Heimskringla - 13.09.1944, Page 6

Heimskringla - 13.09.1944, Page 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. SEPT. 1944 “Mikið gleður það mig, að þér hafið komið hingað í dag, Miss Thurwell. Eg sjálfur kom í gær.heim frá Spáni, og hefi nú þá ánægju að láta yður vita að máli yðar er nú senn lokið. Eg gleðst fyrir yðar hönd, því að sjálfsagt er yður það fagnaðarefni að sjá morðingja Sir Geoffrey Kynastons lxða verðskuldaða hegningu, og eg fagna yfir því okkar vegna, vegna þess að það flytur félagi voru heiður og frægð. Eg þarf tæp- lega að taka það fram, að þetta hefir meira gildi í augum okkar, en féð, sem við vinnum inn, þótt útgjöld okkar í þessu máli hafi verið afskapleg.” “Afskapleg,” endurtók gamli m^ðurinn. “En samt sem áður kom okkur saman um að taka ekki við meira fé frá yður, Miss Thurwell,” bætti hann við og leit á föður sinn til að vara hann við, “því að við erum miklu áfjáðari í fræðina en féð.” “Eg er hrædd um,” sagði Helen hikandi, “að þér verðið fyrir vonbrigðum, er þér heyrið er- indi mitt. Mr. Benjamín Levy var fullviss um hvað hún ætlaði að segja, og setti því upp aumkvun- arlegan raunasvip. “Eg hugsa,” hélt hún áfram, “að þetta sé alt saman misskilningur. Þessi Mr. Brown, sem okkur fanst svo leyndardómsfull persóna, og við gi*unuðum þessvegna, reynist nú að vera enginn annar en Bernard Maddison.” “Já, eg veit það,” svaraði Benjamín rólega, “það tók mig ekki lengi að komast að því. Hann er rithöfundur, en haldið þér áfram, Miss Thur- well.” “Getið þér þá ekki séð að hugmynd okkar hlýtur að vera röng? Það er óhugsanlegt, að slíkur maður sem Bernard Maddison hafi framið svona svívirðilegan glæp.” “Satt að segja get eg ekki vel skilið yður, Miss Thurwell,” sagði hann og hristi höfuðið. “Eg veit bara þetta, að eg er fær um að sanna það, að þessi maður, Bernard Brown, eða Bern- ard Maddison, eða hvað sem hann kann nú að kalla sig, er morðingi, og það var einmitt það, sem þér fenguð mig til að sanna.” Henni fanst eins og ísköld hönd gripi um hjarta sitt, og hún hneig niður í stólinn, sem hann hafði komið með handa henni. Henni datt það í hug að það mundi reynast ómögulegt að fá þá til að trúa á sakleysi hans. En ennþá hafði hún ekki heyrt hið versta. “Eg verð þá að tala við yður, Mr. Levy, eins og mér býr í brjósti,” sagði hún, “eg fól yður verk að vinna og nú vil eg ekki að þér vinnið það, eg vil ekki að þér haldið áfram með þetta mál.” Það var vel þess virði að horfa á svipbrigðin á andliti Mr. Levys. Honum tókst að sýna bæði gremju og vonbrigði. Helen fór að líða illa. “Af því að þetta er ákvörðun mín, og eg sé að yður fellur hún illa, þá er eg fús til að gjalda yður upphæðina, sem eg lofaði yður, ef þér leidduð málið til lykta.” Benjamín hristi hægt höfuðið. “Vitið þér það, Miss Thurwell að þér eruð að reyna til að láta mig fremja lagabrot?” “Lagabrot, hvað meinig þér með því?” “Það er auðskilið,” sagði hann alvarlega. “Eg hefi aflað mér allra upplýsinga um æfi- atriði Mr. Maddisons. Eg get sýnt sambandið milli hans og Sir Kynestons, í stuttu máli get eg sýnt að hann mynti hann. Og nú biðjið þér mig að leyna þessum sannindum. Það er hin siðferðiislega hlið málsins, sem við verðum að muna eftir, hitt atriðið, að við fáum hin fyrir- heitnu laun, vegur eigi á móti heiðrinum og frægðinni, sem fellur félagi voru í hlut, ef málið er leitt í ljós, og eins og eg sagði áðan, er þetta atriði miklu meira virði í okkar augum en pen- ingarnir.” Mr. Levy kinkaði kolli alvarlega. Þvílíkur sonur! Helen varð náföl og fékk mikinn hjartslátt. Því hafði hún leitað til þessara manna og gefið sig á vald þeirra? Það var hræðilegt. “Mig langar ekki að heyra eitt einasta orð úr æfisögu