Heimskringla - 18.10.1944, Blaðsíða 5

Heimskringla - 18.10.1944, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 18. OKT. 1944 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Áður en fyrsta erindið var sungið til enda, hafði eg tekið mér ferð, langt aftur í tíma og rúm. — Enda ekki að orsaka- lausu, þar sem þrír snillingar höfðu dáleitt mig, þeir Davíð Stefánsson, Sigvaldi Kaldalóns og Pétur Magnús. Hugur minn flaug til baka til ársins 1900. Það ár sleit eg fest- ar og fluttist vestur fyrir veðr- um og vindum. Lenti þó að lok- um við Vínland hið góða. Braut ?kip og gekk á land. Rödd Péturs varð sem undir- spil við hugsanir mínar. Myndir liðinna ára sveimuðu fyrir sjón- um mínum, daufar í fyrstu, en skýrðust von bráðar. Þetta voru myndir þeirra sem gleymdu maganum og gegndu guðs raust, sem endurhljómaði í sál þeirra. ■— Manna og kvenna, sem unnu baki brotnu daginn út og daginn inn, og notuðu svo skildingana dýrkeyptu til þess að auðga sál sína, á kostnað líkamans. Þessar myndir liðu ört hjá, en meðal þeirra gat eg þó greint Halldór Þórólfsson, Davíð Jónas- son, Sigríði Hördal, Gísla Jóns- son, Maríu Anderson, Sigríði Olson, Engilráð Markússon, Lúlú Thorláksson, Alec John- son, Ragnar Kvaran, o. fl., o. fl. — Og meðspilarann og söng- kennarann, Jónas Pálsson, for- vígismann og frumkvöðul ís- ienzkrar söngmentunar í Vest- urheimi. En þegar hér var komið var sambandinu slitið, en eg náði því aftur við söngmanninn. — “Vel- komin nótt, sem allir þreyttir þrá, — sem þjáða getur svæft með friðarkossi. — Hver tekur sér það vald, að vekja þá, sem vakna undir dagsins þyngsta krossi?--------og lofið dagsins þreytta barni að sofa.” Nú vaknaði ný hugsun í huga un'num. — Var söngmaðurinn að biðja friðar hinu þreytta óarni dagsins, sem hafði svo oft og mörgum sinnum fylt hjörtu samferðafólks síns gleði og fögn- uði? Ef svo var, þá átti hann engrar bænheyrslu von. — Hann hafði kosið sér það hlutskiftið að gleðja þjóð sína, og láta söng sinn hljóma hærra sprengjum eyðileggingarinnar. — Þess vegna var nú ekki tími til að sofa. — Hann hlaut að vaka. En hvað er um þessa svipi sem birtust fyrir hugskotssjónum mínum? — Nokkrir þeirra uiarma sem svipi þessa áttu, hafa nú höggvið landfestar, og siglt á hið hljóða og dimma haf. Aðrir bíða þess að þeim sé boðið það farrými sem hæfir frjálsbornum sálum, og skapandi anda, — en oieðan dvalið er, munu þeir ekki lelja eftir sér að fylla sál þeirra sem ekki hafa enn fengið far- bréf, gleði og unaði. Og enn verða þátta-skifti á þessari umgetnu samkomu. “Ó, guð vors lands”, er sungið. Á bak við mig heyri eg söng vinar míns, mannsins sem oftast hefir sungið sorg og fögnuð inn í sálir okkar Islendinga hér, rödd Gísla Jónssonar. — Enn er langt til vetrar, hugsa eg, — jafnvel þó sumarið sé að kveðja. P. S. Pálsson MINNI ISLANDS (Ræða flutt í veizlu til heiðurs herra Sveini Björnssyni, forseta Islands og herra Vilhjámi Þór, utanríkisráðherra íslands, í Waldorf Astoria gistiljöll- inni í New York-borg, 27. ágúst 1944). Eftir dr. Richard Beck, forseta Þjóðræknisfélags fslendinga í Vesturheimi. Herra forseti Islands! Herra utanríkisráðherra! Herra sendiherra! Góðir íslendingar! Mikla sæmd tel eg mér að því, herra aðalræðismaður, að hafa verið boðið að sitja þessa ein- stæðu og ánægjulegu fagnaðar- veizlu til heiðurs sjálfum forseta Islands og utanríkisráðherra þess. Vil eg í byrjun máls míns, í