Heimskringla


Heimskringla - 06.12.1944, Qupperneq 6

Heimskringla - 06.12.1944, Qupperneq 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. DES. 1944 “Komdu hingað kl. 4,” sagði Fuglakonan, “þá skulum við aka þangað út með fáeinar öskj- ur og verðlista og sjá hvað þér hafið til að selja.” “Æ, eg þarfnast svo mjög peninganna!” sagði Elenóra. . “Eigið þér heima í litla húsinu fallega við norðurenda mýrarinnar?” “Já,” svaraði Elenóra. “Eg man eftir staðnum og sögunni, sem við hann er tengd. Byrjuðuð þér á miðskólanum í gær?” “Já.” “Það var fremur erfitt?” “Fremur erfitt,” endurtók Elenóra. Fuglakonan hló. “Þér getið ekki sagt mér neitt nýtt um það,” sagði hún. “Eg kom líka í endur fyrir löngu utan úr sveit og byrjaði á bæjarskóla. Kjóllinn minn var úr brúnu baðmullar efni og skórnir mínir voru fremur þunglamalegir. Hvað heitið þér, stúlka mín?” “Elenóra Komstock,” svaraði Elenóra. “í gær var því breytt á töflunni í Kornstock eg hélt sem snöggvast að eg mundi detta dauð niður, en í dag get eg hlegið að því.” Fuglakonan stóð á fætur og kysti hana. “Borðið .nú matinn yðar,” sagði hún, “og á meðan skal eg sækja verðlistana og skrifa niður það, sem eg hugsa að þér hafið, svo að eg viti hvað margar öskjur við þurfum að hafa með okkur. Hirðið aldrei um baðmullar kjól- inn og þungu skóna. Sökkvið yður niður í bækurnar, og þá munið þér áður en langt um líður heyra þá, sem stríddu yður í gær gorta af því, að þeir voru einu sinni í samá bekk og þér.” Hún fór hlægjandi út úr stofunni, en Elenóra sat eftir og hugsaði þangað til hún mundi eftir hversu svöng hún var; svo borðaði hún og drakk heitt súkkulaðið og fór smám saman að verða sjálfri sér lík á ný. Stuttu síðar kom konan inn og sýndi Elen- óru langar, prentaðan verðlista yfir allskonar skordýrategundir. “Ó, langar yður til að fá þau?” sagði Elen- óra himin lifandi glöð. “Eg hefi ekki mörg, en eg get veitt þau þúsundum saman.” • “Já,” svaraði konan, “eg vil kaupa alt, sem þér hafið safnað og einnig stóru maðkana, sem skríða núna alstaðar um. Eg hefi þá sannfær- ingu, að þessi dásamlegi og eftirtektaverði leyndardómur í tilveru þeirra, neyði mig loks- ins til að mála fiðrildin okkar hérna í Flóanum og gefa út bók um þau, svo að allur heimurinn geti kynst þeim. Við hérna megum ekki verða of eigingjörn, þótt við eigum þessi sjaldgæfu fyrirbrigði. Eg skal borga yður vel fyrir öll þau fiðrildi, sem þér getið náð í, því sjáið þér til, eg skifti á náttúrugripum við erlenda safn- ara. Bankastjórinn kaupir steinaxir, örvarodda og Indíána perlur. Hérna var í dag kennari frá bæjarskólanum, sem var að leita eftir slíkum sýnishornum. Það er til sjóður í því skini að prýða stjórnarbyggingarnar. Eg skal hjálpa yður til að komast í samband við þá. Svo þarf lauf af ýmislegum trjám, bóm grastegundir, fiðrildi, flugur og maðka, fuglahreiður og alt, sem heyrir til fuglunum.” Augu Elenóru ljómuðu. “Hvað ætti eg nú frekar að gera, fara aftur til skólans, eða fara til bankans, byrja þar reikning og verða miljón- eri? Wesley frændi og eg höfum körfu fulla örvaroddum, og fjölda af öxum, púpum, verk- færum, stautlum og öðru því um líku. Eg veit ekéi hvernig eg get beðið í þrjá tíma?” “Nú verðið þér að fara annars komið þér of seint,” svaraði Fuglakonan. “Eg skal vera til- búin kl. 4.” Eftir skólann ók Elenóra með Fuglakon- unni út að gamla kassanum í Flóanum. Fallegu stóru fiðrildin voru tekin upp hvert eftir annað, en samt var ekki hægt að taka f jórða partinn af þeim, en samt var næstum orðið dimt þegar kassanum var