþykt. Samþykt.
Því næst lásu erindsrekar
skýrslur sínar: Árnes skýrslu las
Mrs. Guðrún Johnson; Árborgar
skýrslu las Mrs. S. O. Oddleifson;
Piney skýrslu las Mrs. B. Björn-
son; Oak Point skýrslu las Mrs.
Björg Björnsson; Winnipeg
skýrslu las Mrs. Ó. Pétursson;
Lundar skýrslu las Mrs. Björg
Björnsson; Riverton skýrslu las
Mrs. H. Thorvarðarson; Gimli
skýrslu las skrifari; Langruth
skýrslu las skrifari. •
Allar skýrslurnar sýndu, að
öll kvenfélögin, auk þess að
styrkja söfnuðinn, hefðu starfað
að líknarstarfsemi, sent bæði föt
og peninga til hjálpar Rússlandi,
hjálpað Rauða Kross starfsem-
inni o. fl. Öll gáfu til Sumar-
heimilsins og sumt af kvenfélög-
unum lögðu peninga í minning-
arsjóð Mrs. W. J. Lindal.
Mrs. Gísli Jónsson þakkaði
fyrir þessar greinilegu skýrslur
og gerði tillögu að þær væru
samþyktar, var það stutt og sam-
þykt.
Mrs. J. B. Skaptason þakkaði
kvenfélögunum fyrir það sem
þau hefðu lagt í minningarsjóð
Mrs. Lindal.
Með skýrslunni frá Langruth
var lesið bréf frá Mrs. Þóru
Finnbogason, þar sem hún lýsti
nákvæmlega frá byrjun starf-
semi frjálstrúar stefnurtnar í
Langruth, og í hvaða horf það
væri komið nú.
Þetta mál var rætt um stund,
þá gerði Mrs. J. B. Skaptason
tillögu, sem var studd af Mrs. G.
Árnason, að skrifara sé falið að
skrifa Mrs. Finnbogason, hug-
hressandi, vingjarnlegt bréf.
Samþykt.
Tillaga Mrs. E. J. Melan, studd
af Mrs. Gísli Jónsson, að bréfið
frá Mrs. Finnbogason verði lesið
á aðalþinginu. Samþykt.
Þar næst las skrifari Sumar-
heimilis nefndarinnar, Miss S.
Vídal, skýrslu Sumarheimilisins
á Hanusum. Sagði hún að 1
ágúst s. 1. boðaði stjórnarnefnd
Kvennasambandsins stjórnar-
nefnd Sumarheimilisins á fund
að sumarbústað Miss Margrétar
Pétursson, Gimli, Man.
Verkefni fundarins var að
ræða um löggildingu Sumar-
heimilisins, og samþykti fundur-
inn, eftir langar umræður, að
löggilda Kvennasambandið.
Forseti Kvennasambandsins
skýrði frá því að Mr. Árni
Eggertson væri reiðubúinn að
taka að sér að löggilda samband-
ið án þess að setja neitt fyrir lög-
mansstarf sitt við það verk. Var
því boði tekið með þökkum.
Fundurinn kaus því næst 5
manna nefnd til að starfa með
Mr. Eggertson að þessu verki:
Miss Margrét Pétursson, Mr. S.
Thorvaldson, Dr. L. A. Sigurðs-
son, Mrs. S. E. Björnson og Miss
Sigurrós Vídal. Þetta er mikið
starf og hafa þau Miss Pétursson
og Mr. Eggertson gert alla vinn-
una. Sömu nefndinni var einn-
ig falið að draga upp lög fyrir
Blómasjóð Barnaheimilisins. —
Miss Pétursson hefir annast um
það.
Þann 20. febr. 1944 var stjórn-
arnefndarfundur Sumarheimilis-
ins haldin að heimili Mrs. Ó
Pétursson, 123 Home St., Winni-
peg, Man.
Fundurinn ákvað að starf-
rækja heimilið þetta komandi
sumar, og að taka á móti ung-
mennafélaginu eftir 20. ágúst og
selja þeim máltíðir, 30c máltíð-
ina eins og í fyrra. Ritara var
falið að biðja Hannes Péturson
að senda mann til að gera við
Sumarheimilið. Dr. L. A. Sig-
urðsson var falið að kaupa ofn
fyrir heimilið. Forseti minti á
að brunnurinn lægi fyrir skemd-
um, og var skrifara falið að rita
sveitarráði Bifröst og biðja það
að gjalda helming þess kostnað-
ar sem á félli við viðgerð brunns-
ins. Sveitarritari svaraði bréfi
skrifara og benti henni á að leita
til trjágarðsnefndar, Gísla Sig-
mundssonar og G. O. Einarsson-
ar, þeir hefði $25 sem veittir
hefðu verið í þeim tilgangi að
gera við brunninn.