nafni Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vesturheimi, og í eigin nafni, þakka þessum ágætu gestum og mikilhæfu fulltrúum ættþjóðar vorrar fyrir síðast, hinar höfðinglegu og ógleyman- legu viðtökur heima á íslandi nú í sumar. Einnig býð eg þá í nafni Þj óðræknisfélagsins hj artanlega velkomna vestur um haf og flyt þeim fagnaðarkveðjur og vel- farnaðaróskir félags vors. Hafa þeir báðir sýnt Þjóðræknisfélag- inu og V estur-íslendingum í heild sinni mikinn og einlægan vinarhug. forseti Islands með því, meðal annars, að gerast verndari félagsins á 25 ára af- mæli þess, og utan ríkisráðherr- ann með margvíslegu starfi í þágu félagsins og vor íslendinga í landi hér. En þegar vér minnumst þess- ara virðulegu og ágætu gesta heiman af ættjörðinni, minn- umst vér jafnhliða sjálfrar henn- ar, vorrar sameiginlegu móður, sem vér erum tengd hinum nán- ustu böndum blóðs og erfða. Um það nána samband manns við ættjörðina sagði eitt skáldið borgfirska réttilega: “Þar sem fyrsta ljósið ljómar, lyftist brjóstið, tárið skín, þar fá hugans helgidómar heildarblæ á gullin sín; það, sem andans orku hvetur, oftast verður þangað sótt, enginn kvistur grænkað getur, gefi’ ei rótin sprettuþrótt.” Hin andlega íslenzka gróður- mold hefir jafnan átt þann sprettuþrótt í ríkum mæli. Vér brezkar og indverskar HERSVEITIR HREINSA KOHIMA-IMPHAL BRAUTINA AF JÖPUNUM Þrátt fyrir illa afstöðu og illveðri og rigningar, hafa brezkar og indverskar hersveitir neytt Japana til að hrekjast út frá Kohima og hafa rekið þá alveg út af Kohima-Imphal brautinni. Snarpar orustur eiga sér enn stað milli þeirra, þar sem bandaherinn er að hrekja Japani úr hreiðrum þeirra í nærliggjandi héruðum. — Myndin hér að ofan sýnir hvar skriðdreki einn mikill er að fara yfir á norður af Imphal. stöndum á gömlum og traustum merg menningarlega; hin and- lega arfleifð vor, keypt við blóði, svita og tárum kynslóðanna, er ekki fúin í rót. Minningarnar um ættlandið og ættþjóðina eru altaf ofarlega og ríkar í huga góðra Islendinga, ekki sízt þeirra, sem dvelja lang- vistum erlendis og sjá land sitt og þjóð gegnum sjónargler fjar- lægðarinnar, er sveipar hvort- fveggj3 heillandi ljóma. Og þeim Islandsbörnum, sem eiga dvalarstað erlendis, hefir sér- staklega orðið hugsað oft og heitt t.il ættlandsins og ættþjóðarinn- ar á þessu örlagaríka sumri í lífi hennar. Vér, vestræn börn Islands, fögnum af heilum huga yfir því, að ættþjóð vor, hin íslenzka þjóð, hefir á ný tekið sæti sitt á bekk lýðfrjálsra þjóða. Saga hennar og skerfur sá, sem hún hefir lagt til heimsmenningar- innar, sýna það og sanna, að henni sæmir slíkur sess. Stór- veldi heimsins og aðrar erlendar þjóðir hafa einnig drengilega viðurkent rétt hennar til óskorð- aðs sjálfsforræðis. Og er vér rennum augum yfir farinn feril ættþjóðai vorrar á liðnum öld- um, styrkjumst vér í þeirri trú, að hún muni bera gæfu til að sigrast á hverjum þeim vand- kvæðum, sem kunna að bíða hennar á ókominni tíð. Jafnframt því, að vér þökkum hinum mikilsvirtu fulltrúum ættþjóðar vorrar, forseta Islands og utanríkisráðherra þess, heim- sóknina og óskum þeim farar- hc(illa heim í ættjarðarskaut, biðjum vér þá að flytja ættþjóð vorri og ættarlandi hjartans kveðjur, með þeim skilaboðum, að oss brenni enn glatt í hjarta eldur ræktarseminnar til lands og þjóðar. Guð blessi og vetrndi vort fagra og tigna ættland á norður- vegum og vora hugumkæru