Heimskringla - 18.10.1944, Blaðsíða 1
We recommend for
your approval our
//
BUTTER-NUT
LOAF "
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
vVe recommend for
your approval our
//
BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
LIX. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVTKUDAGINN, 18. OKT. 1944
NÚMER 3.
Jx'ettaylixlit og, lAmóagnix
Með 700 mílna hraða
Fréttir eru nú birtar um flug-
för, sem Þjóðverjar hafi á vest-
ur-vígvöllum sínum, sem fara
700 mílur á klukkustund.
Flugförin eru knúð áfram með
svonefndum jet-propulsion, en
það er vél sem er aftarlega í
flugfarinu, er framleiðir straum
nægilega mikinn til að knýja
það áfram alt upp í ferðhraða
hljóðsins — eða 700 mílur.
Flugför þessi taka öllu fram,
sem enn er þekt á þessu sviði.
Og meðan Þjóðverjar halda
þannig áfram uppgötvunum í
vopnagerð og áhalda til stríðs-
rekstursins, er ekki að sjá, að
þeir séu af baki dotnir ennþá.
Flugfarið esr Messerschmidt
262 og er sama starf fyrirhugað
og Mosquito-flugvélunum, að
gera eldhraðar sprengjuárásir.
Eini gallinn sem enn er á
þessum flugförum, segja flug-
menn Bandaþjóðanna, sem við
þau hafa átt, er sá, að flugmenn-
irnir í þeim eiga afar erfitt með
að stjórna þeim, þegar í hann
hrappan kemur eða í bardaga.
Er það eðlilegt af hraðanum, en
þó taka þeir ekki fyrir, að það
geti lærst með æfingu eða tíma,
þrátt fyrir þó haldið hafi verið
fram, að slíkur hraði sé of mik-
ill fyrir mannshugann að glíma
við.
En hvað sem því líður, er
þarna nokkuð fundið upp, sem í
framtíð hlýtur að hafa mikil
áhrif og framfarir í för með sér
í flugferðum.
Híkiseignarstefnan
eflist í Canada
G. S. Thorvaldson, forseti In-
e°me Tax Payers félagsins og
þingmaður í Manitoba, hélt því
fram í Toronto s. 1. mánudag, að
undanþágurnar, sem sambands-
stjórnin væri að veita frá
tekjuskatti- vissum stofnunum,
svo sem samvinnufélögum, sam-
eignar vátryggingarfélögum og
íyrirtækjum, sem væru ríkis-
eign, stefndi hér að því hagfræð-
is fyrirkomulagi, sem nefnt væri
sósíalistisk ríkiseign.
1 ræðu sem hann hélt í Board
°f Trade klúbbnum í Toronto,
sagði Mr. Thorvaldson, að lands-
sjóður væri árlega syiftur $100,-
060,000 tekjum fyrir tekjuskatts
undanþágurnar.
stríðstímum væri tekju-
skattgreiðsla þjóðræknisleg
skylda, enda hefði hún nú hækk-
að mikið á þeim, sem hún kæmi
næst niður á. Fyrir þetta stríð
oefði hún numið 8% af öllum
tekjum stjórnarinnar, en mundi
uema 25% eftir þetta stríð.
Á árinu sem lauk 31. júlí 1943,
hafði Hveitisamleg sléttufylkj-
anna tekjur sem námu $4,268,
^f7, en þar sem enginn tekju-
skattur var af þessu greiddur,
hefði félagið getað notað þessa
uPphæð alla til þess að greiða
hluthöfum, færa út kvíar sínar
°g til að leggja í varasjóð.
Hefði Hveitisamlagið verið
einstaklings félag, hefði það orð-
ið að greiða $3,520,632 í tekju-
skatt, en aðeins skilið félaginu
eftir $740,085 í ágóða til að
§reiða hluthöfum sínum, færa út
kvíar og leggja í varasjóð.
Eyrirtæki sem sambands-,
ylkis- og sveitastjórnir hefðu
með höndum, greiddu engan
tekjuskatt, sagði Mr. Thorvald-
son.