Mr. Maddisons,” sagði hún. “Þetta mál verður að þaggast niður og skal verða það. Eg hefi ávísuna bókina mína hérna með mér. Viljið þér ekki láta málið falla niður ef eg borga yður fyrir það?” Mr. Benjamín leit alvarlega á föður sinn, en hann hristi höfuðið. “Þetta er mjög alvarlegt mál,” sagði hann. “Eg var rétt í þessu að fara til Scotland Yard til að fá handtöku leyfið,” sagði Benjamín. Helen leit á þá bænaraugum. Mr. Benjamín virtist hrærast til meðaumkvunar. “Pabbi,” sagði Benjamín. “Við skulum fara inn í hina stofuna og ræða málið. Miss Thurwell afsakar okkur sjálfsagt.” “Já, en verið ekki lengi,” sagði hún í bæn- arrómi. Þeir voru í burtu í fimm mínútur, sem henni fanst einá langt og hefði hún beðið fimm stundir. Er þeir komu aftur voru þeir mjög hátíðlegir á svipinn. “Við hö'fum rætt málið, Miss Thurwell,” sagði Benjamín, “og get eg ekki annað sagt, en að það er mikil áhætta fyrir okkur að láta málið falla niður, og einnig mikil vonbrigði fyrir okk- ur.” “Já, áhætta og vonbrigði,” endurtók Levy. “En engu að síður erum við samt jafn fúsir að hjálpa yður,” hélt Mr. Benjamín áfram, “og getum gert það með þessum skilyrðum: Ef þér gefið okkur ávísun fyrir þúsund pundum, skul- um við láta málið hvíla í bráð. Við getum ekki lofað yður því, að leyna þeim sönnunum, sem við höfum gegn Mr. Maddison, en því getum við lofað, að taka ekkert ákveðið skref án þess að láta yður vita af því.” Hún gekk að skrifborðinu og tók upp ávís- anabókina. Það sást ekki hin minsta svipbreyt- ing á feðgunum. Þeir tóku við ávísuninni, fylgdu henni með hneigingum og beygingum til dyra, og horfðu út um glúggann til að ganga úr skugga um að vagninn væri farinn. “Pabbi, hafði eg ekki rétt fyrir mér, þegar eg sagði að við hefðum fallið í lukkupottinn?” sagði Benjamín. 19. Kap. — Óþægileg uppgötvun Útmánaða vindurinn streymdi yfir nakta heiðina, rak kolsvört ský yfir úfinn himininn og hristi grenitrén óþyrmilega, svo að þau lutu næstum niður að jörð. Arnarhreiðrið stóð autt og yfirgefið. Maður nokkur, klæddur þykkum vetrar frakka hneptum upp í háls braust gegn storm- inum. Hann gekk hratt, enda var þarna ekki eftir neinu betra að bíða og hann hafði líka ákveðnum áfanga að ná. Hann var á leiðinni að Arnarhreiðrinu. Það var tæplega hægt að hugsa sér ömur- legri mannabústað. Allur garðurinn í kring um húsið var skemdur af vetrar stormunum, og enginn hafði gert tilraun til að lagfæra skemd- irnar. Runnar, sem höfðu rifnað upp með rót- um lágu á dauðu, fölnuðu grasinu og vafnings- viðarplönturnar héngu í lörfum niður veggina. Húsið sjálft var autt og ömurlegt. Mr. Thur- well hafði auðsæilega hlýtt boðum leiguliðans að láta húsið afskiftalaust. Enginn hafði snert við húsinu síðan hann fór. Mr. Bernard Brown hallaðist að múrnum og horfði með beisku brosi á hið leiðinlega hús. Hann hafði sjálfsagt sínar eigin ástæður til að fagna því, að enginn át.ti þar heima. Eftir fárra mínútna töf dró hann lykil upp úr vasanum og stakk honum í skrána að garðs- hliðinu. Það reyndist ómögulegt að snúa lykl- inum í skránni. Hann beygði sig niður og tók í snerilinn. Hurðin var ekki læst. Gleði hans yfir að húsið hefði verið látið í friði var því skammvinn. Óttasvipur leið yfir andlit hans og hann titraði. Hann gekk hröðum skrefum upp stíginn og var áreiðanlega viss um, að hann hefði læst hliðinu þegar hann fór, og einnig að Mr. Thux~well hafði fullvissað hann um að eng- inn annar lykill væri til en sá, sem hann hafði. Hliðið hafði verið opnað með þjófalykli. Er hann kom heim að húsinu varð hann ennþá meira forviða og óttasleginn. Það var engin þörf á lykli. Húsið var opið. Mr. Brown hörfaði til baka náfölur af ótta, eins og hann væri hræddur við að ganga