ætt- þjóð! Vaki allar góðar vættir yfir velferð hins endurreista ís- lenzka lýðveldis! FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Kommúnistar stofna til “fyrirmyndar útgerðar” Kommúnistflokkurinn hefir keypt erlent skip og hafið út- gerð á því. Skipið er svo ófull- komið og úrelt að það myndi ekki komast undir íslenzkan fána. Hefir flokkurinn ráðið Færeyinga á það en Færeyingar gera miklu minni kröfur tii hæfni skipa en við og gera minni kaupkröfur. Skipið tekur fisk til útflutnings og er nú í utan- landssiglingu. Kommúnistaflokkurinn lætur nokkra af höfuðpaurum sínum standa fyrir útgerð þessari og bera ábyrgð á henni. Meðal þeirra eru tveir jjingmenn þeirra og tveir bæjarfulltrúar þeirra hér í Reykjavík. Þessir menn eru: Áki Jakobsson alþingism , Sigurður Thoroddsen alþingism., Steinþór Guðmundsson bæjar- fulltrúi, Björn Bjarnason, bæj- arfulltrúi og auk þeirra: Isleifur Högnason forstjóri KRON og Erling Ellingssen, verkfræðing- ur. Þessir menn skipa nokkurs konar fjármálastjórn flokksins, enda á “fyrirmyndarútgerð” þeirra að sigla inn nokkur hundruð þús., sem eiga síðan að standa straum af áróðri flokks- ins, ferðalögum erindreka og undirróðursmanna um landið og blaða- og bæklingsútgáfu hans. Þetta björgunarskip komm- únistaflokksins heitir “Falkur”. Nafnið minnir svolítið á íslenzk- una í Þjóðviljanum stundum. Það er bygt í Noregi fyrir 32 árum, úr járni, og er 151 smá- lest með 55 hestafla gufuvél. — Kommúnistar keyptu skipið af Færeyingum. Sjómaður, sem skoðaði skipið, þegar það kom hingað til Reykjavíkur fyrir nokkru sagðist kannast við það frá því að það var í eigu Færey- inga, það væri mjög úr sér geng- ið og alt að því eins dæmi í ís- lenzka flotanum fyrir lélegan út- búnað. Skipið myndi heldur ekki nándar nærri fullnægja ís- lenzkum siginlaglögum, hinni svokölluðu “Sigursjónsku”. Is- lenzkir sjómenn myndu neita að sigla á því. I þessari útgerð sinni virðist eins og kommúnist- arnir hafi farið eftir ráðlegging- um Magnúsar Jónssonar guð- fræðiprófessors, því að “Falk- ur” er alveg eins og “Fulton” gamli, sem Magnús sigldi á, þeg- ar hann ritaði hina frægu grein sína um Sigurjónskuna. Skipinu er og fyrst og fremst ætlað það hlutverk að sigla inn peninga handa Kommúnistaflokknum. Annað skiftir þá heldur ekki svo miklu máli(!!) Kommúnistar telja að þeir hafi keypt skipið fyrir 215 þús. kr. — og trúi þeir því sem vilja. Tilgangurin helgar meðálið. Það er trúarjátning kommún- ista. Flokkinn vantar peninga! P’yrir nokkru birtist í Þjóð- viljanum kvæðisömynd eftir kommúnista. Eitt erindið er svona: “Og árin líða við nyrsta haf. Þeir lögðu frá ströndinni 30 ungir menn á hripleku skipi, og 30 unnustur og 14 mæður stóðu í frostinu og horfðu á eftir hinu hripleka skipi. Og ^síðasta erindi í þessum kommúnistiska sálmi hljóðar þannig: “Löngu síðar rísa 30 ungir menn upp af freðnum sandinum, þeir brjóta skrifstofuhurðina og kyrkja kúluvambann.” Þetta er ekki birt hér vegna þess að það sé svo fallegt. — En það var birt í skrautramma í Þjóðviljanum. Nú er kommúnistabalðið hætt að birta slík ljóð. —Alþbl. 