Þar sem að Montreal Light,
eat and Power félaginu væri
veitt undanþága frá tekjuskatti
og á fyrstu sex mánuðum árs-
ins hefðu 171 smáverzlunum í
Saskatchewan verið snúið upp í
samvninubúðir og þannig losn-
að við alla greiðslu á tekjuskatti,
virtist Mr. Thorvaldson stefna í
þá áttina, að hér færi einstqjcra
fyrirtækjum fækkandi, en sam-
vinnueignar- og ríkiseignar-fé-
lög tækju við.
Síðustu stríðsfréttir
Á vestur-vígstöðvunum er
mesta fréttin sú, að Aachen er
einangruð. Sendi Eisenhower
íbúum borgarinnar þau orð fyr-
ir þremur dögum, að gefast upp
og var hlé á sprengjuárásunum
meðan beðið var eftir svari. En
svarið kom ekki innan tímans
sem ákveðinn var, svo íbúarnir
ætlá heldur að falla fyrir
sprengjum Bandaþjóðanna, en
gefast upp.
Þetta er fyrsta þýzka stór-
borgin, sem í hendur Bandaþjóð-
anna fellur eða sem líklegt er að
geri það úr þessu. Samt voru
fréttir í gær um, að Þjóðverjar
væru að hrúga her austan að, er
brjótast átti til borgarinnar. —
Fyrsta sveit þeirra var stöðvuð.
En fleiri munu koma þarna á
vettvang, hvernig sem því lýk-
ur. Her Bandaþjóðanna heldur
sprengjuárásum áfram á Aach-
en.
Ætla fregnritar að þarna sé
um 20 mílna op orðið á Sieg-
f r ied-varnar vir k j unum.
í Aachen er ætlað að séu ekki
yfir 20,000 íbúar eftir af 160,000
alls, sem í borginni bjuggu. Þrír
fjórðu hlutar borgarinnar eru
eyðilagðir. Bandaþjóða herinn
berst orðið í úthverfum hennar,
svo borgin hlýtur að gefast upp,
hvað sem áhlaupum Þjóðverja
að brjótast þangað aftur líður.
1 Ungverjalandi berjast Rúss-
ar nú 50 mílur suðaustur af
Budapest, höfuðborginni. Hafa
Ungverjar verið að reyna að
draga sig út úr stríðinu, en her-
sveitir Þjóðverja í stjórninni í
Budapest leyfa ekki slíka vit-
leysu.
Norður við Eystrasalt hafa
Rússar tekið Riga og Eystra-
saltslöndin að heita má. Þar eru
um 100,000 þýzkar hersveitir
um og Pólverjum muni falla
mikið af Prússlandi í skaut, að
minsta kosti alt land fyrir aust-
an Oder-fljótið.
Aþena frjáls á ný
Aþena, sögufrægasta borgin í
heimi, vagga vestlægrar menn-
ingar, heimkynni mannanna sem
undirstöðuna lögðu að almennu
frelsi og mannréttindum nútíð-
arinnar, þessi borg er nú aftur
orðin frjáls. Nazistarnir eru nú
flúnir þaðan. Grikkir hafa
sjálfir tekið við stjórn borgar-
innar. Þetta er góð frétt og hún
er það ekki síður fyrir það, hvað
Bretar hafa gert í því sambandi.
Bandaþjóðirnar hafa ekki
glevmt þeirri skuld, sem þær og
heimurinn stendur í við Grikki,
ekki einungis fyrir það, sem
fyrri saga þeirra ber með sér,
heldur einnig fyrir hugrekkið og
dáðina, sem þeir sýndu með bar-
áttunni sem þeir héldu stöðugt
uppi móti óvinunum, þó það
kostaði þá allar þær þrautir og
þjáningar, sem nokkur þjóð get-
ur orðið fyrir. Það er sú vörn
þeirra, sem enn minnir á og kast-
ar ljóma á forna frægð þeirra.
Þetta hefir vakið 'aðdáun allra
frelsisunnandi manna. Og að
Grikkir fái um öll ókomin ár
notið frelsis síns, er hin heitasta
ósk þeirra.
skólann sækja, fræðsluna sem
notadrýgsta.
