Heimskringla - 06.12.1944, Side 4

Heimskringla - 06.12.1944, Side 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. DES. 1944 Í^cimskringla (StofnuB lSSt) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537 WINNIPEG, 6. DES. 1944 Eggert Stefánsson syngur Eins og auglýst er á öðrum stað í þessu blaði, syngur Eggert Stefánsson næstkomandi miðvikudag í Winnipeg. Það er engum dulið, að koma Eggerts hingað er mikill við- burður á meðal Vestur-lslendinga. Við höfum ekki um nokkur ár átt því láni að fagna, að hafa verið heimsóttir af víðkunnum íslenzkum listasöngvurum, er sungið hafa hjá okkur, eða eklú síðan frú María Markan Östlund var hér nyrðra. Við gleymum aldrei heimsókn slíkra gesta. Minningarnar um þá og list þeirra lifa í brjóstum okkar og kasta óendanlega geislum gleði á braut okkar. Listin er eign Islendinga sem annara marína og fram- sóknaraflið í öllu því, er að eiginlegum þroska lítur, þrátt fyrir það þó aðrir guðir séu stundum meira dýrkaðir, ekki sízt dollara • guðinn. Á þetta hefir lengi ekkert mint mann betur, en viðtal ný- lega við Eggert Stefánsson söngvara. Hann hefir um mörg ár verið að athuga hvað í gömlum íslenzkum söng felst og hvort. að þar sé ekki fólgið eitt af listaverðmætum íslenzkrar þjóðar. í stuttu máli frá sagt, hefir hann sannfærst um að svo sé. “Eg hefi fundið í gömlum sálmum list og fegurð, sem meira listmenning- arlegt gildi hefir, en menn hefir dreymt um og sem eg hefi reynt að benda á og vildi, að hægt væri að kveða inn í íslenzka þjóð. Það eru ekki einungis lögin, heldur einnig hin dásamlegu orð, sem þar eru sögð, sem svo meistaralega mynda trausta og óveila listheild. Samt var þjóðin að kyrja í kirkjum sínum útlend lög mikið af nítjándu öldinni, einhvern svokallaðan modernisma, sem oft og tíðum skorti bæði merg og blóð og stuðlaði að því að við gleymdum sjálfum okkur.” Eitthvað þessu líkt mælti Eggert. Sézt og einnig af vali söng- skránnar á samkomunni næstkomandi miðvikudag, að hann lætur ekki sitja við orðin tóm. Hann ætlar með söng sínum, að gefa sýnishorn af þessu. Og gat hann nokkuð skemtilegra boðið okkur en þetta? Að þessu lýtur nokkuð af fyrri hluta söngskránnar og er- þar á meðal Nýársbæn eftir Hallgrím Pétursson. Seinni hlutinn eru vísur og ljóð og er þar meðal annars að finna “Sverrir konung”, með lagi Sveinbj. Sveinbjörnssonar, Á Sprendisandi eftir Grím Thomsen o. fl. Það mun alveg óvíst að Eggert Stefansson syngi hér aftur. Hann kom hingað frá störfum sem hann hefir að sinna í New York í heimsókn til skyldmenna og að finna gamla kunningja. Islendingar hér ættu ekki að láta tækifærið sem þarna gefst til að hlýða á hann sér úr greipum ganga. landi 135,000 borgarar heima fyrir orðið fyrir slysum af sprengjuárásum og af þeim hafa 57,298 dáið. Hvernig Bretar gátu eins og á stóð framleitt eins mikið og raun er á, er manni ráðgáta. Það þurfti á hug og dug að halda til þess. Það þurfti einnig að skipu- leggja þetta starf heima fyrir alveg eins og í stríðinu, enda virðist aldrei hafa skeikað með það, að hver borgari vissi hvað gera þyrfti. Frá nýlendum Breta kom