læst og hinar titrandi hendur Elenóru tóku við $59.16 fyrir fiðrildin. Hún krefti hendina utan um peningana. “Æ, þetta er svo dásamlegt,” sagði hún hugfangin. “Þessir peningar munu veita mér bækur, borga skólagjaldið mitt og gera mér auðið að ganga á miðskólann!” Og af því að hún var stúlka settist hún niður á fallið tré og horfði á ljótu skóna sína. Hún sat þarna lengi eftir að Fuglakonan var farin, því að hún þurfti að ráða fram úr örðugu íhugunarefni. Átti hún að segja móður sinni frá þessu? Mundi hún taka hennar peninga til að borga með þeim skattana? Og ef hún segði henni ekki frá þeim, hvernig átti hún þá að gera grein fyrir bókunum og þeim munum, sem hún ætlaði að kaupa fyrir peningana? Loks reikn- aði hún út hvað mikla peninga hún þyrfti næsta dag, faldi afganginn í fjarlægasta horni kassans, læsti honum, fylti fangið með örvaroddum úr hrúgu við kassann og hélt svo heimleiðis. ★ ★ ★ Árla, þegar fyrsta rönd aftureldingarinnar sást yfir Flóanum, reis Margrét úr rekkju og tók að íhuga kjólaefnið og hin flóknu snið, sem hún hafði fengið sér. Wesley bjó til morgun- matinn, og vann verk sín heima þangað til hann hélt að Elenóra væri farin. Þá ætlaði hann að fara og sækja móður hennar. “Farðu nú varlega,” sagði Margrét. “Eg veit ekki hvernig hún kann að taka þessu.” “Það veit eg heldur ekki,” svaraði Wesley með miklum heimspekings svip, “en hún verð- ur að taka því á þann hátt, að kjóllinn verði tilbúinn þegar Elenóra fer á skólann á morgun.” Wesley hafði ekki sofið vel um nóttina og þegar hann gekk inn um gatðshliðið og heim að húsinu var hann heitur í framan og hverjar sanngjarnar fortölur honum úr minni horfnar. Mrs. Komstock bjargaði málinu. Hún kom til dyranna. “Góðan daginn,” sagði hún. “Sendi Mar- grét þig eftir einhverju?” “Já,” svaraði Wesley, “hún sendi mig eftir þér. Hún hefir verk með höndum, sem hún getur ekki lokið við í tíma, og vill nú gjarnan fá þig til að hjálpa sér.” “Auðvitað skal eg hjálpa henni,” svaraði Mrs. Komstock. Enginn vissi hversu einmana henni hafði fundist hún vera daginn áður og hve stundirnar mundu verða óendanlega langar í dag. “Hvað er það sem henni liggur svona á að ljúka við?” Nú varð hann að meðganga. “Hún er að sauma kjól handa Elenóru,” svaraði Wesley og sá hvernig Mrs. Komstock varð alt í einu eins og steinrunnin. Hann flýtti sér því að bæta við. “Þú veist að Elenóra hefir árum saman hjálpað okkur í haust- og slátur- tíðinni og þegar við fengum óvænta gesti. Við höfum reiknað út að hún hafi sparað okkur mikið fé, og þar sem hún vildi aldrei taka neitt fyrir vinnu sína, þá fórum við til bæjarins og fengum í fáeina kjóla handa henni, sem við héldum að mundu punta hana dálítið upp a miðskólanum. Nú langar okkur mjög mikið til að einn kjóllinn verði tilbúinn í dag, en Margrét er sein að sauma, og getur því aldrei lokið við hann ein, þessvegna kom eg eftir þér.” “Þetta er svo einfalt og auðvelt og greiði gerður gömlum nágranna og vini, að þú getur ekki litið upp á meðan þú segir frá því,” sagði Mrs. Komstock háðslega. “En Wesley Sinton, hvernig gat þér dottið í hug að Elenóra vilji þiggja hluti keypta fyrir peninga, þegar hún vildi ekki taka peningana sjálfa?” Nú leit Sinton framan í hana. “1 gærkveldi þegar eg fann hana á vegin- um, grátandi eins sárt og eg hefi séð nokkurn gráta við jarðarför, þá kvartaði hún ekki neitt, en samt hefir hún komið til mín með smáá- hyggjur sínar alla sína æfi, og hún gat því ekki leynt, hvernig það hló að henni og lítilsvirti hana, og að hún hefði komist að raun um að