Heimskringla - 13.09.1944, Side 4

Heimskringla - 13.09.1944, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. SEPT. 1944 Hfeímslmngla (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTIf. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537 WINNIPEG, 13. SEPT. 1944 New York-ferðin Eftir komu mína heim frá New York, hafa kunningjarnir verið að spyrja ýmissa frétta, hvort eg hefði séð forseta Islands, hvernig mér hefði litist á borgina New York o. s. frv. Þó eg í fyrstu ætlaði mér ekki að skrifa neina ferðapistla, heyrði eg á þeim að þeir væntu að sjá etthvað af því tæi frá mér í Heims- kringlu. Eg leit svo á, að skyndiferðir væru svo tíðar orðnar, að það væri bara gömul saga að vera að skrásetja þær. Að öðru leyti sá eg ekki hvað sú saga gæti haft til brunns að bera, þar sem hún hlyti að snúast mikið um borgina New York, en eftir ekki lengri dvöl en eg átti þar, er erfitt að átta sig í því mesta veraldarinnar völundarhúsi. En mörg bera þar “undrin” fyrir augu þeim, er óvíða hafa farið, eins og segja má um mig. Það sem samt heillaði hugann mest var að finna svo marga íslendinga, sem þarna voru saman komnir — og þar á meðal fyrsta forseta íslenzka lýðveldis- ins, sem öllum kom saman um að væri giftusamlegur ásýndum, og ætti óefað eftir að vinna nýja lýðveldinu margt til heilla. Bæði vegna þessa og svo hins, að sjá hina reisulegu borg, verður mér ferðin minnisstæð og kær og fyrst um sinn ofarlega í huga. Og það er eiginlega ástæðan að línur þessar eru skrifaðar. Bjarni Guðmundsson, hinn ágæti stjórnarfregnriti, í föru- neyti forseta íslands vestur um haf, hefir skrifað í þetta blað greinar um forsetakomuna bæði til Washington og New York. Er þar engu við að bæta að sinni. En ferð okkar suður, átti rætur að rekja til þeirrar sérstöku hugulsemi, og góðvildar dr. Helga P. Briems, aðalræðismanns í New York, að bjóða, fyrir hönd utan- ríkismálaráðs íslands, nokkrum mönnum frá Winnipeg, sem og frá Bandaríkjunum íbæði frá New York og lengra að) að vera viðstöddum í móttökuveizlu, er halda átti Svein Björnssyni, for- seta Islands í New York. Eins og kunnugt er, hafði' Roosevelt Bandaríkjaforseti boðið forseta íslands til fundar við sig í Wash- ington, D. C. Stóð sú ráðstefna yfir í þrjá daga. Að henni lokinni hélt Sveinn Björnsson forseti til New York og föruneyti hans, en í því voru Vilhjálmur Þór, utanríkisráðherra, Bjarni Guðmunds- son fregnriti og Pétur Eggerz einkaritari forsetans. En til New York voru þá komnir boðsgestir dr. Helga P. Briem, Vestur-ls- lendingarnir, og sló þá fundum fjarlægra frænda saman. Um eitt hefi eg oftar verið spurður en nokkuð annað, síðan eg kom heim. Það er um erindi forseta Islands vestur, um hvaða mál forsetarnir hafi rætt sín á milli í Washington. Eg held að þar um sé engri staðfestri frétt til að dreifa, en að umræðurnar hafi lotið að málum íslands og Bandaríkjanna að stríði loknu, er senni- legt. Hvort þar gerðist nokkuð ákveðið, er ókunnugt um. Á ræðum forseta íslands og Vilhjálms Þór, utanríkisráðherra í New York, var ekkert annað að heyra, en alt hefði farið að óskum og velvild Bandaríkja-forseta