lið til vígvallanna, en að Canada undanskildu, var erfitt að gera það út heiman að. Canada gerði og meira en að búa sína hermenn út. Það hefir stutt Bretland með vörugjöfum. Er enginn efi á, að Bretar hafa þurft á því að halda. Það hefir stundum verið að því vikið, að þessi vörugjöf til Bretlands sé mikil og að Canada megi ekki við henni. En þegar litið er á hvernig á Rtendur, mundu færri halda því fram í alvöru. Þó Bretar þiggi vöruna nú, eru þeir, sem þjóð, stoltir, og þeir munu, þó erfitt eigi með að sýna það, sem stendur, á þetta líta, sem bráðabirgðar-aðstoð, er beri að endurgjalda. Þeir munu á það líta sem skuld, þó Canada ætlist ekki til þess og neitaði að það nokkru sinni kæmi leigu- láns skilmálunum við. Og hvað sem um það er, eiga Bretar nú framundan svo mikið I verkefni, að þeir eiga alla þá aðstoð skilið, sem hægt er að veita þeim. Nái England sér J ekki eftir þetta stríð, er það ekki1 I heiminum neinn hagur. Rétti1 það að einhverju leyti við, á það, I ef til vill, enn eftir að standa á verði, er frelsi og æðri hugsjón- um manna er í voða stefnt. —(Lauslega þýttj. JÚGÓSLAVÍA HIN NÝJA BRETAR OG STRÍÐIÐ Það var rétt af brezku stjórn- inni að draga tjaldið frá og lofa almenningi að sjá sannleikann um það, hvað þetta ægilega stríð hefir kostað brezku þjóðina. — Skýrslurnar um hvað Bretland hefir gert og hvað þjóðin hefir þolað, j/ekja athygli hvers manns. Sum afrekin eru svo stór að ótrúleg virðast. En stað- reyndin um það hve mörg heim- ili hafa eyðilagst og hvað marg- ir af borgurum landsins hafa týnt lífi og meiðst, verða þó Canadamönnum minnisstæðust. Það hefir ekki eins mikið verið á orði hvað Bretar hafi verið að gera, síðan samherjar þeirra tóku síðari stríðsárin höndum saman við þá. Ummæli Mr. Brackens um hvernig Bretar hafi barist og varist í þessu stríði, minna heiminn aftur á þá tíma, þegar Brezka ríkið stóð eitt uppi til varnar hinum öfluga óvini. Það minnir heiminn einnig á hvaða skuld hann er í við þessa huguðu þjóð, sem ekki er nú nema 47 miljón manna, en s'em velli hélt samt veturinn svarta 1940 til 1941. Eitt brezkt heimili af hverjum þremur var að einhverju leyti fyrir skemdum. En yfir 200,000 voru lögð í rústir svo að snefill sást ekki eftir af. Þúsundir fleiri húsa voru allmikið skemd, en sem tylt hefir verið upp aftur sem bráðabirgða skýlum, þar til að stríði loknu. Hvernig getum við í Canada gert okkur grein fyrir þessu? Hvernig getum við, sem ekki höfum heyrt eina! einustu sprengju falla, sem ekki höfum séð eitt einasta sprengju- flugfar óvinanna sveima um í | loftinu yfir höfðum okkar, — hvernig getum við skilið hvernig stríðið hefir leikið England? — Svarið er, að við getum ekki gert okkur grein fyrir hinum bitra veruleika nema að örlitlu leyti. Nokkrar þúsundir af 11,500,- 000 íbúum Canada, hafa verið sendar til eins eða annars staðar til að takast á hendur vopna- framleiðslu eða hernaðarstörf. Á Bretlandi hafa 22 miljónir manna verið kvaddar til svipaðr- ar starfsemi, eða helmingur þjóð- arinnar. Þetta hefir tekið í taugarnar. Áhrifin af þessu á friðsælt lífsstarf dyljast