hún þurfti peninga fyrir bækur og skólagjald, og enginn getur talið mér trú um, að þú hafir ekki vitað um þetta.” “Til þess að leiða þið úr allri villu hvað það sifertir, þá vissi eg mjög vel um það! Hún var óð og uppvæg að reyna þetta, svo að mér datt í hug að láta hana reyna hvernig henni litist á það.” “Eins og hún hafi ekki fengið að reyna það alla æfi sína!” sagði Wesley Sinton. “Kata Komstock, þú ert grimmúðug og eigingjörn manneskja. Þú hefir aldrei látið Elenóru reyna alla sína æfi, hvað sannarleg ástúð er. Þegar hún reynir það, munt þú missa hana, og það er þér alveg mátulegt.” “Hún veit það nú, og hún mun koma heim í kvöld eins og endranær,” svaraði Mrs. Kom- stock kuldalega. “Eg verð að segja að þú ert hugrökk, ef þú vogaðir þér að láta stúlukbarn með lyndisfari því, sem Elenóra hefir, þola slíka reynslu og hún þoldi í gær, og segja henni svo að þú hafir gert það af ásettu ráði. Eg dáist að rugrekki þínu, en eg hefi veitt þessu eftirtekt síðan Elen- óra fæddist og eg hefi séð nóg. Nú hefir þetta farið of langt og verður að taka enda, annars tek eg í taumana.” “Það er einmitt það sem þú ert altaf að reyna að sletta þér fram í annars manns mál- efni! Heldur þú ekki að eg hafi séð það? Séð hvernig þú og Magga Sinton hafið reynt dag eftir dag að espa Elenóru á móti mér? En eg var of særð til að hirða neitt um það eða reiðast því. Hvenær sagðir þú henni hvað faðir hennar var mér ástfólginn? Hvenær reyndir þú til að láta hana skilja skipbrot lífs míns og hvað eg hefi liðið? Já, hvenær?” “Þú ert óréttlát Kata Komstock!” hrópaði Sinton. “Það er ekki lengra en síðan í gær- kveldi að eg reyndi að draga upp fyrir henni þá sýn, sem eg sá daginn, sem hún fæddist. Eg bað hana að fara til þín og segja þér góðlátlega frá hvað hún þyrfti og biðja þig um það, sem eg veit vel að þú getur látið í té, fé til þess, sem hún þarf með.” “Eg hefi enga peninga,” æpti Mrs. Kom- stock. “Þú veizt að eg hefi þá ekki.” “Jæja, reyndu þá að fá þá!” svaraði Wesley Sinton. “Hvenær sem þú vilt getur þú selt við fyrir 6,000 dali. Eg skal sjá til þess vegna Elenóru að akrarnir séu ruddir og ræktaðir með sanngjörnu verði. Eg skal kaupa fleiri gripi til að fita upp fyrir þig. Þú þarft ekkert annað «ð gera en skrifa undir samning, og þá færð þú þúsundir dala fyrir olíu eins og við hin hérna í kring um þig gerum.” “Höggva niður trén hans Roberts!” æpti Mrs. Komstock. “Rífa upp landið hans! Þekja alt með þessari andstyggilegu olíu! Nei, fyr skal eg láta lífið!” “Þú ætlar heldur að láta Elenóru ganga eins og betlara og særa hana og kvelja. Fyrst eg er kominn svona langt, þá skal eg nú segja þér hvað eg ætla að gera. Magga og eg fórum til bæjarins í gærkveldi og keyptum þar það sem Elenóra þarfnast helzt til að líta út eins og hinar skólastúlkurnar. Alt sem við biðjum þig um er að þú komir og hjálpir til að koma þessu upp, svo að við getum gefið henni það.” “Hún snertir aldrei við þessu,” svaraði Mrs. Komstock. “Þú getur þá borgað fyrir þetta, og hún getur tekið við því sem eign, er henni ber.” “Það geri eg aldrei.” “Þá skal eg segja Elenóru hvað þú ert rík, hvað þú getur gert og hvað mikið af því, sem þú hefir undir höndum heyrir henni til. Eg skal lána henni peninga til að kaupa bækur og sæmi- leg föt, og þegar hún verður myndug getur hún selt sinn hluta og borgað mér.” Mrs. Komstock greip um stólbak til að styðja sig. Hún opnaði varirnar en kom engu orði upp. “Og sé hún svo lík þér að hún vilji ekki gera þetta, þá skal eg kæra þig sem fjárráða- mann hennar fyrir dómaranum, Eg