Sannarlega er hér um að ræða
einstætt tækifæri fyrir íslenzka
foreldra í Winnipeg til þess að
láta börn sín njóta undirstöðu-
fræðslu í hinni fögru og frægu
feðratungu þeirra. Viljum vér
því eindregið hvetja þá til þess
að notfæra sér þetta ágæta tæki-
færi börnum þeirra til handa.
bæði með því að senda þau börn
sfn, er eigi hafa áður stundað
nám á skólanum, og eins hin, til
framhaldandi náms, sem áður
hafa sótt skólann, en nemendur
eru flokkaðir þar eftir aldri og
kunnáttu.
í þessu sambandi má vel á það
benda, að háskólar víðsvegar um
lönd hafa íslenzka tungu á
kensluskrá sinni ,og sýnir það
eitt sér, hversu mikils fræðsla í
henni er metin af menta- og
fræðimönnum alment. Ætti það
að vera íslenzkum foreldrum
sterk áminning um að láta börn
sín njóta þeirrar fræðslu í ís-
lenzku, sem þeim stendur til
boða á Laugardagsskólanum.
Stjórnarnefnd
Þjóðræknisfélagsins
ÓKEYPIS SAMKOMA
NOTFÆRIÐ YKKUR
LAUGARDAGSSKÓLANN
Ekki hefir Þjóðræknisfélagið,
né heldur deildir þess, þarfara
verk með höndum heldur en
fræðslu í íslenzkri tungu fyrir
börn og unglinga, enda hefir sú
viðleitni orðið vinsæl og verið
metin að verðugu af mörgum
foreldrum.
Eins og þegar hefir verið
skýrt frá í vikublöðum vorum,
hóf Laugardagsskóli Þjóðrækn-
isfélagsins í íslenzku starf sitt á
þessu hausti fyrir tveim vikum
síðan; fer kenslan fram hvern
laugardag í Sambandskirkjunni
á Banning St., og hefst kl. 10 f.h.
Kensla er, eins og fyrri, ókeyp-
is öllum þeim, er vilja færa sér
hana í nyt. Þá hefir skólinn nú
sem áður ágætum kenslukröft-
um á að skipa, og er það vitan-
lega aðalatriði.
Mrs. Ingibjörg Jónsson er
skólastjórinn, en meðkennarar
enn á flækingi og eiga litla und*! hennar eru; Mrs Gyða Einars-
ankomu von nema ef væri eftir j son? Miss Vilborg Eyjólfsson.
hafinu. | Miss Jóhanna Brynjólfsson og
Þjóðverjar spá, að Rússar séu Miss Vordís Friðfinnsson. Vinna
að undirbúa árás á Prússland. ! kennararnir verk sitt endur-
! gjaldslaust, af einskærum áhuga
fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu
og menningarerfða vorra í landi
hér. Mætti dæmi þeirra verða
öðrum til fyrirmyndar og hvatn-
ingar um að sinna .Laugardags-
skólanum og starfi hans. Kenn-
arar og nemendur standa einnig
stórum betur að vígi heldur en
áður var hvað kensluna snertir,
því að góðar og nothæfar kenslu-
bækur eru nú fyrir hendi. —
Stuðlar því alt að því að gera
þeim börnum og unglingum, er
Tilsit
Á borgina Tilsit í Austur-
Prússlandi herja nú Rússar. Sú
borg er sögufræg, en aðeins fyrir
eitt. Það var þar sem Napoleon
mikli og Alexander Rússa-keis-
ari gerðu með sér samninginn á
fleka út á Nie-fljótinu, er skifti
Prússlandi upp á milli þeirra og
kallaður hefir verið Tilsit-samn-
ingurinn.
Evrópa lá þá mjög að fótum
hins sigursæla Napólons og hann
hafði þá lúskrað Rússum í vetr-
arsnjónum við Eylaud. og unnið
Fríslandsbardagann. En hann
viðurkendi þá erfiðleikana á að
sækja Rússland heim — þó hann
gleymdi því fimm árum síðar
— og bauð Rússum í þess stað að
ráða með sér yfir Evrópu. Prúss-
land varð harðast af þessu leikið
og var brytjað sundur, sem áður
segir.
Bardagarnir nú við Tilsit eru
Prússum ekkert fagnaðarafni.