ekki. Samt sem áður er ekki að finna neina tilslökun á framleiðslunni, eins og Mr. Bracken sýnir hana. Meðan svona stóð á, komu Bret- ar í verk að smíða 774 herskip, af stærri tegund, yfir 100,000 flugför; voru 10,000 af þeim stórsprengju flugför. Af flutn- ingaskipum smíðuðu þeir svo mörg, að 4>/4 miljón smálesta nemur til samans. Meðan að þessu var unnið heima fyrir, áttu menn á hverri stundu á hættu sprengjuárás. Dauðinn vofði sífelt yfir. Skýrsl- ur um mannfall Canada í stríð- inu, sem birtar voru síðast liðna viku, sýna, að á fimm árum stríðsins hafa 26,212 menn fallið og að 70,000 hafa tapast. Þetta er upp til september mánaðar á þessu ári. Það er ekki svo að skilja að á þetta sé bætandi. En á þessum sama tíma hafa^ Eng- Nýtt Balkan-ríki er nú í smíð- um — Sambandsríki Júgóslavíu — eftir frétt að dæma s. 1. viku frá Moskvu. Byrjar nýr kapítuli með þessu í sögu Balkan-ríkjanna og Ev- rópu. Það er tæpur mánuður síðan rauði herinn kom til Belgrade. Þar tóku á móti þeim drengir á götunum í hermannabúningum, úr Partisan flokkinum, er báru veifur, með rauðri stjörnu, ham- ar og sigð. Stórar myndir störðu frá hverjum búðarglugga af þeim Stalin og Tito. Litlu síðar héldu hópar gráklæddra hermanna frá Rússlandi í áttina norður að víglínum Ungverja- j lands í bandarískum leiguláns- vögnum, en á undan þeim flugu irússneskar Stormovik og Yak flugvélar. Við dyr konungshallarinnar stóð flokkur hermanna og ridd- araliðs, en höllin var nú mann- laus, og ekki annað en tákn, er minti á aðra tíma. Ungi konung- urinn, Pétur,- sem er útlagi í London, mun tæplega þangað ! koma. Drengir og stúlkur úr serbneska æskulýðsfélaginu, sem er svarinn óvinur fasista, sögðu: “Við höfum ekkert með Pétur að gera, við viljum Tito”. Orð Titos voru: “Hinar gömlu deilur Balkkan-þjóðanna, skulu nú hverfa og friður milli þeirra ríkja.” 1 þrjár vikur hefir nefnd Par- tisan flokksins (Partisan Nation- al Liberation Committee) unnið af áhuga að því að skapa á papp- árnum, hina Nýju Júgóslavíu Tito hafði tvisvar flogið til Rúss- lands til að eiga tal við Stalin og Molotov. Síðast liðna viku var alt klappað og klárt og hin Nýja Júgóslavía er: Sex sameinuð sjálfstjórnarríki (Serbía, Croat- ir, Slóvenía, Bosnia-Herzegovn- ia, Montenegro, Macedonia). sem hvert hefir sína heima- stjórn, sína skóla og fjármál. Yfir þessum sex stjórnum, er miðstjórn, með 28 ráðunautum, að meðtöldum fylkisstjórum. — Tito verður þar að líkindum stjórnarformaður. Eftirlit verður haft með eign- um Péturs konungs meðan á stríðinu stendur. Ef Júgóslavar greiða atkvæði á móti því að taka Pétur til konungs, eins og Titó býst við, er ríki hans úr sögunni. Með þennan uppdrátt að hinu nýja ríki var farið á fund Stal- ins, er lét vel yfir því, er Tito og Subasich eru að gera til að sameina Balkan þjóðirnar — og samþykti áformið. Tito lofaði þeim fullu frelsi, sem barist hefðu með Michail- ovich á móti sér, er gafst upp 1942. Hann skipaði einnig svo fyrir, að 2000 iðn- og viðskifta- stofnanir, nokkrir bankar og 30,000 jarðir, yrðu teknar og reknar sem þjóðeigna fyrirtæki. Þetta nýja ríki