skal sverja skýrslu fyrir réttinum um hvað mikið þú átt, og hvernig þá elur hana upp, og ef nauðsyn krefur fá dómarann til að útnefna mann til að sjá um, að henni líði vel, fái kenslu og sé sæmi- lega búin.” “Þú — þú dirfist ekki að gera það!” stundi Mrs. Komstock. “Eg þarf ekki að gera það, Kata!” sagði Sintpn, sem fann til meðaumkvunar strax og þessi hótun var komin yfir varir hans. “Þú kannast ekki við það, en þú elskir Elenóru! Þú getur ekki komist hjá því. Þú hlýtur að sjá hversu klæðlaus hún er. Komdu nú og hjálp- aðu til að sauma þau og láttu okkur vera sátt og vini. Við Magga getum ekki án hennar lifað, og þú getur það ekki heldur. Þú getur ekki annað em elskað svona ágæta stúlku og Elenóra er. Láttu hana finna til þess!” “Þú getur varla búist við því af mér, að mér þyki vænt um hana,” svaraði Mrs. Kom- stock kuldalega. “Hafði hún ekki verið þá stæði nú við hlið mér maður, sem tæki í lurginn á þér fyrir þær níðingslegu ógnanir, sem þú hefir nú beint að mér. Ofan á alt sem eg hefi orðið að þola ætlar þú nú að draga mig fyrir dómstólana og neyða mig til að tæta upp landið hans Roberts. Fari eg þangað skal verða að bera mig. Taki þeir tré eða grafi einn einasta skitinn olíubrunn, verður það fyrst er eg hefi skotið niður eins marga og mér er unt. Nú, reyndu nú að komast eins fljótt af stað og þú getur!” “Þú vilt þá ekki koma og hjálpa Möggu með kjólinn?” 1 stað þess að svara litaðist Mrs. Komstock eftir barefli og Wesley, sem þekti geðsmuni hennar, hafði sig eins fljótt í burtu og virðing hans leyfði. En hann fór ekki heim. Hann gekk yfir akur einn og áður en stund var liðin kom hann með nágranna konu þeirra, sem var góð að sauma. Margrétu leizt ekki vel á er hún sá þau koma. “Kata er of önnum kafin til að hjálpa okk- ur í dag. Hún getur ekki saumað fyr en á morgun,” sagði Wesley glaðlega, er þau komu inn. Þetta huggaði Margrétu dálítið, þótt hún efaðist nú um að þetta væri satt. Wesley bjó til matinn og klukkan fjögur var hinn fallegi kjóll tilbúinn eins mikið og hægt var áður en hann var mátaður á Elenóru. 5. Kap. — Mrs. Komstock hlær í fyrsta skiftið á sextán árum. Nágranna konan fór heim og Margrét lét allan kaupskapinn í stóra handkörfu. Wesley tók hattinn, regnhlífina og kápuna, og lögðu þau af stað heim til Mrs. Komstock. Er þau komu að tröppunum heilsaði Margrét vingjarnlega Mrs. Komstock, sem sat rétt fyrir innan dyrnar og las í bók, en hún tók ekki undir. Wesley Sinton opnaði hurðina og gekk inn ásamt konu sinni. “Kata,” sagði hann, “vertu nú ekki reið við Möggu út af þessu uppátæki okkar. Eg hefi ekki sagt henni orð um það hvað eg sagði við þig, eða þú við mig. Hún er ekki mjög góð til heilsunnar og hún hefir saumað síðan kl. 4 í morgun til þess að þessi kjóll yrði tilbúinn á morgun. Hann er nú búinn og við komum hingað til að máta hann á Elenóru.” “Er þetta satt Magga Sinton?” spurði Mrs. Komstock. 1 “Þú heyrir Wesley segja það,” svaraði Mrs. Sinton stolt á svipinn. “Eg legg nú til,” sagði Wesley, “að við bíðum þangað til Elenóra kemur heim, þá skul- um við sýna henni gripina og heyra hvað hún hefir um þá að segja.” “Hvernig væri að heyra hvað hún segir án þess að múta henni?” spurði Mrs. Komstock háðslega. “Þegar hún getur staðist það, sem hún stóðst í gær og í dag, þá getur hún staðist hvað sem er,” sagði Wesley. Láttu fötin einhverstað ar, ef þú vilt þangað til við segjum henni frá þeim.” “Gott, en taktu ekki þessa treyju, sem eg er að sauma,” sagði Margrét, “því eg á eftir að sauma á hana ermarnar og kragann. Feldn hitt svo að hún sjái það ekki ef þig langar til.” Mrs. Komstock tók körfuna með bögglun- um, lét það inn.