inn í húsð. Hann opnaði hurðina gætilega og starði inn í myrkrið. Alt var hljótt. Hann hlustaði augnablik, safnaði öllu því hugrekki, sem hann átti til, gekk inn og lokaði hurðinni á eftir sér. Hann dró kerti upp úr vasa sínum og kveikti á því. Myrkrið virtist í fyrstu vera alt of svart til að kertaljósið gæti rofið það. En smám saman vöndust augu hans hinni veiku glætu svo að hann sá hvernig þarna var umhorfs. Hann leit óttasleginn á dyrnar til hægri handar sér. Hurð- in stóð í hálfa gátt. Hann var ekki lengur í vafa um að einhver hefði brotist inn í húsið. Oft er það, að þegar mönnum skilst, að þá hafi hent mikil óhamingja, að ró færist yfir þá, eða sýnist gera það, og er það mótsetning hinnar sterku geðshræringar, sem í brjósti býr. Þannig virtist Bernard Brown farið. Hann hafði farið inn í húsið með hálfum huga, og er hann hafði nú gengið úr skugga um að grunur hans var á rökum bygður, varð hann rólegur og athugull. Hann hélt kertinu hátt og gekk inn í herbergið til hægri handar. Þarna var alt eins og hann hafði skilið við það. Bókakassarnir stóðu á sínum gamla stað, þaktir þykku lagi af ryki. Hann litaðist um skjótlega og gekk því næst inn í næsta her- bergi. Súgurinn, sem streymdi á móti honum slökti ljósið, og nú var hann í myrkrinu. Hler- arnir fyrir gluggunum lokuðu úti hina minstu skímu utan frá. Hann kveikti aftur á kertinu og hélt því fyrir ofan höfuðið á sér og litaðist um áhyggjufullur. Hann þurfti ekki að leita lengi. 1 einu horni stofunnar stóð lítið borð með þvottafatinu hans. Teppið fyrir framan það var dregið til hliðar, og sá sem hafði gert það, hafði ekki ómakað sig til að láta það aftur á sinn stað. Nálægt glugganum stóð dragkista, helzta hus- gagnið í herberginu og sá hann strax að hún hafði verið rannsökuð. Ein skúffa stóð opin. Hann dró út efstu skúffuna. Hún var tóm. Það var ekki lengur um það að efast. Það hefði ekki verið neinn venjulegur þjófur, sem brotist hafði inn í hús hans — leyndarmálið, sem líf hans hvíldist á var farið. 20. Kap. — Betur að eg væri dauður. Hann stóð lengi eins og steini lostinn og starði niður í tóma skúffuna. Alt í einu virtist sem hann fengi fulla meðvtiund á ný; hann tók gluggahlerana frá, opnaði gluggann og stökk út um hann. Með reikandi göngulagi ruddist hann gegn um runnana, þangað til hann komst upp á hæstu nýpu klettsins. Vindurinn æddi í kring um hann, en nú varð hann ekki þess var hversu hann hamaðist. Skyndilega kom yfir hann hin undarlega ró, sem leggur hendina um augnablik á þann, sem stendur augliti til auglitis við dauðann, eða á vegamótum þýðingarmikilla atriða. Er hann starði framundan sér með augum, sem ekkert sáu, rann liðni tíminn upp í huga hans. Hann sá sjálfan sig sem barn sitja á öxl föður síns og horfa hlægjandi á hina fríðu móður sína, sem var svo ung og fögur. Minningin um þann tíma og um æskuheimili hans var ljóslifandi fyrir hugskotssjónum hans. Ávextir fullorðins aldurs hans, höfðu sprottið af þessum minning- um frá hinum björtu sólhlýju görðum suður- landanna, þar sem djúp ástríða hafði sezt að í hjarta hans. Hann mundi eftir þeim degi, þegar þessi ástríða hafði dáið í brjósti hans fyrir fult og alt, og eftir þeirri rödd, sem hafði unnað henni að fullu. Hann sá sjálfan sig krjúpa á kné í ítölsku höllinni, og hann fann í anda mjúku hendina, sem blíðlega og gætilega hafði lokað vörum hans, sem opnuðust til að láta í ljósi straum af bölbænum. Hið rólega, náföla andlit sem var næstum unaðslega fagurt, var ennþá í minni hans. Dauðinn einn gat afmáð þá mynd. Og síðar kom það tímabil, er hann háði bar- áttuna við sjálfan sig og hafði sigrað. Þessi barátta hafði að sumu leyti orðið þess valdandi, að hann varð