Það er svo á það litið, að Rúss-
Þjóðræknisdeildin Frón og
stúkurnar Helka og Skulda,
efna til samkomu í G. T. húsinu
á Sargent Ave., 6. nóvember
n.k. Myndir verða sýndar af
innrásinni í Normandy og frá
vígstöðvum Vestur-Evrópu. Frá
samkomunni verður nánar sagt
í næsta blaði.
setuliðsins og kröfðust þess að fá
að tala við hermann, sem þær
nafngreindu. Hermaður, sem
stóð vörð við hlið herstöðvarinn-
ar, vildi ekki hleypa þeim inn,
en þær létu þau málalok sér ekki
]ynda, heldur veittu honum at-
göngu. Gerðust þær svo aðsóps-
miklar, að varðmaðurinnar varð
að kalla á tvo félaga sína sér til
íulltingis í viðureigninni við
hinar herskáu stúlkur. Tókst
þeim sameiginlega að hrinda á-
hlaupinu, og óku stúlkurnar
brott. En þá kom í ljós, að
skammbyssa varðmannsins var
horfin.
Lögreglan hefir að undanförnu
leitað þessara innrásarkvenna og
vopnsins, sem þær rændu af her-
manninum, og er nú hvort
tveggja komið í leitirnar. Höfðu
þær falið skammbyssuna í
spýtnahrúgu að húsabaki við
Vesturgötu.—Tíminn, 9. ág.
FJÆR OG NÆR
Sveinn Thorvaldson, M.B.E.,
Riverton, Man., er staddur í
bænum í dag; kom til að vera við
útför Ágúst Pálssonar.
★ * *
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI
Jón Þórarinsson getur sér
góðan orðstír við tónlistar-
námið vestan hafs
Nýlega hafa borist fréttir af
Jóni Þórarinssyni, sem nú stund-
ar nám við Yale School of Music
í New Haven í Bandaríkjunum.
Jón fór vestur um haf 1 byrjun
þessa árs til þess að stunda tón-
listarnám. Hann nýtur nokkurs
styrks frá Ríkisútvarpinu til sér-
fræðináms, með því skilyrði, að
hann gerist starfsmaður stofn-
unarinnar og starfi að tónlistar-
vali og tónlistarfræðslu við Rík-
isútvarpið að námi loknu. Jón
hefir sýnt mjög mikla og góða
hæfileika og sótt námið af kappi
og getið sér mjög góðan orðstír
vestra. Við próf í vor, eftir
þriggja mánaða nám, hlaut hann
mjög háar einkanir. Litlu síðar
bar hann sigur úr býtum í verð-
launasamkepni, er fram fór með-
al nemendanna. Áttu þeir að
semja fúgu um ákveðið tónstef,
án þess að nota hljóðfæri eða
önnur hjálpartæki, og höfðu
þrjár klukkustundir til umráða.
Það var einróma álit dómend-
anna, sem allir voru mjög kunnir
tónfræðingar og tónlistarmenn,
að Jón hefði leyst þessa braut
bezt af hendi.—Tíminn, 4. ág.
» ★ ★
Herskátt kvenfólk
Fyrir nokkru bar það við, að
þrjár stúlkur komu akandi í bif-
reið að einni herstöð ameríska
Fræðslustarf í íslenzku,
sögu Islands og bókmentum
Eins og getið var um í síðasta
blaði hefst þessi fræðslustarf-
semi á mánudagskveldið, 23. okt.
í fundarsal Fyrstu lútersku
kirkju, kl. 8 e. h. Fyrirlestrar
á ensku verða sem hér segir:
Oct. 23 — A Geographical
Sketch of Iceland — Ingibjörg
Jónsson.
Nov. 13 — The Discovery and
Colonization of Iceland —
Rev. V. J. Eylands.
Nov. 27 — The Classical Litera-
ture — Dr. R. Beck.
Dec. 11 — The Icelandic Repub-
lic, 930—1262 — Rev. H. E.
Johnson.
Jan. 8 — Introduction of Christ-
ianity — Rev. P. M. Petursson.
Jan. 22 — The Colonization of
Greenland and Discovery of
America — Salome Halldor-
son.
Feb. 12 — Snorri Sturluson —
Rev. H. E. Johnson.
March 12 — The Civil Strife,
1200—1264 — Steinunn Som-
merville.