í herbergið sitt og lokaði svo hurðinni. Margrét þræddi nálina sína og fór að sauma. Mrs. Komstock tók að lesa í bókinni en Wesley var órólegur og fjúkandi reiður, þótt hann léti ekki á því bera. Hann sá vel að Mar- grétu leið illa og var að því komin að fara að gráta, en drættirnir í hinu hluttekningarlausa. andliti Mrs. Komstock voru tilfinningarlausir og kuldalegir. Þannig sátu þau, klukkan tifaði og tíminn leið — ein stund — tvær, rökkrið kom og engin Elenóra. Margrét hafði fyrir löngu orðið að hætta að sauma. Við og við skiftust hjónin á fáeinum orðum. Mrs. Komstock sneri reglulega blaði í bókinni, og stóð upp einu sinn- til að flytja stólinn nær glugganum. Þegar Margrét og Wesley voru að búast til að fara og ætluðu að fara til bæjarins til að mæta ElenórU, heyrðu þau hana koma upp stíginn. Wesle.v hætti að rugga stólnum, sem hann var að rugga og gerði sig eins breiðan og hann gat. Margrét byrjaði að sauma og leit bænaraugum til dyr- anna. Mrs. Komstock lokaði bókinni og brosti kuldalega. “Mamma, gerðu svo vel og opna dyrnar!’ kallaði Elenóra. Mrs. Komstock stóð á fætur og opnaði net- hurðina. Elenóra smaug inn fram hjá henni, hún var kengbogin og hélt pilsinu sínu upp eins og í poka og í pokanum var eitthvað þungt en 1 handarkrikanum bar hún bókahlaða. Hún sá ekki Sintons hjónin í myrkinu. “Gerðu svo vel mamma og fáðu mér tómn skjóluna, sem stendur úti í eldhúsinu,” sagð1 hún. “Eg mátti til að koma heim með þess3 örvarodda ,en eg er hrædd um að eg hafi ó- hreinkað kjólinn minn, svo að eg verð að þv° hann. Eg verð að fága þá og færa bankastjót' anum þá á morgun, æ mamma, eg hefi selt nóg af þessu til að borga fyrir bækurnar mínar skólagjaldið og kanske fyrir kjól og léttari skó, æ, mamma, eg er svo glöð! Taktu bækurnar og komdu með fötuna!” Nú sá hún Margrétu og Wesley. “En hvað þetta er yndislegt!” hrópaði húo himinlifandi. “Eg var rétt að hugsa um hvernig eg gæti með nokkru móti beðið með að segj3 ykkur þetta, og svo eruð þið hérna! Það er ot dásamlegt til að vera satt.” “Segðu okkur frá því, Elenóra,” sagði Si°' ton. “Já, já,” svaraði Elenóra og slétti úr pils' inu sínu. “Settu nú skjóluna þarna rnarnm3' Þessir örvaroddar eru svo stökkir að það verðnr að láta einn niður í einu. Ef kvarnast út úr þeiú1 get eg ekki selt þá.” Og nú sagði hún frá öllu’ sem fyrir hafði komið. Elenóra stakk síðast3 örvaroddinum niður í skjóluna hristi blöð -þurra moldarköggla af pilsinu sínu og stakk hendinni ofan í vasann og dró upp peningao3, og sýndi þeim, þar sem þau sátu orðlaus ^ undrun. .f 1 “Og þetta er nú gleðilega hliðin á málinU1 sagði hún himin lifandi glöð. “Stíktu þeim inI1 í klukkuna þangað til á morgun, mamma. Þ°*r borga fyrir bækurnar og skólagjaldið og-------- Elenóra hikaði vegna þess hún sá áfergjuna, senl kom í ljós er móðir hennar greip um seðlar*3 Er hún hélt áfram talaði hún hægt og hugsa^1 áður en hún talaði. “Það sem eg fæ á morgun mun borga fyr*r fleiri bækur og kanske fyrir fáein önnur atriö1’ bara fáein. Þessir skór eru svo hræðilega þun$' ir og heitir og gera slíkan hávaða á gólfinu. En^ inn baðmullarkjóll er líkur mínum í öllum skól' anum. En hvað er þetta, sem þú ert að fda 1 fanginu Margrét frænka? Hún greip treyjn1^ og hristi úr henni, og andlit hennar ljómaði 3 gleði. Ert þú farin að ganga í svona fínnrn treyjum og hneptum á bakinu? Þetta hlýtuf að vera handa mér!”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.