rithöfundur, og hafði sent gullvæg orð og setningar út í heiminn, á þeim tímum þegar það var sjaldgæft að nokkur gerði það, en stöðugt hafði hið dimma ský óttans hangið yfir höfði hans, og rekið hann land úr landi, og aldrei leyft honum að finna þann frið, sem hann leitaði eftir. Og loksins kom þessi hörmulegi viðburður og dró hann inn í sjálfa hættuna. Sökin var hans. Stund reynslunnar var runnin upp, en hann hafði skort hug til að mæta henni. Hann fann aftur hvítu, köldu hendina á höfði sínu, og mundi eftir eiðnum, sem hann hafði rofið. Það var hræðilegt. Hugsanir hans héldu áfram og leiddu fram hið unaðslega fríða andlit, sem ætíð var í hjarta hans. Það var hörmulegt að ástin skyldi sækja hann heim á þessum tímum. En hvað hafði lífið veitt honum af gleði? Ekkert. Röð af mynd- um. Hann leit ekki á ástina sem leik — hún hafði blandast hjartablóði hans og orðið hluti af sjálfum honum, og gat eigi dáið nema ásamt honum. Hann fann að sér væru öll sund lokuð. — Hann sá sjálfan sig fyrirlitinn og hataðan — sá hið fagra andlit hennar snúa sér frá með hryll- ingi. Honum fanst að hann gæti orðið brjál- aður við þá tilhugsun. Hann kraup á kné á klettinum og fórnaði höndum móti dimmum himninum. “Betur að eg væri dauður!” sagði hann stynjandi. Eins og svar við ósk hans reif vindurinn upp ungt grenitré með rótum, og feykti því til hins krjúpandi manns. Árásin var svo óvænt að tréð og maðurinn steyptust fram af brúninni. Hann fyltist innilegri ánægju á þessu augnabliki því að hann hugsaði að ósk sín ætlaði að rætast, en í sama vetfangi sló annari hugsun niður í heila hans. Hann mundi finnast og allir álíta að hann hefði fyrirfarið sér. Hún mundi trúa því líka. Hann vildi ekki deyja með þeim skilmálum. Hann fálmaði fyrir sér og náði í tréstofn, skreið svo á hnjám og höndum upp klettinn og komst upp á koll hans. Hendur hans voru alblóðugar og fötin héngu í tætlum, en hættan hafði látið hann ná aftur venjulegri rósemi og sjálfstjórn. Hann hafði hvort sem var árum saman staðið and- spænis þessu svarta skýi og hlaut að bera byrð- ina alt fram á hinstu stund. Hann ætlaði að lúta forlögum sínum með karlmensku. Dauðinn mundi veita honum frið. Hann gekk hratt heim að húsinu og gerði ráð sín á leiðinni. Hann skifti fyrst og fremst um föt, tók skjölin, sem eftir voru úr skúffun- um og lét þau í litla tösku. Þetta var alt sem hann tók með sér. En er hann lagði af stað hafði veðrið breyst. Logn var komið, alt var kyrt eins og það væri lémagna eftir ofviðrið. Alstaðar ríkti friður. Það var eins og þessi friður legðist yfir hann líka, þennan einstæð- ing, er gekk eftir veginum til að mæta draumn- um sínum. 21. Kap. — Gestur Sir Allan Beaumerville. Sir Allan Beamerville var veraldarmaður og frægur læknir og yfir höfuð vinsæll mjög í samkvæmislífinu í London. Hann var auðugur að fé, fríður sýnum, tíðulegur í framgöngu og tungumjúkur, auk þess ógiftur — allir þessir eiginleikar gerðu hann dásamlegan í augum kvenþjóðarinnar. Það var ekki fyr en á efri árum að hann varð svona þjóðfrægur, því þá .fyrst hafði hann erft barónsnafnbót og erfða- góss það, er þeirri tign fylgdi, er var eitthvað hið auðugasta og elzta í landinu. Þegar hann var ungur stóð öðruvísi á, þá hafði heldra fólkið í London ekki vitað neitt um hann. Hvað sem því leið talaði hann aldrei um fortíð sína. Það var alment álitið að hann hefði dvalið erlendis um mörg ár, þar sem hann hafði stundað lækn- ingar, því hvar annarstaðar hefði hann getað fengið æfinguna til að verða svona góður læknir og hann var? Enginn vissi neitt meira um hann en þetta, en það var auðsæilegt að hann var mjög ver- aldarvanur og fróður um hinar frægustu borgir Suður-Evrópu, en enginn mundi eftir