Heimskringla - 20.12.1944, Blaðsíða 14

Heimskringla - 20.12.1944, Blaðsíða 14
14. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. DES. 1944 Maðurinn stóð þarna úti í myrkrinu og starði á hana. í langa hríð sneri hún blaði við og við og hélt áfram að þurka á sér hárið. Mað- urinn gekk nær. Myndin var æ fegurri þess meir sem hann nálgaðist hana. Hann gat ekki séð eins vel og hann vildi, því að hvítt flugna- net hékk fyrir glugganum og það gramdist hon- um. Hann læddist nær og fór mjög gætilega, en þá var húsið of hátt til þess að hann gæti séð. Þá mundi hann eftir stóra víðitrénu, sem óx yfir brunninum, en greinar þess uxu meðfram glugganum á vesturhliðinni. Alt frá því að hún var örlítil, hafði Elenóra stigið út um gluggann út á greinina og rent sér svo niður trjástofninn, sem óx skáhalt. Nú stóð hann hjá trénu og sveiflaði sér upp á greinina svo að ekkert heyrð- ist. Er hann hafði gengið eftir henni þrjú fet, staðnæmdist hann. Hann var bara fáein fet frá stúlkunni. Elenóra lokaði bókinni og lagði hana til hliðar. Hún tók upp handklæði, safnaði hárinu saman og neri það, síðan breiddi hún hand- klæðið á kjöltuna og hristi hárið yfir það. Svo sat (hún í djúpum þönkuim. Smám saman fór hún að tala upphátt. Þótt maðurinn væri svona nálægt gat hann ekki fyrst í stað heyrt. Hann laut áfram og hlustaði áfjáður . . . “aildrei getað orðið svona hamingjusöm,” hvíslaði hin rólega rödd. “Kjóllinn er svo fallegur, kápan og alt — og þvílíkir skór. Eg þarf ekki að skammast mín framar, nei, aldrei, iþví að Flóinn er þakinn fiðrildum, sem eru mikils virði, og eg get altaf veitt þau. Fuglakonan mun kaupa hin á morg- un og fleiri næsta dag. Þegar þau eru búin get eg leitað eftir hýðum og ýmislegu fleiru, sem eg get selt. “Æ, guð, eg þakka þér fyrir þessa dýrmætu, dýrmætu peninga. Nei, eg bað þig ekki árangurslaust. Mér fanst þegar eg bað guð að ihjálpa mér þarna í hinum mikla sal, að þá mundi bann ekki vilja hjálpa mér, af því að eg bað hann ekki áður en eg fór þangað. En nú hefir hann hjálpað mér; eg er viss um það.” Elenóra lyfti augunum móti hinum tindrandi stjörnum, “Eg veit ekki mikið um hvernig eg á að biðja á réttan hátt,” hvíslaði hún, “en eg þakka þér drottinn að þú hjálpaðir mér þegar þú sást bezt henta og á þann hátt sem þú vissir að var beztur.” Andlit hennar ljómaði og yfri því hvíldi bjartur ljómi. Tvö stór tár fyltu augu hennar og féllu niður hina brosandi vanga hennar. “Æ, eg finn að þú hefir hjálpað mér og varðveitt mig undir vængjum þínum,” sagði hún innilega og slökti svo ljósið og litla tré- rúmstæðið bennar brakaði af þunga líkama 'hennar er hún lagðist út af. Pete Carson rendi sér niður af greininni og hafði sig út á veginn. Hann stóð kyr langa hríð og hafði sig svo aftur út í Flóann. Lítil ljósglæta flökti í kring um kassann. Hann staðnæmdist og bölvaði. “Einhver hundur, sem reynir að stela frá stúllkubarni,” sagði hann, “en hann hugsar lík- legast eins og eg, að finni hann eitthvað, þá sé það eign konu, Sem á nóg efni.” Hann hélt síðan áfram meðfram girðing- unni og mjög gætilega. “Það virðist að það sé meira en lítil umferð um mýrina í nótt,” sagði hann, “þrír okkar eru þar á ferðinni.” Hann stansaði í laut