í garð íslands var mikið rómuð af þeim. En fregnritar Bandaríkjanna voru ekki ánægðir með þetta. Þeir fengu því Svein Bjömsson forseta og Vilhjálm Þór á sinn fund og vildu vita hvernig mál þessi horfðu við, frá þeirra sjónar- miði. Birtu þeir viðræðurnar á þeim fundi að nokkru í blaðinu New York Times, 26. ágúst og voru þær á þessa leið í íslenzkri þýðingu: Fyrirsögn fréttarinnar var: “ísland krefst, að herstöðvun- um sé skilað.” En greinin er þannig: “Sveinn Björnsson, forseti Is- lands og Vilhjálmur Þór, utan- ríkismálaráðherra, áttu fund með fregnritum í Bandaríkjun- um í dag og létu ákveðið í ljós þá skoðun sína, að fyrir íslandi vekti alt annað en að veita Bandaríkjunum varanlegt leyfi til herstöðva. Það var yfirleitt skilningur manna hér með komu þessara fulltrúa íslenzku þjóðarinnar á fund Roosevelts forseta, að rætt mundi verða um möguleíka á því og samkomulags leitað um, að Bandaríkin hefðu að stríði loknu not einna eða tveggja af þeim herstöðvum, er gerðar höfðu ver- ið á íslandi. En stjórnarfulltrú- arnir íslenzku fullyrtu, að engin krafa hefði verið um þetta gerð af hálfu Bandaríkjastjómar. “Vér erum einstaklingssinnuð þjóð og við höfum ekki fyrir lýð- ræði voru barist til þess að verða ósjálfstæðari eftir en áður,” sagði Mr. Þór, utanríkismálaráð- herra. “Hugmynd vor er að eiga land vort, hvern einasta þuml- ung af því, og án nokkurra er- lendra afskifta.” Ráðherrann kvaðst sjá eftir því að inn í umsagnir nokkra “Ieiðandi stjórnmálamanna”, hefðu hér ofist (mis)sagnir um, að Bandaríkin mundu æskja þess, að hafa yfirráð nokkra her- stöðva á íslandi á friðartímum. Mr. Þór gat ekki um hverja hann ætti við. En það var haldið, að hann ætti við ummæli senators Kenneth M. Keller, demókrata frá Tennessee og annara. Sveinn Björnsson forseti lét ánægju sína í ljós yfir vernd þeirri, er ísland hefði í þrjú ár notið, af hálfu herliðs Bandaríkj- anna. Hann bætti við, að enda þótt það væri óvanalegt, að sjálfstætt ríki, fæli öryggi sitt erlendu heimsveldi, hefði ísland fundið, að traust sitt hefði ekki brugðist á Bandaríkjunum og það hefði í engum efnum orðið fyrir vonbrigðum. “Á sama tíma og ísland metur vernd Bandaríkjanna mjög mik- ils,” sagði Mr. Þór, “kvaðst hann vona að fregnritunum dyldist ekki, að afstaða sú, sem herliði Bandaríkjanna hefði með samn- ingi verið veitt á íslandi, hefði verið ákaflega mikilsverð í hinni geysilegu baráttu þess og hefði bæði stytt hana og flýtt friði. “í áminstum samningi,” sagði Mr. Þór, “lofuðu Bandaríkin að hverfa með herlið sitt undir eins í lok stríðsins burtu úr landinu og láta íslenzka þjóð og stjórn eina um gerðir sínar. “Eg hefi ekki eitt augnablik efast um þetta. Eg veit að sá samningur verður bókstaflega haldinn. Þessvegna álítum við óþarft að vera að hreyfa því, að Bandaríkin ætli að fara fram á það við ísland að hafa þar herlið að stríði loknu. “Mér er ánægja að geta sagt ykkur, blaðamenn góðir, að til íslandsstjórnar hefir engin krafa verið gerð um þetta. Banda- ríkjastjórn hefir heldur aldrei látið á sér heyra, að fyrir henni | vektu hernaðarleg yf irráð ann- ara landa né nokkur