Heimskringla - 20.12.1944, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.12.1944, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. DES. 1944 WAWANESA MUTUAL INSURANCE CO. Head Office: WAWANESA, MAN. Wlnnipeg Branch: 405 National Trust Bldg. We specialize in the following lines of insurance: Fire, Automobile, Burglary, Plate Glass, Personal Property Floaters and Inland Marine. Local Representative: JOHN V. SAMSON 1025 Dominion St. Phone 38 631 Winnipeg, Man MEÐ ÞÖKKUM FYRIR MARGRA ÁRA VIÐSKIFTI OG HUGHEILAR ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NYÁR. CREAMERY CO. LTD Winnipeg, Man ★ CRESCENT ISRJÓMI í sín um mörgu myndum (novel- ties) er það sem gerir jóla- borðhaldið skemtilegast. SHOP-EASY STORES FEATURE HANGIKET HT OUR SARGENT RVE. STORES at MARYLAND at LIPTON Með beztu óskum um gleðileg jól og nýár Til vina og viðskiftamanna vorra Alatco+ud Q>iaUt Go-nup,a+uf, JlUrutedt WINNIPEG — CANADA Comþliments of the SEASON PHONE 37 071 370 COLONY ST Tons of Satisfaction Macdonald SHOE STORE LTD 492-4 MAIN ST You Are As Young As Your Feet rom WINNIPEG, MAN Use HAPPY'GIRL FLOUR in all your baking, Kveðjumál flutt við útför Jónasar Kristjáns Jónassonar í Fyrstu lútersku kirkju, þann 11. september 1944, af séra Valdimar J. Eylands. “Eg er ætíð hjá þér, þú held- ur í hægri hönd mína; þú munt leiða mig eftir ályktun þinni, og síðan láta mig ná sæmd. Þótt hold mitt og hjarta tærist, er Guð bjarg hjarta míns, og hlutskifti mitt um eilífð.” Ps. 73. A Jónas Kristján Jónasson á sig fyrir að vera góður búmað- ur, enda fór saman hjá honum í öllum hlutum ráðdeild og rögg- semi. Varð hann innan skamms betur settur efnalega en flestir sveitungar hans. Auk búskapar- ins stundaði hann verzlun um Ihríð og fórst það sem annað vel úr hendi. Oft hafði hann sín síð- ari ár gaman af að segja frá fyrstu árunum þar nyðra. Var þá venjulega farin ein kaupstaðar- ferð á ári til Winnipeg með hest- um og uxum. Tóku þær ferðir með viðstöðu í Winnipeg oft um mánaðar tíma. Síðar kom járn- brautin til Oak Point, og þá voru vörur sóttar þangað um 60 mílna vlegalengd, og upp frá því tóku aðdráttarferðir Siglunesbygðar- manna aðeins eina viku, og þótti það mikil framför. Jónas heitinn var ekki aðeins duglegur bóndi, heppinn verzlunarmaður, félags- maður ágætur óg stuðningsmað- ur kirkjumála, heldur var hann og framsýnn og öflugur forystu- maður á sviði mentamála sveit- ar sinnar. Hann var fyrsti hvata- maður að því að barnaskóli var stofnaður í bygðinni, en áður hafði hann fyrstur sinna sveit- unga ráðið til sín heimiliskenn- ara fyrir börn sín og nokkurra nágranna sinna. Eftir að Siglu- nesskólinn var bygður var hann um fjölda ára formaður skóla- nefndarinnar. Árið 1919 átti ‘hann, ásamt Guðmundi Jónssyni frá Húsey frumkvæðið að því að sveitarstjórn var mynduð í Sig- luneshéraði. Lengi var hann einnig í stjórn lestrarfélags bygðarinnar, og einnig formaður Goodtemplarareglunnar, er þar starfaði um margra ára skeið. Af því sem nú er talið er það ljóst að Jónas var sveitum þeim sem hann davldi í hinn þarfasti maður, og hinu íslenzka þjóðfé- lagi hér viestan hafs til hins mesta sóma. Hann var þá einnig gæfumaður að því leyti að hann fékk að njóta ávaxta iðju sinnar, og naut virðingar og velvildar allra sem þektu hann. Fyrir nokkrum árum brá hapn búi, en fékk sonum sínum Skúla og Boga umráð þess í hendur. Þó var hann elskur að heimili sínu og þar vildi hann helzt dvelja. — Nokkur síðustu árin hefir hann haft vetrarvist hér í borginni, og notið hinnar ágætustu umönnun- ar og ástríkis barna sinna. Síð- ustu vikurnar var hann allþungt haldinn, og oft erfitt um mál. Benti hann mér þá eitt sinn er eg sá hann upp á vegginn fyrir ofan rúmið á myndir, sem þar héngu af heimili hans og börnum. Það var eins og hann vildi segja: Þarna geturðu lesið mína æfi- sögu; hún vefst um heimilið og börnin. Og það er óhætt að segja að það er stór og glæsileg