vildi þegar byrja á að færa út kvíarnar. — Macedóníu-Júgóslavar gerðu kröfu til að sá hluti Macedoníu, sem tilheyrði Grikkjum, væri í sambandíð tekinn. Kimon Georgiev, forsætisráð- herra Búlgaríu, sagði “að hann gæti fullvissað Sameinaða ríkið um að af hálfu Búlgara, yrði engar torfærur á leiðinni.” En Macedónía er einn auðug- asti hluti Grikklands og henni fylgir hafnborgin Saloniki við Grikklandshaf. Dr. Josip Smodlaka, utanrík- isráðherra Titos, hefir þegar skifst á orðum við Itali og sagt Sforza greifa, að Júgóslavía gerðt tilkall til Trieste, Istria og Gor- izia, (staðir sem Italíu voru skenktir að loknu síðasta stríði (1914—18). Ef þessi áform um Sambands- ríkið Júgóslavíu komast í fram- kvæmd, rís þarna upp mikið ríki. Og það á að líkindum eftir að verða ennþá meira, því bæði Búl- garía og Rúmanía, sem nú eru undir rússneskri herstjórn, eiga ef til vill eftir að bætast við. STRÍÐ OG FRIÐIJR Eftir Bjarna Guðmundsson frá Fagradal. “Even a neutral can’t be asked to close his mind.” Maðurinn, sem sagði þessi orð, þurfti, eins og kunnugt er, að heyja harðvítuga baráttu gegn einangrunarsinnum Bandaríkj- anna, sem trúðu á það, að þeir gætu setið hjá í þessari heims- styrjöld með hlutleysi að yfir- skyni, og grætt á kostnað þeirra, sem börðust um líf sitt og frelsi. En jafnvel þessir menn vöknuðu, þegar alvaran barði að þeirra eigin dyrum, — þegar Japanar gerðu árás á Pearl Harbor. Eftir það var ekki um annað að ræða heldur en algert stríð gegn öllum óvinum ríkisins. En einangrunarsinnarnir voru bún- ir að tefja stríðsundirbúning Bandaríkjanna og jafnframt höfðu þeir eflt sóknarmátt óvin- anna með því að selja þeim vopn og hráefni, sem nauðsynleg voru til hernaðar. Það er jafnvel tal- ið, að ekki hafi með öllu tekið fyrir þennan hergagnaútflutn- ing strax eftir árásina á Pearl Harbor. Nú eru liðin fimm ár síðan þessi ægilegasta og mannfrek- asta styrjöld sögunnar hófst. — Áratugirnir tveir milli heims- styrjalda voru notaðir til nýs styrjaldarundirbúnings, í stað þess að verja þeim í þágu friðar- ins. Eftir heimsstyrjöldina 1914- ’18 var víða ljótt um að litast í Evrópu, eftir þær eyðilegging- arorustur, er háðar höfðu verið. En styrjöld sú, sem nú stendur yfir, virðist þó ætla að verða stórum eftirminnilegri og vá- veiflegri. Það mætti segja, að síðari heimsstyrjöldin hafi byrjað með valdatöku Hitlers í Þýzkalandi. Þá hofust brátt hinar alræmdu Gyðingaofsóknir, sem komust í algleyming eftir morðið á von Rath. En alment er þó talið, að þetta stríð hafi byrjað um mán- aðarmótin ágúst-september 1939. I þessari styrjöld, sem nú er háð, hafa gerst hryllilegri at-! burðir en siðaða menn hefir al- ment órað fyrir að gætu gerst nú á dögum. Fyr hafa verið háðar mannskæðar orustur, eins og t.d. orusturnar við Somme og Marne í Frakklandi í síðustu styrjöld. i En mikið vantar á, að allar þær! miljónir, sem grandað hefir ver-, ið í þessari styrjöld, hafi fallið á vígvöllunum. Miljónum manna á öllum aldri hefir verið “út- rýmt” á annan hátt. Borgir og þorp hafa verið brend — ekki einungis hús og öi^nur mann- virki, heldur