landaá- sælni.” Um að styrkja vinaböndin milli íslands og Bandaríkjanna, fórust Mr. Björnsson forseta orð á þessa leið: “Samband vort við Bandarík- in er nú orðið víðtækara, en það hefir nokkru sinni verið, hvort sem viðskifti, menningu eða ann- að áhrærir. Við kaupum nú miklu meira frá Bandaríkjunum en nokkru öðru landi. Mest af æskulýð vorum, sem aflar sér mentunar erlendis, sækir hana nú til Bandaríkjanna. Þessu sambandi má ekki Ijúka með stríðinu. Það er ósk vor að það haldist og styrkist og verði til æ aukinna viðskifta og vin- áttu.” Eftir komu Sveins Björnsson- ar forseta til New York (um 29. | ágúst) birtist ritstjórnargrein í I New York Times um hann og ís- , lenzka þjóð. Var stjórnmála- , saga íslands þar rakin í fám orð- ^ um og starfsferill hins nýja for- ( seta, áður en hann tók við for- setaembættinu. Fór ritstjórinn mjög hlýjum orðum um land og þjóð og íslenzka Bandaríkja- þegna en gleymdi okkur Canada- mönnum! í lok greinar sinnar, tók ritstjórinn upp orð Vilhjálms Þór um að Það hefði ekki verið stofnað lýðveldi á Islandi til þess að landið yrði ófrjálsara eftir en áður, og sagði um þau, að svona ættu Iýðfrjálsir menn að tala! Virðist af öllu þessu mega ráða, að nokkuð hafi þótt til foringjanna að heiman koma. Verður á sama tíma Ijóst, af því sem hér hefir verið bent á, að ísland og Bandaríkin muni þá eina samninga gera, sem báðum löndum og bandaþjóðunum eru fyrir beztu. Það er eina svarið sem að svo stöddu er hægt að gefa kunningjunum við spurn- ingu þeirra. Það var 24. ágúst, sem við Einar Páll Jónsson ritstjóri Lög- bergs lögðum af stað með C.N.R. lest til New York. Hinir New York fararnir, séra Valdimar Ey- lands, Hannes Pétursson og Grettir Jóhannsson fóru einum þrem dögum áður og flugu; það er nú að fylgjast með framför- unum. Ferðin með C.N.R. gekk vel og viðstöðulaust alla leiðina. Aðeins 20 mínútna bið í Toronto, meðan skift var um lest, og að tveim dögum og tveim nóttum liðnum var til New York komið. Var það laugardagskvöldið 26. ágúst. Á leiðinni til Toronto bar ekkert nýtt til tíðinda. Eftir að út úr Manitoba kom, var ekkert að sjá merkilegt á leiðinni. — C.N.R. brautin liggur langt fyrir norðan Port Arthur, gengnum karga skóg og óbygð, alt þangað er til borgarinnar Sudbury kem- ur, að minsta kosti. Eg hélt aldrei að Ontario væri svo óbygt og þótti mér þarna ólíkt yfir að líta og ljótara og myrkara, en í hinum víðfeðmu og víðsýnu Sléttufylkjum vestra. Stríddi eg Ontario-búum á þessu sem með voru í ferðinni og sagði eitt- hvað í þá átt, að aumingja On- tario-búamir ættu að flytja sig burtu af þessum refilstigum og vestur, þar sem sól og birta biðu þeirra. Ontario-félagarnir brostu í kamp og sögðu að eg mundi bráðum sjá fegurra land í suðri; auk þess þræddi járnbrautin ó- bygðina og langt nokkuð í norð- ur væru námahéruðin í Ontario. SAGÐUR “MISSING’ FERÐAMINNINGAR Soffoníasar Thorkelssonar Ingi Erickson Það bar við í mínu ungdæmi, að búalýðurinn horfði upp úr torfristu og votabandi á yfirreið- ar skrautklæddra höfðingja, sem þeystu framhjá í fríðum flokk- um og við dáðumst að þessari glæsimensku. Einstaka