Þá var talað um að nauðsyn-
legt væri að fá “telephone” í
heimilið og það að mínu áliti
nauðsynlegt sem allra fyrst. —
Ennfremur var rætt um að mikil
skemtun væri að fá “radio” í
heimilið og saumavél væri þarf-
legt að fá og þyrfti að koma þvi i
framkvæmd.
Var Miss Vídal þakkað fyrir
þessa ágætu skýrslu.
Mrs. Melan óskaði þess að eitt-
hvað af konunum væru á nám-
skeiði Sumarheimilisins.
Þá gaf Mrs. Gísli Jónsson eft-
irfarandi skýrslu um Brautina
og útgáfumálin:
Á ársþingi Hins sameinaða
kirkjufélags, sem haldið var á
Gimli í fyrra sumar, komst það
til umræðu, að æskilegt væri, ef
möguleikar leyfðu, að gefa út
kirkjurit á komandi ári. Var
stjórnarnefnd kirkjufélagsins
falið að ráða fram úr því hvort
slíkt fyrirtæki væri framkvæm-
anlegt.
Á kvennaþinginu vöktu tvær
konur máls á því, að ef að kirkju-
rit yrði gefið út, væri það mál-
efnum Sambandskvenfélögunum
styrkur að fá svolítið rúm í rit-
inu.
Um miðjan janúar í vetur sem
leið, tilkynti forseti kirkjufé-
lagsins mér að kirkjufélags-
nefndin hefði ákveðið að gefa út
ritið á kostnað og ábyrgð kirkju-
félagsins. Einnig hafði nefndin
samþykt að ætla málefnum
Kvennasambandsins nokkurt
rúm í ritinu án þess að biðja
konurnar um þátttöku í útgáfu-
kostnaði á þessu ári, því ef að rit-
ið seldist vel, bæri það sig. Þá
skýrði forseti mér einnig frá því,
að eg hefði verið útnefnd í rit-
nefndina og útgefendur bæðu
mig um að hafa umsjón með
deild Kvennasambandsins í rit-
inu.
Þótt mér væri um og ó að tak-
ast þetta verk á hendur, lofaðist
eg þó til að gera það, þar tii
frekari ráðstafanir yrðu gerðar á
næsta þingi Sambands kvenfé-
laganna.
Á stjórnarnefndarfundi Kv.-
sambandsins sem haldin var að
heimili mínu 27. jan. í vetur,
lagði eg þetta mál fyrir fundinn.
Létu nefndarkonur ánægju sína
í ljósi yfir þessum ráðstöfunum
og samþykti fundurinn þær. —
Einnig það að greiða fyrir sölu
kirkjuritsins og að ráðstafa út-j
gáfu máli kvennadeildarinnar á
komandi þingi.
Nú er Brautin komin út og
reyndi eg að halda til haga fé-
lagsmálum Sambandskvenfélag-
anna, eftir því, sem ástæður
leyfðu og tími gafst til.
Tillaga Mrs. Björg Björnsson,
studd af Mrs. J. B. Skaptason, að
við þökkum Mrs. Guðrúnu F.
Jónsson hjartanlega fyrir að hafa
haft umsjón og ritstjórn að þeim
hluta er Kvennasambandið hef-
ir gefist kostur á að taka þátt í
með útgáfu kirkjufélags ritsins
Brautin. Samþykt.
Mrs. Jónsson þakkaði fyrir
velvildina og traustið sem hefir
verið sýnt í orðum og lófaklappi.
Því næst fóru fram kosningar
og voru þessar kosnar í stjórnar-
nefndina: Forseti: Mrs. E. J.
Melan, Riverton; Vara-forseti:
Mrs. J. B. Skaptason, Winmpeg;
Skrifari: Mrs. S. O. Oddleifson,
Árborg (endurkosin); Bréfritari:
Miss K. G. Benson, Gimli, (end-
urkosin); Féhirðir: Mrs. P. S.
Pálsson, Winnipeg (endurkosin);
Fjármálaritari: Mrs. G. Árnason,
Winnipeg; Meðráðendur: Mrs. H.
von Renesse, Árborg, Miss M.
Pétursson, Winnipeg (endurk.),
Miss S. Vídal, Winnipeg, (end-
urk.).
Yfirskoðunarmenn: Mrs. B.
Stefánsson, Winnipeg, Mrs. B. E.
Johnson, Winnipeg (endurkosn-
ar).
Formenn milliþinganefnda:
Friendly Links: Miss S. Vídal,
Winnipeg, (endurk.); Cheerful
Letter: Mrs. S. Björnson, Winni-
peg; Religious Education: Mrs.