og fólkið, sem þar bjó, — í henfdarskyni fyrir það, að einhverjir höfðu gerst svo djarfir að reyna að verja líf sitt og sinna. Heilar þjóðir hafa verið sveltar mánuðum og árum saman, og enginn veit tölu þeirra, sem beinlínis hafa látið lífið fyrir skort á matvælum og klæðnaði. Fjöldi manns hefir bugast af kúgun og harðrétti í fjöldafangelsum Þjóðverja (con- centration camps). Reynt hefir verið að útrýma heilum þjóð- flokkum, s. s. Gyðingum, Sigaun- um og Pólverjum. Þjóðverjum hefir orðið mikið ágengt í þess- ari útrýmingarherferð sinni. — Fleiri þjóðir eru það, sem ekki hafa verið taldar eig?i tilveru- rétt, nema þá sem þrælar “yfir- þjóðarinnar”. Má þar t. d. nefna Rússa. Þýzku hermönnunum hefir verið kent, — kanske alt frá barnæsku — að troða slíka menn undir fótum, ef því væri að skifta. Hermennirnir hafa líka notfært sér þennan lærdóm. Hin mörgu og hryllilegu múgmorð bera þess glögt vitni. Þau ódæði hafa ekki verið unnin með annað fyrir augum en að granda sem flestum mannslífum, án tillits til þess, hvort það gat nokkur áhrif haft á gang styrjaldarinnar eða ekki. Slík verk hafa oftast verið unnin til þess að svala blóðþorsta böðlanna, sem ekki eiga jafnoka í veraldarsögunni. Einn óafmá- anlegasti bletturinn á þessari styrjöld eru gisladrápin, sem Þjóðverjar hafa hvað eftir annað gert sig seka um. Margt fleira [mætti nefna. Þannig fer, þegar tækni og snilligáfu er einbeitt að niður- rifsstarfsemi, í stað þess að byggja upp og skapa ný verð- mæti og aukna velmegun og þægindi. Flestar þjóðir munu telja sig hepnar að geta haldið sig fyrir utan þessar ógnir. En jafnframt munu þær finna sárf til þess að geta ekki rétt bræðr- um sínum hjálparhönd í baráttu þeirra. 1 þessari styrjöld er barist um það, hvort dýrmætustu hugsjón- ir og réttindi mannkynsins, frelsi, jafnrétti og friður, eigi að verða í heiðri hafðar framvegis eða fótum troðnar. Öllum þjóð- um á að stríðslokum að verða frjálst að velja. Gagnvart slík- um stórmálum getur enginn ver- ið hlutlaus, nema á yfirborðinu, Sem þjóð höfum við Islendingar lýst yfir ævarandi hlutleysi í stríði, enda alt annað gagnslaust. En þrátt fyrir það hafa flestir okkar tekið ákveðna afstöðu til þessara mála og þá flestir á- kveðið með Bandamönnum. — Okkur skiftir ekki svo litlu hver framtíð stóFþjóðanna verður og hvað við tekur að stríðslokum. Við óskum þess jafnframt, að styrjaldarógnunum létti sem fyrst, svo að hernumdu þjóðirn- ar ,sem undirokaðar hafa verið undir járnhæl nazismans, geti fengið frelsi sitt. Við förum líka að hugsa um, hver verði skipan mála í Evrópu að stríðinu loknu. Ekki getur hjá því farið, að þjóðirnar hafi mikið lært af þessu stríði, þótt sá lærdómur hafi orðið dýrkeypt- ur. Það hefir fært mönnum heim sanninn um það, að prúss- neska hernaðarandann þarf að kveða niður fyrir fult og alt með breyttum uppeldisaðferðum, og að firra eins og pangermanismi Hitlers má aldrei framar stinga upp kollinum. Versalasáttmál- inn má ekki framlengjast. Við skulum jafnframt vona, að aldrei framar verði einum stórglæpa- manni falin það mikil völd, að hann geti breytt