sinnum voru Vestur-íslendingar með í námshæfileikum gæddur. Auk þess leynir það sér ekki að hann hefir mikið lesið af góðum ís- lenzkum bókum, sézt það bezt af hinum mörgu tilvitnunum í “Ferðamiriningunum”. — Hvar sem hann ferðast um ísland kann hann skil á sögu héraðanna og getur greint frá þeim dáða drengjum er gerðu garðin fræg- an, mun hann hafa ágætt minni. Þeim hjónum, Mr. og Mrs. I. S. Erickson að Árborg, Man., hef- ir borist sú sorgarfregn að þessi ! ungi og efnilegi sonur þeirra, hafi eigi komið fram eftir sjó- | orustu er hann tók þátt í eigi alls fyrir löngu. Hami er eini sonur þeirra hjóna. Ingi var ! firðritari í sjóher Canada. Hann I var fæddur að Árborg, Man., j 1923, gekk þar á skóla og einnig ! á verzlunarskóla í Winnipeg. — Faðir hans var með Lord Strath- 1 cona herdeildinni í fyrra verald- ar stríðinu á Frakklandi. Auk foreldranna á Ingi þrjár systur: Emily, hjá Trans-Canada Air j Lines, Winnipeg, og Esther og ^ Helgu í heimahúsum. Einn félaganna sneri sér nú að mér og sagðist koma frá Winni- peg. Sagðist hann oft hafa j þangað komið og sér sýndist borginni ekkert hafa farið fram. I Eg kannaðist við þetta, en sagði j þann skapadóm lagðan á Winni- | peg og vestri fylkin af Ontario, ! sem enn tækist að halda í þann | iðnað, sem Winnipeg bæri, eins ; og framleiðslu búnaðaráhalda i vesturlandsins. Sú framleiðsla j ætti að öllu eðlilegu að vera í j Winnipeg. Hún væri “gullna ■ hliðið” að auði vesturlandsins, en ekki Toronto eða Montreal. En eystri borgirnar, sem leið iðnaðarins lokuðu hjá sér, stæðu I Winnipeg og byggingu vestur- i landsins blátt áfram fyrir þrif- um. Þetta er gömul saga, en ávalt ný og tímabært mál, unz augu borgara landsins opnast fyrir því, að sameiginlegir hags- munir sé þjóð og landi fyrir beztu. En úr því að til Toronto var komið, skorti ekki fagurt land yfir að horfa. Frá þeirri borg og ' austur yfir Niagara-skagann og reyndar yfir þvert New York- ríkið, er eitt hið auðnulegasta og íegursta land að líta, sem maður geturf hugsað sér. Bærinn Ham- ilton og valllendurnar umhverf- is hann með strikbeinum gróð- urröðum aldina og annars ágæt- is ofan og norður að Ontario- vatni, er, af lestinn að sjá, bæði undra blómlegt og fagurt hérað. Á lestinni frá Toronto og aust- ur var þröng mikil, svo að varla fékst sæti. En þeir sem þau höfðu, sýndu hinum þann bróð- urkærleika, að skiftast á um þau. Sögðu menn mér, að þann- ig væri það oftast á lestum syðra. Þó máltíðir væru seldar á lest- inni, var borðstofunum oftast lokað áður en helmingur far- þega hafði matast. Allur helm- ingur farþega voru hermenn og konur í herþjónustu. Til New York-borgar komumst við nú samt heilu og höldnu. Á stöð- inni þar mættu okkur Hannes Péturson og Grettir Jóhannsson. Kom sér það betur, að minsta kosti fyrir mig, sem aldrei hafði í stærstu borg heimsins áður komið og er óvanur ferðalögum og óforsjáll um flest þeim til- heyrandi. Hefði eg ef til vill legið úti, eða verið settur inn, fyrir alt sem eg vissi, ef kunn- ingjarnir hefðu ekki séð betur fyrir. Hentumst við svo í bíl af stöðinni til Savoy-Plaza, en það er annað stærsta