að hafa hitt hann þar. Annars hafði hann aldrei stund- að nám við neinn hinna frægu læknaskóla á Englandi, en tekið próf sín í Heidelberg. Er honum skaut svona skyndilega upp í London við fráfall föðurbróður síns og bræðrungs, er báðir höfðu dáið skyndilega, var hann miðaldra maður, virðulegur í framkomu, og útlendings- legur, og heldra fólkið tók honum opnum örm- um. En þetta hafði gerst fyrir mörgum ánim síðan, en virðing hans hafði æ farið vaxandi. Hann tók þátt í samkvæmislífi hvers vetrar, og var velkominn gestur hvar sem hann kom. Hann átti sjálfur fagurt skemtiskip, veiðiland í Skot- landi, marga veiðihunda, búgarð nálægt Matton, veiðiskóg í Derbyshire og fagra og forna höll í Kent. Það var aðeins eitt sem á vantaði til að gera Sir Allen fullkominn, sagði kvenfólkið, og það var eiginkona. En þótt hann, að því er virt- ist væri mjög vingjarnlegur við kvenþjóðina, þá hafði hann aldrei sýnt neina tilhneigingu að ganga í heilagt hjónaband. “Heyrið Morton, farið burt með þetta,” sagði Sir Allan og benti á bakka með teáhöldum, er stóð á litlu borði milli tveggja stóla, og færið mér inn jakkann minn. Eg á að vera í heim- boði hjá forsætisráðherranum í kvöld og þarf ekki að búa mig fyr en klukkan átta.” Þjónninn hlýddi þeirri skipun og Sir Allan kveikti í egypskum vindlingi, tók franska ásta- sögu og hagræddi sér í mjúkum fjaðrastól. “Svo þér takið þá kanske ekki við neinum fleiri heimsóknum í dag, herra minn?” spurði Morton er hann bjóst til að fara út úr stofunni. “Nei, allt ekki,” sagði Sir Allan og geisp- aði, “hefir nokkur spurt eftir mér?” “Já, herra.” “Maður eða kona?” “Maður herra minn.” “Sagði hann til nafns síns?” “Eg spurði hann ekki um það, herra minn. “Eg sagði að þér væruð ekki heima, en þar sem hann virtist verða fyrir miklum vonbrigðum sagðist eg skyldi sjá hvort þér væruð heima.” “Spyrjið um nafn hans,” sagði Sir Allan. Þjónninn fór og kom brátt aftur. “Hann heitir Brown herra minn — “Mr. Bernard Brown.” Sir Allan misti bókina, sem hann hélt á, þjónninn ætlaði að þjóta til og taka hana upp, en húsbóndi hans benti honum frá og gerði það sjálfur. “Vísið Mr. Brown hingað inn, Morton. Það er bezt að eg heyri hvert erindi hans er.” Þjónninn fór og hurðin opnaðist á ný og Mr. Brown kom inn. Sir Allan reis hægt á fætur er gesturinn hafði lokað hurðinni. “Það gleður mig að sjá yður, Mr. Brown,” sagði hann, “gerið svo vel og fáið yður sæti.” Hann hallaðist hirðuleysislega upp að arn- inum og benti brosandi á stól einn, en hann rétti ekki Mr. Brown hendina, enda virtist hann ekki ætlast til þess af húsráðanda. Stofan var hálf dimm, því að þar logaði að- eins á litlum lampa sem hafður var til að lesa . við. Mr. Brown litaðist um hálf vandræðalega. “Þykir yður vænt um að sitja í myrkrinu, eg vildi gjarna sjá framan í yður,” sagði gestur- inn. Sir Allan ypti öxlum og sneri á ljósi í lofti stofunnar. Báðir mennirnir gátu nú vel séð hvor annan, og andstæðurnar, sem birtust í út- liti þeirra voru afar miklar. Andlit húsráðanda bar kurteisan, rólegan og spyrjandi svip. And- lit Mr. Browns var náfölt og augu hans tindruðu af einhverri leyndri geðshræringu. “Eg vildi óska að þér fengjuð yður sæti,” sagði Sir Allan góðlátlega, “því að þér eruð svo þreytulegur í útliti.” Mr. Brown hirti þessu tilboði engu. “Sir Allan,” sagði hann, “eg kom hingað til að segja yður sérstakar fréttir og spyrja yður ráða.” “Eg skal með mestu ánægju gera alt sem eg get,” sagði Sir Allan og kveikti sér í nýjum vindlingi. “En fáið yður sæti, maður! Eg býst við að þetta sé viðvíkjandi morðinu, sem við urðum eins og ósjálfrátt bendlaðir við. Það voru nú ljótu vandræðin.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.