H. Thorvarðarson, , Riverton;
Social Service: Mrs. S. E. Björn-
son, Árborg (endurk.); Post
Office Mission: Miss H. Krist-
jánson, Winnipeg (endurkosin).
Tillaga Mrs. J. B. Skaptason,
studd-af Mrs. E. J. Melan, að
Mrs. S. E. Björnson sé gerð að
Frh. á 7. bls.
WARTIME PRICES AND
TRADE BOARD
“voucher” hjá Local Ration
Board, en mér var sagt að eg
hefði ekki nóg af seðlum, samt
voru margir seðlar í bókinni sem
eg kom með. Hvernig gat þetta
verið?
Svar: Seðlarnir í bókinni þinm
hafa enn ekki verið gengnir íj
gildi. Þessi “vouchers” fást ekkr
nema með gildum seðlum. Það
er aldrei hægt að taka út á seðla
fyrirfram.
Spurt: Hvar fæst veiðimanna-
leyfi til að kaupa skotfæri?
Svar: Hver og einn verður að
sækja um leyfi á Local Ration
Baord skrifstofunni í sínu bygð-
arlagi.
Spurt: Er grapefruit safi
skamtað?
Svar: Nei. Grapefruit safi
hefir aldrei verið skamtaður.
•
Sykurseðlar 40—41 ganga í
gildi 31. ágúst.
Smjörseðlar 70—71 falla úr
gildi 31. ágúst.
•
Spurningum á íslenzku svarað
á ísl. af Mrs. Albert Wathne,
700 Banning St., Winnipeg, Man.
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI
Emil Thoroddsen látinn
Emil Thoroddsen tónskáld lézt
í Landakotsspítalanum aðfara-
nótt föstudagsins s. 1. Hann hafði
legið þar sjúkur skamma hríð.
Emil var sonur hinna kunnu
hjóna, Þórðar læknis Thorodd-
sen og Önnu Pétursdóttur Guð-
johnsen. H'ann var 46 ára að
aldri, er hann lézt, og var löngu
þjóðkunnur maður fyrir tónlist-
arstörf sín. —Tíminn, 11. júlí
Skeytaskifti forseta Islands
og Bandaríkjanna
Forseti Islands, herra Sveinn
Björnsson, sendi herra Franklin
D. Roosevelt, forseta Bandaríkj-
anna þetta skeyti í tilefni af
þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna:
“1 tilefni af sjálfstæðisdegi
Bandaríkjanna er mér ánægja að
því, að senda yður og þjóð yðar
hjartanlegar kveðjur frá ís-
lenzku þjóðinni og mér sjálfum.
Vér erum allir þakklátir yður og
þjóð yðar fyrir vináttu í garð Is-
lands, ekki sízt í sambandi við
stofnun lýðveldisins. Um leið get
eg fullvissað yður um að Islend-
ingar meta mjög samskiftin und-
anfarin 3 ár við Ameríku, við
fulltrúa yðar hér á landi og ame-
ríska herinn. Að lokum sendi eg
beztu óskir mínar um heill og
heilsu yður sjálfum til handa.
Sveinn Björnsson.”
Frá forseta Bandaríkjanna
barst forseta Islands þetta svar-
skeyti:
“Eg met mikils kveðjur yðar á
þ j óðminningardegi sjálfstæðis
Bandaríkjanna, og þakka yður
vinsamleg ummæli yðar um hið
einlæga samband, sem ríkir milli
íslenzku þjóðarinnar og þeirra
borgara þessa lands, sem nú
dvelja á íslandi. Eg er sann-
færður um að þau bönd, er
tengja lýðveldi okkar, muni enn
styrkjast á árunum eftir að sigur
hefir unnist og sá ameríski her,
sem nú er á Islandi, snýr aftur
hingað með endurminningar um
alúð og gestrisni, sem íslenzka
þjóðin hefir ávalt sýnt honum.
Franklin D. Roosevelt.”
—Vísir, 12. júlí.
Te og kaffi seðlar
Allir te og kaffi seðlar í skömt-
unarbók nr. þrjú falla úr gildi 31.
ágúst, samkvæmt ákvörðun
skömtunardeildar W. P. & T. B
Eftir þann dag verða engir seðlar
meðteknir fyrir te eða kaffi nema
grænu T-seðlarnir í bók nr. fjög-
ur.
Kaupmönnum og öðrum sem
verzla með kaffi og te verða
gefnar tvær vikur til þess að
kaupa út á alla seðla frá númer
14 til 29 og E-1 til E-6, og auka
viku til þess að skila af sér seðl-
unum eða leggja þá inn á seðla
“banka.”