hótel í New York og túrista gistihús mikið. Þar höfðu félagar okkar frá Win- nipeg haft aðsetur og fyrirbúið okkur verustað. Var þá síðla kvölds og geymdum við til næsta morguns, að sjá okkur nokkuð um. (Meira í næsta blaði). förinni. Okkar eigin heldri Margir kaílar bókarinnar eru af- menn þektum við: prófasta, j burða vel skrifaðir svo sem frá- lækna, sýslumenn og kaupmenn, i sögnin um landgöngu brezka en þessir Vestmenn höfðu á sérjhersins 1 Rvík °§ morgunhug- yfirskin æfintýranna, því þeir! leiðinSarnir á Akureyri. Leynir j það sér ekki að maðurinn hefir bæði óvenjulega skarpa athygl- isgáfu, lipra frásagnarhæfileika og að inniupplag hans er ofið talsverðri skáldhneigð. Sem dæmi um hvað heppilega er víða komist að orði vil eg til- komu frá undralandi auðs og framfara. Þeim svipaði nokkuð til sveinsins úr koti karls, sem þjóðsögurnar gerðu að konungi og mikilmenni í draumlöndum skáldanna. Þeir vissu líka af því, sumir hverjir, að Ameríka hafði reynst þeim auðnuvegur og j ^æra frásögn höfundarins um þeir sjálfir höfðu brotið sér fyrstu endursýn á ættsveitinni. brautir til auðs og frama í Vín- landinu góða. Þeir voru borgin- “Af Hámundarstaða hálsi sézt inn í Svarfaðardal og fram í botn mannlegir og sérumnægir eins.hans að vestan. Fagur sýndist og höfðingjum sæmir en ein- mér hann þá og blómlegur í hvernvegin smeygði sú hugsun sér inn í vitund vora, að þessir frændur vorir að vestan, litu á okkur hina heimsku heimaln- inga, sem hálfgert vanmetafé er yndu sér bezt við framfaralaus- an kotungsskap í eilífri torfristu og votabandi. Endrum og sinn- um skrifuðu þessir langferða- menn bækur eða ritgerðir um ættlands heimsóknir sínar. Það leyndi sér ekki, í þessum skrif- um, að þeir litu niður á okkur og Iandið. ísland í þeirra augum var að blása upp, andlega og efnalega, það var kríusker sem ætti að leggjast í eyði, jafnvel þessi litlu framfaraspor, sem þar mátti líta voru öll í óráði stigin og gátu sízt orðið landinu og þjóðinni til gæfu í framtíðinni. Frá Vesturheimi andaði kalt til ættlandsins, í þá tíð og heima- þjóðin tók ekki þessu aðkasti með þögninni. Þá fóru fá vinar- orð á milli frændanna yfir hafið. Þegar Vestmaðurinn fór háðs- skrúði gróandans. Eg trúi þeim vel, sem segja að hann sé falleg- asti dalurinn á Islandi. Það prýðir líka óvenju mikið að sjór- inn liggur upp að aflíðandi háls- inum og víkin Dalvík, með f jölda reisulegra húsa. Eg var aðeins 19 vetra er eg flutti úr dalnum, en þó sóttu nú endurminning- arnar að mér. Þó æfi mín þar væri stutt, þá vill hún ekki fyrn- ast mér. 1 þetta sinn kom í hug minn vísa eftir löngu liðinn sóknarprest minn, sem fermdi mig, séra Tómas Hallgrímsson á Völlum. Dalur, þú mitt yndi alt, alt sem eg hef þegið hjá þér, bæði heitt og kalt. í huga mér er vegið. Eg leið þar ag naut. Þoldi bæði heitt og kalt eins og séra Tómas. En hvað um það — mér mun ætíð þykja vænna um Svarfað- ardal en nokkurn annan blett á legum orðum um kotborgarskap-1 íslandi. inn á íslandi, blés dalákarlinnj Hér er í gagnorðu og látlausu frá sér golunni og fullyrti, að máli lýst tilfinningum heimfar- það væri sízt betra