6. ág. Vetrardagurinn fyrsti er næst- komandi laugardag. FJÆR OG NÆR Brautin Ársrit Sameinaða Kirkjufé- lagsins, er til sölu hjá: K. W. Kernested, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Valdi Johnson, Wynyard, Sask. Gísli Guðjónsson, Mozart, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. * Thorsteinn J. Pálsson, Hecla, Man. M. Thordarson, Blaine, Wash. UJ€ are missing something “ t . . til þess ítrasta — alt til enda.” (CHURCHILL) í dag, með hersveitir okkar stríðandi í þeim bardög- um, er talið er að séu síðustu átökin í Evrópu- stríðinu, er skylda okkar er heima erum' hvers eins og einasta, að gera hlutverk okkar með enn ákVeðnari einbeitni. Skerfur Manitoba í hinu Sjöunda Sigurláni er $90,000,000. Það er heilög skylda okkar að styrkja þetta lán með öllu því, er við eigum yfir að ráða. Hvert verðbréf sem við kaupum flytur okkur nær þeim punkti, sem við öll erum að keppast við að ná. Eins og í fyrri lánum, mun fylkisstjórnin styrkja þetta lán með álitlegri fjárupphæð úr varasjóð og öðrum sjóðum fylkisins. Með fullkominn sigur fyrir augum mega engar vífilengjur vera, ekkert sem talið víst. Látum okkur, þessvegna, skoða þetta lán sem sérstaka áskorun til okkar. Okkar hluttaka endurspeglast handan um höf—okkar sigur verður þeirra sigur. forsætisráðherra THE GOVERNMENT OF THE PROVINCE OF MANITOBA IWWEST IW VICIORY BUY VICTQRY BONDS Björnssons Book Store, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave., Vancouver, B. C. Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, Iceland B. Eggertsson, Vogar, Man. F. Snidal, Steep Rock, Man. Guðjón Friðriksson, Selkirk, Man. Björn Björnsson, Lundar, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. B. Magnússon, Piney, Man. T. Böðvarsson, Geysir, Man. G. O. Einarsson, Árborg, Man. Einar A. Johnson, Riverton, Man. Ch. Indriðason, Mountain, N. D. J. J. Middal, Seattle, Wash. Gunnar Matthíasson, Inglewood, Calif. Mrs. B. Mathews, Oak Point, Man. * * * Nýjar bækur sem allir þurfa að lesa BRAUTIN, ársrit Hins Sam- einaða Kirkjufélags íslendinga í Norður Ameríku. I. árg. 112 blaðsíður í Eimreiðarbroti. — Fræðandi og skemtilegt rit. — Verð _________________$1.00 “ÚR ÚTLEGД, ljóðmæli eft- ir Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Vönduð útgáfa með mynd af höf- undi. Góð bók, sem vestur-ís- lenzkir bókamenn mega ekki vera án. Bókin er 166 blaðsíður í stóru broti. Verð___$2.00 HUNANGSFLUGUR, eftir Guttorm J. Guttormsson. Kostar aðeins $1.50 í bandi. Fæst nú í FERÐAHUGLEIÐINGAR eft- ir Soffanías Thorkelsson, í tveim bindum, með yfir 200 myndum. Bæði bindin á $7.00. BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg ★ ★ ★ Ársritið Árdís, XII. ár er kom- ið út og fæst hjá Mrs. Finnur Johnson, 14 Thelmo Mansions, Winnipeg og útsölukonum víðs- vegar í bygðum Islendinga. — Kostar eins og áður, 35 cent heft- ið. ★ ★ ★ Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsýni, Akureyri, ísland. ★ ★ ★ G. T. stúkan Skuld er að und- irbúa sína árlegu Tombólu fyrir sjúkrasjóðinn sem á að haldast mánud. 23. okt. Thanks to the valor of Canada’s Armed Forces and those of the United Nations, the suffering and ruin of war has been kept from our country. We are missing these things, but are we missing some- thing else? Are we missing the satisfaction of providing our fighting men with all that they need to bring a QUICKER Victory? Are we missing the satisfac- tion of knowing that the money we lend will not only help assure Victory but will help provide for future emergencies as well? Buy all the bonds you can. Buy one more bond this time than you did in any previous loan. SnveAt in Victo'iy BUY VICTORY BONDS CITY HYDRO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.