inni í norðvtesturhorni mýrarinnar og settist niður á jörðina, náði blýanti upp úr vasa sínum, reif blað úr lítilli vasabók, sem hann hafði, og skrifaði með mik- illi fyrirhöfn á það fáeinar línur. Að svo búnu gekk hann í námunda kassans og beið þar. 1 huga sér sá hann hina fallegu, hvítklæddu stúlku með Slegna hárið. Hann brosti og tilbað myndina í huga sér þangað til hanarnir fóru að gala og boðuðu afturbirtinguna. Þá lauk hann aftur upp kassanum og lét peningana aftur á sinn stað, en ofan á þá lagði hann bréfið, sem hann hafði skrifað, síðan fór hann aftur í fylgsni sitt og var þar þangað til Elenóra kom eftir stígnum, nett og yndisleg í nýjum kjól með nýjan hátt. Hún hafði átt örðugt að ráða við hár sitt, það hrökk og ýfðist og glitraði og ekki gat hún að sér gert að sjá, hve laglega umgerð það gerði um andlit sitt. En minnug fyrirmæla móður sinnar, beit hún á jaxlinn og rígbatt hárið að 'höfðinu með skómreim. Að móðir hennar hafði á henni vakandi auga, grunaði hana ekki neitt, en rétt í því að hún ætlaði að grípa fallega brúna borðann, sagði móðir hennar: “Það er bezt að þú látir mig hnýta þetta, þú getur ekki gert það rétt fyrir aftan hnakkann á þér.” HELGIDAGA Margar harðar orustur verður að há áður en lokasigur er unninn, en gleymum því ekki að þjóðirnar eru einhuga um að vinna þann sigur sem til varanlegs friðar leiðir. Með þetta í huga getum við mætt Jóla- hátíðinni og hinu komandi ári, með nýrr: og bjartari vonum. Stofnun þessi lítur nú yfir hið líðandi ár sem hefir reynst arðsamt og blessunarríkt fyrir einhuga stuðning borgarbúa, sem vér óskum innilega til heilla á hátíðunum sem nú fara í hönd. Sömuleiðis er það ósk vor til allra sem fjarvistum dvelja vegna hins yfirstandandi ófriðar, að honum Iétti sem fyrst, og að þeir megi aftur vitja heimila sinna og sameinast ástvinum sín- um í náinni framtíð. HYDRO ÍJtsöIumenn Ferðahugleiðinga S. Thorkelssonar Björnsons Book Store, Winnipeg Ingvar Gíslason, Steep Rock, Man. G. Lambertsen, Glenboro, Man. Elías Elíasson, Winnipeg Jóh. Einarsson, Calder, Sask. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Rósm. Árnason, Leslie, Sask. John Jóhannsson, Elfros, Sask. Magnús Elíasson, Vancouver Guðm. Þorsteinsson, Portland, Ore. Jónas Sveinsson, Chicago, 111. J. J. Straumfjörð, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts, Wash. Kr. Kristjánsson, Garðar, N. D. H. Hjaltalín, Mountain, N. D. Jón Guðmundsson, Hallson, N.D. J. E. Peterson, Cavalier, N. D. J. J. Middal, Seattle, Wash. Skafti Sigvaldason, Ivanhoe, Minn. Höfundur Ferðahugleiðinga BEZTA JOLA- GJÖF Ferðahugleiðingar eftir Soffanías Thor- kelsson er sá hlutur sem allir mundu gleðjast yfir að fá sem jólagjöf, bæði á íslandi og einnig fyrir vestan haf. Hér er um tvö stór og afar vönduð bindi að ræða og eru þau prýdd fjölda mynda. — Band og allur frágangur er hið ákjósanleg- asta. Þessar Ferðahugleiðingar hafa fengið ágæta dóma. Verðið er óvenjulega lágt, að- eins $7.00 fyrir bæði bindin, póstfrítt. JÓLA-ogNÝÁRS ÓSKIR til okkar íslenzku viðskif tavina THORKELSSON LIMITED - Manufacturers of —. WOODEN CASES <Sf WOOD WOOL INSULATION 1331 Spruce Street Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.