saga, um fram það sem alment gerist. Heimilið sveitarsómi, börnin 11, öll vel áf guði gefin, og í góðum kringumstæðum. Börnin eru þessi: Þorfinnur Egill, Guðmundur F., Ólafur, Vilhelm Snorri, Jónas Bogi, allir hér í borginni, og Skúli á föðurleifð sinni á Vogar, og dæturnar: Þóra Björg, Mrs. Hávarðson, Clarkleigh; Guðlaug, Mrs. B. G. Jdhnson, á Vogar; Jónína, Mrs. Geo. Sommerville, Winnipeg; Ólafía Svanhvít, Mrs. O. Johnson á Vogar, og Olga, Mrs. J. J. Czarlpwski, Kingston, Ont. Hann hafði komið ungur vest- ur um háf; hann hafði verið frumbyggjari í tveimur þjóð- löndum; hann hafði verið sveit- arhöfðingi og forvígismaður menningarmála í tveimur ný- bygðum mleðal fólks vors; hann hafði tvisvar orðið ekkjumaður; hann hafði lifað ávaxtasömu lífi í stórum hóp myndarlegra barna, og afrekum margskonar. Vissu- lega hefði hann mátt taka sér í munn orðin sem eg tilfærði hér að framan: Eg er ætíð hjá þér, þú heldur í hægri hönd mína; þú munt leiða mig eftir ályktun þinni, og síðan láta mig ná sæmd. Hann safnaðist til feðra sinna, föstudaginn 8. sept., þá rúmlega 82 ára að aldri. Er með honum til grafar genginn maður sem var sómi hinnar íslenzku bænda- stéttar í Vesturhenmi, góður maður, sem naut mikillar gæfu, maður sem við öll kveðjum með þakklátum huga og hinni mestu virðingu. Jónas Kristján Jónasson var Skagfirðingur að ætt og upp- runa. Móðir hans hét Krist j ana, en faðir hans var Jónas Jónsson í Hróarsdal; var hann nefndur “læknir”. Ungum var Jónasi komið í fóstur hjá Agli Gott- skálksyni, merkisbónda á Skarðsá í Sæmundarhlíð, og dvaldi þar til fullorðinsára. Það að Jónasi var hlýtt til fóstra síns má af því merkja að hann lét fyrsta son sinn bera nafn hans. Tuttugu og eins árs að aldri gekk hann að eiga Þóru Þorsteinsdótt- ur frá Reynistað, og fluttu þau það sama ár, 1883, vestur um haf, og settust að nálægt þar sem nú er Hallson í Norður Dakota. Eftir 9 ára sambúð þeirra dó Þóra; skildi hún manni sínum eftir einn son, Egil, er fyr var minst á, en annað barn þeirra hafði dáið á unga aldri. Árið 1893 giftist Jónas í annað sirm. Var síðari kona hans Guðrún Guðmundsdóttir Finnbogasonar frá Stefánsstöðum í Skriðdal. — Bjuggu þau hjón í Hallson til ársins 1895, er þau fluttust í Siglunesbygð við Manitobavatn, þar sem þau bjuggu síðan allan sinn búskáp. Jónas var félags- lyndur maður, enda gæddur ó- venjuJegum hæfileikum til for- ystu og samkvæmislífs. Hann var alþektur gleðimaður á mann- fundum, stóð framar flestum samferðamönnum sínum í söng- list og mælsku, gestrisinn var hann með afbrigðum, og ljúfur heim að sækja. Á Dakota árum sínum var hann einn af frum- kvöðlum Vídalíns safnaðar sem enn er starfandi þar í sveit; var hann forseti þess safnaðar í all- mörg ár. Beitti hann sér fyrir því að stofna þar sunnudagaskóla, og tók sjálfur þátt í barnafræðslu, og var yfirleitt forsprakki í nauð- synjamálum bygðarinnar. Þegar norður kom til Siglu- nesbygðar, var afstaðan önnur og fyrst um sinn öll erfiðari en í bygðinni í Dakota. Samgöngur voru slæmar og aðdrættir allir langir og erfiðir. Ekki leið þó á löngu að framtakssemi og dugn- aður hans kæmi fram. Árið 1902 bygði hann fyrsta timburhúsið í bygðinni; hafði hann orðið að flyjta timbrið á sleðum að vetr- inum um 70 mílur vegar. Mörg- um árum seinna reisti hann ann- að heimili, og svo hið þriðja miklu veglegra en hin tvö. — Stendur það á fögrum stað við vatnið, hinn ágætasti minnis- varði landnemans, enda ef. tit vill fegursta heimili þeirrar sveitar. Jónas fékk snemma orö YEARLINGS LEGS .. . Ib. 45é LOINS ... lb. 45<* SHOULDERS .. .. .lb. 27? FLANKS .. lb. 17? As “Monty” would say »Good Hunting« to all our friends during this year end season. Like our good Pal and Mascot Reddy Kilowatt We are always ready to provide Courteous, Efficient, Service with each of these Community Commodities: ELECTRICITY * GAS * TRANSPORTATION

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.