Niðursoðið Grapefruit
Niðursoðið grapefruit í gler
ílátum er ekki skamtað sem
stendur og fæst án seðla þangað
til 15. okt. Þessi breyting var
gerð til þess að kaupmenn gætu
selt allar fyrirliggjandi birgðir
áður en nýja uppskeran kemur
á markað. Eftir 15. okt. verður
skemturinn sami og áður, þ. e. a.
s. einn sætmetisseðill fyrir hverj-
ar tuttugu únzur.
Þetta skömtunarhlé á aðeins
við niðursoðið grapefruit í gler-
ílátum.
Spruningar og svör
Spurt: Mig langar til að fá
nokkur herbergi í húsinu sem við
búum í, máluð og pappíruð. Eru
engar reglugerðir í leigulögun-
um sem eigendur verða að fylgja
í þessu sambandi?
Svar: Nei.
Spurt: Er hægt að fá sérstaka
seðla til þess að kaupa te og kaffi
eða sykur til þess að senda til
hermanna sem eru handan hafs?
Svar: Nei, því miður er þetta
ekki mögulegt.
Spurt: Eg ætlaði að skifta sæt-
metis seðlum fyrir hunangs
INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
A ISLANDI
Reykjavík------------Björn Guðmundsson, Reynimel 52
ICANADA
Antler, Sask........................K. J. Abrahamson
Árnes, Man.......................JSumarliði J. Kárdal
Arborg, Man..........................G. O. Einarsson
Baldur, Man..................... Sigtr. Sigvaldason
Beckville, Man......................Bjöm Þórðarson
Belmont, Man.............................G. J. Oleson
Brown, Man,..._................. Thorst. J. Gíslason
Cypress River, Man..................Guðm. Sveinsson
Dafoe, Sask—..........................s. S. Anderson
Ebor, Man..........................K. J. Abrahamson
Elfros, Sask..................Mrs. J. H. Goodmundson
Eriksdale, Man...................... Ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask..—.....—..................Jtósm. Árnason
Foam Lake, Sask..................... Rósm. Árnason
Gimli, Man.............................K. Kjernested
Geysir, Man..........................Tím. Böðvarsson
Glenboro, Man...............................G. J. Oleson
Hayland, Man.........................Sig. B. Helgason
Hecla, Man.............................Jóhann K. Johnson
Hnausa, Man............................Gestur S. Vídal
Innisfail, Alta...................Ófeigur Sigurðsson
Kandahar, Seisk..................... S. S. Anderson
Keewatin, Ont.......................Bjarni Sveinsson
Langruth, Man...................—....Böðvar Jónsson
Leslie, Sask....................................Th. Guðmundsson
Lundar, Man.......................... D. J. Líndal
Markerville, Alta............. :.._ófeigur Sigurðsson
Mozart, Sask..........................S. S. Anderson
Narrows, Man.............................S. Sigfússon
Oak Point, Man......................Mrs. L. S. Taylor
Oakview, Man........................-....S. Sigfússon
Otto, Man.........................—Hjörtur Josephson
Piney, Man...............................S. V. Eyford
Red Deer, Alta....................-Ófeigur Sigurðsson
Riverton, Man..._.,.................Einar A. Johnson
Reykjavík, Man.........—.............Ingim. Óleifsson
Selkirk, Man..........................S. E. Davidson
Silver Bay, Man.......................Hallur Hallson
Sinolair, Man......................K. J. Abrahamson
Steep Rock, Man.........................Fred SnædaJ
Stony Hill, Man..—......................Bjöm Hördal
Tantallon, Sask........_...:--------..Árni S. Árnason
Thornhill, Man....................Thorst. J. GLslason
Viðir, Man.....—.......................\.ug. Einarsson
Vanoouver, B. C....................Mrs. Anna Harvey
Wapah, Man............................Ingim. Ólafsson
Winnipegosis, Man...........................S. Oliver
Wynyard, Sask......................T..S. S. Anderson
í BANDARIKJUNUM
Bantry, N. Dak.......................J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash................Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash.....................Magnús Thordarson
Grafton, N. Dak.....................
Ivanhoe, Minn....................JMiss C. V. Dalmann
Milton, N. Dak..........................JS. Goodman
Minneota, Minn....................Miss C. V. Dalmann
Mountain, N. Dak.----------------------- C. Indriðason
Nationail City, Calif....John S. Laxdal, 736 E. 24th St.
Point Roberts, Wash.....................Asta Norman
Seattle, Wash.......J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Upham, N. Dak-------------------------E. J. Breiðf jörð
The Viking Press Ltd.
Winnipeg Manitoba
v