March 26 — The Dark Ages —
1264—1750 — Hólmfríður
Danielson.
April 9 — Hallgrímur Pétursson
— Rev. V. J. Eylands.
April 23 — The Period of Awak-
ening and Enlightenment —
Dr. R. Beck.
May 14 — Literature of 19th
Century — Prof. Skuli John-
son.
Fyrirlestrar byrja stundvís-
lega kl. 8.15 en íslenzku kenslan
kl. 9. Islenzku kennarar verða
Salome Halldórson og Hólmfríð-
ur Danielson.
Skrásetningargjald verður $2
fyrir alt kenslutímabilið en fyr-
irlestrar verða opnir fyrir al-
menning og aðgangur verður
25ý fyrir þá sem ekki eru skrá-
settir. Mánudagskv. þ. 23. verð-
ur ókeypis aðgangur og eru allir
boðnir og velkomnir að koma og
kynna sér þessa starfsemi. Það
kveld flytur Ingibjörg Jónsson
fyrirlestur sem fyr greinir og
sýnir myndir (slides) frá Islandi.
Allar upplýsingar fást að 869
i Garfield St., sími 38 528.
Hólmfríður Danielson
Ingibjörg Jónsson
* * *
Dánarfregn
| Þann 14. þ. m. andaðist á Al-
menna spítalanum hér í borginni
j Ágúst G. Polson, 79 ára að aldri.
Hann var þingeyingur að ætt,
og kom til Canada fyrir 65 árum.
Átti hann lengst af heima í Win-
nipeg eða í 46 ár, hin 19 árin átti
hann heima á Gimli. Síðasta
heimili hans hér var að 652
Goulding St. Hann lifa kona
hans, Elizabet, sjö dætur og tveir
synir. Hann verður jarðsung-
inn kl. 2 í dag frá Fyrstu lút.
kirkjunni á Victor St. Séra V.
J. Eylands jarðsyngur og A. S.
Bardal annast útförina. Þessa
gamla mæta manns verður nán-
ar getið hér í blaðinu innan
skamms.
Gefin saman í hjónaband 8,
okt. voru Andrés Edward Guð-
mundson og Esther Valdheiður
Erickson. Séra Bjarni A.
Bjarnason gifti, og fór athöfnin
fram á heimili hans í Árborg.
Síðan fylgdi hópur af vinum og
vandamönnum brúðhjónanna
þeim heim til Mrs. Sesselju Guð-
mundson, móður brúðgumans,
þar sem til reiðu var rausnarleg
brúðkaupsveizla. Faðir brúð-
gumans var Guðmundur S. Guð-
mundson, bóndi og listasmiður í
Framnesbygð; hann er dáinn
fyrir nokkrum árum. Foreldrar
brúðarinnar eru Ingvi S. og Her-
dís Erickson, í Árborg. Heimili
ungu hjónanna verður, a. m. k.
fyrst um sinn, í Winnipeg.
★ ★ ★
1 fréttinni í síðasta blaði af
samsæti Steinþórsson hjónanna,
féll úr nafn eins ræðumannsins,
sem þar átti að vera með hinna,
en það var nafn séra Philip M.
Péturssonar. Þessa er hér getið
vegna þess að ræða séra Philips
birtist í sama blaði og menn
kunna að furða sig á hvernig á
því stendur, þar sem hans er ekki
getið sem ræðumanns í samsæt-
inu.
★ ★ ★
Snæbjörn G. Johnson og
Kristjánína Helga Guðmundson
voru gefin saman í hjónaband 7.
okt. af séra Bjarna A. Bjarnason
á heimili hans í Árborg. Brúð-
guminn er bóndi í suðurhluta
Framnes-bygðar, og er yngsti
sonur Guðmundar sál. og Her-
dísar Johnson sem þar bjuggu
fyrrum; en brúðurin er dóttir
Benjamíns sál. og Júlíönu Guð-
mundson í grend við Árborg. Að
lokinni giftingarathöfn var hald-
ið heirrt til móðurhúsa brúðar-
innar, þar sem nánustu ættingj-
ar brúðhjónanna ásamt þeim og
prestshjónunum settust að
veizluborðum og gerðu sér glaða
kvöldstund.