í henni Ame- ríku. Nú er þessu öllu snúið á betri veg um samlyndið. Efnamenn úr Winnipeg fara í göngur út á íslandi og eru hinir “kompan- legustu”. Ágætismönnum er boðið í heimsókn til beggja land- anna. Við syngjum hver öðrum lof við hátíðleg tækifæri og nú er svo langt gengið að íslending- ar hafa krossfest (fest krossa á ans; horft yfir æfileiðina, í daln- um og út úr dalnum, í ljósi dagsins með því norræna jafn- aðargeði sem fegrar og felur ekki svipmyndir minninganna í sjóði ellinnar. Það er altaf vandi að lýsa eigin tilfinningum svo úr því verði ekki annaðhvort ó- hljóðs upphrópanir, væmið kjök- urskvak eða kaldhamrað stál. Hvergi eru viðkvæmnis málin rædd af meiri list en í fornum ætlaði eg auðvitað að segja)| íslendinga sögum, einmitt af því nokkra dáyndis drengi hér'að þar er svo fátt sagt en svo vestra. Nú hafa líka þau undur gerst að Vestur-Islendingur hefir skrifað ágætar ferðaminningar frá íslandi. En svo skýrast megi hvað eg á við með góðum ferða- minningum vil eg taka það fram, að engar ferðalýsingar ná til- gangi sínum, nema þær séu: skemtilega skrifaðar; að þær sýni samúð með þjóðinni sem þær lýsa; að glöggskygnri en for- dómalsuri athyglisgáfu sé þar beitt til upplýsingar á viðfangs- efnum, og að höfundurinn hafi sæmilega þekkingu á fortíð lands og þjóðar. Þegar ferðasögukaflar Soff- aníasar birtust í Heimskringlu voru þeir með áfergju lesnir af öllum íslendingum, sem eg þekti til. Þeir voru líka mjög skemti- lega skrifaðir; frásögnin rann fram létt, hiklaust og eðlilega í ágætum alþýðustíl. Eg þekti höfundinn þá ekkert persónu- lega og eg skal fúslega játa að mér kom það nokkuð á óvart að happasæll fjársýslumaður frá Winnipeg, sem engrar skóla- mentunar naut í æsku, hefði ráð á þvílfkri ritlægni. Seinna komst eg á snoðir um að hann hafði tekið að nema íslenzku á efri ár- um undir handleiðslu einhvers hins bezta íslenzkumanns vest- an hafs. Hefir þessi kennari fullyrt að Soffanías sé ágætum mikið gefið til kynna. Það er annars einkennilegt hvað lítið bólar á vestur-íslenzku í bókinni, svo innleitin sem hún þó annars er í málfar vort hér vestra. Annars hata eg, af heil- um hug, smágrúskið í öllu rit- rýni og segi með hagyrðingnum. (H. Þ.): “Þó að frá þér fló á beit finna kanske megi, þessa fjandans lúsaleit liðið get eg eigi.” Það er bersýnilegt að Soffan- íasi þykir vænt um landið og þjóðina og ber því samhygð með henni bæði í framsókn og erfið- leikum. Honum veitist því auð- velt að setja sig í spor bóndans sem sér framtíðar túnið sitt og framtíðarbæinn sinn í draumsýn ný-yrkjans og getur gert sér grein fyrir erfiðleikunum sem standa í vegi þess að draumur- inn verði að veruleika. Það skil- ur engin afrek bóndans fyf en honum græðist góðhyggja bróð- urþelsins til brautryðjandans, sem leitar fram jafnvel í undan- haldi. Þá fyrst fáum við skilið að sigrarnir mælast ekki í áföng- um heldur verða þeir að miðast við mergð og hæð erfiðleikanna. Þessi klakahöggs maður úr Svarfaðardal, sem komst í álnir hér vestra, gleðst yfir hverri hríslu, sem er gróðursett, fyrir

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.