heilli álfu í víg- völl. Það þarf að slökkva eld hatursins í milli þjóðanna, þeirra sigruðu og þeirra, sem sigra. Það getur tekið nokkurn tíma að uppræta villiménsku og ala upp menningu í staðinn. Ýmsir menn hafa haldið því fram og hefir það víða verið ríkj- andi trú, að styrjaldir væru eðli- leg og sjálfsögð fyrirbrigði og fyrst og fremst óumflýjanlegar en kæmu með misjafnlega löngu millibili. Athafnafrelsið gerði mönnu mögulegt að ákveða á hverjum tíma á hvaða hátt þeir útkljáðu deilumál sín, og deilur munu altaf verða til svo lengi sem sjálfstæð hugsun þróast. En þetta er mesti misskilningur, sem getur verið hættulegur heimsfriði á hverjum tíma. — Styrjaldir eru ekki óumflýjan- legar, enda þótt Þjóðabandalag- ið reyndist þess ekki umkomið að vernda friðinn og halda árás- arseggjunum í skefjum. Landa- mæraþrætur hafa verið til frá ómunatíð og jafnan verið talin viðkvæm mál, sem leysa þarf með gætni og framsýni. Slík mál á að leysa með málamiðl- un á friðsamlegan hátt, en ekki með vopnavaldi. Úrskurður vopnanna er enginn fullnaðarúr- skurður. Hann byggist á lög- máli hnefaréttarins, að sá sterk- ari heldur velli. Það er úrelt og dauðadæmt þjóðskipulag, sem byggist á hnefarétti og taum- lausri samkepni og ótakmarkaðri auðsöfnun á fárra manna hend- ur, sem aftur á móti leiðir af sér örbirgð á hinn bóginn. Fólkið, fjöldinn, verður að hugsa fyrir sig sjálft, ráða hverja það velur sér fyrir foringja, án íhlutunar annara eða valdbeitinga, ráða stjórnarformi sínu. Þá mun ekk- ert einræði þróast. Samtök fjöld- ans eru sterk og í náinni framtíð mun takast náin samvinna milli allra vinnandi stétta í flestum löndum. Einangrunin verður að hverfa og skörpustu landamæra- línurnar að mást út. Slíkt skap- ar þjóðernisrembing, sem er háskalegur og með öllu ósam- rýmanlegur jafnréttishugsjón- inni. En friður og frelsi byggist á því, að allir hafi sama rétt og einum sé ekki gefið tækifæri á að undir oka annan. Hvér maður verður að heyja sína lífsbaráttu. En lífsbarátta á ekki að vera örvæntingarfull barátta hungraðs manns, heldur sameiginlegt átak fjöldans, sem miðar að aukinni velmegun og almennri hagsæld. Öryggisleys- ið, sem nú skyggir á líf fjölda manna, verður að hverfa. Sífelt brauðstrit og áhyggjur fyrir komandi degi hafa slæm áhrif á flesta menrf. Við, sem búið höf- um við þröngan kost í uppvexti og á námsárunum, viljum gera alt, sem í valdi okkar stendur, til að tryggja framtíð barna okk- ar þannig, að þau steyti ekki á skerjum sams konar erfiðleika og við höfum orðið að gera. Allir eiga að hafa jafnan að- gang að mentastofnunum, svo að hverjum manni standi nám til boða eftir hæfileikum og náms löngun. Þar má ekki efnahag- urinn vera mælikvarði eða fjár- skortur til hindrunar. — Við þekkjum þess mörg dæmi ú'' samtíð okkar eða okkar eigin lífi, að ungir menn hafa ekki getað gengið mentaveginn vegn'* fjárskorts, eða þá orðið að hálf- svelta til þess að geta staðist námskostnaðinn. Þeir, sem börðust fyrir lýðhá- skólunum á Norðurlöndum, sáu, að það er hvergi nærri nóg að

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.